10 ráð til þess að verða milljónamæringur

Það að verða ríkur, eiga allt og vera meiri er umræðuefni sem er ekki mikið rætt í daglegu samfélagi. Þeir sem eru staðráðnir í að eignast peninga eru gjarnan kallaðir gráðugir og sjálfselskir. Af hverju er svona slæmt að vilja verða ríkur? Það ætti ekki að vera forboðið og það er mögulegt – Fyrir hvern sem er.

Upprunalega greinin er eftir Grant Cardone, metsöluhöfund, ræðuhaldara og frumkvöðul en hann skrifaði þessi ráð fyrir vefsíðuna Elite Daily.

„Þegar ég var 21 árs hætti ég í háskóla. Ég var fátækur og skuldugur en þegar ég var orðinn þrítugur var ég milljónamæringur. Hér eru tíu skref sem ég veit að munu hjálpa þér í að verða milljónamæringur fyrir þrítugt“.

#1 – Eltu peningana

Í efnahagsumhverfinu sem við lifum í árið 2014 er engin leið að spara sig upp í að vera milljónamæringur (milljón í dollurum eru rúmar 114 milljónir íslenskar krónur). Fyrsta skrefið er að auka innkomuna í áföngum og endurtaka það aftur og aftur.

„Mánaðarlaunin mín voru 350 þúsund krónur en níu árum síðar var ég með tæpa tvær og hálfa milljón um hver mánaðarmót. Byrjaðu að elta peningana og það mun leiða þig að nýjum tekjulindum og tækifærum.

#2 – Ekki þykjast og ekki láta eins og þú sért einhver hvalur – Vertu duglegur

“Ég keypti ekki fyrsta lúxusúrið mitt eða bíl fyrr en fjárfestingarnar mínar voru farnar að vaxa úr mörgum mismunandi áttum og fyrirtækin voru sjálfstæð.

Ég keyrði enn um á Toyotu Camry þegar ég varð milljónamæringur”.

Láttu fólk taka eftir því hvað þú ert metnaðargjarn en ekki hvað þú átt flott dót.

#3 – Ekki safna til að spara, safnaðu til að fjárfesta

Eina ástæðan til að spara er til þess að fjárfesta. Geymdu peningana þína á ósnertanlegum reikningum sem þú getur ekki nálgast – ekki einu sinni í neyð.

Þetta mun neyða þig til þess að halda alltaf áfram að auka innkomuna.

„Enn þann dag í dag er ég á kúpunni, fjárhagslega, tvisvar á ári vegna þess að ég fjárfesti öllu sem ég hef safnað í nýjar hugmyndir“.

#4 – Forðastu skuldir sem borga þér ekki til baka

Hafðu það sem reglu að taka aldrei lán sem mun ekki skila þér peningnum til baka.

„Ég fékk einu sinni lánaðann pening fyrir bíl en þá vissi ég að bíllinn myndi auka innkomuna mína“.

Þeir ríku nota lán til þess að auka fjárfestingar sínar og græða meiri peninga. Þeir fátæku nota lán til þess að kaupa hluti sem gerir ríkt fólk ríkara.

#5 – Komdu fram við peninga eins og afbrýðisama kærustu

Milljónir óska sér fjárhagslegu sjálfstæði en aðeins þeir sem gera það að forgangsatriði geta orðið það. Til þess að verða ríkur og halda sér ríkum þurfa peningar að vera forgangsatriði.

Peningar eru eins og afbrýðisamar kærustur/kærastar. Ef þú hunsar þá hunsa þeir þig, eða það sem verra er, þeir fara frá þér og finna sér einhvern annann.

#6 – Peningar sofa ekki

Peningar þekkja ekki klukkur, tímaáætlanir eða frídaga. Þeir þurfa þess heldur ekki, peningar elska bara fólk sem vinnur fyrir þeim.

„Þegar ég var 26 ára gamall vann ég á smásöluskrifstofu sem lokaði klukkan sjö. Flesta daga mátti finna mig á skrifstofunni til klukkan ellefu á kvöldin, alltaf að reyna selja eina sölu í viðbót. Aldrei reyna að vera gáfaðasti eða heppnasti einstaklingurinn í hópnum, sjáðu bara til þess að enginn vinni eins mikið og þú.

#7 – Það er fáránleg hugmynd að vera fátækur

„Ég hef verið fátækur og það er ömurlegt. Ég hef átt nákvæmlega núll krónur og það var ennþá verra. Eyddu hugmyndinni um það að vera fátækur sé allt í lagi úr höfðinu á þér“.

Bill Gates sagði eitt sinn: „Það er ekki þér að kenna ef þú fæddist fátækur en það er þér að kenna ef þú heldur áfram að vera fátækur“.

 #8 – Finndu þér árangursríkan læriföður

Flestir sem fæðast ekki með silfurskeið í rassinum umgangast fólk af sömu eða svipaðri stétt og láta sig aldrei dreyma um eitthvað annað. Ég hef rannsakað og fylgst með milljónamæringum til þess að ná að gera það sama og þeir“.

Finndu þér milljónamæring sem þú getur rannsakað eða jafnvel fengið að umgangast. Flestir milljónamæringar eru stolltir af sjálfum sér og meira en til í að hjálpa þér með því að gefa þér ráðleggingar eða segja sína sögu.

#9 – Láttu peningana vinna fyrir þig!

Fjárfestingar eru gullna leiðin til þess að verða milljónamæringur svo þú átt að fá búa til meiri peninga með þeim en með vinnunni þinni.

Ef þú átt ekki byrjunarpening getur þú ekki byrjað.

„Annað fyrirtækið sem ég byrjaði krafðist sex milljón króna startkostnaðar. Það fyrirtæki hefur skilað mér sex milljónum í hverjum mánuði síðustu tíu ár.

Þriðja fjárfestingin mín krafðist fjörtíu milljón króna startkostnaðar og á þeim tíma var það allt sem ég átti. Ég á þá eign enn þann dag í dag og hún skilar mér innkomu hver einustu mánaðarmót“.

Fjárfesting er eina ástæðan fyrir því að við sinnum hinum þrepunum og peningarnir verða að vinna fyrir þig en ekki öfugt.

#10 – Settu markið hátt

Settu markið á hundrað milljónir en ekki tíu.

„Stærstu mistök sem ég hef gert var að hugsa ekki nægilega stórt. Ég hvet þig til þess að hugsa stærra“.

Það er enginn skortur á peningum á þessari plánetu, bara skortur á fólki sem hugsar nægilega stórt.

Fylgdu þessum tíu skrefum og þú verður rík/ur og haltu þig frá fólki sem segir að þú sért drifin/n áfram af græðgi.

Forðastu flýtilausnir, ekki gefast upp, haltu þig innann siðferðismarka og þegar þú kemst á toppinn, vertu tilbúin/n að hjálpa öðrum að komast þangað líka.