Brandarar

Bílastæðin í Miðbænum

 Maður nokkur átti erindi í miðbæinn á bílnum sínum en fann hvergi stæði. Hann hafði ekið marga marga hringi en hvergi var laust stæði.
Loks ákvað hann að leita til Guðs.
Góði Guð!
Ég skal hætta að reykja og drekka og fara í ræktina á hverjum degi bara ef þú reddar mér bílastæði…
…á sama augnabliki og hann sleppti orðunum birtist laust stæði beint fyrir framan bílinn.
Maðurinn lítur til himins og kallar til Guðs!
“Gleymdu þessu með bindindið og ræktina! …ég fann stæði sjálfur!!!”