Norðurljósaspá

Einn af stærstu sólblettum sl. áratuga

sunspot002

Myndin er samsett og sýnir stærð sólblettsins miðað við þá stærstu fram til þessa. Myndin er unnin í photoshop af Hagan Hensley frá San Antonio TX.

NORÐURLJÓSIN.

Ógn eða ánægja? Einn af stærstu sólblettum sl. áratuga snýr nú beint að Jörðinni. Hann hefur verið að senda sólblossa sem trufla radiósamskipti. Enn sem komið hefur hann ekki sent neinar gusur af efniseindum sem er mjög óvenjulegt en kannski heppilegt. Þann 13. mars 1989 olli gríðarleg efniseindasending frá svipuðum sólbletti víðtæku rafmagnsleysi í norður Ameríku og Kanada þegar segulmögnun olli hækkaðri spennu í háspennulínum og í kjölfarið 12 klst útslætti og rafmagnsleysi hjá milljónum manna. SJÁ HÉR. Þá sáust norðurljósin allt suður til Flórída og Kúbu. Þessi sólblettur hefur ekki sent neinar efniseindir frá sér þegar þetta er skrifað þannig að enn sem komið er engin yfirvofandi hætta á rafmagnsleysi vegna sólgosa.

Ekki það að við hjá Gult.is teljum einhverja sérstaka hættu yfirvofandi en við viljum benda á nýlega áminningu frá Rauða krossinum varðandi svokallaða “viðlagakassa” . Þeir þurfa að innihalda þá hluti sem þú gætir þurft á að halda í kjölfar hamfara. Gott að kíkja á þetta enda aldrei að vita hvaða stefnu t.d. umbrotin í Bárðarbungu kunna að taka.

viðlagakassi001

Viðlagakassi þarf að innihalda hluti sem á þarf að halda í kjölfar hamfara. Smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar.