Norðurljósaspá

Einn stærsti sólblettur síðari ára.

“Einn stærsti Sólblettur síðari tíma”

Einn stærsti Sólblettur síðari tíma snýr nú beint að Jörðu. Möguleiki er á truflunum á fjarskiptum svo sem GSM, GPS og í alversta tilfelli gæti orðið truflun á raforkuflutningum sendi þessi blettur frá sér sólblossa eða sólgos af fullu afli.
Þessi sólblettur  sem nefndur er AR1944 sendi frá sér væna gusu efniseinda snemma þann 4. janúar en hefur stækkað gífurlega síðan þá. Áframhald ætti að vera á norðurljósasýningum næstu dagana og sérstaklega 7. til 8 jan ef marka má útreikning sérfræðinga Spaceweather.com. Nú er bara að krossa fingur og biðja um góða skýjahuluspá frá veðurstofunni svo hinir fjölmörgu erlendu ferðamenn sem staddir eru hér á landi gagngert til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri fái að njóta fallegra sýninga. Við verðum með nýjar fréttir um leið og sést til fleiri sólblossa eða sólgosa.
Uppfært 7.1.2014
Nokkuð stórt sólgos (X-1) varð í sólblettinum nú í kvöld og stefnir mikil bylgja efniseinda beint á Segulhjúp Jarðar. Búast má við gríðarlegum norðurljósum eftir þá 1-3 daga sem tekur efniseindirnar að ná að segulhjúpi Jarðar sem gæti þá orðið um eða rétt fyrir helgina.
Við verðum með reglulegar fréttir hér af þessum stórmerka atburði.