Norðurljósaspá

Endurupprisa Sólbletts 2192

NORÐURLJÓSIN.

oldspot001

Sólblettur 2209 áður 2197.

Sólblettur 2209 áður 2192 er farinn að sjást aftur frá Jörðinni. Örlítið grillir í hann á vesturhelmingi Sólarinnar.

Mjög stór sólgos geta komið frá svona sólblettum. Sólbletturinn risastóri hefur farið nokkra hringi á Sólinni. Yfirborð Sólar snýst um sjálft sig þannig að sólblettirnir færast frá vestri til austurs á yfirborðinu. Við miðbaug Sólarinnar er snúningstíminn 25 sólarhringar en aftur á móti 35 sólarhringar við pólana. Sólblettir við miðbaug Sólarinnar sjást því frá jörðu í um 12 – 15 daga en þeir eru einungis í skotlínu í um fimm daga þar sem sólgosin eru að einhverju leiti stefnuvirk. Sólbletturinn stóri ætti því að vera kominn á áhrifasvæði jarðar eftir fjóra til fimm daga og verði sólgos eru agnirnar að meðaltali um þrjá sólarhringa að ná að segulhjúpi jarðar. Þessu fylgjast áhugasamir jarðarbúar með í öllum heimshlutum og flykkjast á norðurslóðir strax og vart verður við sólgos.

Þá er bara að vona að sólguðinn Ra sjái ekki ástæðu til að baða okkur eitthvað hressilegar en venjulega úr hinum ýmsustu afurðum Sólarinnar.

Við bendum á fyrri grein okkar um mögulegar afleiðingar stórra sólgosa.