Kröf­ur fram­seld­ar til inn­heimtu­fyr­ir­tækja

stækka

mbl.is/​Golli

Lands­bank­inn hef­ur fram­selt inn­heimtu­fyr­ir­tækj­um kröf­ur til inn­heimtu fyr­ir hönd bank­ans. Það hafa Íslands­banki og MP banki ekki gert. Þá hafa viðskipta­bank­arn­ir merkt viðskipta­menn með auðkenni meðan á greiðsluaðlög­un stend­ur. Að henni lok­inni séu af­skrifaðar kröf­ur vistaðar var­an­lega í kerf­um bank­anna. Í til­viki Íslands­banka er skrán­ingu eytt eft­ir sjö ár.

Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra við fyr­ir­spurn Elsu Láru Arn­ar­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um skrán­ingu viðskipta­sögu hjá fjár­mála­stofn­un­um.

Óskað var eft­ir svör­um frá Ari­on banka, Íslands­banka, Lands­banka, MP banka, Kred­it­kort­um, Gjald­heimt­unni, Borg­un, Moment­um, Mot­us og Valitor við fyr­ir­spurn­inni. Viðbrögð bár­ust ekki frá Gjald­heimt­unni, Moment­um eða Valitor og Ari­on banki sagðist ekki telja rétt að svara vegna þess að Alþingi gegni ekki eft­ir­lits­hlut­verki gagn­vart bank­an­um.

Þau svör sem bár­ust byggj­ast á upp­lýs­ing­um frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, auk upp­lýs­inga frá þeim fjár­mála­fyr­ir­tækj­um sem svöruðu.

Elsa Lára spurði hvort fjár­mála­stofn­an­ir haldi utan um skrán­ing­ar á fjár­hags­legri stöðu og viðskipta­sögu ein­stak­linga, og ef svo væri, hvaða regl­ur giltu um slíkt?

Í svari ráðherra seg­ir, að mis­mun­andi sé eft­ir teg­und fjár­mála­stofn­un­ar, t.d. hvort um sé að ræða viðskipta­banka, vá­trygg­inga­fé­lag, verðbréfa­fyr­ir­tæki eða annað, hversu ít­ar­leg­um upp­lýs­ing­um um fjár­hags­lega stöðu og viðskipta­sögu ein­stak­linga sé haldið til haga.

Al­mennt megi telja að all­ar fjár­mála­stofn­an­ir haldi utan um skrán­ing­ar á viðskipta­sögu viðskipta­vina sinna og viðskipta­bank­ar búi yfir upp­lýs­ing­um um fjár­hags­lega stöðu ein­stakra viðskipta­vina. Svör Lands­bank­ans, Íslands­banka og MP banka eru á þann veg.

Um meðferð slíkra upp­lýs­inga gildi lög um per­sónu­vernd og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga, en Per­sónu­vernd fer með eft­ir­lit með fram­kvæmd lag­anna og reglna setta á grund­velli þeirra.

Elsa Lára spurði hvernig ein­stak­ling­ar væru skráðir hjá fjár­mála­stofn­un­um.

Í svari ráðherra seg­ir, að svör viðskipta­bank­anna hafi verið á þá leið að í viðskipta­kerf­um þeirra séu viðskipta­menn merkt­ir með auðkenni meðan á greiðsluaðlög­un standi. Að henni lok­inni séu af­skrifaðar kröf­ur vistaðar var­an­lega í kerf­um bank­anna. Í til­viki Íslands­banka sé skrán­ingu eytt eft­ir sjö ár.

Þá kem­ur fram, að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi ekki at­hugað sér­stak­lega skrán­ingu per­sónu­upp­lýs­inga á mis­mun­andi stig­um greiðsluaðlög­un­ar hjá lána­stofn­un­um en spurn­ing­arn­ar eigi ekki við um aðrar fjár­mála­stofn­an­ir. Vak­in sé at­hygli á því að embætti umboðsmanns skuld­ara hafi um­sjón með greiðsluaðlög­un en Per­sónu­vernd hafi eft­ir­lit með skrán­ingu per­sónu­upp­lýs­inga.

Elsa Lára spyr enn­frem­ur, hvenær fyrnd­ar kröf­ur séu felld­ar brott úr kerf­um fjár­mála­stofn­ana.

Í svar­inu seg­ir, að sam­kvæmt svör­um viðskipta­bank­anna virðist al­menn regla þeirra vera að fella kröfu úr kerfi bank­ans þegar hún hafi verið af­skrifuð og inn­heimtu lýk­ur án ár­ang­urs.

Bent er á, að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi ekki gert sér­tæka at­hug­un á því hversu lengi sé haldið utan um af­skrifaðar eða fyrnd­ar kröf­ur í kerf­um fjár­mála­stofn­ana en Fjár­mála­eft­ir­lit­inu hafa í ein­hverj­um til­vik­um borist fyr­ir­spurn­ir eða kvart­an­ir vegna þessa og hafa er­ind­in verið fram­send til Per­sónu­vernd­ar sem hef­ur eft­ir­lit með vinnslu og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga.

Loks spyr Elsa Lára, hvort kröf­ur fjár­mála­stofn­ana séu fram­seld­ar til inn­heimtu­fyr­ir­tækja, og ef svo sé, að hvenær sé slík­um skrán­ing­um eytt úr kerf­um.

„Íslands­banki og MP banki hafa ekki fram­selt kröf­ur til inn­heimtu­fyr­ir­tækja. Lands­bank­inn hef­ur fram­selt inn­heimtu­fyr­ir­tækj­um kröf­ur til inn­heimtu fyr­ir hönd bank­ans,“ seg­ir í svar­inu.

Þá kem­ur fram, að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi ekki gert heild­ar­út­tekt á meðferð krafna hjá fjár­mála­stofn­un­um á fjár­mála­markaði en ljóst sé að slík meðferð kunni að vera mis­mun­andi eft­ir teg­und fjár­mála­stofn­un­ar, t.d. hvort um er að ræða viðskipta­banka, vá­trygg­inga­fé­lag eða verðbréfa­fyr­ir­tæki.

Vak­in er at­hygli á því að skv. 2. mgr. 3. gr. inn­heimtu­laga nr. 95/​2008 er viðskipta­bönk­um, spari­sjóðum, öðrum lána­stofn­un­um og verðbréfa­fyr­ir­tækj­um heim­ilt að stunda inn­heimtu fyr­ir aðra án inn­heimtu­leyf­is. Áréttað er að um meðferð per­sónu­upp­lýs­inga gilda lög nr. 77/​2000, um per­sónu­vernd og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga, en Per­sónu­vernd fer með eft­ir­lit með fram­kvæmd lag­anna og reglna setta á grund­velli þeirra.

 

Heimild: MBL.is