Grunntölur
Í algengum talnaspám er gengið út frá 4 grunntölum:
Forlagatölu, Einstaklingstölu, Hjartatölu og Yfirbragðstölu.
Til þess að reikna þær út þarf að skoða eftirfarandi töflu sem sýnir tölugildi bókstafanna.

1   A    J     S   Æ

2   B    K    T    Ö

3   C    L     U

4   D   M    V

5   E    N   W

6   F    O   X

7   G    P    Y

8   H   Q    Z

9   I    R     Þ

Hér er ekki gerður greinarmunur á grönnum eða breiðum sérhljóðum, é hefur tölugildið 5 eins og e, og ð hefur tölugildið 4 eins og d.
Þetta kerfi er reyndar misjafnt eftir heimildum um þessi fræði.
Talnaspekingar hafa reiknað það upp og hér hefur íslensku stöfunum þ, æ, og ö verið bætt við.
Pýþagoras er sagður hafa lagt grunn að þessu kerfi en Kabbalaj, hið leyinilega og trúarheimspekilega kenningakerfi miðaldagyðingarpresta byggist meðal annars á tölugildi bókstafanna við dulspekilega túlkun ritningarinnar og þeirra áhrifa gætir einnig í talnaspeki nútímans.

FORLAGATALAN.
Hún er reiknuð út frá fæðingardegi og ári. Hún er summa allra talnanna og reiknuð áfram þar til fengin er tala á bilinu 1- 9 en tölurnar 11 og 22 látnar standa.

T.d. 25 april 1977 er reiknuð svona:
2 + 5 + 0 + 4 + 1 + 9 + 7 + 7 = 8
Forlagatalan verður því  8.
Sá sem á þennan dag 2 febr 1944  er með þetta:
2+0+2+1+9+4+4 =  22 forlagatala hans er þá en ekki  2+2
= 4

EINSTAKLINGSTALAN.
Hún er fundin út með því að reikna út summu tölugildanna í bokstöfunum í því nafni sem hlutaðeigandi notar oftast.
Einstaklingstala Sigurðar Vilhjálmssonar sem aldrei er kallaður annað en Siggi Villa er þá reiknuð út á eftirfarandi hátt:
S I G G I   V I L L A
1 9 7 7 9   4 9 3 3 1
1 + 9 + 7 + 7 + 9 + 4 + 9 + 3 + 3 + 1 = 8

HJARTATALAN.
Hún er fundin með því að leggja saman tölugildi sérhljóðanna í fullu  nafni viðkomandi.
S i g u r ð u r   V i l h j á l m s s o n
9  3     3       9       1          6
9+3+3++9+1+6 = 4
4 verður því hjartatala Sigurðar Vilhjálmssonar.

YFIRBRAGÐSTALAN.
Hún er reiknuð út frá tölugildi samhljóðanna í nafninu.
S i g u r ð u r   V i  l  h  j á l m s s o n
1   7   9 4  9   4    3 8  1   3 4 1 1   5
1 + 7 + 9 + 4 + 9 + 4 + 3 + 8 + 1 + 3 + 4 + 1 + 1 + 5 = 60 = 6+0 = 6
6 er því yfirbragðstala hans.

AÐ SPÁ Í TÖLUR.

TALAN  1
Er kraftmikil tala, tákn einingar, og heildar. Hún er líka tákn upphafsins og er þessvegna tala guðs, alheimsins og sólarinnar.
Stjörnumerki hennar er Ljón. Litir tölunnar eru appelssínugulur, gulur og gylltur.

TALAN 2
Hún er tala tvíhyggju, jins og jangs, karls og konu, nætur og dags og annarra andstæðna. Samhljómur, samvinna, lagni og aðrir slíkir þættir tengjast tölunni 2. Hún er tengd mánanum og stjörnumerkinu Krabbinn.
Litir tölunnar eru pastellitir.

TALAN 3
Hún er tala vorsins, frjóseminnar og vaxtarins.Hún getur verið tákn upphafs og nýrra verkefnis.
3 er merki þrenningar og þessvegna tákn heilagrar þrenningar, föðurins, sonarins og hins heilaga anda, en líka tákn fjölskyldunnar, föður, móður og barns.
Talan 3 hefur því sérstöðu, hún er talin heilög og býr yfir töframætti.
Sé talan margfölduð með sjálfri sér verður útkoman 1 og það  er alveg sama hversu oft talan 1 er margfölduð með 1, hún verður alltaf 1.
Þessvegna er talan 1 einstök og stöðug tala, tala guðs.
Sé önnur talan í talnaröðinni margfölduð með tölunni einn, verður útkoman 2. Þessu er öðruvísi háttað með þriðju töluna í talnaröðinni.
Sé hún margfölduð með tölunni á undan verður útkoman skyndilega allt önnur tala sem er mun stærrien bæði tveir og þrír, talan sex.
Talan 3 er þess vegna frjósöm tala og þrátt fyrir smæð sína felur hún í sér margföldunarhæfileika sem hvorki einn eða tveir búa yfir. blackjack online casino flash

Tvítalan felur í sér andstæður þeirra stríðandi afla sem halda veröldinni gangandi.
Hugsi menn sér línur milli eintölunnar  og tvítölunnar, milli hins einstæða guðs og andstæðra póla tvítölunnar, myndast þríhyrningur.
Þannig myndar guð jafnvægi milli stríðandi afla og felur um leið í sér guðdómlega þríeiningu.
Talan þrír kemur fyrir með margvígslegum hætti og mismunandi samhengi innan ólíkra menningarsvæða.
Svo víða koma þrír við sögu í öllu lífi mannsins að ætla mætti að honum sæe að einhverju leyti eðlislægt að hugsa í þrenndum og að lífshrynjandinn feli í sér þrískiftingu.
Allt á sér upphaf, miðju og endalok.
Menn eiga fortíð, nútíð og framtíð.
Mælivíddirnar eru þrjár, hæð, lengd og breidd.
Gríska orðið fyrir .. stærstur” er tris-megistos, það er þrisvar sinnum stór, og Rómverjar nefndu þann sem var ter felix eða þrisvar sinnum sælan.
Skaut konu er þríhyrnt og kynfæri karla er þrískift. „Allt er þá þrennt er“.
Talan 3 er tengd Júpiter og stjörnumerkinu Bogmanni. Litir hennar eru grá fjólublár og fjólublár.

TALAN 4.
Hún  er tala höfuðáttanna fjögurra, austurs, vesturs, suðurs og norðurs og árstíðanna, vor, sumar, haust og vetur.
Hún er tengd Saturnusi og stjörnumerkinu Steingeit. Litir tölunnar eru dökkgrár og svartur.

TALAN 5.
Hún  er tákn frelsis , orku, sköðunarkrafts og ferðalaga.
Hún birtist meðal annars í fimmstjörnunni (pentagramminu).
Talan 5 tengist Merkur og stjörnumerkjunum Tvíbura og Meyju. Allir ljósir litir eru litir tölunnar 5.

TALAN 6.
Hún er tákn ástar, umhyggju, ábyrgðartilfinningar og jafnvægis.
Hún birtist meðal annars í sexarmastjörnunni (gyðingastjörnunni ).
Hún er tengd Venus og stjörnumerkjunum Nauti og Vog.
Litir tölunnar eru ljósblár, blágrænn og grænn.

TALAN 7.
Hún hefur lengi verið talin sérstök heillatala.
Hún tengist sjálfsskoðun og ymiss konar andlegum pælingum. Samkvæmt gömlum hugmyndum býr hún yfir töframætti og í henni sjálf lífshrynjandinn fólginn.
Í hverju kvartili tunglmánaðarins eru um það bil 7 dagar. Þegar Súmerar lögðu grunninn að tímatalsútreikningum  sínum út frá gangi himintunglanna, 2000-3000 árum f.Kr.
Reiknuðu þeir með því að hver tunglmánuður  skiftist í 4×7 daga, samtals 28 daga, jafnlangur og tunglmánuðirinn.
Síðar komu fram hugmyndir meðal dulspekinga um að mannslíkaminn endurnýjaðist á sjö ára fresti og að líf mannsins varði nokkurn veginn í 7×10 ár.
Talan 7 hefur svo stærðfræðilega eiginleika sem sennilega hafa ýtt undir sérstöðu hennar.
Séu allar tölur frá einum upp í sjö lagðar saman verður útkoman 28, dagafjöldi tunglmánaðarins og tíðahringsins.
Algengasta talan í Biblíunni er 7 og það ýtir undir hugmyndir um að talan sé heilög og um leið happatala.

Höfuðdyggðirnar í kristinni siðfræði eru sjö:
Hófsemi, forsjálni, hugprýði, réttsýni, trú, von og kærleikur.

Dauðasyndirnar eru einnig sjö:
hroki, ágirnd, losti, reiði, græðgi, öfund og leti.

Sjö undur veraldar voru:
pyramídarnir í Eygiptalandi, grafhýsi, Másolasar í Halikarnassos, svifgarðar og múrar Babýlon, musteri artemisar í efesus, Seifslíkneski Feidíasar í Ólympíu, risastyttan af Helíosi við hafnarmynnið á Rhodos og vitinn á eyjunni Faros við Alexandríu.
Orkustöðvar líkamans eru líka sjö:
rótarstöðin, hvatastöðin, magastöðin, hálsstöðin, ennisstöðin og hvirfilsstöðin.
Í sumum fræðum er því haldið fram að jörðin sjálf hafi sjö orkustöðvar sem samsvari til stöðvanna sjö hjá manninum.
En hvar það er, er ekki alveg ljóst.
Talan sjö er tengd neptúnusi og stjörnumerkinu Fiskar.
Litir hennar eru allir grænir og ljósblágrænn.

TALAN 8.
Hún er mjög sterk tala og tengist efnisheiminum, forlögunum og óendanleikanum. Hún er tengd plánetunni Satúrnus og stjörnumerki hennar er Steingeit.
Litir tölunnar atta eru dökkgrár og svartur.

TALAN 9.
Hún er tala alheimsins.
Hún endurspeglar hugsjónir,draumsýnir, heimspeki og fullkomnun.
Talan níu er almennt talin heillatala.
Hún kemur viða við sögu í þjóðtrú og menn hafa í tímans rás haft mikla trú á áhrifamætti hennar.
Níu er margfeldi heilögu tölunnar þriggja með sjálfri sér og er þess vegna sérstaklega kraftmikil og áhrifarík tala.
Veigamikið atriði er að meðgöngutími konunnar níu mánuðir. Sköpun mannsins tekur níu mánuði.
Níu hefur stærðfræðilega sérstöðu.
Það er alveg sama með hvaða tölu hún er margfölduð, þversumma útkomunnar, eða þversumma af þversummunni verður alltaf níu.
Talan er tengd Mars og stjörnumerkjunum Hrút og Sporðdreka. Litur hennar er rauður.

TALAN 11.
Hún er önnur hinna svokölluðu meistaratalna, hin er tuttugu og tveir. Hún er tákn andlegrar þekkingar, vitrana og dulrænna hæfileika. Talan er tengd Úranus  og stjörnumerkinu Vatnsbera. Litir tölunnar eru ljósblár, grár og silfurlitaður.

TALAN 22.
Hún er tala fullkomnunar. Þeir sem hafa þessa tölu að einkennistölu eru byggingameistarar bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu. Talan er tengd Neptunusi og stjörnumerkinu Fiskum. Litir tuttugu og tveggja eru gráfjólublár og rauðfjólublár.