Hér er að finna hagnýt ráð og upplýsingar um geitunga.

Fjórar tegundir geitunga hafa fundist hér á landi.
Holugeitungar, trjágeitungar, húsageitungar og roðageitungar en tveir þeirra síðastnefndu eru raunar afar sjaldgæfir hér á landi.
Þessar fjórar tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga.
Einungis kvendýr geitunga hafa stungubrodda en þeir stinga yfirleitt ekki ef þeir eru látnir afskiptalausir.
Stungur geitunga og hunangsflugna geta verið hættulegar á tvennan hátt. Ef fullorðinn einstaklingur er stunginn um 100 stungum getur það orðið lífshættulegt vegna beinna eituráhrifa en hjá einstalingi með bráðaofnæmi getur ein stunga verið mjög hættuleg, jafnvel lífshættuleg. Einkennin eru þá meðal annars öndunarerfiðleikar og blóðþrýstingsfall með yfirliði, og verður viðkomandi þá að komast tafarlaust undir læknishendur. Mjög mikilvægt er að greina ofnæmið og er það gert með sértæku húðprófi. Í fyrsta skipti sem einhver er stunginn af geitungi getur slíkt ofnæmi ekki verið til staðar og stungan veldur því einungis staðbundnum óþægindum. Í broddinum er eitur sem veldur miklum sársauka og ertingu en í stungunni eru einnig ofnæmisvakar sem oft valda ofnæmi og tekur það nokkrar vikur að myndast. Eins og áður sagði er mikilvægt að greina ofnæmið og til að koma í veg fyrir stungu er besta ráðið að láta flugurnar afskiptalausar og halda ró sinni og stillingu.
Fyrir þá sem er sérstaklega illa við geitungana mælum við með geitungagildrum.

Nokkuð auðvelt er að útbúa gildrur fyrir þessar flugur og sýnum við hér að neðan útfærslu sem  nokkurn veginn hver sem er ætti að geta útbúið.

Það sem þarf er einnota drykkjarflaska undan t.d. gosdrykk, skæri, límband, sykur og skærlitaður ávaxtasafi eða skærlitaður gosdrykkur.

geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur, geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur, geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur, geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur,

Á mynd 1. er komið það sem þarf til að útbúa geitungagildru.  Eins og áður sagði er Það sem þarf einnota drykkjarflaska undan t.d. gosdrykk, skæri, límband, sykur og skærlitaður ávaxtasafi eða skærlitaður gosdrykkur. Á mynd 2 er búið að klippa drykkjarflöskuna í sundur og í þessu tilviki var klipptur aukalega 4 cm renningur af efri partinum til að lækka gildruna aðeins. Á mynd 3 er búið að setja hvítan sykur í neðri part drykkjarflöskunnar og á mynd 4 er sýnt hvernig efri parturinn er settur upp á þann neðri og nú þannig að stúturinn snýr niður. Gott er að stúturinn sé um 5-6 cm frá botni gildrunnar.

geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur, geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur, geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur, geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur,

Til að gildran losni ekki í sundur á versta augnabliki er nauðsynlegt að líma partana saman. Í þessu tilfelli er notað svart einangrunarlímband sem fæst á öllum bensínstöðvum. Hugsanlega gæfi þó betri árangur að nota gult eða rautt límband til að laða geitungana enn frekar að gildrunni því þeir eru töluvert glysgjarnir. á mynd 6 er verið að gata efst á efri partinum svo hægt sé að hengja hana upp. Á mynd 7 er búið að þræða og gott er að nota band en í þessu tilfelli var límbandið notað. Þá er bara eftir að hella vökvanum ofan í og ekki er verra að fá aðstoð frá yngstu kynslóðinni. Í þessu tilfelli var notaður eplasafi en einnig er gott að nota trönuberjasafa eða aðra gula eða rauða sykraða drykki.

geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur, geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur,

Hér á myndum 9 og 10 sést hvernig hægt er að hengja þessa gildru upp.

geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur, geitungar , geitungagildra, húsageitungur, holugeitungur, trjágeitungur,

Hér sést gildran í enn einfaldari útgáfu þar sem ekki var tiltækt límband. Hér er notast við 0.5 lítra gosflösku. Hún var skorin í tvennt nákvæmlega á miðjum miða og gerður nokkurra cm skurður upp í efri partinn svo helmingarnir gengju betur saman. Þvínæst var helmingunum einfaldlega þrýst saman og skærlitum vökva hellt í. Á mynd 11 sést tilvonandi fórnarlamb virða fyrir sér 5 stykki sem strax voru komin í gildruna. Gult.is mælir með límbandi eins og sést á mynd 12 því ekki er gott ef hálffull gildran losni í sundur á versta tíma. Þar sem geitungar eru nokkuð glysgjarnir mælir gult.is þó með gulu límbandi 🙂
Hér á mynd 13 sést afraksturinn úr minni gildrunni eftir dagspart.

geitungagildra geitungagildrur geitungar holugeitungar trjágeitungar roðageitungar húsageitungar

Þá er bara að hefjast handa en muna samt að halda stillingu sinni 🙂

Gangi ykkur vel.

Arnar Máni Björgvinsson arnar máni björgvinsson

Þessi ungi hárprúði herramaður, Arnar Máni, aðstoðaði við gerð gildrunnar.
Upplýsingar um geitungana voru fengnar hjá wikipedia og vísindavefurinn.is á stóran part í upplýsingunum.