Gul frétt

Grýla og Leppalúði verða með símatíma fram á þrettándann.

GUL FRÉTT

grýla001

Grýla skoðar nýjustu tölurnar yfir óþæga stráka, stelpur og fullorðna.

Grýla og Leppalúði verða með símatíma fram á þrettándann og munu þau lesa upp tölur úr nýju tölvukerfi þeirra yfir óþæga Íslendinga.

Þar koma samstundis fram sundurliðaðar tölur yfir óþæga stráka, óþægar stelpur og óþæga fullorðna.  Tölvukerfi þeirra er eitt það nýjasta á landinu en það sama verður ekki sagt um símanúmerið þeirra enda eru þau skötuhjúin með eitt elsta símanúmer landsins  – 155 – sem einungis telur 3 tölustafi vegna aldurs þess.

Hægt er að spyrja þau spurninga en heyrnartækin þeirra eru þó farin að gefa sig allverulega – sömuleiðis vegna aldurs.