frozenship001

Vantar sand eða salt hjá þér?

Miðað við aðkomu að flestum fjölbýlishúsum, ástand gangstétta og bílaplön við helstu fyrirtæki og stofnanir virðast hálkuvarnir flokkast undir glataða þekkingu – svipað og skipasmíðar á Íslandi – 

Hvað gæti verið einfaldara en að sáldra nokkrum sandkornum fyrir framan útidyrnar hjá sér? Hið einfalda virðist geta vafist fyrir meginþorra íbúa Höfuðborgarsvæðisins.

Fróðlegt verður að sjá tölur frá Bráðamóttökum sjúkrahúsanna varðandi beinbrot núna þegar Læknaverkfallið er í algleymingi og allt stefnir í Læknalaust Ísland 2015.

Endurgjaldslaust er hægt er að nálgast sand hjá þjónustustöðvum Reykjavíkurborgar. Þær eru við Jafnasel, Flókagötu og Njarðargötu.