
Brauðlaust brauð í neysluumbúðum.
GUL FRÉTT.
Brauðlaust brauð.
Ekki eru allir á eitt sáttir um heilnæmi brauðmetis.
Nú er hægt að nálgast lausn fyrir þá sem ekki telja sig geta borðað þessa fæðu sem sonur Guðs nýtti á eftirminnilegan hátt fyrir um 2000 árum síðan við að metta mannfjöldann.
Óvæntur sigurvegari gærdagsins á Twitter var gamla góða heimilisbrauðið. Segja má að brauðið hafi tröllriðið netinu. „Þetta er virkilega skemmtilegt,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Myllunni, sem játar að vinsældir myllumerkisins #heimilisbraud hafi komið á óvart.
Heimilisbrauðið fór nokkuð óvænt á flug en Myllan hefur undanfarið birt nokkrar auglýsingar með fyrrnefndu myllumerki. Í gær benti hins vegar Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, á merkið og málið vatt upp á sig í kjölfarið.
Fróðlegt verður að sjá hvernig keppinauti heimilisbrauðsins – hið brauðlausa brauð kemur út í samkeppninni næstu misserin.