Húsráð sem fengin eru héðan og þaðan.
Þú getur sent inn góð húsráð sem þú vilt deila með öðrum.
Sendu okkur póst á flytileidir@gmail.com.

Hvað skal gera við geitungastungu: Ef þú ert stungin(n) af geitungi, þá er gott að setja sykurmola eða sykur yfir stunguna og líma niður með plástri

Að gera við regnföt. Ef þú þarft að gera við regnföt sem farið hafa í sundur í “límingunni” þá er gott ráð að leggja sárið saman og setja álpappír beggja megin við það og svo strauja rólega yfir með straujárni.

Tyggjóklessur úr fötum: Þú skellir flíkinni inn í frysti og síðan getur þú mulið tyggjóið úr.

Tyggjóklessur í hár eða á húð: Makaðu smjörlíki vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast og mikið auðveldara verður að ná því úr. þvoið hárið eftir meðferðina.

Vaxblettur úr efni: Leggið dagblað yfir blettinn og straujið svo yfir. Þá bráðnar vaxið og sogast upp í dagblaðið.

Að ná kaffiblettum úr kaffibollum: Smellið bollunum í klórvatn og leyfið þeim að liggja yfir nótt. Þetta kölluðum við að “klóra” bolla. Síðan þvær maður þá bara eins og venjulega og þeir glansa að innan.

Límblettir af gleri : Setjið sítrónudropa (kökudropa), í blauta tusku og nuddið vel yfir.

Blettir á parketti : Stundum virkar að taka blauta tusku og hella ediki í hana og strjúka yfir blettina.

Að þýða hakk án þess að þurfi að taka það úr frysti með sólahrings fyrirvara: Gott er að setja hakkið í nýjann, hreinan poka og setja hnút efst á pokann. Lofttæma og fletja hakkið út svo það svipi til pizzu. Svo er þetta fryst eins og gert væri með hakk í bakka. Ef þetta er gert tekur ekki nema örskamma stund fyrir hakkið að þiðna svo ekki þarf að ákveða með miklum fyrirvara ef hakk skal vera í matinn.

Að skera oststykki sem er orðið lítið er gott að taka smjörpappírs lengju og þræða í gegnum gat ostaskerans. Þá gengur mun betur að skera ostinn. Einnig er gott að þrífa ekki ostaskerann eftir hverja notkun því þá festist osturinn ekki við skerann.

Losna við Vonda lykt úr ísskáp: Látið 2-3 tsk af matarsóda standa í opnu íláti í ískáp og þið losnið við alla lykt úr honum. Einnig er hægt að strjúka innan úr ískápnum með ediki eða einfaldlega setja gömul dagblöð inn í hann.

Skera sveppi í jafnar sneiðar Til að skera sveppi í jafnar sneiðar er best að skella þeim í eggjaskerann.

Til að losna við fitu sem sest ofan á eldhússkápa: Setjið plastfilmu ofan á eldhússkápana. Þá sest fitan og rykið á plastið en ekki skápana og ekkert mál er að þrífa.

Hvernig lætirðu tengdó halda að þú hafir bakað en ekki keypt köku: Bræðið smjörlíki á pönnu og stráið kanel yfir. Þá kemur dýrindis lykt af nýbökuðu í allt húsið og þú getur borið fram búðarkeyptu kökurnar þínar og allir halda að þetta er nýbakað!

Hvernig heldurðu baðherbisflísum glansandi: Bílabón á flísarnar á baðinu halda glansanum í ár.

Til að ná grasgrænku úr fötum, hellið nýmjólk í blettinn og svo uppþottalegi og nuddið saman.

Hvítir sokkar verða alveg skjannahvítir ef þeir eru soðnir í vatni með nokkrum sítrónusneiðum. Sítrónan er náttúrulegt bleikiefni.

Til að afrafmagna : Mýkingarefni er afrafmagnandi og stórsniðugt til þess að m.a strjúka af rimlagardínum og rafmagnstækjum! Blandið mýkingarefninu við vatn og vindið tusku upp úr því.

Auðvelt ráð til að þrífa rimlagardínur: Ef þú þrífur rimlagardínur í baðkerinu, leystu þá upp 1 uppþvottarvélarkubb í vatnið og allt rennur af.

Barnið pissar undir Þegar slys verður og barn vætir rúmið sitt er gott að strá kartöflumjöli á blettinn og láta þorna. Kartöflumjölið drekkur þvagið í sig. Þegar bletturinn er alveg orðinn þurr þá er mjölið ryksugað upp og enginn blettur verður eftir í dýnunni.

Til að ná litum af vegg: tannkrem og naglabursti. Gott er að vera í gúmmí hönskum. WD-40 hefur líka virkað vel.

Hvernig færðu leðurskó fína án skóáburðs Pússa leður skó með bananahýðinu, innra laginu, þeir verða mjög fínir.

Ef börnin eru að perla og perlurnar fara út um allt þá er bara að skella nælonsokk á ryksuguna og sjúga perlurnar upp, taka sokkin og tæma í perluboxið.

Ef þú þarft að skipta einum tertubotni í tvennt, þá er best að gera það með tvinna. Þú byrjar á því að skera fyrir hringinn í kring og leggur síðan tvinnaspottann í skurðinn, heldur svo í báða endana á spottanum og dregur svo tvinnann í gegnum botninn.

Ef þú ert að bera fram ísmola í skál, þá er mjög sniðugt að hvolfa litlum disk eða undirskál í skálina sem þú setur ísmolana í. Þá bráðna klakarnir ekki eins fljótt, og vatnið sem lekur af klökunum fer undir litla diskinn og klakarnir liggja ekki í vatninu.

HVERNIG NÆR MAÐUR LAUKLYKT ÚR SKURÐARBRETTI?
Besta ráðið er að nota sérstakt bretti fyrir lauk og hvítlauk sem ekki er notað í neitt annað. Ef lauklykt er af bretti sem ekki á að vera lauklykt af er gott að nudda sítrónuhelmingum ofan í brettið og láta liggja yfir nótt í vaskinum. Skolið brettið að morgni.

HVERNIG VEISTU HVORT AÐ EGGIÐ SÉ FERSKT EÐA ÚLDIÐ?Hvernig veistu hvort eggið sé ferskt eða úldið? Svar: Settu eggið í vatnsglas og ef það flýtur er það ferskt en ef það sekkur er það úldið.  HMMMMMM? …eða var það öfugt?

AFHVERJU ER STUNDUM SVONA ERFITT AÐ NÁ EGGJASKURNINNI AF EFTIR SUÐU?
Eggin eru líklegast alveg glæný. Því nýrri sem eggin eru, þeim mun erfiðara er að skræla þau! Það er vegna þess að eftir því sem eggin eldast, myndast stærri loftgöt á skurninum og loft kemst undir skurninn sem gerir það að verkum að hún losnar auðveldar frá eftir suðu. Loftgötin eru líka ástæðan fyrir því að egg ætti ekki að geyma í ísskáp því þau “taka í sig” bragð af öðrum mat í ísskápnum.

AF HVERJU VERÐA EGGIN STUNDUM GRÆN EFTIR SUÐU?
Ef eggin fá ekki að kólna strax eftir suðu, halda þau áfram að sjóða í öllum hitanum og mynda þá grænan lit í rauðunni sem er frekar óspennandi. Gætið þess að kæla eggin strax eftir suðu. Gott er að setja þau undir ískalt, rennandi vatn í nokkrar mínútur.

AF HVERJU BROTNAR EGGJASKURNIN Í POTTINUM?
Eggjaskurn brotnar stundum ef maður setur eggin harkalega í pottinn. Stundum brotna þau samt af engri ástæðu að því er virðist. Styrkleiki skurnar fer m.a. eftir mataræði varphænunnar og ýmsum öðrum þáttum! Gott ráð er að setja smávegis af salti í suðuvatnið. Það “styrkir” eggjaskurnina. Einnig er gott að setja eggið í matskeið og láta það síga varlega ofan í vatnið.