Hvalfjarðargöngin eru 5770 metra löng og liggja 165 metra niður fyrir yfirborð sjávar. Þau eru að minnsta kosti 40 metra undir hafsbotninum í Hvalfirði. Það tekur um 5 mínútur að aka göngin en 70 KM hámarkshraði er í þeim og eru 3 löggæslumyndavélar í hvora átt sem taka myndir af þeim sem aka of hratt. Alls eru því 6 löggæslumyndavélar í þessum 5770 metra löngu göngum.

Stök ferð gegn um göngin kostar 1000 krónur en hægt er að kaupa kort með 10 ferðum og kostar þá ferðin 635 krónur.
Einnig er hægt að kaupa Veglykil sem settur er í framrúðu bílsins og kaupa annað hvort 40 eða 100 ferðir fyrirfram.
40 ferðir kosta 17.000 krónur sem gerir 425 krónur á hverja ferð.
100 ferðir kosta 28.300 krónur sem gerir 283 krónur á hverja ferð.
(júlí 2014)

 

Það er fyrirtækið Spölur sem á og rekur göngin.

Hér fyrir neðan eru myndbönd sem tekin eru í einni ferðinni gegn um göngin.

http://youtu.be/PPyOWccG6n0

http://youtu.be/IUQ5QcoZsKs