Hráefni
» 600 g lambakjöt af framparti
» eftir smekk Salt og pipar
» 2-3 l vatn
» 3 stk. íslenskar kartöflur
» 1stk. blaðlaukur
» 3 stk. gulrætur
» 1stk. rófur
» 80 g sellerí
» ½ dl hrísgrjón
» 2-3 tsk ferskar kryddjurtir (blóðberg, graslaukur, vorlaukur)

 

Fyrir 4 – 6

Þetta er súpa sem flestir þekkja, hver með sínu nefi, og er eina skilyrðið; íslenskt lambakjöt og íslenskt grænmeti

Aðferð

Skerið kjötið í smáa bita eða gefið á beini. Hitið kjötið í vatni þannig að fljóti yfir, látið suðuna koma upp. Skolið kjötið í sigti eða fleytið af alla froðu og eggjahvítuefni sem koma upp á yfirborðið. Bætið í vatni, látið suðuna koma upp og fleytið af auka fitu ef fólk vill fituminni súpu. Látið malla í um 60 mín, bætið í grænmeti og látið malla eftir smekk um 2 tíma. Sumir vilja grænmetið minna eldað en öðrum finnst súpan best við þriðju hitun. Kryddið með salti og pipar, bætið í hrísgrjónum og sjóðið í um 20 mín, bætið í kryddjurtum. Auðvitað má nota þurrkaðar súpujurtir, feita kjötbita og annað sem fólk er vant.

 

Klassísk íslensk kjötsúpa

Hráefni
» 600 kg lambasúpukjöt
» 1 L vatn
» 1/2 saxaður laukur
» 150 g gulrætur skornar í bita
» 150 g gulrætur skornar í bita
» 30 g hrísgrjón eða • 1 msk súpujurtir
» 3 msk steinselja, söxuð (má sleppa)
» kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
» 1 lítil gulrófa, flysjuð og skorin í bita
» salt og pipar

Fyrir 4 – 6

Hér er gamla kjötsúpan gerð að hætti sannra matgæðinga sem vilja þetta eins og amma gerði súpuna.

Aðferð

Snyrtið kjötið. Ef þið viljið minna að fitu má skera hana af eða bara fleyta fituna vel af. Setjið kjötið í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið rólega að suðu og fleytið froðu ofan af. Endurtakið nokkrum sinnum til að losna við sem mest af sora. Bætið svo blaðlauk, gulrótum og hrísgrjónum í pottinn ásamt súpujurtum og steinselju. Kryddið með pipar og salti og látið malla undir loki í um hálftíma. Bætið þá kartöflunum út í og látið malla í 10 mín. Setjið rófurnar í pottinn og sjóðið súpuna í um 15 mín. í viðbót eða þar til kjöt og grænmeti er orðið mjúkt. Smakkið súpuna og bragðbætið hana með pipar og salti ef þarf. Þeir sem vilja súpuna tæra geta sleppt hrísgrjónunum.

Hér eru tenglar á fleiri uppskriftir: