Jarðskjálftakort í boði Veðurstofu Íslands

[iframe scrolling=”yes” src=”http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar”]

Neðar á síðunni eru tenglar á umfjöllun Gult.is sem tengist jarðskjálftum og eldgosum

Hér á jörðinni verða fjöldi jarðskjálfta á hverjum degi, en langflestir eru það smávægilegir að við tökum ekkert eftir þeim. Jarðskjálftar eru mjög eðlilegt fyrirbæri vegna jarðskorpuhreyfinganna, einkum á mótum tveggja jarðskorpufleka. Meirihluti allra jarðskjálfta eru undir 5 stigum og valda engu tjóni en aðrir eru stærri og í kjölfar þeirra geta fylgt margir smærri eftirskjálftar. Jarðskjálftum fylgir hinn kunnuglegi titringur auk þess sem sprungur geta komið í jörðina og mannvirki geta skemmst eða jafnvel hrunið, flóðbylgjur geta farið af stað og skriðuföll bæði í sjó og á landi geta farið af stað.
Hér á landi eru langflest mannvirki byggð með tilliti til þessara skjálfta þannig að mesta hættan innandyra er frá lausum munum eins og bókahillum, loftljósum og stórum skrautmunum sem geta fallið eða dottið um koll. Því er mikilvægt að festa þessa hluti eins vel og og kostur er á og sofa t.d. ekki undir hillu með þungum hlutum í. Einnig ættu allir að vera meðvitaðir hvað best sé að gera í jarðskjálfta. Í hvaða átt gæti bókahillan dottið og hvar á maður þá ekki að vera? Er sterkt borð á heimilinu sem hægt er að skjótast undir til að verjast hugsanlegum fallandi hlutum eða er betra að standa í hurðagötum?

Flestum stórum skjálftum fylgja bæði fyrirskjálftar og eftirskjálftar. Þetta er vegna spennunar sem byggist upp í skorpuflekanum og sú spenna hefur einmitt tilhneygingu til að hrinda af stað skjálftahrinu sem byggist upp af fyrir- og eftirskjálftum. Þar sem allir flekar tengjast saman utan um jörðina geta jarðskjálftar á einum stað hrundið af stað keðjuverkun sem hægt er að sjá um allan hnöttinn.

Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur var 9,5 stig á Richterskvarða og varð í Chile árið 1960. Hér á landi geta skjálftar ekki orðið nema um 7 stig sem er mörg þúsund sinnum minni skjálfti en sá stærsti á jörðinni þar sem richterskallinn er byggður þannig upp að hvert stig upp á við í skallanum gefur þrítugföldun. Skjálfti upp á 9 stig er til dæmis 27 þúsund sinnum öflugri en skjálfti upp á 6 stig og að sama skapi er þá 6 stiga skjálftinn 27 þúsund sinnum öflugri en skjálfti upp á 3 stig. (30 x 30 x 30 = 27.000)

Á stórfróðlegu vefsíðunni Eldgos.is má finna umfjöllun og fréttir um jarðskjálfta og eins koma rauntíma upplýsingar um alla jarðskjálfta á vef veðurstofunnar um 10 – 15 mínútum eftir skjálfta.
Hér fyrir neðan eru flýtihnappar á þessar vefsíður og aðrar sem tengjast jarðskjálftum.


Tenglar á umfjöllun Gult.is sem tengist jarðskjálftum og eldgosum.

[wp-rss-aggregator source=”7471″]