Tímaraðaðar Twitterfærslur frá: ruv.is (R) – mbl.is (M) og visir.is (V)

 Landsdómur 7. mars
 • R | 8:43 | Þriðji dagur réttarhalda í landsdómi er runninn upp. Ingimundur Friðriksson, fv. seðlabankastjóri gefur fyrst skýrslu.
 • R | 8:45 | Áhuginn fyrir þinghaldinu virðist minni í dag en í gær. Aðeins þrír áhorfendur mættir. Á sama tíma í gær skiptu þeir tugum.
 • R | 8:48 | Líkleg ástæða surgs í hátölurum í gær. Hljóðnemar voru stilltir í topp til að nema orð síðasta vitnis sem hallaði sér aftur
 • R | 8:49 | Geir H. Haarde leit inn í bókasal Þjóðmenningarhúss. Enn bólar hvorki á saksóknarateymi né verjendum.
 • R | 8:51 | Dagskráin í dag: 9 Ingimundur Friðriks, 10.30 Baldur Guðlaugs, 13 Bolli Þór Bollason, 14:30 Áslaug Árnadóttir, (frh)
 • R | 8:52 | Dagskráin í dag: 15 Jón Sigurðsson fv. form FME, 15.30 Jón Þ. Sigurgeirsson frkvstj. skrifstofu Landsbankans.
 • V | 8:55 | Þinghald er nú að hefjast að nýju. Ingimundur Friðriksson, fyrrum stjórnarmaður Seðlabankans, gefur fyrstur skýrslu.
 • V | 8:56 | Ingimundur Friðriksson er mættur. Hann átti samkvæmt áætlun að gefa símaskýrslu, en hann er sem sagt mættur á staðinn.
 • R | 8:56 | Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, er genginn í salinn. Fær sér sæti og bíður eftir að skýrslutökur hefjist.
 • R | 8:58 | Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins mættur í hús. Spurning hvað blasir við lesendum á morgun.
 • V | 8:59 | Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari hefur komið sér fyrir við borð sitt, og bíður þess að vitnaleiðslur hefjist.
 • R | 8:59 | Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari tekur í hönd Ingimundar og segir honum hversu langan tíma hún telur að skýrslutaka taki.
 • M | 8:59 | Ingimundur Friðriksson fyrrverandi Seðlabankastjóri ber fyrstur vitni í Landsdómi í dag. Hann er mættur í salin.
 • V | 9:01 | Moli: Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, er mættur í salinn. Kannski fær hann innblástur fyrir eftirminnilega mynd.
 • R | 9:01 | Markús dómsformaður lýsir þinghaldi framhaldið og kallar Ingimund í vitnastúku.
 • M | 9:01 | Það er heldur fámennara á áhorfendapöllunum í Landsdómi í dag, enda kannski ekki sömu kanónur í vitnaleiðslum.

Ingimundur Friðriksson

 • V | 9:02 | Ingimundur Friðriksson er mættur í vitnasætið, og er skýrslutaka yfir honum að hefjast formlega – núna.
 • M | 9:02 | Geir er mættur til að fylgjast með vitnaleiðslum en fjölskylda hans er ekki í salnum að þessu sinni.
 • R | 9:03 | Saksóknari spyr hvort og þá hvernig hætta á falli eins eða fleiri banka hafi birst Ingimundi frá 2008.
 • V | 9:04 | Sigríður biður Ingimund um að ræða um tímann frá febrúar 2008 og fram að hruni í október sama ár. Biður hann um að “súmmera” upp aðstæður.
 • R | 9:05 | Erfiðari aðgangur að lánsfjármörkuðum gerði ljóst að bankarnir myndu eiga erfiðara en áður með að endurfjármagna sig 2009-2012
 • M | 9:05 | Halldór Baldursson skopmyndateiknari fylgist með réttarhöldunum í dag. Eflaust í leit að innblæstri.
 • V | 9:05 | Ingimundur: Miklar lausafjárþreningar voru fyrir hendi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og á árinu 2008, en þyngdust stöðugt.
 • R | 9:05 | Ingimundur segir ákveðna atburði hafa gert að verkum að spurningar vöknuðu um möguleika bankanna á endurfjármögnun (frh)
 • R | 9:06 | (frh) Þess á meðal segir Ingimundur að hafi verið fyrirhuguð kaup Kaupþings á hollenskum banka. Hafi skapað mikla óvissu.
 • R | 9:07 | Saksóknari vísar í “Hryllingsmyndar”minnisskjal Seðlabanka frá í janúar 2008 og spyr hvort vitnið kannist við það.
 • M | 9:07 | Ingimundur Friðriksson fer yfir stöðuna í upphafi árs 2008 þegar þrengingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gerðu bönkunum erfitt fyrir.
 • V | 9:07 | Ingimundur: Það þyngdi stöðuna, að Kaupþing hafði tilkynnt um kaup á hollenska bankanum NIBC. Það dró úr trausti á erfiðum tímum.
 • R | 9:07 | Ingimundur segir 4 ár frá þessum tíma en hann geti ímyndað sér hvað sé þar skrifað. Rifjar upp fall Gnúps og Ameríkuför Glitnis
 • V | 9:08 | Sigríður spyr um minnisblað sem rætt var í seðlabankanum, í byrjun 2008, þess efnis að “hryllingsmynd” blasti við ef markaðir opnuðust ekki.
 • M | 9:08 | Ingimundur: ?Það var ýmislegt sem flækti myndina í janúar 2008?
 • R | 9:08 | Glitnir fór til Bandaríkjanna til að leita sér fjármögnunar eftir að markaðir lokuðust í Evrópu.
 • R | 9:09 | Í minnisskjalinu segir að leysist vandi bankanna ekki á næstu mánuðum blasi við hryllingsmynd.
 • V | 9:09 | Ingimundur: Í janúar 2008 voru uppi aðstæður sem ekki voru til þess fallnar að auka bjartsýni á erfiðum tímum.
 • M | 9:10 | Saksóknari spyr hvort Ingimundur sé sammála því mati Tryggva Pálssonar að ?hryllingsmynd? hafi blasað við í janúar 2008.
 • R | 9:11 | Saksóknari spyr út í fund Seðlabankans sem haldinn var um lausafjárvanda daginn eftir að minnisblaðið er dagsett.
 • V | 9:11 | Ingimundur: Það hjálpaði til að Kaupþing hafi hætt við kaupin á NIBC en vandinn var þá þegar orðinn djúpstæður, og erfiður.
 • R | 9:11 | Á þessum fundi kom fram að Glitnir ætti lausafé til ein mánaðar en ekki næstu þriggja.
 • M | 9:12 | Ingimundur tekur undir að í ársbyrjun 2008 hafi aðstæður verið ?ekki sérstaklega til þess fallnar að skapa bjartsýni”.
 • V | 9:12 | Ingimundur: Við vissum að lausafjárstaða Glitnis var viðkvæm og það lá fyrir þungur gjalddagi í október, sem þurfti að standa skil á.
 • R | 9:12 | Ingimundur segir að úr þessu hafi ræst á þessum tíma hjá Glitni en endurfjármögnun í október blasað við.
 • V | 9:12 | Ingimundur: Manni þótti það skína í gegn, hjá ýmsum erlendis, að gera ekki greinarmun á íslensku bönkunum. Vandi eins var því vandi annars.
 • R | 9:13 | Ingim: Það var mjög algengt að spyrða banka saman þó þeir væru ólíkir segir Ingimundur. Líklegt að vandi eins yrði vandi annars.
 • V | 9:14 | Ingimundur: Það blasti við, að það var gríðarleg endurfjármögnunarþörf hjá íslensku bönkunum framundan á árinu 2009. Markaðir voru lokaðir.
 • M | 9:14 | Aðspurður hvort almennt mat hafi verið að vandi eins banka yrði vandi annars segir Ingimundur það hafa verið talið líklegt að svo færi.
 • R | 9:14 | Vandi bankanna blasti ekki við, segir Ingimundur. Blasti við að endurfjármögnun var mjög erfið. Reynt að hindra að svo færi.
 • V | 9:14 | Ingimundur: Upplýsingaöflun um lausafjárstöðu var stórlega aukin á árinu 2008, og reynt að fylgjast náið með stöðu mála á hverjum tíma.
 • R | 9:15 | Spurningarnar snúast nú að samráðshópi um fjármálastöðugleika og aðkomu Geirs að starfi hans.
 • V | 9:16 | Moli: Halldór Baldursson, teiknari, horfir til málsaðila reglulega, og teiknar. Hann er að fanga söguleg augnablik, augljóslega.
 • V | 9:16 | Sigríður spyr um starf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika, en þar átti Ingimundur sæti fyrir hönd Seðlabanka Íslands.
 • M | 9:17 | Fyrst var hugmyndin að samráðshópur um fjármálastöðugleika hittist tvisvar á ári en oftar ef tilefni gæfi til. Fundirnir urðu margir 2008.
 • R | 9:17 | Hver átti að taka ákvarðanir sem samráðshópur teldi þörf á, spyr saksóknari.
 • V | 9:17 | Sigríður: Hver átti að taka ákvarðanir, ef það skapaðist hætta í fjármálakerfinu að mati samráðshópsins?
 • R | 9:17 | Ingim Liggur í hlutarins eðli að það væri í verkahring viðeigandi stofnana, Seðlabanka, FME og þriggja ráðuneyta, eftir atvikum.
 • V | 9:18 | Ingimundur: Þær stofnanir sem höfðu umsjón með þeim málaflokkum, sem málin falla undir. FME og seðlabankinn, auka ráðuneyta.
 • M | 9:18 | Samráðshópnum var ekki ætlað að gera viðbragðsáætlun við hugsanlegu hruni, en ákvað það sjálfur og gerði það.
 • R | 9:18 | Mér fannst samráðshópurinn mjög gagnlegur segir Ingimundur. Mikilvægt upplýsingaflæði milli stofnana. Gerir ekki athugasemdir.
 • V | 9:18 | Ingimundur: Samráðshópurinn var mjög gagnlegur og skipti máli á mikilvægum tímum. Ég geri ekki athugasemdir við hvernig honum var stýrt.
 • M | 9:19 | Ingimundur: Mér fannst þessi samráðshópur vera gagnlegur. Góður vettvangur og geri ekki athugasemd við hvernig honum var stýrt.
 • R | 9:19 | Ingimundur gerir ráð fyrir að ráðherrar hefðu getað beint verkefnum til hópsins en minnist ekki að það hafi verið gert.
 • V | 9:19 | Sigríður: Hversu náið fylgdust ráðherrar með vinnu samráðshópsins?
 • V | 9:20 | Ingimundur: Ég veit það ekki nákvæmlega, en hafði þá tilfinningu að forsætisráðherra væri vel upplýstur um stöðu mála.
 • M | 9:20 | Geir Haarde er nú þegar búinn að skrifa nokkrar blaðsíður af punktum upp úr fyrstu vitnaleiðslu dagsins.
 • R | 9:21 | Saksóknari spyr út í orð Ingimundar í rannsóknarskýrslu um árvekni annarra: Sýndu ráðherrar ekki næga árvekni:
 • R | 9:22 | Ingimundur kveðst ekki efast um árvekni ráðherra. Telur ekki að pólitíska stefnumörkum hafi skort.
 • V | 9:22 | Ingimundur: Aðgerðaáætlunin varð ekki að veruleika á þessum tíma, en hópurinn vann sína vinnu fumlaust og faglega.
 • V | 9:22 | Sigríður: Var skortur á pólitískri stefnumörkun í starfi samráðshópsins?
 • M | 9:23 | Ingimundur: Ég fylgdist ekki með samskiptum ráðherra við fulltrúa sína í hópnum en tel að þeir hafi haft fullan áhuga á því sem þar fór fram
 • V | 9:23 | Ingimundur: Ráðherrar voru með fulltrúa sína í hópnum, og get ekki svarað nákvæmlega fyrir upplýsingaflæði til þeirra.
 • V | 9:24 | Sigríður: Það var ekki til neitt “eitt plan” þegar allt hrundi um hvernig átti að bregðast við fjármálaáfalli?
 • R | 9:24 | Ingimundur segir drög að neyðarlögum hafa legið fyrir og viðlagaáætlanir. Þær hafi reynst hjálplegar þegar hrunið varð.
 • M | 9:24 | Ingimundur: Það voru til viðbragðsáætlanir við fjármálaáfalli en ekkert eitt plan sem menn voru búnir að festa niður, nei.
 • V | 9:25 | Ingimundur: Það voru til drög að lögum, sem síðar urðu hluti af neyðarlögum. Þetta voru hjálplega tillögur sem skiptu máli.
 • R | 9:26 | Gagnlegt að fá Andrew Gracy sem fór yfir viðbúnað manna hér, segir Ingimundur. Gracy er sérfræðingur í fjármálastöðugleika.
 • V | 9:26 | Sigríður: Áhættugreinandinn Andrew Gracie kom hingað í febrúar 2008 og dró upp svarta mynd af stöðu mála. Var gagnlegt að fá hann?
 • R | 9:26 | Hins vegar hafi verið erfitt að stilla bönkunum upp við vegg 2008, svigrúm þeirra hafi verið afskaplega lítið, segir Ingimundur.
 • M | 9:26 | Ingimundur: Árið 2008 var afar erfitt að stilla bönkum upp við vegg.
 • V | 9:26 | Ingimundur: Það var gagnlegt að fá hann já, en á þessum tíma var svigrúm til þess að “stilla bönkum upp við vegg” lítið sem ekkert.
 • V | 9:27 | Ingimundur: Bankarnir áttu erfitt um vik og gátu ekki gert mikið, til þess að bæta stöðu sína, svo sem selt eignir. Staðan var erfið.
 • M | 9:28 | Sigríður spyr Ingimund um aðkomu Andrew Gracy, ráðgjafa hjá Crisis Management í Bretlandi. Ingimundur segir ráð hans afar gagnleg.
 • V | 9:30 | Ingimundur: Það var reynt að gera gjaldmiðlaskiptasamninga til þess að auka traust á viðkvæmum tímum.
 • M | 9:30 | Ingimundur: ?Það var talinn mikilvægur þáttur í þessu öllu að auka trú á íslensku fjármálakerfi” .
 • V | 9:30 | Moli: Geir er sem fyrr einbeittur við hlustun og skrif. Hann horfir niður á borð sitt, og skrifar hjá sér punkta, líkt og hann gerði í gær.
 • V | 9:31 | Ingimundur: Á árinu 2008 gátu bankarnir ekki selt eignir nema að ganga á eigið fé, og það var afar óskynsamleg ráðstöfun á þessum tíma.
 • M | 9:31 | Ingimundur: Það verður að hafa i huga að á þessum tíma var nánast ógerlegt að selja eignir.
 • M | 9:32 | Ingimundur: Það voru engir kaupendur nema á svo lágu verði að bankarnir hefðu beinlínis tapað.
 • R | 9:32 | Ingimundur lýsir nú erfiðum aðstæðum bankanna 2008, erfið endurfjármögnun, erfitt að selja eignir og erfitt að flytja starfsemi
 • V | 9:32 | Sigríður: Vissir þú af fyrirhugaðri eignasölu í Noregi hjá Glitni, á árinu 2008?
 • V | 9:33 | Ingimundur: Við vissum af samningi um sölu á eignum til þess að mæta gjalddaga í október. Fall Lehman gjörbreytti aðstæðum til hins verra.
 • M | 9:33 | Um það voru þó viðræður á fundum með bönkunum að þeir minnkuðu efnahagsreikning sinn og þeir reyndu að selja jaðarstarfsemi
 • R | 9:34 | Glitnir ætlaði að selja eignir í Noregi til að borga af láni í okt. 2008. Kaupandi hætti við eftir fall Lehman, segir Ingimundur
 • V | 9:34 | Andri Árnason, verjandi Geirs, spyr nú Ingimund.
 • V | 9:34 | Andri: Hver voru þín helstu verkefni innan Seðlabanka Íslands á árinu 2008?
 • M | 9:34 | Markús Sigurbjörnsson forseti Landsdóms áminnir saksóknara að halda sig við einn ákærulið í einu .
 • R | 9:35 | Verjandi byrjar á að beina því að saksóknara að spyrja vitni um hlutverk þeirra innan stofnana sinna. Spyr Ingimund út í sitt.
 • V | 9:35 | Ingimundur: Fjármálasvið, rekstrarsvið og bókhaldssvið bankans heyrði undir mig í “daglegu amstri”.
 • M | 9:35 | Ingimundur: Bankastjórn Seðlabankans er fjölskipað stjórnvald þar sem allir bera ábyrgð á öllu.
 • V | 9:36 | Moli: Andri spyr nú um samning milli FME og Seðlabankans, líkt og hann hefur gert með öll vitnin hingað til.
 • R | 9:36 | Bankastjórn Seðlabanka var fjölskipað stjórnvald þar sem allir báru ábyrgð á öllu, segir Ingimundur, telur upp helstu svið sín.
 • V | 9:37 | Andri: Höfðu menn mismunandi miklar áhyggjur í samráðshópnum af stöðu mála?
 • M | 9:38 | Andri Árnason verjandi Geirs spyr Ingimund nú um mál sem varða ákærulið 1.3.
 • V | 9:38 | Ingimundur: Það er erfitt að segja. Menn einblíndu á agaða vinnu, og upplýsingasöfnun og mat á stöðunni.
 • R | 9:38 | Andri spyr út í skýrslu frá í apríl 2008 sem var unnin upp úr hugmyndum Gracy. Hvaða aðgerðaáætlun höfðu menn í huga?
 • V | 9:38 | Andri: Eftir hvaða frekari aðgerðum var verið að kalla, þ.e. í hverju átti eiginleg aðgerðaáætlun að felast?
 • M | 9:39 | Andri: Eftir hvaða aðgerðum var verið að leita? Hvaða frekari aðgerðaráætlun höfðu menn í huga á þessum tíma?
 • R | 9:39 | Ingimundur segir það þvælast fyrir að muna þetta eftir svona langan tíma, líklega að draga upp sviðsmyndir hugsanlegra áfalla.
 • M | 9:39 | Ingimundur: Það þvælist nú fyrir mér að rifja þetta upp í smáatriðum eftir þennan tíma
 • V | 9:39 | Ingimundur: Það var kannski helst að draga upp sviðsmyndir, til þess að auðvelda viðbrögð. En þetta er ekki sjálfsagt mál.
 • M | 9:40 | Ingimundur: En held að hugmyndin hafi verið að setja skýrar á blað hvernig bregðast mætti við ólíkum sviðsmyndum.
 • V | 9:40 | Ingimundur: “Yfirleitt er það þannig þegar fjármálakrísa skellur á, að hún er öðruvísi en menn bjuggust við.” Þ.e. kallar fram óvænta stöðu.
 • M | 9:41 | Helgi Magnús Gunnarsson helti niður vatni. Dómvörður kemur honum til aðstoðar
 • R | 9:41 | Fyrsta óhapp dagsins. Vatn hellist niður á borði saksóknarateymis. Tekið til við að þurrka borð og forða skjölum.
 • V | 9:41 | Andri: Laut meiningarmunurinn að því, hversu mikið ríkið væri hugsanlega tilbúið að leggja til ef í harðbakkann myndi slá?
 • R | 9:42 | Andri spyr út í hvaða vinna hafi verið hafin vor og sumar 2008 til að bregðast við hugsanlegum áföllum.
 • R | 9:42 | Ingimundur telur að verkefnin hafi ekki snúist sérstaklega að Seðlabanka og FME. Seðlabanki hafi þegar unnið að ýmsum málum.
 • V | 9:42 | Ingimundur: Ekki endilega, heldur frekar að nákvæmari stefna, eftir sviðsmyndum, væri fyrirliggjandi.
 • V | 9:43 | Andri: En heyrir þetta ekki allt meira og minna undir FME og Seðlabankann?
 • V | 9:43 | Turkcell í slag við Björgólf Thor um kaupin á Vivacom http://t.co/84ztxTg2
 • V | 9:43 | Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju http://t.co/ID4O2FN8
 • R | 9:43 | Ég taldi mikilvægt að löggjöfin væri klár segir Ingimundur um hvernig hann hefði viljað sjá aðkomu stjórnvalda að vinnunni.
 • M | 9:44 | Ingimundur: Seðlabankinn hafði sinnt sínum hluta sem laut að því að styrkja umgjörð fjármálakerfisins og trú á það út á við.
 • R | 9:44 | Markús minnir á að áætlaður tími til að spyrja Ingimund sé hálfnaður. Umræðan snýst nú að aðgerðum til að minnka bankana.
 • V | 9:44 | Ingimundur: Ekki endilega að öllu leyti, en þó alltaf að hluta. Ráðuneytin komu einnig að vinnu samráðshópsins, og þessa starfs alls.
 • M | 9:44 | Áætlaður tími fyrstu vitnaleiðslu er nú hálfnaður, áminnir dómsforseti.
 • R | 9:45 | Áhugi allra stjórnvalda hér stóð til að bankarnir minnkuðu, segir Ingimundur. Það eigi við Seðlabanka, FME og ráðuneyti.
 • V | 9:45 | Moli: Spurt er nú um lið 1,4 í ákæru http://t.co/kl62ewNq
 • M | 9:45 | Áhugi allra stjórnvalda var að bankakerfið minnkaði á þessum tíma segir Ingimundur. Gilti um Seðlabanka og FME sem og ráðuneytin
 • V | 9:46 | Ingimundur: Sala eigna var nánast ekki gerleg á árinu 2008, ekki bara að mínu mati, heldur allra annarra svo til, sem skrifað hafa um þetta.
 • R | 9:46 | Sala eigna var nánast ógerleg á þessum tíma, segir Ingimundur. Mjög erfitt hafi verið að draga úr stærð banka nema á löngum tíma
 • V | 9:46 | Sigríður: Beittu stjórnvöld sér fyrir því, að bankakerfið yrði minnkað?
 • R | 9:47 | Harðar aðgerðir til að knýja á um sölu eigna banka hefði orðið þeim mjög erfið og hugsanlega knúið þá í þrot, segir Ingimundur.
 • M | 9:47 | Ingimundur: Aðgerðir stjórnvalda til að knýja á um sölu á eignum bankanna hefðu orðið þeim mjög erfiðar, jafnvel keyrt þá í þrot
 • V | 9:47 | Ingimundur: Það vildu allir að kerfið minnkaði, en eins og áður segir, þá hefði eignasala líklega keyrt bankanna í þrot.
 • V | 9:48 | Sigríður: Hvað með að flytja höfuðstöðvar banka úr landi, þarna á árinu 2008?
 • V | 9:48 | Ingimundur: Það er ekk hrisst fram úr erminni, getur verið flókið og tímafrekt ferli að færa höfuðstöðvastarfsemina. Erfitt um vik með það.
 • R | 9:48 | Saksóknari spyr nú út í gjaldeyraskiptasamning við Norðurlönd og skilyrði sem norrænir seðlabankar settu fyrir því.
 • M | 9:49 | Sigríður saksóknari spyr Ingimund um gjaldeyrisskiptasamning sem gerður var við norrænu seðlabankana í maí 2008.
 • V | 9:49 | Sigríður spyr um gjaldmiðlaskiptasamning við seðlabanka Norðurlandanna, sem fól í sér skuldbindingu um að minnka bankakerfið.
 • R | 9:50 | Ingimundur undirritaði samkomulagið, um m.a. minnkun bankanna. Segir ekki hafa verið ráðist í meiriháttar aðgerðir vegna þessa
 • M | 9:51 | Ingimundur: Það voru engar meiriháttar aðgerðir vegna [samningsins] í þá veru að minnka bankana, það var með öllu óraunhæft.
 • V | 9:51 | Ingimundur: Bankastjóri sænska seðlabankans, greinir frá því í skýrslu RNA að eignasala hafi verið illmöguleg. Afar erfitt að minnka kerfið.
 • V | 9:52 | Moli: Ingimundur starfar nú hjá norska seðlabankanum og er búsettur í Osló. Hann er hagfræðingur að mennt.
 • R | 9:52 | Saksóknari spyr út í skjal sem Ingimundur ritaði um tilraunir til eignasölu 2007. Ekki hefðu verið seldar stórar eignir sem skiluðu tekjum
 • R | 9:53 | Ingimundur segir skiljanlegt að bankarnir hafi ekki reynt að selja bestu eignir sínar árið 2007. Ekki sama þörf á sölu og síðar.
 • V | 9:53 | Ingimundur: Væntingar stóðu til þess, á árinu 2007, að lausafjárerfiðleikarnir eru skammvinn lægð, en reyndin varð önnur.
 • M | 9:54 | Ingimundur: 2007 voru margir á því að það myndi rætast úr í lok árs eða byrjun þess næsta, að þetta yrði skammvinn lægð.
 • V | 9:55 | Sigríður: Spyr um símafund með Seðlabanka Bretlands (Englandsbanka) 1. ágúst. Hvert var tilefni þessa fundar?
 • V | 9:56 | Ingimundur: Rætt um að hlutfallsvandann, þ.e. stærða bankakerfisins miðað við efnhag landsins. Tilefnið voru viðræður Landsbankans og FSA.
 • V | 9:57 | Ingimundur: Frumkvæðið að fundinum kom frá Bretlandi, rætt um viðræður breska fjármálaeftirlitsins (FSA) og Landsbankans.
 • R | 9:57 | Saksóknari spyr út í fundi, samtöl og skýrslur. Fer yfir hættumat og tillögur, spyr út í hvaða aðgerðir hafi verið ráðist í.
 • R | 9:58 | Ingimundur nefnir gjaldeyrisskiptasamninga, tilraunir til að minnka banka, að AGS hafi verið fenginn til að meta stöðuna.
 • R | 9:59 | Ingimundur segir um bréf seðlabankastj. Bretlands til Davíðs að boð um aðstoð við að minnka bankakerfið hafi fyrst og fremst frh
 • V | 10:00 | Ingimundur: Það sem fólst í bréfi Mervyn King, til Davíðs, var að hann bauðst til þess að taka mál Íslands upp við seðlabanka G10 landa.
 • R | 10:00 | (frh) snúið að því að kynna stöðu Íslands á fundi tíu helstu iðnríkja heims.
 • M | 10:01 | Saksóknari spyr Ingimund hvaða vitneskju hann hafði um stofnun Icesave reikninga í Hollandi í aðdraganda þeirra.
 • V | 10:01 | Ingimundur: King gerði þetta, þ.e. að taka málið upp við kollegga sína hjá G10 löndum. En það var erfitt um vik að minnka kerfið.
 • R | 10:01 | Saksóknari spyr hvort einhvern tíma hafi komið til umræðu eða verið mögulegt að beita sér gegn opnun Icesave í Hollandi.
 • V | 10:01 | Sigríður spyr nú um Icesave starfsemi Landsbankans, og hvernig þau mál komu til kasta samráðshópsins og seðlabankans.
 • R | 10:02 | Ingimundur telur að ekki hefði verið mögulegt að beita sér gegn opnun Icesave-reikninga í Hollandi.
 • M | 10:02 | Ingimundur segist halda að ekki hefði verið mögulegt að beita sér gegn stofnun Icesave reikninganna í Hollandi.
 • V | 10:02 | Ingimundur: Segir að upplýsingar um mál hafi borist jafn óðum. Til hafi staðið að færa Icesave í dótturfélag í byrjun 2009. Það gekk ekki.
 • R | 10:03 | Hversu djúpar voru umræðurnar um að minka bankana og gerðu menn sér grein fyrir að hún væri óraunhæf á þessum tíma spyr Andri
 • M | 10:03 | Andri verjandi Geirs spyr hversu djúpar umræður voru um að minnka bankakerfið á þessum tíma. “Eða vissu allir að þetta var óraunhæf umræða?”
 • R | 10:04 | Ingimundur telur að menn hafi gert sér grein fyrir að umtalsverð sala eigna hafi verið óraunhæf þegar leið að hruni.
 • M | 10:04 | Ingimundur játar því að allir hafi vitað að umræða um að minnka bankana væri óraunhæf. Ógerlegt nema á mjög löngum tíma.
 • M | 10:07 | Ingimundur hefur nokkrum sinnum vísað í hve langur tími sé liðinn og hann treysti sér því ekki til að fullyrða um einstaka fundi.
 • V | 10:07 | Ingimundur: Eins og áður segir, þá held ég að það hafi verið “ógerlegt” að minnka bankakerfið á þessum tíma, þ.e. árið 2008.
 • R | 10:07 | Talið beinist nú að flutningi Icesave í dótturfélag og hvort Geir Haarde hafi fylgt því eftir að af flutningi yrði.
 • V | 10:07 | Ingimundur: Hvatinn að innlánasöfnun kom frá lánshæfismatsfyrirtækjum árið 2008. Þau töldu innlán of léttvæg í fjármögnun bankanna.
 • M | 10:08 | Hann fullyrðir þó að umræður um að bankarnir minnkuðu við sig eignir hafi komið upp á fundum með öllum bönkunum.
 • V | 10:08 | Ingimundur: Það voru reyndar ekki bara lánshæfismatsfyrirtæki, heldur einnig “fjölmargir erlendir álitsgjafar” sem töldu þetta skynsamlegt.
 • V | 10:09 | Ingimundur: Landsbankinn hóf fyrstur bankanna að gera þetta, með Icesave innlánasöfnun á árinu 2007. Þetta óx mjög hratt.
 • M | 10:10 | Ingimundur: Ótvírætt að Icesave var mikilvægur hluti af fjármögnun Landsbankans. Einbeittur ásetningur að koma Icesave í dótturfélag.
 • V | 10:11 | Sigríður: Var mönnum ljóst að þetta væri mjög kvik fjármögnun þegar leið á árið 2008? Fór fram einhver greining á áhættu?
 • M | 10:11 | Sigríður saksóknari spyr hvort menn hafi gert sér grein fyrir hættunni sem stafaði af Icesave reikningunum.
 • V | 10:11 | Ingimundur: Árið 2008 varð þetta kvikara, en greining á sértækri áhættu vegna þess fór ekki fram, svo ég viti.
 • M | 10:12 | Ingimundur: Held að öllum hafi verið ljóst að innlán af þessu tagi eru kvik og bankinn væri mjög viðkvæmur fyrir t.d. ummælum í fjölmiðlum,
 • R | 10:12 | Saksóknari spyr út í fundi seðlabankastjóranna með forvígismönnum ríkisstjórnarinnar. M.a. um útstreymi af Icesave í apríl.
 • V | 10:12 | Ingimundur: Landsbankinn reyndi fyrir sitt leyti, að festa innstæðurnar og binda þær til lengri tíma. Það tókst að hluta, en þetta var kvikt
 • R | 10:14 | Kom Seðlabanka á óvart í júlí að flutningur Icesave í dótturfélag var ekki hafinn, segir Ingimundur. Vonast til að lyki 2008.
 • V | 10:14 | Ingimundur: Fulltrúar breska fjármálaeftirlitsins sögðu við okkur að það ætti að vera hægt að flytja Icesave í dótturfélag á þremur mánuðum.
 • M | 10:15 | Ingimundir: Vonir stóðu til að hægt væri að færa Icesave í dótturfélög fyrir árslok 2008. Fulltrúar breska fjármálaráðuneytisins studdu það.
 • V | 10:15 | Ingimundur: Það voru uppi áform um að klára færsluna fyrir árslok 2008, en það gekk ekki, m.a. vegna hertari krafna.
 • R | 10:16 | Töldum í fyrstu að það væri hálfs árs ferli að flytja Icesave. Töldum eftir viðtal við Breta að það gæti tekið þrjá mánuði, segir Ingimundur
 • V | 10:17 | Ingimundur: Vonir okkar voru við það bundnar að þetta kláraðist fyrir árslok 2008, en aðstæður breyttust hratt á þessum tímum.
 • R | 10:17 | Ingimundur telur að stjórnvöld hafi ekki haft úrræði til að stöðva söfnun innlána á Icesave-reikningum.
 • M | 10:17 | Ingimundur: Ekki úrræði af hálfu stjórnvalda hér að stöðva innlánasöfnun Landsbankans í gegnum Icesave.
 • M | 10:18 | Ingimundur: Ítarleg samskipti voru milli Landsbanka og breska fjármálaráðuneytisins. Um tíma talið að dótturfélagavæðing gæti tekið 3 mánuði
 • V | 10:18 | Sigríður: Hvað þýðir það, að hægt sé að setja “100 prósent bindiskyldu” á útibú, eins og þú nefnir?
 • M | 10:19 | Sigríður saksóknari missir þráðinn í dómsskjölum, finnur ekki tilvitnun sem leitað er að í bunkanum.
 • R | 10:20 | Nú er ég í einhverri vitleysu, segir saksóknari þegar skjölin flækjast fyrir í spurningu um möguleika til að stöðva Icesave.
 • V | 10:20 | Ingimundur: Þetta eru einhverjar fræðilegar vangaveltur hjá RNA, þetta er “fullkomlega óraunhæfur kostur”. Var ekki haft eftir Ingimundi.
 • V | 10:21 | Moli: Sigríður notar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis töluvert, til þess að spyrja út í framvindu mála um ýmis mál.
 • V | 10:23 | Moli: Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarsaksóknari, hellti niður vatni yfir borðið hjá saksóknara áðan.
 • R | 10:24 | Saksóknar spyr út í fundi Seðlabanka með Landsbanka um mikið útstreymi af Icesave í mars og október 2008. Einnig orð um einelti
 • V | 10:25 | Sigríður: Var breska fjármálaeftirlitið að leggja íslensku bankanna í eitthvað einelti vegna Icesave? Ingimundur: Nei, myndi ekki segja það.
 • R | 10:25 | Ingimundur kveðst ekki muna eftir að hafa talað um einelti í Íslands garð eða áhlaup á Ísland á þessum tíma.
 • M | 10:26 | Saksóknari: Var Landsbankinn að draga lappirnar, var ekki raunverulegur vilji til að setja Icesave í dótturfélög?
 • V | 10:26 | Ingimundur: Það kom mér þannig fyrir sjónir, að bankastjórarnir væru ekki samstíga um færsluna á Icesave, en þeir segja aðra sögu hef ég séð
 • R | 10:26 | Var ekkert sem stjórnvöld gátu gert til að stöðva innlánasöfnun eða flutning Icesave, spyr saksóknari. Erfitt segir Ingimundur
 • M | 10:27 | Ingimundur segir bankastjóra Landsbankans hafa verið ósamstíga og komið sér þannig fyrir sjónir að ekki væri samstaða um flutning Icesave
 • V | 10:27 | Andri spyr um gagn seðlabankans, frá 17. janúar 2008.
 • V | 10:28 | Andri: Er það rétt skilið að seðlabankinn hafi almennt hvatt til innlánasöfnunar?
 • V | 10:28 | Ingimundur: Almennt talað, þá eru innlán yfirleitt traust fjármögnun banka. Það er svo til óumdeilt atriði í bankafræðum.
 • R | 10:29 | Andri spyr út í skjalið Ljóti listinn frá 17. janúar 2008. Fjallar um neikvæða umfjöllun um bankana, fjármögnun og vandræði.
 • M | 10:29 | Andry spyr hve langt hafi verið liðið á 2008 þegar seðlabankinn gerði sér grein fyrir því að innlánasöfnun Icesave væri ekki skynsamleg.
 • V | 10:30 | Andri: Fram að því að umræður hefjast um að færa Icesave yfir í dótturfélag, þá vildi seðlabankinn þessa tilteknu fjármögnun, ekki satt?
 • R | 10:30 | Ingimundur telur að niðurfelling bindiskyldu á Icesave hafi verið rétt ákvörðun, átti sér langan aðdraganda. Byggði á EES-reglum
 • R | 10:31 | Var þessi ákvörðun borin undir Geir, spyr verjandi hans. Ingimundur segir þetta alfarið hafa verið ákvörðun Seðlabankans.
 • V | 10:31 | Ingimundur: Innlánasöfnun var almennt álitin góð og traust fjármögnun, en traustið á bankanum ræður auðvitað mestu í þeim efnum.
 • M | 10:31 | Ingimundur: Meðan þetta var innan hóflegra marka var ekkert óeðlilegt við það að þeir öfluðu sér innlána með þessum hætti,
 • R | 10:32 | Andri spyr hvort stjórnarform. FME hafi rætt flutning Icesave við Ingimund snemma árs. Ingimundur minnist þess ekki fyrr en síðar á árinu
 • V | 10:34 | Ingimundur: Athyglin beindist að því að reyna að færa Icesave yfir í dótturfélag allt árið 2008, og það var rætt um þetta á ýmsum stigum.
 • R | 10:34 | Andri spyr út í fund samráðshóps 31. júlí 2008. Þar komi fram að FME hafi samband við banka um aðgerðir en ekki ráðherrar.
 • V | 10:35 | Andri: Er það rétt, að það væri ekki leitað eftir aðkomu ákærða að þessu máli, sem FME hafði forgöngu um varðandi Icesave?
 • R | 10:35 | Fundargerðin endurspeglar að svona hafi menn talið að ætti að vinna málið segir Ingimundur og telur ekki ástæðu til að efa það
 • M | 10:36 | Andri spyr hvort það hafi verið afstaða FME og seðlabanka í júlí að mál Icesave væri í þannig farvegi að ekki væri þörf á aðkomu ráðherra
 • V | 10:36 | Ingimundur: Ég geri ekki athugasemdir við fundargerðina af þessu leyti, og tel að hún sé rétt.
 • M | 10:37 | Vísað er í fund samráðshóps 31. júlí 2008 þar sem ákveðið var að FME hefði samband við Landsbankann en ekki ráðherrar.
 • V | 10:38 | Moli: Fram kom í fundargerð júlí 2008 að FME hefði Icesave á sínu borði, en ekki væri ástæða til þess að kalla Geir til sérstaklega.
 • M | 10:38 | Ingimundur segir að fundargerðin endurspegli hvernig menn hafi talið að ætti að vinna og hann sjái ekki ástæðu til að efast um það.
 • R | 10:38 | Ingimundur telur ekki að aðkoma Geirs að Icesave eða einstökum þáttum hefði breytt neinu um framgang málsins.
 • M | 10:39 | Skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrrverandi seðlabankastjóra er lokið. 10 mínútna hlé.
 • V | 10:39 | Ingimundur: Ég sé það engan veginn fyrir mér að Icesave-málið hafi kallað á aðkomu forsætisráðherra á þeim tíma þegar það var í gangi.
 • M | 10:40 | Dætur Geirs Haarde eru mættar í sal Landsdóms og heilsa föður sínum.
 • R | 10:41 | Skýrslutöku yfir Ingimundi er lokið. Gerð er tíu mínútna pása áður en kemur að Baldri Guðlaugssyni.
 • V | 10:41 | Hlé hefur nú verið gert á þinghaldi í tíu mínútur.
 • V | 10:45 | Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, er næstur í vitnastúkuna.
 • V | 10:46 | Á eftir Baldri koma síðan Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, og Áslaug Árnadóttir frá viðskiptaráðuneyti
 • M | 10:48 | Skýrslutaka er nú hafin yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.
 • R | 10:48 | Baldur Guðlaugsson gengur í sal, með aðra hendi í vasa og möppu undir hinum handleggum. Skýrslutaka yfir honum er að hefjast.
 • R | 10:49 | Verjandi er ekki mættur í salinn. Markús spyr hvort Geir geri athugasemd við að skýrslutaka hefjist þó verjanda vanti.

Baldur Guðlaugsson

 • V | 10:49 | Baldur Guðlaugsson er nú kominn til sætis í skýrslutöku. Þess er beðið að Andri Árnason hrl. lögmaður Geirs, komi í salinn.
 • M | 10:49 | Verjanda Geirs vantar í salinn. Dómsforseti spyr hvort ákærða sé sama en ákveðið er að bíða eftir að Andri komi í leitirnar
 • R | 10:49 | Geir spyr á móti hvort hægt sé að fá dómsvörð til að líta eftir verjanda sínum í herbergi annars staðar í húsinu. Smá bið.
 • R | 10:50 | Markús segir að nú sé ekki hægt að bíða lengur og biður Baldur að gera grein fyrir sér svo skýrslutaka geti hafist.
 • M | 10:50 | Nú getur dómurinn ekki beið lengur eftir verjanda segir Markús Sigurbjörnsson. Skýrslutaka hefst þótt Andri sé ekki í salnum.
 • R | 10:50 | Andri gengur í salinn þegar Baldur hefur kynnt sig og flýtir sér í sæti sitt.
 • V | 10:51 | Moli: Baldur Guðlaugsson var á dögunum dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik.
 • M | 10:51 | Andri skundar í salinn og lítur á klukkuna um leið. Virðist hafa misreiknað sig í 10 mínútna hléi.
 • V | 10:51 | Helgi Magnús spyr nú fyrir saksóknara, líkt og hann gerði í gær þegar Davíð Oddsson var í vitnastúku.
 • R | 10:52 | Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari sér um að spyrja Baldur í skýrslutökunni. Byrjað er á ákærulið 1.3 um samráðshópinn.
 • V | 10:53 | Helgi Magnús spyr um starf samráðshóps stjórnvalda, þar sem Baldur átti sæti.
 • M | 10:53 | Baldur Guðlaugsson átti sæti í starfshópnum um fjármálastöðugleika. Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari spyr hann um tilgang starfsins.
 • R | 10:54 | Baldur segir að eftir hrun hafi verið tilhneiging til að hefja samráðshóp upp á æðra plan, að hann yfirtæki fjármálaeftirlit frh
 • R | 10:54 | (frh) Baldur segir slíka upphafningu fjarri lagi. Aðrar stofnanir hafi eftir sem áður haft sínum skyldum að gegna.
 • V | 10:54 | Baldur: Þetta var vettvangur skoðanaskipta og upplýsingaöflunar, en samningur FME og seðlabankans lá fyrir.
 • M | 10:55 | Baldur segir hópinn hafia verið vettvang upplýsinga og skoðanaskipta. Aðeins ráðgefandi, tók engar ákvarðanir.
 • V | 10:55 | Baldur: Menn skiptust á skoðunum um hin ýmsu mál, varðandi hugmyndir að uppteikningu sviðsmynda ef fjármálaáfall yrði raunin.
 • M | 10:56 | Samráðshópurinn hafði ekkert ákvörðunarvald og breytti því engu um hlutverk og skyldur annarra sem að þessum málum komu segir Baldur.
 • V | 10:56 | Baldur: Samráðshópurinn hafði ekki þær starfsskyldur að teikna upp viðbúnaðaráætlun ef illa færi.
 • V | 10:57 | Moli: Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona Geirs, hlustar vel á það sem fram fer í málinu. Og prjónar um leið.
 • R | 10:58 | Baldur fer yfir starf samráðshóps um fjármálastöðugleika. Menn hafi rætt að hverju ætti að huga en stofnanir séð um þá vinnu.
 • R | 10:59 | 2004-2006 var í gangi nefnd sem hafði hugmyndir um að það gæti verið æskilegt að styrkja heimildir FME til inngripa segir Baldur
 • R | 11:00 | Baldur sagði vandann við slíka löggjöf vera að finna rétta tímann, þegar væri algjör ró eða krísan komin upp.
 • M | 11:00 | Í samráðshópnum vorur ræddar hugmyndir að því sem þyrfti að gera, en sú vinna var svo unnin í stofnunum, ekki á vettvangi hópsins.
 • V | 11:01 | Moli: Kjartan Gunnarsson fylgist náið með gangi mála hér í salnum. Er alvörugefinn, á meðan Baldur svarar spurningum.
 • R | 11:01 | Baldur segir vinnu við endurskoðun á lögum um tryggingasjóð hafa verið hafna snemma 2008, síðar aðkoma ríkis að endurreisn banka
 • R | 11:02 | Frumvarp um viðbrögð við falli var ekki tilbúið en búið að forvinna efnisatriði svo hægt væri að klára frumvarp segir Baldur.
 • V | 11:03 | Helgi Magnús: Skorti eitthvað á pólitíska stefnumörkun í þessu starfi samráðshópins?
 • M | 11:03 | Baldur: “Eins yndislegt og það kann að hljóma” að hafa fullbúna viðbragðsáætlun er ekki hægt að sjá fyrir hvað nákvæmlega mun gerast
 • R | 11:03 | Það er ljóst að stofnanir sem báru meginábyrgð á fjármálaeftirliti og stöðugleika höfðu beinan aðgang að ráðherrum, segir Baldur
 • V | 11:04 | Baldur: FME og Seðlabankinn höfðu, þrátt fyrir allt, sínar heimildir til þess að grípa til aðgerða ef það var metin þörf fyrir það.
 • M | 11:04 | Baldur: Frumvarp að neyðarlögum var því ekki fullklárað en það var búið að forvinna það þegar áfallið dundi yfir.
 • R | 11:04 | Baldur segist ekki hafa orðið var við að fulltrúar stofnana hafi talið skorta pólitíska forystu í starfi samráðshóps.
 • R | 11:05 | Baldur segir sig og Bolla Þór Bollason ekki hafa viljað að ríkið tilkynnti að það ábyrgðist greiðslur úr innstæðutryggingasjóði
 • V | 11:06 | Baldur: Það var okkar mat að það væri ekki hægt að tilkynna opinberlega um hvernig ætti að tryggja innstæður, ef illa færi.
 • V | 11:07 | Baldur: Það hefði getað kallað fram alvarlegt áfall, og stuðlað að dýpri vandamálum.
 • M | 11:07 | Baldur: Að tilkynna opinberlega að ríkið myndi ábyrgjast X margar milljónir innistæðna væri skilaboð um að allt væri að fara á hliðina.
 • R | 11:08 | Varstu var við að menn teldu sig ekki hafa heimild til að deila upplýsingum frá stofnunum til ráðuneytisstjóra, spyr Helgi.
 • V | 11:08 | Moli: Fundargerðir samráðshóps um fjármálastöðugleika voru grundvallarsönnunargögn í máli ákæruvaldsins gegn Baldri vegna innherjasvika.
 • R | 11:09 | Menn töldu sig njóta trúnaðar um það sem þeir segðu í samráðshópnum, segir Baldur. Upplifði ekki að menn óttuðustu leka.
 • M | 11:09 | Baldur: Staðreynd að á viðkvæmum tímum geta fréttir af fjármálafyrirtækjum framkallað vanda. Sterkustu fyrirtæki geta fallið vegna frétta.
 • V | 11:09 | Baldur: Það er þekkt staða að upplýsingar um fjármálakerfi geta framkallað áföll á viðkvæmum tímum.
 • R | 11:09 | Baldur varð þó var við að fulltrúar FME töldu sig bundna miklum trúnaði um sín störf og talað almennt frekar en sértækt um mál.
 • M | 11:11 | Baldur: Ég náttúrulega var bara í samskiptum við minn ráðherra, hafði ekki afskipti af því hvernig aðrir miðluðu til sinna ráðherra.
 • R | 11:12 | FME taldi sig ekki hafa vísbendingar um stöðu bankanna fyrr en í sept. 2008, segir Baldur. Hefðu ekki gögn sem þyrfti að leyna
 • V | 11:12 | Baldur: FME taldi sig ekki hafa vísbendingar um alvarleg áföll, alveg fram í september 2008.
 • R | 11:13 | Helgi spyr hvort menn hafi óttast lausmælgi Björgvins G. Sigurðssonar. Baldur segir ekki rætt um að skammta upplýsingar í hann.
 • M | 11:13 | Saksóknari spyr hvort hópurinn hafi verið hræddur um að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra færi í fjölmiðla.
 • R | 11:13 | Baldur segir menn hafa rætt almennt um að gæta þyrfti þess að upplýsingar færu ekki í fjölmiðla. Ætti við um ráðherra almennt.
 • M | 11:14 | Baldur segir að ekki hafi verið rætt sérstaklega innan hópsins, en undirstrikað almennt að ráðherrar færu ekki óvarlega með upplýsingar.
 • V | 11:16 | Baldur: Það var SÍ sem fékk Andrew Gracie til þess að vinna ákveðna áhættugreiningu, og samráðshópurinn vissi ekki fyrr en að verki loknu.
 • R | 11:16 | Baldur segir einstaka efnisþætti í vinnu Gracy hafa nýst ágætlega í vinnu sem fór í gang í viðlagaundirbúningi Seðlabankans.
 • V | 11:16 | Um 37% Dana sinnir einkaerindum í vinnutímanum http://t.co/xV8OxAzh
 • V | 11:16 | SA jafnar kynjahlutfall í stjórnum lífeyrissjóða http://t.co/kdVObvjE
 • V | 11:17 | Baldur: Skýrslan var síðan kynnt á vettvangi samráðshópsins, og nýttist í þeirri vinnu sem hópurinn var að sinna.
 • M | 11:18 | Markús Sigurbjörnsson dómsforseti áminnir saksóknara að hafa spurningar afmarkaðari þar sem tíminn hlaupi frá dómnum.
 • R | 11:18 | Markús biður Helga að afmarka spurningu sína um verkefni samráðshóps og hvað hafi verið á dagskrá frá degi til dags.
 • V | 11:19 | Baldur: Fyrsta verkefni á dagskrá hvers fundar samráðshópsins, var að ræða stöðu mála á fjármálamörkuðum.
 • R | 11:19 | Baldur segir samráðshóp hafa byrjað fundi á að fara yfir stöðu á fjármálamarkaði. Rætt saman og skipst á upplýsingum.
 • V | 11:19 | Helgi Magnús: Telur þú að samráðshópurinn hafi náð markmiðum sínum í starfi?
 • R | 11:19 | Baldur bíður aðeins áður en hann svarar spurningu Helga um hvort samráðshópur hafi náð tilgangi sínum. (frh)
 • V | 11:20 | Baldur: Ég tel að hópurinn hafi nýst vel við að búa til grunn fyrir það sem gripið var til, þegar skellurinn komi.
 • R | 11:20 | Baldur: Samráðshópurinn var samráðs- og upplýsingavettvangur. Sér ekki hverju hópurinn hefði skilað umfram það sem var gert.
 • M | 11:21 | Aðspurður hvort samráðshópurinn hafi náð tilgangi sínum segist Baldur ekki sjá í fljótu bragði hvað hann hefði getað gert betur.
 • R | 11:22 | Andri spyr út í fyrirkomulag og uppbyggingu samráðshóps. Líka ágreining um hvort vinna ætti aðgerðaáætlanir og pólitíska stefnu
 • V | 11:23 | Moli: Markús dómsforseti hefur í nokkur skipti frá upphafi málsins beðið saksóknara um að vera hnitmiðaðri í spurningum. Nú síðast rétt áðan
 • R | 11:23 | Ég taldi ekki þörf á sérstakri skýrslugerð um baksvið þess vanda sem bankarnir glímu við, segir Baldur. Taldi ástandið lagast.
 • V | 11:24 | Baldur: Um allan heim var verið að búa til áætlanir til að bregðast við þrengingum, en atburðir á haustmánuðum 2008 komu öllum á óvart.
 • M | 11:24 | Andri spyr hvort hópurinn hefði átt að gera frekari skýrslu um hugsanlegar sviðsmyndir fjármálaáfalls.
 • M | 11:25 | Baldur: Nei.Menn voru að vona að ástandið myndi lagast en hvað nákvæmlega kynni að ske og hvernig, það var erfitt að ætla að kortleggja það
 • R | 11:25 | Ábyrgðin var klárlega ekki hjá samráðshópnum heldur annars staðar, segir Baldur. Hefur vísað til verkefna einstakra stofnana.
 • V | 11:25 | Andri spyr hvort það hafi skort á einhverja viðbúnaðaráætlun vegna aðstæðna. Baldur segir “alls ekki”. Hópurinn fylgdist vel með.
 • V | 11:26 | Baldur segir að mismunandi sjónarmið hafi verið uppi innan samráðshópsins, um tíma, varðandi innstæðutryggingar. Svo breyttist það.
 • V | 11:27 | Baldur: En það var ekkert óeðlilegt við það, að mismunandi skoðanir hafi verið ræddar og viðraðar.
 • M | 11:27 | Baldur segir ekki hafa skort á viðbúnaðaráætlun vegna aðstæðna. Alls ekki.
 • R | 11:28 | Það lá ljóst fyrir innan hvaða ramma vinna hóps skyldi vera, segir Baldur. Stefnan að aðilar á markaði leystu sín mál sjálfir.
 • V | 11:28 | Baldur: Það var rauður þráður í vinnunni, vitaskuld, að fjármálafyrirtækin leystu sinn vanda sjálf, eða reyndu það eftir fremsta megni.
 • R | 11:28 | Vinnan snerist um að bjarga fjármálakerfinu sem slíku ef áfall yrði, segir Baldur. Ekki að bjarga fjármálafyrirtækjum
 • V | 11:29 | Baldur: Þetta snérist um að reyna að bjarga fjármálakerfinu sem slíku, á það var áherslan. Að lokum var einblínt á það.
 • M | 11:29 | Baldur: Það var rauður þráður í þessari vinnu að það var ekki unnið út frá því að ríkið ætlaði að axla byrgðir þessara stofnana
 • V | 11:30 | Moli: Nú er mottumars. Markús Sigurbjörnsson er eini dómari Landsdóms sem getur tekið þátt í honum, svona fljótt á litið.
 • M | 11:30 | Baldur: Þetta snerist um að bjarga fjármálakerfinu sem slíku. Held í sjálfu sér að það hafi ekki verið neinn ágreiningur um þetta.
 • R | 11:31 | Það var ekki hægt að hafa 30 inngripsáætlanir tilbúnar til að mæta öllum mögulegum áföllum, segir Baldur.
 • R | 11:32 | Þegar áfallið reið yfir sást að hægt var að bregðast við með skjótum hætti, segir Baldur.
 • M | 11:33 | Baldur segir að aldrei hafi verið kvartað yfir verkstjórn samráðshóps um fjármálastöðugleika í sín eyru.
 • V | 11:33 | Andri: Var einhvern tímann kvartað yfir verkstjórn formanns hópsins (Bolla Þórs Bollasonar)? Baldur: Ekki í mín eyru.
 • R | 11:33 | Nafn fjármálaráðuneytis virðist vekja sumum hugmyndir um að það hefði e-ð með fjármálamarkað að gera. Svo var ekki, segir Baldur
 • R | 11:34 | Nú erum við komin í umræðu um aðgerðir til að draga úr stærð bankanna og hvort Geir hafi beitt sér þar.
 • V | 11:35 | Baldur: Samráðshópurinn hafði sem slíkur ekki með beinar aðgerðir að gera, heldur ræddi hann um ákveðin sjónarmið og kom þeim á framfæri.
 • M | 11:35 | Varasaksóknari: Voru kannaðir möguleikar á að ríkisvaldið beitti sér gegn bönkunum eða þrýsti á þá? Ekki verkefni hópsins segir Baldur.
 • R | 11:35 | Helgi spyr út í tölvupóstssamskipti Baldurs við Geir 14. jan. 2008 um að stöðva vöxt og selja eignir, sameina fjárlagafyrirtæki
 • R | 11:37 | Baldur segir þetta hafa byggt á fundi í ráðherrabústaðnum. Hugsað sem svar ef bankar vildu að ríkið tæki lán og endurlánaði þeim
 • M | 11:38 | Baldur: Mín afstaða var að það væri ekki verkefni ríkisins að taka erlend lán til að lána bönkunum. Slíkar hugmyndir voru uppi.
 • R | 11:38 | Baldur sagði í skýrslugjöf sinni að rætt hefði verið að setja hámark á innstæðutryggingar í samráðshóps. Því var hafnað.
 • R | 11:39 | Spurningum um lið 1.4 um minnkun bankakerfisins var lokið af á örfáum mínútum. Fyrsta skipti sem það gerist í þrjá daga.
 • M | 11:40 | Baldur bað Tryggva Pálsson að setja niður svör á stikkorðaformi sem vísa mætti til ef bankarnir tækju upp á því að biðja ríkið um erlend lán
 • R | 11:41 | Skýrslutakan beinist nú að undirbúningi að flutningi Icesave í dótturfélag í Bretlandi.
 • R | 11:42 | Baldur segir að flutningur Icesave í dótturfélag hafi ekki komið á borð samráðshóps fyrr en í júlí 2008.
 • R | 11:43 | Taldirðu ríkisábyrgð á innstæðum í Bretlandi, spyr saksóknari. Baldur segist ekki hafa talið að svo væri.
 • R | 11:45 | Umræða í Bretlandi hófst eftir að blm dró upp að skuldbindingar væru 154 faldar eignir innstæðutryggingasjóðs segir Baldur
 • M | 11:45 | Baldur sagðist ekki hafa talið að ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave í Bretlandi.
 • M | 11:47 | Í Bretlandi hófst umræða um íslenska innistæðutryggingasjóðinn eftir að sagt var að skuldbindingar hans væru 154 sinnum hærri en eignir.
 • R | 11:48 | Baldur: Eftir að umræðan hófst í Bretlandi fóru bresk stjórnvöld að spyrja út í möguleika innstæðutryggingasjóðs til að borga.
 • R | 11:50 | Viðræður fóru í gang á viðkvæmum tímapunkti og stjórnvöld ákváðu að lofa ekki greiðslu en vildu ekki neita því, segir Baldur
 • V | 11:50 | Baldur: Það var aldrei gefið til kynna að það væri ríkisábyrgð á Icesave-innstæðum Landsbankans, svo ég viti til.
 • V | 11:51 | Moli: Kom upp smá vandamál, kom villumelding frá Twitter vegna “over the limit” fjölda af færslum. Biðjumst velvirðingar á því.
 • V | 11:52 | Moli: En málið er sem sagt leyst í bili.
 • V | 11:53 | Baldur hefur farið yfir vinnu samráðshópsins, og hvernig málefni Icesve komu til kasta hópsins.
 • R | 11:55 | Gerðirðu þér vonir fram að 15. ágúst 2008 um að samkomulag næðist milli Landsbanka og Breta um flutning Icesave, spyr Andri.
 • R | 11:56 | Baldur segist hafa gert sér vonir um það fram yfir þetta. Til þess hafi ferð Björgvins G til Bretlands að ræða við ráðamenn þar.
 • R | 11:57 | Landsbankamenn töldu breskt fjármálaeftirlit hafa komið í bakið á sér, segir Baldur um vinnu við að flytja Icesave í dótturfélag
 • M | 11:58 | Verjandi Geirs spyr hvort Baldur hafi talið að í það væri að nást samkoulag milli Landsbankans og Fjármálaeftirlitsins breska sumarið 2008.
 • R | 11:58 | Andri spyr hvort Baldur hafi e-n tíma talið ástæðu til að leita til Geirs og fá atbeini hans í ferlinu. Baldur segir nei.
 • M | 11:59 | Baldur svarar að málið hafimeð öllum þeim vegatálmum sem urðu þarna samt verið að þokast í vissa átt
 • V | 11:59 | Baldur: Icesave-málið var í vinnslu, með breska fjármálaeftirlitinu, þegar atburðirnir í september riðu yfir. Þá féll þetta allt.
 • M | 12:00 | Verjandi: Kom einhvern tíma til tals að ástæða væri talin að leita til ákærða og fá hans atbeina að þessu ferli? Baldur: Nei
 • R | 12:00 | Skýrslutöku yfir Baldri er lokið og þinghaldi frestað til eitt. Baldur fór að Geir og heilsaði honum eftir að skýrslutöku lauk.
 • V | 12:00 | Hlé hefur nú verið gert á þinghaldi til klukkan 13:00.
 • R | 12:01 | Fjórir gefa skýrslu eftir hádegi. Fyrstur á lista er Bolli Þór Bollason, fv ráðuneytisstjóri í forsætis- og fjármálaráðuneytum.
 • M | 12:02 | Skýrslutöku yfir Baldri Guðlaugssyni er lokið. Hlé gert til kl. 13.
 • V | 12:02 | Moli: Öll fimm vitnin sem komið hafa fyrir dóminn, hafa haldið því fram að ómögulegt hafi verið að minnka bankakerfið á árinu 2008.
 • V | 12:06 | Næst kemur Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, í skýrslutöku.
 • V | 12:19 | Hart deilt um sölu á sorpeyðingastöð á Suðurnesjum http://t.co/2azHcGh4
 • V | 12:36 | Moli: Vitnin sem koma hér fyrir dóm, fengu heimild til þess að fá endurrit af vitnisburði sínum hjá rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið.
 • V | 12:43 | Moli: Ekki er orðið ljóst enn, skv. fyrirspurn minni, hvernig farið verður með hljóðritun á þessum einstöku réttarhöldum.
 • V | 12:44 | Moli: … þ.e. hvenær hún verður opin fyrir þá sem vilja vinna úr henni.
 • M | 12:52 | Fólk er smám saman að tínast í salinn eftir matarhlé. Saksóknarar Alþingis eru meðal annars mættir á nýjan leik.
 • V | 12:52 | Moli: Það hefur verið nokkuð staðlaður matur í boði í kaffihúsinu hér í Þjóðmenningarhúsinu. Súpur og brauð, og ýmist léttmeti. Fínt.
 • M | 12:55 | Verjandi Geir H. Haarde er einnig mættur ásamt aðstoðarfólki sínu.
 • M | 12:56 | Geir H. Haarde er mættur dómsalinn.
 • V | 12:56 | Bolli Þór Bollason, fv. ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, er mættur í salinn og bíður þess að setjast í sæti til skýrslutöku.
 • V | 12:58 | Moli: Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, nefndarmenn í RNA, koma fyrir Landsdóm þriðjudaginn 13.mars skv. dagskrá.
 • V | 12:59 | Moli: Páll Hreinsson, formaður RNA, er hins vegar ekki á lista yfir þá sem koma munu fyrir dóminn sem vitni.
 • R | 13:00 | Geir Haarde heilsaði Bolla Þór Bollasyni með virktum. Bolli sat í fremstu röð. Geir brosti og benti á hliðarsæti þar sem (frh)
 • R | 13:01 | (frh) vitni hafa beðið, spurði hví hann væri ekki þar og sagði: Þetta er skammarkrókurinn.

Bolli Þór Bollason

 • V | 13:01 | Þinghaldi er framhaldið. Bolli Þór Bollason er sestur til sætis til þess að gefa skýrslu fyrir Landsdómi.
 • M | 13:03 | Bolli Þór Bollason, fyrrum ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, ber nú vitni.
 • V | 13:03 | Sigríður: Vofði hætta yfir íslenskum bönkum og ríkissjóði á árinu 2008, og hvernig birtist hún þér?
 • R | 13:03 | Bolli var skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti og ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti í ráðherratíð Geirs Haarde.
 • V | 13:04 | Bolli Þór: Þrengingar erlendum mörkuðum, sem hófst um mitt ár 2007, bitnaði fljótt á íslensku bönkunum og staðan versnaði hratt.
 • V | 13:05 | Bolli Þór: Samráðshópur stjórnvalda um fjármálastöðugleika hélt 26 fundi á árinu 2008. Var upphaflega áformað að funda tvisvar á ári.
 • R | 13:05 | Samráðshópnum var upphaflega ætlað að hittast tvisvar á ári en hélt 26 fundi 2008 segir Bolli Þór.
 • M | 13:05 | Bolli: Staða bankanna fór stöðugt versnandi frá miðju ári 2007 og fram að hruni. Inn á milli komu fáeinar vikur þar sem staðan var skárri.
 • V | 13:06 | Moli: Bolli Þór var vitni í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni. Hann sagði Baldur hafa hringt í sig eftir sölu Baldurs á hlutafé.
 • M | 13:07 | Bolli: Samráðshópurinn var settur á laggirnar vegna örs vaxtar bankakerfisins hér á landi og í öllum heiminum og áhyggja af því.
 • V | 13:07 | Moli: Baldur hafði aðra sögu að segja, og sagðist hafa hringt í Bolla Þór áður en hann seldi Landsbankabréfin, 17. og 18. september 2008.
 • R | 13:07 | Bolli fer nú yfir aðdraganda þess að samráðshópur var stofnaður. Áður hefði starfað óformlegur hópur frá 2004.
 • M | 13:08 | Bolli: Fyrsti samráðshópurinn var óformlegur og starfaði fram á árið 2006. Forveri síðari samráðshópsins.
 • V | 13:08 | Moli: Landsdómur situr í tveimur borðröðum, 7 í fremri og 8 í þeirri aftari, sem er örlítið hærri en sú fremri.
 • R | 13:09 | Hugmyndin með samráðshópi var að halda stjórnvöldum upplýstum, segir Bolli. Hópurinn átti ekki að leysa stofnanir undan skyldum.
 • V | 13:10 | Bolli Þór: Samráðshópurinn var samráðsvettvangur til skoðanaskipta og upplýsingagjafar. Hann átti ekki að gríp inn í starf FME og SÍ.
 • R | 13:10 | Stjórnvöld áttu að vera til taks ef allt færi á versta veg en annars áttu lögbundnir eftirlitsaðilar að sinna verkefninu
 • M | 13:11 | Bolli: Tilgangur samráðshópsins var að halda stjórnvöldum upplýstum um stöðu mála en ekki að grípa fram fyrir hendur stofnana.
 • R | 13:11 | Þegar fór að syrta í álinn seinni hluta árs 2007 fóru menn að huga að viðbúnaði vegna hugsanlegra áfalla, segir Bolli.
 • V | 13:11 | Bolli Þór: Eftir því sem leið á árið 2008 var farið að huga að sviðsmyndum sem ekki litu vel út, s.s. áföllum.
 • M | 13:12 | Bolli: Samráðshópurinn (síðar) átti ekki að gera aðgerðaáætlun.
 • V | 13:12 | Bolli Þór: FME og SÍ höfðu “tvímannalaust” það verkefni að grípa til viðbragðaáætlunar.
 • R | 13:14 | Saksóknari spyr hvers vegna hugmyndir um lög og viðlagsáætlanir voru ekki kláruð fyrr en kom að hruni.
 • V | 13:14 | Bolli Þór: Hugmyndir sem komu fram í samráðshópi, fóru ekki inn í lög fyrr en við neyðarlagasetninguna á haustmánuðum 2008.
 • M | 13:14 | Bolli: Var kynnt frumvarp á sínum tíma um að auka heimildir Fjármálaeftirlitsins til að grípa inn í starfsemi banka.
 • M | 13:15 | Bolli: Frumvarpið varðhins vegar ekki að lögum.
 • V | 13:15 | Bolli Þór: Í febrúar 2006 voru miklar áhyggjuraddir erlendis um stöðu íslensku bankanna, sem þögnuðu aldrei alveg. Viðvarandi áhyggjur.
 • V | 13:16 | Bolli Þór: Það var ekki hægt á þessum tíma að fara fram að lagabreytingar, sem gæfu fram þau skilaboð að fjármálakerfið væri veikburða.
 • V | 13:16 | Bolli Þór: Það hefði getað kallað fram bankahrun eða bankakreppu eitt og sér.
 • R | 13:16 | Var hópurinn óháður þeim sem að honum stóðu eða gat hann tekið við fyrirmælum frá ráðuherrum, spyr saksóknari.
 • M | 13:16 | Spurður að því hvers vegna slík lög voru ekki sett nefndi Bolli að slíkt hefði verið álitið til marks um veika stöðu bankanna.
 • R | 13:17 | Við ráðuneytisstjórar vorum fulltrúar ráðherra. Hópurinn skapaði meiri nánd milli ráðherra og eftirlitsstofnana, segir Bolli.
 • R | 13:18 | Bolli segir fulltrúa ráðuneyta hafa óskað eftir tillögum og greinargerðum frá Fjármálaeftirliti og Seðlabankanum.
 • R | 13:18 | Bolli segir að eftir míníkrísu 2006 hafi verið titringur kringum íslensku bankana, erfið umræða kom í veg fyrir lagabreytingar.
 • M | 13:19 | Saksóknari spurði hvort Geir H. Haarde hafi óskað eftir því að koma einhverjum tillögum á framfæri inn í samráðshópinn.
 • V | 13:19 | Moli: Andri Árnason hrl. fylgist grannt með, einbeittur. Hann er með gleraugu sín í höndunum, og hefur spöngina oftar en ekki í munnvikinu.
 • R | 13:19 | Lagabreytingar hefðu í þessu umhverfi kallað fram þær hörmungar sem þeim væri ætlað að afstýra, segir Bolli.
 • V | 13:19 | Bolli Þór: Ég óskaði eftir að FME og SÍ sinntu ákveðnum verkefnum, og kæmu upplýsingum til hópsins eftir því sem þörf var á.
 • R | 13:20 | Ég óskaði eftir að Seðlabanki og FME sinntu ákveðnum verkefnum sem ég taldi að stjórnvöld þyrftu á að halda, segir Bolli.
 • M | 13:20 | Bolli sagðist hafa rætt reglulega við Geir og þeir hafi varla talað saman án þess að efnahagsmálin bæru á góma.
 • R | 13:20 | Ég heyrði aldrei undan því kvartað að vantaði pólitíska stefnumótun þann tíma sem ég sat fundi hópsins, sem var allan tímann, segir Bolli
 • V | 13:20 | Sigríður: Skorti einhvern tímann pólitíska stefnumörkun innan hópsins, eða fyrir starf hópsins?
 • V | 13:21 | Bolli Þór: Ég heyrði aldrei þær raddir, og sat ég þó alla fundi hópsins.
 • R | 13:21 | Bolli: FME bjó yfir upplýsingum um innri stöðu banka sem var kannski ekki æskilegt að færu víða. Hamlaði ekki starfi hópsins.
 • R | 13:22 | Kristrún Heimisdóttir, fv aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, er nú meðal áhorfenda í Þjóðmenningarhúsi.
 • M | 13:22 | Bolli: Samráðshópurinn treysti á mat Fjármálaeftirlitsins á stöðu bankanna. FME hafði haft meiri upplýsingar um stöðuna.
 • V | 13:22 | Bolli Þór: Það var ljóst að FME og SÍ höfðu upplýsinga og heimildir til þess að fylgjast með fjármálakerfinu að innan frá, og utan frá.
 • V | 13:25 | Moli: Geir heldur áfram að skrifa hjá sér punkta um það sem vitnin hafa að segja. Ég sé ekki betur en að hann sé mjög hraðskrifandi.
 • M | 13:26 | Bolli: Alger forsenda að hægt var að setja neyðarlögin þegar bankarnir féllu að slík lagasetning hafði verið undirbúin með góðum fyrirvara.
 • V | 13:26 | Moli: Hjá saksóknara er aðstoðarmaður við fartölvu, og skrifar einnig jafn óðum inn það sem fram kemur.
 • V | 13:29 | Bolli Þór: Það var ágreiningur, sem fram kom í samráðshópnum, um hvað ætti að tryggja mikið af innstæðum í bönkunum, ef til þess kæmi.
 • V | 13:30 | Bolli Þór: Við ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu (Baldur) voru sammála um að “stíga varlega til jarðar” með allar tölur.
 • M | 13:30 | Bolli: Undirbúningur að neyðarlögungum unninn fyrst og fremst í viðskiptaráðuneytinu með aðkomu Seðlabankans.
 • V | 13:32 | Bolli Þór: Ástandið var það viðkvæmt að allar tillögur um svona hluti, hefðu getað kallað fram verri aðstæður.
 • R | 13:34 | Forstjóri FME lagði til “ólystuga matseðil” um viðbrögð við kreppu. Það sem hafi helst snúið að stjórnvöldum væri lagasetning, segir Bolli
 • R | 13:34 | Staðan var þannig að ef við yrðum fyrir áfalli væri það ekki einn banki sem félli heldur allir stóru bankarnir, segir Bolli.
 • R | 13:35 | Bolli segir erlenda fjárfesta ekki hafa gert greinarmun á íslensku bönkunum. Því byggði Seðlabanki á að tryggja fjármálakerfið
 • R | 13:35 | 18. mars 2008 hófst vinna við að undirbúa lagafrumvarp sem tæki við áfalli ef allir þrír bankarnir myndu falla, segir Bolli.
 • V | 13:35 | Moli: Markús er enn á ný að biðja saksóknara um að vera hnitmiðaður í spurningum sínum, og stuttorður, “eftir því sem kostur er”.
 • R | 13:35 | Bolli segir Seðlabanka hafa haft nógu tryggt plan til að greiðslukerfið virkaði sem skyldi. Fyrst og fremst verk Seðlabankans
 • R | 13:36 | Eini ágreiningurinn milli aðila var um hvort gefa ætti út hversu mikið ríkið væri til í að tryggja innstæður, segir Bolli.
 • V | 13:36 | Bolli Þór: Vinna við lagafrumvarp, sem yrði grunnur að neyðarlögum, hófst í reynd 18. mars 2008, en byggði m.a. á vinnu samráðshópsins.
 • R | 13:39 | Saksóknari spyr út í ummæli Bolla Þórs í fundargerð samráðshóps 2. apríl um að undirbúa þyrfti að gerðir.
 • V | 13:39 | Moli: Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í hruninu, er mætt í salinn og hlustar á vitnisburð Bolla Þórs.
 • R | 13:40 | Bolli segir að ljóst hafi verið að horfa þyrfti til stóru bankanna allra ef illa færi.
 • M | 13:40 | Kristrún Heimisdóttir, fyrrum aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, er á meðal þeirra sem fylgjast með dómsmálinu.
 • R | 13:40 | Bolli var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og sem slíkur var hann formaður samráðshóps um fjármálastöðugleika.
 • V | 13:41 | Bolli Þór: Það hefði undir einhverjum kringumstæðum verið betra að hafa “fastara land undir fótum” en aðstæður voru kvikar.
 • M | 13:42 | Bolli: Sem betur fer skilaði sér undirbúningsvinna að neyðarlögunum þegar á reyndi.
 • V | 13:42 | Bolli Þór: Sem betur fer þá skilaði vinna samráðshópsins miklum árangri við setningu neyðarlaganna þegar á hólminn var komið.
 • V | 13:43 | Bolli Þór: Fall Lehman Brothers breytti stöðunni mikið og hratt, þó fyrstu viðbrögð íslensku bankanna við því hafi verið á annan veg.
 • M | 13:43 | Bolli: Lá fyrir að ef bankarnir færu í þrot þyrfti að grípa til lagsetningar. Stefnan lá fyrir hvernig bregðast þyrfti við.
 • R | 13:43 | Undirbúningur lagasetningar var sú viðlagaáætlun sem sneri að stjórnvöldum, segir Bolli. Trygging greiðslukerfis sneri að Seðlab
 • R | 13:45 | Það fyrsta sem ég heyrði um að gera þyrfti breytingar á samráðshóp eða stefnumörkun var í skýrslu rannsóknarnefndar, segir Bolli
 • V | 13:45 | Andri Árnason, lögmaður Geirs, er nú farinn að spyrja Bolla Þór spurninga.
 • M | 13:45 | Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, spyr nú Bolla Þór Bollason.
 • V | 13:46 | Moli: Hér var vísað til gagna á blaðsíðu 4.223. Sem þýðir: Það er töluvert af gögnum í málinu!
 • R | 13:46 | 4.223 er talan sem nú heyrist í landsdómi. Það er blaðsíðutalið þar sem er að finna textann sem verjandi Geirs les nú.
 • R | 13:49 | Markús hefur gert talsvert af því í dag að biðja verjanda og saksóknara að stytta mál sitt, lesa ekki að óþörfu úr málsskjölum.
 • V | 13:49 | Andri er nú að spyrja Bolla Þór út í andmælabréf hans til RNA og einnig bréf sem RNA sendi til hans, vegna hugsanlegrar vanrækslu hans.
 • R | 13:50 | Ég hafði mjög miklar athugasemdir við álit rannsóknarnefndar sem sneri að mér. Fannst mjög máli hallað, segir Bolli.
 • R | 13:50 | Andri hafði spurt Bolla hvort hann hefði verið talinn hafa vanrækt skyldur sínar í niðurstöðum rannsóknarnefndar. Svo var ekki
 • M | 13:51 | Bolli er spurður út í svör hans við spurningum frá rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. Hvort hann hafi verið talinn sekur um vanrækslu.
 • V | 13:52 | Bolli: Mér fannst RNA ekki draga upp sanngjarna mynd af mínum störfum og starfi hópsins en hún tók tillit til minna athugasemda að lokum.
 • M | 13:52 | Bolli segist ekki hafa verið talinn sekur um vanrækslu í störfum sínum sem ráðuneytisstjóri.
 • V | 13:53 | Bolli Þór: Það voru fyrst og fremst FME og SÍ sem áttu í samskiptum við bankanna um að þeir gripu til aðgerða við að minnka kerfið.
 • R | 13:53 | Saksóknari spyr Bolla hvort hann hafi orðið var beinna aðgerða sem Geir hafi gripið til í þeim tilgangi að bankarnir minnkuðu.
 • R | 13:53 | Bolli segir að þegar komið var fram á árið 2008 hefði ekki verið gerlegt að grípa til opinberra aðgerða.
 • M | 13:54 | Bolli: Talið liðka fyrir málum ef efnahagsreikningubankann yrði minnkaður. Það hafi þó aðallega verið akademískar æfingar að það væri hægt.
 • V | 13:54 | Bolli: Það var “ekki nokkur möguleiki” á því að minnka kerfið með sölu eigna eða flutningi höfuðstöðva bankanna á árinu 2008.
 • R | 13:56 | Það var erfitt snemma árs 2008 að átta sig á því hversu hætt komnir íslensku bankarnir væru, segir Bolli. Misvísandi skilaboð.
 • V | 13:56 | Bolli: Það sem við vissum var að “minnstu veikleikamerki”, þar á meðal pólitískar yfirlýsingar, myndu án efa fella fjármálakerfið.
 • M | 13:56 | Bolli: Erfitt að átta sig á hvað bankarnir væru hætt komnir á árinu 2008 en allar neikvæðar yfirlýsingar hefðu getað leitt til falls þeirra.
 • V | 13:57 | Bolli: Menn “hrukku auðvitað svolítið við þessi orð seðlabankastjóra”. Þarna lýsti Bolli viðbrögðum við orðum Davíðs um fallvalt kerfi.
 • R | 13:58 | Saksóknari spyr nú út í skilmála norrænna ríkja um að minnka bankana gegn því að gera gjaldeyrisskiptasamning.
 • R | 13:59 | Bolli segir að ágreiningur hafi verið um hversu skýrt mætti orða hluti. Taldi að farið væri út á ystu nöf í yfirlýsingum.
 • V | 13:59 | Moli: Kristrún Heimisdóttir er með skrifblokk hjá sér, og punktar niður hjá sér það sem Bolli Þór er að segja.
 • R | 13:59 | Hins vegar verði að taka mið af þeim aðstæðum sem voru uppi og mikilvægi þess að ná þessum samningi, segir Bolli.
 • V | 14:00 | Sigríður vitnar til tölvupósts frá Bolla til Geirs, frá því í febrúar 2008, um aðgerðir til þess að styrkja stöðu fjármálakerfisins.
 • V | 14:00 | Sigríður spyr: Kom ekki til greina þarna að þrýsta á um að bankarnir myndu flytja höfuðstöðvar sínar úr landi?
 • V | 14:01 | Bolli: Ég tel að yfirlýsingar um þetta hefðu tæplega komið til greina, vegna viðkvæmrar stöðu á mörkuðum.
 • V | 14:03 | Sigríður: Hvaða vitneskju hafðir þú um tilkomu Icesave reikninga í Hollandi?
 • M | 14:04 | Spurður út í ábendingar frá AGS sagði Bolli að stundum bærust ábendingar frá erlendum aðilum sem ekki væru alveg í tengslum við stöðuna hér.
 • R | 14:05 | Saksóknari spyr hvort opnun Icesave-reikninga í Hollandi hafi aukið áhættu Íslands.
 • V | 14:05 | Bolli: Man það ekki nákvæmlega, en á árinu 2008 var umræða um neikvæðar hliðar þessarar starfsemi að magnast upp.
 • R | 14:05 | Klárlega, segir Bolli, að því er varðar deilu um hvort Ísland beri ábyrgð á innstæðum.
 • V | 14:06 | Bolli: Lánshæfismatsfyrirtækin hvöttu bankanna til þess að fara út í innlánsstarfsemi erlendis, enda innlán álitin trygg fjármögnun.
 • M | 14:06 | Bolli: Matsfyrirtækin höfðu talið það lausn fyrir íslenska bankakerfið að afla lausafjár með innlánssöfnun.
 • R | 14:06 | Bolli minnist þess ekki að menn hafi beitt sér gegn Icesave í Hollandi. Reikningar hafi verið löglegir þó þeir væru áhættuþáttur
 • M | 14:07 | Bolli: Má segja að bankarnir hafi verið að bregðast við því mati matsfyrirtækjanna. Var fullkomlegs löglegt á EES-svæðinu.
 • V | 14:07 | Andri spyr nú út í starf samráðshópsins og Icesave-málið.
 • R | 14:08 | Það sem sneri helst að stjórnvöldum vegna Icesave væri áhættan af því ef stjórnvöld væru talin ábyrg fyrir innstæðum.
 • V | 14:08 | Andri: Var einhvern tímann á fyrri parti ársins 2008 ætlast til þess að forsætisráðherra blandaði sér beint inn í Icesave-málið?
 • R | 14:09 | Það kom aldrei fram sjónarmið um að forsætisráðherra beitti sér með beinum hætti, segir Bolli, spurður um minnkun bankakerfis.
 • V | 14:09 | Bolli: Nei, svo var ekki. FME og SÍ voru með þetta mál á sínum herðum, og það var litið svo að þar ætti það heima.
 • M | 14:09 | Andri Árnason: Var gert ráð fyrir því á fyrri hluta árs 2008 að forsætisráðherra kæmi beint að störfum samráðshópsins? Bolli: Nei.
 • V | 14:11 | Moli: Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og varaformaður bankaráðs Landsbankans, var að koma inn í salinn
 • M | 14:12 | Kjartan Gunnarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, kom í dómsalinn rétt í þessu og settist á meðal áhorfenda.
 • R | 14:12 | Afstaða manna í samráðshópnum var að þess gerðist ekki þörf að Geir kæmi að aðgerðum til að draga úr stærð banka, segir Bolli.
 • R | 14:13 | Skýrslutökur snúast nú að ákærulið 1.5 um flutning Icesave. Markús minnir á að 20 mín séu eftir af áætluðum tíma fyrir Bolla.
 • V | 14:14 | Bolli: Það kom nú á daginn að Landsbankinn gat ekki staðið undir þeim vöxtum sem boðnir voru á Icesave-reikningunum.
 • M | 14:14 | Spurður hvort stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir því að flytja Icesave í dótturfélag Landsbanka Íslands sagði Bolli það á könnu FME.
 • V | 14:15 | Bolli: Það var fyrst og fremst FME sem hafði þetta mál á sínum snærum, og SÍ líka að einhverju marki. Þar voru valdheimildirnar.
 • M | 14:15 | Bolli: Það var ekki hlutverk annarra stjórnvalda en FME að beita sér fyrir flutningu Icesave í dótturfélag.
 • V | 14:16 | Bolli: Samskiptin voru enda í gangi á milli breska og íslenska fjármálaeftirlitsins og íslenska og breska seðlabankans.
 • R | 14:17 | Saksóknari spyr hvort Bolli hafi rætt um það við Geir að ríkisábyrgð væri á innstæðutryggingum.
 • V | 14:18 | Bolli: Það var mjög eindregin afstaða viðskiptaráðuneytisins og FME, varðandi tryggingu á lágmarkstryggingu innstæðna skv. EES-tilskipun.
 • M | 14:18 | Bolli: Staða Tryggingainnistæðusjóðsins iðulega rædd í samráðshópnum.
 • R | 14:19 | Bolli segir að skiptar skoðanir hafi verið um þetta og menn rætt það. Viðskiptaráðuneyti talið ábyrgð til staðar.
 • V | 14:20 | Bolli: FME og viðskiptaráðuneytið litu svo á að lágmarkstryggingin var tryggð, með opinberri tryggingu.
 • M | 14:21 | Bolli: Fengu misvísandi upplýsingar í samráðshópnum umstöðu bankanna. M.a. að breska fjármálaeftirlitið væri að fram úr heimildum sínum.
 • V | 14:21 | Bolli: Breska fjármálaeftirlitið var að mínum dómi “farið fram úr” sjálfum sér varðandi kröfur til Landsbankans, vegna Icesave.
 • R | 14:21 | Saksóknari spyr hvort rætt hafi verið um lagasetningar þegar ekkert gekk að flytja Icesave yfir í dótturfélag.
 • R | 14:22 | Bolli telur að slík lagasetning hefði verið fráleit.
 • R | 14:24 | Það var ekki mikil umræða um lögfræðina bak við ríkisábyrgð á Icesave í samráðshóp um fjármálastöðugleika, segir Bolli.
 • V | 14:24 | Bolli: “Eftir góð kynni af mínum gamla skólabróður Baldri þá var ég frekar hallur undir hans sjónarmið í mörgum málum”.
 • R | 14:25 | Andri spyr hvort komið hafi til tals að viðskiptaráðuneyti eða fjármálaráðuneyti gerði ítarlega grein fyrir afstöðu sinni.
 • R | 14:25 | Baldur úr fjármálaráðuneyti taldi ekki ríkisábyrgð á innstæðum, annað viðhorf í viðskiptaráðuneyti.
 • V | 14:25 | Moli: Bolli Þór og Baldur Guðlaugsson er gamlir vinir og skólabræður, m.a. úr Menntaskólanum í Reykjavík.
 • V | 14:28 | Moli: Baldur Guðlaugsson taldi ekki ríkisábyrgð á Icesave, en viðskiptaráðuneytið taldi ríkisábyrgðina vera fyrir hendi á lágmarkinu.
 • M | 14:28 | Bolli: Hafði enga trú á að það tækist að færa Icesave í dóttur félag í Bretlandi. Ekki vissi um að Landsbankinn væri heill í að vilja það.
 • R | 14:28 | Bolli segist ekki hafa haft mikla trú á að stjórnendur Landsbankans væru heilir í að vilja flytja Icesave í dótturfélag.
 • V | 14:29 | Bolli: Ég hafði ekki mikla trú á því að Landsbankinn væri “heill í því” að vilja færa Icesave inn í dótturfélag ásamt eignum á móti.
 • R | 14:29 | Ég hafði enga trú á að Landsbankanum tækist þetta, sagði hann um möguleika hans til að færa Icesave í dótturfélag, segir Bolli.
 • M | 14:30 | Bolli: Verður að hafa í huga að LÍ fór út í söfnun innilánsreikninga til að geta flutt fjármagn á milli. Dótturfélag hefði ekki leyft það.
 • R | 14:30 | Andri spyr Bolla hvort hann hafi verið einn þeirrar skoðunar í samráðshóp að flutningur Icesave gæti ekki gengið.
 • R | 14:30 | Bolli telur að fleiri hljóti að hafa haft efasemdir um að flutningur gæti gengið eftir, eða að heill hugur væri þar að baki.
 • V | 14:31 | Bolli: Ég held að ég hafi ekki verið einn um það að telja Landsbankann ekki standa “heilan”.
 • R | 14:31 | Bolli segir að ekki hafi verið óskað eftir aðkomu forsætisráðherra í þessum efnum. Skýrslutökum yfir honum er lokið.
 • M | 14:32 | Bolli: Flutningur Icesave-reikninganna á könnu FME og ekki óskað eftir því aðkomu stjórnvalda að því.
 • V | 14:33 | Skýrslutöku yfir Bolla er þar með lokið. Næst í skýrslutöku er Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu. Hún er sest.
 • R | 14:33 | Áslaug Árnadóttir fv staðgengill ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneyti og form. stjórnar Tryggingasjóðs innstæðueigenda er mætt.
 • M | 14:33 | Bolli: Skýrslutöku af Bolla Þór Bollasyni er lokið.
 • V | 14:35 | Moli: Áslaug Árnadóttir var stjórnarformaður í Tryggingasjóði innstæðueigenda. Sá sjóður gat einungis dekkað fall lítils sparisjóðs.

Áslaug Árnadóttir

 • M | 14:35 | Skýrslutaka af Áslaugu Árnadóttur, fyrrv. skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu o stjórnarformanns Tryggingasjóðs innistæðueig. hefst.
 • R | 14:36 | Helgi Magnús sér um að spyrja Áslaugu.
 • V | 14:37 | Helgi Magnús spyr núna út í fundargerðir samráðshóps um fjármálastöðugleika, þar sem Áslaug átti sæti.
 • R | 14:38 | Samráðshópurinn gaf færi á að ræða mál sem heyrðu undir fleiri en einn aðila og fá upplýsingar, segir Áslaug.
 • R | 14:38 | Áslaug er fyrsta konan sem kemur fyrir landsdóm og gefur skýrslu.
 • R | 14:39 | Í lok mars var talað um að tveir hópar færu í að vinna mál, annar um innstæðutryggingar, segir Áslaug.
 • R | 14:40 | Aðal afurðin sem liggur eftir af starfi samráðshóps er grunnurinn að neyðarlögum. Hópurinn vann vel, segir Áslaug.
 • R | 14:41 | Taldi að það væri verk viðskiptaráðuneytis að vinna neyðarlög en hluti þeirra var unnin í fjármálaráðuneytinu, segir Áslaug.
 • M | 14:41 | Áslaug: Samráðshópurinn vettvangur til þess að ræða málin. Upplýsingamiðlun innan hópsins stundum ekki nógu mikil.
 • R | 14:42 | Óneitanlega hafði ég á tilfinningunni að maður fengi ekki alltaf nægar upplýsingar, sagði Áslaug um starf samráðshóps.
 • R | 14:43 | Menn hefðu haft mikið að gera og ekki komu alltaf allar upplýsingar til mín, segir Áslaug. Hún sagði þetta ekki hafa skaðað
 • R | 14:43 | Mikið var um trúnaðarupplýsingar og þurfti fólk að skila aftur skjölum sem það fékk á fundum samráðshóps.
 • R | 14:44 | Áslaug reyndi að upplýsa Björgvin G. reglulega eftir fundi, ræddi við aðstoðarmann hans ef hann var ekki á staðnum.
 • M | 14:44 | Áslaug: Sumar upplýsingar voru trúnaðarupplýsingar. Mikil áhersla lögð á trúnað. Mátti ekki fara með ákv. upplýsingar í fjölmiðla.
 • V | 14:44 | Áslaug: Innan hópsins var mikil áhersla lögð á trúnað. “Menn voru hræddir um áhlaup á bankanna” ef upplýsingarnar færu út.
 • M | 14:45 | Áslaug: Trúnaðurinn m.a. vegna þess hversu viðkvæmt ástandið var.
 • V | 14:46 | Helgi Magnús: Var gögnum haldið leyndum fyrir viðskiptaráðherranum sem komu til samráðshópsins?
 • M | 14:46 | Áslaug segist hafa greint Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrv. viðskiptaráðherra og yfirmanns hennar, frá öllu sem hún vissi um starf hópsins.
 • R | 14:47 | Viðskiptaráðuneytið var ekki haft með í ráðum þegar fjallað var um Íbúðalánasjóð, þar var félagsmálaráðuneytið, segir Áslaug.
 • V | 14:47 | Áslaug: Nei, ég reyndi að upplýsa minn viðskiptaráðherra samviskusamlega um það sem kom fram á fundum. Trúnaður minn var við hann.
 • R | 14:48 | Það var mjög umdeilt innan hópsins hvort að tilbúnar ættu að vera yfirlýsingar um ábyrgð á innstæðutryggingum, segir Áslaug.
 • R | 14:48 | Forstjóri FME, ritari hóps og ég vildum hafa þetta tilbúið, fulltrúar fjármála- og forsætisráðuneytis á mót, segir Áslaug
 • V | 14:49 | Moli: Lögfræðingar hafa litið hér við á meðan málið hefur verið í gangi. Finnur Beck fyrrum fréttamaður og nú lögfræðingur situr hér nú.
 • R | 14:51 | Eftir að ég hætti í samráðshóp komu upp atriði sem óneitanlega sköpuðu pirring, í kringum yfirtöku á Glitni, segir Áslaug.
 • R | 14:51 | Þessu svarar hún aðspurð um það að Björgvini G. Sigurðssyni hafi verið haldið fyrir utan upplýsingakeðjuna.
 • R | 14:52 | Saksóknari les upp úr vitnisburði Áslaugar hjá rannsóknarnefnd þar sem hún lýsti orðum nefndarmanna um lausmælgi Björgvins.
 • R | 14:53 | Áslaug segir að þetta hafi verið eitt afmarkað atvik.
 • M | 14:54 | Spurð hvort rætt hafi verið um að Björgvin þyrfti að koma meira að málum sem viðskiptaráðherra svaraði Áslaug því neitandi.
 • V | 14:54 | Moli: Einn dómara í Landsdómi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Hann er meðeigandi Áslaugar, sem nú ber vitni, hjá Landslögum lögmannsstofu.
 • V | 14:55 | Moli: Vilhjálmur dómari er jafnframt faðir Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., eins eiganda Lögfræðistofu Reykjavíkur.
 • R | 14:55 | Andri spyr hvort Áslaug hafi haldið upplýsingum frá Björgvini G. Hún svarar því neitandi. Ekki talið þörf á því.
 • M | 14:55 | Verjandi Geirs, Andri Árnason, spyr nú Áslaugu.
 • R | 14:57 | Inga Jóna Þórðardóttir, kona Geirs, mætti í Þjóðmenningarhús áðan. Hún hafði verið tvo fyrstu dagana en komst ekki í morgun.
 • R | 14:58 | Áslaug telur aðspurð að það hafi ekki hamlað upplýsingagjöf til Björgvins að Geir og Davið funduðu með Ingibjörgu Sólrúnu.
 • V | 14:59 | Andri: Upplýst er að viðskiptaráðherra hafi fengið takmarkaðar upplýsingar frá utanríkisráðherra um bankamálefni? Hamlaði þetta einhverju?
 • M | 14:59 | Áslaug spurð hvort stirðleiki á milli Björgvins og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáv. utanríkisráðherra, hafi gert stöðuna erfiðari.
 • R | 15:00 | Var það einkennandi fyrir samstarf Björgvins og aðstoðarmanns hans að sá síðarnefndi væri í verkefnum sem Björgvin vissi (frh)
 • V | 15:00 | Áslaug: Eins og ég segi þá er langt um liðið og ég veit ekki, hvort þetta hafi haft áhrif á framgöngu mála.
 • M | 15:01 | Áslaug svarar því neitandi. Hún hafi ekki vitað til þess. Hún telji að allir hafi að lokum fengið þær upplýsingar sem þeir áttu að fá.
 • R | 15:01 | (frh) ekki af spyr Andri, og vísar til aðkomu aðstoðarmannsins að yfirtökunni á Glitni. Áslaug segir að svo hafi ekki verið.
 • V | 15:01 | Markús spyr: Var rætt um að gera yfirlýsingar úr samráðshópnum, um lágmarkstryggingu á innstæðum, opinberar?
 • R | 15:02 | Áslaug segist hafa viljað að yfirlýsingar vegna innstæðutrygginga væru tilbúnar fyrir áfall en aðeins birtar er þörf krefði.
 • V | 15:02 | Áslaug: Það var rætt um að þær yrðu tiltækar, en ekki gerðar opinberar.
 • R | 15:03 | Ákvæði neyðarlaga um að ríkið gæti vikið frá stjórn banka og tekið hann yfir er komið að uppruna frá FME, segir Áslaug (frh)
 • V | 15:04 | Moli: Markús dómari var rétt í þessu að lýsa neyðarlögunum sem “bjargvætti íslensku þjóðarinnar” í spurningu til Áslaugar.
 • R | 15:04 | (frh) en var unnið áfram í viðskiptaráðuneytinu og var tilbúið í vikunni fyrir fall bankanna, segir Áslaug.
 • R | 15:04 | Áslaug telur að það hafi verið niðurstaða funda í ráðherrabústað hrunhelgina að innstæður hefðu forgang í þrotabúið.
 • R | 15:05 | Áslaug segir hugmyndir um yfirtöku banka hafa verið ræddar aðeins í samráðshóp en síðar breyst mikið.
 • V | 15:05 | Moli: Spurningin snéri að því, hvernig neyðarlögin verða til nákvæmlega, þ.e. hvaða atriði koma fram á hverjum tíma.
 • V | 15:08 | Áslaug: Undirbúningurinn að vinnunni við neyðarlögin tók mið af breytilegum aðstæðum, en upplýsingum var reglulega safnað saman.
 • M | 15:08 | Spurð af saksóknara hvort einhver vinna hafi verið í gangi í viðskiptaráðuneytinu til að minnka bankana eða annað slíkt sagði Áslaug nei.
 • R | 15:09 | Nú er verið að ræða ákærulið 1.4. Hérna er ákæran fyrir þá sem vilja rifja hana upp. http://t.co/XWL35608
 • V | 15:09 | Áslaug: Það var stundum talað um að rætt yrði við fulltrúa bankanna, varðandi tiltekin atriði, það var yfirleitt FME sem gerði það.
 • V | 15:11 | Nú hefjast spurningar um lið 1,5 er varðar Icesave. http://t.co/Lut4JcjM
 • R | 15:11 | Lið 1.4 var lokið af á mettíma og nú er komið að ákærulið 1.5, um flutning Icesave í dótturfélag í Bretlandi.
 • M | 15:12 | Áslaug: Man ekki til þess að neinar beiðnir hafi komið um að samráðshópurinn setti fram einhverjar slíkar hugmyndir.
 • R | 15:12 | Viðskiptaráðuneytið fylgdist með og var í samskiptum við breska fjármálaráðuneytið um flutning Icesave, segir Áslaug.
 • M | 15:13 | Áslaug: Umdeilt hvort ríkisábyrgð væri á Tryggingasjóði innistæðieigenda í samráðshópnum. Ekki bara byggt á lögfræðilegum sjónarmiðum.
 • R | 15:13 | Áslaug taldi augljóst að tryggingasjóður bæri ábyrgð á innstæðum Icesave, ábyrgð ríkisins væri hins vegar umdeild.
 • V | 15:13 | Helgi Magnús: Hvert var viðhorf viðskiptaráðuneytisins til ríkisábyrgðar á Tryggingasjóði innstæðueigenda?
 • R | 15:13 | Talsvert var rætt um hver ábyrgð ríkisins væri og ekki bara lagaleg sjónarmið sem komu fram, segir Áslaug.
 • R | 15:14 | Viðskiptaráðuneytið taldi að ríkið þyrfti að veita tryggingasjóði aðstoð en ekki jafn ljóst með hvaða hætti það skyldi vera.
 • V | 15:15 | Helgi Magnús: Má ekki skilja þína afstöðu hjá RNA þannig að ríkið hafi átt að ábyrgjast lágmarksinnstæðutrygginguna?
 • R | 15:15 | Ég lagði mikið upp úr því að fá á hreint hvort ríkið hygðist styðja sjóðinn og taldi að það væri eina leiðin, segir Áslaug.
 • V | 15:16 | Áslaug: Ég taldi að það þyrfti að fá skýra afstöðu frá ríkinu til þess, hvort Tryggingasjóður innstæðueigenda ætti að taka lán.
 • M | 15:16 | Áslaug: Lagði mikla áherslu á að fá það á hreint hvort ríkið myndi styðja Tryggingasjóðinn og taldi einu leið han að fá lán þaðan.
 • V | 15:17 | Áslaug: Ég taldi nauðsynlegt að fá botn í þetta mál, og taldi lánafyrirgreiðslu til sjóðsins vera möguleika, í samræmi við ákvæði þar um.
 • R | 15:20 | Nefnd var skipuð vor 2007 til að fara yfir lög um innstæðutryggingar. Frumdrögum laga skilað jan 2008, segir Áslaug.
 • R | 15:20 | Drögin voru rædd í samráðshóp og niðurstaðan sú að leggja þau ekki fram þegar viðsjár væru í efnahagsmálum, segir Áslaug.
 • V | 15:20 | Andri: Var ekki afstaða viðskiptaráðuneytisins sú að það væri ríkisábyrgð á lágmarksinnstæðum samkvæmt tryggingu?
 • R | 15:21 | Andri vill fá skýrt hvort það hafi verið vilji FME og vissra starfsmanna viðskiptaráðuneytis að ríkið lýsti ábyrgð á innstæðum
 • V | 15:22 | Áslaug: Það var aldrei talað um ríkisábyrgð á tryggingunni sem slíkri, heldur að það væri ábyrgð ríkisins að styðja við Tryggingasjóðinn.
 • R | 15:22 | Áslaug segir fullhart að viðskiptaráðuneyti hafi viljað lýsa ábyrgð en vilja fá stuðning við sjóðinn á hreint.
 • M | 15:22 | Áslaug: Full mikið sagt að það væri álit viðskiptaráðuneytisins að það væri ríkisábyrgð á Tryggingasjóðnum en að ríki þyrfti að styðja hann.
 • V | 15:22 | Andri: Hefði íslenska ríkið einhvern tímann geta staðið undir ríkisábyrgð á þessum skuldbindingum?
 • V | 15:23 | Áslaug: Það er ekki mitt að svara því, það verður að beina þeim fyrirspurnum til fjármálaráðuneytisins.
 • R | 15:24 | Andri spyr hvort ábyrgðaryfirlýsing hefði tekið mið af því hver skaðinn yrði í kerfishruni. Áslaug segir það hafa miðað við einn banka.
 • M | 15:24 | Áslaug: Ekki í hennar huga gert ráð fyrir því í því sambandi að bankakerfið hryndi hendur frekar að einn banki færi hugsanlega í þrot.
 • V | 15:24 | Andri: Miðaði þetta mat um stuðning ríkisins við lágmarksinnstæðutryggingu, við allsherjarhrun fjármálakerfis?
 • V | 15:25 | Áslaug: Nei, ekki mínum huga, heldur frekar við erfiðleika einstaka fjármálastofnunar, banka eða sparisjóðs.
 • R | 15:26 | Skýrslutöku af Áslaugu er lokið. Þinghaldi er frestað í 15 mínútur.
 • V | 15:27 | Nú verður gert hlét á þinghaldi, í fimmtán mínútur. Þá kemur Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME, í skýrslutöku.
 • R | 15:41 | Jón Sigurðsson gefur næstur skýrslu. Hann var stjórnarform Fjármálaeftirlitsins en hefur áður verið seðlabankastjóri og ráðherra

Jón Sigurðsson

 • V | 15:42 | Þinghaldi er þá framhaldið. Jón Sigurðsson er sestur í sæti til skýrslutöku.
 • R | 15:42 | Það eru ekki ýkja margir gestir að fylgjast með. Einn þeirra er Hallur Hallsson, sem sæti á í heimastjórn Ingva Hrafns á ÍNN.
 • V | 15:43 | Jón Sigurðsson: Ég gerði mér grein fyrir því, strax 2007, að það væri “ekki sléttur sjór” framundan. Og kom því til viðskiptaráðherra.
 • R | 15:44 | Ég vildi bæta starf FME og beina því meira að stjórnarháttum fyrirtækja en einstökum ákvörðunum, segir Jón.
 • R | 15:45 | FME lagðist eindregið gegn því að af kaupum Kaupþings á hollenska NIBC bankanum yrði.
 • V | 15:45 | Jón: Ég setti mér þau markmið að efla FME með ýmsum hætti, m.a. vettvangskannanir og fleira. Aðstæður voru hins vegar erfiðar.
 • R | 15:46 | Jón segist á fundi með Björgvini G. og Áslaugu í jan 2008 hafa lýst áhyggjum af því að skuldbindingar tryggingasjóðs væru orðnar mjög háar.
 • M | 15:46 | Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME, kemur fyrir dóminn að loknu 15 mínútna hléi.
 • V | 15:47 | Andri spyr nú, varðandi ákærulið 1,3. http://t.co/Lut4JcjM
 • M | 15:47 | Jón segist ekki hafa átt aðkomu að samráðshópnum en fulltrúi FME í hópnum hafi verið forstjóri eftirlitsins sem hafi upplýst hann.
 • R | 15:48 | Fjöldi starfsmanna FME og undirbúningur var langt neðan við það sem verkefni þeirra kröfðust, segir Jón. Aldeilis ónóg.
 • V | 15:48 | Jón: Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að FME var stórkostlega undirmannað, og bjó auk þess ekki yfir nægilegri þekkingu.
 • V | 15:49 | Jón: “Þetta var aldeilis ónóg”. Sagt um starfsemi FME.
 • M | 15:49 | Jón segir ljóst að Fjármálaeftirlitið hafi verið undirmannað í ljósi stærðar viðfangsefnis þess og þá einkum umfangs bankann.
 • R | 15:49 | Þannig lýsir Jón FME þegar hann kom þar til starfa. Starfsmenn hafi verið 50 og ekki allir háskólamenntaðir.
 • V | 15:50 | Jón: Ég tók bara einu sinni þátt í því að óska eftir auknum fjárframlögum af fjárlögum. Við óskuðum eftir miklu meira fé, til eflingar FME.
 • V | 15:51 | Jón: Forstjóri FME var í samráðshópnum og hefur vafalítið komið þeim sjónarmiðum á framfæri að nauðsynlegt væri að efla FME.
 • R | 15:52 | Við ræddum margoft þörfina á að greina eigendur bankanna og tengsl þeirra, segir Jón.
 • V | 15:52 | Jón: Það hafði verið óskað eftir eflingu á stofnunni mörg ár á undan, áður en ég tók við, en það var ekki gert.
 • R | 15:53 | Jón: Á hverjum einasta stjórnarfundi sem ég sat var því beint til forstjórans að freista að rekja í sundur flókin eigendatengsl.
 • M | 15:54 | Jón: Rétt að hafa í huga að starf stjórnarfomanns FME var ekki fullt starf.
 • R | 15:54 | Jón segir að sér hafi ekki verið örgrannt um að eignahaldið væri haft flókið viljandi til að gera myndina óskýra.
 • V | 15:54 | Andri: Það hefur verið fjallað um umfangsmikil lán til eignarhaldsfélaga. Gerðir þú eitthvað til þess að reyna bregða ljósi á umfang þessa?
 • R | 15:56 | Saksóknari spyr hvort stjórnvöld hafi gripið til aðgerða til að þrýsta á bankana um flutning úr landi.
 • R | 15:56 | Það er ekkert vald með lögum sem heimilar stjórnvöldum að ákveða stærð banka, segir Jón. Varð ekki var slíkra tilrauna.
 • V | 15:57 | Jón: Ég gerði þetta að umtalsefni á öllum stjórnarfundum sem ég sat, og því var beint til forstjórans að “gera gangskör að”… (frh)
 • M | 15:57 | Jón: Ekkert vald í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að ákveða stærð banka frekar en annarra fyrirtækja. Ekki hægt skv. þágildandi lögum.
 • R | 15:57 | Lagabreytingar eftir hrun eru í raun staðfesting löggjafans á að úrræði hafi skort til að grípa inn í hjá bönkunum, segir Jón.
 • V | 15:58 | Jón: (frh) því að “rekja í sundur” þessi flóknu félög til þess að fá yfirsýn yfir eigendaáhættu lántakenda og hvernig áhættan lægi í kerfinu
 • M | 16:00 | Jón: Ekki FME að veita heimild fyrir innlánsreikningum eins og Icesave. Heimilt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þurftu aðeins að tilkynna það.
 • V | 16:00 | Jón: Ég ræddi það oft, m.a. við forstjóra FME, hvort það væri hægt að stöðva Icesave-starfsemina í Hollandi eða koma í veg fyrir hana.
 • R | 16:01 | Jón tiltekur þarna lagaheimild um inngrip í einstakar einingar fjármálafyrirtækja sem veitt var 2010.
 • V | 16:01 | Jón: Það var eindregin skoðun hans, sem er með sérfræðiþekkingu á þessu sviði, að það væri ekki hægt að hindra þessa starfsemi.
 • M | 16:02 | Jón: Eftirlitsskylda gistiríkisins vegna slíkra innlánsreikninga ríkari en talað hafi verið um. Höfðu eftirlit með lausafjárstöðu.
 • R | 16:04 | Jón segist hafa hitt forsvarsmenn Landsbanka í mars vegna mikillar innlánssöfnunar á Icesave, spurt hvort ekki væri það skammgóður vermir.
 • M | 16:04 | Jón: Ræddi um stöðu innlánsreikninganna erlendis við bankastjóra allra stóru bankanna á árinu 2008.
 • V | 16:04 | Jón: Ég talaði við stjórnendur Landsbankans í byrjun mars 2008, um Icesave og hvort að þeir hefðu ekki áhyggjur af þessu “kvika fjármagni”.
 • R | 16:05 | Sú spurning sneri að Icesave í Bretlandi. Hins vegar hafi Jón rætt Icesave í Hollandi við þá fyrst um haustið.
 • M | 16:05 | Jón: Lausafjárstaða bankanna sennilega orðin slík þá að þeir hafa ekki séð sér fært að hætta innlánssöfnuninni.
 • R | 16:06 | Er hugsanlegt að stjórnvöld hafi talið innlánasöfnun Icesave vera góða leið frameftir ári 2008 spyr Andri.
 • V | 16:07 | Andri: Er hugsanlegt að SÍ hafi talið innlánasöfnunina skynsamlega í byrjun árs 2008, en síðan hafi landslagið breyst hratt?
 • R | 16:07 | Ég tel ekki að þetta hafi verið eins og bankastjórinn sagði “tær snilld” segir Jón. Auðvitað ekki sama hvernig innstæðusöfnun er
 • V | 16:08 | Jón: Ég held að það sé óhætt að segja að Icesave “hafi ekki verið tær snilld” eins einn bankastjórinn kallaði það.
 • R | 16:08 | Er hugsanlegt að Seðlabankinn og aðrir hafi “fagnað” þessu framan af ítrekar Andri spurningu sína, og hvenær það hafi breyst.
 • V | 16:09 | Jón: Ég get ekki talað fyrir SÍ, en mér fannst þessi innlánasöfnun í erlendri mynt, ógætileg.
 • R | 16:09 | Jón segist ekki vita um það hvað aðrir hafi talið, en telji öra innsöfnun fjármuna í annarri mynt en sinni eigin vera ógætilega.
 • V | 16:10 | Jón: Ég tel að það hafi “ekki verið vel ráðið” hjá seðlabankanum að aflétta bindiskyldu á þessum Icesave reikningum í mars 2008.
 • M | 16:10 | Jón: Þótti þessi öra söfnun innlána í öðrum löndum “ógeðfelld”. Segir að bankarnir hafi “siglt í fölsku skjóli” í þeim efnum.
 • R | 16:11 | Eiríkur Tómasson spyr hvort það sé rétt að FME og Seðlabankinn hafi sammælst um að leggjast gegn kaupum Kaupþings á NIBC banka
 • V | 16:11 | Eiríkur Tómasson dómari spyr um fyrirhuguð kaup Kaupþings á NIBC bankanum, og hvort það sé rétt að hann hafi lagst gegn kaupunum ásamt Davíð
 • R | 16:12 | Jón segir fortölur hafa nægt en telur að alvaran hafi verið runnin upp fyrir Kaupþingi. Það hætt við vegna markaðsaðstæðna
 • V | 16:14 | Jón: Við lögðumst gegn þessu og ræddum um þetta, ég og seðlabankastjórinn, í byrjun árs 2008.
 • R | 16:14 | Jón segist hafa lýst áhyggjum af örum vexti bankanna á fundum með bankastjórum í mars 2008. En ekki beitt þá þrýstingi.
 • V | 16:15 | Eiríkur: Var ekki ástæða til þess að grípa til þess gagnvart Landsbankanum að honum yrði bannað að auka umsvif sín erlendis?
 • R | 16:16 | Mér datt ekki í hug 3. og 4. mars að Landsbankinn ætlaði sér að opna Icesave-reikninga í Hollandi, segir Jón.
 • M | 16:18 | Jón: Vissi ekki að til stæði að opna innlánsreikninga í Hollandi þegar hann fundaði með bankastjórum stóru bankanna 3. og 4. mars 2008.
 • V | 16:19 | Jón: ´Mér datt ekki í hug að þetta stæði til, þ.e. að Landsbankinn væri að hefja þessa starfsemi í Hollandi. Það gerist ekki fyrr en í maí.
 • M | 16:19 | Jón: Lýsti áhyggjum sínum af örum vexti bankanna við bankastjórana og innlánsreikningunum.
 • R | 16:19 | Jón ræddi við Björgvin G um áramót 2007/2008 að það væri áhættusamt að safna innlánum í Icesave í miklum mæli.
 • V | 16:22 | Jón: Á bak við lausafjárerfiðleika var “dulin eigin fjár vandi” sem kom ekki í ljós fyrr en eftir á.
 • M | 16:22 | Jón: Skildi bankastjóra Landsbanka Íslands sem svo á fundinum að til stæði að flytja Icesave-reikningana í dótturfélag í Bretlandi.
 • V | 16:23 | Jón: Stór hluti af eignum bankanna var “loft”, þar sem lánað hafði verið til kaupa á eigin bréfum.
 • M | 16:23 | Jón: Prófin sem FME lagði fyrir bankana ekki nægjanleg. Einblínt of á einstök tré en ekki skóginn í heild.
 • R | 16:24 | Það liggur við að maður gæti séð að þarna væri markaðsmisnotkun í gangi, segir Jón. Vaknaði grunur á árinu 2008 að eitthvað væri að.
 • M | 16:25 | Jón: Þetta varð þó ekki ljóst fyrr en eftir hrunið.
 • R | 16:25 | Jón segir að þegar menn hafi skoðað einstök viðskipti hafi ekkert sést, en þegar skoðuð væru tengsl sem komu í ljós sæjust vensl bankanna.
 • V | 16:25 | Jón: Þá hafði einnig verið lána til kaupa á hlutabréfum í öðrum bönkum, jafnvel í einhverjum gagnvirkum viðskiptum milli banka.
 • V | 16:26 | Moli: Hallur Hallsson er hér kominn á áhorfendabekkina að fylgjast með gangi mála.
 • V | 16:29 | Jón: Það voru ekki til nægilega miklar eignir til þess að flytja á móti Icesave-skuldunum, vegna hins undirliggjandi eiginfjár vanda.
 • R | 16:31 | Geir hafði mikinn hug á að vinna því framgang að Icesave færi í dótturfélag. Ekki hægt að saka hann um vanrækslu, segir Jón.
 • V | 16:31 | Jón: Ég veit að Geir hafði hug á því að þetta endaði farsællega, og held að hann hafi ekki getað gert meira hvað þetta snertir.
 • M | 16:32 | Jón: Segir að Geir Haarde hafi verið mikill áhugamaður um að koma Icesave-reikningunum í breskt dótturfélag.
 • M | 16:33 | Jón: Óhætt að segja að Geir hafi ekki vanrækt að gera það sem hann gat pólitískt til þess að hægt yrði að koma Icesave í dótturfélag.
 • R | 16:34 | Jón gerir ráð fyrir að Geir og Björgvin hafi verið í samskiptum um þetta í tengslum við fund með breska fjármálaráðherranum.
 • R | 16:35 | Fyrir fund með Darling var ákveðið með hvaða hætti skyldi rætt um innstæðutryggingar, viðhaft mjög lögformlegt mál vísvitandi.
 • V | 16:36 | Jón: Ég sagði einfaldlega, í bréfi, að íslensk stjórnvöld væru staðráðin í því að tryggja innstæðuvernd fyrir íslenskar innstæður, skv. EES.
 • R | 16:36 | Þarna hafi verið lýst að Íslendingar myndu standa við skuldbindingar sínar, segir Jón. Umdeilt er hverjar skuldbindingarnar væru
 • R | 16:37 | Dómsforseti bendir saksóknara á að þinghaldið sé orðið langt á eftir öllum áætlunum. Vill að skýrslutökum verði flýtt.
 • V | 16:38 | Jón: Það er ábyrgðarhluti fyrirtækjanna og stjórnenda þeirra að leysa sín vandamál, en ekki eftirlitsins. “Svo ég komi því að aftur”.
 • R | 16:39 | Andrúmsloftið á fundi með Darling 2. sept var jákvætt en þegar Lehmans féll gjörbreyttist andrúmsloftið, segir Jón.
 • V | 16:40 | Jón: Þegar Lehman fellur, þá breytist Icesave-málið. Því þá færðust gríðarlegar fjárhæðir frá Lehman í London úr landi í Bretlandi.
 • R | 16:40 | Bretar óttuðust að erlendir bankar reyndu að tæma sjóði í Bretlandi og fara með úr landi, segir Jón. Það hafi breytt viðhorfum
 • M | 16:40 | Jón: Samskiptin við Breta stórversnuðu eftir fall Lehmann Brothers um miðjan september 2008.
 • R | 16:41 | Bretar hafi verið brenndir af því að Lehmans hefði flutt mikið fjármagn úr landi og ekki viljað að það endurtæki sig, segir Jón.
 • V | 16:41 | Jón: Það tel ég að hafi skýrt aukna hörku í aðgerðum og einnig, að Bretar börðust gegn öllum miklum fjármagnsflutningi úr landi.
 • M | 16:42 | Jón: Skýringin einföld. Bretar óttuðust að miklir fjármunir yrðu fluttir frá útibúum íslensku bankanna í Bretlandi eins og gert var hjá LB.
 • V | 16:46 | Andri: Fékkstu það tilfinninguna að hálfu Breta, að þetta snérist kannski aðeins um Landsbankann heldur um eitthvað heildrænna?
 • V | 16:47 | Jón: Það voru miklir atburðir í fjármálakerfinu á þessum tíma og alveg ljóst að miklir hagsmunir voru á ýmsum vettvangi.
 • V | 16:49 | Andri: Taldiru fram að falli Lehman, að þá væri mögulegt að færa Icesave yfir í dótturfélag á næstu mánuðum?
 • M | 16:50 | Jón sagðist aðspurður telja að Geir hafi fyrst og fremst talið sig geta gert gagn í þessum efnum á hinum pólitíska vettvangi og gert það.
 • V | 16:50 | Jón: Mér fannst þetta taka langan tíma, og það hafði borið töluvert á milli. En aðstæður breyttust hratt eftir fall Lehman.
 • V | 16:52 | Magnús Guðmundsson dómari, spyr: Hafðiru mótaða skoðun á ríkisábyrgð á Tryggingsjóði innstæðueigenda?
 • R | 16:52 | Það fólst engin fjárhagsleg skuldbinding ríkisins í að setja upp innstæðutryggingasjóð, segir Jón.
 • V | 16:53 | Jón: Ég hafði þá skoðun að það væri engin ríkisábyrgð á fjármögnun þessa sjóðs.
 • R | 16:53 | Það var áhyggjuefni að Landsbankinn auglýsti bakábyrgð tryggingasjóðs innstæðueigenda í markaðssetningu sinni, segir Jón.
 • M | 16:54 | Jón: Engin skuldbinding um ríkisábyrgð í lögum en hafði áhyggjur af því að gylliboð um slíkt væru notuð til þess að safna innlánum.
 • R | 16:54 | Saksóknari spyr út í viðtal við Jón Sigurðsson sem birtist í blaðinu Moment sem Landsbankinn gaf út sumarið 2008.
 • V | 16:54 | Jón: Hins vegar hafði ég áhyggjur af því að það væri verið að nota tryggingavernd á EES-svæðinu til þess fá fólk til að leggja féð inn.
 • R | 16:55 | Jón segir viðtalið tekið löngu áður, og vissi ekki að setja ætti Icesave í gang í Hollandi. Hafði enga hugmynd um að þetta (frh)
 • R | 16:56 | (frh) yrði sett fram með þeim hætti að viðtalið væri tengt Icesave í Hollandi.
 • M | 16:56 | Skýrslutöku af Jóni Sigurðssyni lokið.
 • R | 16:57 | Skýrslutöku yfir Jóni Sigurðssyni er lokið. Jón tekur í hönd Geirs, verjanda hans og saksóknarateymisins á leið sinni út.
 • V | 16:57 | Jón hefur lokið skýrslugjöf sinni og heilsar Geir virðulega, sem og verjanda hans og Ingu Jónu Þórðardóttur konu Geirs, áður hen hann fer út

Jón Þ. Sigurgeirsson

 • R | 16:58 | Jón Þ. Sigurgeirsson er síðasta vitni dagsins. Hann er framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Landsbankans.
 • M | 16:59 | Skýrslutaka af Jóni Þ. Sigurgeirssyni, framkvæmdastjóra skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands hefst.
 • V | 16:59 | Jón Sigurgeirsson, sem var framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar seðlabankans fyrir hrun, er nú mættur til að gefa skýrslu.
 • R | 17:00 | Störf Jóns Þ hjá Seðlabanka sneru að samskiptum við AGS, aðra banka, lánshæfismatsfyrirtæki og aðrar stofnanir.
 • R | 17:03 | Ég hef séð ýmsar krísur í gegnum tíðina en enga nálægt því jafn mikla og var 2008, segir Jón Þ. Held að heimurinn allur hafi verið óviðbúinn
 • V | 17:03 | Jón Sigurgeirs: Ég hef séð ýmsar krísu í gegnum tíðina, en enga eins umfangsmikla og alvarlega og þá sem skall á 2008.
 • M | 17:04 | Jón Þ.: Heimurinn allur ekki viðbúinn þeirri efnahagskrísu sem varð. AGS, sem Jón hafði áður starfað hjá fram á árið 2008, þar með talinn.
 • V | 17:04 | Moli: Jón Sigurgeirsson starfaði um árabil hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og hefur víðtæka reynslu af störfum á sviði efnahagsmála.
 • R | 17:04 | Þannig svarar Jón Þ. spurningu um hvernig hann hefði metið þá hættu sem Ísland stóð frammi fyrir árið 2008.
 • R | 17:04 | Jón Þ. telur að íslensku bankarnir hafi farið of geyst og þegar 2005 verið búnir að fá á sig óorð fyrir glannaskap.
 • V | 17:05 | Jón Sigurgeirs: Íslensku bankarnir fóru alltof geyst og voru strax komnir með óorð á sér árið 2005, en þó ekki hjá öllum bönkum.
 • M | 17:05 | Jón Þ.: Ljóst að íslensku bankarnir fóru of geyst.
 • R | 17:06 | 14. nóvember 2005 heyrði ég frá manni að það væri áhugi fyrir því að skortselja íslensku bankana, segir Jón. Evrópa lokaðist.
 • V | 17:07 | Jón Sigurgeirs: Ég man eftir því í nóvember 2005 þá voru bankar farnir að staka skortstöðu gegn þeim.
 • R | 17:07 | 2006 virtist bönkunum sama þó þeir fengju lán bara á miklu hærra skuldaálagi en áður, segir Jón Þ.
 • V | 17:09 | Jón Sigurgeirs: Það var leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að reyna að minnka bankakerfið og fá gjaldmiðlaskiptasamninga við banka.
 • R | 17:09 | Saksóknari tekur til við að spyrja út í ákærulið 1.4 um það hvort Geir hafi beitt sér fyrir því að minnka bankakerfið.
 • V | 17:10 | Jón Sigurgeirs: Það var reynt að minnka bankakerfið og að mati sérfræðinga þurfti að styrkja eigið fé þeirra.
 • V | 17:11 | Jón Sigurgeirs: Hingað komu líka fulltrúar sænska seðlabankans og það var það sama sem kom fram þar: nauðsynlegt að minnka bankana.
 • R | 17:12 | Jón Þ. fer nú yfir hópa erlendra sérfræðinga sem komu hingað til lands til að meta stöðu íslenskra fjármálafyrirtækja.
 • V | 17:12 | Jón Sigurgeirs: Það var niðurstaða allra, að það væri illmögulegt eða ómögulegt að minnka bankakerfið, vegna erfiðra aðstæðna.
 • R | 17:13 | Jón Þ. efast um að Kaupþing hefði getað eða viljað flytja til útlanda. Þá hefði þurft að sýna eignasafn bankans sem væri slæmt.
 • V | 17:14 | Jón Sigurgeirs: En ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi getað tekið á móti eignum bankanna, hvorki þá né nú.
 • V | 17:14 | Jón Sigurgeirs: Það er með ólíkindum að alþjóðlegar endurskoðendaskrifstofur hafi skrifað upp á reikninga bankanna, eins og þeir voru.
 • R | 17:14 | Jón Þ sagði með ólíkindum að alþjóðlegir endurskoðendur hefðu samþykkt reikninga Kaupþings. Bernie Madoff hefði haft einyrkja.
 • V | 17:15 | Jón Sigurgeirs: Undir niðri var alltaf miklu dýpri eigin fjár vandi en nokkur gat gert sér grein fyrir.
 • R | 17:15 | Jón Þ segist hafa heyrt vangaveltur um að eiginfjárvandræði Kaupþings hafi verið komin upp þegar 2005 eða 2006.
 • M | 17:15 | Jón Þ.: Íslensku bankarnir með mjög háar lánshæfiseinkunnir, endurskoðaðir af alþjóðlegum endurskoðunarfyrirtækjum og stóðustu próf FME.
 • V | 17:16 | Jón Sigurgeirs: Ýmsar getgátur hafa verið uppi um hvenær bankarnir voru komnir í djúpstæð eiginfjárvandamál, sumir segja 2005 eða 2006.
 • M | 17:20 | Jón Þ.: Segist ekki hafa haft upplýsingar um að til stæði að stofna Icesave-reikninga í Hollandi.
 • R | 17:20 | Andri spyr út í skýrslu AGS um að skipuleggja verði hvernig dregið verði úr stærð íslensku bankanna.
 • R | 17:21 | Andri spyr hvort Jón Þ. hafi rætt við starfsmenn AGS um hversu langan tíma þetta tæki.
 • R | 17:21 | Jón Þ. segist hafa rætt við oddvita sendinefndarinnar sem hafi sagt að forðast yrði brunasölu eigna.
 • V | 17:22 | Jón Sigurgeirs: Við héldum, þegar ég var hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á íslensku bankarnir myndu fara á hliðina 2006.
 • M | 17:23 | Jón Þ.: Menn héldu að bankarnir væru að fara vorið 2006. Bankarnir fóru þá út í það að fjármagna sig á innlánsmarkaði.
 • V | 17:24 | Jón Sigurgeirs: Allt í einu féll skuldatryggingaálag á Kaupþing á árinu 2008. Líklega hafa þeir “verið að manipulera” með það eins og annað.
 • R | 17:25 | Er ekki rétt að AGS hafi metið það svo að ástandið á Íslandi hafi batnað og stjórnvöld gripið til aðgerða, spyr Andri.
 • V | 17:26 | Moli: Jón Sigurgeirs talaði um að bankarnir hefðu verið að “manipulera” en á þar við að hafa verið með markaðsmisnotkun.
 • R | 17:26 | Þetta er niðurstaða úr umræðum í stjórn sjóðsins, segir Jón Þ. Á að endurspegla umræður í stjórn sjóðsins.
 • R | 17:29 | Saksóknari segist aðeins ætla að spyrja stuttlega um flutninga Icesave yfir í dótturfélag í Bretlandi.
 • V | 17:30 | Sigríður saksóknari spyr þá um ákærulið 1,5, varðandi Icesave http://t.co/Lut4JcjM
 • R | 17:30 | Sigurjón Árnason sagði ekki hægt að flytja eignir úr móðurfélagi í dótturfélag. Eignirnar sennilega ekki nógu góðar sagði Jón Þ
 • R | 17:31 | Jón Þ tók að gruna að ekki væri allt með felldu með eignir bankans þegar Sigurjón sagði Breta ekki skilja eignir í sjávarútvegi.
 • V | 17:31 | Jón Sigurgeirs: Sigurjón Árnason, sagði einhvern tímann að Bretar skyldu ekki sjávarútveg, og þar með gæði eigna er honum tengdist.
 • M | 17:31 | Jón Þ.: Sammála því að AGS hafi talið í ágúst 2008 að unnið væri að því að draga úr umfangi bankanna og ekki gert athugasemd við þá vinnu.
 • V | 17:32 | Jón Sigurgeirs: Þarna fór mann að gruna að ekki væri allt með felldu. Það virtist vera erfitt að flytja eignir á móti Icesave-skuldunum.
 • R | 17:34 | Skýrslutöku yfir Jóni Þ. er lokið. Dagskránni er lokið í dag og dómþingi frestað til klukkan 9 í fyrramálið,
 • V | 17:34 | Skýrslu Jóns Sigurgeirssonar er lokið, og dómþingi þar með frestað til morguns. Stöndum vaktina frá því klukkan 09:00.
 • M | 17:36 | Skýrslutökum í dag er nú lokið.
 • R | 17:36 | Jón Þ og Geir takast í hendur með virktum. Geir er brosmildur. Nýbúinn að senda Kjartani Gunnarssyni kankvíslega kveðju.
 • R | 18:15 | Þinghaldi verður haldið áfram klukkan níu í fyrramálið. Þá bera fv. aðstoðarmaður Björgvins G og fv forstjóri FME vitni
 • R | 18:17 | Hreiðar Már Sigurðsson, fv. bankastjóri Kaupþings, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fv stjórnarform. Glitnis gefa skýrslu síðdegis.
 • R | 20:55 | Nýjasta kenning í stóra surgmálinu. Það var víst ekki Davíð heldur lágmæltur varasaksóknari sem reyndi um of á hátalarakerfið.
 • V | 23:13 | Dagur 3 í Landsdómsmáli – 301 Twitter færsla http://t.co/fBnXMC8r
 • V | 23:29 | Samtals hafa 841 Twitter færsla komið í beinni lýsingu úr Landsdómi á síðustu þremur dögum.