Tímaraðaðar Twitterfærslur frá: ruv.is (R) – mbl.is (M) og visir.is (V)

 Landsdómur 8. mars
 • R | 8:42 | Fjórði dagur réttarhalda yfir Geir Haarde er runninn upp. Skýrslutökur hefjast 9. Jón Þór Sturluson aðst.m. Björgvin G fyrstur
 • R | 8:43 | Verjandi Geirs er genginn í salinn. Hins vegar er nóg af lausum sætum fyrir áhorfendur, líkt og var í gær.
 • R | 8:45 | Meðal vitna í dag. Jónas Fr. Jónsson fv forstj FME, og Hreiðar Már Sigurðsson fv bankastjóri Kaupþings
 • R | 8:47 | Hér verður einnig Þorsteinn Már Baldvinsson sem var stjórnarformaður Glitnis þegar ríkið yfirtók bankann.
 • R | 8:49 | Ágúst Guðmundsson leikstjóri er kominn til að fylgjast með. Víkur brosandi úr fremstu röð svo fjölskylda Geirs komist þar fyrir.
 • V | 8:54 | Þinghald fer nú að hefjast að nýju. Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, er fyrstu í vitnastúku.
 • R | 8:54 | “Þetta kalla ég gúrkutíð, þegar þið eruð farnir að taka myndir hver af öðrum” segir dómsvörður við ljósmyndara og hlær.
 • M | 8:55 | Fjórði dagur réttarhaldanna yfir Geir H. Haarde er að hefjast. Geir er sem fyrr mættur ásamt fjölskyldur sinni.
 • V | 8:55 | Moli: Jón Magnússon hrl., faðir Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra FME, var að ganga í hús.
 • R | 8:56 | Jón Magnússon lögmaður er mættur á staðinn. Hann er faðir eins vitnisins, Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra FME.
 • M | 8:57 | Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra er fyrstur í vitnastúkuna í dag
 • M | 8:58 | Jón Magnússon hrl er á áhorfendapöllunum,, en hann er faðir Jónasar Fr. Jónssonar sem ber vitni síðar í dag.
 • V | 8:58 | Moli: Samkvæmt vitnadagskránni, mun fyrsti bankamaðurinn koma fyrir dóminn í dag. Það er Hreiðar Már Sigurðsson, f. forstjóri Kaupþings.
 • M | 8:59 | Halldór Baldursson skopmyndateiknari er hér einnig, annan daginn í röð, en hann sat og teiknaði Geir í gær.
 • R | 8:59 | Jón Þór Sturluson er mættur og ber fyrst vitni. Í salnum er Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstm velferðarráðherra og kona Jóns Þórs
 • M | 9:00 | Fyrsta vitnið í dag er 10. vitnið sem leitt er fyrir dóminn í réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde
 • V | 9:01 | Moli: Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri, er hér meðal áhorfenda núna.
 • M | 9:02 | Jón Þór er dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík en var sem fyrr segir áður aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Björgvins G.

Jón Þór Sturluson

 • V | 9:02 | Jón Þór Sturluson hefur komið sér fyrir í sæti til skýrslutöku. Hefst þá þinghald fjórða dags Landsdómsmálsins.
 • V | 9:04 | Sigríður saksóknari hefur nú spurningar. Ákæran er hér. http://t.co/kl62ewNq
 • M | 9:04 | Auk þess að vera aðstoðarmaður Björgvins var Jón Þór sérlegur efnahagslegur ráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar
 • V | 9:04 | Sigríður: Hver er þín menntun? Jón: Ég hef doktorspróf í hagfræði.
 • R | 9:04 | Jón Þór skýrir frá störfum sínum. Var efnahagsráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar og varð síðan aðst.m. Björgvins G í sept. 2008
 • V | 9:05 | Jón: Viðskiptaráðuneytið var mjög lítið og maður gekk í mörg störf. Við Björgvin unnum mjög þétt saman, og mjög vel.
 • M | 9:05 | Jón Þór segir að þeir Björgvin G. Sigurðsson hafi unnið afar vel og náið saman.
 • M | 9:06 | Hann segist hinsvegar ekki hafa fulla yfirsýn yfir samskipti Björgvins G. og Geirs H. Haarde.
 • R | 9:06 | Ólafur Ísleifsson hagfræðingur gengur í salinn.
 • R | 9:07 | Björgvin nýtti sér oft óformlegan tíma með forsætisráðherra fyrir ríkisstjórnarfundi, segir Jón Þór Ræddu þar saman og í síma
 • M | 9:07 | Sigríður saksóknari spyr Jón Þór hvað hann hafi átt við þegar hann talaði um ?súperráðherrahóp? við rannsóknarnefnd Alþingis
 • V | 9:08 | Jón: Ráðherrahópur um ríkisfjármál ræddi óhjákvæmilega um stöðu efnahagsmála á sínum fundum. Ég sótti fundina einnig.
 • M | 9:08 | Jón Þór segir það hafa verið óformleg tilvísun í ráðherranefnd um ríkisfjármál. Björgvin G. var ekki í þeim hópi
 • R | 9:08 | Jón: Ég vann með “súperráðherrahópi” nokkurra ráðherra sem efnahagsráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar þó Björgvin væri ekki í hópnum.
 • V | 9:09 | Moli: Í ráðherrahópi um ríkisfjármál, voru utanríkisráðherra ISG, forsætisráðherra GHH, fjármálaráðherra ÁMM og félagsmálaráðherra JS.
 • V | 9:10 | Jón: Unnum minnisblað sem forsætisráðherra fékk, eftir fund með Willem Buiter og Anne Sibert.
 • M | 9:10 | Nafnarnir Ólafur Arnarson og Ólafur Ísleifsson laumuðust inn í salinn efitr að dómshald hófst. Hvor í sínu lagi þó.
 • R | 9:10 | Vann skjal með Ingibjörgu Sólrúnu um að settur yrði á fót nýr hópur til að vinna að efnahagsmálum. Geir réði síðar Tryggva Þór
 • V | 9:10 | Jón: “Augljós aðsteðjandi hætta” fólst í því að bankarnir gátu ekki endurfjármagnað sig, og það gæti orðið þeim að falli.
 • V | 9:11 | Sigríður: Hvenær var þér ljóst að það væri hætta á ferðum?
 • R | 9:12 | Jón Þór segir að sér hafi orðið ljós hætta í efnahagsmálum alla vega frá ársbyrjun 2008, ekki bráð hætta framan af.
 • V | 9:12 | Jón: Það voru augljós hættumerki alveg frá ársbyrjun 2008, hættan magnaðist upp eftir því sem tíminn leið og vandamál dýpkuðu.
 • M | 9:12 | Sigríður saksóknari spyr Jón Þór hvenær hann hafi gert sér grein fyrir því að það var hætta vofandi yfir íslenska bankakerfinu.
 • V | 9:13 | Sigríður: Vissir þú til þess hvort það fór fram mat á því hver væri hættan fyrir íslenskan efnahag vegna útrás bankanna?
 • R | 9:13 | Áhættan sneri að því að bankarnir gætu ekki endurfjármagnað sig, magnaðist eftir því sem á leið, segir Jón Þór.
 • V | 9:13 | Sigríður: Ræddiru þetta við viðskiptaráðherrann?
 • M | 9:14 | Jón Þór: Held að mér hafi verið ljóst að það voru aðsteðjandi hættumerki frá ársbyrjun 2008 en sú hætta var ekki bráð framan af
 • V | 9:14 | Jón: Það gerði ég margoft, bæði við ráðherrann og síðan við aðra ráðherra og eftir atvikum embættismenn.
 • V | 9:15 | Jón: Eitt af því sem olli vanda fyrir bankanna, var að uppgjörsmynt þeirra var krónan, sem olli sveiflum og vantrú erlendis.
 • R | 9:15 | Jón Þór og Bolli Þór Bollason áttu að safna gögnum og tillögum til að bregðast við hættu sem steðjuðu að bönkunum.
 • V | 9:16 | Jón: Ég lagði m.a. til að bankarnir gætu gert upp í öðrum myntum en krónunni, til þess að stuðla að meira trausti.
 • V | 9:17 | Jón: Það var að vandlega íhuguðu máli, að minnka ekki bankakerfið með sölu á eignum. Það gæti gert illt verra.
 • M | 9:17 | Jón Þór: Ég held að við höfum öll verið meðvituð um að það væri mikil hætta á því [að falls eins banka leiddi til falls annars]
 • R | 9:17 | Jón Þór segir margt hafa verið gert til að bregðast við hættu, einkum vegna innstæðutrygginga og Icesave í viðskiptaráðuneyti.
 • V | 9:18 | Jón: Við vorum í þeirri trú að það væru í gangi viðræður um færslu á Icesave starfseminni inn í dótturfélag.
 • R | 9:18 | Landsbankinn sjálfur óskaði eftir pólitískri aðkomu þegar viðræður um Icesave við Breta gengu illa, segir Jón Þór.
 • M | 9:18 | Talið var að róttækar aðgerðir gætu valdið skaða segir Jón Þór. Að vandlega íhuguðu máli var því ákveðið að reyna ekki að selja eignir
 • V | 9:18 | Jón: Síðan leituðu Landsbankamenn til viðskiptaráðuneytisins og fjármálaeftirlitsins vegna þess að þessar viðræður gengu ekki nógu vel.
 • R | 9:19 | Forsendur Breta breyttust eftir því sem á leið, segir Jón Þór en getur ekki túlkað hvort kröfur þeirra voru ósanngjarnar.
 • V | 9:19 | Jón: Ég hef síðar fengið þær upplýsingar, að breska fjármálaeftirlitið gerði sífellt strangari kröfur vegna flutnings á þessum eignum.
 • V | 9:19 | Sigríður: Hvar var vinna við neyðarlögin, þegar hrunið “skall á”?
 • M | 9:19 | Sigríður saksóknari biður Jón Þór að fara stuttlega yfir aðdraganda að setningu neyðarlaganna
 • R | 9:20 | Saksóknari spyr Jón Þór nú út í ákærulið 1.4 um að Geir hafi ekki gert nóg til að minnka bankakerfið http://t.co/XWL35608
 • V | 9:20 | Jón: Í byrjun sumars 2008 var aðilum í viðskiptaráðuneytinu falið að hefja undirbúning að lagasmíð neyðarlaga.
 • M | 9:21 | Jón Þór: Vissi af því að ákveðið hefði verið að leggja drög að slíku frumvarpi en kom ekki sjálfur að þeirri samningu.
 • V | 9:21 | Moli: Halldór Baldursson, teiknarinn frábæri, situr hér fyrir framan mig og teiknar. Gaman að sjá þessar myndir verða til.
 • R | 9:22 | Jón Þór segir það að Kaupþing hætti við kaup á hollenskum banka vera skýrt dæmi um að stjórnvöld hafi beitt sér.
 • V | 9:22 | Jón: Ég tel það alveg full ljóst, að sala á eignum var mjög erfið á þessum tíma. Og róttæk afskipti stjórnvalda hefur getað haft verri áhrif
 • M | 9:22 | Jón Þór tekur undir það sem önnur vitni hafa sagt að sala á eignum bankanna hafi verið mjög erfið
 • R | 9:23 | Jón Þór segir FME hafa farið yfir fyrirhuguð kaup Kaupþings á NIBC og komist að því að það væri óæskilegt. Þrýst væri á Kaupþing
 • M | 9:23 | Jón Þór: Róttækar aðgerðir stjórnvalda til að þrýsta á um [ölu eigna bankanna] hefðu getað gert illt verra.
 • V | 9:24 | Moli: Markús er enn að brýna fyrir saksóknara að vera stuttorð og koma sér beint að kjarna málsins.
 • R | 9:24 | “Má vekja athygli saksóknara á að tíminn er augljóslega að fara nokkuð úr böndum,” spyr Markús dómforseti.
 • M | 9:24 | Markús Sigurbjörnsson dómsforseti minnir saksóknara vinsamlega á að tíminn sé enn einu sinni að fara úr böndunum.
 • V | 9:25 | Sigríður: Hvað vissir þú um þessa Icesave-innlánasöfnun í Hollandi og hvernig um þetta var rætt hjá stjórnvöldum?
 • V | 9:25 | Jón: Ég vissi til þess að þetta hafði komið til umræðu hjá samráðshópi stjórnvalda, þar sem ráðherrar áttu aðild með fullltrúum sínum.
 • V | 9:28 | Jón: Það var ljóst að umfang þessara Icesave-innlána var mikið í samanburði við stærð Tryggingasjóðsins og innstæðutryggingakerfisins.
 • M | 9:28 | Sakskóknari: Vissirðu hvort það var e-n tíma um það rætt að hreinlega afturkalla starfsleyfi hvað varðar útibú í Bretlandi eða Hollandi?
 • V | 9:29 | Sigríður: Varðandi fund með Darling, 2. sept. Geturu sagt aðeins frá honum?
 • M | 9:29 | Jón Þór: Nú er ég ekki einu sinni viss um að það sé gefið út sérstakt starfsleyfi fyrir einstök útibú. Skil ekki spurninguna.
 • V | 9:29 | Hagvöxtur á Íslandi var 3,1% í fyrra http://t.co/fSRURZXJ
 • V | 9:29 | Hagvöxtur 1,9% á síðasta ársfjórðungi http://t.co/sfzS1pAZ
 • V | 9:29 | Jón: Okkur grunaði að það væri “pólitík” farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins.
 • R | 9:30 | Tíminn sem ætlaður var fyrir skýrslugjöf Jóns Þórs er nú liðinn og verjandi hefur ekki enn komist að með spurningar.
 • M | 9:30 | Sigríður spyr Jón Þór um fund með Alistair Darling 2. september 2008 sem hann sat.
 • V | 9:30 | Jón: Við litum svo á að rekstur Landsbankans væri “traustur” og það væri hætta á ferðum ef það værur gerðar miklar kröfur um flutning eigna
 • V | 9:31 | Jón: Darling á fundinum; “Skiljiði ekki hversu alvarlegt þetta mál er?”. Ég veit ekki af hverju hann sagði þetta, líklega vandi heima fyrir.
 • R | 9:31 | Viðbrögð Alastair Darling á þessum fundi voru mjög sérkennileg, segir Jón Þór. Telur Darling ekki hafa hlustað á Íslendingana
 • M | 9:31 | Jón Þór: viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg,
 • V | 9:31 | Jón: Hann varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, en það hafa nú margir Íslendingar líka orðið fyrir vonbrigðum með Alistair Darling.
 • R | 9:32 | Jón Þór segir fundinn með Darling hafa verið til að leggja áherslu á mikilvægi þess að lausn væri fundinn.
 • M | 9:32 | Jón Þór: Það var engum blöðum um það að fletta af því við sendum svo stóra sendinefnd að við töldum þetta mál mjög alvarlega
 • M | 9:32 | Jón Þór: Samt spyr [Darling] okkur í lokin: skiljið þið ekki hversu alvarlegt málið er?
 • R | 9:32 | Fram hefur komið að Darling var þeirrar skoðunar að íslenska sendinefndin hefði ekki tekið vanda Landsbanka nógu alvarlega
 • V | 9:33 | Moli: Halldór er með blýantasett á stól við hliðina á sér, yddar þá eftir þörfum. Nú þegar er flott mynd orðin til.
 • M | 9:33 | Jón Þór: Ég held að [Darling] hafi ekki hlustað á okkur. Hann var of upptekinn af vandamálum heima fyrir.
 • V | 9:34 | Andri spyr út í vantraustið á milli Björgvins og Ingibjargar Sólrúnar, hvernig það horfði við honum.
 • R | 9:34 | Andri spyr Jón Þór út í hvernig Ingibjörg Sólrún hafi miðlað upplýsingum frá Geir af fundum til Björgvins G.
 • M | 9:34 | Andri verjandi Geirs spyr Jón Þór um umtal þess efnis að Björgvin G. og Ingibjörg Sólrún hafi ekki verið samherjar og stirt þeirra á milli
 • V | 9:35 | Jón: Ég get ekki tjáð mig mikið um það, en ég átti mikið og gott samstarf við bæði utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra.
 • M | 9:35 | Jón Þór: Ég veit engin dæmi þess að þau (Ingibjörg og Björgvin) hafi hallmælt hvort öðru með neinum hætti. Átti góð samskipti við þau bæði.
 • V | 9:36 | Andri: Þú telur að það hafi verið fullt upplýsingaflæði á milli utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra og það hafi ekki hamlað neinu?
 • M | 9:36 | Súperráðherrahópinn ber aftur á góma. “Ég er farinn að sjá eftir því að hafa látið út úr mér þetta orð” segir Jón Þór.
 • R | 9:36 | Jón Þór kveðst ekki hafa orðið þess var að skort hafi á upplýsingamiðlun þannig að skaði hlytist af
 • M | 9:36 | Þess má geta að Jón Þór sagði sig úr Samfylkingunni haustið 2010 eftir atkvæðagreisluna á Alþingi um ákæru á fyrri ráðherrum.
 • M | 9:37 | Þá sagði hann að sumir þingmenn Samfylk. virtust líta á málið sem eins konar uppgjör milli Ingibjargar Sólrúnar og Björgvins G.
 • V | 9:37 | Jón: Ég tel að það hafi verið og að þetta hafi ekki hamlað neinu fyrir viðskiptaráðuneytið.
 • V | 9:37 | Andri: Veistu þú til þess að kvartað hafi verið undan verkstjórn í samráðshópnum?
 • R | 9:37 | Það var ákveðinn núningur milli fulltrúa viðskiptaráðuneytis og annarra fulltrúa í samráðshópi, segir Jón Þór.
 • V | 9:37 | Jón: Það var vissulega ákveðinn núningur milli fulltrúa viðskiptaráðuneytisins og annarra ráðuneyta, varðandi verklag.
 • M | 9:38 | Í samráðshópnum var ákveðinn núningur milli fulltrúa viðskiptaráðuneytisins og annarra ráðuneyta segir Jón Þór.
 • V | 9:38 | Jón: Viðskiptaráðherra gerði sér það ljóst að samráðshópurinn hefði ekki ákveðin völd, og það var vilji til þess að formgera ákveðna þætti.
 • R | 9:39 | Jón Þór telur að Björgvin G hafi viljað stofna nýjan hóp til að formgera starf sem samráðshópurinn vann, skýra heimildir
 • M | 9:39 | Það var ákveðinn meiningarmunur um hversu langt ætti að ganga í undirbúningi viðbragðsáætlunar í samráðshópnum.
 • R | 9:39 | Tillöguna bar Björgvin G upp í ríkisstjórn en þar var ekki stuðningur við tillöguna, eins og komið hefur fram í skýrslutökum.
 • V | 9:40 | Andri: Manst þú eftir því að nauðsynlegt væri að kanna krosseignarhald og krosslán í fjármálakerfinu?
 • M | 9:40 | Halldór Baldursson skopmyndateiknari hefur rissað upp fínustu blýantsteikningu af Geir H. Haarde fyrir Landsdómi
 • V | 9:40 | Jón: Man ekki eftir því nákvæmlega, en ég man að forstjóri FME var mjög áfram um að breytingar yrðu gerða á reglum og lögum um tengda aðila.
 • V | 9:41 | Andri: Beittir þú þér eða lagðir þú til að gerðar yrðu breytingar til þess að kanna krosseignarhald og lán til eignarhaldsfélaga?
 • R | 9:41 | Jón: Við Björgvin ræddum við formann og forstjóra FME um hugsanlega lagasetningu til að skýra eignarhald banka og útlán þeirra.
 • V | 9:42 | Jón: Við ræddum um þetta, en við gerðum okkur ekki grein fyrir umfangi þessa vanda á þessum tíma.
 • V | 9:43 | Jón: Það var mjög mikið gert til þess að reyna að bregðast við þeim “hlutfallsvanda” sem steðjaði að bankakerfinu.
 • R | 9:43 | Jón Þór andmælir því að áform um að taka upp evru hefðu ekki þegar haft áhrif þó það tæki tíma að taka hana upp.
 • M | 9:43 | Andri spyr hvort mótaðar hafi verið tillögur til að taka á hlutfallsvanda bankakerfisins, sem Björgvin G. varð tíðrætt um.
 • V | 9:44 | Jón: Yfirlýsingin ein, um að stefna að aðild að myntbandalagi, getur gert mikið gagn á tímum sem þessum, sbr. staðan í Svíþjóð 1991.
 • R | 9:44 | Jón Þór segir að mörg smærri skref hafi verið skoðuð til að bæta umhverfi bankanna og gera þeim kleift að takast á við vandann.
 • M | 9:45 | Tímælalaust segir Jón Þór, mörg smærri skref sem hægt var að fara og sem skoðuð voru s.s. skráningu félaga í erlendri mynt.
 • V | 9:45 | Jón: Mér finnst að sumu leyti, að Darling hafi ekki sjálfur áttað sig á hversu alvarlegt Icesave-málið var.
 • R | 9:47 | Fyrstu skýrslutöku dagsins er lokið, tæpum tuttugu mínútum á eftir áætlun. Næstur er Jónas Fr. Jónsson fv forstjóri FME.
 • V | 9:48 | Skýrslutaka yfir Jóni Þór Sturlusyni er nú lokið. Markús hefur tvisvar brýnt fyrir saksóknara og verjand, að vera hnitmiðuð í spurningum.

Jónas Fr. Jónsson

 • V | 9:48 | Jónas Fr. Jónsson, f forstjóri FME, er sestur í vitnasætið.
 • V | 9:49 | Sigríður: Fyrst, gera grein fyrir starfi og menntun.
 • V | 9:50 | Jónas Fr.: Lögmaður, LLM meistaragráða frá Camebridge, MBA próf og verðbréfamiðlarapróf, forstjóri FME fyrir hrun.
 • V | 9:51 | Jónas: FME var mjög sjálfstæð og samskiptin voru frekar á milli stjórnarformannsins og viðskiptaráðherra.
 • R | 9:51 | FME passaði mikið upp á sjálfstæði sitt, segir Jónas. Átti lítil samskipti við Björgvin G og Geir.
 • V | 9:51 | Jónas: Ég hitti forsætisráðherra í mars 2008 og við ræddum um endurskoðuð uppgjör bankanna sem litu ágætlega út miðað við rekstrarkennitölur
 • V | 9:52 | Sigríður: Metur þú það svo að það hafi verið stórfelld hætta fyrir fjármálakerfið og ríkissjóð á árinu 2008?
 • M | 9:52 | Jónas Fr. Jónsson sem var forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 2005 til 2009, ber nú vitni.
 • V | 9:53 | Jónas: Erfið spurning, það var ljóst að það var lausafjárkrísa á alþjóðamörkuðum og bankar áttu í erfiðleikum með að fjármagna sig.
 • M | 9:53 | Jónas segir lítil samskipti hafa átt við ráðherra á þeim tíma, FME hafi verið sjálfstæð stofnun.
 • M | 9:54 | Hann átti þó fund með forsætisráðherra í mars 2008 þar sem uppgjör bankanna voru rædd og litu ágætlega út.
 • V | 9:54 | Jónas: Endurskoðuð uppgjör og lausafjárskýrslur, sögðu ekki til um, að um bráðavanda væri að ræða. En staðan þyngdist.
 • M | 9:54 | Jónas Fr hefur gert nokkuð ítarlega grein fyrir sínu máli áður því hann var kallaður oftast allra fyrir rannsóknarnefnd Alþingis
 • R | 9:55 | Jónas svarar í löngu máli aðspurður hvort hann hafi talið hættumerki 2008. Greinir frá hvers vegna tölum úr bönkunum var treyst.
 • V | 9:55 | Jónas: Uppgjörin voru endurskoðuð af alþjóðlegum endurskoðunarfyrirtækjum.
 • V | 9:56 | Sigríður spyr út í álagspróf FME.
 • R | 9:56 | Jónas segir að kennitölur bankanna og álagspróf hafi ekki litið illa út. Það hafi verið Seðlabankans að meta lausafjárstöðu.
 • M | 9:57 | Sigríður: Telur þú að sú stofnun sem þú hafðir forstöðu með hafi verið nógu öflug?
 • M | 9:57 | Jónas Fr: Miðað við stærð fjármálaeftirlitsins í dag í hlutfalli við bankakerfið hefðum við þurft að hafa 500 manns
 • V | 9:57 | Jónas: Þegar ég tók við FME þá var stofnunin mjög vanburðug, með 35 starfsmenn, léleg upplýsingakerfi og mikla starsmannaveltu.
 • R | 9:57 | FME var geysilega vanburðugt þegar ég byrjaði, segir Jónas. Fór í að byggja það upp, bæta upplýsingaflæði, fjölga starfsfólki
 • V | 9:58 | Jónas: Við stækkuðum ekki nógu hratt og við vildum fá meira fé til þess að eflast. Árið 2008 vorum við kominn á ákveðinn “byrjunarpunkt”.
 • R | 9:59 | 2008 vorum við komin á byrjunarpunkt, segir Jónas um uppbyggingu FME. Það var mikið átak fyrir FME að takast á við hrunið
 • M | 9:59 | Jónas: Við stækkuðum ekki nógu hratt. Og það var ekki fyrr en árið 2008 að mér fannst við komin á hálfgerðan byrjunarpunkt
 • V | 9:59 | Jónas: Okkur var falið að framkvæma neyðarlögin, skipta þremur bönkum með 14 til 15 þúsund milljarða efnahagsreikning. Þetta reyndi á.
 • V | 9:59 | Jónas: Þetta var mikið átak. Ég man að sonur minn spurði: “Pabbi, þú ert aldrei heima nema á morgnanna”.
 • M | 10:00 | Jónas;: Heilmikið átak fyrir þennan litla hóp að taka yfir 3 alþjóðlega banka við setningu neyðarlaganna
 • M | 10:00 | Jónas: Ég man það sérstaklega að sonur minn spurði mig á þessum tíma: pabbi þú ert aldrei heima nema á morgnanna
 • V | 10:01 | Verðbréfasjóðir Íslandssjóða skiluðu 8,5 milljarða hagnaði http://t.co/czelbS5H
 • V | 10:01 | Fjórða hver verslun í Danmörku á barmi gjaldþrots http://t.co/vEJmvQkQ
 • M | 10:01 | Þess má geta að rannsóknarnefnd Alþingis taldi Jónas Fr. Jónsson í hópi þeirra sem sýnt hefðu vanrækslu í starfi fyrir hrunið
 • V | 10:01 | Andri spyr út í áhyggjur formanns stjórnar seðlabankans, DO, af stöðu bankanna, tengdum aðilum, raunverulegri eiginfjárstöðu, ofl.
 • R | 10:02 | Jónas segir að frá 2007 hafi verið ráðist í töluvert átak til að horfa í áhættu og skoða útlán. Hann hafi bent á lagabreytingar
 • V | 10:03 | Jónas: Það var stundum erfitt að greina eignarhald, og ég var búinn að leggja til breytingar á hlutafélagalögum til þess að bregðast við.
 • V | 10:03 | Andri: Taldir þú að það væri ekki allt með felldu í bönkunum, bak við tjöldin?
 • M | 10:04 | Andri spyr Jónas um áhyggjur sem formaður stjórnar Seðlabankans tjáði af stöðu bankanna og tengdum aðilum.
 • R | 10:04 | Jónas segir að auka hafi þurft gegnsæi um eigendur fjármálafyrirtækja, einnig breyta sönnunarkröfu vegna slíkra mála
 • M | 10:05 | Andri:Taldirðu hugsanlega að það væri ekki allt með feldu bak við þessi leiktjöld? Eða taldirðu að slíkar hugleiðingar ættu ekki rétt á sér?
 • R | 10:05 | Jónas segist hafa farið í gegnum kennitölur bankanna með Geir og sagt að þær væru í lagi ef ekki væri um glæpsamlegar blekkingar að ræða.
 • M | 10:06 | Jónas segir að það hafi oft verið erfitt að átta sig á eignarhaldi og ekki alltaf hægt að beita reglunum því þær áttu ekki við.
 • V | 10:06 | Jónas: Það var hópur innan FME að vinna að því, frá nóvember 2007, að kortleggja hluti. Mið var tekið af innri og ytri endurskoðun bankanna.
 • V | 10:07 | Andri: Stefán Svavarsson endurskoðandi kannaði uppgjör bankanna og hvort þau stæðust, kannastu við það?
 • V | 10:07 | Jónas: Ég kannast ekki við það nei. Ekki sértækt.
 • R | 10:07 | Það var á verkáætlun að gera úttekt á bönkunum haustið 2008 til að sannreyna upplýsingar, segir Jónas.
 • M | 10:08 | FME gerði úttekt á bönkunum 2007 og farið fram á að endurskoðendur staðfestu hana. Stóð til að sannreyna þær upplýsingar haustið 2008.
 • V | 10:08 | Jónas: Það var horft til endurskoðaðra uppgjara og í gangi var vinna við að gera endurbætur á bæta eftirlitið sífellt.
 • M | 10:10 | Andri: Í byrjun árs 2008 var mikið gjaldeyrisútstreymi. Gerði FME ráðstafanir varðandi þetta mikla útstreymi?
 • V | 10:10 | Jónas: Það var verið að safna upplýsingum sífellt og reyna að bæta eftirlitið.
 • M | 10:11 | Jónas: Nei, þetta var rætt og menn voru að safna upplýsingum, en var á könnu seðlabankans.
 • V | 10:11 | Andri: Nú liggur fyrir bankarnir voru að endurfjármagna skuldir stórra hluthafa bankanna á vormánuðum 2008, greindi FME þetta?
 • V | 10:12 | Jónas: Nei við vorum ekki búin að fá upplýsingar um þetta, og sé þetta ekki fyrr en eftir á.
 • M | 10:12 | Víkur þá sögunni að samráðshópnum margumrædda um fjármálastöðugleika. Það er ákæruliður 1.3
 • M | 10:14 | Skynjun Jónasar á eðli hópsins er kunnuglegt stef: Samráðs- og umræðuvettvangur sem nýttist vel. Fór yfir mögulegar sviðsmyndir.
 • R | 10:14 | Jónas telur að samráðshópur hefði getað verið skilvirkari að því leyti að menn mótuðu afstöðu til ákveðinna þátta.
 • R | 10:15 | Samráðshópur hefði m.a. mátt skilgreina hver væri mögulegur eiginfjárstuðningur, segir Jónas.
 • V | 10:15 | Jónas: Ég hefði getað verið skilvirkari í samráðshópnum, það er að ræða um ákveðna verklagsþætti og móta stefnu.
 • M | 10:15 | Jónas telur að hópurinn hefði getað verið skilvirkari að því leyti að þeir sem í honum sátu mótuðu skýrari afstöðu.
 • R | 10:16 | Jónas segir að viðlagaæfingu með Skandinövum hafi verið hætt þegar fulltrúi fjármálaráðuneytis vildi ekki taka ákvörðun um eiginfjárstuðning
 • M | 10:16 | T.d. hefði hópurinn mátt taka afstöðu til þess hver væri mögulegu eiginfjárstuðningur, segir Jónas.
 • V | 10:17 | Jónas: Fulltrúi fjármálaráðuneytisins lagðist mjög eindregið gegn ýmsum þáttum, m.a. vinnu við viðlagaáætlun með Norðurlöndunum.
 • M | 10:17 | Jónas: En fulltrúi fjármálaráðuneytisins var mjög tregur til að ræða þessa hluti, lagðist beinlínis gegn því.
 • V | 10:17 | Jónas: Það varðandi eigin fjár stuðning og fleira. Það hefði skipt máli að klára þetta til þess að fá á hreint ákveðið stöðumat.
 • R | 10:17 | Í viðlagaáætluninni var spilað út frá því að Kaupþing færi á hausinn. Spurt var hvort ríkið veitti Kaupþingi eiginfjárstuðning
 • V | 10:18 | Í viðlagaáætlunni var dregin upp sviðsmynd af því ef Kaupþing færi á hausinn, og spurningar snéru að eiginfjárstuðningi til bankans.
 • V | 10:19 | Jónas: Eins og sést á fundargerðum samráðshópsins var hafin vinna um sumarið við að útfæra drög að neyðarlögum frekar.
 • M | 10:19 | Jónas lét taka saman drög að frumvarpi neyðarlaga í framhaldi af greinargerð samráðshópsins.
 • M | 10:20 | Jónas: Það var ljóst að það skorti töluvert af úrræðum fyrir stjórnvöld, varðandi inngrip í fjármálastofnanir.
 • V | 10:21 | Sigríður: Í greiningu Andrew Gracie, kemur fram að bönkunum sé stillt upp við vegg þegar stjórnvöld hafa markað stefnuna. Hvernig var hún?
 • R | 10:21 | Jónas telur að álit Andrew Gracy fái full mikið vægi í seinni tíð. Hann hafi sett upp góðar og slæmar sviðsmyndir eftir æfingu.
 • V | 10:22 | Jónas: Þessi sviðsmynd Gracie hefur fengið mikið vægi, eftir á, of mikið af því er mér finnst.
 • M | 10:22 | Sak. vísar í fund með Andrew Gracy þars em gert var ráð fyrir að bönkunum verði stillt upp við vegg þegar hið opinbera hafi markað stefnuna
 • M | 10:22 | Jónas segir að aðkoma Andrew Gracy hafi fengið fullmikið vægi í seinni tíma umfjöllun.
 • V | 10:23 | Jónas: Það var unnið með ýmsar sviðsmyndir af því hvað gæti gerst, á ýmsum vettvangi. Innan FME og Seðlabankans m.a.
 • V | 10:24 | Sigríður spyr út í stefnumörkun, og hvernig hún hefði verið. Rauði þráðurinn: Var fyrir hendi stefna til þess að bregðast við vandanum?
 • R | 10:25 | Samráðshópur kláraði ekki viðbúnaðaráætlanir en lét skoða sviðsmyndir og undirbúa frumvarp, segir Jónas.
 • V | 10:25 | Jónas: Það ítarlega yfir sviðsmyndir í samráðshópnum, og fjallað um stöðu mála á hverjum tíma, þ.e. aðstæður á hverjum tíma.
 • V | 10:26 | Jónas: Spurningin var: Ef það verður áfall, hvað eru menn tilbúnir að gera, hversu mikið eigið lag fram, hvaða nýju hluthafar, osvfrv.
 • M | 10:27 | Saksóknari vísar í fund 7 júlí 2008 þar sem segir að stjórnvöld hafi ekki gert upp við sig hversu langt þau vilji ganga. Hvað áttu menn við?
 • V | 10:28 | Sigríður: Var farið í það að fá faglega ráðgjafa að vinnu samráðshópsins?
 • M | 10:28 | Jónas: Það snerist um hversu mikið ríkissjóður ætti að leggja fram ef það kæmi áfall, hvort hægt væri að finna nýja hluthafa og þá hvar ofl
 • V | 10:28 | Jónas: Það voru fengnir að faglegir ráðgjafar til þess að undirbúa lagasetningu og drög að frumvarpi til neyðarlaga.
 • M | 10:29 | Jónas: Bankarnir voru að reyna að leita sér að fjárfestum en á þessum tíma var ekki um auðugan garð að gresja
 • V | 10:29 | Moli: Líkt og fyrr, þá skrifar Geir hjá sér punkta, nær stanslaust.
 • M | 10:30 | Sigríður: Hversu vel töldu menn sig vera búna undir fjármálaáfall á þessum tíma? Erfitt að segja segir Jónas
 • R | 10:31 | Ágreiningur kom upp um umboð lögfræðingahóps sem samráðshópur skipaði segir Jónas en man ekki hver hann var.
 • V | 10:32 | Jónas: Það kom upp einhver ágreiningur hjá þeim lögfræðingahópi sem samráðshópurinn skipaði, man ekki nákvæmlega hver hann var.
 • R | 10:32 | Saksóknari les upp úr plöggum sínum að óvíst hafi verið hvort lögræðingahópur ætti að semja eitt frumvarp eða búta í fleiri.
 • V | 10:33 | Moli: Ólafur Arnarson hagfræðingur er mættur í salinn, og fylgist grannt með gangi mála.
 • M | 10:34 | Á borðum Landsdóms eru grænir dúkar. Grænn er sagður róandi litur og oft settur þar sem fólk þarf að slaka á. Jónas er rólegur.
 • V | 10:34 | Andri: Nú voru inn í þessum samráðshópi æðstu embættismenn ríkisins þessu sviði. Voru einhverjar takmarkanir á því hvað hópurinn gat gert?
 • V | 10:35 | Jónas: Nei, það held ég ekki. Það var ekki bannað að ræða hluti, og vinna vinnu, enda gerði hópurinn það.
 • R | 10:35 | Jónas segist hvorki gera athugasemdir við uppbyggingu samráðshóps né verkstjórn ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins.
 • V | 10:36 | Jónas: Fulltrúi fjármálaráðuneytisins var stundum svolítið tregur til þess að klára mál, varðandi ákvarðanatöku.
 • M | 10:36 | Jónas segist ekki hafa séð ástæðu til að gera athugasemd við verkstjórn samráðshópsins, þótt kannski hafi verið skoðanamismunur.
 • V | 10:36 | Jónas: Nei, það voru engar sérstakar athugasemdir varðandi stýringu hópsins eða vinnu hans.
 • R | 10:36 | Jónas segir að það hafi frekar verið þannig að fulltrúi fjármálaráðuneytisins væri tregur að taka ákvarðanir í samráðshópi.
 • M | 10:37 | Í hópnum töldu menn sig framan af ekki vera beinlínis að vinna undir yfirvofandi hættu.
 • V | 10:37 | Andri: Var einhver ringulreið á fundum samráðshópsins? Jónas: Það var engin ringulreið á fundum samráðshópsins, menn voru kurteisir.
 • V | 10:38 | Jónas: Aðalatriðið var að reyna að ná utan um stóru myndina, þ.e. hvar áfallið hefði getað birst og þá með hvaða hætti.
 • V | 10:40 | Andri: Vantaði einhverja skýrslu um eitthvað? Jónas: Það er endalaust hægt að búa til skýrslur, en álitamálin voru alltaf til staðar.
 • V | 10:41 | Moli: Líkt og í gær er Kristrún Heimisdóttir, fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, í salnum m.a. þeirra sem fylgjast með.
 • M | 10:41 | Jónas: Endalaust hægt að búa til sviðsmyndir fram og til baka. Aðalatriðið er að ná utan um stóru myndina, hvar getur áfallið mögulega birst
 • M | 10:42 | Andri: Töldu menn á þessum tíma að það vantaði frekari skýrslugerð um einhver atriði?
 • R | 10:42 | Það hefði verið gagnlegt fyrir samráðshópinn að klára viðlagaæfingu, fá að vita hvernig stjórnmálamenn myndu svara, segir Jónas.
 • V | 10:42 | Andri: Hvaða þýðingu hefur það í raun og veru, að klára einhverja áætlun, endanlega, ef þetta er alltaf háð mati á hverjum tíma?
 • M | 10:43 | Jónas: ein skýrsla í viðbót hefði tekið einhverja aðra sviðsmynd, það hefði ekki verið úrslitaatriði
 • V | 10:43 | Jónas: Stöðumatið hjálpar þér að undirbúa ákvörðunartöku, en ákvörðunartakan sem slík er alltaf háð aðstæðum.
 • R | 10:43 | Með aðkomu stjórnmálamanna að viðlagaæfingu hefði verið hægt að útiloka ákveðna möguleika um viðbrögð við áfalli, segir Jónas.
 • M | 10:44 | Markús dómsforseti slær á létta strengi: Má segja að hér sé orðinn hlutfallsvandi gagnvart klukkunni.
 • V | 10:44 | Markús: Það má kannski bæta því hér inn í að nú blasir við “hlutfallsvandi” gagnvart klukkunni. Salurinn hlær.
 • R | 10:44 | “Það kann að blasa við orðið hlutfallsvandi gagnvart klukkunni” segir Markús og vísar í vitnisburð um stærð íslensku bankanna
 • V | 10:45 | Markús er að brýna fyrir Sigríði saksóknara að vera hnitmiðuð í spurningum sínum.
 • M | 10:45 | Jónas: Það sem mér fannst aðallega vanta var að menn nálguðust áfram erfiðar spurningar og reyndu að taka afstöðu.
 • R | 10:46 | Nú er komið að saksóknara að spyrja út í ákærulið 1.4 og ljóst að dagskráin er löngu komin úr skorðum.
 • V | 10:47 | Jónas: Bankarnir voru ekki að vaxa mikið með uppkaupum á fyrirtækjum, þ.e. ytri vexti, frá árinu 2005.
 • M | 10:47 | Ljóst að tímaáætlun er enn farin úr skorðum, fjórða daginn í röð. Enn á eitt vitni eftir að koma fyrir hádegi samkvæmt dagskrá.
 • R | 10:47 | Hvers vegna stækkuðu bankarnir svona hratt? spyr saksóknari. Heimurinn flæddi í peningum á lágum vöxtum segir Jónas.
 • V | 10:48 | Jónas: Bankarnir höfðu vaxið hratt fyrir þann tíma, vegna alþjóðlegra aðstæðna, þ.e. mikilli áhættu.
 • V | 10:48 | Jónas: Ytri vöxtur, hin eiginlega útrás, bankanna á sér stað að mestu frá 2003 til loka árs 2005.
 • M | 10:49 | Ragnheiður Elín Árnadóttir gengur í salinn og fær sér sæti við hlið Kristrúnar Heimsdóttur eftir stutta umhugsun
 • R | 10:49 | Bankarnir uxu mjög hratt fram til 2005, segir Jónas. Kaup Kaupþings á NIBC hefði stækkað bankakerfið um 40%
 • M | 10:49 | Jónas: Útrás bankakerfisins á sér að mestu stað 2004 og 2005, hún stoppar að ytri vexti eftir það.
 • V | 10:49 | Jónas: Á árinu 2008 var fyrst horft til þess að stöðva kaup Kaupþings á NIBC. “Mér sýnist a.m.k. þrír vera búnir að eigna sér heiður að því”
 • V | 10:50 | Jónas: Þessi kaup hefðu getað stækkað kerfið um 40%.
 • R | 10:50 | Efnahagsreikningur lækkaði mikið í evrum fyrri hluta árs 2008, hefði verið hættulegt að reyna að minnka þá meira, segir Jónas.
 • V | 10:50 | Jónas: Fall krónunnar, um 35 prósent, á vormánuðum 2008, minnkaði bankakerfið mælt í erlendri mynt. Það var erfitt að gera eitthvað meira.
 • M | 10:51 | Jónas: Ég held að það hefði verið nánast ómögulegt að reyna að minnka [bankana] eitthvað meira og hefði getað orðið hættulegt #landsdomru
 • V | 10:51 | Jónas: Staðan var erfið og það hefði getað verið afar hættulegt þegar komið var fram á árið 2008.
 • R | 10:51 | Það voru engar lagaheimildir til að þvinga einkafyrirtæki til að selja eignir, segir Jónas um aðgerðir til að minnka banka.
 • V | 10:52 | Sigríður spyr nú út í Icesave starfsemina í Hollandi.
 • M | 10:52 | Jónas: Að reyna að selja eignir [bankanna] á undirverði hefði getað haft slæm áhrif og hefði getað sent mjög skaðleg skilaboð
 • V | 10:52 | Jónas: Landsbankinn var með starfsleyfi á Íslandi og gat stundað þessa starfsemi á grunni þess starfseleyfis.
 • M | 10:53 | Jónas: Bæði í samtölum við þá og opinberlega hvatti ég þá til að minnka við sig, Veit að Seðlabankinn gerði það líka
 • V | 10:53 | Jónas: Þarlend yfirvöld, þ.e. í Hollandi, höfðu, skv. Evrópurétti, eftirlitsskyldu með lausafjárstöðu og neytendavernd.
 • M | 10:53 | Jónas: En það voru engar lagaheimildir eða valdheimildir til að þvinga fyrirtæki til að selja eignir.
 • R | 10:54 | Saksóknari spyr hvort komið hafi til umræðu að banna tiltekna starfsemi bankanna. Jónas segir það ekki hafa verið hægt.
 • M | 10:55 | Jónas: Ekki á borðinu forsendur til að afturkalla starfsleyfi Landsbankans. Hefðir þá þurft að afturkalla það líka á Íslandi
 • V | 10:55 | Sigríður spyr hvort mögulegt hefði verið að banna tiltekna starfsemi, t.d. Icesave í Hollandi.
 • R | 10:55 | Hefðu menn viljað banna innlánasöfnun í Hollandi hefðu þeir þurft að banna hana á Íslandi líka, segir Jónas. Hefur verið breytt.
 • V | 10:56 | Jónas: Það hefði þá þurft að banna starfsemina og innlánssöfnun á Íslandi líka, skv. laganna bókstaf, og það var ekki hægt.
 • V | 10:57 | Jónas: Það var verið ræða um þessa starfsemi við hollensk yfirvöld, og rætt hvernig mætti tryggja þetta, t.d. með varasjóði og öðru.
 • M | 10:57 | Saksóknari spyr hvernig fjallað var um Icesave í Hollandi af hálfu FME. Ljóst að hollensk stjórnvöld höfðu áhyggjur í ágúst.
 • V | 10:58 | Moli: Ólafur Ísleifsson hagfræðingur situr við hlið Ólafs Arnarsonar í salnum. Þeir eru því ekki á Bylgjunni núna að tala um afskriftir.
 • M | 10:59 | Jónas: Var fundað með hollenskum stjórnvöldum. Ekki hægt að stoppa allt í einu svona starfsemi þá getur bankinn farið út af trúnaðarbresti.
 • M | 11:01 | Saksóknari: Var e-ð sérstakt aðhafst vegna skýrslu AGS í apríl 2008 þar sem dregin var upp dökk mynd?
 • V | 11:01 | Sigríður spyr nú út í tillögur sem komu fram frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hvernig mætti vinna að því að minnka bankakerfið.
 • M | 11:02 | Jónas: Skýrsla sem ég sá ekki. Við hittum þetta fólk stuttlega en sá ekki þessa skýrslu. Menn voru að vinna að þessu almentn séð
 • V | 11:03 | Andri: Er hægt að tala um að bankakerfi geti ekki orðið meira en x af landsframleiðslu hvers ríkis að þínu mati?
 • V | 11:03 | Jónas: Það eru mörg ríki með stórt bankakerfi, eins og Sviss, Lúxemborg, Kýpur og fleiri.
 • R | 11:04 | Reksturinn skiptir meira máli en stærð banka. Menn töldu að dreifing bankanna í mörgum löndum dreifði áhættunni, segir Jónas.
 • V | 11:04 | Jónas: Síðan verður að horfa til þess að stór hluti bankaerfisins íslenska var bundið við erlend dótturfélag.
 • M | 11:04 | Jónas minnir á að 45% af eignum íslenska bankakerfisins eins og það var hafi verið í erlendum dótturfélögum.
 • M | 11:05 | Jónas: Menn töldu almennt séð að starfsemi í fleiri löndum myndi dreifa áhættu. Síðan kemur ástand sem er mjög sérstakt
 • V | 11:05 | Jónas: Krísan 2008 varð djúp, stór bankar um allan heim lentu annað hvort í fangi ríkissjóða eða voru háðir lausafjárstuðningi seðlabanka.
 • R | 11:05 | Andri er að leita eftir því hvort menn hafi fundið einhver efri mörk sem heppileg séu á stærð banka gagnvart heimalandi sínu.
 • V | 11:06 | Andri: Var þessi hlutfallsvandi bankanna hér, kannski frekar vandamál fyrir bankanna, heldur en íslenskan ríkissjóð?
 • V | 11:06 | Jónas: Á einhverjum tímapunkti, varð þetta að vandamáli á alþjóðamarkaði. Bankarnir eru svona stórir, seðlabankinn svona lítill, osvfrv.
 • M | 11:07 | Jónas; Markaðurinn er svo skrýtið dýr og erfitt að átta sig á því hvernig hann hugsar.
 • R | 11:07 | Hjarðhegðun manna gagnvart Íslandi var sú að menn máluðu stöðuna mjög sterkum litum, stærð bankanna gagnvart litlum Seðlabanka, segir Jónas
 • M | 11:08 | Jónas: Það varð hjarðhegðun gangvart Íslandi, menn máluðu upp í mjög sterkum litum stærð bankakerfisins andspænis seðlabankanum.
 • V | 11:09 | Jónas: Það er erfitt að segja nákvæmlega hverstu stórt kerfið á að vera, þannig að æskilegt sé. Reksturinn er það sem helst skiptir máli.
 • M | 11:10 | Jónas minnist þess ekki að hafa séð bréf sem stjórn AGS sendi íslenskum stjórnvöldum 10. september 2008
 • R | 11:11 | Sama uppröðun á borðum saksóknara og verjanda. Kona í miðið og karlmenn til beggja hliða. Sigríður er í miðið en Andri á kanti
 • V | 11:13 | Markús: Var forstjóra Fjármálaeftirlitsins ekki kynnt skuldbinding fyrir FME, í gjaldmiðlaskiptasamningi við Norðurlöndin að vori 2008?
 • M | 11:15 | Dómararnir Markús Sigurbjörnsson og Eiríkur Tómasson beina báðir spurningum til Jónasar Fr.
 • R | 11:15 | Eiríkur Tómasson spyr hvort ekki hafi verið ástæða til að stjórnvöld beittu sér gegn innlánasöfnun Icesave í Hollandi.
 • R | 11:16 | Jónas segir að ákvörðun Landsbankans um að starfrækja Icesave í Hollandi hafi fyrst og fremst beinst að yfirvöldum þar.
 • V | 11:16 | Jónas: Ingimundur Friðriksson hringdi í mig og tjáði mér að það stæði til að gera þennan samning.
 • V | 11:18 | Eiríkur Tómasson spyr, kom ekki til greina að sporna gegn innlánssöfnun í Hollandi?
 • R | 11:18 | Eiríkur vill vita hvort yfirvöld hafi ekki þurft að beita sér vegna áhættu á að Icesave kynni að falla á Íslendinga.
 • M | 11:18 | Eiríkur Tómasson spyr hvort ekki hafi komið til tals milli FME og Seðlabanka draga úr aukningu innlána Icesave í byrjun árs 2008
 • V | 11:20 | Neyðaráætlun sem gerð var árið 2006, hvert var tilefni hennar?
 • R | 11:20 | Jónas segist hafa látið smíða frumvarp í FME um að auka heimildir, bæta í vopnabúrið, 2008 og kynnt það vorið 2008.
 • M | 11:20 | Eiríkur ítrekar að ábyrgðin hafi verið hjá íslenska tryggingasjóðnum. Áhættan hafi aukist hratt, ýmsum aðferðum hefði mátt beita gegn því.
 • M | 11:21 | Jónas svarar á fremur almennum nótum að þetta hafi gerst mjög hratt og menn hafi verið að vinna í því að koma þessu í farveg, í dótturfélög.
 • V | 11:22 | Jónas: Það komu upp erfiðar aðstæður á mörkuðum þá, og þá hófst vinna. Það voru síðan lagðar fram tillögur um að auka vopnabúrið 2008.
 • M | 11:22 | Sigríður: Var ekkert verið að hugsa um að það þyrfti að bregaðst við þessum vanda vegna þessarar gríðarlegu innlánasöfnunar?
 • R | 11:23 | Halldór Baldursson teiknari Fréttablaðsins teiknar einbeittur á svip. Verður fljótlega kominn með efni í heila myndasögubók.
 • V | 11:23 | Jónas: Varðandi Icesave, þá var hægt að herða bindiskylduna en það var á hendi seðlabankans, en ég get ekki úttalað mig um það.
 • R | 11:24 | Seðlabanki, FME og viðskiptaráðuneyti þrýstu öll á Landsbankann vegna Icesave, segir Jónas. Voru líka í samskiptum við Breta.
 • R | 11:24 | Menn hefðu gjaldfellt viss lán 2008 hefðu þeir haft kost á því, það varð að taka tillit til þess í vinnunni, segir Jónas.
 • M | 11:25 | Jónas endurtekur að unnið hafi verið að því að koma Icesave í dótturfélög. Landsbankinn og breska fjármálaráðuneytið höfðu ákvörðunarvaldið.
 • V | 11:25 | Jónas: Það þurfti að passa upp á það, að umtalsáhætta setti ekki Landsbankann á hausinn og þar með íslenskan efnahag.
 • M | 11:26 | Þrenn stjórnvöld hér, SÍ, FME og viðskiptaráðun. þrýstu á landsbankann og unnnu í samvinnu við breska fjármálaeftirlitið frá sumri 2008
 • V | 11:26 | Jónas: FME, seðlabankinn og viðskiptaráðuneytið höfðu hagsmuni Íslands undir í viðræðum við hollensk yfirvöld.
 • V | 11:27 | Jónas: Menn horfðu til þess að færa Icesave í dótturfélag í Bretlandi, en þetta var erfitt, og kröfur Breta þyngdust stöðugt.
 • R | 11:28 | Voru menn ráðalausir gagnvart því sem hafði vaxið svona ógurlega með hættu fyrir íslenskt þjóðarbú, spyr saksóknari um Icesave
 • M | 11:28 | Jónas: Menn voru að reyna að vinna í því að þetta yrði fært yfir, það voru viðræður við Bretana
 • M | 11:29 | Jónas: Ég taldi mig skilja að það væri möguleiki á að ná einhverri reddingu en þetta var erfitt og svo hertust kröfurnar af hálfu Breta
 • R | 11:29 | Jónas minnist þess ekki að samráðshópur hafi rætt lagasetningu vegna Icesave, fær ekki séð að slíkt væri hægt.
 • V | 11:30 | Jónas: Það að setja lög, um að bankar flytji 25% af efnahag sínum í annað land, sem hefur síðan eftirlitsskyldu, er vægast sagt erfitt.
 • M | 11:30 | Saksóknari: Leist þú svo á að þetta væru ósanngjarnar eða óraunhæfar kröfur af hálfu Breta?
 • M | 11:30 | Jónas: Fannst þeir herða sínar kröfur fullmikið. Mátti ekki ganga svo hart fram að það yrði bankanum að falli.
 • V | 11:32 | Jónas: Í dag er verið að gagnrýna banka helst fyrir að vera of háðir heildsölulánamarkaði, byggja of lítið á innlánum.
 • M | 11:33 | Saksóknari spyr hvort Jónas hafi frétt af miklu útstreymi gjaldeyris í byrjun apríl 2008.
 • M | 11:34 | Jónas heyrði af útstreymi, já, en misháar tölur gefnar og ekki kynnt þannig fyrir honum á þeim tíma að það væri stórhættulegt.
 • R | 11:35 | Saksóknari les nú upp úr fundargerðum og minnisblöðum og spyr Jónas út í það. Hann lýstir því að erfitt hafi verið að grípa til aðgerða.
 • V | 11:35 | Jónas. Þetta er því flókin staða, þ.e. að meta hvenær ákveðin starfsemi er orðin dragbítur á starfsemi og efnahag banka.
 • R | 11:36 | Við flutning Icesave þurfti bæði að huga að skilmálum lánasamninga og hvort loka ætti fyrir lausafjárstreymi, segir Jónas.
 • V | 11:37 | Sigríður: Voru Landsbankamenn að vinna eftir því að færa Icesave yfir í dótturfélag?
 • V | 11:37 | Jónas: Ég stóð í þeirri meiningu já.
 • V | 11:37 | Sigríður: Hvert var raunverulega ágreiningsefnið, af hverju gat þetta ekki gengið?
 • V | 11:38 | Jónas: Það var fyrst og fremst, hversu miklar eignir bankinn gæti fært á móti skuldum.
 • M | 11:38 | Saksóknari: Hvað taldir þú vera hið raunverulega ágreninngsefni milli Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins?
 • M | 11:39 | Jónas: Taldi það vera fyrst og fremst hversu mikið af eignum ætti að færa og á hvað löngum tíma,
 • V | 11:39 | Moli: Halldór Baldursson heldur áfram að teikna. Landsdómurinn hefur meira og minna allur færst yfir á teikniblokkina hans. Frábær teiknari.
 • M | 11:39 | Saksóknari: Hvað töldu menn að þetta gæti tekið langan tíma?
 • M | 11:40 | Jónas: Það fór er eftir því hvaða leið þú færir, menn voru að tala um 3-6 mánuði, síðan að ná þessu fyrir áramótin 2008
 • V | 11:41 | Sigríður saksóknari hefur spurt töluvert út í málefni Icesave og Landsbankann, og hvernig þau mál komu inn á borð FME, og hvenær.
 • M | 11:42 | Geir Haarde tekur nótur án afláts. Inga Jóna Þórðardóttir eiginkona hans skrifaði líka nokkra punkta í byrjun dag.
 • R | 11:42 | Verjandi mótmælir því að spurningar saksóknara og dómara gefi til kynna að þeir telji Icesave í Hollandi meðal ákæruefna.
 • V | 11:43 | Andri: Ég vil mótmæla þeirri afstöðu, saksóknara og eftir atvikum dómsins í spurningum, að innlánssööfnun í Hollandi sé meðal ákæruatriða.
 • R | 11:43 | Markús dómsforseti bendir verjanda á að munnlegur málflutningur fari fram í næstu viku og býður honum að spyrja vitnið spurninga
 • M | 11:43 | Markús Sigurbjörnsson stoppar verjanda Geirs af og áminnir að málflutningur hans byrji ekki fyrr en í næstu viku Stytta mál sitt
 • V | 11:44 | Markús: Munnlegur málflutningur er í næstu viku dómurinn gerir sér grein fyrir afstöðu þinni, má bjóða þér að spyrja vitnið. Markús ákveðinn
 • M | 11:47 | Fyrri hluti vitnaleiðsla dagsins hefur gengið sleitulaust án hlés en þó er ljóst að fjórða vitnið kemst ekki að fyrir hádegi.
 • R | 11:47 | Breiðari grunnur fjáröflunar var talinn jákvæður en svo var Icesave farið að valda sjálfstæðum áhyggjur, segir Jónas.
 • V | 11:47 | Andri: Var ekki vandamálið með Icesave líka það í hvað þessir peningar fóru?
 • R | 11:47 | Andri spyr út í það hvort Seðlabanki og matsfyrirtæki hafi í fyrstu verið fylgjandi innlánasöfnun en síðar orðið efins um það.
 • M | 11:48 | Ég hafði þá trú alveg fram undir það síðasta að við myndum ná að lenda þessu segir Jónas um Icesave.
 • V | 11:48 | Jónas: Þá komum við aftur að því með bindiskylduna, það er hægt að beita henni og seðlabankinn hefur það vald.
 • V | 11:51 | Moli: Viðar Már Matthíasson dómarari fiktar mikið í pennanum sínum. Skrúfar hann saman og sundur til skiptis. Og skrifar síðan mikið hjá sér
 • V | 11:52 | Andri: Þú segir að það hafi verið erfitt að efla FME, og Umboðsmaður Alþingis hafi komið að því. Getur þú tjáð þig um þetta?
 • V | 11:53 | Jónas: Umboðsmaður Alþingis hélt erindi hjá lögfræðingum í fjármálafyrirtækjum árið 2007.
 • R | 11:54 | Jónas telur að orð umboðsmanns Alþingis um nýjar valdheimildir FME hafi reynst stofnuninni erfið, kallað á mun meiri vinnu.
 • V | 11:54 | Jónas: Hann sagði í sínu erindi, að það þyrfti passa upp á það að FME væri ekki að beita stjórnvaldssektum og bankarnir ættu að kvarta.
 • M | 11:54 | Jónas um bankastjórana: Menn eru alveg búnir að gleyma því andrúmslofti sem var, að þetta voru kvikmyndastjörnur samtimans
 • R | 11:55 | Umboðsmaður sagði að tryggja yrði að FME færi í einu og öllu að bæði skráðum og óskráðum reglum, sagði Jónas. Það hafði áhrif
 • R | 11:56 | Jónas segir að með orðum sínum hafi umboðsmaður Alþingis gert FME mjög erfitt að sinna hlutverki sínu.
 • M | 11:56 | Andri spyr hvort það hafi verið viðhorfið í þjóðfélaginu á þessum tíma að eftirlit með bönkunum hafi ekki mætt mikilli velvild
 • V | 11:56 | Jónas: Þetta hafði áhrif, og var tekið upp á stjórnarfundi. Starfsfólkið passaði sig extra vel.
 • R | 11:56 | Skýrslutöku yfir Jónasi er lokið og þinghaldi frestað til klukkan eitt.
 • V | 11:57 | Jónas hefur nú lokið skýrslutöku. Nú verður gert hlé til klukkan 13:00.
 • R | 11:57 | Ólafur Arnarson er mættur aftur í landsdóm og ræðir við Jón Magnússon, föður Jónasar, sem hlær við.
 • M | 11:57 | Skýrslutöku yfir Jónasi Fr. Jónssyni er nú lokið. Næsta vitni kemur fyrir dóminn kl. 13.
 • M | 11:58 | Næsta vitni sem kallað verður fyrir dóminn er Jónína S. Lárusdóttir fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytisins.
 • R | 11:59 | Ólafur virðist vera eini maðurinn sem ratað hefur hingað inn sem safnar yfirvaraskeggi í tilefni Mottumars.
 • M | 12:01 | Breytingar á dagskrá: Hlaupið verður yfir Jónínu svo næsta vitni verður samkvæmt áætlun Hreiðar Már Sigurðsson, kl. 13
 • R | 12:01 | Vitnalistinn hefur breyst. Jónína átti að koma fyrir hádegi en verður nú síðust í dag. Hreiðar Már verður fyrstur eftir hádegi.
 • M | 12:03 | Hreiðar Már var forstjóri Kaupþings en eftir bankahrunið flutti hann til Lúxemborgar og stofnaði ráðgjafafyrirtæki.
 • M | 12:04 | Hreiðar Már er fyrstur bankastjóranna til að bera vitni. Hann var líka sá fyrsti sem var handtekinn í kjölfar hrunsins
 • M | 12:05 | Hreiðar Már hefur annars nóg að sýsla fyrir dómstólum núna því í gær var Al-Thani málið þingfest, þar sem hann er sakborningur
 • V | 12:46 | Moli: Dómsforseti Landsdóms, Markús Sigurbjörnsson, útskrifaðist úr lagadeild HÍ 1979, með fyrstu einkunn, 13,29 skv. gamla kerfinu.
 • R | 12:49 | Hreiðar Már Sigurðsson er kominn í hús og gefur skýrslu innan skamms. Hann svaraði engum spurningum fréttamanna.
 • R | 12:49 | Ragnheiður Elín Árnadóttir er meðal áhorfenda. Enginn annar þingmaður hefur mætt, nema Björgvin G. Sigurðsson sem gaf skýrslu.
 • V | 12:50 | Hreiðar Már Sigurðsson, f. forstjóri Kaupþings, er næstur í vitnasætið. Hann er kominn í hús. Ljósmyndarar og myndatökumenn stilla sér upp.
 • V | 12:52 | Moli: Markús útskrifaðaðist frá Menntaskólanum við Tjörnina, 1974, með meðaleinkunnina 7,5 á venjubundnum 0 – 10 kvarða.
 • R | 12:53 | Hreiðar Már er fyrsti bankamaðurinn sem mætir fyrir landsdóm. Mest fer fyrir þeim á mánudag þegar fjórir bankastjórar mæta.
 • R | 12:56 | Kjartan Gunnarsson, fv framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks, gengur í salinn. Hann hefur verið tíður gestur síðustu daga.
 • M | 12:56 | Bekkurinn er þétt setinn í Landsdómi í dag og margir áhorfendur.
 • V | 12:56 | Moli: Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, er mættur í salinn. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála.
 • M | 12:57 | Málið verður tekið fyrir áfram kl. 13:00. Geir Haarde og fjölskylda eru mætt aftur í salinn.
 • V | 12:57 | Moli: Nú bíða ljósmyndarar eftir því að Hreiðar Már Sigurðsson gangi í salinn, og fái sér sæti. Hann er kominn í salinn.
 • R | 12:58 | Hreiðar Már Sigurðsson, fv bankastjóri Kaupþings, gengur í salinn. Stendur við hlið stóls þar sem vitni hafa setið og beðið.
 • M | 12:58 | Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr. bankastjóri Kaupþings, er mættur í salinn en hann er næstur í vitnastúkuna.

Hreiðar Már Sigurðsson

 • V | 13:01 | Hreiðar Már er sestur í vitnasætið.
 • V | 13:02 | Moli: Jón Kristinn Snæhólm var að koma í hús, og tekur eitt af þeim fáu sætum sem hér eru laus.
 • V | 13:02 | Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarsaksóknari, spyr Hreiðar Má.
 • R | 13:03 | Salurinn í Þjóðmenningarhúsi er þétt setinn. Örfá sæti laus. Virðast margir spenntir fyrir skýrslugjöf Hreiðars Más.
 • M | 13:03 | Saksóknari hefur skýrslutökuna og biður Hreiðar að gera grein fyrir stöðu sinni hjá Kaupþingi.
 • V | 13:03 | Helgi Magnús: Getur þú aðeins fjallað um hvers vegna bankakerfið óx svona hratt?
 • R | 13:04 | Helgi Gunnar varasaksóknari spyr hvers vegna Kaupþing hafi vaxið jafn hratt og raun ber vitni.
 • R | 13:04 | Hreiðar rekur sameiningu Kaupþings og Búnaðarbanka auk yfirtöku erlendra banka til 2005.
 • M | 13:04 | Hreiðar: Rétt að Kaupþing óx mjög hratt. Meðal annars með yfirtöku á bönkum.
 • V | 13:04 | Hreiðar Már: Kaupþing óx mjög hratt, með innri og ytri vexti. Bankinn tvöfaldast að stærð á hverju ári, á árunum 2003 til 2005.
 • R | 13:05 | Við vildum færa út kvíarnar og ekki vera bundnir þeim sveiflum sem eru á Íslandi, segir Hreiðar Már.
 • V | 13:05 | Hreiðar Már: Við töldum þetta skynsamlegt, þ.e. að koma okkur vel fyrir á öðrum mörkuðum en “litla Íslandi” þar sem eru miklar sveiflur.
 • M | 13:05 | Hreiðar: Töldu bankann eflast og stækka með því að fara inn á fleiri markaði og út fyrir “litla Ísland”.
 • R | 13:06 | Við fengum engin formleg tilmæli frá stjórnvöldum vegna stærðar bankans, segir Hreiðar. Fundum samt fyrir áhyggjum stjórnvalda.
 • V | 13:06 | Hreiðar Már: Við fengum ekki formleg tilmæli um að bankinn myndi minnka, en við fundum fyrir áhyggjum af stöðu mála árið 2008.
 • M | 13:06 | Hreiðar: Engin formlega tilmæli frá stjórnvöldum vegna stærðar bankas eða ósk um að minnka hann en höfðu áhyggjur.
 • R | 13:07 | Í viðræðum manna var því velt upp hvað hægt væri að gera en engar tilteknar hugmyndir ræddar um að draga úr stærð bankans.
 • M | 13:07 | Hreiða: Getur aðspurður ekki fullyrt að stjórnvöld hefðu beitt þrýstingi um að minnka bankann.
 • V | 13:07 | Hreiðar Már: Já ég fundaði nokkrum sinnum með ákærða. Við ræddum almennt um stöðu mála og hvað væri hægt að gera.
 • V | 13:08 | Helgi Magnús: Fengu þið tilmæli frá FME og SÍ vegna þessa? Hreiðar Má: Nei, ekkert.
 • M | 13:08 | Hreiðar: Íslensku bankarnir 3 höfðu gefið út mikið af erlendum skuldabréfum í Evrópu 2006.
 • V | 13:08 | Helgi Magnús: Geturðu skýrt aðeins “míní krísuna” 2006?
 • R | 13:08 | Míníkrísan 2006 hófst þegar erlendir fjárfestar fóru að hafa áhyggjur af hvernig ísl. bankar hygðust endurfjármagna (frh)
 • V | 13:09 | Hreiðar Már: Íslensku bankarnir höfðu gefið út mikið af skuldabréfum á evrópskum markaði á skömmum tíma, og það urðu til áhyggjur.
 • R | 13:09 | (frh) mikla skuldabréfaútgáfu sína, segir Hreiðar. Evrópumarkaður lokaðist ekki alveg en kjörin versnuðu.
 • V | 13:09 | Hreiðar Már: Það var ekki þannig ástand að Kaupþing væri á leið í þrot á þessum tíma, eða myndi falla á mánudegi.
 • R | 13:09 | Hreiðar telur að aldrei hafi verið hætta af því árið 2006 að Kaupþing færi í þrot. “Bankinn var aldrei í hættu”
 • M | 13:10 | Spurður hversu tæpt Kaupþing hafi staðið 2006 segir Hreiðar að Kaupþing hafi aldrei verið í hættu.
 • R | 13:10 | Aðspurður um orð Davíðs að bankamenn hefðu óttast að geta ekki opnað aftur á mánudegi segir Hreiðar það ekki hafa átt við (frh)
 • V | 13:10 | Hreiðar Már: Sumarið 2007 þá fara menn að sjá að stórir bankar eiga erfitt með að selja eignir sem höfðu verið sölutryggðar.
 • M | 13:10 | Hreiðar: Höfðu samt áhyggjur af fjármögnunarmöguleikum á evrópskum mörkuðum.
 • R | 13:11 | (frh) um Kaupþing, það hafi þá átt við um hina bankana tvo, Landsbanka og Glitni.
 • V | 13:11 | Hreiðar Már: Staða okkar er að batna að töluvert 2008, eins og ótrúlegt að hljómar. VIð söfnuðum yfir 5 milljörðum evra í innlánum.
 • R | 13:12 | Hreiðar segir að staða Kaupþings hafi farið batnandi þegar leið á árið 2008. Við töldum okkur búna að finna leiðina út úr krísu
 • V | 13:12 | Hreiðar Már: Töldum okkur vera búna að finna leiðina “út úr þessari krísu”, helgina fyrir Glitnis-helgina.
 • M | 13:12 | Hreiðar: Við töldum að við værum búnir að finna leiðina út úr krísunni rétt áður en bankinn var tekinn yfir. Töldu sig komna í var.
 • V | 13:12 | Hreiðar Már: Við töldum að við værum búnir að finna lausnina til þess að komast í gegnum “þennan storm sem geysaði”.
 • R | 13:13 | Leiðin sem Kaupþingsmenn töldu sig hafa fundið út úr krísunni var innlánasöfnun í gegnum Kaupþing Edge, svarar Hreiðar Már.
 • V | 13:14 | Hreiðar Már: Það var innstreymi, inn á öllum níu löndum sem buðu upp á Edge-innlánsreikninga, alveg fram á síðustu stundu.
 • V | 13:14 | Hreiðar Már: Kaupin á NIBC töldum við vera skynsamleg, með því hefði t.d JC Flowers, einn stærsti hluthafi í bönkum í heimi, orðið hluthafi
 • R | 13:14 | Töldum að kaupin á NIBC væru mjög góð fyrir bankann. Töldum okkur ekki auka áhættu móðurfélagsins, segir Hreiðar Már.
 • M | 13:15 | Hreiðar: Töldu kaupin á NITC bankanum mjög góð kaup 2007. Myndi líka styrkja bankann að vægi Ísland í samstæðunni minnkaði.
 • V | 13:15 | Hreiðar Már: Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram hér, að stjórnarformaður FME og SÍ hafi komið í veg fyrir kaup NIBC.
 • R | 13:15 | Það er ekki rétt að seðlabankastjóri eða formaður stjórnar FME hafi komið í veg fyrir kaupin á NIBC segir Hreiðar Már.
 • V | 13:16 | Hreiðar Már: Það var sameiginleg ákvörðun okkar og JC Flowers að falla frá þessum kaupum. Ég greindi Jónasi Fr. frá þessu.
 • R | 13:16 | Hreiðar Már segir ákvörðun um að hætta við kaupin á NIBC hafa verið alfarið ákvörðun Kaupþings og seljanda, ekki stjórnvalda.
 • M | 13:16 | Hreiðar: Ekki rétt að FME eða SÍ hafi komið í veg fyrir kaupin á NIBC bankanum hollenska.
 • R | 13:16 | Hreiðar segir Jónas Fr. forstjóra FME hafa rætt við seljanda NIBC og sagt að ekki væri sjálfgefið að FME samþykkti kaupin.
 • V | 13:17 | Hreiðar Már: Ég held að Jónas Fr. hafi gefið JC Flowers í skyn, að það væri ekkert sjálfgefið að þetta gengi eftir.
 • R | 13:17 | Þannig hafi Jónas Fr. kannski hjálpað seljanda að komast að þeirri niðurstöðu að hætta við viðskiptin með NIBC, segir Hreiðar
 • M | 13:17 | Sameiginlega ákvörðun með JC Flower að hætta við kaupin, þóttu ekki lengur eins hagkvæm.
 • V | 13:18 | Hreiðar Már: Stjórn Kaupþings samþykkti mína tillögu, um að færa alla starfsemi Kaupþings á Norðurlöndunum undir FIH.
 • R | 13:18 | Kaupþing hugðist færa norræna starfsemi undir FIH og alþjóðlega undir Singer & Friedlander, segir Hreiðar Már.
 • V | 13:19 | Hreiðar Már: (frh) Það var í september 2008. Að auki var ákveðið að Singer & Friedlander yrði alþjóðleg höfuðstöð bankans.
 • M | 13:19 | Hreiðar: Kauðþing hafði í hyggju að flytja alla Norðurlandastarfsemi Kaupþings undir FIH bankann í Danmörku.
 • R | 13:19 | Þessi flutningur í erlenda banka hefði verið fyrsta skrefið að því að flytja höfuðstöðvar Kaupþings úr landi, segir Hreiðar Már.
 • V | 13:19 | Helgi Magnús: Fólst í þessu færsla á höfuðstöðvum úr landi?
 • M | 13:20 | Hreiðar: Að sama skapi hugmyndin að færa alþjóðastarfsemi Kaupþings undir Singer & Friedlander bankann í London.
 • V | 13:20 | Hreiðar Már: Í rauninni fólst þetta í því að færa starfsemina á hverjum stað undir staðbundna stýringu.
 • R | 13:20 | Þessar hugmyndir um að flytja starfsemi í hlutum frá Íslandi gengu undir nafninu Project Hans, segir Hreiðar.
 • M | 13:21 | Hreiðar: Aðspurður sagði Hreiðar að í þessu mætti að segja að verið væri að visus leyti að flytja höfuðstöðvar úr landi.
 • R | 13:21 | Project Einar gekk út á að finna land fyrir nýjar höfuðstöðvar Kaupþings í útlöndum, líklega Bretlandi, segir Hreiðar.
 • R | 13:22 | Project Hans hefði tekið nokkra mánuði en Project Einar mun lengri tíma og ekki tekist á árinu 2008, segir Hreiðar Már.
 • V | 13:22 | Hreiðar Már: Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar seðlabanki Íslands kom í veg fyrir að við gætum gert upp í evrum.
 • M | 13:22 | Hreiðar: Olli Kaupþingi gríðarlegum vonbrigðum þegar SÍ hafnaði því að bankinn fengi að gera upp í evrum.
 • R | 13:22 | Það voru mikil vonbrigði að bankinn fengi ekki að gera upp í evru, segir Hreiðar Már. Erfitt að skýra sveiflur krónunnar
 • M | 13:23 | Hreiðar: Gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum og öðrum erlendis hvað væri að gerast vegna mikilla sveifla íslensku krónunnar.
 • V | 13:23 | Hreiðar Már: Vandamálið er, þegar við erum með gjaldmiðil sem er eins sveiflugjörn og krónan, þá er erfitt að skýra fyrir fjárfestum…
 • R | 13:23 | Það gerði bankanum erfitt fyrir að fá ekki að gera upp í evrum segir Hreiðar, það hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabankanum.
 • M | 13:23 | Hreiðar: Telur ákvörðun SÍ hafa verið ranga að leyfa ekki uppgjör í evrum.
 • V | 13:23 | Hreiðar Már: (frh) hluthöfum og stjórnendum, hvað er að gerast í rekstrinum. Krónan bjó til mikil vandamál.
 • R | 13:24 | Hreiðar Már telur að það hafi verið röng ákvörðun Seðlabanka að leggja stórfé í að yfirtaka Glitni.
 • R | 13:24 | Afhverju ákváðu Seðlabankamenn að eyða 800 milljörðum evra í að kaupa hlutafé í Glitni í september 2008, spyr Hreiðar Már (frh)
 • V | 13:25 | Hreiðar Már: Ég held að Landsdómur þurfi að meta það, hvernig á því stendur, að seðlabankinn, fyrst hann vissi hvað var að gerast, (frh)
 • R | 13:25 | (frh) Það gekk ekki upp ef þessir menn vissu hvað var að fara að gerast eins og þrír Seðlabankamenn hafa sagt í landsdómi, sagði Hreiðar Már
 • M | 13:25 | Hreiðar: Fer ekki saman að menn í SÍ segist hafa vitað hvað var að gerast en samt ákveðið að kaupa upp hlutafé í Glitni þegar hrunið varð.
 • V | 13:26 | Hreiðar Már: (frh) ákvað að taka 800 milljónir evra af skattfé til þess að kaupa stóran hlut af Glitni. Þetta voru gríðarleg mistök.
 • R | 13:26 | Einn dómara vantar í sæti sitt. Linda Rós Michaelsdóttir er ekki sjáanleg í augnablikinu.
 • M | 13:27 | Kaupþing hafði áhyggjur af Glitni, vissi ekki hvað þeir ætluðu að gera. Innlánssöfnun þeirra gekk illa og stórir gjalddagar framundan.
 • R | 13:27 | Hreiðar segist hafa komið til Sigurjóns Árnasonar um páska 2008. Kaupþing tæki erlenda starfsemi Glitnis, Landsbanki innlenda.
 • V | 13:28 | Helgi Magnús: Var eitthvað verið að gera, að hálfu stjórnvalda, til þess að bregðast við erfiðri stöðu?
 • R | 13:28 | Hreiðar segir menn hafa haft áhyggjur af Glitni og lagt þetta til sem lausn. Sigurjón hafi hafnað því.
 • M | 13:29 | Hreiðar lagðit til við Sigurjón Árnason, bankastjóra LÍ, að bankinn tæki yfir innlenda starfsemi Glitnis 2008. Sigurjón tók við illa.
 • V | 13:29 | Hreiðar Már: Eftir á að hyggja þá hefði samráð mátt vera meira á viðkvæmum tímum. Fundur í ráðherrabústnaðum, skömmu f. hrun, var ekki góður
 • M | 13:30 | Kaupþing tæki þá yfir erlenda starfsemi Glitnis.
 • R | 13:31 | Hreiðar kveðst ekki muna eftir viðræðum sínum eða Sigurðar Einarssonar við Davíð Oddsson um að Kaupþing flytti úr landi.
 • M | 13:31 | Hreiðar: Eftir á að hyggja hefði samráð mátt vera meira á milli aðila á þessum viðkvæmu tímum.
 • V | 13:31 | Moli: Hér er rafmagnað andrúmsloft, fullt út úr dyrum, og dauðaþögn á milli spurninga og svara. Fyrir utan tikk á lyklaborð.
 • R | 13:31 | Davíð hefur sagt að hann hafi verið hlynntur flutningi Kaupþings úr landi. Hreiðar segist ekki hafa kynnt hugmyndir um slíkt.
 • R | 13:32 | Varasaksóknari bendir á að Sigurður Einarsson hafi sagt í vitnisburði hjá rannsóknarnefnd að hann hafi rætt mögulegan flutning við Davíð.
 • V | 13:32 | Helgi Magnús: Hvaða áhrif hefði project Hans, færsla á höfuðstöðvum til London, fyrir bankann og fyrir stærðarvanda bankakerfisins?
 • M | 13:33 | Hreiðar: 80% af starfsemi Kaupþings 2008 erlendis, 20% á Íslandi.
 • V | 13:33 | Hreiðar Már: Bankakerfið íslenska hefði minnkað mikið, við þetta, því Kaupþing hefði fært starfsemi sína inn á nærmarkaði á hverjum stað.
 • R | 13:33 | Project Hans hefði falið í sér að eignir væru fluttar úr móðurfélagi í FIH og S&F, segir Hreiðar, stærstur hluti eigna.
 • R | 13:34 | Þetta hefði gert móðurfélaginu kleift að standa straum af sínum kostnaði, segir Hreiðar Már.
 • R | 13:34 | Hreiðar Már segir að flutningur starfsemi úr landi hefði getað gengið eftir, erlend fjármálaeftirlit hefðu ekki staðið gegn því.
 • M | 13:34 | Spurður ef þetta hefði getað gengið að flytja Norðurlanda- og alþjóðahlutann til FIH og S&F sagðist Hreiðar telja það.
 • V | 13:35 | Helgi Magnús: Hefðu eignir Kaupþings þolað skoðun erlendra eftirlita?
 • R | 13:35 | Hreiðar Már segir að þrátt fyrir að Kaupþing hafi verið stoppað á versta mögulega tíma fái kröfuhafar greitt 80% krafna sinna.
 • M | 13:35 | Hreiðar: Rangt að Kaupþing hafi staðið verr á þessum tíma en aðrir alþjóðlegir bankar. Staðið sig vel þegar hann var gerður upp.
 • R | 13:36 | Kaupþing hafi því ekki verið verri en erlendir bankar, segir Hreiðar Már.
 • V | 13:36 | Hreiðar Már: Já. Það hafa fallið stór orð hér fyrir Landsdómi um bankanna og Kaupþing.
 • R | 13:36 | Það var pólitísk ákvörðun Seðlabanka að banna Kaupþingi að gera upp bókhald sitt í evrum, segir Hreiðar Már.
 • M | 13:37 | Hreiðar: Segir pólitík hafa ráðið för þegar SÍ neitaði Kaupþingi að gera upp í evrum.
 • R | 13:37 | Hreiðar segir Seðlabanka hafa reynt að réttlæta ákvörðun sína með tæknilegum ástæðum um evrueign. Það eigi þó ekki við.
 • V | 13:37 | Hreiðar Már: Endurheimtur krafna Kaupþings verða um 80 prósent, sem er ótrúlega hátt, miðað við stöðvun á versta tíma.
 • V | 13:38 | Hreiðar Már: Það var pólitísk ákvörðun að neita okkur um að gera upp í erlendri mynt, og hún var röng.
 • M | 13:38 | Hreiðar: Gerðu aldrei ráð fyrir að óska eftir fyrirgreiðslu frá SÍ. Yrðu bara að standa á eigin fótum.
 • R | 13:38 | Við gerðum aldrei ráð fyrir að fá fyrirgreiðslu frá Seðlabanka í erlendri mynt, segir Hreiðar. Vildum standa á eigin fótum
 • V | 13:39 | Andri: Það voru komnar fram athugasemdir um lán til eignarhaldsfélaga, eigendatengsl stórra viðskipta. Olli þetta ykkur ekki áhyggjum?
 • M | 13:39 | Hreiðar: Vissu um stærð gjaldeyrisvarasjóðs SÍ. Töldu sig hafa fundið lausnina fyrir Kaupþing með innlánssöfnuninni.
 • V | 13:39 | Andri: Fylgdust þið vel með orðsporsáhættu á þessum tíma?
 • R | 13:40 | Reyndum að tryggja traust með því að funda með matsfyrirtækjum og aðilum á markaði, segir Hreiðar Már.
 • V | 13:40 | Hreiðar Már: Okkar mál þoldu alla skoðun. Við töldum okkur vera með lausnina á vandanum, eins og áður segir.
 • M | 13:41 | Hreiðar: Hafnar því að raust hafi ekki verið borið erlendis til Kaupþings. Sést á tölunum segir hann hvaða trausts þeir nutu.
 • R | 13:41 | Andri les upp úr minnisblöðum Davíðs frá 2008 um að menn sem fengu kynningar Kaupþings hefðu gefið lítið fyrir þær.
 • V | 13:41 | Hreiðar Már: Við fylgdumst mjög vel með orðsporsáhættu og reyndum að upplýsa fjárfesta og lánshæfismatsfyrirtæki, og aðra, vel.
 • R | 13:42 | Mér blöskrar að hlusta á þetta, segir Hreiðar um skýrslugjöf Arnórs Sighvatssonar og Davíðs Oddssonar. (frh)
 • V | 13:42 | Hreiðar Már: Mér blöskrar, einfaldlega það sem menn hafa sagt hér!
 • R | 13:42 | (frh) Arnór kvað fyrstu hættumerki hafa gert vart við sig 2005 og Davíð sagðist hafa séð í hvað stefndi.
 • M | 13:42 | “Mér blöskrar”, sagði Hreiðar Már um ummæli Seðlabankamanna fyrir Landsdómi um að þeir sé hrunið fyrir.
 • V | 13:43 | Hreiðar Már: Aðstoðarseðlabankastjóri kemur hér og segist hafa séð að allt væri að falla árið 2005, en gerði ekkert.
 • V | 13:43 | Hreiðar Már: Seðlabankastjóri segir; “Ég varaði við, ég varaði við, en forsætisráðherra gerði ekkert”. Samt var það hann sem ákvað…
 • R | 13:43 | Dómsforseti bendir Hreiðari á að hann sé ekki í dómsþing kominn til að svara skýrslugjöf annarra manna heldur svara spurningum
 • V | 13:44 | Hreiðar Már: (frh) .. að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra!
 • M | 13:44 | Hreiðar: Erfitt að selja eignir 2007 en ekki ómögulegt. Hefði komið niður á verði eignanna en efnahagur bankans hefði minnkað.
 • R | 13:44 | Hreiðar segir að helstu eignir sem Kaupþing hefði getað selt 2008 hefði verið FIH eða S&F. Fengist lægra verð en kaupverð.
 • V | 13:45 | Markús grípur inn í: Ég vil biðja vitnið að vera ekki að ræða málin út frá því sem önnur vitni hafa sagt.
 • R | 13:45 | Kaupþingsmenn hafi talið betra að færa eignir í erlend félög og fjármagna hana þannig heldur en selja eignir, segir Hreiðar.
 • M | 13:46 | Hreiðar: Legir þá beinast við að selja FIH eða S&F bankana. Vildu frekar koma starfseminni erlendis og fjármagna sig þar.
 • V | 13:46 | Benedikt Bogason: Var það hugleitt að sækjast eftir auknu hlutafé?
 • R | 13:46 | Benedikt Bóasson spyr hvort hugleitt hafi verið að sækja eftir meira hlutafé. Hreiðar segir það hafa verið hluta af NIBC kaupum
 • R | 13:47 | Eftir að kaup á NIBC hafi ekki gengið eftir hafi ekki verið farið út í að auka hlutafé í Kaupþingi, segir Hreiðar.
 • V | 13:47 | Hreiðar Már: Það hefði verið hluti af samningnum um kaup á NIBC. Við áttum í viðræðum við sjóð í Katar, um kaup á 20 prósent hlut.
 • R | 13:48 | Vilhjálmur H. Vilhjálmsson spyr hvers vegna Kaupþing féll. Vegna neyðarlaga, segir Hreiðar Már.
 • M | 13:48 | Hreiðar: Kaupþing féll við það að neyðarlögin voru sett.
 • V | 13:49 | Hreiðar Már: Bankinn fellur þegar neyðarlögin eru sett, vitaskuld. Það er ekki hægt að reka banka við þær aðstæður.
 • M | 13:49 | Hreiðar: Enginn vildi eiga í viðskiptum við Kaupþing eftir að neyðarlögin voru sett. Lög sem mismuna kröfuhöfum o.s.frv.
 • R | 13:49 | Hreiðar: Eftir neyðarlög sem mismunuðu fólki á grundvelli búsetu og breyttu röð kröfuhafa vildi enginn hafa viðskipti við okkur.
 • M | 13:49 | Hreiðar: Skýrslutöku af Hreiðari Má lokið.
 • R | 13:50 | Hreiðar Már hefur lokið skýrslugjöf sinni og gengur út. Á sama tíma halda margir áhorfendur á brott.
 • R | 13:50 | Meðal þeirra áhorfenda sem sitja eftir er Sigurvin Ólafsson, lögmaður og áður liðtækur miðjumaður í fótbolta.
 • V | 13:51 | Hreiðar Már hefur lokið skýrslutöku. Hann yfirgaf salinn, í ljósadýrð frá flössum ljósmyndara.
 • R | 13:51 | Guðjón Rúnarsson, frkvstj Samtaka fjármálafyrirtæki, er sestur í vitnastól. Skýrslutaka hafin.
 • V | 13:52 | Hreiðar Már hefur lokið skýrslutöku og hefur yfirgefið salinn, í ljósadýrð frá flössum ljósmyndara. Guðjón Rúnarsson gefur nú skýrslu.

Guðjón Rúnarsson

 • M | 13:53 | Skýrslutaka hefst af Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja.
 • R | 13:53 | Hugmyndir um að draga úr stærð bankanna komu ekki inn á borð Samtaka fjármálafyrirtækja, segir Guðjón.
 • V | 13:54 | Helgi Magnús: Lýstu aðeins Samtökum fjármálafyrirtækja. “Hvaða starfsemi er þetta eiginlega?” Flissað í salnum.
 • V | 13:54 | Guðjón lýsir almennri starfsemi SFF, sem regnhlífasamtökum fjármálafyrirtækja í landinu.
 • R | 13:55 | Guðjón segist ekki hafa haft önnur samskipti við Geir en á fundi með bankamönnum í feb 2008. Man ekki eftir umræðu um minnkun
 • R | 13:55 | Hefðu stjórnvöld viljað að bankar minnkuðu hefðu þau líklega rætt við forsvarsmenn þeirra beint, frekar en á fjölmennum fundi, segir Guðjón
 • M | 13:56 | Guðjón: Kannast ekki við að áform hafi verið uppi eða þrýstingur um að færa höfuðstöðvar bankanna erlendis.
 • V | 13:57 | Guðjón: Ég upplifði það þannig að umræðan um íslensku bankanna hafi oft verið neikvæð og erfið, en hún var líka misjöfn.
 • M | 13:57 | Guðjón: Né að minnka umfang þeirra en það hefði heldur ekki komið inn á hans borð.
 • R | 13:58 | Guðjón taldi á sínum tíma að neikvæð umfjöllun um bankana hefði gengið helst til langt. Stjórnvöld beðin að áréttta stöðuna.
 • R | 13:58 | Andri spyr hvort Guðjón telji eftir á að ímyndarherferð hafi átt rétt á sér og getað komið í veg fyrir að illa færi.
 • R | 13:59 | Guðjón telur að ímyndarherferð 2006 hafi að sumra mati skipt máli. Slíkt geti því skipt máli.
 • M | 14:00 | Guðjón: Eftirlitsaðilar frekar “balaniseraðir” á árinu 2008 um íslensku bankana en frekar erlendar fjármálastofnanir sem voru neikvæðar.
 • R | 14:00 | Andri spyr hvort lán til eignarhaldsfélaga og óvissa um eignarhald banka hafi verið rædd hjá samtökunum. Nei, segir Guðjón.
 • V | 14:00 | Guðjón: Var einhvern rætt um miklar lánveitingar til ehf., eigenda bankanna og fleira þess háttar, á stjórnarfundum SFF?
 • M | 14:01 | Guðjón: T.d. greiningardeildir þeirra, þ.e. samkeppnisaðilar.
 • V | 14:01 | Guðjón: Nei, þetta heyrir frekar undir einstaka fyrirtæki.
 • R | 14:02 | Hreiðar Már er farinn úr húsinu. Hann svaraði ekki spurningum fjölmiðlamanna eftir að hafa gefið skýrslu í landsdómi.
 • V | 14:02 | Magnús dómari spyr: Var einhvern tímann rætt um trúverðugleika lánshæfismatsfyrirtækja og endurskoðendafyrirtækja?
 • M | 14:03 | Skýrslutaka af Guðjóni Rúnarssonar lokið.
 • V | 14:03 | Guðjón: Einstaka tilvik, varðandi lánshæfismatsfyrirtækin, en ekki varðandi endurskoðendafyrirtækin.
 • R | 14:03 | Skýrslutöku Guðjóns er lokið, þrettán mínútum eftir að hún hófst.
 • R | 14:04 | Þetta var sem sagt stysta skýrslutakan til þessa.
 • M | 14:04 | Skýrslutaka af Rúnari Guðmundssyni, sviðsstjóri vátryggingasviðs FME, hefst.
 • M | 14:05 | Bekkurinn er enn þéttsetinn en eitthvað hefur aðeins fækkað í hópi áhorfenda eftir að Hreiðar Már fór.
 • V | 14:05 | Guðjón hefur nú lokið skýrslugjöf, í sæti vitnis er sestur Rúnar Guðmundsson, f. sviðsstjóri vátryggingaeftirlits FME.
 • R | 14:05 | Rúnar Guðmundsson er sestur í vitnastól. Hann er sviðsstjóri vátryggingasviðs FME. Var einnig í mörgum vinnuhópum á vegum FME
 • M | 14:06 | Rúnar: Var í viðbúnaðarhópi FME sem starfaði frá 2006 og fram að hruni.
 • R | 14:07 | Það væri þægilegra að hafa þetta fyrir framan sig, segir Rúnar, spurður út í skjal. Stendur upp og fær það lánað hjá saksóknara
 • R | 14:08 | Það vefst nokkuð fyrir Rúnari að finna skjalið. Andri verjandi Geirs gengur þá til hans og hjálpar honum.
 • M | 14:09 | Rúnar: FME reyndi að draga lærdóm af reynslu Dana af Roskilde bank. Tengdist norrænni viðbúnaðaráætlun frá 2006-2007.
 • R | 14:09 | Rúnari var falið 2006 að draga lærdóma af vinnu Dana vegna vanda Roskilde.
 • R | 14:10 | Rúnar var í viðbúnaðarhópi. Segir þetta starf hafa skilað sér í að Seðlabanki, FME og viðskiptaráðuneyti gátu brugðist við.
 • M | 14:10 | Rúnar: Hluti af viðbúnaði FME og skipti sköpum að hans mati varðandi það þegar hrunið varð.
 • R | 14:11 | Mér þykir það miður að viðbúnaðaræfing var ekki kláruð, það hefði getað skilað meiri árangri, segir Rúnar.
 • V | 14:11 | Rúnar: Norræna viðlagaáætlunin skipti miklu máli, og hjálpaði til við að undirbúa eftirlitið undir þá erfiðleika sem síðar komu fram.
 • R | 14:11 | Rúnar segir að viðbúnaðaræfingin hafi verið mjög raunsæ þó raunveruleg nöfn hafi verið notuð en ekki raunverulegar tölur.
 • M | 14:11 | Rúnar: Sett á svið ýmsar aðstæður og erfiðarleikar sem gætu komið upp. Kom ýmislegt í ljós sem mátti laga, lærðu mikið af því.
 • R | 14:12 | Lærdómur af þessari æfingu hafi nýst vel í því starfi sem var framundan til að bregðast við hruninu, segir Rúnar.
 • M | 14:13 | Rúnar: Vill ekki tjá sig nákvæmlega um æfingarnar, notuð raunveruleg nöfn en ekki raunverulegar tölur, bundinn trúnaði.
 • R | 14:13 | Í viðbúnaðaræfingunni var notað nafn Kaupþings en Rúnar kveðst bundinn trúnaði og vill ekki tjá sig efnislega um æfinguna.
 • R | 14:13 | Rúnar neitaði að tjá sig um hvers vegna æfingin hefði verið stöðvuð en sagði það hafa komið fram í hádegisfréttum. (frh)
 • V | 14:14 | Rúnar ber við trúnaði um einstaka þætti viðlagaáætlunar með Norrænu eftirlitunum, en segir hana hafa skipt miklu máli fyrir neyðarlögin.
 • R | 14:14 | (frh) Þar vísar Rúnar til orða fv forstj FME um að ráðuneytisstjóri fjármála hefði neitað að taka ákvörðun og því verið hætt.
 • M | 14:14 | Rúnar: Æfingarnar komu sér mjög vel þegar hrunið varð og lærdómur af þeim en þær voru hins vegar ekki kláraðar. Hefði komið sér vel.
 • R | 14:16 | Rúnar var í hópi sem samdi drög að frumvarpi sem síðar varð grunnurinn að neyðarlögunum. Falin sértæk verkefni dagana fyrir hrun
 • V | 14:17 | Rúnar: Mér var falið að undirbúa sviðsmynd, í sértæku verkefni, með öðrum stofnunum, ef bankar gætu ekki fjármagnað sig.
 • R | 14:17 | Vikuna fyrir setningu neyðarlaga var kortlagt hvað stjórnvöld gætu og þyrftu að gera bankarnir væru fjármagnslausir, segir Rúnar
 • M | 14:18 | Rúnar: Unnið að frumvarpi að lögum sem voru forvari neyðarlaganna og snerist um það hvað íslensk stjórnvöld hefðu getað gert frh.
 • R | 14:18 | Það vantaði skriflega viðbúnaðaráætlun eða verkferil sem gott hefði verið að hafa til að vinna eftir, segir Rúnar (frh)
 • R | 14:19 | (frh) Þar svaraði Rúnar spurningu saksóknara um hvort viðbúnaðaráætlun hefði verið til staðar.
 • V | 14:19 | Rúnar: Ég tel að FME hafi verið í stakk búið til þess að framkvæma yfirtöku á bönkum, með þeirri undirbúningsvinnu var búin að fara fram.
 • M | 14:19 | frh. ef bankarnir gætu ekki fjármagnað sig.
 • M | 14:20 | Rúnar var í hópnum sem vann neyðarlögin. Vantaði skriflega viðbragðsáætlun sgeir hann aðspurður af saksóknara sem var hægt að vinna eftir.
 • V | 14:21 | Moli: Starfsmenn frá sérstökum saksóknara komu hér áðan og hlustuðu á Hreiðar Má flytja skýrslu. Þeir yfirgáfu svæðið þegar hann fór út.
 • R | 14:21 | Við vorum klárlega ekki með tilbúna viðbúnaðaráætlun þegar hrunið kom en vel undirbúin til að bregðast við vanda, segir Rúnar
 • M | 14:22 | Rúnar: Telur að FME, SÍ, viðskiptaráðuneytið hafi lyft grettistaki með neyðarlögunum. Skrifar það ekki síst á vandað starfsfólki.
 • R | 14:22 | Viðbúnaður var góður en hefði vissulega mátt vera vandaðri en stofnanir sem komu að neyðarlögum lyftu grettistaki, segir Rúnar.
 • V | 14:22 | Rúnar: Ég tel FME, seðlabankann og viðskiptaráðuneytið hafa lyft grettistaki með setningu neyðarlaga og framkvæmd þeirra í kjölfarið.
 • R | 14:23 | Rúnar segir að lögfræðingahópurinn sem hann var í hafi verið hættur þegar að hruni kom. Þau hafi unnið forvinnu sem var gagnleg
 • M | 14:23 | Rúnar: Kom ekki að lokavinnu við neyðarlögin, þeirri vinnu sinnti forstjóri FME, Jónas Fr. Jónsson, af hálfu stofnunarinnar.
 • R | 14:24 | Rúnar segist hafa spurt sjálfan sig hvers vegna lögfræðingahópurinn var ekki kallaður til lokavinnu, en ekki komið að sök.
 • M | 14:24 | Skýrslutöku lokið af Rúnari Guðmundssyni.
 • R | 14:24 | Verjandi hafði engar spurningar fyrir Rúnar. Hann skilar saksóknara möppunni sem hann fékk lánaða og gengur síðan út.
 • R | 14:25 | Næsta vitni er ekki komið og er gert 15 mínútna hlé.
 • V | 14:25 | Rúnar hefur lokið skýrslugjöf. Hlé hefur verið gert á þinghaldi í fimmtán mínútur.
 • V | 14:34 | Moli: Sturla Jónsson vöruflutningabílstjóri er mætur í salinn. Hann hefur verið tíður gestur, en stoppar yfirleitt í skamman tíma.
 • V | 14:38 | Samkvæmt dagskrá er Þorsteinn Már Baldvinsson, f. stjórnarformaður Glitnis og nú forstjóri Samherja, næstur í sæti vitnis.
 • V | 14:39 | Moli: Þorsteinn Már gekk sem frægt er, á fund seðlabankans haustið 2008 og óskaði eftir lán til Glitnis vegna lausafjárerfiðleika.

Þorsteinn Már Baldvinsson

 • V | 14:40 | Þorsteinn Már Baldvinsson er nú að setjast í sæti sitt fyrir Landsdómi.
 • R | 14:41 | Þorsteinn Már Baldvinsson gengur í salinn, næst síðasta vitnið í dag. Hann var stjórnarformaður Glitnis við fall bankans.
 • M | 14:41 | Þinghald heldur nú áfram að loknu 15 mínútna hléi.
 • V | 14:42 | Þorsteinn Már er Akureyringur og talar harða Norðlensku, stundum nefnd Eyfirska, þegar hann segir frá nafni, kennitölu og búsetustað.
 • V | 14:42 | Helgi Magnús: Getur þú greint frá aðkomu þinni að Glitni banka á árinu 2008?
 • M | 14:42 | Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrv. stjórnarformaður Glitnis er nú í vitnastæukunni.
 • R | 14:43 | Það var ákvörðun stjórnar bankans að minnka hann, segir Þorsteinn. 200 manns sagt upp á þremur mánuðum. Var að okkar frumkvæði
 • M | 14:44 | Þorsteinn: Stefna stjórnar Glitnis að minnka bankann. Var m.a. sagt upp 200 manns 2008. Að þeirra framkvæði alfarið.
 • R | 14:44 | Þorsteinn segir að unnið hafi verið að því að loka, draga úr eða selja starfsemi Glitnis erlendis.
 • V | 14:44 | Þorsteinn Már: Í febrúar 2008 tók ég sæti í stjórn og var formaður til 7. október 2008. Um 200 manns var sagt upp fljótlega, og reynt. frh
 • V | 14:45 | Þorsteinn Már: .. að selja eignir. Það var nánast búið að ganga frá sölu eigna í Noregi til Nordea, en það gekki ekki eftir fall Lehman
 • R | 14:45 | Þorsteinn segir að tilraunir til að draga úr stærð bankans hafi verið að frumkvæði stjórnar en ekki stjórnvalda.
 • M | 14:45 | Þorsteinn: Menn í góðri trú að geta selt eignir.
 • V | 14:45 | Þorsteinn Már: Við hefðum verið að losa um eignir upp á 900 milljónir evra og þetta hefði getað haft mjög mikið að segja fyrir bankann.
 • R | 14:46 | Þorsteinn segist ekki muna hvað hann ræddi við Geir á fundi í mars 2008. Fundað aftur með honum í ágúst og sept.
 • R | 14:47 | Þorsteinn veit ekki til þess að stjórnvöld hafi óskað upplýsinga um að draga úr stærð Glitnis.
 • M | 14:47 | Spurður hvort áform voru uppi 2008 að sameina banka segir Þorsteinn að 2008 hafi verið send tilkynning um að sameina Byr og Glitni.
 • R | 14:48 | Mín prívat skoðun var að til lengri tíma litið væri kannski rétt að skoða sameiningu banka til að lækka kostnað, segir Þorsteinn
 • V | 14:48 | Þorsteinn Már: Það var mín prívat skoðun að það ætti að skoða sameiningu einhverra banka. Ég sagði Geir frá því í ágúst (aðspurður).
 • M | 14:48 | Spurður hvort hann hafi rætt um þessi áform við Geir sagðist hann telja að hann hafi sagt honum skoðun sína í ágúst 2008
 • V | 14:50 | Þorsteinn Már: Það er sjálfsögðu á valdi eigenda banka, hvort með fara út í sameiningu eða eitthvað slíkt.
 • V | 14:51 | Helgi Magnús: Áttiru einhver samskipti við Tryggva Þór Herbertsson um stöðu Glitnis á árinu 2008?
 • V | 14:51 | Þorsteinn Már: Ég ræddi við Tryggva Þór í einhver skipti.
 • M | 14:52 | Segist aðspurður hafa komið einu sinni eða tvisvar í Seðlabankann fyrir hrun.
 • R | 14:52 | Það var ekki þrýstingur frá einum eða neinum að draga úr stærð bankans. Það var ákvörðun stjórnar Glitnis, segir Þorsteinn.
 • V | 14:52 | Þorsteinn Már: Stjórnvöld komu ekki að því að minnka efnahag Glitnis, heldur var það stjórnin sem gerði það og vann í því að heilindum.
 • V | 14:53 | Þorsteinn Már: Enda er það verkefni fyrirtækjanna fyrst og fremst, að hugsa um eigin efnahag.
 • M | 14:53 | Þorsteinn: Var enginn þýsting frá stjórnvöldum að sameina banka, stjórnvöld komu ekki að því máli. Að þeirra frumkvæði að skoða það.
 • V | 14:54 | Andri: Kannastu við það að Tryggvi Þór hafi haft samband við þig í ágúst 2008?
 • R | 14:55 | Saksóknari spyr Þorstein út í orð Geirs í samtali um sameiningu banka að það væri ekki tímabær. Þorsteinn svarar litlu.
 • V | 14:55 | Þorsteinn Már: Ég hitti Tryggva Þór, og Björgólf Guðmundsson um hvort það væri mögulegt að hagræða eða sameina innan kerfisins.
 • V | 14:56 | Þorsteinn Már: Þetta leiddi ekkert sérstakt af sér, það var enginn sérstakur áhugi á sameiningu.
 • R | 14:57 | Andri spyr hvort lántakendur hafi verið beðnir að selja eignir og borga upp lán. Þorsteinn segir það hafa verið skýra stefnu.
 • V | 14:57 | Þorsteinn Már: Allan tímann sem ég var stjórnarmaður Glitnis þá var upp á lagt að draga úr kostnaði og hagræða.
 • V | 14:57 | Andri: Var rætt um það að aðstæður til sölu á eignum væru erfiðar á árinu 2008?
 • M | 14:58 | Þosteinn: Skýr stefna að selja eignir og minnka Glitni.
 • R | 14:59 | Skýrslutöku yfir Þorsteini Má er lokið.
 • V | 14:59 | Þorsteinn Már: Menn töldu að það væru góðar eignir í Noregi sem væri hægt að selja eins og áður segir, en það náðist ekki að klára það.
 • M | 15:00 | Skýrslutöku lokið af Þorsteini Má.
 • V | 15:00 | Þorsteinn Már hefur nú lokið skýrslugjöf og stutt hlé hefur verið gert á þinghaldi, tíu mínútur.
 • V | 15:01 | Þorsteinn Már gekk að Geir og heilsaði honum og verjanda hans áður en hann gekk út, og saksóknara sömuleiðis.
 • R | 15:02 | Þorsteinn Már kvaddi Geir, verjanda og saksóknara með handabandi á leið út. Næsta vitni er ekki komið og því stutt hlé gert.
 • V | 15:10 | Jónína Lárusdóttir, áður ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, er næst í sæti vitnis.

Jónína S. Lárusdóttir

 • M | 15:10 | Skýrslutaka af Jónínu Lárusdóttur, fv. ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins, hefst nú.
 • R | 15:10 | Jónína S. Lárusdóttir, fv ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis er komin til að gefa skýrslu.
 • V | 15:11 | Jónína: Ég fór í fæðingarorlof í desember 2007 og snéri aftur til starfa 1. ágúst 2008.
 • M | 15:13 | Jónína sat bara einn fund í samráðshópnum áður en hún fór í fæðingarorlof. Varð fyrir áfalli vegna stöðu kerfisins þegar hún kom til baka.
 • V | 15:13 | Jónína: Ég sat einn fund í samráðshópnum áður en ég í orlof en varð fyrir “áfalli” þegar ég sá hver staðan var eftir að ég snéri til baka.
 • R | 15:13 | Ég varð fyrir miklu áfalli út af stöðunni í þjóðfélaginu, segir Jónína um endurkomu í samráðshóp upp úr miðju ári 2008.
 • R | 15:14 | Jónína segir að staðan hafi þá verið orðin verri en hún hafði gert sér grein fyrir í leyfi sínu frá störfum.
 • M | 15:14 | Jónína fór í fæðingarorlof í desember 2007 og kom aftur til starfa í ágúst 2008.
 • M | 15:15 | Jónína: Smráðshópurinn ekki stjórnvald samkvæmt lögum. Hafði aðallega það hlutverk að samræma.
 • R | 15:16 | Jónína segist ekki alltaf hafa verið sátt við stjórn starfshópsins og hvað menn vildu eða vildu ekki gera.
 • V | 15:16 | Jónína: Ég var kannski ekki alltaf sátt við stjórnunina á starfi samráðshópsins en það var ekki pólitísk stefnumörkun í sjálfu sér.
 • M | 15:17 | Jónína: Var ekki alltaf sátt við stjórnunina á starfinu en það var samt ekki vegna pólitískrar stefnumótunar.
 • R | 15:17 | Jónína telur þó ekki að hafi skort á pólitíska stefnumótun og tekur fram að hún telji menn hafa unnið af fullum vilja.
 • V | 15:17 | Jónína: Það voru allir að vinna vel í þágu þjóðarinnar í þessum samsráðshópi, þó hafi verið deildar meiningar, undir miklu álagi.
 • M | 15:18 | Jónína: Telur að allir hafi þó verið að vinna af heimildum í samráðshópnum.
 • R | 15:18 | Ágreiningur var innan samráðshóps um hvort gefa ætti út yfirlýsingu um stuðning tryggingasjóð innstæðueigenda, segir Jónína.
 • R | 15:19 | Ráðuneytisstjóri fjármála var andvígur því og formaður fylgdi honum. Jónína var fylgandi því að taka slíka ákvörðun.
 • V | 15:19 | Jónína: Ég ræddi við minn ráðherra, já, já, og upplýsti um það sem var að gerast í starfi hópsins.
 • M | 15:19 | Jónína: Engin viðbúnaðaráætlun tilbúin á pappir en vinna búin að eiga sér stað og upplýsingar sem lágu fyrir.
 • R | 15:20 | Engin viðbúnaðaráætlun lá fyrir í október en nægar upplýsingar lágu fyrir til að klára neyðarlög, segir Jónína.
 • V | 15:20 | Jónína: Það var engin áætlun tilbúin, endanlega 3. október, þegar öll sund voru að lokast, en það var búið að safna saman upplýsingum.
 • R | 15:21 | Eiríkur Stefánsson, sem þekktur er fyrir andstöðu við kvótakerfið, gengur í salinn til að fylgjast með skýrslutökum.
 • M | 15:21 | Jónína: Nægar upplýsingar lágu fyrir til að meta stöðuna þegar hrunið átti sér stað vegna þeirrar vinnu.
 • V | 15:22 | Jónína:Það var búið að vinna mikilvæga vinnu sem síðan, skipti máli fyrir neyðarlögin sem voru útbúin endanlega helgina áður en þau eru sett
 • R | 15:22 | Jónína: Neyðarlagafrumvarpið er árangur þeirrar vinnu sem unnin hafði verið á ýmsum vettvangi og var hægt að klára um helgina.
 • M | 15:23 | Jónína: Neyðarlögin byggð á vinnu nokkurra hópa.
 • V | 15:23 | Jónína: Starf þessa samráðshóps skilaði því, að það var hægt að klára neyðarlögin á skömmum tíma.
 • R | 15:24 | Jónína segir að grein neyðarlaga um að FME gæti yfirtekið banka hafi verið unnin áður en síðan snurfusuð helgina sem neyðarlög kláruðust
 • M | 15:24 | Jónína: Neyðarlögin endanlega tilbúin helgina fyrir hrun. Telur vinnu innan samráðshópsins hafa verið markvissa aðspurð af Helga.
 • V | 15:26 | Jónína: Þegar horft er til baka núna, þá hefði það ekki breytt svo miklu ef það hefði verið tilbúin áætlun í júlí 2008, eða á öðrum tíma.
 • M | 15:26 | Jónína: Ekki fyllilega sátt við stjórnunina í samráðshópnum.
 • R | 15:26 | Helgi varasaksóknari spyr Jónínu út í gagnrýni hennar á vinnulag samráðshóps í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
 • R | 15:26 | Ég var ekki að öllu leyti sátt við hvernig vinnunni var háttað segir Jónína en telur að það hefði ekki skipt sköpum um árangur.
 • R | 15:27 | Jónína segist hafa viljað vinnuna hraðar en gert var. Kannski hefði þó ekki verið hægt að taka ákvarðanir með öðrum hætti en var
 • R | 15:28 | Varasaksóknari spyr hvort það hefði verið tregða af hálfu fjármálaráðuneytis að veita Björgvini G. Sigurðssyni upplýsingar
 • M | 15:29 | Spurð af Helga hvort upplýsingaflæði til Björgvins G. hafi verið heft segir hún að aldrei hafi verið haldið gögnum frá henni í nefndinni.
 • R | 15:29 | Jónína segir að engum gögnum hafi verið haldið frá sér. Hún hafi fengið sömu gögn og aðrir í samráðshópnum.
 • V | 15:29 | Jónína: Ég var ósátt við það að staða Tryggingasjóðs innstæðueigenda væri óljós, og lá ekki á þeirri skoðun minni.
 • R | 15:30 | Jónína segist hafa greint Björgvini G frá því að henni þættu starfshættir samráðshóps ekki nógu góðar. Ekki beint því til Geirs.
 • V | 15:30 | Andri: Vildir þú að óánægju þinni með stýringu samráðshópsins yrði komi til forsætisráðherra, eða veistu til þess að svo hafi verið?
 • M | 15:30 | Jónína: Hafði áhyggjur af stöðu Tryggingasjóðs innistæðueigenda og gagnrýndi það.
 • V | 15:31 | Jónína: Ég upplýsti minn ráðherra, en geri ekki ráð fyrir að það hafi farið til forsætisráðherra.
 • R | 15:32 | Jónína telur að helsta ágreiningsefni í samráðshópi hafi verið ákvarðanataka um hvort ríkið skyldi leggja út fé vegna bankavanda
 • V | 15:33 | Andri: Voru kannski of margar valmyndir í stöðunni fyrir stjórnvöld, það er varðandi fjárhagslega aðkomu ríkisins að innstæðutryggingunum?
 • R | 15:33 | Andri spyr hvort aðrir í samráðshópi hafi ekki talið málið orðið nógu þroskað til að taka ákvörðun um fjárskuldbindingar.
 • R | 15:34 | Spurningarnar núna snúa að því hvort helsta ágreiningsefnið hafi verið ákvarðanatöku um hverju ríkið skyldi heita ef banki félli
 • V | 15:35 | Jónína: Það voru ekki fyrir hendi endanlegar valmyndir um hvað ætti að gera.
 • R | 15:35 | Sigrún Magnúsdóttir spyr hvers vegna viðskiptaráðuneytið hafi viljað koma á nýrri nefnd í ágúst sem lögð var til í ríkisstjórn.
 • R | 15:36 | Sigrún vísar til nefndar sem Björgvin G. lagði til á ríkisstjórnarfundi að tæki til starfa um fjármálamarkaðinn og stöðugleika.
 • V | 15:36 | Sigrún Magnúsdóttir, dómari, spyr hvers vegna nauðsynlegt hafi verið setja á fót nýja nefnd í ágúst 2008, varðandi fjármálastöðugleika?
 • R | 15:37 | Jónína var nýkomin aftur til starfa þegar tillagan kom fram. Sér hefði verið skýrt frá að þetta væri m.a. til að undirbúa lög
 • M | 15:37 | Jónína: Segir að Björgvin G. hafi verið algerlega upplýstur um það sem fór fram innan samráðshópsins.
 • V | 15:38 | Jónína: Ég var nú nýkomin til baka úr orlofi þegar þetta kom fram, en þetta var meira hugsað almenns eðlis og til undirbúnings.
 • R | 15:38 | Andri spyr hvort Björgvin hafi lagt tilllöguna fram þar sem hann hefði ekki verið nægilega upplýstur um hvað var í gangi.
 • R | 15:39 | Varasaksóknari spyr hvort Jónína hafi talið sig eiga að hafa samband við forsætisráðherra væri hún ósátt við starf hópsins.
 • R | 15:40 | Jónína segist alls ekki hafa borið skyldu til að tala við forsætisráðherra. Hennar trúnaður hafi verið við viðskiptaráðherra.
 • M | 15:40 | Helgi spyr hvort Jónína hafi haft samskipti á þessum tíma við Geir. Einn fundur í ágúst um erindi frá breskum stjórnvöldum.
 • R | 15:40 | Helgi spyr hvort Jónína viti hvers vegna viðskiptaráðherra og starfsfólk hans var ekki haft með í ráðum um Glitnishelgina.
 • V | 15:41 | Moli: Eiríkur Stefánsson, sem fer oft mikinn á Útvarpi Sögu, er mættur í dómsal og fylgist grannt með gangi mála.
 • R | 15:41 | Jónína segir þau hafa fengið þá skýringu að málið væri á hendi formanna stjórnarflokkanna og því ekki talað við viðskiptaráðun.
 • R | 15:43 | Spurningarnar snúast núna um ákærulið 1.5 um flutning Icesave í dótturfélag og hvort Geir hafi fylgt því nægilega eftir.
 • V | 15:44 | Helgi Magnús: Hver var skoðun viðskiptaráðuneytisins á því hvort ætti að vera ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda?
 • R | 15:44 | Það var dálítið skýr ábyrgð fulltrúa fjármálaráðuneytis að ríkið bæri ekki ábyrgð á tryggingasjóði segir Jónína.
 • M | 15:44 | Jónína: Var nokkuð skýr afstaða fjármálaráðuneytisins að ríkið bæri aðeins ábyrgð á að setja lög um innistæðutryggingar.
 • R | 15:44 | Jónína segist hafa talið að hægt væri að færa frambærileg rök fyrir því að ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóði innstæðueigenda.
 • V | 15:44 | Jónína: Ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu var harður á móti því að ríkið bæri ábyrgð.
 • R | 15:45 | Jónína segist ekki endilega hafa verið þeirrar skoðunar en taldi mikilvægt að upplýsa þá sem tækju endanlegar ákvarðanir.
 • V | 15:45 | Jónína: Ég taldi að það væri hægt að færa fram góð rök fyrir því, að það væri hugsanlega ríkisábyrgð á lágmarkstryggingunni.
 • V | 15:46 | Jónína: Það hefur líka komið í ljós, að það eru deildar meiningar um þetta og þetta er mjög umdeilt, svo ekki sé meira sagt.
 • M | 15:47 | Jónína: Taldi hægt að setja fram frambærileg rök fyrir því að ríkið gæti hugsanlega borið ábyrgð á sjóðnum. Sýnt sig að er umdeilt.
 • R | 15:48 | Andri spyr hvort það hafi einhvern tíma komið til umræðu í samráðshópi að Geir yrði fenginn til að beita sér í Icesave.
 • R | 15:49 | Jónína segir að svo hafi ekki verið. Viðskiptaráðherra hafi farið til Bretlands og beitt sér.
 • M | 15:49 | Jónína: Taldi ekki valdheimildir til annars en að þrýsta á bankana.
 • R | 15:50 | Spurningum og svörum er lokið í dag.
 • R | 15:51 | Síðasti liður dagsins áður en þinghaldi er slitið er að Andri Árnason, verjandi Geirs, leggur fram ný gögn.
 • V | 15:51 | Skýrslugjöf Jónínu er þá lokið. Þinghaldi er lokið í dag, það hefst aftur á morgun klukkan 09:00.
 • M | 15:51 | Skýrslutöku af Jónínu lokið. Þinghaldi frestað til morguns. Hefst aftur 9 í fyrramálið.
 • R | 15:51 | Gögnin eru frá Kaupþingi og fjalla um Project Einar og Project Hans, um flutning höfuðstöðva eða eigna Kaupþings úr landi.
 • R | 15:53 | Þrettán eru á vitnalista á morgun, þeirra á meðal Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.