• R | 8:43 | Góðan dag úr landsdómi. Upp er runninn föstudagur hinna þrettán vitna. Embættismenn, bankamenn og ráðherrar gefa skýrslu.
 • R | 8:45 | Fyrstir til að gefa skýrslu í dag eru Sigurður Sturla Pálsson úr Seðlabanka og Tryggvi Þór Herbertsson fv efnahagsráðgjafi Geirs
 • M | 8:51 | Fimmti dagur Landsdómsmálsins að hefjast og fólk tínist í salinn. Verjendur og fjölskylda Geirs Haarde eru mætt.
 • R | 8:52 | Sigurður Sturla Pálsson er mættur í Þjóðmenningarhús. Hann var settur framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka.
 • R | 8:52 | Geir Haarde gengur í salinn og kastar kveðju á vitnið.
 • V | 8:52 | Þinghald fer að hefjast hér í Þjóðmenningarhúsinu innan tíðar. Fyrsta vitnið til þess að gefa skýrslu er Sigurður Sturla Pálssson, frá SÍ.
 • M | 8:53 | Vitnalisti dagsins í dag, á 5. degi Landsdómsmálsins, er sá lengsti hingað til, alls eru 13 einstaklingar boðaðir fyrir dóminn
 • M | 8:54 | Útlit er fyrir snarpar vitnaleiðslur og verður spennandi að sjá hvort dagskrá haldist. Það væri þá fyrsti dagurinn sem það tekst
 • V | 8:54 | Áf eftir Sigurði Sturlu kemur Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í vitnasætið og gefur skýrslu.
 • V | 8:57 | Moli: Þrettán vitni eru á dagskrá dagsins, þar á meðal eru ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
 • V | 8:59 | Moli: Fram að hádegi eru það Vilhelm Þorsteinsson, f. forstöðum. fjárstýringar Glitnis, Heimir Haraldsson, skilanefndarmaður Glitnis.. (frh)
 • M | 9:00 | Síðustu vitni dagsins í dag verða þau Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir
 • R | 9:01 | Skýrslutaka er hafin yfir Sigurði Sturlu.
 • V | 9:01 | Moli: (frh)Jóhannes Rúnar Jóhannsson, slitastjórn Kaupþings, Jón Guðni Ómarsson, f. starfsmaður Glitnis, og Kristján Óskarsson, skn. Glitnis

Sigurður Sturla Pálsson

 • V | 9:02 | Sigurður Sturla Pálsson er nú sestur í vitnasætið.
 • M | 9:02 | Sigurður Sturla Pálsson er sestur í vitnastúkuna. Hann er hagfræðingur og hefur starfað í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001.
 • V | 9:02 | Sturla er framkvæmdastjóri á alþjóða- og markaðssviði Seðlabanka Íslands, og hefur verið það síðan árið 2005.
 • R | 9:03 | Saksóknari spyr út í ákærulið 1.3 um hvort Geir hafi látið hjá líða að bregðast við hættu í fjármálakerfinu.
 • V | 9:04 | Sturla: Bankarnir höfðu verið gagnrýndir árið 2006 fyrir að taka mikla áhættu. Þær áhyggjur dóu aldrei alveg.
 • R | 9:05 | Bankarnir lágu undir ámæli 2006 fyrir að taka of mikla áhættu, virtist létta til eftir míníkrísu, segir Sigurður Sturla
 • V | 9:05 | Sturla: Eftir að Washington Mutual fór á hliðana árið 2007, þá lokast fjármagnsmarkaðir að mestu fyrir íslensku bankanna.
 • R | 9:05 | Sigurður segir að það hafi farið að þrengja að fjármögnun bankanna aftur haustið 2007, þá féll Washington Mutual bankinn.
 • M | 9:06 | Saksóknari biður Sturlu að lýsa því hvort hann hafi skynjað yfirvofandi hættu árið 2008 og í hverju hún hafi falist
 • R | 9:06 | Seðlabankinn taldi sér 2007 bera að gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að bankakerfið myndi hrynja.
 • R | 9:07 | Gengisfallið í apríl 2008 hafði mikil áhrif á bankana og lánamöguleika þeirra, segir Sigurður Sturla. Hættan vofði yfir frá 2006
 • V | 9:07 | Sturla: Strax á vormánuðum 2008 fellur gengi krónunnar, sem stafaði af því að þeir sem höfðu stundað vaxtamunaviðskipti vildu komast út.
 • M | 9:07 | Sturla: Litum á þetta sem lausafjárvandamál og að við þyrftum að gera allt sem í okkar valdi stæði til að fjármálakerfið myndi ekki hrynja
 • R | 9:07 | Seðlabanki vildi hjálpa bönkum með lausafjárfyrirgreiðslu til að hjálpa þeim að þreyja þorrann, segir Sigurður Sturla.
 • V | 9:07 | Sturla: Þetta olli erfiðleikum fyrir bankanna, og gjaldeyrismarkaðurinn var á þessum tíma mjög þunnur.
 • V | 9:08 | Moli: Jón Guðni Ómarsson, sem kemur hér á eftir, er í dag framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka.
 • R | 9:08 | Dagleg samskipti við bankana um að leysa vandann, segir Sigurður. Bankarnir höfðu enn aðgang að skammtímafjármögnun.
 • M | 9:08 | Sturla: Ég átti frá degi til dags í diskússjónum við bankana um hvernig við gætum leyst þessi vandamál
 • V | 9:09 | Sturla: Skammtímafjármögnun bankanna var nokkuð stöðug, en langtímafjármögnun var hins vegar meira vandamál, á árinu 2008.
 • R | 9:09 | Seðlabankinn óttaðist að þegar nær drægi að endurgreiða langtímalán tækist bönkunum ekki að fjármagna það, segir Sigurður.
 • V | 9:09 | Sturla: Það var viðlagahópur sem hafði starfað frá því árið 2006. Þessi hópur fundaði vikulega á árinu 2008.
 • V | 9:10 | Sturla: Mitt hlutverk í þessum hópi var að gera grein fyrir stöðu á alþjóðamörkuðum á hverjum tíma, og hvernig staðan væri.
 • M | 9:10 | Frá því seint á árinu 2007 hittist hópur í Seðlabankanum vikulega og fór yfir stöðuna og hugsanlegar aðgerðir.
 • R | 9:11 | Spurningarnar snúast nú að því hvort Geir hafi beitt sér fyrir að draga úr stærð bankakerfisins eða flutningi þess úr landi.
 • V | 9:12 | Sturla: Í febrúar mars 2008, þá var það mín tilfinning að bankarnir væru að reyna að selja eignir og minnka bankakerfið.
 • R | 9:12 | Í feb-mars 2008 var mín tilfinning að bankarnir reyndu að selja eignir, segir Sigurður. Seðlabanki fundaði ítrekað með bönkum
 • V | 9:12 | Sturla: Ég var hins vegar meðvitaður um að þetta var ekki létt verk. Við fengum upplýsingar um það, m.a. frá ráðgjöfum JP Morgan.
 • R | 9:13 | Sturla fékk uppl. um að tryggingafélag í Noregi var verðlagt lægra en ella vegna þess að eigendur væru íslenskir og veikir fyrir
 • V | 9:14 | Útgjöld hins opinbera lækkuðu um 41 milljarð milli ára http://t.co/nn0Hl9xw
 • V | 9:14 | Sturla segir ráðgjafa JP Morgan hafa sagt að StoreBrand, sem var í eigu íslenskra aðila, væri undirverðlagt um 35 prósent vegna þess…
 • R | 9:14 | Erlendum aðilum þótti ísl. bankarnir hafa keypt mörg fyrirtæki mjög dýru verði og mjög skuldsett, segir Sigurður Sturla.
 • M | 9:14 | Sturla: Mín upplifun var sú að bankarnir væru mjög meðvitaðir um þennan vanda og óttaslegnir um að endurfjármögnun tækist ekki í tæka tíð
 • V | 9:15 | .. að það var að miklu leyti í eigu íslenskra aðila, m.a. Exista og Kaupþings.
 • R | 9:15 | Sturla fór með Davíð til London að hitta bankamenn í feb 2008. Sagt að ísl. bankarnir nytu ekki trausts.
 • V | 9:15 | Sturla fór á fundi í byrjun árs 2008 með Davíð Oddssyni til London, að funda með bönkum og lánshæfismatsfyrirtækjum.
 • R | 9:15 | Sturlu og Davíð var sagt að ísl. bankarnir kæmust ekki á markaði fyrr en vel eftir að markaðir hefðu náð sér á strik.
 • M | 9:15 | Sturla: Bankarnir voru að reyna að selja eignir. SÍ fundaði ítrekað um það við þá Ég var mjög meðvitaður um að það var ekki létt verk.
 • V | 9:16 | Sturla: Kaupþingsmenn voru sagðir “rúnir” trausti, fjárfestar treystu þeim illa þegar þeir voru að kynna uppgjör sín.
 • R | 9:16 | Menn treystu ekki því sem Kaupþingsmenn sögðu á kynningarfundum. Höfðu líka áhyggjur af hinum bönkunum, segir Sturla.
 • V | 9:16 | Sturla: Bankar þarna úti gerði sér grein fyrir krosslánaáhættu, og þeir töldu að fall eins hefði keðjuverkandi áhrif á hina tvo.
 • R | 9:17 | Skilaboðin sem við Davíð fengum voru þau að staðan væri grafalvarleg, segir Sturla, ráðlagt að leita til erlendra Seðlabanka.
 • R | 9:17 | Seðlabanki leitaði til erlenda Seðlabanka um að fá gjaldeyrisskiptasamninga en gekk illa. Bara samið við Norðurlöndin.
 • M | 9:17 | Sturla: Alheimurinn vissi það að þessir bankar þjáðust alvarlega af lausafjárskorti og voru mjög neðarlega í fæðukeðjunni
 • V | 9:18 | Sturla: Okkur var sagt að reyna að gera gjaldmiðlaskiptasamninga til þess að styrkja stöðu sem var “grafalvarleg”.
 • R | 9:18 | Dómsforseti biður saksóknara að huga að því að spurningum fari að ljúka. “Þetta var nú bara síðasta spurningin” svarar Sigríður.
 • V | 9:19 | Sturla: Viðlagahópurinn fylgdist með lausafjárstöðu og gjaldeyrisjöfnuði.
 • R | 9:19 | Alþjóðasvið tók saman viðlagahandbók “Svörtu bókina” um viðbrögð ef allt færi á versta veg, segir Sturla.
 • V | 9:19 | Sturla: Við kláruðum það sem við kölluðum “svörtu bókina” um mitt ár 2008, sem var eins konar uppflettirit ef allt færi á versta veg.
 • M | 9:19 | Sturla fór til London árið 2008 með Davíð Oddssyni. Skilaboðin sem þeir fengu þar voru að staðan væri grafalvarleg.
 • V | 9:20 | Andri: Skynjaðir þú að það væri undirliggjandi eigin fjárvandi í bönkunum?
 • M | 9:20 | Sturla: Okkur var líka ráðlagt að leita til erlendra seðlabanka en þreifingar í þá veru voru þegar hafnar. Til að gera skiptasamninga
 • M | 9:20 | Sturla: Þeir töldu að við ættum litla von um að fá aðgang að skuldabréfamarkaði, hvort sem það væru bankarnir eða ríkið
 • V | 9:21 | Sturla: Við horfðum fyrst og fremst á efnahagsreikning bankanna, en það voru áhyggjur erlendis af eiginfjárveikleikum.
 • V | 9:21 | Sturla: Við litum svo á að FME hefði eftirlit með þessum þáttum, en við horfðum meira til skuldahliðarinnar á efnahagsreikningi.
 • R | 9:22 | Sturla segir að Seðlabankinn hafi talið FME fylgjast með hvort bankarnir ættu við eiginfjárvanda að stríða, ekki hlutverk Seðlab
 • V | 9:22 | Sturl: Við heyrðum af eiginfjárvanda, en voru ekki kerfisbundið að greina hann. Það var á hendi FME.
 • M | 9:23 | Sturla tekur undir með öðrum vitnum og segist hafa talið að afar erfitt hefði verið fyrir bankana að selja eignir árið 2008
 • R | 9:23 | Erfitt fyrir bankana að selja eignir, hugsanlega hægt að selja norskar eignir enda Norðmenn ríkasta þjóð heims, segir Sturla.
 • V | 9:23 | Sturla: Ég tel að það hafi verið erfitt að selja eignir allt árið 2008, og nánast ómögulegt. Staðan gjörbreytist til hins verra í ágúst 2007
 • M | 9:23 | Sturla: Það gjörbreyttist á miðju ári 2007 (möguleikarnir á því að selja eignir bankanna)
 • R | 9:23 | Það var búið að herða á lausafjárskýrsluskilum bankanna til Seðlabanka, segir Sturla. Eftirlit aukið.
 • V | 9:23 | Andri: Kallið seðlabankinn eftir skoðun á skilmálum þessar lánalína sem bankarnir voru með?
 • R | 9:24 | Sturla minnist þess ekki hvort stikkprufur voru gerðar á áreiðanleika skýrslna frá bönkunum. Hefði verið á borði fjármálasviðs.
 • V | 9:24 | Sturla: Ég man það ekki nákvæmlega, en við höfðum þó upplýsingar um þetta að einhverju leyti. Fjármálasviðið hafði þetta á sinni könnu.
 • M | 9:24 | Markús Sigurbjörnsson bendir á að 7 mínútur séu eftir af áætluðum tíma með þessu vitni. Næsti ákæruliður tekinn fyrir.
 • R | 9:25 | Við fylgdumst ekki mjög náið með innlánssöfnun Icesave fyrr en voru orðnar blikur á lofti, segir Sturla.
 • M | 9:25 | Markús biður Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara að hafa spurningarnar afmarkaði svo svörin fari ekki úr böndunum.
 • R | 9:26 | Icesave var eina fjármögnunarleiðin sem virkaði, eftir á séð, segir Sturla. Þetta hefði haldið bankakerfinu lifandi.
 • V | 9:26 | Sturla: Innlánssöfnunin var eina fjármögnun sem var að virka almennilega að þessum tíma, það er árið 2008.
 • R | 9:26 | Hefði einn banki fallið hefðu allir fallið, segir Sturla. Landsbanki stóð af sér útstreymi af Icesave snemma árs 2008.
 • M | 9:27 | Sturla segir að SÍ hafi fylgst vel með innlánssofnun Icesave þegar fram í sótti. Vissu í raun ekki hversu kvikt þetta væri
 • V | 9:27 | Sturla: Ég held að það hafi verið mikil hætta á ferðum ef við hefðum “kippt þessu úr sambandi”. Áhættan var samofin hjá öllum bönkunum.
 • R | 9:27 | Í útstreyminu af Icesave hrósuðu menn happi að þetta var á neti en ekki í útibúum, ekki hægt að taka myndir af fólki í röðum
 • M | 9:27 | Sturla: Eftir á að hyggja má segja að icesave hafi að einhverju leyti haldið lífi í bönkunum. Hefði verið erfitt að kippa því úr sambandi
 • M | 9:28 | Frh. ekki bara fyrir Landsbankann því bankarnir voru samhangandi, ef einn hefði fallið hefði það haft áhrif á hina
 • R | 9:28 | Seðlabanki fundaði með Landsbanka um Icesave í mars. Sagt að tæki 6 mán að koma þeim í dótturfélag. Sagt í júní að gengi ekki
 • V | 9:28 | Sturla: Við fylgdumst grannt með gangi mála varðandi Icesave, og skynjuðum það strax þegar neikvæðar fréttir um stöðu Íslands urðu áberandi.
 • V | 9:29 | Sturla: Sigurjón Árnason vísaði til þess að Bretar hefðu lítinn skilning á gæði eignasafni er tengdist sjávarútvegi. Hann nefndi það.
 • R | 9:29 | Sturla segir Sigurjón hafa lýst því að Bretar hefðu ekki skilning á eignum í sjávarútvegi, það gerði flutning Icesave erfiðari.
 • M | 9:29 | Sigurjón Þ. Árnason sagði Breta ekki hafa skilning á lánum til sjávarútvegsins, segir Sturla.
 • R | 9:30 | Sturla segir Sigurjón Árnason hafa lýst því að Bretar skildu ekki eignir í sjávarútvegi, það gerði flutning Icesave erfiðari
 • R | 9:30 | Sigurjón Árnason var sveiflukenndur í mati sínu á stöðu bankanna. Bjartsýnn og svartsýnn til skiptis, segir Sturla.
 • M | 9:31 | Sturla: Viðhorf [Sigurjóns Þ. Árnasonar] til þess hversu alvarleg staðan væri sveiflaðist svolítið á árinu 2008
 • V | 9:31 | Sturla: Sigurjón var stundum svartsýnn og stundum bjartsýnn. Icesave var “líflína” bankans á þessum tíma.
 • R | 9:31 | Aðspurður hvort komið hafi til umræðu að beita Landsbanka þrýstingi vegna Icesave segir Sturla það hafa verið gert í samtölum
 • M | 9:31 | Sturla: Hann talaði um það í mars að staðan væri erfið en mánuði seinna fullyrti hann að bankarnir myndu hafa þetta af
 • V | 9:32 | Sturla: Landsbankamenn reyndu að binda innlánin og náðu nokkrum árangri í því.
 • M | 9:32 | Sturla frh: Af því þá var áfram kominn vöxtur í Icesave reikningana, sem var líflína þeirra. Stundum var hann svartsýnn og stundum bjartsýnn
 • R | 9:33 | Sturla segir að á fundi með Landsbanka í feb. hafi Seðlabanki lýst þeirri skoðun að ekki væri ríkisábyrgð á innstæðutryggingum
 • M | 9:33 | Sturla: En ég held að enginn hafi haldið að þetta væri algjörlega vonlaust
 • V | 9:33 | Sturla: Að mínu mati verður ríkisábyrgð ekki til nema með lögum, það er ekki til nein ætluð ríkisábyrgð.
 • R | 9:33 | Seðlabanki leit svo á að ríkisábyrgð yrði aðeins til með lögum, segir Sturla. Slíkt væri ekki í lögum um innstæðutryggingar.
 • V | 9:34 | Sturla: Það var skilningur seðlabankans að það væri ekki ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda, ekki heldur lántökuheimildum hans.
 • M | 9:34 | Um Icesave: Afstaða Seðlabanka Íslands var að ríkisábyrgð yrði ekki til nema með lögum. Það er engin ætluð ríkisábyrgð.
 • R | 9:35 | Andri segist bara hafa eina spurningu fyrst tíminn sé knappur. Var Icesave litið jákvæðum augum í fyrstu, en neikvæðum síðar
 • M | 9:35 | Um Icesave: En auðvitað höfðum við gríðarlegar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefði á bankakerfið sem slíkt, segir Sturla
 • R | 9:35 | Það má til sanns vegar færa, segir Sturla. Áður var fundið að einsleitri fjármögnun banka og þeir hvattir til að auka innlán.
 • V | 9:36 | Sturla: Á grundvelli hvatningar frá lánshæfismatsfyrirtækjanna fara bankarnir að safna innlánum, bæði Landsbankinn og Kaupþing.
 • R | 9:36 | Landsbanki sveiflaðist úr því að innlán væru mjög lítill hluti í að vera mjög stór hluti fjármögnunar. Ný áhætta varð til, segir Sturla
 • M | 9:37 | Sturla bendir á að Landsbanki hafi stofnað Icesave eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir einsleita fjármögnun og ætti að safna innlánum
 • R | 9:37 | Sturla Bankar gáfu út skuldabréf frá mars/apríl 2008 og lögðu inn í Lúxemborg sem tryggingar. Seðlabankinn þar hótaði aðgerðum.
 • M | 9:38 | Sturla: En Landsbanki sveiflast úr því að innlán séu mjög lítill hluti af þeirra fjármögnun yfir í að þau séu uppistaðan í þeirra fjármögnun
 • V | 9:38 | Magnús R. Guðmundsson dómari, spyr út í fjármögnun Landsbankans og skuldabréf sem lögð voru að veði hjá seðlabankanum í Lúxemborg.
 • R | 9:38 | Seðlabanki Lúxemborgar hafði áhyggjur af skuldabréfaútgáfunni og vildi að Seðlabanki Íslands ynni með þeim, segir Sturla.
 • R | 9:38 | Seðlabanki leit þessa skuldabréfaútgáfu alvarlegum augum,s egir Sturla.
 • M | 9:38 | Sturla: Það varð nýr tími, ný áhætta með þessari innlánasöfnun og hún varð mönnum ljósari eftir því sem leið á
 • R | 9:38 | Skýrslutöku yfir Sturlu er lokið. Nú kemur að Tryggva Þór Herbertssyni að gefa skýrslu.
 • R | 9:39 | Góðan dag, segir Tryggvi Þór hátt og snjallt þegar hann gengur í salinn. Hann er annar núverandi þingmaðurinn til að bera vitni.
 • M | 9:39 | Skýrslutöku yfir Sigurði Sturlu Pálssyni er lokið, Tryggvi Þór Herbertsson hefur tekið sér sæti í vitnastúku
 • V | 9:39 | Sturla: Við fylgdumst grannt með þessu, og höfðum áhyggjur eftir því sem þær mögnuðust erlendis.

Tryggvi Þór Herbertsson

 • V | 9:40 | Tryggvi Þór Herbertsson er nú sestur í vitnasætið.
 • M | 9:40 | Tryggvi Þór var sérstakur efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá júlí fram í október 2008. Hann var mótfallinn yfirtöku Glitnis
 • R | 9:40 | Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde fram yfir hrun. Síðar var hann kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
 • V | 9:41 | Tryggvi Þór: Fram að 1. ágúst 2008 var ég forstjóri Askar Capital, en starfaði svo sem efnahagsráðgjafi til 15. október.
 • R | 9:41 | Tryggvi var forstjóri Askar Capital til 1. ágúst. 2008. Þá tók hann við starfi efnahagsráðgjafa forsætisráðh. til 15. október.
 • V | 9:42 | Helgi Magnús: Fékkstu upplýsingar um starf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika?
 • R | 9:42 | Tryggvi segist hafa fengið að vita af samráðshópi um fjármálastöðugleika eftir að Tryggvi hóf störf í forsætisráðuneytinu.
 • M | 9:42 | Rætt er um samráðshóp um fjármálastöðugleika. Formaður hópsins fór yfir stöðuna eftir hvern fund með Tryggva og/eða Geir
 • V | 9:42 | Tryggvi Þór: Ég fékk upplýsingar um starfið eftir að ég hóf störf og fylgdist með starfinu eftir því sem það gekk fram.
 • R | 9:43 | Fyrst og fremst upplýsinga- og samráðshópur en þarna komu fram hugmyndir sem skiptu sköpum við fall bankanna, segir Tryggvi
 • R | 9:43 | Tryggvi tiltekur breytta forgangsröð krafna sem mikilvæga hugmynd úr starfi samráðshópsins. Þá færðust innstæður fremst í röðina
 • V | 9:43 | Tryggvi Þór: Hugmyndir um breytingar á forgangsröð krafna, sem hluti af neyðarlögum, koma fram í þessum hópi, tel ég.
 • V | 9:44 | Helgi Magnús: Getur þú aðeins farið yfir Glitnis helgina og hvernig þetta horfði við þér?
 • M | 9:44 | Tryggvi Þór beðinn að gera grein fyrir aðkomu sinni að Glitnishelginni svo kölluðu, fyrir yfirtökuna
 • R | 9:44 | Geir fékk símtal fimmtudaginn fyrir Glitnishelgi og sagt að staðan væri alvarleg vegna lausafjárvanda. Flýtti heimför um 1 dag.
 • V | 9:45 | Skuldir hins opinbera rúmlega 114% af landsframleiðslu http://t.co/VcjVR9QN
 • V | 9:45 | Tryggvi Þór: Við forsætisráðherra vorum staddir í Bandaríkjunum þegar hann fær hringingu um stöðu Glitnis.
 • R | 9:45 | Stjórnarform. Glitnis upplýsti okkur eftir heimkomuna um að hann hefði óskað eftir aðstoð Seðlabankans, segir Tryggvi.
 • V | 9:45 | Tryggvi Þór: Við fundum síðan með stjórnarformanni Glitnis sem tjáir okkur að beiðnin, upp á 600 m. evra, snúist um gjalddaga um miðjan okt.
 • V | 9:46 | Tryggvi Þór: Síðan er fundað stíft, í fjármálaráðuneytinu og víðar. Það var fundað stanslaust á ýmsum stöðum.
 • M | 9:46 | Tryggvi var staddur í útlöndum ásamt Geir þegar hann fékk símtal um vanda í lausafjárstöðu Glitnis. Flýttu förinni heim um 1 dag
 • V | 9:47 | Tryggvi Þór: Á fundum í seðlabankanum var “óhemju” mikið af fólk, embættismenn, þingmenn, bankamenn og ráðherrar.
 • R | 9:47 | Tryggvi fer nú yfir fundahöld í fjármálaráðuneyti og Seðlabanka helgina sem Glitnir féll, einkum hverjir voru viðstaddir.
 • R | 9:48 | Spurningar varasaksóknara snúast að því að komast að því hvort allir úr samráðshópnum hefðu verið til staðar.
 • M | 9:48 | Þeir hittur Þorstein Má Baldursson sem sagðist hafa beðið um 600 m. evra lán frá Seðlabanka vegna gjalddaga Glitnis í okt.
 • V | 9:48 | Helgi Magnús: Hvernig huggnaðist þér þessi leið, varðandi yfirtöku á Glitni?
 • R | 9:48 | Fram kemur að Jónas Fr. forstj FME var ekki á fundinum í fjármálaráðuneytinu.
 • V | 9:49 | Tryggvi Þór: Mér huggnaðist hún illa, og sagði mönnum að hún myndi fella Stoðir/FL Group og í kjölfarið megnið af fyrirtækjum í landinu.
 • R | 9:49 | Tryggvi Þór hafði áhyggjur af að útþynning hluthafahópsins gæti haft alvarleg áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja og fellt þau.
 • V | 9:49 | Helgi Magnús: Fannst þér menn átta sig á þessu? Tryggvi Þór: Nei það fannst mér ekki.
 • R | 9:50 | Tryggvi: Seðlabankastjórarnir voru búnir að hugsa hverjar afleiðingarnar gætu orðið og hvað hlutabréfaverð gæti lækkað í Glitni.
 • V | 9:50 | Tryggvi Þór: Það er ekkert eitt plan til, þegar kemur að bankakreppum. Það þarf að bregðast við stöðunni hverju sinni, og meta hvað sé best.
 • M | 9:50 | Helgi Magnús saksóknari spyr hvernig Tryggva Þór hafi hugnast yfirtakan á Glitni
 • R | 9:50 | Ekki ítarleg áætlun um hvað myndi gerast við yfirtöku ríkisins segir Tryggvi. Bankar falli á hundruð mismunandi máta
 • R | 9:51 | Varasaksóknari spyr hvort ekki hefði verið hægt að gera áætlun um hvað gerðist ef FL Group félli við yfirtöku Glitnis.
 • M | 9:51 | Aðspurður hvort honum finnist menn hafa gert sér grein fyrir hvað áhrif yfirtakan gæti haft svarar Tryggvi Þór neitandi
 • V | 9:51 | Tryggvi Þór: Ég held að menn hafi ekki almennt gert sér grein fyrir krossáhættunni sem var í bankakerfinu.
 • R | 9:51 | Tryggvi telur að krosseignatengsl hefðu ekki legið ljós fyrir fyrr en síðar. Hefðu átt að liggja fyrir í FME, ekki annars staðar
 • V | 9:51 | Tryggvi Þór: Þetta er þáttur sem FME hefði átt að hafa yfirsýn yfir. Ég lít svo á að embættismenn og seðlabankinn, hafi ekki haft leyfi..
 • V | 9:52 | Tryggvi Þór.. til þess að hafa hafa þessar upplýsingar undir höndum, sem voru kirfilega varðar bankaleynd. FME hafði hins vegar heimildir.
 • R | 9:52 | Tryggvi segist hafa haft sínar upplýs úr starfi sem forstjóri Askar. Þær hafi verið betri en upplýs annarra sem komu að málinu.
 • M | 9:52 | Tryggvi: En bankakreppu og fall banka getur borið að á 100 mismunandi vegu og ekkert eitt plan sem hægt er að leggja fram
 • R | 9:53 | Varasaksóknari les upp úr vitnisburði Tryggva hjá rannsóknarnefnd um að margt af fólki hafi engan skilning haft á fjármálakerfi
 • V | 9:53 | Tryggvi Þór: Mér fannst fólk ekki gera sér grein fyrir því hvað það var að gera, við yfirtökuna á Glitni.
 • R | 9:53 | Fólkið sem um ræðir er það fólk sem kom að ákvörðunum og vinnu helgina sem Glitnir féll.
 • M | 9:54 | Tryggvi segir að seðlabankastjórar hafi farið yfir hverjar afleiðingarnar gætu orðið en ekki gert sér grein fyrir krosseignatengslum
 • V | 9:54 | Helgi Magnús: Þú ert að lýsa hér skilningsleysi og þekkingarleysi. Nýttist samráðshópurinn ekki eitthvað í þessari vinnu?
 • R | 9:54 | Helgi spyr hvort starf samráðshóps hafi eitthvað nýst um Glitnishelgina. Tryggvi bendir á neyðarlögin sem síðar voru sett.
 • V | 9:54 | Tryggvi Þór: Hugmyndin um að breyta forgangsröð krafna, sem kemur upp í samráðshópnum, lagði grunninn að hugsun neyðarlaganna.
 • M | 9:55 | Saksónari: Telurðu að þú hafir haft betri uppl. um krosseignatengsl en samráðshópurinn og ráðherrar sem skipuðu hann?
 • R | 9:55 | Við ræddum ekki neyðarlög þessa helgi, heldur aðgerð sem Seðlabankinn lagði til vegna Glitnis, segir Tryggvi.
 • M | 9:55 | Tryggvi Þór: Já ég tel svo vera
 • R | 9:55 | Var undirbúningurinn nógu góður fyrir 28. september, spyr Helgi.
 • V | 9:55 | Helgi Magnús: Var undirbúningurinn vegna þessara aðstæðna sem upp voru komnar, nægilega góður?
 • R | 9:56 | “Hvernig er hægt að búa sig undir að himnarnir hrynji,” spyr Tryggvi Þór á móti.
 • M | 9:56 | Tryggvi: Var búinn að vera forstjóri í fjárfestingabanka og þar fékk maður mikinn pata af því hvernig hlutirnir voru upp byggðir
 • V | 9:56 | Tryggvi Þór: Hvernig er hægt að undirbúa sig undir þær aðstæður að allt sé að hrynja? Ég hafði tilfinningu fyrir því að það væri áhætta…
 • R | 9:57 | Tryggvi segist hafa haft tilfinningu fyrir að verðfall hlutabréfa í einu fyrirtæki smitaðist í önnur gegnum krosseignatengsl.
 • M | 9:57 | Saksóknari með “eina einfalda spurningu í lokin”: Telur þú að menn hafi gert nóg til að undirbúa sig?
 • R | 9:57 | Hvorki hann né aðrir hafi gert sér grein fyrir hversu víðtækt það yrði.
 • V | 9:57 | Tryggvi Þór: ..vegna krosslánaáhættu í bönkunum, en það hafði engin upplýsingar um að þetta væri svona mikið eins og raunin var.
 • M | 9:57 | Tryggvi spyr á móti: Hvernig er hægt að búa sig undir það að himnarnir hrynji?
 • M | 9:58 | Saksóknari: Við erum ekki að tala um að himnarnir hrynji […] Upplýsingarnar sem lágu fyrir voru ekki af öðrum heimi.
 • R | 9:58 | Menn töldu að vegna þeirrar sérstöðu sem menn hafa hér á landi með Reiknistofu bankanna væri hægt að spegla greiðslumiðlun (frh)
 • V | 9:58 | Moli: Geir hefur skrifað nær látlaust hjá sér það sem Tryggvi Þór er að segja, án þess að horfa mikið upp.
 • R | 9:59 | (frh) bankanna innanlands inn í Seðlabankann, segir Tryggvi. Óvíst væri með greiðslumiðlun erlendis en það var leyst.
 • R | 9:59 | Helgi spyr hvort ekki hafi verið lagður neinn grunnur að þessu fyrr en sunnudaginn fyrir neyðarlög.
 • V | 10:00 | Tryggvi Þór: Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, samþykkti að bankinn myndi aðstoða við að halda greiðslumiðlun gangandi.
 • R | 10:00 | Tryggvi segist ekki hafa séð að grunnur hafi verið lagður að greiðslumiðlun við útlönd. Því hafi hann gripið til sinna ráða.
 • M | 10:00 | Tryggvi: Ég held að það hafi ekki verið búið að leggja grunn að því að tryggja greiðslumiðlun við útlönd, varð ekki var við það
 • V | 10:01 | Moli: Jamie Dimon hefur gefið út bók um hrunið 2008, sem heitir Last Man Standing. Hann er einn valdamesti maðurinn á Wall Street.
 • R | 10:01 | Helgi les upp úr skýrslu Tryggva hjá rannsóknarnefnd um að honum hafi ekki þótt menn hafa hugað að greiðslumiðlun við útlönd
 • M | 10:01 | Saksóknari vísar í skýrslu rannsóknarnefndar þar sem Tryggvi sagði að fólk hefði ekkert vitað hvað það var að gera Glitnishelgina.
 • V | 10:02 | Moli: Bill Pulman leikur Jamie Dimon í myndinni Too Big to Fail, sjónvarpsmynd sem gerð er eftir samnefndri bók Andrew Ross Sorkin.
 • M | 10:02 | Tryggvi staðfesti að þetta sé rétt lýsing á hans tilfinningu þá, “með tilfinningaþrungnu orðalagi”
 • R | 10:02 | Baldur var sá sem hljóp eftir reiðhjólinu og setti spýtur milli teinanna voru orð Tryggva í rannsóknarskýrslu sem Helgi les upp.
 • M | 10:03 | Farsíminn hringdi í vasanum á Tryggva Þór, Gleymdi að slökkva á honum. Hann missir aðeins þráðinn við að kíkja á skjáinn.
 • R | 10:03 | Tryggvi segir að sér hafi oft þótt sem hlutirnir stoppuðu á Baldri, menn væru ekki með forvirkar varnir heldur væru bara í marki
 • V | 10:03 | Tryggvi Þór: Mér fannst hlutirnir oft stoppa á Baldri (Guðlaugssyni).
 • R | 10:04 | Tryggvi réttir upp plagg “Neyðaráætlun fyrir íslenska bankakerfið” að eigin frumkvæði vegna umræðu um að viðbúnað hafi skort
 • V | 10:05 | Tryggvi Þór ætlaði að leggja fram plagg fyrir dóminn, en Markús greip inn að það gæti hann ekki gert. Málið dautt.
 • M | 10:05 | Tryggvi Þór réttir upp plagg sem hann segir neyðaráætlun sem unnin hafi verið af starfshópi ráðuneytisins
 • R | 10:05 | Markús bendir Tryggva á að hann geti komið gögnum til saksóknara eða verjanda en geti sjálfur ekki lagt gögn fyrir dóminn.
 • M | 10:05 | Markús stoppar Tryggva Þór af, vitni leggja ekki gögn fyrir dóminn. Tryggvi þagnar
 • R | 10:06 | Brynhildur Flóventz spyr hvort tillögum um yfirtöku Glitnis hafi fylgt skrifleg greinargerð. Já, segir Tryggvi.
 • V | 10:06 | Brynhildur Flóventz dómari: Fylgdi einhver greinargerð varðandi kaupin á hlutafé í Glitni til forsætisráðherra, þ.e. skrifleg?
 • V | 10:06 | Tryggvi Þór: Já.
 • R | 10:07 | Mitt annað verk í forsætisráðuneyti var að tala við alla bankana að beiðni Geirs til að fá saman hugmyndir um að minnka kerfið
 • R | 10:07 | Ég vann að hugmynd um að minnka bankakerfið, með vitneskju og samþykki Geirs, segir Tryggvi.
 • R | 10:08 | Tryggvi vildi sameina Glitni og Landsbanka, taka útibúakerfi úr öðrum og setja í Byr, færa norræna starfsemi Kaupþings í FIH.
 • M | 10:09 | Tryggvi Þór vann alla fyrstu vikuna í ágúst að áætlun sem miðaði að því að minnka bankakerfið. Með vitneskju og samþykki Geirs
 • R | 10:09 | Rreyna átti að selja eins mikið af eignum og hægt væri í framhaldi, segir Tryggvi. Ríkið gæfi út evruskuldabréf og færði bönkum
 • M | 10:09 | Miðaði að því að sameina Glitni og Landsbanka og færa norræna starfsemi Kaupþings í FIH
 • R | 10:10 | Bankarnir áttu að lána íbúðalán sín af hendi með afföllum, segir Tryggvi.
 • V | 10:10 | Tryggvi Þór: Mínar tillögur gerðu ráð fyrir að sameina Landsbankann og Glitni, færa alla norrænu starfsemi Kaupþings undir FIH í Danmörku.
 • R | 10:10 | Það var fyrirstaða við þessu hjá eigendum Glitnis en eigandi Landsbankans var ekki til í þessa, segir Tryggvi.
 • V | 10:11 | Tryggvi Þór: Síðan var uppi hugmynd um að gefa út evruskuldabréf með íbúðalán sem veð.
 • M | 10:11 | Tryggvi: Hefði gengið upp ef stjórnarform. Landsb hefði samþykkt að fara þessa leið en hann var alveg kaldur og fráhverfur því
 • R | 10:11 | Tryggvi telur að við þetta hefði bankakerfið orðið sterkara og orðið auðveldara að selja eignir.
 • V | 10:11 | Tryggvi Þór: Ég var í sambandi við stjórnarformenn Glitnis og Kaupþings varðandi þetta.
 • M | 10:11 | Tryggvi furðar sig á því að önnur vitni hafi gert lítið úr þessari miklu viðleitni fyrir Landsdómi
 • R | 10:12 | Þessi vinna fór öll fram í fyrstu viku í ágúst 2008, segir Tryggi. Menn töldu þetta raunhæft á þessum tíma.
 • M | 10:12 | Tryggvi: Við töldum að þetta væri tilraun sem væri þess virði að gera, hefðum tæpast farið út í það annars
 • V | 10:12 | Tryggvi Þór: Aðaleigendur Landsbankans gerðu lítið úr þessu og sögðu að þetta væri eitthvað sem mætti “gera seinna”.
 • R | 10:12 | Tryggvi undrast vitnisburð þeirra sem geri lítið úr mikilli vinnu sem hafi farið fram í forsætisráðuneytinu til að minnka banka.
 • R | 10:13 | Tryggvi segir rétt hjá stjórnarformanni Glitnis að fyrirhuguð eignasala í Noregi hafi verið þeirra verk.
 • V | 10:13 | Tryggvi Þór: Við vorum að fullri alvöru að reyna að minnka bankakerfið og draga úr áhættu, ég furða mig á “tali um annað”.
 • M | 10:14 | Tryggvi furðar sig á því að menn hafi túlkað þessa vinnu og samtöl við forsætisráðherra á þann hátt að ekki hafi verið að þrýst á bankana
 • V | 10:14 | Helgi Magnús: Hefðu þessar aðgerðir getað skilað árangri ef þetta hefði verið gert fyrr?
 • M | 10:14 | Markús áminnir Tryggva Þór að hann sé ekki hingað kominn til að svara öðrum vitnum.
 • V | 10:14 | Tryggvi Þór: Ég held að fyrirstaðan varðandi þessar aðgerðir, hafi fyrst og fremst verið hjá “bankamönnum”.
 • R | 10:14 | Fyrirstaðan fyrir því að ekki varð úr sameiningu var viljaleysi bankanna, segir Tryggvi. Hefði orðið enn erfiðara fyrr á árinu
 • V | 10:15 | Tryggvi Þór: Stjórnvöld geta ekki skipað einkafyrirtækjum fyrir, og farið fram á að stjórnendur þeirra geri hitt eða þetta.
 • M | 10:15 | Tryggvi: Ég er þannig skapi farinn og þannig karakter að það fer ekkert á milli mála þegar ég vil að eitthvað gerist
 • R | 10:15 | Einu tækin sem við höfðum voru tiltal og að höfða til þeirrar hættu sem bankarnir stóðu frammi fyrir, segir Tryggvi.
 • M | 10:15 | Tryggvi segir að stjórnvöld geti ekki farið inn í fyrirtæki og sagt þeim að minnka eða stækka, ekki nema það sé af samkeppnisástæðum
 • R | 10:16 | Helgi spyr hvort hægt hefði verið að skrúfa fyrir fjármögnun til bankanna gegnum ástarbréf í Seðlabankanum.
 • M | 10:16 | Tryggvi Þór: Einu tækin sem við höfðum voru tiltal og að höfða til þeirrar hættu sem lá að baki
 • R | 10:16 | Tryggvi svarar að það hefði ekki verið trúverðug hótun að hóta að skera á líflínu bankanna.
 • M | 10:16 | Tryggvi Þór: Ekki trúverðug hótun að stjórnvöld segist ætli að segja bankakerfið á hausinn.
 • V | 10:16 | Tryggvi Þór: Ég held að þessar aðgerðir hefðu verið enn erfiðari, fyrr á árinu þegar bankamenn höfðu meira “sjálfstraust”.
 • V | 10:18 | Andri: Þekktir þú til ráðgerða Kaupþings um að flytja höfuðstöðvar bankans úr landi, og skipta starfseminni upp milli landa?
 • R | 10:18 | Ég hafði pata af áformum Kaupþings um að flytja úr landi en vissi ekki nákvæmlega hvernig átti að gera það, svarar Tryggvi Andra
 • V | 10:19 | Tryggvi Þór: Ég hafði fengið ákveðið pat af því, en þó ekki endanlegum útfærslum á því hvernig þetta yrði gert.
 • R | 10:19 | Áhættufælni í heimnum jókst þegar fréttir bárust af vanda vogunarsjóðsins Bear Stearns, segir Tryggvi.
 • V | 10:20 | Tryggvi Þór: Alveg frá miðju ári 2007 var erfitt að selja eignir á heimsmarkaði, en það var hugsanlega möguleiki að selja félög í heilu lagi
 • R | 10:20 | Erfitt var að selja eignir síðsumars 2008 nema á hrakvirði en auðveldara að selja heilu dótturfélögin, segir Tryggvi.
 • R | 10:22 | Tryggvi taldi haustið 2008 að sala eignarsafna hefði ekki orðið til neins nema að setja bankana á hausinn.
 • M | 10:22 | Tryggvi segir að frá miðju ári 2007 hafi orðið stöðugt erfiðara að selja eignir á heimsmarkaði.Óraunhæft plan til að minnka efnahagsreikning
 • R | 10:23 | Tryggvi telur að stærstu lántakendur bankanna hefðu 2008 ekki heldur getað selt eignir og greitt upp skuldir sínar.
 • R | 10:23 | Margir erlendir bankar tóku upp á því að gjaldfella lán til að minnka efnahagsreikninginn hjá sér, segir Tryggvi (frh)
 • M | 10:24 | Tryggvi: Vissar tegundir eigna voru orðnar verðlausar, aðrar tegundir var mjög erfitt að selja nema á hrakvirði.
 • V | 10:24 | Moli: Fyrsti svefn Landsdóms er staðreynd. Dómvörður sofnar undir skýrslugjöf Tryggva Þórs. Greinilega ekki á hans áhugasviði.
 • R | 10:24 | (frh) Þá tóku íslensku bankarnir að sér að lána fé á móti til félaganna, segir Tryggvi. “Þau voru að taka við heitu kartöflunum”
 • M | 10:25 | Tryggvi: Allir voru að reyna að selja eignir og þá er verðið lágt. Það er sá raunveruleiki sem við stóðum frammi fyrir.
 • R | 10:25 | Vilhjálmur H. Vilhjálmsson spyr hvaðan hugmyndin um að veita Glitni fé hafi komið. Úr Seðlabanka segir Tryggvi.
 • M | 10:25 | Skýrslutöku yfir Tryggva Þór lokið. Hann heilsar kumpánalega upp á Geir Haarde og fjölskyldu og fær sér sæti meðal áhorfenda.
 • R | 10:26 | Tryggvi lýkur skýrslugjöf. Stendur upp og tekur í hendina á Geir. Fer og sest við hlið Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu Geirs
 • V | 10:26 | Vilhjálmur Vilhjálmsson dómari: Kom vitnið því á framfæri við forsætisráðherra að yfirtakan á Glitni væri röng ráðstöfun? Tryggvi Þór: Já.
 • M | 10:26 | Næstur í vitnastúkuna er Vilhelm Már Þorsteinsson, fv. forstöðumaður fjárstýringar Glitnis.
 • R | 10:27 | Vilhelm Már Þorsteinsson er kominn í vitnastól. Hann var forstöðumaður fjárstýringar Glitnis.
 • M | 10:27 | Tryggvi Þór hættir við að hlusta á næsta vitni. Læðist út úr salnum.

Vilhelm Már Þorsteinsson

 • V | 10:27 | Vilhelm Þorsteinsson, f. forstöðumaður fjárstýringar Glitnis, er sestur í vitnastúku.
 • R | 10:27 | Tryggvi er farinn úr salnum. Hann verður í viðtali hjá RÚV innan skamms.
 • R | 10:28 | Vilhelm var í hópi sem vann að því að reyna að bæta stöðu Glitnis 2008. Andri sér um spurningarnar í fyrstu.
 • V | 10:28 | Andri: Getur þú gert grein fyrir þeim verkefnum sem snéru að því að minnka efnahagsreikninginn, og draga úr starfseminni?
 • M | 10:29 | Vilhelm: Fór yfir í fjárstýringu Glitnis í maí 2008 þegar ljóst var að það þyrfti fleiri hendur til að róa.
 • R | 10:29 | Það voru fjölmörg verkefni í gangi til að bæta stöðu Glitnis, segir Vilhelm. Sala í Noregi var stærsta verkefnið.
 • V | 10:29 | Vilhelm: Það var horft til þess að á mörgum vígstöðum, að minnka efnahagsreikninginn og Morgan Stanley var okkur til ráðgjafar.
 • V | 10:30 | Vilhelm: Það varð úr á endanum, að selja eignirnar í Noregi og sú vinna hefst í apríl, þá með Nordea bankanum.
 • V | 10:31 | Vilhelm: Við fengum gott skuldbindandi tilboð frá Nordea, yfir “par value”, og við unnum áfram með það.
 • R | 10:31 | Vilhelm segir að tveir þýskir bankar hafi samþykkt eignasölu í Noregi til Nordea en norrænn banki svarað seint og þá neitað.
 • V | 10:32 | Vilhelm: Við þurftum að fá leyfi frá þremur lánveitendum, tveimur þýskum og einum norrænum. Fengum jákvæð svör frá þeim þýsku en ekki hinum.
 • R | 10:32 | Klára átti söluna í Noregi í sömu vika og Lehman Brothers féll. Kom ekki á óvart að Nordea hætti við, segir Vilhelm.
 • M | 10:32 | Eins og fyrri daginn skráir Geir Haarde af mikilli nákvæmni allt sem fram fer í vitnastúkunni. Kominn með margra síðna skýrslu
 • V | 10:32 | Vilhelm: Nordea hafði áfram áhuga á þessum eignum, en féll frá því, sem eðlilegt var, eftir fall Lehman og þeirra aðstæðna sem komu upp.
 • R | 10:32 | Einnig hafi verið skoðuð sala á eignum upp á milljarð evra í Lúxemborg á 18 mánuðum, fleira var í gangi, segir Vilhelm.
 • R | 10:33 | Verkefnið Gloria gekk út á að velta við öllum steinum til að finna leiðir til að afla fjár, segir Vilhelm.
 • V | 10:33 | Vilhelm: Við horfðum líka til þess að selja góðar eignir sem tengdar voru olíuiðnaðinum í Noregi, auk annarra eigna.
 • V | 10:34 | Andri: Er það rétt að Lárus Welding hafi sett á stað 30 til 40 manna hóp innan Glitnis við að vinna að “krísu” verkefnum?
 • R | 10:34 | Það voru settir saman ýmsir hópar, farið í gegnum lánasafnð og skoðað hvernig mætti nýta, segir Vilhelm.
 • V | 10:35 | Vilhelm: Já, ég man eftir því að þetta var gert, og það var öllum steinum velt við, til þess að reyna að tryggja fjármögnun bankans.
 • M | 10:35 | Öllum steinum var velt til að afla fjár og styrkja stöðuna hjá Glitni segir Vilhelm.
 • R | 10:35 | Það að hefðbundnar fjármögnunarleiðir væru lokaðar þýddi ekki endilega að allar leiðir væru lokaðar. Selja eða veðsetja eignir.
 • R | 10:36 | Þetta var gríðarlega umfangsmikið starf og margir sem komu að, segir Vilhelm 35-40 manns í fyrst og fjölgaði er á leið.
 • V | 10:36 | Vilhelm: Ég held að þessi hópur, 30 til 40 manns, hafi stækkað eftir því sem leið á, og það voru allir að reyna að standa sig vel.
 • V | 10:36 | Andri: Hefði hvatning, pólitísk, breytti vinnunni að einhverju leyti?
 • R | 10:37 | Vilhelm man ekki eftir ágreiningi við Seðlabanka um hvar væri gert til að bæta stöðuna, heldur hvatningu til að halda áfram.
 • V | 10:37 | Vilhelm: Hvað mig varðar, þá voru samskiptin við hið opinbera einkum í gegnum seðlabankann. Þar vissu menn að við vorum að reyna allt.
 • V | 10:38 | Andri: Var reynt að auka hlutafé bankans og styrkja hann þannig?
 • M | 10:38 | Verkefni sem kallað var Project Smart miðaði að því að afla nýrra hluthafa til Glitnis segir Vilhelm
 • V | 10:39 | Vilhelm: Já, það var unnið að verkefni sem hét Project Smart þar sem unnið var að hliðarskráningu í Osló, og styrkingu hluthafahópsins.
 • R | 10:39 | Vorum með eins mörg verkefni á eins mörgum mismunandi sviðum í gangi eins og hægt var, segir Vilhelm. Jók líkur á að e-gengi.
 • M | 10:39 | Vinnan í krísuhóp Glitnis var gríðarlega umfangsmikil segir Vilhelm. 30-40 manns. Man ekki nákvæmlega fjölda verkefna “en mörg voru þau”
 • V | 10:39 | Vilhelm: Við unnuð eftir því að fá reynslumikinn fjárfestingasjóð, einkum á sviði banka, til þess að koma að bankanum.
 • V | 10:40 | Andri: Getur þú aðeins líst því hvernig lánalína hjá Deutsche Banka “brást á ögurstundu”?
 • V | 10:41 | Vilhelm: Það var horft til þess að þessi lína væri þannig, að þegar á reyndi þá gætum við dregið á hana og fengið fjármögnun.
 • R | 10:41 | Vorum með lánalínu frá Deutsche Bank sem átti að nota þegar í harðbakka slægi. Þegar á reyndi kom Deutsche Bank í veg fyrir það.
 • R | 10:42 | Með því svari lauk skýrslugjöf Vilhelms Más. Næsta vitni er ókomið og hlé gert á þinghaldi í 10 mínútur.
 • V | 10:42 | Vilhelm: Það kom hins vegar afdráttarlaust svar frá bankanum um að það gengi ekki.
 • V | 10:43 | Vilhelm: Þegar gengið var á bankann, þá sagðist hann ætla að “beita öllum ráðum” til þess að koma í veg fyrir að dregið yrði á lánið.
 • M | 10:43 | Andri spyr um lánalínu frá Deutsche Bank og biður Vilhelm að lýsa því þegar hún brást.
 • V | 10:43 | Vilhelm hefur nú lokið við skýrslugjöf, og tíu mínútna hlé verið gert á þinghaldi.
 • M | 10:44 | Markmið lánalínunnar var að ef í harðbakkann slægi væri hægt að draga á hana. En þegar á reyndi hafnaði Deutsche Bank þeim
 • M | 10:45 | Þeir gáfu skýrt svar og sögðust myndu fara allar leiðir til að tryggja að Glitnir gæti ekki dregið á þessa línu
 • M | 10:45 | Skýrslutöku yfir Vilhelm er lokið, hlé í 10 mínútur
 • M | 10:52 | Þá er komið að Heimir V. Haraldssyni, fv. nefndarmanni í skilanefnd Glitnis.
 • M | 10:54 | Það ótrúlega hefur gerst hér að Landsdómur er heilum 10 mínútum á undan áætlun í þessari umferð.
 • V | 10:54 | Heimir Haraldsson, frá skilanefnd Glitnis, er nú kominn í vitnissætið.
 • R | 10:55 | Þinghald er hafið á nýjan leik. Dómverðir eru í vandræðum með hurð að salnum. Hurðarhúnninn losnaði og féll.

Heimir V. Haraldsson

 • R | 10:55 | Heimir V. Haraldsson er mættur í vitnasæti og er annað vitnið sem Andri, verjandi Geirs, kallar fyrir.
 • R | 10:56 | Heimir var nefndarmaður í skilanefnd Glitnis og kallaður til við hrun bankanna.
 • M | 10:57 | Heimir kom fyrst við sögu Glitnis við hrunið og tók sæti í skilanefnd frá fyrsta degi
 • V | 10:57 | Heimir: Um áramótin, 2008/2009, voru skuldir um 2.000 milljörðum hærri en eignir. Markaðir voru í “rúst” á þessum tíma.
 • R | 10:57 | Andri spyr hvernig skilanefndarmenn hafi metið möguleika á að koma eignum Glitnis í verð.
 • R | 10:58 | Verðið sem var boðið í eignir var mjög lágt. Margir komu og buðu lítið fyrir eignirnar, segir Heimir.
 • M | 10:58 | Heimir segir að eignastaða Glitnis hafi verið mjög óljós þá en smám saman komið í ljós fram að áramótum.
 • V | 10:58 | Heimir eru að fjalla um eignir Glitnis og hvernig staðan leit út, eftir að Glitnir féll, þ.e. þegar slitastjórn og skilanefnd voru komin að.
 • M | 10:59 | Þá, um áramótin 2008/2009 voru skuldir bankans um 2000 milljörðum hærri en eignir, segir Heimir.
 • V | 10:59 | Heimir: Það voru ýmsir sem vildur kaupa eignir af bankanum á lítinn sem engan pening, en við ákváðum að bíða með sölu að mestu.
 • R | 11:00 | Heimir fer yfir skjal sem hann vann um efnahagsreikning Glitnis, m.v. ársbyrjun 2007 og mitt ár 2008.
 • V | 11:00 | Heimir: Í lok árs 2007 er eigið fé bókfært á 200 milljarða.
 • R | 11:01 | Tiltölulega lítil breyting á eignastöðu hefði þurrkað út eigið fé, segir Heimir.
 • V | 11:03 | Heimir: Ef um eignasölu er að ræða þá þarf bankinn að bókfæra tapið vegna þess.
 • M | 11:06 | Andri: Segjum að menn hefðu gripið til brunasölu á ákveðnum eignum, hefði það getað haft keðjuverkandi áhrif inn í bókhaldið, á eigið fé?
 • M | 11:06 | Heimir: Ekki gott að svara þessu ákveðið en eflaust hefði það haft áhrif.
 • V | 11:09 | Andri: Þekkiru þau veðlán sem voru í gangi þarna, m.a. við Seðlabanka Íslands og Seðlabankann í Lúxemborg?
 • M | 11:09 | Andri: Þekkirðu þessa aðferð sem Glitnir virðist hafa notað að taka veðlán út á eignir sínar, hjá bæði Seðlabanka Íslands og Evrópu?
 • M | 11:10 | Heimir: Já þeir voru í þessum ástarbréfaviðskiptum og síðan voru samningar þar sem lánasöfn voru seld eða veðsett til að útvega fjármagn
 • V | 11:10 | Heimir: Já það voru hin svonefndu ástarbréfaviðskipti við SÍ og síðan veðlánaviðskipti við s. í LÚX. sem samið var um.
 • V | 11:11 | Heimir: Þeir efnahagsreikningar sem við gerum ráð fyrir, gera ráð fyrir um 35 prósent endurheimtum á almennum kröfum.
 • M | 11:11 | Kristrún Heimsdóttir, fyrrv. aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar er mætt á áhorfendabekki á nýjan leik.
 • V | 11:12 | Heimir hefur lokið við skýrslutöku. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, frá slitastjórn Kaupþings, er sestur í vitnissæti.
 • M | 11:12 | Skýrslutöku yfir Heimi er lokið og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, fv. nefndarmaður í slitastjórn Kaupþings mættur í vitnastúku.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson

 • V | 11:12 | Andri: Viltu gera grein fyrir þínum störfum fyrir Kaupþing?
 • V | 11:13 | Jóhannes: Ég hóf störf hjá Kaupþingi í ágúst 2007. Ég tók sæti í skilanefnd Kaupþings eftir fall bankans í október 2008.
 • V | 11:14 | Andri: Getur þú upplýst um Project Einar og Project Hans, og hvað var til um þetta hjá slitastjórn?
 • V | 11:15 | Jóhannes: Þessi verkefni höfðu verið til umfjöllunar á stjórnarfundum Kaupþings í júní og september 2008. Síðan voru til minnispunktar.
 • V | 11:16 | Moli: Í Project Einar og P. Hans, var gert ráð fyrir flutning á höfuðstöðvum úr landi, og flutning á starfsemi á hvert starfssvæði.
 • M | 11:17 | Jóhannes: Ég held að almennt megi segja að endurskipulagning á svona samstæðu sem er með starfsemi í fleiri en einu landi taki 12-14 mánuði
 • V | 11:17 | Jóhannes: Ég hefði talið að þetta gæti tekið um 12 til 18 mánuði að framkvæma til enda. Flækjustigið var mikið.
 • V | 11:17 | Umtalsverð lækkun lántökukostnaðar hjá Sameinaða http://t.co/7wFMAu6F
 • M | 11:18 | Jóhannes: Í þessu tilfelli var unnið við mjörg erfiðar aðstæður þannig að flækjustigið í þessu verkefni var margfalt
 • V | 11:19 | Jóhannes: FSA í Bretlandi forkannaði slíkan flutning, á höfuðstöðvum til Bretlands, og komst að því að að hefði aldrei verið gert.
 • M | 11:19 | Jóhannes: Þannig að það er mín skoðun að slíkt verkefni hefði tekið 2-3 ár allavega, ekki mánuði
 • V | 11:19 | Jóhannes:Ég held því að þetta hafi verið afar tímafrekar aðgerðir, sem jafnvel hefðu tekið tvö til þrjú ár, vegna þess hve flólkið þetta er.
 • M | 11:19 | Jóhannes er að tala um s.k. Project Einar verkefni, sem snerist um að færa höfuðstöðvar Kaupþings úr landi.
 • V | 11:20 | Andri: Almennt mati á eignastöðu Kaupþings, var mikið um góðar eignir sem mögulegt hefði verið hægt að selja með góðu móti?
 • V | 11:20 | Jóhannes: Það er erfitt að segja. Skilanefndin ákvað að selja ekki eignirnar á hrakvirði, heldur greina safnið vel og halda utan um það.
 • M | 11:21 | Jóhannes var fenginn til að afla gagna um Project Einar og Project Hans, sem gekk út á að færa starfsemi Kaupþings á Norðurlöndum undir FIH
 • V | 11:22 | Andri: Hefði þurft að fara út í einhvers konar “brunaútsölu” á eignum til þess að selja þær í erfiðu umhverfi, 2008?
 • M | 11:22 | Jóhannes segist aðspurður telja útilokað að hægt hefði verið að hrista þessi verkefni fram úr erminni á skömmum tíma.
 • V | 11:22 | Jóhannes: Ég tel að það hefði verið erfitt að fá gott verð fyrir eignirnar, m.a .vegna þess hve erfitt að fjármagna eignakaup.
 • V | 11:23 | Moli: Árni Páll Árnason, f. efnahags- og viðskiptaráðherra, er nú að fylgjast með réttarhöldunum í salnum.
 • M | 11:24 | Jóhannes talar um s.k “repo” viðskipti. Markús stoppar hann af: Hvað þýðir það á íslensku? Blaðamaður kann Markúsi þakkir fyrir.
 • V | 11:24 | Jóhannes: Það er langt í frá að það sé hægt að fá fullt verð fyrir kröfur á Kaupþing. Verðlagið hefur verið 20 til 25 prósent af fullu virði
 • V | 11:25 | Sigríður: Voru einhverjar eignir seljanlegar frá febrúar 2008 og fram haust sama árs?
 • V | 11:25 | Jóhannes: Það er erfitt að segja til um það.
 • M | 11:26 | Rólegt hefur verið á áhorfendapöllunum í morgun en fer fjölgandi. Nú er Árni Páll Árnason mættur í salinn.
 • M | 11:26 | Skýrslutöku yfir Jóhannesi er lokið. Jón Guðni Ómarsson, fv. starfsmaður Glitnis er síðasta vitni fyrir hádegishlé skv. dagskrá
 • V | 11:27 | Jóhannes Rúnar hefur lokið skýrsugöf sinni. Næstur í vitnasætið er Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka

Jón Guðni Ómarsson

 • V | 11:27 | Jón Guðni er hér í vitnasæti sem fyrrverandi starfsmaður Glitnis.
 • V | 11:28 | Andri: Hvaða starfi gegndir þú innan Glitnis árið 2008?
 • M | 11:29 | Jón Guðni fór yfir í fjárstýringu Glitnis á fyrri hluta árs 2008 til að taka þátt í nýjum fjármögnunarverkefnum.
 • V | 11:29 | Jón Guðni: Ég starfaði innan fjárstýringar og var m.a. í því að reyna að nýta eignir bankans til þess að útvega fjármagn fyrir starfsemina.
 • M | 11:30 | Þessi verkefni gengu m.a. út á að nýta eignir bankans til að afla fjár með ýmsum leiðum
 • M | 11:31 | Fjárstýring Glitnis fékk ráðleggingar frá Lehman bankanum vorið 2008 um fjármögnunarleiðir, þá var hann enn á lífi.
 • V | 11:31 | Jón Guðni:Eftir ráðgjöf Lehman þá fórum við í að búa til SPV, félag, sem síðan voru veðsett fyrir lánafyrirgreiðslu hjá evrópska seðlabanka
 • V | 11:32 | Jón Guðni: Þetta hefur verið algengt lánafyrirkomulag á alþjóðamörkuðum, ekki síst að undanförnu.
 • M | 11:32 | Jón Guðni: Það var mjög erfitt að selja og þurfti að selja með miklum afföllum.
 • V | 11:33 | Jón Guðni: Efnahagsreikningur evrópska seðlabankans hefur að sökum þessa “blásið út” á skömmum tíma.
 • V | 11:33 | Andri: Var með þessu móti hægt að útveg fé með eignum, sem voru illseljanlegar vegna markaðsaðstæðna? Jón Guðni: Já.
 • V | 11:34 | Andri: Lárus Welding, nefnir hjá RNA, að margt hafi verið gert á árinu 2008 til þess að reyna að afla fjár?
 • M | 11:34 | Jón Guðni: Hefðu verið slæm skilaboð út á markaðinn að bankinn væri að selja með miklum afföllum.
 • V | 11:35 | Jón Guðni: Já, ég kannast við þetta. Það var beinlínis allt gert til þess að afla nýs fjár.
 • M | 11:35 | Stór krísuhópur sem vann í þessu. Fókusinn í bankanum snerist algjörlega á þessa hlið, að reyna að afla fjár.
 • V | 11:36 | Andri: Hefðu stjórnvöld getað gert eitthvað til þess að styðja við þessa eignasölu eða útvegun nýs fjármagns?
 • V | 11:37 | Jón Guðni: Ekki eins og ég sé það, það var verið að gera allt til þess að útvega nýtt fé, og styrkja bankann. Menn lögðu mikið á sig.
 • M | 11:37 | Jón Guðni: Get ekki sagt annað en að unnið hafi verið að því eins og hægt var að selja eignir bankans.
 • V | 11:37 | Hlé hefur nú verið gert á réttarhöldum til klukkan 13:00.
 • M | 11:38 | Skýrslutöku er lokið og komið hádegishlé 20 mínútum á undan áætlun. Það er spítt í lófana í Landsdómi í dag.
 • R | 12:57 | Kristján Óskarsson fv starfsmaður Glitnis og starfsmaður skilanefndar Glitnis er næstur til að bera vitni.
 • V | 12:58 | Moli: Tryggvi Þór Herbertsson er eini maðurinn hingað sem hefur náð að koma einum af bankastjórunum á Wall Street að í sinni skýrslugjöf.
 • R | 12:59 | Kristján stendur við hlið bókaskápsins í bókasal Þjóðmenningarhúss og bíður.
 • M | 13:00 | Vitnaleiðslur eru nú að hefjast að nýju eftir dómhlé. Fremur fámennt á áhorfendabekkjum en Geir lætur sig ekki vanta.

Kristján Óskarsson

 • M | 13:00 | Kristján Óskarsson fv. starfsmaður Glitnis banka hf. og starfsmaður skilanefndar Glitnis er fyrsta vitni eftir hlé.
 • V | 13:01 | Kristján Óskarsdóttir, frá skilanefnd Glitnis, er nú kominn í vitnasætið.
 • R | 13:01 | Dómþingi í landsdómi er framhaldið og skýrslutaka hafin yfir Kristjáni Óskarssyni.
 • R | 13:02 | Kristján var yfir eignafjármögnun og eignastýringu hjá Glitni 2008. Var settur í skilanefnd og er nú frkvstj gamla bankans.
 • V | 13:03 | Andri: Þekktiru eitthvað til aðgerða að hálfu Glitnis á árinu 2008?
 • M | 13:03 | Andri spyr um aðgerðir Glitnis til að selja eignir og auka lausafé bankans
 • V | 13:04 | Kristján: Ég hef komist að því eftir á, að það var unnið að sölu á eignum, m.a. í Noregi, auk þess sem unnið var að því að “pakka inn”.(frh)
 • R | 13:04 | Kristján fer yfir tilraunir Glitnis til eignasölu og veðsetningar til að afla lausafjár árið 2008.
 • R | 13:04 | Meðal þess sem nú er unnið að er að fá veðum afléttum segir Kristján svo hægt sé að hagnýta þær eignir.
 • M | 13:04 | Kirstján:Unnið að því að pakka inn lánasöfnum og þau voru veðsett til að afla bankanum lausafjár
 • V | 13:05 | Kristján:.. lánasöfnum til þess að afla fjár. Þetta er þekkt aðferð, og er eitthvað sem gert er mjög víða í dag.
 • R | 13:05 | Kristján segir, eins og Jón Guðni Ómarsson á undan honum, að bankar noti í dag veðsetningu eins og Glitnir gerði fyrir hrun.
 • V | 13:05 | Andri: Grípa menn frekar til þessa aðgerða, þ.e. veðlán, þegar erfitt er að selja eignir?
 • R | 13:06 | Svona veðsetning er þekkt leið, eignum pakkað inn til að tryggja hagsmuni lánveitanda, segir Kristján.
 • V | 13:06 | Kristján: Þetta er þekkt aðferð og eðlileg. En hin leiðin, að selja eignir, í erfiðum aðstæðum, er erfið. Þá umbreytist vandinn..(frh)
 • M | 13:06 | Kristján; Mjög erfitt að selja eignir, fáir sem engir kaupendur og verðin hafa tilhneigingu til að falla mjög hratt
 • R | 13:07 | Fari menn í að selja eignir þegar markaðsverð er lágt breytist lausafjárvandi í eiginfjárhlutfall, segir Kristján.
 • R | 13:07 | Ef menn ætluðu að selja eignir með meira en 5% afslætti var búið að þurrka út eiginfé Glitnis, segir Kristján.
 • V | 13:08 | Kristján: … í að vera eiginfjárvandi úr því að vera lausafjárvandi. Eignasala á lægra en bókfærðu verði getur þurrkað upp eigið fé.
 • M | 13:08 | Kristján: Talið betra ef um tímabundna erfiðleika er að ræða að veðsetja eignir. Þekkt aðferð í bankaheiminum þegar vantar lausafé.
 • R | 13:08 | Þess vegna fara menn frekar í að veðsetja eignir en selja þær þegar um þrengist, segir Kristján.
 • V | 13:08 | Kristján: Seðlabankar heimsins hafa einmitt komið að lausafjárfyrirgreiðslu með þessum, þ.e. með veðlánum, í auknum mæli.
 • R | 13:09 | Vísbendingar um að erlendir bankar hafi veðsett skuldabréf í Glitni, segir Kristján um hvort fleiri bankar hafi veðsett eignir.
 • V | 13:09 | Andri: En eru eignir banka vel seljanlegar í erfiðu árferði eins og var 2008?
 • M | 13:10 | Kristján: Venjulega eru bankar þannig reknir að það er ákveðinn hluti sem menn telja að séu seljanlegar eignir
 • R | 13:10 | 2/3 af efnahagsreikningi Glitnis voru lán til viðskiptavina. Þau lánasöfn voru ekki mjög seljanleg.
 • M | 13:10 | Kristján: En eðli banka er líka þannig að stór hluti eigna er ekki vel seljanlegur
 • V | 13:10 | Kristján: Tveir þriðju af eignum Glitnis voru útlán, sem voru erfitt var að selja á þessum tímum, tel ég.
 • V | 13:11 | Kristján: Það verð sem við, hjá skilanefndinni, höfum getað fengið fyrir ágætis lán, eru of lág svo við teljum eðlilegt að selja þau.
 • R | 13:11 | Þau verð sem við höfum getað fengið fyrir ágæt lán hafa verið svo lág að við teljum ekki forsendu til að selja. Bíðum gjalddaga
 • R | 13:11 | Kristján fer nú yfir stöðu Glitnis eins og hún er í dag.
 • V | 13:13 | Kristján: Markaðir fyrir eignasöfn af þessu tagi, hafa ekki náð sér að fullu enn. Auk þess hefur markaðurinn minnkað mikið.
 • R | 13:14 | Andri lýkur sínum spurningum og saksóknari hefur engar spurningar fram að færa. Kristján stendur upp og fer.
 • R | 13:14 | Næsta vitni er Lárentsínus Kristjánsson, fyrrverandi formaður skilanefndar Landsbankans. Hann gengur í sal.
 • M | 13:15 | Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður er á áhorfendapöllunum en nýtir tímann líka til að vinna í fartölvunni. S.k. multitasking.
 • V | 13:15 | Kristján hefur nú lokið við skýrslugjöf, og næstur til þess að gefa skýrslu er Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans.
 • M | 13:15 | Skýrslutaka yfir Kristjáni lokið. Lárentsínus Kristjánsson fv. formaður skilanefndar Landsbankans hf sestur í vitnastúkuna.

Lárentsínus Kristjánsson

 • M | 13:17 | Lárentsínu var skipaður í skilanefnd við hrun bankans 7. Október 2008, sat sem “óbreyttur” fram í júlí 2009 en þá sem formaður
 • V | 13:17 | Lárentsínus: Þetta er og hefur verið mikil vinna, 16 til 18 tímar á dag, alla daga vikunnar.
 • R | 13:17 | Þetta voru 16 til 18 tímar á dag alla vikuna, svarar Lárentsínus þegar Andri spyr hvort seta í skilanefnd hafi verið aðalstarf.
 • M | 13:17 | Vinnuálagið í skilanefnd Landsbankans var 16-18 tímar á dag alla daga segir Lárentsínus
 • R | 13:18 | Lausafjárstaðan hér heima var sú að það var ekki króna með gati, segir Lárentsínus um stöðu þrotabúsins fyrst eftir hrun.
 • V | 13:18 | Lárentsínus: Breska ríkið ætlaði sér að selja lánabók í London upp á 800 milljónir punda, strax eftir fall bankans.
 • R | 13:19 | Breska ríkið vildi brunaselja lánabók upp á 600 milljónir punda vegna þess að það var ekki fé til til að reka hana.
 • V | 13:19 | Lárentsínus: Við náðum að fá 100 milljónir punda frá breska seðlabankanum, til þess reka lánabókina, og forðuðum brunasölu á eignum.
 • R | 13:19 | Fengum hundrað milljónir að láni til að reka lánabókina, segir Lárentsínus. Fengu síðar aðrar lánabækur til rekstrar
 • M | 13:19 | Staðan þannig að hérna heima var “ekki króna með gati” og í London var staðan var líka erfið segir Lárentsínus
 • V | 13:20 | Andri: Hvernig voru markaðsaðstæður til þess að selja eignir við upphaf slitameðferðarinnar?
 • M | 13:21 | Bretar ætluðu að brunaselja lánabók bankans upp á 800 milljónir punda því það var ekki til fé til að reka bókina
 • R | 13:21 | Aðaleignirnar eftir hrun 2008 voru lánasöfn í London og Amsterdam, segir Lárentsínus.
 • V | 13:21 | Lárentsínus: Nei, það var ekki svo. Það voru menn hér í jakkafötum, “eins og úlfahjarðir” sem vildu kaupa eignir á slikk.
 • R | 13:21 | “Úlfahjarðir” sóttu að okkur og vildu fá mjög mikið fyrir mjög lítið, segir Lárentsínus um sölumöguleika eigna.
 • R | 13:22 | Ákveðið að halda lánasöfnum gangandi og sjá um innheimtu lána frekar en að selja, segir Lárentsínus.
 • V | 13:22 | Lárentsínus: Við ákváðum að selja ekki eignirnar heldur að halda þeim í rekstri, og ávaxta þær þannig, og það hefur gefist vel.
 • M | 13:23 | Horfið var frá sölu á eignum við upphaf slitameðferðar því það var enginn markaður fyrir þær, segir Lárentsínus.
 • R | 13:23 | Lárentsínus telur að hvort tveggja ytri markaðsaðstæður og fall Glitnis hafi leitt til lágs verðmats á eignum.
 • V | 13:23 | Lárentsínus segir sem sagt að markaðsaðstæður til þess að selja eignir við upphaf slitameðferðar hafi verið einkar slæmar.
 • M | 13:24 | Í staðinn var ákveðið að halda eignunum í rekstri og ávaxta þær þannig. Það gekk vel.
 • R | 13:24 | Ég hef ekki séð sjálfur að ráðstafanir hafi verið gerðar til að bæta stöðu bankans, segir Lárentsínus um atburði við hrun.
 • R | 13:25 | Miðað við bókfærðar kröfur ættu að endurheimtast rétt tæp 40% upp í eignir, en 45% af samþykktum kröfum, segir Lárentsínus.
 • V | 13:26 | Lárentsínus: Áætlaðar endurheimtur krafna eru ríflega 40 prósent eins og staða mála er nú.
 • V | 13:26 | Lárentsínus: Eins og flestum er kunnugt þá fer þetta að mestu í forgangskröfur, m.a. vegna Icesave.
 • M | 13:27 | Lárentsínus telur að enn séu nokkrir tugir milljarðar inni í þrotabúinu. M.v. bókfærðar eignir ættu að endurheimtast um 40% upp í eignir.
 • V | 13:29 | Andri: Er það ekki rétt skilið hjá mér að þetta hafi verið illseljanlegar eignir á góðu verði?
 • R | 13:29 | Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður er í salnum, með fartölvu opna í kjöltu sinni, og fylgist með skýrslutöku í landsdómi.
 • M | 13:29 | Andri: er ekki rétt skilið hjá mér að stór hluti af þessum eignum er ekki auðseljanlegur?
 • V | 13:30 | Lárentsínus: Það er alveg hægt að selja eignir, en bara alls ekki á nógu góðu verði.
 • R | 13:30 | Saksóknari spyr hvort það liggi ekki í hlutarins eðli að eignir var ekki hægt að selja nema á mjög lágu verði eftir hrun.
 • M | 13:30 | Lárentsínus: Lánasöfnin voru seljanleg, en ekki fyrir það verð sem menn vildu fá fyrir þær
 • V | 13:31 | Lárentsínus hefur nú lokið skýrslugjöf sinni og er Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá PWC, næstur.
 • R | 13:31 | Lárentsínus svarar játandi. Andri hefur spurt skilanefndarmenn hvernig hafi gengið að selja eignir eftir hrun.
 • R | 13:31 | Vignir Rafn Gíslason er næstur til að gefa skýrslu. Hann er löggiltur endurskoðandi og vinnur hjá PWC.

Vignir Rafn Gíslason

 • M | 13:31 | Vignir Rafn Gíslason, löggiltur endurskoðandi hjá PWC er næstur í vitnastúku
 • V | 13:33 | Andri biður Vigni að gera grein fyrir störfum sínum, ekki síst fyrir slitastjórn Kaupþings.
 • R | 13:33 | Tíu mínútur eru áætlaðar til að spyrja Vigni. Það er stysti tíminn sem er áætlaður á nokkurt vitni.
 • M | 13:33 | Vignir hefur hef ég allt frá falli Kaupþings 2008 í október unnið fyrir FME og síðan fyrir Kaupþing að ýmsum verkefnum
 • R | 13:34 | Vignir fer yfir skýrslu um hvaða áhrif sala á tilteknum eignum Kaupþings fyrir fall hefði haft á bankann.
 • V | 13:35 | Vignir: Við unnum meðal annars mat á því hvernig staðan væri ef ákveðnir eignarflokkar hjá Kaupþingi hefðu verið seldir.
 • M | 13:35 | Vignir: unnum drög að mögulegum breytingum á efnahagsreikningi Kaupþings ef tilteknar eignir hans yrðu seldar
 • R | 13:35 | Sala lánasafns hefði haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu. Allt yfir tíu prósenta afslátt hefði haft veruleg áhrif, segir Vignir.
 • V | 13:35 | Vignir: Okkar niðurstaða var sú að allt yfir 10 prósent afsláttur við eignasölu, m.v. bókfært verð, hefði haft mikil áhrif á eiginfjárstöðu.
 • R | 13:36 | Kaupþingi hefði borið skylda til að endurmeta allt lánasafnið hefði það selt einhvern hluta úr því, segir Vignir.
 • V | 13:36 | Vignir: Varðandi “skandinavísku starfsemina” þá tókum við dæmi af því að ef hún hefði verið seld á bókfærðu verði, þá hefði staðan batnað.
 • M | 13:36 | Vignir: Ef lánasafnið hefði verið selt í heild hefði það haft veruleg áhrif á eigiðfjárhlutfall bankans
 • R | 13:36 | Ef náðst hefði að selja skandinavíska hlutann á bókfærðu verði hefði eiginfjárstaða Kaupþings batnað, segir Vignir.
 • V | 13:37 | Vignir: Við vorum hins vegar ekki að leggja mat á það hvort þetta var mögulegt, heldur aðeins að skoða sviðsmyndir af eignasölu.
 • R | 13:37 | Ekki var lagt mat á hvort hægt hefði verið að selja skandinavíska hlutann á bókfærðu verði, segir Vignir.
 • V | 13:37 | Andri biður hann um rekja niðurstöðu mats á eignum Kaupþings.
 • M | 13:38 | Ef stór hluti af eignasafni væri seldur var skylda að endurmeta safnið sem eftir var, sem hefði leitt til umtalsverðrar lækkunar á eiginfé
 • V | 13:39 | Vignir: Miðað við stöðuna eins og hún var í lok árs 2007, og eignir seldar á 10% afslætti, þá hefði eigið féð hækkað upp í um 15 prósent.
 • R | 13:39 | Væru útlán bankans verið seld með 25% afslætti hefði eigið fé verið 21-24% neikvætt, verulega neikvætt hefði afsláttur verið 50%
 • M | 13:39 | Ef skandinavísk starfsemi Kaupþings hefði verið seld á bókfærðu verði hefði það hinsvegar haft góð áhrif á eigiðfjárhlutfall bankans
 • M | 13:39 | Vignir Þór vann að því að draga upp þessi dæmi en lagði ekki mat á hvort þetta hefði verið hægt.
 • V | 13:41 | Vignir: Sé miðað við 25 afslátt á eignum, m.v. stöðuna í lok árs 2007, þá hefði hafði eigið féð þurrkast upp og orðið neikvætt um 25 prósent
 • M | 13:41 | Andri: Hvert var eigiðfjárhlutfall bankans fyrri hluta árs 2008? Vignir: Það var um 11-12%
 • R | 13:42 | Eiginfjárhlutfall Kaupþings var 11-12% í lok árs 2007. Andri spyr hvort brunasala eigna hefði sett eiginfjárstöðu í uppnám. Já segir Vignir
 • V | 13:42 | Andri: Þýðir þetta að ef menn hefðu varið út brunasölu á eignum þá hefðu menn sett eigið fé í uppnám? Vignir: Það eru miklar líkur á því.
 • M | 13:43 | Andri: Svo 2008 var tæplega hægt að ráðast í brunasölu eigna nema setja eiginfjárgrunninn í töluvert uppnám? Vignir: Miklar líkur á því já
 • R | 13:44 | Saksóknari spyr hvort einhver leið hefði verið vænlegri en aðrar árið 2008.
 • R | 13:44 | Vignir telur að skynsamlegast hefði verið að reyna að selja staðbundinn starfsþátt, hefði ekki haft áhrif á endurmat annarra.
 • M | 13:45 | Saksóknari: var einhver af þessum leiðum vænlegri til árangurs en aðrar fyrir bankann á árinu 2008?
 • V | 13:45 | Vignir: Sé miðað við þessa greiningu, þá hefði verið skynsamlegast að selja ákveðinn starfshátt, eða landfræðilega starfsemi, í einu.
 • R | 13:45 | Dómforseti spyr eftir hverju var farið þegar ákveðið var hvaða afsláttarkjör ætti að miða við þegar lagt var mat á sölu eigna
 • M | 13:45 | Vignir: Hefði verið skynsamlegast að selja ákveðinn starfshátt, annað hvort landfræðilegan eða viðskiptalegan starfshátt bankans.
 • V | 13:45 | Hér er sem sé verið að ræða greiningu Vignis Rafns á eignasafn Kaupþings, unnið fyrir slitastjórn og skilanefnd Kaupþings.
 • R | 13:46 | Vignir segir að menn hafi reynt að leggja mat á hvernig lán til ákveðinnar starfsemi kynnu að vera verðmetin. Hann er búinn.
 • M | 13:46 | Vignir: En þetta er miðað við ímyndaðar aðstæður, að menn hefðu getað farið út í aðgerðir af þessum hætti
 • R | 13:46 | Næsta vitni ef fv. skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, Kristján Andri Stefánsson.
 • V | 13:47 | Vignir Rafn hefur þar með lokið skýrslugjöf og næsta vitni á dagskrá er Kristján Andri Stefánsson,fv. skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
 • M | 13:47 | Skýrslutöku lokið yfir Vigni. Þetta gengur greiðlega fyrir sig í Landsdómi í dag.

Kristján Andri Stefánsson

 • M | 13:48 | Mættur er í vitnastúku Kristján Andri Stefánsson fv. skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.
 • R | 13:48 | Andri biður Kristján að gera grein fyrir störfum sínum sem ritari ríkisstjórnar. Lýsa einnig venjum við ritun fundargerða
 • R | 13:49 | Kristján sat fundi ríkisstjórnar og færði gerðabók samkvæmt reglum. Ekki fært annað til bókað en þau gögn sem eru lögð fram frh
 • R | 13:50 | (frh) og aðgerðir sem eru ákveðnar á grundvelli þeirra. Ekkert bókað um umræður, segir Kristján.
 • V | 13:50 | Andri: Ef að ráðherra vill koma með tillögu, er þá óskað eftir því að það sé sett á dagskrá, og fylgir því eitthvað erindi ráðherra?
 • M | 13:50 | Kristján gerir grein fyrir starfsháttum sínum sem ritari ríkisstjórnar og samskiptum við ráðherra.
 • R | 13:51 | Andri gengur til Kristján og sýnir honum nokkrar fundargerðir ríkisstjórnar af handahófi.
 • R | 13:52 | Kristján segir fundargerðirnar með sama hætti og hann hafi ritað. Hann var ekki fundarritari 2008.
 • V | 13:52 | Kristján: Það koma tillögur, minnisblöð og þess háttar, skriflega, sem síðan er fjallað um og eftir atvikum sett á dagskrá.
 • R | 13:52 | Fyrir Andra virðist liggja að sýna fram á að fundargerðir greini ekki frá öllu því sem fram fór á ríkisstjórnarfundum.
 • M | 13:53 | Andri spyr hvort það sé skráð ef munnlega er bryddað upp á öðrum atriðum á ríkisstjórnarfundum en dagskrá sagði fyrir um.
 • R | 13:53 | Eitt ákæruatriðanna (liður 2) snýr að því að Geir hafi ekki haldið ráðherrafundi um efnahagsvána. Segir það oft hafa verið rætt.
 • R | 13:54 | Skýrslugjöf Kristjáns er lokið. Hann kinkar kolli í átt að saksóknaraborðinu á leið sinni úr salnum.
 • M | 13:54 | Hér drífur að fólk á áhorfendapalla. Má leiða líkum að því að fólk sé að tryggja sér sæti fyrir komu Össurar og Jóhönnu kl. 15
 • R | 13:54 | Ólafur Arnarson hagfræðingur gengur í sal meðan beðið er næsta vitnis. Það gengur í sal rétt á eftir honum.
 • R | 13:55 | Sylvía Kristín Ólafsdóttir var forstöðumaður viðbúnaðardeildar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands. Hún gefur nú skýrslu.
 • V | 13:55 | Kristján Andri hefur þá lokið skýrslugjöf sinni, og næsta vitni á dagskrá er Sylvía Kristín Ólafsdóttir.

Sylvía Kristín Ólafsdóttir

 • V | 13:55 | Sylvía er fyrrverandi forstöðumaður viðbúnaðardeildar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands.
 • M | 13:55 | Næsta vitni er sest, það er Sylvía Kristín Ólafsdóttir, fv. forstöðumaður viðbúnaðardeildar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands
 • V | 13:56 | Sylvía er verkfræðingur að mennt, með meistaragráðu frá London School Economics.
 • R | 13:56 | Sylvía er vitni saksóknara sem hefur því spurningarnar.
 • R | 13:57 | Saksóknari spyr Sylvíu hvernig hún hafi metið þá hættu sem var uppi í fjármálakerfinu.
 • V | 13:57 | Sigríður: Getur þú rakið hvernig staða mála horfði við þér á árinu 2008.
 • R | 13:58 | Sylvía: Við gerðum okkur grein fyrir hættu í nóvember 2007 og starfsfhópur kallaður til. Gerðum álagspróf á lausafjárstöður.
 • M | 13:58 | Saksóknari spyr hvort Sylvía hafi talið hættu vofa yfir 2008 og hvernig sú hætta hafi birst henni sem sérfræðingi.
 • V | 13:58 | Sylvía: Stöðupróf á lausafjárstöðu, og fleiru, voru reglulega tekin og vinnan fór að stigmagnast eftir því sem leið á árið 2008.
 • R | 13:59 | Eftir viðlagaæfingu hjá öllum stjórnvöldum 2007 kemur Andrew Gracy og talar um að við verðum að undirbyggja okkur fyrir áfall.
 • V | 13:59 | Sigríður: Var komin raunveruleg hætta á árinu 2007 og í byrjun árs 2008?
 • R | 13:59 | Sylvía segir að hvort tveggja hafi verið gott að vera viðbúinn hverju sem er en einnig komi til mat á aðstæðum.
 • R | 14:00 | Markaðsáætlanir voru veikur punktur hjá bönkunum, segir Sylvía.
 • M | 14:00 | Gerð var viðlagaæfing og ýmis álagspróf frá haustinu 2007 vegna mögulegrar hættu að sögn Sylvíu
 • V | 14:01 | Sylvía: Markaðsfjármögnunin var orðinn veikur punktur á þessum tíma, og viðlagaæfing árið 2007 “bæði og” vegna hættu, og undirbúnings.(frh)
 • V | 14:01 | Sigríður spyr út í vinnu samráðshópsins, og hvernig Sylvía kom að því starfi.
 • M | 14:02 | Sylvía vann á hugsanlegri sviðmynd fjármálaáfalls ásamt starfsfólki FME og fór sú vinna fyrir samráðshóp um fjármálastöðugleika.
 • R | 14:02 | Vitnisburður er tekinn upp fyrir dóminn. Dómforseti biður vitnið að koma aðeins nær hljóðnemanum.
 • V | 14:02 | Sylvía: Ég vann sviðsmynd af fjármálaáfalli, ásamt öðrum, sem unnið var með, m.a í samráðshópnum.
 • V | 14:03 | Sylvía: Það lá nú fyrir að valkostirnir í stöðunni, miðað við sviðsmyndir, voru ekki góðir.
 • M | 14:03 | Dómforseti biður vitniðvinsamlega að færa sig aðeins nær hljóðnemanum því það heyrist illa í henni. Vitnum liggur mishátt rómur
 • V | 14:04 | Sylvía: Við, sem unnum matið, lögðum það til að það yrði komið á aðgerðarhópi, öðrum en samráðshópnum, sem hafði ráðgefandi hlutverk.
 • R | 14:04 | Við töldum að stofna þyrfti aðgerðahóp, þar sem samráðshópur átti ekki að grípa til aðgerða, segir Sylvía.
 • R | 14:04 | Sylvía segist hafa talið þörf á að gera almennar áætlanir og búa til lista yfir tengiliði.
 • R | 14:05 | Viðbragðsáætlanirnar sjálfar eru ekki endilega það sem skiptir máli heldur að menn séu vanir að vinna saman, segir Sylvía.
 • R | 14:05 | Þess vegna hafi verið ráðist í viðbragðsæfingu í nóvember, segir Sylvía sem vann áður hjá slökkviliði og almannavörnum.
 • M | 14:06 | Aðspurð hvort henni finnist að gera hefði átt viðbragðsáætlun ber Sylvía það saman við starf sitt áður hjá slökkviliðinu fyrir almannavarnir
 • R | 14:07 | Sylvía fékk viðlagabók hjá írskum kollega og var útbúin slík bók (rafræn) fyrir Seðlabankann.
 • R | 14:08 | Viðlagaáætlanir almannavarna ganga frá litlu slysi upp í það stóra. Getur verið að það eigi síður við í fjármálavanda, segir Sylvía.
 • M | 14:08 | Sylvía: Þegar til kastanna kemur skiptir viðbragðsáætlunin sjálf ekki mestu máli, heldur að fólk sé vant að vinna saman.
 • V | 14:08 | Sylvía: Það er erfitt að bera almannavarnaundirbúning við fjármálaáfalli saman við annarskonar áfall, eins og bruna eða þess háttar.
 • V | 14:08 | Sylvía: Við ræddum ýmsar sviðsmyndar og reyndum að kortleggja hvernig best væri að bregðast, kæmu þessar sviðsmyndir upp.
 • R | 14:09 | Sigríður saksóknari spyr hvort þrýst hafi verið á það innan Seðlabankans að stofna aðgerðahóp.
 • M | 14:09 | Saksóknari: Er hægt að beita svipaðri aðferðafræði við fjármálaáfall eins og við náttúruhamförum?
 • R | 14:09 | Sylvía segir Tryggva Pálsson hafa sent hugleiðingar til samráðshóps. Veit ekki hvort eitthvað hafi komið út úr því.
 • M | 14:10 | Sylvía: Hugmyndafræði Almannavarna er að vera með kerfi sem virkar frá hinu smáa slysi upp í hið stóra,. Eðli fjármálaáfalla öðruvísi.
 • R | 14:11 | Saksóknari spyr út í viðbúnað vegna greiðslumiðlunar. Sylvía segir þrekvirki hafa verið unnið að tryggja hana.
 • V | 14:11 | Sylvía: Það var mikið þrekvirki unnið í seðlabankanum varðandi greiðslumiðlunina í hruninu.
 • M | 14:11 | Sylvía: Það var mikið þrekvirki unnið í seðlabankanum í sambandi við greiðslumiðlunina.
 • V | 14:12 | Sigríður: Voru viðbrögð stjórnvalda samæfð og góð við ákvörðuninni um að kaupa hlutafé í Glitni?
 • M | 14:13 | Saksóknari biður Sylvíu að leggja mat á hvort vinnubrögð um Glitnishelgina hafi verið skilvirk og góð.
 • V | 14:13 | Sylvía: Það komu allir fljótt og vel að, eftir að ákvörðunin lá fyrir, en það er erfitt fyrir mig að meta hlutina í nákvæmlega um þetta.
 • R | 14:13 | Það voru allir óþolinmóðir, segir Sylvía, um Glitnishelgina. Þótti sem við gætum lítið gert í okkar samstarfshóp.
 • M | 14:13 | Sylvía: Erfitt að meta það hvað er gott og slæmt í því samhengi, ég hef aldrei upplifað svona fjármálaáfall áður.
 • R | 14:15 | Andri spyr út í verkefni viðbúnaðarhóps. Vakta ýmsa þætti í fari bankanna, segir Sylvía auk þess sem Svarta bókin var útbúin
 • R | 14:16 | Svarta bókin var viðlagaáætlun sem Sylvía og fleiri unnu eftir að hún fékk slíka bók frá írskum kollega.
 • M | 14:16 | Það er mikið rennerí af áhorfendapöllum inn og út úr salnum núna. Dómurinn lætur það ekki trufla störf sín.
 • V | 14:18 | Andri: Þekktir þú áhyggjur frá 2006, vegna lána bankanna til eignarhaldsfélaga og krosslánaáhættu í bankakerfinu?
 • R | 14:18 | Það lágu fyrir alls konar gögn erlendra sérfræðinga sem reyndu að lista upp samþjöppun í útlánum bankanna, segir Sylvía.
 • V | 14:19 | Sylvía: Já ég kom að greiningu á útlánaáhættu og þekkti til þessa að hluta. Það var rætt um að kerfisáhætta væri fyrir hendi.
 • R | 14:20 | Seðlabankinn lagði mat á útlánaáhættu banka að sænskri fyrirmynd. Rætt var um hana og tengingar í bankakerfinu, segir Sylvía.
 • R | 14:21 | Við vorum alltaf að skoða kerfisáhættu og teiknuðum upp í sviðsmynd hvernig mál gætu þróast, segir Sylvía.
 • M | 14:22 | Sylvía: Við vorum náttúrulega alltaf að skoða kerfisáhætta og höfðum áhygggjur af því, teiknuðum upp í sviðsmyndir hvernig þær gætu þróast
 • V | 14:22 | Sylvía: Við höfðum áhyggur af því hvernig kerfisáhætta var að þróast.
 • M | 14:23 | Andri spyr hvort menn hafi ekki tekið hættuna alvarlega, bara metið hana út frá fjölmiðlum og stemningu í þjóðfélaginu?
 • V | 14:23 | Sylvía: Við skoðuðum áhættuna í kerfinu út frá módeli sem breski seðlabankinn notaði, og við unnum ítarlegar greiningar.
 • M | 14:24 | Sylvía: Jú auðvitað tókum við þetta alvarlega og það var mikil vinna lögð í að meta áhættuna.
 • V | 14:24 | Sylvía: Við gerðum okkur grein fyrir því að það væru kerfisáhættuþættir fyrir hendi, unnum lista sem m.a. fór til samráðshópsins fyrrnefnda.
 • R | 14:25 | Andri spyr hvort sameiginleg viðbragðsáætlun vegna greiðslukerfa hafi verið til. Heilmikið unnið í þessu, segir Sylvía.
 • V | 14:27 | Sylvía: Ég held að það hafi sýnt sig í hruninu sjálfu, að við vorum “mjög vel undirbúin” á sviði greiðslumiðlunar, m.a.
 • M | 14:27 | Andri spyr hvort það hafi gleymst í aðdraganda hrunsins að gera ráð fyrir greiðslukerfum við útlönd
 • R | 14:28 | Feðgarnir Ómar Valdimarsson og Ómar R. Valdimarsson eru mættir í salinn. Annar skrifar fyrir Reuters, hinn Bloomberg.
 • R | 14:29 | Þá eru ekki fleiri spurningar fyrir Sylvíu. Hún tekur í hendur allra á borðum saksóknara og verjanda og gengur út.
 • R | 14:30 | Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er næstur á vitnalista. Hans er vænt klukkan þrjú og er gert hlé þangað til.
 • R | 14:30 | Síðust á vitnalistanum í dag er svo Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, strax á eftir Össuri.
 • V | 14:30 | Sylvía hefur þá lokið skýrslugjöf sinni og hlé gert á þinghaldi til klukkan 15:00. Þá kemur Össur Skarphéðinsson í vitnasætið.
 • M | 14:30 | Sylvía: Þótt við hefðum haft einhverja handbók um hvernig ætti að tala við kröfuhafa er ég ekki viss um að þeir hefðu orðið ánægðari
 • M | 14:32 | Hlé er gert á skýrslutökum þar til Össur Skarphéðinsson mætir kl. 15. Jóhanna Sigurðar ber vitni í kjölfarið.
 • M | 14:45 | Það fjölgar verulega hér í Þjóðmenningarhúsinu núna og verður eflaust fullskipað þegar Össur og Jóhanna mæta.
 • M | 14:47 | Ólafur Ísleifsson og Ólafur Arnarson eru mættir að nýju og fá sér sæti saman á öðrum bekk.
 • V | 14:48 | Glóðvolgt viðtal við Sigurð Sturlu Pálsson, sem Þorbjörn Þórðarson tók, er hér aðgengilegt. http://t.co/fAYaL67y
 • V | 14:49 | Moli: Björn Þorvaldsson saksóknari hjá embætti sérstak saksóknara er hér í húsinu að fylgjast með gangi mála. Margir lögmenn hafa litið við.
 • M | 14:50 | Meðal annarra sem mættir eru til að fylgjast með má nefna Kristrúnu Heimisdóttur og Grétar Mar. Börn Geirs Haarde eru hér einnig
 • M | 14:51 | Össur Skarphéðinsson er mættur tímanlega. A.m.k. 6 ljósmyndarar dúndra af honum myndum núna.
 • V | 14:52 | Össur Skarphéðinsson er mættur og bíður þess að bera vitni fyrir Landsdómi. Honum fylgir flass-ljómi frá ljósmyndurum.
 • M | 14:53 | Össur sest út í horn þar sem erfiðara er að ná af honum mynd en ljósmyndarar gefa engan grið.
 • M | 14:54 | Fljótt á litið er aðeins 1 laust sæti eftir á áhorfendapöllum. Fyrstur kemur fyrstur fær.
 • R | 14:55 | Össur Skarphéðinsson er kominn í hús. Hann gefur skýrslu innan skamms. Situr nú á aftasta bekk og bíður.
 • M | 14:56 | Það má heyra saumnál detta í Landsdómi. Fullur salur bíður átekta eftir dómurunum.
 • R | 14:57 | Salurinn í Þjóðmenningarhúsi er þétt setinn. Aðeins tvö sæti laus á fremsta bekk.
 • R | 14:58 | Skýrslutökum dagsins lýkur á tveimur ráðherrum, Össuri utanríkisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
 • R | 14:59 | Mikil þögn ríkir í salnum ólíkt því létta andrúmslofti sem oft hefur verið áberandi í hléum.
 • M | 15:00 | Enginn ætlar aðtaka að sér að rjúfa þetta þagnarbindindi fyrr en dómarar koma.

Össur Skarphéðinsson

 • R | 15:00 | Dómarar ganga í sal. Skýrslutaka yfir Össuri Skarphéðinssyni er að hefjast. Hann gengur hratt til sætis síns.
 • M | 15:00 | Össur Skarphéðinsson greinir frá fullu nafni, kennitölu og heimilisfangi
 • V | 15:01 | Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er sestur í vitnasætið, og mun nú svara spurningum saksóknara og verjanda.
 • R | 15:02 | Saksóknari biður Össur í fyrstu að gera grein fyrir hvort hann hafi talið vofa hættu yfir íslensku bönkunum 2008.
 • V | 15:02 | Sigríður: Telur þú að að hætta hafi vofað yfir ríkissjóði og fjármálakerfinu, og hvernig birtist hún?
 • R | 15:02 | Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu, segir Össur.
 • M | 15:02 | Saksóknari biður Össur að gera grein fyrir því hvort hann hafi talið hættu vofa yfir bönkunum á árinu 2008
 • R | 15:03 | Össur segist hafa fylgst vel með umræðu, í fjölmiðlum, og yfirlýsingum matshæfisfyrirtækja. Ýmsum órótt þegar dró að páskum.
 • R | 15:04 | Össur segir að sá órói hafi verið vegna umræðu í fjölmiðlum um lausafjárskort og árangurslausra fjáröflunarferða banka.
 • M | 15:04 | Össur gerði sér ekki grein fyrir því að hætta vofði yfir íslenska ríkinu.
 • R | 15:04 | Ég var í hópi þeirra sem í það minnsta á þeim tíma tók mark á Seðlabankanum, segir Össur og vísar í skýrslu um ágæta stöðu banka
 • V | 15:05 | Össur: Ég gerði mér ekki grein fyrir þessari hættu. Upp úr páskum kom upp umræða um að það væru lausafjárerfiðleikar, áhyggjur fóru vaxandi.
 • R | 15:05 | Össur segist hafa frétt af samráðshópi á ríkisstjórnarfundi fyrir páska 2008.
 • R | 15:06 | Ég spurði forsætisráðherra í kerskni hví nýráðinn efnahagsráðgjafi hefði tekið sér sumarfrí á viðsjárverðum tíma, segir Össur,
 • R | 15:07 | Geir hafi svarað með því að segja honum frá tilvist samráðshóps um fjármálastöðugleika.
 • M | 15:07 | Össur: Ég var nú í hópi þeirra sem tóku mark á Seðlabankanum, kom skýrsla í maí og hún var túlkuð þannig að staða bankanna væri í lagi
 • V | 15:08 | Össur: Síðan kom út fjármálastöðugleikaskýrsla frá seðlabankanum.”Ég var í þeim hópi sem tók mark á honum.”Bankarnir voru sagðir standa vel
 • M | 15:08 | Össur byrjaði að hafa áhyggjur þegar nær dró páskum vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um yfirvofandi lausafjárvanda bankanna.
 • R | 15:08 | Ég skildi það svo að Seðlabankinn hefði kallað til fleiri menn að starfinu en sá þá aldrei aftur á palli, segir Össur.
 • R | 15:09 | Össur segist ekki vita til að Geir hafi beitt sér fyrir ákveðnum leiðum til að draga úr stærð bankanna (frh)
 • V | 15:09 | Össur: Ég hef ekki ennþá hitt þann mann sem hefur bent á það hvernig það var hægt að minnka bankakerfið á árinu 2008.
 • M | 15:09 | Saksóknari biður Össur að nefna aðgerðir sem Geir hafi staðið fyrir til að stuðla að minnkun bankakerfisins
 • V | 15:10 | Sigríður: Var einhvern rætt um að ef einn banki færi, þá myndu hinir fylgja með?
 • R | 15:10 | (frh) og segist ekki enn hafa hitt þann mann sem gæti bent á hvað hefði verið hægt að gera.
 • V | 15:10 | Össur: Mér datt aldrei í hug að einn banki myndu “rúlla” og hvað þá þrír.
 • M | 15:10 | Össur: Veit ekki til þess en hefur heldur ekki enn hitt þann mann sem hafi bent á hvernig hægt væri að minnka bankana 2008
 • R | 15:11 | Össur segist ekki hafa séð fyrir að neinn bankanna kynni að hrynja.
 • M | 15:11 | Össur átti ekki von á því að neinn íslensku bankanna myndi falla. Hafði ekki áður heyrt hugtakið krosseignatengsl.
 • V | 15:11 | Össur: Ég var fullvissaður um það, í seðlabankankanum, Glitnis-helgina, að bankarnir myndu lifa þessa aðgerð seðlabankans af.
 • R | 15:12 | Össur segist hafa verið fullvissaður um það helgina sem Glitnir var yfirtekinn að aðgerðir myndu ekki leiða til falls bankanna.
 • M | 15:12 | Saksóknari spyr Össur um stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þar sem stefnt var að stuðningi við kraftmikið atvinnulíf
 • R | 15:12 | Össur minnist þess ekki að það hafi verið rætt við stjórnarmyndun að styðja ætti við vöxt bankanna.
 • M | 15:13 | Össur: stefnulýsing ríkisstjórnarinnar unnin af bakhópum og ekki nema hæstu tindarnir sem voru ræddir sérstaklega
 • R | 15:14 | Hann svarar þar spurningu saksóknara sem snýr að stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar um að útrásarfyrirtæki sjái hag í að verja hér áfram.
 • M | 15:14 | Saksóknari: er hægt að líta svo á að það hafi verið stefna ríkisstjórnarinnar að stuðla að áframhaldandi vexti bankakerfisins?
 • V | 15:14 | Össur: Ögmundur Jónasson kom eitt sinn fram með þá hugmynd að senda bankanna úr landi. “Það voru fáar hugmyndir sagðar vitlausari þá”.
 • R | 15:14 | Össur segir andrúmsloftið í samfélaginu 2007 og 2008 hafa verið útrásinni jákvætt. (frh)
 • M | 15:14 | Össur segir að þetta hafi verið partur af ?þessu fylleríi sem samfélagið var í þá á þessu sviði?
 • R | 15:15 | (frh) Ögmundur Jónasson hafi viljað reka bankana úr landi og verið skammaður mikið fyrir, segir Össur.
 • M | 15:15 | Össur: Bankarnir voru upphafnir sem dýrlingar í fjölmiðlum landsins, rætt um þvílíkur happafengur þetta væri fyrir skattkerfið
 • R | 15:15 | Össur segist ekki hafa vitað af hugmyndum eða ráðagerðum um að draga úr stærð bankanna.
 • V | 15:16 | Andri: Vissir þú af fundum sem ákærði og Ingibjörg Sólrún áttu um stöðu bankanna, þá vissi ég það ekki?
 • R | 15:16 | Össur segist hafa vitað af tíðum fundum Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde en ekki vita um umræður þeirra um bankana.
 • V | 15:16 | Markús spyr, hver sagði að yfirtakan á Glitni hefði engin áhrif á hina bankanna? Dauðaþögn á meðan.
 • M | 15:17 | Össuri ekki kunnugt um að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafi fundað sérstaklega um bankana
 • V | 15:18 | Össur: Sigurjón Árnason, sagði þetta einu sinni, og Davíð Oddsson sagði mér þetta einnig. “Ég vissi ekki hvort hann væri að segja satt.”
 • M | 15:18 | Markús spyr hver hafi sagt við Össur að yfirtakan á Glitni hefði engin áhrif á hina bankana
 • R | 15:18 | Össur segist þrisvar hafa grennslat fyrir um það Glitnishelgina hvort bankarnir myndu falla. Fyrst hafi Davíð Oddsson sagt það.
 • R | 15:19 | Össur segist ekki hafa trúað honum alveg og rætt við annan mann sem hefði staðfest orð Sigurjóns Árnasonar í þessa veru.
 • M | 15:19 | Fyrst Davíð Oddsson, sem hafði það eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni: “Ég var ekki viss um að hann segði mér satt” sagði Össur
 • R | 15:20 | Þriðja sinni segist Össur svo hafa spurt Davíð út í þetta og hann fengið svar frá Halldóri J. Kristjánssyni í þessa veru.
 • M | 15:20 | Salurinn kímir yfir Össuri: Hitti mann sem ég man ekki hver er, held hann hafi heitið Guðmundur, tók hann afsíðis til að pissa
 • R | 15:20 | Össur segist þrisvar hafa grennslast fyrir um það Glitnishelgina hvort bankarnir myndu falla. Davíð Oddsson hafi sagt nei.
 • R | 15:21 | Össur segist ekki hafa trúað honum alveg og rætt við annan mann sem hefði staðfest orð Sigurjóns Árnasonar í þessa veru.
 • R | 15:21 | Þriðja sinni segist Össur svo hafa spurt Davíð út í þetta og hann fengið svar frá Halldóri J. Kristjánssyni í þessa veru.
 • M | 15:21 | Össur: Mér er ekki kunnugt um að það séu neinar sérstakar reglur um það hvaða mál eru upp borin á ríkisstjórnarfundum
 • R | 15:22 | Össur man eftir því að málefni bankanna hafi verið rædd á ríkisstjórnarfundum. Hafi sjálfur fært þetta upp um páska.
 • V | 15:22 | Össur: Hafandi verið í fjórum ríkisstjórnum þá er mér ekki kunnugt um það að það séu sérstakar reglur um hvaða mál eru sett á dagskrá.
 • M | 15:23 | Össur: Ég man eftir því að ég sjálfur færði upp stöðuna í efnahagsmálum og bönkunum einhvern tíma fyrir páskana 2008
 • R | 15:23 | Össur hafi ásamt Kristjáni Möller talið rétt að fá umræðu um þetta í ríkisstjórn vegna umræðu um slaka stöðu bankanna.
 • M | 15:23 | Saksóknari: fannst þér þá skorta á umræðu um þessi málefni í ríkisstjórn? Össur: Það var ástæða þess að ég tók þetta upp
 • V | 15:24 | Gengið frá sölu Iceland Foods til stjórnenda http://t.co/3zgYqilT
 • R | 15:24 | Össur segist hafa spurt hvort nægilega gott samband væri við Seðlabankann. Geir hafi sagt honum að spyrja sinn formann.
 • R | 15:24 | Síðan hafi Ingibjörg Sólrún sagt hafa orðið vitni að samskiptum Geirs við Ingimund Friðriksson seðlabankastjóra.
 • M | 15:25 | Össur þekkir ekki til funda ákærða Geirs Haarde og seðlabankastjóra Davíðs Oddsonar
 • V | 15:25 | Sigríður er að spyrja út í fundargerðir ríkisstjórnarinnar 2008, og fyrirspurnir ráðherra um stöðu efnahagsmála og gengismála.
 • R | 15:26 | Saksóknari spyr út í skýrslu um ímynd Íslands. Össur segir að Íslandsstofa sé úr þessu sprottin.
 • V | 15:27 | Fyrirspurnirnar varða ákærulið tvö í ákæruskjali. http://t.co/Lut4JcjM
 • R | 15:27 | Össur segir að sig reki minni til að það hafi verið e-n tíma rætt að styrkja þyrfti orðspor bankanna.
 • R | 15:28 | Eftir neikvæða umfjöllun um bankana í Danmörku hafi verið rætt að íslenskir ráðamenn tjáðu sína sýn á það.
 • M | 15:28 | Saksóknari spyr um fund um ímyndar- og kynningarmál Íslands í apríl 2008. Hafði það eitthvað með ímynd bankanna að gera?
 • R | 15:28 | Össur man ekki eftir því að ákvæði gjaldeyrisskiptasamning hafi verið kynnt í ríkisstjórn þegar samningurinn var gerður. (frh)
 • M | 15:28 | Já segir Össur, neikvæð umfjöllun í erlendum fjölmiðlum, einkum þeim dönsku varð til þess að ákveðið var að íslenskir ráðamenn færu út.
 • V | 15:28 | Moli: Hvert einasta sæti hér á áhorfendasætum Landsdóm er setið þessa stundina á meðan Össur gefur skýrslu sína.
 • R | 15:29 | (frh) Össur segist fyrst hafa frétt af þeim þegar Steingrímur J. Sigfússon bauð honum í kaffi spurði hann út í skilmálana.
 • R | 15:30 | Össur minnist þess ekki að staða bankanna hafi verið rædd í tengslum við gjaldeyrisskiptasamning. Ánægja með að samningur náðist
 • M | 15:30 | Í lok maí 2008 fundað um að auka gjaldeyrisvaraforða ríkisins. Menn voru léttir í spori að loknum þeim ríkisstjórnarfundi
 • R | 15:31 | Saksóknari spyr hvort málefni einstaks banka hafi fyrst verið rædd á ríkisstjórnarfundi við yfirtöku Glitnis. Já segir Össur.
 • R | 15:31 | Össur fer yfir komu Davíðs á ríkisstjórnarfund eftir yfirtöku Glitnis. Davíð sagt frá ýmsu í “litríku máli”. (frh)
 • R | 15:32 | (frh) Davíð hafi sagt ríkisstjórn að leiðin sem hann lagði til um yfirtöku Glitnis gengi ekki upp. Markaðir brygðust illa við.
 • R | 15:33 | Össur segir Davið hafa farið hörðum orðum um stjórnendur tveggja banka og talið þá hafa gert sig seka um glæpi (frh)
 • V | 15:33 | Össur: Davíð sagði, á fundi 30. september, að bankamenn hefðu “framið glæpi sem líktust landráðum.”
 • R | 15:33 | (frh) Davíð taldi að stórefla ætti efnahagsbrotadeild og koma lögum yfir forystumenn tveggja bankanna, sagði Össur.
 • M | 15:33 | Davíð Oddsson mætti óboðinn á ríkisstjórnarfund 30. september og fór yfir stöðuna “í litríku máli” segir Össur
 • V | 15:34 | Össur: Þetta var í fyrsta skipti sem hann hafði rætt um þessi mál, og skýrslur í hans nafni höfðu alls ekki sagt þessa sömu sögu.
 • M | 15:34 | Össur: Eðlilegt hefði verið að hann hefði e-n aðdraganda að þessu en þetta var eins og þegar prímadonnur ganga inn á sviðið fyrirvaralaust
 • V | 15:35 | Össur: Þetta var í fyrsta skipti sem hann hafði rætt um þessi mál við ráðherra, og skýrslur í hans nafni höfðu ekki sagt þessa sömu sögu.
 • M | 15:35 | Á fundinum 30.sept fór DO vel völdum orðum um nafngreinda menn sem stýrðu bönkunum og sagði þá hafa framið landráð, segir Össur
 • M | 15:36 | DO sagði að efla þyrfti efnahagsbrotadeild ríkislögreglustj. til að hafa hendur í hári þessara manna.Setja svo ríkisstjórnina af
 • M | 15:37 | Össur lýsir því sem þekkt er þegar hann var staddur í World Class á leið í gufu þegar hann frétti af falli Glitnis
 • V | 15:38 | Össur: Ingibjörg Sólrún vildi ekki að Björgvin færi niður í Seðlabanka þegar Glitnir var að falla, þess vegna fór ég.
 • M | 15:38 | Glitnishelgina hafði Össur engar fregnir af gangi mála aðrar en úr fjölmiðlum, um fjölda funda í stjórnarráðinu
 • V | 15:40 | Sigríður: Vitnar til fundar 5. október 2008. Var þetta í fyrsta skipti sem rætt var um innstæðutryggingar á ríkisstjórnarfundi?
 • V | 15:41 | Össur: Ég tel að þetta hafi komið til umræðu í þessari viku, þegar hlutirnir voru í gangi. (Rætt um yfirlýsingu um tryggingu innstæða).
 • M | 15:43 | Saksóknari: Var búið að ræða drög að frumvarpi um neyðarlög á ríkisstjórnarfundi fyrir 6. október? #lansdomur
 • M | 15:43 | Össur: Það hafði komið fram að drög að þessu frumvarpi væru til en ekki verið rætt sem slíkt á ríkisstjórnarfundi
 • V | 15:45 | Andri spyr út í verklag á ríkisstjórnarfundum, vegna ákæruliðar tvö í málinu.
 • M | 15:45 | Össur: Almenna reglan að menn geta kynnt dagskrármál til umræðu á ríkisstjórnarfundi þar til 15 mínútum áður en hann hefst
 • M | 15:46 | Andri spyr hvort mál tengd bönkunum og fjármálakerfinu hafi oftar en einu sinni verið tekin upp undir liðnum “önnur mál” á ríkisstj.fund.
 • M | 15:47 | Efnahagsmál voru aldrei formlega sett á dagskrá af forystu ríkisstjórnarinnar, en tekin upp undir liðnum “önnur mál”
 • M | 15:49 | Össur: Ég man svo sem ekki hvað menn voru að ræða sem önnur mál á þessum tíma en það er mjög vel líklegt
 • M | 15:50 | Össur minnist þess að Kristján Möller samgöngumálaráðherra talaði oft um þessi mál, gengi og gjaldmiðla.
 • V | 15:51 | Össur: Davíð sagði að stórefla þyrfti efnahagsbrotadeildina og koma lögum yfir forsvarsmenn tveggja af stóru bönkunum þremur.
 • V | 15:52 | Össur hefur ekki nefnt sérstaklega hvaða banka Davíð var að tala um þegar hann sagði þetta um bankamennina.
 • M | 15:52 | Dagskráin hefur nú riðlast að nýju. Jóhanna Sigurðardóttir átti að byrja fyrir 10 mínútum en enn er verið að spyrja Össur.
 • M | 15:54 | Skýrslutöku yfir Össuri er nú lokið. Jóhanna Sigurðardóttir gengur í salinn.
 • V | 15:54 | Össur hefur lokið skýrslugjöf, en hefur fengið sér sæti aftast í salnum þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er nú að fara gefa skýrslu.

Jóhanna Sigurðardóttir

 • M | 15:55 | Jóhanna greinir frá fullu nafni, kennitölu og heimilisfangi að beiðni dómforseta. Sama gengur yfir alla, háa sem lága hér.
 • V | 15:55 | Moli: Forsætisráðherra sjálfur er nú bera vitni í máli Alþingis gegn fyrrum forsætisráðherra. Þetta sögulegt og hér er rafmagnað andrúmsloft
 • M | 15:56 | Össur Skarphéðinsson fékk sér sæti aftast í salnum og fylgist með skýrslutökunni yfir Jóhönnu.
 • M | 15:57 | Það er fáheyrt að sitjandi forsætisráðherra beri vitni gegn fyrrverandi forsætisráðherra fyrir dómi.
 • V | 15:57 | Jóhanna: Fyrst má nefna það, að árið 2006 komu fram á áhyggjur um að fjármálakerfið væri óstöðugt.
 • M | 15:58 | Jóhanna: Ég held að Geir Haarde hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að taka á þessum vanda árið 2008
 • V | 15:59 | Jóhanna: Ég lagði fram margar fyrirspurnir um þessi mál til viðskiptáðherra, sem svaraði því til að hér væri allt í stakasta lagi.
 • V | 15:59 | Jóhanna: Árið 2008 voru lausafjárerfiðleikar orðnir alvarlegir og það voru aftur komnar upp miklar áhyggjur vegna þeirra.
 • M | 16:00 | Jóhanna: Hann sem oddviti ríkisstjórnarinnar og [Ingibjörg Sólrún] reyndu mikið til að leysa þann lausafjárvanda sem var uppi
 • M | 16:00 | Jóhanna: Það birtist m.a. í þeim gjaldeyrisskiptasamningum sem náðust loksins við Norðurlöndin, sem vildu ein hjálpa þótt víða væri leitað
 • V | 16:01 | Jóhanna: “Ég held að Geir H. Haarde hafi gert allt sem í hans valdi stóð til þess að stemma stigu við þeim vanda sem blasti við.”
 • M | 16:02 | Jóhanna vissi af samráðshóp um fjármálastöðugleika því gerð var grein fyrir starfi hans á ríkisstjórnarfundum
 • V | 16:02 | Sigríður: Vissir þú eitthvað um hvort það væri einhver viðlagaáætlun til um það leyti sem Glitnis-helgin var?
 • V | 16:03 | Jóhanna: Nei, ég hafði litla hugmynd um það, en vissi að það væri einhver vinna í gangi, og heyrði af því í ágúst og september.
 • M | 16:04 | Jóhanna segist ekki vita hvernig hefði verið hægt að minnka umsvif bankana á þessum tíma 2008, andrúmsloftið allt mjög viðkvæmt.
 • V | 16:04 | Moli: Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu, hefur komið sér fyrir á eina lausa stólnum, rétt við dyrnar út úr salnum.
 • M | 16:05 | Jóhanna tók mark á eftirlitsstofnunum, treysti á skýrslur sem sögðu að bankarnir stæðust álagspróf.
 • V | 16:05 | Jóhanna: Ég tók mark á mati og skoðunum FME og seðlabankans á stöðu mála hverju sinni, og skýrslum þeirra er vörðuðu fjármálakerfið.
 • V | 16:06 | Moli: Geir hefur varla litið upp frá blaði sínu, skrifar mikið hjá sér það sem er að koma fram.
 • M | 16:07 | Jóhanna minnist þess ekki að Icesave hafi verið rætt í ríkisstjórn, henni var ekki kunnugt um þau mál fyrr en síðla árs 2008
 • V | 16:08 | Jóhanna: Það var umræða um það hvort bankarnir gætu flutt út höfuðstöðvar sínar á árinu 2008, en það taldi það enginn gertlegt held ég.
 • M | 16:09 | Andri verjandi Geirs virðist ekki sjá ástæðu til að spyrja Jóhönnu margs
 • M | 16:10 | Jóhanna: Það var rætt hvort það væri ástæða til að flytja höfuðstöðvar bankanna út í ljosi stærðar en var ekki talið raunhæft
 • V | 16:13 | Jóhanna: RNA segir að það hafi vantað ýmislegt upp á að formfestu á ýmsu í stjórnsýslunni, en úr þessu hefur verið bætt núna.
 • M | 16:13 | Jóhanna nefnir að ríkisstjórnin hafi fengið slæma útreið í skýrslu rannsóknarnefndar vegna skorts á formfestu á fundum hennar
 • M | 16:14 | Jóhanna segir að þessu hafi verið gjörbreytt síðan og nú sé skilyrt hvað eigi að vera í fundargerðum ríkisstjórnarfunda osfrv.
 • V | 16:14 | Jóhanna: Ég tel þó ekki að það hafi verið eitthvað annað lag á vinnulagi í ríkisstjórn Geirs heldur en öðrum ríkisstjórnum.
 • M | 16:15 | Hinsvegar telur Jóhanna ekki að ríkisstjórnin hafi undir forystu Geirs Haarde haft annan hátt á en aðrar ríkisstjórnir á undan
 • M | 16:16 | Saksóknari spyr Jóhönnu að sama og hún spurði Össur, hvort bankarnir hafi mikið verið ræddir undir liðnum “önnur mál”
 • M | 16:19 | Jóhanna var kölluð til fundar vegna gjaldeyrisskiptasamning við Norðurlöndin. Eina skiptið sem hún hitti Davíð Oddsson fram að hrunhelgi.
 • V | 16:20 | Sigríður: Þekktir þú til þessa gjaldmiðlaskiptasamnings sem gerður var við Seðlabanka Norðurlandanna árið 2008?
 • V | 16:22 | Jóhanna: Já, ég samþykkti að gera breytingar á Íbúðalánasjóði í takt við kröfur ESA þar um, en það var þá þegar byrjað að vinna að því.
 • M | 16:23 | 30. september 2008 voru kaup ríkissjóðs á Glitni rædd á ríkisstjórnarfundi. Fyrsta sinn sem einstakur banki var ræddur í ríkissstjórn.
 • V | 16:24 | Jóhanna: Davíð talaði um það 30. september að hér þyrfti að setja þjóðstjórn, það voru nú ekki allir ánægðir með það.
 • M | 16:24 | Davíð Oddsson seðlabankastjóri var í miklu upnámi þegar hann kom á þennan ríkisstjórnarfund segir Jóhanna.
 • V | 16:25 | Jóhanna: Mér finnst það mjög ámælisvert að seðlabankinn hafi haldið því fram í ritum sínum að hér hafi verið allt í lagi með bankakerfið.
 • M | 16:25 | Jóhanna furðar sig á því að seðlabankastjóri hafi látið frá sér skýrslu þar sem allt var sagt í stakasta lagi skömmu áður.
 • V | 16:27 | Jóhanna: Þetta eru gögn sem ráðherrar og kjörnir fulltrúar verða að geta reitt sig á. Það verður að fjalla um vandann ef hann er fyrir hendi
 • M | 16:27 | Jóhanna veit ekki hvernig það kom til að viðskiptaráðherra var ekki hafður með í ráðum um Glitnishelgina fyrr en á sunnudagskvöldi.
 • M | 16:28 | Jóhanna: Ég man að mér þótti það sérkennilegt að viðskiptaráðherra væri ekki með í þessu
 • M | 16:29 | Jóhanna: Man að viðskiptaráðherra vildi bæta innistæðutryggingakerfið en minnist þess ekki að það hafi verið rætt í ríkisstjórn
 • M | 16:30 | Jóhanna: Menn voru hræddir við að reifa það í löggjöf að það væri hætta í bankakerfinu
 • V | 16:30 | Jóhanna: Opinber gögn seðlabankans verða að vera áreiðanleg og sýna afstöðu sérfræðinga bankans til stöðunnar hverju sinni.
 • V | 16:32 | Jóhanna hefur lokið skýrslutöku sinni, og þinghaldi hefur verið frestað til mánudags klukkan níu. Þá kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
 • M | 16:33 | Jóhanna: Þessi neyðarlög sem þarna voru sett björguðu því sem bjargað varð á þessum tíma
 • M | 16:34 | Jóhanna heilsar öllum við borð bæði saksóknara og verjanda með virktum áður en hún gengur úr salnum.
 • M | 16:34 | Fyrstu viku réttarhaldanna yfir Geir Haarde er nú lokið. Vitnaleiðslur halda áfram á mánudaginn klukkan 9.
 • M | 16:36 | Á mánudag bera m.a. vitni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Sigurður Einarsson, Lárus Welding, Sigurjón Þ. Árnas og Björgólfur eldri