Tímaraðaðar Twitterfærslur frá: ruv.is (R) – mbl.is (M) og visir.is (V)

Landsdómur 12. mars

 • V | 12.3 2012, 8:41 | Góðan daginn, nú fer þinghald brátt að hefjast. Hér er fólk þegar búið að koma sér fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrsta í vitnasæti
 • V | 12.3 2012, 8:43 | Moli: Guðjón Þórðarson, knattspyrnuþjálfari og bróðir Ingu Jónu Þórðardóttur, konu Geirs, er mættur.
 • V | 12.3 2012, 8:44 | Moli: Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er mætt í salinn til þess að fylgjast með gangi mála.
 • M | 12.3 2012, 8:45 | Síðari vika réttarhaldanna yfir Geir Haarde er nú að hefjast. Vitnaleiðslur verða í dag og morgun en málflutningur hefst á miðvikudag.
 • R | 12.3 2012, 8:46 | Það er þegar orðinn þéttsetinn bekkurinn í landsdómi 15 mínútum áður en dagskráin hefst í dag. Guðjón Þórðarson þjálfari í sal.
 • R | 12.3 2012, 8:46 | Þórunn Sveinbjarnardóttir og Lúðvik Bergvinsson, fv þingmenn Samfylkingar, sitja bæði í sal landsdóms og fylgjast með.
 • M | 12.3 2012, 8:47 | Dómvörður reynir að tryggja að allir komist að en áhorfendabekkirnir virðast þegar vera fullir, enda bera stór nöfn vitni í dag
 • M | 12.3 2012, 8:47 | Í dag bera vitni bankastjórarnir fyrrv. Sigurður Einarsson, Halldór Kristjánsson, Sigurjón Þ. Árnason og Björgólfur Guðmundsson
 • R | 12.3 2012, 8:48 | Gunnar Steinn Pálsson er í salnum. Hann hefur ráðlagt fjölda fólks og fyrirtækja um fjölmiðlasamskipti og ímyndarherferðir.
 • M | 12.3 2012, 8:49 | Þessir menn hafa sáralítið sig opinberlega frá hruni og verður því forvitnilegt að heyra vitnisburð þeirra í dag
 • V | 12.3 2012, 8:49 | Moli: Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar, hefur komið sér fyrir í sæti sínu, við hlið Ingu Jónu Þórðurdóttur.
 • M | 12.3 2012, 8:49 | Sú fyrsta til að bera vitni í dag er hinsvegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr. utanríkisráðherra.
 • M | 12.3 2012, 8:51 | Meðal þeirra sem fylgjast með í dag eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Lúðvík Bergvinsson, Ólafur Arnarson, Guðjón Þórðarson ofl
 • V | 12.3 2012, 8:54 | Moli: Hér er nú hvert sæti skipað. Geir H. Haarde var að koma sér fyrir í sæti sínu, og þess er beðið að málið hefjist.
 • R | 12.3 2012, 8:56 | Fjölmiðlaráðgjöfum fjölgar í salnum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fv blaðamaður komin, hún rekur nú almannatengslafyrirtæki.
 • R | 12.3 2012, 8:57 | Það verður mikið um að vera í landsdómi í dag. Mörg vitni sem voru í lykilhlutverkum árin fyrir hrun. Bankamenn og pólitíkus.
 • R | 12.3 2012, 8:58 | Uppröðunin hefði sennilega verið kölluð Magnaður miðvikudagur í bíóhúsum í gamla daga hefði þetta verið bíómynd.
 • M | 12.3 2012, 8:58 | Það er lágstemmd spenna í sal Þjóðmenningarhússins þennan morgun. Áhorfendur hvíslast á og bíða þess að vitnaleiðslur hefjist
 • V | 12.3 2012, 8:58 | Moli: Á eftir Ingibjörgu Sólrúnu kemur Sigurður Einarsson, f. stjórnarformaður Kaupþings, í vitnasætið, skv. dagskránni f. daginn í dag.
 • R | 12.3 2012, 8:58 | Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fv utanríkisráðherra og form Samfylkingar, gefur fyrst skýrslu Síðan taka bankamennirnir við.
 • R | 12.3 2012, 8:59 | Ingibjörg Sólrún var að ganga í salinnn, með hliðartösku um öxl og haldandi á bakpoka. Hún bíður þess að dómþing hefjist í dag.
 • M | 12.3 2012, 8:59 | Ingibjörg S. er mætt og mynduð í bak og fyrir. Það vantar hinsvegar stólinn sem venjulega er stillt upp fyrir vitni til hliðar
 • V | 12.3 2012, 8:59 | Moli: Ingibjörg Sólrún er gengin í salinn, og bíður þess að þinghald hefjist og skýrslugjöf hennar þar með.
 • R | 12.3 2012, 9:00 | Önnur vitni eru Sigurður Einarsson, Lárus Welding, Halldór J. Kristjánsson, Sigurjón Árnason og Björgólfur Guðmundsson.
 • R | 12.3 2012, 9:01 | Hér verður einnig Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabanka og stjórnarmaður FME.
 • M | 12.3 2012, 9:01 | Ingibjörg dregur 3 snjáðar dagbækur upp úr tösku og raðar þeim á borðið. Líklega nótur frá tímum bankahrunsins.
 • V | 12.3 2012, 9:01 | Þinghaldi er þá framhaldið, segir Markús. Ingibjörg Sólrún, komin heim frá Kabúl, er sest í vitnasætið.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

 • R | 12.3 2012, 9:02 | Ingibjörg Sólrún setur möppu og minnisbækur á borðið, gefur upp nafn, fær sér vatnsglas og bíður spurninga.
 • M | 12.3 2012, 9:02 | Ingibjörg Sólrún starfar nú sem yfirmaður UN Women í Kabúl í Afganistan.
 • M | 12.3 2012, 9:03 | Saksóknari spyr sem fyrr hvort IGS hafi skynjað hættu vofa yfir Íslandi árið 2008 og hvernig sú hætta hafi birst henni.
 • V | 12.3 2012, 9:04 | Ingibjörg Sólrún: Bankakerfið stækkaði mjög hratt, einkum á árunum 2004 til og með 2007.
 • M | 12.3 2012, 9:04 | IGS segist hafa haft áhyggjur af bankakerfinu þegar árið 2006 þegar hin s.k. mini-krísa gekk yfir.
 • V | 12.3 2012, 9:05 | Ingibjörg: Hafði áhyggjur af stöðu bankanna 2006, vitnar til utandagskrárumræðu að hennar frumkvæði frá mars 2006.
 • R | 12.3 2012, 9:05 | Ingibjörg segist hafa haft áhyggjur af bönkunum 2006 vegna míníkrísu og segist hafa lýst áhyggjum af álagsprófum á Alþingi
 • M | 12.3 2012, 9:05 | Segist hafa haft áhyggjur af því þá að álagsprófin væru ekki nógu góð og gæfu ranga mynd af bönkunum, FME væri ekki nógu öflugt
 • R | 12.3 2012, 9:05 | Í framhaldi hafi álagsprófum verið breytt og bankar sagðir hafa breytt ýmsu í rekstri sínum, segir Ingibjörg.
 • R | 12.3 2012, 9:06 | Ingibjörg segist hafa talið að bankarnir hefðu lært af míníkrísunni og látið það sér að kenningu verða.
 • V | 12.3 2012, 9:06 | Ingibjörg: Ég spurðist m.a. um álagspróf FME í þessari umræðu í þinginu, en fékk þau svör að bankarnir hefðu styrkt stöðu sína.
 • R | 12.3 2012, 9:07 | Ingibjörg segist hafa unnið út frá ítarlega mótaðri efnahagsstefnu Samf í ríkisstjórn en þar hafi ekki verið fjallað um bankana
 • M | 12.3 2012, 9:07 | IGS vissi ekki fyrr en hún las það síðar í bók Styrmis Gunnarssonar að bankakerfið hefði verið við það að falla 2006
 • R | 12.3 2012, 9:07 | Ingibjörg segist ekki hafa haft áhyggjur af bankakerfinu eftir þetta, fyrr en um áramót 2007-2008.
 • V | 12.3 2012, 9:08 | Ingibjörg: Ég hafði ekki miklar áhyggjur af bankakerfinu, fyrr en um áramótin 2007/2008. Þá helst þegar Kaupþing ætlaði að kaupa NIBC.
 • M | 12.3 2012, 9:08 | IGS segir að enginn hafi haft áhyggjur af bankakerfinu 2007 það hafi aldrei verið rætt í mótun efnahagsstefnu fyrir kosningarnar
 • V | 12.3 2012, 9:09 | Ingibjörg: Þá komst stærð bankakerfisins í kastljósið alþjóðlega, og staðan erlendis einnig farin að þyngjast.
 • R | 12.3 2012, 9:09 | Ingibjörg segir Kaupþingsmenn hafa séð að þeir hafi ekki ráðið við kaup á NIBC. Hún ræddi í jan 2008 við (frh)
 • V | 12.3 2012, 9:09 | Sigríður spyr út í samráðshóp stjórnvalda um fjármálastöðugleika.
 • R | 12.3 2012, 9:09 | (frh) við viðskiptaráðherra og stjórnarformann FME og þá var staðan áhyggjuefni.
 • V | 12.3 2012, 9:10 | Ingibjörg Sólrún: Ég vissi af starfi hópsins, en hafði ekki neina aðkomu að honum.
 • R | 12.3 2012, 9:11 | Hugmyndir Kaupþings um kaup á stórum hollenskum banka til marks um það “hubris” sem var á þessum tíma, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 9:11 | ISG vissi ekki mikið um samráðshóp stjórnvalda um fjármálastöðugleika annað en að hann væri til og ynni að því að stilla saman strengi
 • M | 12.3 2012, 9:11 | Ingibjörg Sólrún grípur niður minnispunkta sína frá árinu 2008 til að rifja upp smáatriði sem hún ekki man svo glöggt lengur
 • V | 12.3 2012, 9:11 | Ingibjörg: Minnist þess að Bolli Þór Bollason (formaður hópsins) hafi í eitt skiptið miðlað upplýsingum á fundi Ingibjargar og Geirs.
 • R | 12.3 2012, 9:12 | Ingibjörg svarar nú spurningum saksóknara um samráðshóp. Flettir upp í minnisblöðum sínum þegar hún er spurð út í dagsetningar.
 • R | 12.3 2012, 9:12 | Ég vissi að þessi hópur átti að samræma aðgerðir og alla þá aðila sem áttu að koma að ef á það reyndi, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 9:12 | ISG sagði að eftir á að hyggja gæti maður sagt það galið að hafa bankakerfi sem væri 9x landsframleiðsla í hagkerfi með örmynt
 • R | 12.3 2012, 9:13 | Fékk ekki gögn á fundum sem ég sat, segir Ingibjörg. M.a. fékk hún ekki skjöl Seðlabanka um úrræði stjórnvalda.
 • R | 12.3 2012, 9:13 | Ingibjörg segir að gott hefði verið að fá skjöl Seðlabanka um þær aðgerðir sem stjórnvöld kynnu að þurfa að grípa til. (frh)
 • M | 12.3 2012, 9:14 | ISG nefnir skjöl úr Seðlabankanum frá janúar og júlí 2008 sem aldrei voru kynnt stjórnvöldum en hefði verið ástæða til segir hún
 • R | 12.3 2012, 9:14 | (frh) Þau skjöl sá Ingibjörg ekki fyrr en seinna, segir hún. Var ekki í beinum tengslum við samráðshóp.
 • V | 12.3 2012, 9:14 | Ingibjörg: Seðlabankinn hefði átt að kynna gögn um aðkallandi aðgerðir vegna hugsanlegs fjármálaáfalls.
 • V | 12.3 2012, 9:14 | Ingibjörg: Það gerði hann hins vegar ekki.
 • V | 12.3 2012, 9:15 | Ingibjörg: Ég er kölluð til á fundum 7. febrúar og 1. apríl, þar sem farið er yfir upplýsingar frá seðlabankanum.
 • M | 12.3 2012, 9:15 | ISG nefnir skjöl úr Seðlabankanum frá apríl og júlí 2008 sem aldrei voru kynnt stjórnvöldum en hefði verið ástæða til segir hún
 • R | 12.3 2012, 9:15 | Ingibjörg segir Geir hafa kallað sig á fundi í feb og ap 2008 með Seðlabanka en rangt að þau hafi fundað oftar en aðrir um þetta
 • M | 12.3 2012, 9:16 | Hver átti að vinna úr gögnum samráðshópsins spyr saksóknari? -”Já, það er góð spurning” svarar Ingibjörg Sólrún
 • R | 12.3 2012, 9:16 | Samráðshópur hlaut að setja upp mögulegar sviðsmyndir ef fjármálakerfið yrði fyrir áfalli, þeirra verkefni að lista upp slíkt.
 • R | 12.3 2012, 9:17 | Þetta var hópurinn sem var að vinna þá vinnu, segir Ingibjörg. Segist hafa vitað að Geir hafi sett upp hóp innanhúss hjá sér.
 • M | 12.3 2012, 9:17 | Ingibjörg og Geir funduðu margoft til að stilla saman strengi ríkisstjórnarflokkanna en ræddu ekki oftar en aðrir um bankakerfið
 • V | 12.3 2012, 9:18 | Ingibjörg: Ég þekki ekki vinnu samráðshópsins í neinum smáatriðum.
 • M | 12.3 2012, 9:18 | Ingibjörg Sólrún segist ekki þekkja í neinum smáatriðum þá vinnu sem fram fór í samráðshóp um fjármálastöðugleika
 • R | 12.3 2012, 9:19 | Það hafði enginn þá hugmynd í upphafi árs 2008 að bankakerfið væri að falli komið, segir Ingibjörg þó fólk vissi af erfiðleikum
 • M | 12.3 2012, 9:19 | ISG: Það var ekki inni í myndinni að bankakerfið væri að falli komið og við trúðum því öll að það stæði sterkjum fótum þrátt fyrir ágjöf
 • V | 12.3 2012, 9:19 | Ingibjörg: Það var ekkert í myndinni að bankakerfið væri að hruni komið enda gáfu opinberar skýrslur FME og SÍ ekki tilefni til þess.
 • R | 12.3 2012, 9:20 | Davíð Oddsson talaði um bankamennina sem skúrka og hina verstu menn og að þetta væri viðhorfið úti í heimi, segir Ingibjörg.
 • V | 12.3 2012, 9:20 | Ingibjörg: Það var ekki síst komið frá Davíð Oddssyni að bankamennirnir væru “skúrkar”, og “hinir verstu menn” í augum manna erlendis.
 • R | 12.3 2012, 9:20 | Ingibjörg segir Seðlabankann hafa lýst því að ýmsir úti í heimi vildu ekki eiga viðskipti við íslensku bankana.
 • M | 12.3 2012, 9:21 | ISG: Davíð Oddsson talaði um bankamennina sem skúrka og hina verstu menn og að þannig væri viðhorfið til þeirra úti í heimi
 • R | 12.3 2012, 9:21 | Saksóknari spyr út í minnispuknta Ingibjargar af fundi með Geir 18./19. apríl þar sem hún sagði mikilvægt að fá tillögur (frh)
 • R | 12.3 2012, 9:22 | (frh) frá krísuhópi sem Ingibjörg segir vísa til innanhússvinnuhóps í forsætisráðuneytinu.
 • V | 12.3 2012, 9:22 | Ingibjörg: Þegar við erum að fjalla um stærð bankakerfisins, þá er tvennt sem kom til greina.
 • R | 12.3 2012, 9:23 | Ingibjörg vildi funda með Geir vegna þess að hann útilokaði ESB í ræðu skömmu áður. Það taldi hún varhugavert á þeim tíma.
 • V | 12.3 2012, 9:23 | Ingibjörg: Annars vegar að reyna að minnka bankakerfið, og hitt að reyna að stækka markaðssvæðið með umsókn um aðild að ESB og upptöku Evru
 • R | 12.3 2012, 9:23 | Í minnisblaðinu talaði Ingibjörg um björgunaraðgerðir. Segir það hafa átt við um minnkun bankakerfis og aðgerðir Seðlabanka.
 • M | 12.3 2012, 9:24 | ISG taldi vænlega lausn að stækka markaðssvæði bankanna með umsókn um aðild að ESB. Var ósátt þegar Geir lokaði fyrir þá glufu
 • V | 12.3 2012, 9:24 | Ingibjörg: Þannig hefði verið hægt að taka upp aðra mynt og stækka bakland þeirra, öryggisnetið.
 • R | 12.3 2012, 9:25 | Andri spyr hvort Ingibjörg hafi rætt það sem kom fram á fundum hennar með Geir og Seðlabankastjórum við Björgvin G. Sigurðsson.
 • R | 12.3 2012, 9:25 | Ingibjörg segist hafa gert það en geti ekki fullyrt hvort hún hafi alltaf gert það. Farið ítarlega yfir febrúarfund í þingflokki
 • V | 12.3 2012, 9:26 | Ingibjörg: Ég gerði þingflokki mínum grein fyrir því sem fram kom á fundinum með Davíð 7. febrúar, “sem var all sérstakur fundur”.
 • M | 12.3 2012, 9:27 | Dómarar í Landsdómi eru fremur iðnir við að skrifa niður það sem Ingibjörg Sólrún hefur að segja. Ekki svo hjá öllum vitnum
 • V | 12.3 2012, 9:27 | Ingibjörg: Hinn 7. apríl átti ég fund með Samfylkingunni þar sem rætt var um erfiða stöðu á mörkuðum og í fjármálakerfinu.
 • R | 12.3 2012, 9:27 | Ræddi óróleika á fjármálamörkuðum á ráðherrafundi Samfylkingar 6. apríl, segir Ingibjörg eftir fund með Geir og Seðlabanka 1.ap.
 • R | 12.3 2012, 9:28 | Ég hafði mjög litlar upplýsingar um vinnu samráðshóps, segir Ingibjörg. Fékk þær litlu upplýs sem hún hafði á fundi 19. apríl.
 • V | 12.3 2012, 9:29 | Ingibjörg: Ég hafði mjög litlar upplýsingar um vinnu samráðshópsins. Það litla sem ég fékk um þetta var á fundi með Bolla líklega 19.apríl
 • M | 12.3 2012, 9:29 | Ingibjörg: Það verður að segjast eins og er að ég hafði mjög litlar upplýsingar um vinnu þessa hóps (samráðshópsins)
 • R | 12.3 2012, 9:30 | Ingibjörg lýsir stöðu Jóns Þórs Sturlusonar, var aðstoðarmaður Björgvins G. og fulltrúi Samfylk. í ráðherranefnd um ríkisfjármál
 • V | 12.3 2012, 9:31 | Andri: Kom samráðshópurinn einhvern tímann til tals milli þín og aðstoðarmanns viðskiptaráðherra? Ingibjörg: Nei.
 • R | 12.3 2012, 9:31 | Mikið var leitað til Jóns Þórs. Sjálf leit hún meira til efnahagsmála í heild en stöðu bankakerfisins, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 9:32 | Andri verjandi Geirs spyr Ingibjörgu hvort hún hafi ekki séð tilefni til að sækja upplýsingar um starf samráðshópsins frá viðskiptaráðherra
 • M | 12.3 2012, 9:33 | Ingibjörg Sólrún taldi það fremur sitt hlutverk að skoða heildarmyndina og vann út frá efnahagsmálum fremur en bankakerfinu
 • R | 12.3 2012, 9:33 | Brynhildur Flóvents spyr út í skjöl Seðlabanka um ákvarðanatöku stjórnvalda við falli.
 • V | 12.3 2012, 9:34 | Brynhildur Flóventz dómari spyr um gögn í seðlabankanum, sem Ingibjörg vitnaði til.
 • R | 12.3 2012, 9:34 | Ingibjörg gagnrýnir að skjölin hafi verið til í Seðlabanka þegar bankastjórarnir funduðu með Geir og henni en ekki afhent.
 • M | 12.3 2012, 9:34 | ISG áréttir að hún gagnrýni að sviðsmyndir seðlabanka um viðbrögð við fjármálaáfalli hafi ekki verið lögð fyrir ríkisstjórn á fundi í júlí
 • V | 12.3 2012, 9:35 | Ingibjörg: Þessi gögn, sem eru m.a sviðsmyndir af því hvað eigi að gera ef í harðbakkann slær, voru til í seðlabankanum en voru ekki (frh)..
 • V | 12.3 2012, 9:35 | Ingibjörg: Formlega kynnt og lögð fram, og það gagnrýni ég harðlega.
 • M | 12.3 2012, 9:36 | Ingibjörg segir að hana og Geir hafi greint á um hver framtíðarsýnin ætti að vera. Væntanlega varðandi inngöngu í ESB
 • R | 12.3 2012, 9:36 | Hér er ákæran, fyrir þau sem vilja rifja upp efni hennar. http://t.co/XWL35608
 • R | 12.3 2012, 9:37 | Ingibjörg: Ég held að ekkert okkar hafi talið það verkefni forsætisráðuneytis að minnka bankakerfið, fyrst og fremst Seðlabanka.
 • V | 12.3 2012, 9:38 | Ingibjörg: Það var fyrst og fremst rætt um, að seðlabankinn hefði þær valdheimildir sem þyrfti að nota til þess að minnka bankakerfið.
 • R | 12.3 2012, 9:38 | Í janúarbyrjun lögðust allir á árarnar að koma í veg fyrir kaup Kaupþings á hollenskum banka, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 9:38 | ISG: held það hafi verið litið svo á að það væri fyrst og fremst verkefni Seðlabankans að draga úr stærð bankakerfisins
 • M | 12.3 2012, 9:38 | ISG: Forsætisráðherra hafði engin tæki til þess (að draga úr stærð bankakerfisins) önnur en almennar fortölur
 • V | 12.3 2012, 9:39 | Ingibjörg: Forsætisráðherra gat í sjálfu sér ekkert gert, nema almennar “fortölur” og samtöl við bankamenn.
 • R | 12.3 2012, 9:39 | Ingibjörg fer yfir hugmyndir sem voru í gangi um að minnka bankakerfið. Ekki rætt formlega í ríkisstjórn.
 • M | 12.3 2012, 9:39 | Það var aldrei með formlegum hætti rætt á ríkisstjórnarfundum að draga úr stærð bankakerfisins, en oft rætt utan dagskrár
 • R | 12.3 2012, 9:39 | Hafði lamandi áhrif að ríkisstjórn gat ekkert sagt eða gert án ótta við neikvæð áhrif á bankakerfið, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 9:40 | Menn þorðu ekki að ræða þessa hluti formlega, það lamaði athafnagetuna að menn voru hræddir við að umtal hefði neikvæð áhrif
 • V | 12.3 2012, 9:40 | Ingibjörg: Menn voru alltaf “dauðhrædd” um að umræðan ein og sér, myndi framkalla efnahagshrun eða bankaáhlaup.
 • R | 12.3 2012, 9:41 | Það var ljóst að þurfti ekki mikið til að vogunarsjóðir gerðu áhlaup á banka eða krónuna, segir Inigbjörg.
 • M | 12.3 2012, 9:41 | ISG: þurfti ekki mikið til að framkalla áhlaup á bankana eða að vogunarsjóðir tækju sér stöðu gegn krónunni. afskaplega viðkvæm umræða
 • R | 12.3 2012, 9:42 | Það mátti öllum ljóst vera að ef einn banki félli myndu þeir allir falla, segir Ingibjörg Sólrún.
 • V | 12.3 2012, 9:42 | Ingibjörg: Við vorum með “örmynt”, og stórt alþjóðlegt bankakerfi. Þetta er staða sem ekki “gengur upp”.
 • R | 12.3 2012, 9:42 | Hér rifjast upp að fyrir helgi sagðist Össur hafa verið fullvissaður í Seðlabanka um að aðgerðir vegna Glitnis felldu ekki aðra.
 • M | 12.3 2012, 9:43 | ISG: stærð bankaskerfisins hafði bara ekkert með þessa ríkisstjórn að gera. Það var til komið fyrir þessa ríkisstjórn
 • V | 12.3 2012, 9:43 | Ingibjörg: Það þurfti ekki mikið til þess að vogunarsjóðir færu að veðja gegn krónunni, og léku sér síðan að því að grafa undan henni.
 • M | 12.3 2012, 9:44 | ISG: Við vorum hreint ekki með það í huga að bankakerfið héldi áfram að stækka, fyrst og fremst að hugsa um fyrirtæki eins og Össur og Marel
 • V | 12.3 2012, 9:44 | Ingibjörg: Þetta var mjög viðkvæm staða, og það þurfti lítið til þess að mjög illa færi.
 • R | 12.3 2012, 9:45 | Svona sagði Össur frá hættunni í bankakerfinu fyrir helgi. http://t.co/zq4p9bO6
 • R | 12.3 2012, 9:47 | Ingibjörg fer yfir efni fundar með bankastjórn Seðlabanka og fjármálaráðherra og forsætisráðherra eftir Lundúnaferð Davíðs.
 • R | 12.3 2012, 9:48 | Skilaboðin þau að bankarnir hefðu komið illa fyrir, Kaupþing ótrúverðugur, Glitnir örvæntingarfullur, Landsbanki í bestu lagi.
 • R | 12.3 2012, 9:48 | Ingibjörg segir það hafa komið heim og saman við ímyndina um að Landsbankamenn væru Davíð þóknanlegir.
 • R | 12.3 2012, 9:49 | Davíð fór hamförum um miðbik fundar, úthúðaði bankamönnum og útrásinni, okkur hin setti hljóð, segir Ingibjörg Sólrún.
 • V | 12.3 2012, 9:49 | Ingibjörg: Það var eins og Davíð Oddsson tæki “hamskiptum” á fundi 7. febrúar, og úthúðaði útrásinni og ýmsu öðru.
 • R | 12.3 2012, 9:49 | Ég hef séð Davíð áður í þessum ham og lært að taka með fyrirvara það sem hann segir í þessum ham, segir Ingibjörg.
 • V | 12.3 2012, 9:50 | Ingibjörg: Ég hef áður sé Davíð í þessum ham, og hef lært það þegar svo er þá tekur maður því sem frá honum kemur með fyrirvara.
 • M | 12.3 2012, 9:50 | Ingibjörg lýsir fundi í ráherrabústaðnum eftir för seðlabankastjór DO til London þar sem hann fundaði með breskum bankamönnum
 • R | 12.3 2012, 9:50 | Ingibjörg segist því hafa tekið orðum Davíðs öðruvísi en hún hefði tekið því ef annar maður hefði sagt þetta sama.
 • V | 12.3 2012, 9:50 | Ingibjörg: Davíð ræddi sérstaklega um að Landsbankamenn væru honum “þóknanlegir” en ekki hinir, þ.e. Glitnismenn og Kaupþingsmenn.
 • R | 12.3 2012, 9:50 | Davíð var einn til umsagnar um efni fundanna í Bretlandi. Ráðherrarnir 3 ákváðu samt að setja tvo menn í vinnu vegna þessa.
 • M | 12.3 2012, 9:50 | ISG: Mikilvægt að gera sér grein fyrir andrúmslofti þessa fundar, var ekki venjulegur fundur þar sem menn sitja og ræða málin
 • R | 12.3 2012, 9:51 | Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis og aðstoðarmaður viðskiptaráðherra áttu að skoða aðgerðir og viðbrögð, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 9:51 | Um miðvik fundarins tók DO seðlabankastjóri hamskiptum fór mikinn og úthúðaði bankamönnum og útrásinni svo okkur hin setti hljóð
 • V | 12.3 2012, 9:52 | Ingibjörg: Þetta var svolítið sérkennilegt, því það var engin annar til frásagnar um það sem fram fór á fundum Davíðs í London.
 • M | 12.3 2012, 9:52 | ISG: hef séð áður seðlabankastjóra fyrrverandi í þessum ham og ég hef lært að þegar hann er í þessum ham þá tekur maður því með fyrirvara
 • M | 12.3 2012, 9:53 | ISG: Sem ég hefði kannski ekki gert ef þetta hefði verið annar seðlabankastjóri. Davíð auk þess einn til frásagnar um fundinn í London
 • V | 12.3 2012, 9:53 | Ingibjörg: Við og seðlabankamennirnir sem komu með Davíð á fundinn, sátum hljóð undir þessari uppákomu.
 • M | 12.3 2012, 9:54 | ISG: Það var öllum ráðherrum í ríkisstjórn ljóst að það þyrfti að vinna að því að minnka bankakerfið
 • R | 12.3 2012, 9:54 | Ingibjörg segir að efnahagsvandi og vandi banka hafi margsinnis verið ræddur í ríkisstjórn. Ýmsar aðgerðir ræddar.
 • V | 12.3 2012, 9:54 | Ingibjörg: Það var alveg ljóst, að það var fyrst og fremst á vettvangi seðlabankans þar sem hægt var að grípa til aðgerða.
 • M | 12.3 2012, 9:55 | AGS og norrænu seðlabankarnir fóru fram á að gegn lánalínu yrði bankakerfið yrði minnkað. Seðlabanki sagði ekkert því til fyrirstöðu
 • M | 12.3 2012, 9:55 | Ingibjörg Sólrún: Það var fyrst og fremst Seðlabankinn sem gat gripið til aðgerða
 • R | 12.3 2012, 9:56 | Saksóknari spyr út í fundinn í ráðherrabústaðnum 14. febrúar sem ríkisstjórnin hélt með bankamönnum.
 • R | 12.3 2012, 9:56 | Ingibjörg segir ríkisstjórn hafa viljað fá heildarmynd af stöðunni. Vonast til að fá hreinskilið mat bankamanna á fjármálakerfi.
 • R | 12.3 2012, 9:57 | Á fundinum kom fram að þetta væri ekki bara orðsporsvandi heldur líka hlutfallsvandi, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 9:57 | ISG: höfðum hvert fyrir sig hitt einstaka bankamenn og yfirleitt var viðkvæðið hjá þeim að þeirra banki stæði vel en vandinn væri hjá hinum
 • R | 12.3 2012, 9:58 | Bankamenn voru tregir til að koma til fundarins, segir Ingibjörg. Kom ekki mikið út úr fundinum en lærdómsríkur.
 • V | 12.3 2012, 9:58 | Ingibjörg: Fundurinn í ráðherrabústaðnum var fyrst og fremst ætlaður til þess að reyna að fá heildarmynd á vanda fjármálakerfisins.
 • M | 12.3 2012, 9:58 | Þess vegna voru allir bankastjórarnir boðaðir í ráðherrabústaðinn 14. febrúar til að fá þeirra sýn á vanda bankakerfisins sem heildar
 • M | 12.3 2012, 9:59 | ISG: Við gátum ekki lagt það til gagnvart öllum bönkunum að einhver einn þeira yrði að fara úr landi
 • V | 12.3 2012, 10:00 | Ingibjörg: Það fannst ekki öllum þetta góður fundur, en mér fannst þetta upplýsandi.
 • M | 12.3 2012, 10:00 | ISG: Áttum engan annan kost í stöðinni en að reyna það sem við gætum að koma í veg fyrir áhlaup á bankana og að einn banki félli
 • M | 12.3 2012, 10:02 | Saksóknari spyr um svarta skýrslu AGS frá apríl 2008
 • M | 12.3 2012, 10:04 | ISG: Ekki farið í beinar aðgerðir í kjölfar skýrslu AGS, en hún var rætt og AGS boðið að koma og gera frekari úttekt.
 • V | 12.3 2012, 10:04 | Ingibjörg: Ég sá aldrei bréf frá Mervyn King til Davíðs, frá 23. apríl, og sá þetta aldrei fyrr en í skýrslu RNA.
 • R | 12.3 2012, 10:05 | Mér var ekki sagt frá bréfi og tilboði breska seðlabankastjórans til Davíðs um aðstoð, segir Ingibjörg. Voru það vonbrigði.
 • V | 12.3 2012, 10:06 | Ingibjörg: Hinn 7. maí var okkur sagt að breski seðlabankinn myndi ekki gera gjaldmiðlaskiptasamning.
 • M | 12.3 2012, 10:07 | Ingibjörg talar um fund í seðlabankanum 16. apríl þar sem ríkti bjartsýni um að lánalínur fengjust frá erlendum
 • V | 12.3 2012, 10:07 | Ingibjörg: Ég spurði út í þetta, því þetta voru vonbrigði, en það var aldrei greint frá þessu tilboði King um aðstoð.
 • M | 12.3 2012, 10:08 | Á næsta fundi með seðlabankanum 7.maí kom hinsvegar í ljós að Seðlabanki Bretlands vildi ekki aðstoða með lánalínur. Mikil vonbrigði
 • R | 12.3 2012, 10:08 | Yfirlýsing um að draga úr stærð bankanna vegna gjaldeyrisskiptasamninga var ekki léttvæg, segir Ingibjörg. Átti að vinna að því.
 • R | 12.3 2012, 10:08 | Sá hluti yfirlýsingarinnar um að draga úr stærð bankakerfisins var á verkefnasviði Seðlabanka, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 10:08 | Ingibjörg sá aldrei bréf frá Mervyn Kings til Davíðs Oddssonar, ekki fyrr en við útgáfu skýrslu RNA
 • V | 12.3 2012, 10:09 | Ingibjörg: Það var alltaf ljóst í okkar tæki að FME og SÍ báru ábyrgð á því að grípa til aðgerða. “Þar voru tækin til þess”.
 • R | 12.3 2012, 10:09 | Það var alveg ljóst í okkar huga að Seðlabanki og FME hefðu verkfærin til að draga úr stærð bankakerfis, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 10:09 | ISG: Það var alveg ljóst í okkar huga að það væri seðlabankans og FME að uppfylla skuldbindingar um að draga úr stærð bankakerfisins
 • R | 12.3 2012, 10:10 | Ingibjörg: Það var auðveldara að stækka bankakerfið á sínum tíma en að minnka það aftur.
 • V | 12.3 2012, 10:10 | Sigríður: Hvað vissir þú um stofnun Icesave í Hollandi?
 • V | 12.3 2012, 10:11 | Ingibjörg: Ég frétti bara af þessu eins og aðrir. Sendiherrann í Vínarborg sagði mér frá þessu, þegar ég var á fundi erlendis.
 • M | 12.3 2012, 10:11 | Ingibjörg Sólrún: Var stödd á flugvelli í Vínarborg þegar ég frétti fyrst af stofnun Icesave reikninganna í Hollandi
 • V | 12.3 2012, 10:12 | Ingibjörg: Ég man alveg eftir umræðunni um þessa innlánssöfnun. Þetta var almennt álitið skynsamleg leið til þess að afla lánsfjár.
 • R | 12.3 2012, 10:12 | Ingibjörg segir að umræðan um Icesave hafi löngum verið jákvæð. Hún hafi sjálf ekki tekið þátt í umræðum um ábyrgð á innstæðum.
 • M | 12.3 2012, 10:13 | Ingibjörg S: Talið að þetta væri tiltölulega snjöll leið til að útvega lánsfé. Aldrei talað um að ríkið bæri ábyrgð á innlánunum landsdomur
 • V | 12.3 2012, 10:13 | Ingibjörg: Þetta voru kvikir reikningar, og það var fyrst og fremst hætta fyrir Landsbankann en ekki fyrir ríkissjóð.
 • M | 12.3 2012, 10:13 | Ingibjörg: En það var talað um að það væri hætta fyrir bankann vegna þess að þetta væru kvikir reikningar, gæti farið hratt út af þeim aftur
 • R | 12.3 2012, 10:13 | Ingibjörg: Það var rætt um að það gæti verið hættulegt fyrir bankann að reikningar væru kvikir. Ekki að þeir væru hættulegir ríkissjóð.
 • R | 12.3 2012, 10:14 | Þetta var ekkert venjulegur fundur, segir Ingibjörg þegar Andri spyr út í fund 3 ráðherra með Seðlabankastjórn.
 • R | 12.3 2012, 10:15 | Andri spyr út í hvort hugmyndir hafi verið ræddar um aðgerðir til að bregðast við vanda eftir Lundúnaferð Davíðs.
 • R | 12.3 2012, 10:15 | Það sem var rætt um að væri brýnast að gera ef illa færi væri að verja innstæðueigendur í landinu, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 10:16 | Andri verjandi Geirs spyr ISG nánar um fundinn með DO í ráðherrabústaðnum og hvort engar aðgerðir hafi verið ræddar
 • V | 12.3 2012, 10:16 | Ingibjörg: Það var almennt rætt um að það væri brýnast að verja innstæður í íslenska fjármálakerfinu, ef í harðbakkann myndi slá.
 • R | 12.3 2012, 10:16 | Andri segir að fundurinn í Seðlabankanum 7. febrúar hafi verið gerður að úrslitaatriði í ákæru. Kom eitthvað nýtt þar fram?
 • R | 12.3 2012, 10:16 | Þarna komu engar nýjar tillögur eða stöðumat fram, segir Ingibjörg. Bara frásögn Davíðs af upplifun hans á Lundúnaferðinni.
 • M | 12.3 2012, 10:17 | Ingibjörg Sólrún: Þetta var enginn venjulegur fundur
 • V | 12.3 2012, 10:17 | Ingibjörg: Það lá aldrei fyrir neitt stöðumat, formleg greining, um eitt eða neitt, frá seðlabankanum, sem við fengum að sjá.
 • R | 12.3 2012, 10:17 | Ingibjörg: Ég fæ ekki skilið hvers vegna þessi fundur hefur verið metinn sem svona lykilfundur. Enginn metið það svo nema Davíð.
 • M | 12.3 2012, 10:18 | ISG: komu engar haldbærar upplýsingar, engar tillögur eÐA stöðumat. Bara frásögn eins manns af því hvernig hann upplifði för sína til London
 • V | 12.3 2012, 10:18 | Ingibjörg: Seðlabankinn hefur frumkvæðisskyldu til þess að bregðast slæmri stöðu með formlegum hætti en ekki aðeins einræðu á lokuðum fundi.
 • M | 12.3 2012, 10:19 | ISG: Ég hef aldrei skilið af hverju þessi fundur var talinn svona mikill lykilfundur
 • R | 12.3 2012, 10:20 | Ingibjörg segist hafa rætt oft við Jón Sig. form. FME en umræðurnar snúist oftast að efnahagsmálum almennt.
 • M | 12.3 2012, 10:20 | ISG: Aðrir en DO töluðu lítið á fundinum, en almennt rætt um að brýnast að gera væri að verja innistæðueigendur í landinu
 • R | 12.3 2012, 10:22 | Ingibjörg segir að á fundi sínum, Björgvins G. og Jóns Sig. 15. janúar. Jón hafi viljað beita sér fyrir traustara regluverki.
 • M | 12.3 2012, 10:22 | Ingibjörg Sólrún: Ég hafði ekki þá þekkingu á því, hvort krosseignatengsl væru mikil. Ræddi það ekki við Jón Sigurðsson form FME
 • M | 12.3 2012, 10:24 | Andri verjandi Geirs spyr Ingibjörgu Sólrúnu um vantraust á Davíði Oddssyni seðlabankastjóra
 • R | 12.3 2012, 10:24 | Það var stundum erfitt að átta sig á hvað væru málefnaleg sjónarmið og hvað persónuleg hjá Davíð, segir Ingibjörg.
 • V | 12.3 2012, 10:24 | Ingibjörg: Það er alveg ljóst að það var erfitt að átta sig á því hvað voru málefnaleg sjónarmið og hvað persónuleg, þegar kom að Davíð
 • R | 12.3 2012, 10:24 | Hún svarar Andra að hún hafi ekki hafnað málflutningi Davíðs en talið að kannski væri smurt liðlega.
 • V | 12.3 2012, 10:25 | Ingibjörg: Allir vissu jú um deilurnar á milli Davíðs og stærstu eigenda Glitnis. Þetta tengdist líka umræðu um einkavæðingu bankanna.
 • R | 12.3 2012, 10:25 | Andri spurði út í fundinn í Seðlabanka eftir Lundúnaferð Davíðs.
 • M | 12.3 2012, 10:25 | ISG: Vantraustið tengdist einkavæðingu bankanna, erfitt að átta sig á því hvað væru persónuleg og hvað málefnaleg sjónvarmið hjá DO
 • M | 12.3 2012, 10:26 | Andri spyr hvort Ingibjörg Sólrún hafi ekki séð ástæðu til að taka undir áhyggjur Davíðs Oddsonar, bara hafnað þeim alveg?
 • V | 12.3 2012, 10:26 | Ingibjörg: Það var búin að vera viðvarandi umræða um að menn hefðu verið handvaldir kaupendur að bönkunum.
 • M | 12.3 2012, 10:27 | Ingibjörg segist ekki hafa hafnað þeim en talið að það væri smurt talsvert á þær með hlutdrægum hætti.
 • V | 12.3 2012, 10:28 | Ingibjörg: Við höfðum ekkert í höndunum um það, að bankakerfið stæði ekki traustum fótum hvað varðaði eiginfjárstöðu.
 • M | 12.3 2012, 10:29 | ISG segir að ríkisstjórnin hafi ekki haft neitt í höndunum sem benti annars en að bankarnir myndu standa þetta af sér eins og krísuna 2006
 • M | 12.3 2012, 10:30 | ISG: Við byggðum á því að það var nýbúið að gera álagspróf á bönkunum sem þeir stóðust
 • R | 12.3 2012, 10:31 | Ingibjörg segir að sendiherrastefna þar sem fjallað var um vanda banka hafi verið reglubundinn viðburður, ekki vegna vanda banka
 • M | 12.3 2012, 10:31 | ISG: Öllum var ljóst að það var langtímaverkefni að minnka bankakerfið. Eitthvaðaf því hægt að gera 2008 en ekki mikið
 • M | 12.3 2012, 10:31 | Markús Sigurbjörnsson dómforseti tekur til við tímastýringu að nýju og bendir verjanda á að efnið sé tekið að endurtaka sig
 • R | 12.3 2012, 10:32 | Við fengum þær ráðleggingar frá erlendum aðilum að fara varlega í að stækka gjaldeyrisvaraforðann, segir Ingibjörg.
 • V | 12.3 2012, 10:32 | Andri: Var rætt um að markaðsaðstæður til eignasölu væru erfiðar, og að það væri erfitt fyrir stjórnvöld að knýja fram eignasölu?
 • R | 12.3 2012, 10:32 | Lántaka í gjaldeyrisvaraforða hafi verið dýr og einnig getað verið túlkuð sem merki um örvæntingu, segir Ingibjörg.
 • V | 12.3 2012, 10:33 | Ingibjörg: Já. Aðstæður voru erfiðar.
 • R | 12.3 2012, 10:33 | Markús spyr hvers vegna Björgvin G. hafi ekki undirritað yfirlýsingu vegna skilmála um gjaldeyrisskiptasamning.
 • R | 12.3 2012, 10:34 | Ingibjörg segir að það sé vegna þess að verkefnið hafi verið á sviði Seðlabanka en ekki viðskiptaráðuneytis.
 • M | 12.3 2012, 10:34 | Markús spyr hvers vegna hvorki viðskiptaráðherra né fulltrúi FME hafi skrifað undir yfirlýsingu ráðherra og seðlabankastjóra 15. maí 2008
 • R | 12.3 2012, 10:34 | Markús spyr hví enginn frá FME hafi undirritað yfirlýsinguna. Góð spurning, segir Ingibjörg en kann ekkert svar við henni.
 • M | 12.3 2012, 10:34 | Ingibjörg segir það góða spurningu en við því kunni hún ekki svör.
 • V | 12.3 2012, 10:34 | Markús: Af hverju ritaði ekki viðskiptaráðherra undir yfirlýsingu frá 15. maí 2008, vegna samnings við norræna seðlabanka?
 • R | 12.3 2012, 10:35 | Saksóknara er auðvitað ljóst að það standa ekki nema 15 mínútur eftir af tíma þessa vitnis, segir Markús dómforseti.
 • M | 12.3 2012, 10:35 | Markús dómforseti bendir saksóknara á að lítill tími sé eftir fyrir síðasta ákæruliðinn. Saksóknari: Þá er bara að tala hratt
 • V | 12.3 2012, 10:35 | Ingibjörg: Það er góð spurning. Markús (grípur inn í): En er eitthvað svar við henni?
 • R | 12.3 2012, 10:35 | Ingibjörg telur sig fyrst hafa heyrt af flutningi Icesave í dótturfélag á fundi með Seðlabanka 1. apríl 2008.
 • R | 12.3 2012, 10:36 | Sá flutningur hafi verið talinn þurfa að eiga sér stað vegna innstæðutrygginga, segir Ingibjörg.
 • R | 12.3 2012, 10:36 | Ég kom nánast ekkert að umræðu um Icesave-reikningana og þekki ekki þá vinnu sem þar fór fram, segir Ingibjörg (frh)
 • M | 12.3 2012, 10:37 | ISG kom nánast ekkert að umræðunni um Icesave reikninganna og þekkti lítið til þeirra.
 • R | 12.3 2012, 10:37 | (frh) aðspurð hvort hún viti hvort eða hvernig Geir hafi beitt sér fyrir flutningi þeirra.
 • R | 12.3 2012, 10:38 | Á fundinum 1. ap hafi verið rætt um að flytja mætti Icesave ef Ísland legði til 1 milljarð evra. Þótti fráleitt, segir Ingibjörg
 • R | 12.3 2012, 10:38 | Ingibjörg segir að aldrei hafi verið talað um að ríkissjóður tæki á sig ábyrgð vegna innstæðna í Icesave.
 • M | 12.3 2012, 10:38 | Ingibjörg og Geir ræddu aldrei um Icesave sem þjóðréttarlega skuldbindingu eða að það gæti fallið á ríkið
 • M | 12.3 2012, 10:40 | ISG: Hef sem oddviti í ríkisstjórn hlutverki að gegna v/almenna stefnumótun en setti mig ekki með nákvæmum hætti inn í svið annarra ráðherra
 • R | 12.3 2012, 10:42 | Saksóknari spyr um vanda Icesave í mars apríl 2008 þegar mikið fé rann út af reikningum. Engin sérstök viðbrögð segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 10:42 | Saksóknari spyr hvaða vitnesku Ingibjörg Sólrún hafði um fund með Alistari Darling
 • M | 12.3 2012, 10:43 | ISG:; Hafði enga vitneskju um þann fund í London né af bréfaskriftum við Darling fyrr en í umræðunni eftir hrun.
 • R | 12.3 2012, 10:43 | Ég hafði enga vitneskju um fund Björgvins G með Darling eða bréfaskipti fyrir fundinn, segir Ingibjörg, ekki fyrr en eftir hrun.
 • V | 12.3 2012, 10:43 | Sigríður er nú að spyrja út í Icesave, hvernig þetta hefði komið inn á borð stjórnvalda.
 • V | 12.3 2012, 10:44 | Ingibjörg: Innlánssöfnunin, hvað varðaði hið opinbera, var fyrst og fremst á borði FME og seðlabankans.
 • M | 12.3 2012, 10:45 | ISG skyldist að kröfurnar sem gerðar voru á Landsbanka hafi verið svo miklar að hann gat ekki staðið undir því. Því ekki flutt í dótturfélög
 • R | 12.3 2012, 10:45 | Andri spyr hvers vegna Ingibjörg hafi ekki verið upplýst um fund Björgvins G með Darling.
 • R | 12.3 2012, 10:46 | Ingibjörg segist ekki vita hvers vegna svo var. Einstök ráðuneyti í miklum alþjóðlegum samskiptum. Hefði viljað vita af fundi
 • M | 12.3 2012, 10:46 | Ingibjörg Sólrún segir að hún hefði gjarnan viljað fá að vita af fundi Björgvins G. með Darling, það hefði verið eðlilegt
 • V | 12.3 2012, 10:47 | Sigríður spyr nú út í síðasta liðinn í ákæru, er varðar ráðherrafundi og formlega utanum hald ríkisstjórnarstarfs. http://t.co/kl62ewNq
 • R | 12.3 2012, 10:47 | Nú er komið að spurningum um síðasta ákærulið, að Geir hafi ekki haldið ráðherrafundi um vána í fjármálakerfinu.
 • R | 12.3 2012, 10:47 | Ingibjörg segir að vart hafi liðið svo ríkisstjórnarfundur að ekki hafi e-ð verið rætt sem tengdist þessum málum.
 • R | 12.3 2012, 10:48 | Geir byrjaði oft fundina á því að segja frá því sem væri á döfinni, segir Ingibjörg. Bankakerfi rætt sem vandamál allan tímann.
 • M | 12.3 2012, 10:48 | Þótt bankamálin hafi ekki formlega verið tekin fyrir á ríkisstjórnarfundum byrjaði forsætisráðherra oft á að fara yfir stöðuna
 • R | 12.3 2012, 10:49 | Saksóknari vitnar í vitnisburð Ingibjargar hjá rannsóknarnefnd Alþingis um að mjög lítið hafi verið rætt um vanda bankanna.
 • M | 12.3 2012, 10:49 | ISG: Formlega séð var þetta auðvitað mjög lítið rætt, var ekkert á dagskrá ríkisstjórnarinnar, en allt þetta ár vorum við að ræða þetta.
 • V | 12.3 2012, 10:49 | Ingibjörg: Það var oft og iðulega verið að ræða um stöðu bankanna á ríkisstjórnarfundum, og á öðrum vettvangi.
 • M | 12.3 2012, 10:49 | ISG: Var verið að ræða hvernig væri hægt að minnka bankakerfið, styrkja gjaldeyrisvaraforðann og þar með bankana.
 • R | 12.3 2012, 10:50 | Ingibjörg segir að þá hafi hún verið að tala um formleg fundahöld eða dagskrárliði í ríkisstjórn en ekki umræðu utan dagskrár.
 • V | 12.3 2012, 10:50 | Ingibjörg: Það var ekki verið að ræða formlega um bankanna oft, enda voru þau málefni á hendi stofnanna eins og FME og seðlabankans.
 • R | 12.3 2012, 10:50 | Saksóknari vitnar í orð Össurar um að hann og Kristján Möller hafi talið þörf á að ræða vanda fjármálakerfisins meira.
 • R | 12.3 2012, 10:51 | Ingibjörg segir að e.t.v. hefði mátt ræða þetta meira með formlegum hætti, en hópar hafi unnið að þessum málum
 • M | 12.3 2012, 10:51 | ISG: Hefði auðvitað mátt taka þetta upp með formlegri hætti í ríkisstjórninni en við vorum líka með ríkisfjármálahóp þar sem málin voru rædd
 • V | 12.3 2012, 10:51 | Ingibjörg: Við vorum með sérstakan ríkisfjármálahóp þar sem rætt var um efnahagsmál og mál er tengdust fjármálum ríkisins.
 • M | 12.3 2012, 10:52 | Skýrslutakan yfir Ingibjörgu Sólrúnu hefur nú staðið sleitulaust í tæpar 2 klukkustundir
 • V | 12.3 2012, 10:54 | Ingibjörg: Ég man að forsætisráðherra gerði grein fyrir gjaldmiðlaskiptsamningnum á vettvangi ríkisstjórnarinnar.
 • R | 12.3 2012, 10:54 | Saksóknari fer nú yfir fundi sem haldnir voru mánuðina fyrir hrun. Ingibjörg svarar hvort og hvernig vandi banka var ræddur.
 • M | 12.3 2012, 10:54 | Ingibjörg Sólrún segir að Geir hafi gert stjórnarandstöðu og ríkisstjórn grein fyrir gjaldeyrisskiptasamningi við seðlabanka Norðurlanda
 • V | 12.3 2012, 10:55 | Ingibjörg: Ég man ekki nákvæmlega, hvenær hvaða hlutir voru ræddir í ríkisstjórninni, nema að hafa gögn um það fyrir framan mig.
 • R | 12.3 2012, 10:55 | “Ég man ekki nákvæmlega hvenær hvað var rætt í ríkisstjórn,” segir Ingibjörg Sólrún. Skrifaði oft minnisblöð en ekki alltaf.
 • M | 12.3 2012, 10:56 | ISG:Ég man ekki nákvæmlega hvenær hvað var rætt í ríkisstjórn og gæti með engu móti fullyrt það nema ég hafi skrifað það hjá mér
 • R | 12.3 2012, 10:57 | Ingibjörg man ekki eftir því að vandi einstakra banka hafi verið ræddur með formlegum hætti fyrir fall Glitnis, sennilega ekki.
 • V | 12.3 2012, 10:57 | Ingibjörg: Ég man ekki til þess að það hafi verið rætt um stöðu einstaka banka.
 • M | 12.3 2012, 10:57 | ISG: Ég held að aldrei hafi verið rætt um málefni einstakra banka. Þori ekki að fullyrða það en minnist þess ekki.
 • R | 12.3 2012, 10:57 | Hvernig kom það til að Björgvin G var ekki hafður með í ráðum um Glitni, spyr saksóknari.
 • R | 12.3 2012, 10:58 | Kannski aðrir betur til þess fallnir að svara þessu en ég, segir Ingibjörg. Þetta hafi verið dramatísk helgi og hún nýgreind frh
 • V | 12.3 2012, 10:58 | Sigríður: Hvers vegna var viðskiptaráðherra ekki hafður með í ráðum þegar ríkið ákveður að taka yfir Glitni að stórum hluta?
 • R | 12.3 2012, 10:59 | (frh) með heilaæxli. Beið læknis sem átti á ákveða með aðgerð. Þá hafi Geir sagt sér að hann færi strax heim til að ræða (frh)
 • R | 12.3 2012, 10:59 | (frh) vanda í bankakerfinu. Ég játa að ég var ekki með hugann við íslenska fjármálakerfið, segir Ingibjörg.
 • M | 12.3 2012, 10:59 | Glitnishelgin var mjög dramatísk. Ingibjörg hafði þá nýverið greind með heilaæxli, var í New York og beið eftir manninum sínum.
 • V | 12.3 2012, 11:00 | Ingibjörg: Þetta var nú mjög dramatísk helgi. Ég var í New York, nýgreind með heilaæxli og eyddi öllum laugardeginum 27. sept að.. (frh)
 • R | 12.3 2012, 11:00 | Á sunnudeginum hringdi Gestur Jónsson lögmaður og sagði mér að mikið væri að funda í stjórnarráði um Glitni (frh)
 • M | 12.3 2012, 11:00 | Ingibjörg: Ég játa að ég var ekki með hugann við íslenska fjármálakerfið þessa helgi. Ég var með hugann við annað
 • R | 12.3 2012, 11:00 | Gestur hafi spurt hvort henni væri þetta kunnugt því enginn fulltrúi Samfylkingar væri til staðar. (frh)
 • M | 12.3 2012, 11:01 | ISG: Það eina sem ég hugsaði um var að koma þessu verkefni af mér yfir á einhvern annan fulltrúa Samylkingarinnar
 • R | 12.3 2012, 11:01 | (frh) Ingibjörg hafi rætt við Geir eftir þetta. Síðan hafi hún ákveðið að koma málinu af sér og finna fulltrúa Samfylkingar
 • M | 12.3 2012, 11:01 | ISG:Svo ég hringi í Össur og bið hann að taka við þessu kefli af mér. Það var það eina sem var í mínum huga að koma þessu af mér
 • R | 12.3 2012, 11:01 | Ingibjörg segist hafa haft Össur eða Jóhönnu Sigurðardóttur í huga sem fulltrúa Samfylkingar vegna reynslu þeirra.
 • V | 12.3 2012, 11:02 | Ingibjörg: .. í að tala við lækna. “Ég skal játa það að ég hafði ekki hugann við stöðuna á Íslandi á þessum tíma.”
 • V | 12.3 2012, 11:02 | Ingibjörg: Á sunnudeginum hringir Gestur Jónsson lögmaður í mig, og segir mér að mikið sé fundað í stjórnarráðinu.
 • R | 12.3 2012, 11:02 | Ingibjörg segir rangt hjá Össuri hjá rannsóknarnefnd að hún hafi bannað honum að kalla Björgvin G. til
 • M | 12.3 2012, 11:02 | ISG; “Allir sem þekkja mig vita að þetta er ekki mitt orðfæri”. Um að hún hafi sagt við Össur; “Keep it under wraps”. Ekki rétt.
 • R | 12.3 2012, 11:03 | Allir þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekki mitt orðfæri, segir Ingibjörg um orðin “keep it under wraps” sem Össur (frh)
 • M | 12.3 2012, 11:03 | ISG; Ég veit að ég sagði þetta ekki, vegna þess að ég tek ekki svona til orða.
 • R | 12.3 2012, 11:03 | (frh) sagði rannsóknarnefnd að hún hefði viðhaft við sig um að halda Björgvini G. frá atburðum um Glitnishelgi.
 • V | 12.3 2012, 11:04 | Ingibjörg: Forsætisráðherra tjáði mér að kalla þyrfti til fulltrúa Samfylkingarinnar vegna vanda Glitnis.
 • M | 12.3 2012, 11:04 | ISG: Ég er ekki svo kaldrifjuð að mér hafi á þessum tímapunkti verið efst í huga eitthvert samsæri gegn viðskiptaráðherra
 • R | 12.3 2012, 11:04 | Það hafði oft verið rætt um innstæðutryggingar en menn voru hræddir við að hreyfa sig, segir Ingibjörg.
 • V | 12.3 2012, 11:04 | Ingibjörg: Ég ákvað því að kalla til Össur Skarphéðinsson, sem minn fulltrúa, og flokksins, vegna þessarar stöðu.
 • V | 12.3 2012, 11:05 | Ingibjörg: Það er ekki rétt að ég hafi haldið viðskiptaráðherra frá ákvörðuninni um Glitni. Það er rangt.
 • R | 12.3 2012, 11:05 | Hvað vissir þú um aðdraganda að setningu neyðarlaga, spyr Sigríður saksóknari.
 • M | 12.3 2012, 11:05 | Saksóknari spyr hvað Ingibjörg Sólrún vissi um aðdraganda setningar neyðarlaganna
 • R | 12.3 2012, 11:05 | Hvað vissir þú um aðdraganda að setningu neyðarlaga, spyr Sigríður saksóknari. Mjög lítið á þessum tímapunkti segir Ingibjörg.
 • V | 12.3 2012, 11:05 | Ingibjörg segir það rangt, sem Össur sagði við RNA, að hún hafi bannað honum að kalla til Björgvin G. Sigurðsson.
 • M | 12.3 2012, 11:05 | Ingibjörg vissi ekki mikið um neyðarlögin fyrir fram eða hvort unnið var að þeim í samráðshópnum
 • V | 12.3 2012, 11:07 | Ingibjörg: Það hafði oft verið rætt um innstæðutryggingar á þessum tíma og að það mátti ekki fara mjög hátt með suma þætti.
 • M | 12.3 2012, 11:08 | Mál sem voru talin erfið viðfangs, ögrandi eða viðkvæm oft rædd í ríkisstjórn án þess að getið væri í fundargerð segir Ingibjörg
 • M | 12.3 2012, 11:08 | ISG: Það var kannski ekki talað um að þetta væri í trúnaði gert en það var skilningur okkar að við vissum hvaða mál voru viðkvæm
 • R | 12.3 2012, 11:09 | Andri spyr út í hvernig efnahagsmál og vandi banka hafi verið ræddur í ríkisstjórn. Vísar í orð Björgvins G um talsverða umræðu.
 • V | 12.3 2012, 11:09 | Ingibjörg: Það var ákveðið hliðarstef á öllum ríkisstjórnarfundum, á þessum tíma, að ræða um stöðu efnahagsmála.
 • R | 12.3 2012, 11:09 | Ingibjörg segir að þó vandi bankanna hafi ekki verið ræddur með formlegum hætti hafi hann oft verið ræddur í ríkisstjórn.
 • R | 12.3 2012, 11:10 | Markús spyr hvað Ingibjörg hafi talið að væri það viðkvæmt að yfirlýsing vegna gjaldeyrisskiptasamnings væri ekki kynnt í rstj.
 • R | 12.3 2012, 11:11 | Ingibjörg segir að yfirlýsingin hafi verið rædd en ekki lögð fram, man ekki hvort Geir kynnti hana efnislega.
 • R | 12.3 2012, 11:11 | Vilhjálmur Vilhjálmsson dómari spyr hvort Geir hafi talað við Ingibjörgu um að halda þyrfti ríkisstjórnarfund um Glitnishelgi.
 • M | 12.3 2012, 11:11 | Markús spyr hvort álykta megi að stærð bankakerfisins hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn því það hafi verið talið viðkvæmt mál
 • V | 12.3 2012, 11:11 | Markús dómari spyr um yfirlýsingu vegna gjalmiðlaskiptasamnings við norrænu seðlabankanna. Hvort hún hafi verið rædd.
 • R | 12.3 2012, 11:12 | Ingibjörg segist ekki minnast þess, aðeins að talað hafi verið um að hafa fulltrúa Samfylkingar á staðnum. Nú verður stutt hlé.
 • M | 12.3 2012, 11:12 | Ingibjörg segir að nei, það hafi verið rætt, en ekki lagt formlega fram.
 • V | 12.3 2012, 11:13 | Ingibjörg Sólrún hefur lokið sinni skýrslugjöf fyrir Landsdómi. Sigurður Einarsson, er næstur skv. dagskrá.
 • M | 12.3 2012, 11:13 | Skýrslutöku yfir Ingibjörgu Sólrúnu er lokið. Hún staldrar við til að heilsa stuttlega upp á Geir og Ingu Jónu
 • V | 12.3 2012, 11:13 | Hlé hefur verið gert á þinghaldi í tíu mínútur.
 • R | 12.3 2012, 11:13 | Ingibjörg kvaddi Geir með virktum eftir skýrslugjöf sína og hélt síðan út úr salnum með eiginmanni sínum.
 • M | 12.3 2012, 11:14 | Ingibjörg Sólrún yfirgefur salinn í fylgd fjölmiðlagers. 10 mínútna hlé áður en SIgurður Einarsson kemur fyrir dóminn.
 • R | 12.3 2012, 11:18 | Guðríður Arnard. bæjarfulltr í Kópavogi og Guðrún Ögmundsd fv þingm. eru í hópi Samfylkingarfólks í Þjóðmenningarhúsi í dag.
 • R | 12.3 2012, 11:19 | Talsverðar breytingar á vitnalista á morgun. Búið að skera hann niður í fjögur nöfn úr fjórtán.
 • V | 12.3 2012, 11:20 | Moli: Hér er mikið fjölmenni, og þinghald að fara hefjast að nýju. Starfsfólk sérstaks saksóknara er að reyna að koma sér fyrir.
 • R | 12.3 2012, 11:20 | Tryggvi Pálsson úr Seðlabanka og Jón Þorsteinn Oddleifsson fv forstöðum. fjárstýringar á verðbréfasviði í Landsbanka mæta.
 • R | 12.3 2012, 11:21 | Það gera líka Árni Mathiesen fv fjármálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon eftirmaður hans.
 • R | 12.3 2012, 11:21 | Möguleiki er á að Geir Haarde setjist aftur í vitnastól á morgun, síðasta daginn sem skýrslutökur fara fram.
 • M | 12.3 2012, 11:23 | Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings er mættur í salinn.
 • M | 12.3 2012, 11:23 | Sigurður er ákærður fyrir umboðssvikog markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu s.k. En í dag ber hann vitni gegn forsætisráðherra

Sigurður Einarsson

 • V | 12.3 2012, 11:23 | Sigurður Einarsson, er næstur á dagskrá í vitnasætið. Hann er mættur og sestur í sæti sitt.
 • R | 12.3 2012, 11:23 | Sigurður Einarsson, fv stjórnarform. Kaupþings gengur í salinn, með gleraugu í hendi, og sest í vitnastól.
 • M | 12.3 2012, 11:24 | Sigurður gekk í salinn á eftir dómurum. Hann kynnir heimilisfang í London.
 • R | 12.3 2012, 11:24 | Helgi varasaksóknari spyr Sigurð hvort hann hafi þekkt til samráðshóps um fjármálastöðugleika. Nei er svarið.
 • M | 12.3 2012, 11:24 | Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari spyr Sigurð Einarrson út úr. Sigurður þekkti ekki til samráðshóps stjórnvalda.
 • R | 12.3 2012, 11:25 | Helgi spyr út í tilraunir til að draga úr stærð bankakerfisins skvt. ákærulið 1.4
 • V | 12.3 2012, 11:25 | Helgi Magnús spyr, út í þann ákærulið sem snýr að því að Geir hafi ekki gert nóg til þess að stuðla að minnkun bankakerfisins.
 • R | 12.3 2012, 11:25 | Okkur var fulljóst að okkar banki var mjög stór, segir Sigurður. Þegar farið að huga að því 2006 að breyta í Evrópufyrirtæki.
 • V | 12.3 2012, 11:25 | Sigurður: Við hugsuðum fyrst og fremst um okkar banka, en minna um aðra banka. Við gerðum okkur grein fyrir því að bankinn væri stór.
 • M | 12.3 2012, 11:25 | Helgi Magnús spyr hvort stjórn Kaupþings hafi rætt hlutfallsvanda íslensku bankanna
 • R | 12.3 2012, 11:26 | Hugað var að því að flytja starfsemi úr landi eða flytja höfuðstöðvarnar úr landi, segir Sigurður. Rætt við ýmsa um þetta.
 • M | 12.3 2012, 11:26 | Sigurður Einarsson: Við unnum fyrst og fremst að starfsemi eigin banka, veltum lítið fyrir okkur starfsemi annarra
 • R | 12.3 2012, 11:26 | Sigurður segir Breta hafa tekið vel í að höfuðstöðvarnar yrðu fluttar þangað. Fundað með breska fjármálaeftirliti í sept 2008.
 • V | 12.3 2012, 11:27 | Sigurður: Við vorum með hugmyndir um að færa starfsemina á heimasvæði á hverju svæði erlendis, og höfuðstöðvarnar til London.
 • R | 12.3 2012, 11:27 | Það voru engin tímaplön nefnd. Hefði ekki verið vikna eða mánaða spursmál en hefði ekki tekið nokkur ár, segir Sigurður.
 • V | 12.3 2012, 11:27 | Sigurður: Það er erfitt að segja hvað þetta gæti tekið langan tíma.
 • M | 12.3 2012, 11:27 | Stjórn Kaupþings gerði sér grein fyrir hvað bankinn var orðinn stór, stefndi að því að minnka umsvif hans hér.Taldi það raunhæft
 • R | 12.3 2012, 11:27 | Helgi spyr út í Project Hans og Project Einar um að flytja hluta starfsemi eða höfuðstöðvar úr landi.
 • V | 12.3 2012, 11:28 | Helgi Magnús spyr út í hina svokölluðu míní-krísu.
 • R | 12.3 2012, 11:28 | Við upplifðum míníkrísu 2006 ekki sem sérstaka kreppu hjá okkur. Bankinn ekki nálægt því að lenda í hættu 2006, segir Sigurður.
 • M | 12.3 2012, 11:28 | Sigurður: Það var ekki gert ákveðið tímaplan í því, en töldum þetta ekki vera viku eða mánaðarspursmál en ekki fleiri ár heldur.
 • V | 12.3 2012, 11:29 | Sigurður: Við töldum aldrei að Kaupþing væri í hættu á því að falla.
 • R | 12.3 2012, 11:29 | Var aldrei haldinn fundur ríkisstjórnar með okkur þó fundað væri með hinum vegna míníkrísu.
 • M | 12.3 2012, 11:30 | Sigurður Einarsson: Það er mjög óheppilegt í mínum huga að tala bara um íslensku bankanna,
 • V | 12.3 2012, 11:30 | Sigurður: Það kemur mér algjörlega í opna skjöldu að það hafi verið rætt um að bankarnir gætu fallið á “mánudegi” 2006.
 • R | 12.3 2012, 11:30 | Sigurður segist fyrst hafa frétt af fundahöldum ráðamanna með Landsbanka og Glitni síðar. Það væru ekki sömu bankar og Kaupþing
 • M | 12.3 2012, 11:30 | Sigurður frh: Þetta voru þrír bankar mjög ólíkir að stærð og byggingu og mjög ólíkir í starfsemi
 • R | 12.3 2012, 11:31 | Fjármögnun bankans var með ýmsum hætti eftir því hvar var, heildsölulán, innlán urðu stór hluti í Kaupthing Edge, segir Sigurður
 • M | 12.3 2012, 11:31 | Þegar kemur fram á árið 2008 er Kaupþing búið að endurfjármagna 8,7 milljarða evra, þar af tæplega 6 milljarða með innlánum
 • V | 12.3 2012, 11:31 | Sigurður: Samráð stjórnvalda við okkur, og samráð okkar við hina bankanna, var mjög takmarkað.
 • R | 12.3 2012, 11:31 | Samráð okkar við hina bankana og stjórnvöld var takmarkað. Áttuðum okkur ekki á því hver staðan var orðin í mars apríl 2008
 • R | 12.3 2012, 11:32 | Það kemur okkur í Kaupþingi eftir á á óvart að við skyldum ekki látnir vita af þessari stöðu, segir Sigurður,
 • M | 12.3 2012, 11:32 | Sigurður: Við vorum alltaf að vinna að þessu, en samráð stjórnvalda við okkur og samráð okkar við hina bankana var mjög lítið,
 • V | 12.3 2012, 11:32 | Sigurður: Það kemur okkur “ofboðslega á óvart” að hafa ekki verið upplýstir um vanda Landsbankans v. innlánssöfnunar.
 • R | 12.3 2012, 11:32 | Við undruðumst eftir á að Landsbanki fengi að halda áfram innlánasöfnun og hefja hana í Hollandi, segir Sigurður.
 • M | 12.3 2012, 11:33 | Sigurður: Við áttuðum okkur ekki á því hver staðan var orðin í mars 2008 þegar stjórnvöld voru að funda með Landsb. um erfiða stöðu bankans
 • R | 12.3 2012, 11:33 | Helgi spyr út i endurhverf viðskipti, ástarbréf. Vorum ekki með nein íslensk bréf segir Sigurður. Litlir samanborið við hina.
 • M | 12.3 2012, 11:34 | Sigurður:Það kemur okkur í Kaupþingi eftir á alveg ofboðslega á óvart að okkur skyldi ekki gerð grein fyrir stöðu [Landsbankans]
 • R | 12.3 2012, 11:34 | Við vorum ekki að safna íslenskum skuldabréfum inn í evrópska seðlabankann, segir Sigurður. Sátum fund um málið með Seðlabanka.
 • V | 12.3 2012, 11:35 | Sigurður: Við vorum mjög litlir í því að fá veðlán frá evrópska seðlabankanum, miðað við heildina.
 • R | 12.3 2012, 11:35 | Ég held ég geti sagt að það hafi ekki verið neinn þrýstingur í þá veru, svarar Sigurður um aðkomu stjórnvalda að minnkun banka.
 • V | 12.3 2012, 11:35 | Sigurður: Við vorum lítið upplýstir um gang mála, af hálfu seðlabankans og FME, sem var miður.
 • R | 12.3 2012, 11:36 | Að vissu leyti má segja að stjórnvöld hafi gert okkur erfitt fyrir með flutning með að banna uppgjör í evrum, segir Sigurður.
 • M | 12.3 2012, 11:36 | Helgi: varðstu var við þrýsting eða óskir frá yfirvöldum um að þið minnkuðuð við ykkur eða flyttuð starfsemi úr landi?
 • M | 12.3 2012, 11:36 | Sigurður: Nei enginn þrýstingur í þá veru og eftir á að hyggja furðurlega lítil afskipti stjórnvalda m.v. hvað við vorum stórir
 • R | 12.3 2012, 11:36 | Sigurður segir Kaupþing hafa skrifað undir sölu á eignum fyrir 700 milljónir evra árið 2008.
 • V | 12.3 2012, 11:37 | Sigurður: Það má segja að við höfum verið í hindraðir í því að grípa til aðgerða, með því að neita okkur um að gera upp í evrum.
 • R | 12.3 2012, 11:37 | Eignir okkar voru ekki lakari en almennt gerðist í evrópskri bankakerfi, segir Sigurður. Óttuðust ekki skoðun á eiginfjárstöðu.
 • M | 12.3 2012, 11:37 | Sigurður:Stjórnvöld þrýsti ekki á að Kaupþing færi úr landi heldur settu þvert á móti stein í götu bankans, bönnuðu að gert yrði upp í evrum
 • R | 12.3 2012, 11:38 | Sigurður segir endurheimtur á deildum Kaupþings mjög góðar og endurómar skýrslugjöf Hreiðars Márs Sigurðsonar.
 • M | 12.3 2012, 11:38 | Sigurður: Það fær ekki staðist að eignir okkar hafi verið eitthvað lakari en almennt gerist í evrópsku bankakerfi
 • V | 12.3 2012, 11:38 | Sigurður: Eignir okkar voru ekki lakari en hjá öðrum evrópskum bönkum, og endurheimtuhlutfallið er hátt, nálægt 80%.
 • R | 12.3 2012, 11:39 | Sigurður segist hafa átt 2-4 fundi með Seðlabankan 2008, talað við Björgvini G í síma og hitt hann einu sinni, í október 2008.
 • R | 12.3 2012, 11:39 | Sigurður segist hafa átt einn fund með Geir 2008 og annan með Seðlabankanum eftir það. Bankakerfið var rætt á þessum fundum.
 • V | 12.3 2012, 11:40 | Sigurður: Það þarf síðan að hafa það í huga, að eignir sem eru í banka sem er í fullri starfsemi, og banka sem er í greiðslustöðvun, eru…
 • R | 12.3 2012, 11:40 | Við töldum vera hættu á að það væri svikalogn um þessar mundir sem gæti breyst fljótlega, segir Sigurður.
 • V | 12.3 2012, 11:40 | Sigurður: … erfiðar í samanburði þegar kemur að mati á þeim.
 • R | 12.3 2012, 11:41 | Við leituðum að auknu samráði við yfirvöld, segir Sigurður. Ágætis fundir, vel tekið á móti og hlustað en kom lítið út úr því.
 • V | 12.3 2012, 11:41 | Sigurður: Það var alltaf vel hlustað á það sem maður hafði að segja hjá forsætisráðuneytinu.
 • V | 12.3 2012, 11:43 | Sigurður: Markaðurinn með CDS-álög er mjög skrýtin, óskráður, en hann hefur mikið vægi, menn lesa mikið í stöðu mála þar.
 • R | 12.3 2012, 11:43 | Sigurður segir að ekki hafi verið leitað eftir tillögum frá Kaupþingi á fundum með forsætisráðherra og Seðlabanka.
 • V | 12.3 2012, 11:44 | Sigurður: Ég minnist þess ekki að það hafi komið fram nein bein hvatning frá fv. forsætisráðherra varðandi aðgerðir.
 • V | 12.3 2012, 11:46 | Sigurður: Það skekkir myndina mjög mikið að horfa bara til september/október 2008. Þetta á sér dýpri skýringar.
 • R | 12.3 2012, 11:46 | Sigurður segir rangt að horfa til seinni hluta sept byrjunar okt um hrunið. Eigi sér mun lengri aðdraganda.
 • V | 12.3 2012, 11:47 | Sigurður: Það er númer eitt hin alþjóðlega kreppa, hin versta í næstum hundrað ár. Á sama stalli og kreppan mikla.
 • V | 12.3 2012, 11:47 | Sigurður: Síðan er það hin gegndnarlausa hávaxta peningastefna seðlabankans, sem þrýsti fyrirtækjum og almenningi í erlendar lántökur.
 • R | 12.3 2012, 11:48 | Sigurður telur 4 meginástæður fyrir að fór sem fór 1) Versta alþjóðlega kreppa í hundrað ár. (frh)
 • R | 12.3 2012, 11:48 | (frh) 2) Peningastefna Seðlabankans leiddi til gegndarlausrar skuldaukningar í útlöndum. Þetta tvær meginástæðurnar frh
 • V | 12.3 2012, 11:49 | Sigurður: Þetta gerði það að verkum að gjaldmiðillinn styrktist mikið, og fall hans síðar var óhjákvæmilegt.
 • R | 12.3 2012, 11:49 | (frh) 3) Neyðarlögin með mismunun kröfuhafa 4) Yfirtaka Breta á Singer & Friedlander gerði bankann tæknilega gjaldþrota.
 • R | 12.3 2012, 11:49 | Við reyndum ítrekað að fá e-ð frá stjórnvöldum um að við mættum ekki eða ættum ekki að kaupa NIBC segir Sigurður.
 • V | 12.3 2012, 11:49 | Sigurður: Einhverjar ákvarðanir, voru kolrangar á haustmánuðum 2008, að mínu mati, en það er ekki hin stóra ástæða kreppunnar hér.
 • R | 12.3 2012, 11:50 | Því komumst við á endanum að samkomulagi við seljanda um að hætta við kaupin á NIBC, segir Sigurður.
 • V | 12.3 2012, 11:50 | Sigurður: Rætur hennar liggja í öðrum hlutum, eins og alþjóðakreppunnni og peningastefnu seðlabankans.
 • R | 12.3 2012, 11:50 | Sigurður telur að óskað hafi verið aðstoð stjórnvalda við að hætta við kaup á NIBC frekar en að þau hafi beitt sér fyrir því.
 • R | 12.3 2012, 11:52 | Eina sem rýfur þögnina í salnum meðan Sigurður gefur skýrslu eru ásláttur blaðamanna, lágvært hnjóðsyrði sem einn nýr (frh)
 • R | 12.3 2012, 11:52 | (frh) gestur lét fjalla um atriði í skýrslugjöfinni og hljóð þegar verjandi missti penna af borði sínu.
 • V | 12.3 2012, 11:52 | Sigurður: Það er langsótt að kenna fv. forsætsráðherra um þessar aðstæður eða einstaka bankastjórum.
 • V | 12.3 2012, 11:53 | Andri spyr nú um orðsporsáhættu bankanna á viðkvæmum tímum, einkum 2008.
 • R | 12.3 2012, 11:53 | Verjandi spyr út í orðsporshættu. Vitnar í bréf Sigurðar til Geirs um að orðspor bankanna sé brothætt.
 • R | 12.3 2012, 11:54 | Andri spyr hvort Sigurður hafi talið að vandamál fjármálakerfisins væri að gagnrýnendur ýktu veikleika þess úr öllu hófi.
 • V | 12.3 2012, 11:54 | Sigurður: Hinn svokallaði CDS-markaðurinn er þannig, að þú getur keypt þér tryggingu fyrir falli banka án þess að eiga eign á bankann.
 • R | 12.3 2012, 11:55 | Sigurður segir að menn á markaði þar sem hægt var að kaupa tryggingar gegn falli bankanna hafi haft hag af falli bankanna.
 • R | 12.3 2012, 11:55 | Ekki þurfti að eiga skuldabréf á bankana til að kaupa tryggingu gegn falli þeirra, skrýtinn markaður segir Sigurður.
 • V | 12.3 2012, 11:56 | Sigurður: Þannig myndast sú staða, að einhverjir eiga beinan hag að því að bankar falli, og þannig verður neikvæður orðrómur partur af öllu.
 • R | 12.3 2012, 11:57 | Andri spyr út í orð Davíðs eftir Lundúnaferð um að Kaupþingi væri ekki treyst. Tölduð þið orðsporsatrið eiga við rök að styðjast
 • R | 12.3 2012, 11:57 | Sigurður vísar þessu á bug, Kaupþing hafi endurfjármagnað sig fyrir háar fjárhæðir 2008.
 • V | 12.3 2012, 11:58 | Sigurður: Ég tel nú ekki rétt að vera vísa mikið í skýrslu RNA, sökum þess hve margar villur eru þar.
 • R | 12.3 2012, 11:58 | Andri spyr nú út í krosseignatengsl og lán til skyldra aðila. Voru þessi mál krufin til mergjar í Kaupþingi?
 • V | 12.3 2012, 11:59 | Andri spyr um áhættu vegna krosseignarhalds og lánveitingar til eigenda.
 • R | 12.3 2012, 11:59 | Sigurður segir krosseignahald hafa verið leyst upp 2006, vissulega hafi verið lán til eigenda en keppst var um viðskipti þeirra
 • R | 12.3 2012, 12:00 | Það er alveg merkilegt ef menn vissu svona mikið að þeir komu ekki til okkar og sögðu neitt við okkur, segir Sigurður.
 • R | 12.3 2012, 12:01 | Andri spyr hvort Sigurður telji að það hafi verið mögulegt að gera töluverðar breytingar á bankakerfinu 2008.
 • V | 12.3 2012, 12:01 | Andri: Telur þú að það hafi verið hægt að gera eitthvað til þess að minnka bankakerfið á árinu 2008?
 • R | 12.3 2012, 12:02 | Sigurður telur að auðvelt hefði verið að selja starfsemina í Bretlandi, jafnvel 2008. Starfsemi í Svíþjóð seld rétt eftir hrun.
 • R | 12.3 2012, 12:02 | Sigurður segir að eftir hrun hafi sænskur banki tekið líklega í að kaupa FIH bankann í Danmörku á fundi með Sigurði. (frh)
 • V | 12.3 2012, 12:03 | Sigurður: Varðandi Kaupþing, þá vorum við með starfsemi í Bretlandi sem algjörlega óveðsett, traust, sem hefði líklega verið hægt að selja.
 • R | 12.3 2012, 12:03 | (frh) Sigurður segir formann skilanefndar hafa farið á fund seðlabankastjóra en sá farið ófögrum orðum um sig og ekkert orðið úr
 • V | 12.3 2012, 12:04 | Sigurður: Eftir á að hyggja, er hins vegar erfitt að segja til um ýmislegt sem hugsanlega var hægt að gera.
 • M | 12.3 2012, 12:04 | Sigurður Einarsson sagðist áðan telja langsótt að kenna forsætisráðherra eða einstaka bankastjórum um kreppuna.
 • R | 12.3 2012, 12:04 | Eggert Óskarsson dómari spyr hvenær Kaupþing fór fyrst fram á að fá að gera upp í evrum. Hvaða þýðingu hefði það haft.
 • V | 12.3 2012, 12:04 | Eggert dómari spyr, um neitun seðlabankans um að gera upp í evrum.
 • R | 12.3 2012, 12:04 | Fyrst um áramótin 2006/2007 segir Sigurður. Þá var tíminn knappur og mótstaða Seðlabanka mikil, því var það dregið til baka.
 • M | 12.3 2012, 12:04 | Hann sagði helstu ástæður fyrir falli Kaupþings vera alþjóðlegu fjármálakrísuna, peningastefnu Seðlabankans og neyðarlögin.
 • V | 12.3 2012, 12:05 | Sigurður: Við vorum ekki ónæmir fyrir stöðunni á markaðnum 2008, síður en svo, eins og sést við yfirtökuna á Glitni.
 • R | 12.3 2012, 12:05 | Sóttum tímanlega um í síðara skiptið og mættum mikilli mótstöðu í Seðlabanka. Árni Mathiesen bað þá að draga beiðnina til baka.
 • M | 12.3 2012, 12:05 | Sigurður: Menn eru alltaf að horfa til aðgerða í byrjun október. Sumar þeirra voru klárlega kolrangar, en ekki ástæðan fyrir kreppunni.
 • R | 12.3 2012, 12:05 | Sigurður segir að það hefði auðveldað vörn eiginfjár bankans að fá að gera upp í evrum.
 • R | 12.3 2012, 12:06 | Einn dómari spyr út í misræmi á mati Sigurðar á endurheimtum í hans mati og mati skilanefndarmanns. Sigurður stendur við sitt.
 • M | 12.3 2012, 12:06 | Andri verjandi Geirs fer fram á að Sigurður Einarsson sverji drengskaparheit um vitnisburð sinn fyrir dómi.
 • R | 12.3 2012, 12:07 | Verjandi Geirs biður um að Sigurður verði látinn sverja eið að því að framburður hans sé réttur. Er það í fyrsta skipti.
 • M | 12.3 2012, 12:07 | Sigurður Einarsson: “Ég lýsi því yfir og legg við drengskap minn og heiður að ég hef sagt það sem ég veit sannast og réttast”
 • R | 12.3 2012, 12:07 | Sigurður leggur drengskap sinn og heiður að því að hann hafi sagt rétt frá og ekkert dregið undan.
 • M | 12.3 2012, 12:08 | Þetta er í fyrsta sinn sem farið er fram á að vitni sverji drengskaparheit fyrir Landsdómi.
 • V | 12.3 2012, 12:08 | Sigurður: Starfsemi Kaupþings var að mestu erlendis, og að teknu tilliti til þess var mjög mikilvægt að evra yrði okkar starfsrækslumynt.
 • R | 12.3 2012, 12:08 | Öllum vitnum hefur verið sagt í upphafi að þau gætu þurft að sverja drengskapareið en Sigurður er sá 1. sem er látinn gera það.
 • R | 12.3 2012, 12:08 | Lárus Welding gengur í sal og sest í vitnasæti.
 • M | 12.3 2012, 12:09 | Sigurður þakkaði pent fyrir sig og kinkaði kolli til geirs. Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri Glitnis er nú mættur í salinn
 • V | 12.3 2012, 12:09 | Eftir að hafa, staðfest drengskaparheit fyrir dómi, fór Sigurður úr húsi. Lárus Welding er nú sestur í vitnissætið.

Lárus Welding

 • R | 12.3 2012, 12:09 | Lárus var forstjóri Glitnis þegar ríkið yfirtók bankann og gegndi því starfi ennþá við hrun skömmu síðar.
 • M | 12.3 2012, 12:09 | Eftir hrun var Lárus sagður hafa skipt út eftirnafninu Welding fyrir Snorrason. Hann kynnir sig þó sem Welding fyrir dómi í dag
 • M | 12.3 2012, 12:10 | Sá orðrómur gekk líka eftir hrun að Lárus hefði litað á sér hárið í von um að fara huldu höfði. Hann er þó enn silfurgráhærður
 • R | 12.3 2012, 12:10 | Lárus rámar í að hafa heyrt af samráðshópi um fjármálastöðugleika og jafnvel setið fund með þeim og Samtökum fjármálafyrirtækja.
 • M | 12.3 2012, 12:11 | Helgi Magnús svarasaksóknari spyr Lárus spurninga. Hann segist hafa heyrt af samráðshópnum, sem Sigurður sagðist ekki gera
 • R | 12.3 2012, 12:11 | Lárus tók við starfi af Bjarna Ármannssyni 1. maí 2007 og gegndi forstjórastarfinu í 16 mánuði.
 • V | 12.3 2012, 12:11 | Lárus: Ég tók við sem forstjóri Glitnis 1. maí og starfa fram að því að skilanefnd tekur við stjórnartaumunum í október 2008.
 • R | 12.3 2012, 12:12 | Lárus minnist þess ekki að hafa fengið “konkret” tillögur um að bankinn minnkaði eða flytti úr landi.
 • M | 12.3 2012, 12:12 | Árið 2007, þegar Lárus fór frá Landsbanka til Glitnis, var hann með 251 milljón króna í laun á mánuði, samkvæmt skýrslu RNA
 • R | 12.3 2012, 12:12 | Lárus segist hafa átt samtöl við stjórnvöld um hugmyndir Glitnis 2008 um að draga úr stærð bankans.
 • R | 12.3 2012, 12:13 | Ég tel að við höfum átt opin og hreinskilin samskipti við stjórnvöld um áætlanir okkar að selja eignir, segir Lárus.
 • V | 12.3 2012, 12:13 | Lárus: Í byrjun árs 2008 tókum við strax þá stefnu að reyna að fjármagna bankann með öllum mögulegum ráðum.
 • R | 12.3 2012, 12:14 | Lárus segist ekki muna eftir fyrirskipunum frá stjórnvöldum um að draga úr stærð bankanna enda hafi þau verið upplýst um stöðuna
 • V | 12.3 2012, 12:15 | Lárus: Eftir að skuldabréfamarkaður svo gott sem lokast þá förum við reyna aðrar leiðir við fjármögnun, m.a. með eignasölu.
 • R | 12.3 2012, 12:15 | Reyndum að selja stærstan hluti starfseminnar í Noregi, það var stærsta verkefnið, unnið var að fleiri sölum.
 • R | 12.3 2012, 12:15 | Lárus segir að leitað hafi verið fleiri leiða til að fjármagna starfsemin Glitnis.
 • M | 12.3 2012, 12:15 | Lárus segir Glitni hafa rætt við stjórnvöld um að selja eignir og minnka bankann á árinu 2008
 • V | 12.3 2012, 12:15 | Lárus: Við unnum mikið í því að reyna að fá inn 750 milljónir dollara, í nýtt hlutafé frá fjárfestingasjóðum,.
 • R | 12.3 2012, 12:16 | Það komst aldrei nein alvöruumræða í gang um að sameina Glitni og Landsbanka, segir Lárus. JP Morgan átti frumkvæði að umræðu.
 • V | 12.3 2012, 12:16 | Lárus: Ég átti góð samskipti við bankastjóra Landsbankans, hafði unnið með honum töluvert áður.
 • R | 12.3 2012, 12:16 | Hins vegar voru í gangi áform um að Glitnir sameinaðist Byr, segir Lárus.
 • M | 12.3 2012, 12:17 | Helgi varasaksóknara spyr hvort Lárus Welding hafi átt fundi með ákærða Geir Haarde á árinu 2008
 • V | 12.3 2012, 12:18 | Lárus: Á haustmánuðum 2008 þá voru ræddar hugmyndir um sameingingar. Ákveðið var að fara út í sameiningu Glitnis og Byrs.
 • M | 12.3 2012, 12:18 | Já Lárus segist hafa fundað með Geir, fyrst í janúar 2008 og nokkrum sinnum í gegnum árið. Ekki allt skráð í dagbók
 • R | 12.3 2012, 12:20 | Lárus telur að ekki hafi vantað upp á þrýsting frá stjórnvöldum um að minnka banka, en ekki hafi komið skýrar hugmyndir um slíkt
 • R | 12.3 2012, 12:20 | Ef okkur hefðu verið sett skýr fyrirmæli hefðu hlutirnir gerst hratt, en ekki endilega leitt til betri niðurstöðu, segir Lárus
 • V | 12.3 2012, 12:20 | Lárus: Ég held að eignasala hafi ekki verið auðveld, og skýr aðgerðaáætlun að hálfu FME og SÍ, sem bankarnir hefður fylgt, hefði ekki …
 • M | 12.3 2012, 12:21 | Helgi saksóknari spyr hvort þrýstingur hafi verið frá stjórnvöldum á að selja eignir eða hvort hann hefði getað verið meiri.
 • R | 12.3 2012, 12:21 | Lárus: Sala bankans í Noregi hefði skilað 100 milljörðum í lausafé, en Danske bank stóð lengi á sínu samþykki, synjuðu svo.
 • M | 12.3 2012, 12:21 | Lárus:Ef það hefðu verið sett skýr fyrirmæli hefðu hlutirnir gerst hraðar en ég get ekki sagt með vissu að það hefði verið betra
 • R | 12.3 2012, 12:22 | Hefðu menn gengið gegn vilja Danske bank hefði það getað leitt til málaferla og gert fjármögnun erfiða, segir Lárus.
 • V | 12.3 2012, 12:22 | Lárus: … endilega breytt miklu um þetta. Það var verið að reyna allt til þess að styrkja fjárhag bankans.
 • R | 12.3 2012, 12:22 | Því var reynt að selja Nordea eignir í minni hlutum. Það gekk vel þar til Lehman Brothers féll, segir Lárus.
 • M | 12.3 2012, 12:23 | Áttu góðar viðræður við Nordea sem höfðu áhuga á viðskiptum en eftir fall Lehman haustið 2008 hættu þeir við.
 • V | 12.3 2012, 12:23 | Lárus: Við fengum aldrei neinar skýringar á því af hverju Danske Banke setti stólinn fyrir dyrnar, varðandi eignasölu bankans.
 • M | 12.3 2012, 12:24 | Lárus biður saksóknara að hjálpa sér að rifja upp nákvæmlega um hvaða fund er rætt. Ekki fyrsta vitnið sem man ekki alla fundi.
 • R | 12.3 2012, 12:25 | Við höldum hér áfram textalýsingu. Það sem gerðist fyrr í morgun má sjá á @R.
 • R | 12.3 2012, 12:25 | Fundurinn í ráðherrabústaðnum 14. feb 2008 snerist aðallega um að kaup Kaupþings á NIBC gengju til baka, segir Lárus
 • V | 12.3 2012, 12:26 | Lárus:Frá mars mánuði 2008 var sett fram áætlun um að snúa við fjármögnun bankans en hann hafði að mestu verið fjármagnaður með skuldabréfum
 • R | 12.3 2012, 12:26 | Bankinn var að fást við nýtt umhverfi 2008, segir Lárus. Eignir voru settar í sértryggð skuldabréf til seðlabanka Evrópu.
 • R | 12.3 2012, 12:27 | Lárus kom frá útlöndum 16. mars og hélt fund þar sem hann setti í gang hóp til að vinna að fjármögnunarverkefnum.
 • M | 12.3 2012, 12:27 | Lárus lýsir því að í mars 2008 hafi verið sett upp mjög viðtækt plan hjá Glitni við að selja eignir, draga úr og færa starfsemina til
 • R | 12.3 2012, 12:27 | Lárus segist hafa verið kallaður heim og farið yfir stöðuna með fjármálastjóra. Aðgerðahópur hafi farið á fullt.
 • M | 12.3 2012, 12:28 | Lárus: Við vorum í raun og veru mjög bjartir með stöðuna þegar við fórum inn í sumarið
 • V | 12.3 2012, 12:28 | Lárus: Yfirleitt var verið að horfa til lengri tíma. Þegar það komu fram áhyggjur á vormánuðum 2008, þá gripum við til aðgerða.
 • R | 12.3 2012, 12:28 | Þegar fór að líða að sumrinu urðum við bjartsýnni á stöðuna, segir Lárus. Aðgerðahópurinn skilaði árangri að hans mati.
 • R | 12.3 2012, 12:28 | Við tókum þá afstöðu að það væri rétt að vera opnir um öll verkefni gagnvart Seðlabanka og leita ráða þar, segir Lárus.
 • V | 12.3 2012, 12:28 | Lárus: Aðgerðaáætlun um kostnaðaraðahald og frekari fjármögnun gegkk vel, og við vorum nokkuð bjartsýnir þegar komið var inn í sumarið.
 • M | 12.3 2012, 12:29 | Andri verjandi Geirs spyr hvort mjög náið samstarf hafi verið milli Glitnis og Seðlabanka Íslands á árinu 2008
 • V | 12.3 2012, 12:29 | Lárus: Við áttum náið og gott samstarf við seðlabankann, og reyndum að leita ráða þar, og bera undir þá hugmyndir, ef ástæða var til.
 • M | 12.3 2012, 12:30 | Lárus: Við tókum þá afstöðu að vera opnir með verkefni sem við unnum að og leita ráða um hvort þeir hefðu aðrar hugmyndir.
 • R | 12.3 2012, 12:30 | Lárus segir að skammtímalausnir hafi verið til að sinna 2-4 mánaða skammtímafjármögnun. Eignasala til lengri tíma.
 • M | 12.3 2012, 12:30 | Lárus: Ég tel að samstarfið (við Seðlabankann) hafi verið mjög gott
 • V | 12.3 2012, 12:31 | Lárus: Við reyndum að skipta verkum, sumir unnu að verkefnum sem voru til skammtíma og aðrir til lengri tíma.
 • R | 12.3 2012, 12:31 | Andri spyr hvort það hafi verið gagnkvæm hvatning milli stjórnvalda og banka um aðgerðir til að fyrirbyggja ófarir. Lárus: Já.
 • M | 12.3 2012, 12:31 | Lárus Welding kemur afar auðmjúkur fyrir dóminn í dag. “Ég vona að þetta svari spurningunni,” segir hann við verjanda.
 • R | 12.3 2012, 12:32 | Vilhjálmur Vilhjálmsson spyr um hvers vegna Glitnir leitaði til Seðlabankans.
 • V | 12.3 2012, 12:33 | Vilhjálmur dómari spyr út í hvert erindið var, nákvæmlega, til seðlabankans um Glitnis-helgina.
 • R | 12.3 2012, 12:33 | Nordea sagði okkur að þeir myndu ekki kaupa í Noregi. Landesbank vildi ekki veita lán sem við höfðum fyrirheit um segir Lárus
 • R | 12.3 2012, 12:34 | Vilhjálmur spyr hvers Glitnismenn hafi óskað. Lárus segist koma hraðar að því. Markús biður hann að koma sér beint að því.
 • M | 12.3 2012, 12:35 | Lárus Welding biðst afsökunar á að koma ekki nógu hratt að kjarna málsins í svari við spurningu dómara um hvers þeir hafi vænst af SÍ
 • V | 12.3 2012, 12:35 | Lárus: Við myndum vilja hafa nokkuð skýra mynd af því, hvort seðlabankinn væri tilbúinn að lána gegn eignum okkar í Noregi.
 • R | 12.3 2012, 12:35 | Við vildum fá Seðlabanka til að fjármagna eiginr sem við áttum, segir Lárus. JP Morgan var til í að lána Seðlabanka.
 • R | 12.3 2012, 12:35 | Lárus segist ekki vita hvers vegna þessu var neitað og bankinn yfirtekinn. Ekkert heyrt frá föstudegi fram á sunnudag.
 • V | 12.3 2012, 12:36 | Lárus: VIð heyrum síðan ekkert meira um þetta fyrr en á sunnudagskvöldinu.
 • R | 12.3 2012, 12:36 | Við höfðum rúmar þrjár vikur til stefnu og vildum bara vita hvernig heildarmyndin yrði, segir Lárus.
 • R | 12.3 2012, 12:36 | Ég þekki ekki aðkomu forsætisráðherra að þessari lausn, segir Lárus. Hitti Geir en vinnan virðist öll hafa verið í Seðlabanka
 • V | 12.3 2012, 12:37 | Lárus: Það er nú kannski mín helstu vonbrigði, að hafa ekki undirbyggt þetta betur, með samráði við lánshæfismatsfyrirtæki og okkur.
 • R | 12.3 2012, 12:37 | Eggert Óskarsson spyr hve stór hluti starfsemi hafi verið erlendis og hvort til greina hafi komið að flytja höfuðstöðvar út.
 • R | 12.3 2012, 12:37 | Um það bil helmingur eigna var erlendis, segir Lárus, en kom ekki til umræðu að flytja úr landi.
 • M | 12.3 2012, 12:37 | Lárus:Niðurstaða SÍ að hafna láni til Glitnis hafi verið vonbrigði. “En vissulega er það ákvörðun SÍ hvernig þeir bregðast við svona beiðni”
 • R | 12.3 2012, 12:38 | Skýrslutöku yfir Lárusi er lokið. Næsta vitni Stefán Svavarsson kemur fyrir dóminn klukkan 13:30.
 • V | 12.3 2012, 12:38 | Lárus hefur þá lokið skýrslugjöf. Hlé á þinghaldi til 13:30.
 • M | 12.3 2012, 12:39 | Skýrslutöku yfir Lárusi Welding er lokið, Vitnaleiðslur fyrir hádegi fór 39 mínútum fram úr áætlun. Hlé gert til 13:30
 • R | 12.3 2012, 12:47 | Sigurður Kári Kristjánsson fv þingmaður Sjálfstæðisflokks var að detta inn í Þjóðmenningarhúsi og spurði fregna.
 • R | 12.3 2012, 13:23 | Eitt heitasta umræðuefnið í Þjóðmenningarhúsi er sú ákvörðun Andra Árnasonar að láta Sigurð Einarsson staðfesta drengskapareið.
 • R | 12.3 2012, 13:24 | Mjög sjaldgæft er að saksóknari eða verjandi fari þess á leit að vitni staðfesti framburð sinn með drengskapareið.
 • V | 12.3 2012, 13:25 | Stefán Svavarsson endurskoðandi, aðalendurskoðandi seðlabankans, er næstur í vitnasætið. Málið hefst að nýju eftir sex mínútur.
 • M | 12.3 2012, 13:26 | Fyrsta vitni eftir hádegishlé er Stefán Svavarsson aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands og stjórnformaður FME
 • R | 12.3 2012, 13:27 | Næsta vitni er mætt. Það er Stefán Svavarsson aðalendurskoðandi Seðlabanka. Hann stendur með krosslagðar henduru við bókaskáp.
 • M | 12.3 2012, 13:28 | Ljósmyndarar eru farnir að verða æ uppátækjasamari til að ná nýjum vinkli á margmyndaðan dómsal, 6. daginn í röð #lansdomur
 • M | 12.3 2012, 13:29 | Í kjölfar Stefáns Svavarssonar koma Landsbankastjórarnir tveir, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason í vitnastúku
 • V | 12.3 2012, 13:31 | Þinghaldi er þá framhaldið, Stefán Svavarsson gefur nú skýrslu.
 • R | 12.3 2012, 13:31 | Dómsþingi er framhaldið í Landsdómi. Dómarar eru gengnir í sal og sestir niður. Stefán Svavarsson kominn í vitnastúku.

Stefán Svavarsson

 • M | 12.3 2012, 13:32 | Stefán Svavarsson ber vitni að ósk verjanda Geirs með þeim rökum segir Andri að Geir hafi treyst á að uppgjör bankanna væru rétt
 • R | 12.3 2012, 13:33 | Andri kallar Stefán fyrir að hluta til að meta uppgjör bankanna, hann var settur í að skoða það í Seðlabankanum fyrir hrun.
 • R | 12.3 2012, 13:33 | Ég átti viðræður við bankastjórnina um ýmsa liði í bókhaldi bankanna, segir Stefán. Skoðaði það en skilaði ekki skýrslu.
 • V | 12.3 2012, 13:34 | Stefán: Ég átti viðræður við stjórn seðlabankans, um reikninga bankanna, en skilaði ekki skýrslum sérstaklega.
 • R | 12.3 2012, 13:34 | Ég hafði ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af gæðum uppgjöra bankanna, segir Stefán. Voru áritaðir af endurskoðendum.
 • M | 12.3 2012, 13:34 | Andri spyr hvort Stefán hafi haft áhyggjur af gæðum uppgjara bankanna. Stefán segist ekki hafa haft ástæðu til þess
 • R | 12.3 2012, 13:34 | Seðlabankastjórarnir fengu hann til að líta á þetta árið 2007, segir Andri.
 • V | 12.3 2012, 13:35 | Stefán: Ég hafði ekki ástæðu til þess að draga ársreikninga bankanna í efa, það er gæði eignanna.
 • R | 12.3 2012, 13:35 | Andri spyr út í alvarlegar athugasemdir Stefáns við bækur bankanna.
 • M | 12.3 2012, 13:35 | Andri vísar í skýrslu RNA þar sem fram kemur að Stefán hafi haft áhyggjur af uppgjörum bankanna
 • R | 12.3 2012, 13:36 | Andri spyr út í alvarlegar athugasemdir Stefáns við bókhald bankanna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
 • R | 12.3 2012, 13:36 | Stefán segist hafa dregið upp sviðsmyndir. Þær hafi ranglega verið teknar upp í rannsóknarskýrslu og teknar úr samhengi.
 • M | 12.3 2012, 13:36 | Stefán segir að mestur tími hann með RNA hafi farið í að skýra fyrir þeim hvernig endurskoðun virkaði. Hann hafi dregið upp svipmyndir
 • M | 12.3 2012, 13:37 | Stefán segir hinsvegar að þessar sviðsmyndir sem hann nefndi sem dæmi hafi ratað í skýrslu RNA og verið teknar þar úr samhengi.
 • V | 12.3 2012, 13:37 | Stefán: Mestur tíminn hjá RNA fór í að útskýra hvað reikningshald væri og endurskoðun. Því miður fóru orð mín um alls kyns sviðsmyndir..
 • R | 12.3 2012, 13:38 | Stefán segist hafa lýst því hjá rannsóknarnefnd að reikningaskil bankanna sýndu þokkalega afkomu nánast fram að hrundegi.
 • V | 12.3 2012, 13:39 | Stefán: … inn í skýrsluna eins og ég væri að tala um bankanna. Sem ég, satt best að segja, fannst ekki gott.
 • M | 12.3 2012, 13:39 | Stefán: Venjulega er það svo þegar fyrirtæki fer á hausinn er þar einhver aðdragandi, [hjá bönkunum} virtist því ekki vera að heilsa
 • R | 12.3 2012, 13:39 | Stefán segist ekki hafa haft ástæðu til að rengja að reikningsskil væru í samræmi við alþjóðlegar reglur.
 • M | 12.3 2012, 13:40 | Stefán: Hjá bönkunum var hagnaður nánast fram að hrundegi. Fannst sérkennilegt að sú atburðarás gæti orðið svo hröð.
 • V | 12.3 2012, 13:40 | Stefán: Ég er þeirra skoðunar að enginn hafi séð kerfisáfallið fyrir, og að endurskoðendur hafi ekki getað sett það inn í reikninga.
 • R | 12.3 2012, 13:40 | Stefán segist hafa velt fyrir sér hvort menn hafi ekki endurmetið eignir eða hvort lægra virði skýrist af kerfisáfalli.
 • R | 12.3 2012, 13:41 | Stefán hefur tekið að sér hjá sérstökum saksóknara að gera úttekt á reikningsskilum og árshlutareikningu.
 • V | 12.3 2012, 13:41 | Stefán hefur tekið að sér að gera rannsókn á ársreikningum bankanna fyrir embætti sérstaks saksóknara.
 • M | 12.3 2012, 13:41 | Andri: Telur þú að uppgjör endurskoðenda bankanna hafi verið bara eðlileg?
 • R | 12.3 2012, 13:42 | Stefán færist því undan að svara miklu um gæði reikningsskila. Hefur ekki ástæðu til að draga heilindi endurskoðenda í efa.
 • M | 12.3 2012, 13:42 | Stefán: Tel að menn hafi mátt reiða sig á mat endurskoðenda og kerfisáfallið kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti
 • R | 12.3 2012, 13:43 | Ég tel að ef endurskoðandi hefur áritað reikningsskil um að þau séu í samræmi við lög og reglur eigi menn að geta treyst því frh
 • R | 12.3 2012, 13:43 | (frh) segir Stefán aðspurður hvort Geir hafi haft ástæðu til að efast um stöðu bankanna.
 • M | 12.3 2012, 13:43 | Óvænt kemur fram að Stefán hafi ráðið sig til að gera rannsókn á ársreikningum bankanna fyrir sérstakan saksóknara

Halldór J. Kristjánsson

 • V | 12.3 2012, 13:43 | Halldór J. Kristjánsson á nú að gefa skýrslu, í gegnum síma frá Kanada.
 • R | 12.3 2012, 13:44 | Er Halldór J. Kristjánsson kominn í símsamband spyr dómforseti. Svarið er tónn sem gefur til kynna að síminn sé á tali.
 • M | 12.3 2012, 13:44 | Hann telur því ekki við hæfi að svara í nánari smáatriðum.
 • R | 12.3 2012, 13:44 | Næsta vitni er fv bankastjóri Landsbankans og gefur skýrslu í gegnum síma. Hann er kominn í samband.
 • M | 12.3 2012, 13:44 | Halldór J. Kristjánsson ber vitni í gegnum síma frá Kanada þar sem hann er nú búsettur
 • M | 12.3 2012, 13:45 | Í fyrstu tilraun til að ná tali af Halldóri slitnar sambandið. Landsdómarar ráða ekki við sig að kíma, forseti ekki undanskilinn
 • R | 12.3 2012, 13:45 | Rödd Halldórs hljómar nú úr hátölurum á veggjum Þjóðmenningarhúss. Sjálfur er hann í Kanada.
 • R | 12.3 2012, 13:47 | Saksóknari spyr Halldór út í stækkun bankakerfisins.
 • R | 12.3 2012, 13:47 | Halldór rekur söguna aftur til þess að Samkeppniseftirlit hafnaði samruna Landsbanka og Búnaðarbanka í eigu ríkisins.
 • M | 12.3 2012, 13:48 | Símsamband er nú komið á við Halldór. Nú þurfa viðstaddir að leggja vel við hlustir því hljóðið er slæmt.
 • R | 12.3 2012, 13:49 | Hljóðið er mjög óskýrt en þó má greina sumt af því sem Halldór segir.
 • M | 12.3 2012, 13:49 | Það vandamál er ekki til sem dómforseti getur ekki leyst. Halldór þarf að færa sig nær símtólinu. Það svínvirkar.
 • V | 12.3 2012, 13:49 | Halldór gaf skýrslu, en það heyrðist heldur lítið í upphafi. Það hefur nú batnað.
 • R | 12.3 2012, 13:49 | Þegar Halldóri er bent á hversu óskýrt heyrist í honum segist hann skulu passa að tala beint í símtólið. Hljóðið batnar.
 • R | 12.3 2012, 13:50 | Við reyndum eftir höfnun á samruna við Búnaðarbanka að stækka bankann með jafnri áhættu milli landa, segir Halldór.
 • R | 12.3 2012, 13:51 | Halldór segir að viðskiptabankarnir hafi í febrúar 2008 lýst áhyggjum af lausafjárstöðu bankanna ef efnahagslægðin héldi áfram.
 • V | 12.3 2012, 13:51 | Halldór: Í febrúar 2008 var sent erindi til ríkisstjórnarinnar frá öllum bönkunum, vegna vanda sem steðjuðu að vegna lausafjárerfiðleika.
 • R | 12.3 2012, 13:51 | Í framhaldinu hafi verið haldinn fundur með stjórnvöldum og hafist samráð um að grípa til aðgerða vegna erfiðra aðstæðna.
 • V | 12.3 2012, 13:51 | Halldór: Þá hófst, eins og málin horfa við mér, vinna við að treysta fjárhag fyrirtækjanna með margvíslegum aðgerðum.
 • M | 12.3 2012, 13:52 | Aðspurður hvort hann hafi talið hætu vofa yfir 2008 svarar Halldór með því að minna á að bankarnir hafi sent erindi til ríkisstjórnarinnar
 • R | 12.3 2012, 13:52 | Halldór segir bankana hafa talið stjórnvöld og Seðlabankan hafa þurft að gera sitt. Slaka á hávaxtastefnu og fleira.
 • M | 12.3 2012, 13:53 | Í erindinu hafi bankarnir tjáð áhyggjur sem þeir hefðu um stöðu bankanna og bankakerfisins ef þessi mikla efnahagslægð héldi áfram
 • M | 12.3 2012, 13:54 | Halldór: Ég held að báðir aðilar hafi gert það sem þeir gátu til að styrkja viðbúnaðarstig kerfisins í heild.
 • R | 12.3 2012, 13:54 | Ég hygg að báðir aðilar (bankar og ríki) hafi verið að gera það sem þeir gátu til að virkja viðbúnaðarstig kerfisins í heild.
 • V | 12.3 2012, 13:54 | Halldór: Það var horft til þess að styrkja viðbúnaðarstig fjármálakerfisins í heild sinni, og það gerðu bankarnir og stjórnvöld.
 • R | 12.3 2012, 13:54 | Halldór segist hafa vitað af tilvist samráðshóps en man ekki hvernig hann hafi frétt af hópnum.
 • M | 12.3 2012, 13:55 | Saksóknari spyr hvort í Landsbankanum hafi 2007-2008 verið unnið að því að draga úr stærð samstæðunnar
 • R | 12.3 2012, 13:55 | Sigríður saksóknari spyr hvort Landsbankamenn hafi unnið að því að draga úr stærð bankans 2007 eða 2008.
 • R | 12.3 2012, 13:56 | Við gáfum út fyrirmæli um að auka ekki innlán, segir Halldór. Skuldurum bankans var vandi á höndum að greiða háar fjárhæðir.
 • R | 12.3 2012, 13:57 | Efnahagsreikningur Landsbanka minnkaði í evrum talið á fyrstu mánuðum 2008 segir Halldór.
 • M | 12.3 2012, 13:57 | Já það var unnið að því og tókst þótt í litlum mæli væri, segir Halldór.
 • R | 12.3 2012, 13:58 | Halldór fer yfir tilraunir til að selja eignir og draga úr stærð Landsbankans. 2008.
 • R | 12.3 2012, 13:58 | Það var útilokað að flytja höfuðstöðvar Landsbankans úr landi, segir Halldór. Stærstur bankanna á Íslandi.
 • M | 12.3 2012, 13:59 | Halldór: Talið var útilokað að flytja höfuðstöðvar Landsbankans úr landi, með langstærsta starfsemi bankanna innanlands.
 • R | 12.3 2012, 13:59 | Það komu fram óskir, sérstaklega frá forsætisráðherra, að bankarnir reyndu að minnka sig eftir bestu getu, segir Halldór.
 • V | 12.3 2012, 13:59 | Halldór: Það var horft til þess að sýna aðhald í reksti, og reyna að draga úr stærð bankans, en um leið að styrkja fjárhaginn.
 • R | 12.3 2012, 13:59 | Halldór telur að afskaplega vandasamt hafi verið á þessum árum að draga úr stærð bankanna. Ytri aðstæður mjög óhagstæðar.
 • M | 12.3 2012, 14:00 | Saksóknari: Var á þessum tíma unnt að draga úr stærðinni? Halldór: Það var afskaplega vandasamt.
 • V | 12.3 2012, 14:00 | Halldór: Ég held ég geti verið sammála AGS um það að bankana og stjórnvöld hafi ekki skort vilja til þess að draga úr stærð bankakerfisins
 • R | 12.3 2012, 14:00 | Saksóknari biður Halldór “enn og aftur” að brýna raustina svo vel heyrist í honum.
 • M | 12.3 2012, 14:01 | Halldór er í 3. sinn beðinn að brýna raustina í símtólið svo það heyrist í honum. Rödd hans á það til að fjara út í lok setninga
 • V | 12.3 2012, 14:01 | Sigríður: Var sameining Glitnis og Landsbankans, hugmyndin sem slík, rædd við stjórnvöld?
 • R | 12.3 2012, 14:01 | Vandinn sem menn stóðu frammi fyrir vegna sameiningar Landsbanka og Glitnis voru afar þung endurgreiðsla hjá Glitni (frh)
 • R | 12.3 2012, 14:02 | (frh) haustið 2008. Sameinaður banki hefði lent í sama vanda og Glitnir vegna lausafjárvanda, segir Halldór.
 • R | 12.3 2012, 14:02 | Hugmyndir um sameiningu Glitnis og Landsbanka þar til Tryggvi Þór Herbertsson tók þær upp aftur í ágúst, segir Halldór.
 • V | 12.3 2012, 14:02 | Halldór: Já, þetta var sett fram í apríl 2008, en það voru mikil vandkvæði, vegna mikillar endurgreiðslubyrða lána hjá Glitni haustið…
 • V | 12.3 2012, 14:03 | Halldór: … 2008 og á fyrsta ársfjórðungi 2009. Það hefði því þurft mikið nýtt laust fé inn til þess að þetta myndi skila árangri.
 • V | 12.3 2012, 14:03 | Halldór: Síðan komu fram endurnýjaðar hugmyndir um þetta frá Tryggva Þór, á haustmánuðum 2008.
 • M | 12.3 2012, 14:04 | Saksóknari spyr hvort í febrúar 2008 hafi verið taldar sérstakt tilefni til aðgerða. Var hætta á höndum fyrir íslenska bankakerfið?
 • R | 12.3 2012, 14:05 | Mönnum varð ljóst í feb 2008 að lausafjárþrengingar 2007-2008 gætu staðið lengur en fyrri lausafjárþrengingar, segir Halldór.
 • V | 12.3 2012, 14:05 | Halldór: Áfram voru þó mikil vandamál fyrir hendi vegna fjármögnunarvanda Glitnis.
 • R | 12.3 2012, 14:05 | Í framhaldi af því hafi menn sett sig í samband við stjórnvöld til að ræða málin og meta stöðuna.
 • R | 12.3 2012, 14:05 | Halldór minnist þess ekki að rætt hafi verið um að flytja bankana úr landi á fundinum. 14. febrúar 2008.
 • V | 12.3 2012, 14:07 | Halldór: Eftir því sem leið á árið 2008, var mönnum að verða ljóst að vandamálin á lausafjármörkuðum voru dýpri en talið var fyrst.
 • V | 12.3 2012, 14:07 | Halldór: Landsbankinn hóf útlánastarfsemi í gegnum útibú sitt í Hollandi árið 2006. Sú starfsemi óx jafnt og þétt.
 • R | 12.3 2012, 14:08 | Halldór segir Icesave hafa verið opnað í Hollandi til að fjármagna útlán til fyrirtækja í Hollandi. Eðlileg stefnumótun.
 • V | 12.3 2012, 14:08 | Halldór: Í framhaldi af þessu var farið út í það, að safna innlánum sem voru síðan notuð til jafnvægis við útlánin.
 • R | 12.3 2012, 14:08 | Þegar aðgangur að lánsfé var hvað verstur var þessi stefnumótun hafin.
 • R | 12.3 2012, 14:09 | Halldór segir að markmiðið hafi verið að koma Icesave í Hollandi fyrir lok ár 2008.
 • M | 12.3 2012, 14:09 | Halldór segir að það hafi verið stefna bankans að halda jafnvægi milli innlána og útlána. Icesave hafi verið eðlilegt skref í þá veru
 • V | 12.3 2012, 14:09 | Halldór: Þetta var stefna sem mótuð var strax árið 2006, síðan hrint í framkvæmd 2007 og 2008.
 • R | 12.3 2012, 14:10 | Halldór segir seðlabanka Hollands hafa lagst gegn frekari innlánasöfnun þegar hún var komin yfir milljarð evra. (frh)
 • V | 12.3 2012, 14:10 | Sigríður: Var það ekki ljóst í þínum huga að þessi innlánasöfnun í Hollandi væri að auka skuldbindingar Tryggingarsjóðsins á Íslandi?
 • R | 12.3 2012, 14:10 | (frh) Landsbanki hafi þá boðist til að leggja fé á móti innlánasöfnun en ekkert svar fengið.
 • M | 12.3 2012, 14:11 | “Nú ertu alveg að hverfa bara” segir Sigríður saksóknari þegar rödd Halldórs fjarar út yfir símann til Kanada
 • V | 12.3 2012, 14:11 | Halldór: Jú, að hluta var það þannig.
 • R | 12.3 2012, 14:11 | Stefnan með Icesave var að safna innlánum á mörkuðum til að fjármagna útlán á sömu mörkuðum, segir Halldór.
 • V | 12.3 2012, 14:12 | Halldór: Við áttum 700 milljóna evra útlán í Hollandi, sem við vildum fjármagna með innlánum og gerðum það.
 • R | 12.3 2012, 14:12 | Þessi leið hafi dregið úr fjármögnunarþörf deilda bankans á Íslandi, segir Halldór um innlánasöfnun Icesave.
 • M | 12.3 2012, 14:12 | Saksóknari spyr hvort Halldóri hafi ekki verið ljóst að innlánasöfnun í Hollandi setti áhættu á tryggingasjóðinn á Íslandi
 • M | 12.3 2012, 14:13 | Halldór svarar því til að það hafi “að hluta verið þannig”
 • V | 12.3 2012, 14:13 | Halldór: Það var sérstaklega passað upp á það að leggja féð til hliðar, inn á bundinn reikning, sem óskað var eftir.
 • R | 12.3 2012, 14:14 | Halldór segir að markmiðið hafi verið að koma Icesave í Hollandi í dótturfélag fyrir lok árs 2008.
 • R | 12.3 2012, 14:14 | Halldór segir að menn hafi talið stofnun dótturfélags hafa tekið of langan tíma og því byrjað innlánasöfnun í útibúi.
 • M | 12.3 2012, 14:14 | Saksóknari spyr: Af hverju var eki unnið í því strax að fá þetta yfir í dótturfélög?
 • M | 12.3 2012, 14:15 | Halldór: Það var ljóst að stofnun dótturfélags tæki lengri tíma en það var byrjað á því á sama tíma. Gæti tekið ár.
 • V | 12.3 2012, 14:15 | Sigríður: Var verið að nota FME sem eitthvað markaðstæki fyrir Icesave (viðtal við stjórnarformann FME í Moment, tímariti Landsbankans)?
 • V | 12.3 2012, 14:15 | Halldór: Það var ekki verið að því. Í þessu viðtali við stjórnarformaður FME að tala almennt um íslenska fjármálakerfið.
 • R | 12.3 2012, 14:16 | Geir var áhugasamur um að Icesave í Bretlandi væri komið í dótturfélag, segir Halldór. Var þegar í farvegi í Hollandi.
 • M | 12.3 2012, 14:16 | Sigríður: Var verið að nota FME sem eitthvað markaðstæki? (Fyrir Landsbankann) Halldór hafnar því.
 • R | 12.3 2012, 14:17 | Saksóknari spyr hvort stjórnvöld hafi þrýst á að setja Icesave í Hollandi í dótturfélag. Halldór minnist þess ekki.
 • V | 12.3 2012, 14:18 | Halldór: Markaðsaðstæður á árinu 2008 voru ekki nægilega góðar til þess að minnka kerfið hratt, þ.e. að selja eignir og fleira.
 • R | 12.3 2012, 14:19 | Andri spyr hvort það hefði einhverju breytt ef stjórnvöld hefðu sett fram skilyrtar kröfur um að draga úr stærð bankanna.
 • M | 12.3 2012, 14:19 | Halldór stafestir það sem hann sagði við RNA að báðir aðilar hafi reynt sitt besta til að minnka umsvif bankanna en aðstæður voru erfiðar
 • R | 12.3 2012, 14:19 | Halldór segir að Geir hafi ekki verið í stöðu til að gera ákveðnar kröfur eða setja töluleg markmið um aðgerðir.
 • M | 12.3 2012, 14:19 | Halldór Held að forsætisráðherra hafi ekki verið í stöðu til þess að geta sett tölulegt markmið (í að selja eignir á árinu 2008)
 • R | 12.3 2012, 14:20 | “Sammála” svarar Halldór þegar Andri spyr hvort bankarnir hafi ekki verið að gera allt í sínu valdi við að minnka bankakerfið.
 • R | 12.3 2012, 14:21 | Talið snýst að samningsskilmálum lána “covenants” sem takmörkuðu möguleika skuldara til að selja/breyta starfsemi sinni.
 • V | 12.3 2012, 14:23 | Halldór: Í lánasamningum Landsbankans voru ákvæði um að samningarnir gætu komist í uppnám, við miklar breytingar á efnahag á hverju ári.
 • R | 12.3 2012, 14:24 | Halldór segir að fjármunir úr Icesave í Bretlandi hafi ekki farið til nýrra útlána. Fyrst og fremst að halda í horfinu.
 • R | 12.3 2012, 14:25 | Halldór staðfestir skilning Andra um að allar alþjóðlegar eignir hafi rýrnað í verði árið 2008.
 • V | 12.3 2012, 14:25 | Sigríður spyr nú út í ákærulið 1,5. http://t.co/kl62ewNq
 • R | 12.3 2012, 14:25 | Saksóknari tekur nú til við að spyrja út í Icesave í Bretlandi og tilraunir við flutning í dótturfélag.
 • R | 12.3 2012, 14:26 | Halldór segir að 30% af erlendum innlánum Landsbanka hafi verið í þremur dótturfélögum, Heritable, Lúxemborg og Guernsey.
 • M | 12.3 2012, 14:27 | Halldór: Alllar fjármálalegar eignir rýrnuðu í verði á árinu 2008
 • R | 12.3 2012, 14:28 | Halldór segir menn hafa ákveðið að byrja Icesave í útibúi í Bretlandi sem var þegar byrjað að safna innlánum. (frh)
 • M | 12.3 2012, 14:28 | Halldór segir að hefð hafi verið fyrir því að safna innlánum í dótturfélögum sbr. Heritable bank og Landsbankinn í Guernsey
 • R | 12.3 2012, 14:28 | (frh) Veturinn 2007-2008 hafi hins vegar hafist umræða að flytja þetta í dótturfélag vegna mikillar innlánaaukningar.
 • V | 12.3 2012, 14:30 | Halldór: Það var ákveðið að fara út í netinnlán, á grundvelli hugmyndar hollensks banka.
 • M | 12.3 2012, 14:31 | Hér þurfa allir viðstaddir að gæta þess að gefa ekki frá sér minnsta þrusk því þá yfirgnæfir það símtal Halldórs að utan
 • R | 12.3 2012, 14:31 | Saksóknari spyr út í möguleika til að færa bundin innlán í Icesave í dótturfélag og aðrar leiðir. Það var lítið eða ekki rætt.
 • R | 12.3 2012, 14:31 | “Ég reyni mitt besta,” segir Halldór þegar Sigríður biður hann að brýna raustina á ný.
 • R | 12.3 2012, 14:32 | Spurningarnar snúast núna að innstæðutryggingum.
 • R | 12.3 2012, 14:33 | Halldór segir að ef bein ríkisábyrgð hefði átt að vera á innstæðutryggingasjóði hefði það þurft að vera með lögum.
 • V | 12.3 2012, 14:33 | Halldór: Mér var það alltaf ljóst að tryggingasjóðnum var ekki ætlað að bæta tjón af heildrænum kerfisáfalli fjármálakerfisins.
 • R | 12.3 2012, 14:34 | Halldór talar um að innstæðutryggingasjóður ætti að mæta einstökum tjónum en ekki kerfishruni. Heyrist nokkuð óskýrt í honum.
 • M | 12.3 2012, 14:36 | Halldór taldi að tryggingastjóðnum vær ekki ætlað að bæta innistæður nema upp að vissu marki, ekki af kerfisáfalli
 • R | 12.3 2012, 14:36 | Saksóknari spyr hvort Halldór muni eftir aðgerðum stjórnvalda, Seðlabanka, FME, Geirs um að koma flutningi Icesave í gegn.
 • V | 12.3 2012, 14:37 | Moli: Markús brýnir fyrir Sigríði saksóknara að vera gagnorð og hnitmiðuð í spurningum.
 • R | 12.3 2012, 14:37 | Smá rekistefna um hvort Halldór eigi að svara ítarlega, snöggt eða bara beinum spurningum saksóknara.
 • M | 12.3 2012, 14:38 | Þegar Halldór býðst til að rekja bréfaskipti sín við seðlabankastjóra biður Markús hann um að halda sig við að svara spurningum
 • R | 12.3 2012, 14:39 | Áherslan 2008 var á að breyta óbundnum innlánum í bundin til að minnka hættuna á áhlaupi á Icesave, segir Halldór.
 • M | 12.3 2012, 14:39 | Halldópr: Öll áherslan 2008 var að umbreyta óbundnum innlánum þannig að hættan á áhlaupi minnkaði.
 • V | 12.3 2012, 14:40 | Moli: Halldór er að gefa símaskýrslu, og það verður að segjast, að lítið heyrist í honum. Hann hefur ítrekað verið beðinn um að tala hærra.
 • R | 12.3 2012, 14:42 | Sigríður spyr nú út í útstreymi af Icesave og hversu alvarleg staðan hafi verið í mars og apríl 2008.
 • R | 12.3 2012, 14:43 | Halldór segir að þarna hefði getað reynt á þolmörk Landsbankans ef áhlaupið gengi ekki til baka.
 • V | 12.3 2012, 14:45 | Halldór: Í maí 2008 voru margir með væntingar um að lausafjárkreppan væri að ljúka, og það aðstæður myndu breytast á sumarmánuðum.
 • M | 12.3 2012, 14:45 | Halldór: Í maí 2008 var jákvæðara viðhorf og menn margir hverjir með væntingar um að þessi mikla lausafjárkreppa væri að víkja
 • R | 12.3 2012, 14:48 | Halldór fer nú yfir samskipti við bresk yfirvöld um flutning á Icesave í dótturfélag.
 • V | 12.3 2012, 14:50 | Halldór: Á sumarmánuðum þyngist staðan síðan enn meira, og lausafjárþrengingarnar dýpka og framlengjast.
 • R | 12.3 2012, 14:51 | Saksóknari spyr hvort íslensk yfirvöld hafi ekkert gengið eftir því hvernig dótturfélagavæðing gengi.
 • R | 12.3 2012, 14:52 | Halldór segist ekki muna eftir að hafa rætt þetta við Geir eftir fund í mars. Síðar hafi staðan breyst og flækst í Bretlandi.
 • R | 12.3 2012, 14:53 | FME hafi hins vegar fengið upplýsingar um allt það sem gerðist meðan reynt var að koma Icesave í dótturfélag.
 • M | 12.3 2012, 14:54 | Vitni í Landsdómi svara sjaldnast með einföldu “já” eða “nei”, þótt spurningar bjóði upp á það. Halldór er engin undantekning
 • V | 12.3 2012, 14:54 | Halldór: Það stóð alltaf á því, í öllum aðgerðum, að ákvæði í lánasamningum gerðu okkur erfitt um vik er varðaði miklar breytingar..
 • V | 12.3 2012, 14:55 | Halldór:.. á efnahag bankans, vegna þess að þurfti samþykki frá öllum lánveitendum.
 • R | 12.3 2012, 14:56 | “Ég held þú hafir verið að lýsa því, ég bara heyrði svo illa,” segir Sigríður og spyr aftur hvað stóð í milli vegna dótturfélagavæðingar.
 • M | 12.3 2012, 14:56 | Geir, sem sjaldan lítur upp úr minnisbók sinni, hætti nú að skrifa um stund. Líklega þar sem svo illa heyrist í Halldóri.
 • V | 12.3 2012, 14:56 | Halldór: Kröfur breska fjármálaeftirlitsins þegar kom að dótturfélagavæðingunni voru óraunhæfar og “óskiljanlegar”.
 • R | 12.3 2012, 14:56 | Halldór segir að ekki hafi verið hægt að flytja meira en 10 prósent af heildareignum bankans á ári í dótturfélag vegna covenanta
 • R | 12.3 2012, 14:57 | Höfðuð þið nokkuð efni á að stofna dótturfélag? spyr saksóknari. Hefði verið hægt með tveimur 10% ársfærslum, segir Halldór.
 • V | 12.3 2012, 14:59 | Halldór: Enn þann dag í dag skil ég ekki hvers vegna breska fjármálaeftirlitið setti fram óraunhæfar kröfur.
 • M | 12.3 2012, 14:59 | Saksóknari spyr hvað talið væri að flutningur í dótturfélög gæti tekið landan eða skamman tíma þegar hann væri byrjaður
 • M | 12.3 2012, 14:59 | Halldór: Hygg að það hefði verið hægt að ljúka því á árinu 2008 með góðum vilja
 • M | 12.3 2012, 15:01 | Var einhver tímarammi settur? Saksóknari vísar í bréf frá FSA þar sem stefnt var að því að ljúka þessu 31. okt eða í síðasta lagi 31. des.
 • M | 12.3 2012, 15:01 | Halldór: Ég hafði haft vonir til þess að fyrri áfangi flutninganna hefði mátt takast fyrir 31. desember 2008
 • V | 12.3 2012, 15:02 | Halldór: Það var ekki hægt að gera þetta, þ.e. flytja eignir á móti skuldum, nema í áföngum.
 • M | 12.3 2012, 15:02 | Halldór: Fyrir síðari áfanga flutninga yfir í dótturfélög hefði verið æskilegt að hafa almanaksárið 2009.
 • V | 12.3 2012, 15:04 | Sigríður: Voru þið samstíga um það bankastjórarnir um að koma Icesave yfir í dótturfélag?
 • M | 12.3 2012, 15:05 | Saksóknari spyr hvort bankastjórar Landsbankans hafi verið samstíga í því að koma Icesave yfir í dótturfélög.
 • R | 12.3 2012, 15:05 | Þykkar möppur eru á borðum dómara. Möppur Vilhjálms Vilhjálmssonar litríkastar með minnismiðum í mörgum litum á réttum stöðum.
 • V | 12.3 2012, 15:05 | Halldór: Á fyrstu stigum málsins, voru einhverjar skiptar skoðanir eins og gengur, en við vorum samstíga um málið þegar á það leið.
 • R | 12.3 2012, 15:05 | Saksóknari hefur lokið sínum spurningum um Icesave í Bretlandi. Verjandi tekur við því að spyrja.
 • M | 12.3 2012, 15:06 | Sumir þ.á.m Össur Skarphéðinsson hafa lýst þeirri áskynjan sinni að Halldór og Sigurjón Þ.Árnason hafi ekki verið samstíga gagnvart Icesave
 • R | 12.3 2012, 15:07 | Andri spyr út í gang viðræðna um dótturfélagavæðingu. Í réttum gangi framan af, segir Halldór. Auknar kröfur síðla sumars.
 • M | 12.3 2012, 15:07 | Verjandi tekur nú við af saksóknara í spurnungum til Halldórs varðandi ákæruliðinn sem snertir Icesave
 • R | 12.3 2012, 15:08 | Halldór segist ekki hafa séð fyrir sér að aðkoma Geirs breytti einhverju. Björgvin G. hafi farið til fundar við Darling.
 • V | 12.3 2012, 15:09 | Andri: Var það nefnt í þín eyru að aðkoma ákærða, í júlí 2008, hafi verið nauðsynleg?
 • R | 12.3 2012, 15:10 | Það heyrist óskýrt í Halldóri. Spurning hvort það skýri sofandalegan svip á einum dómara. Sá opnar þó augun og virðist vakandi.
 • M | 12.3 2012, 15:10 | Andri spyr hvort einhvern tíma hafi komið til tals að aðkoma Geirs Haarde að flutningi Icsave í dótturfélög væri æskileg eða nauðsynleg
 • V | 12.3 2012, 15:10 | Halldór: Málið var í farvegi samskipta á mill fjármálaeftirlitanna, það var ekki nauðsynlegt að fá ráðherra að málinu sérstaklega.
 • M | 12.3 2012, 15:12 | Halldór minnist þess ekki að rætt hafi verið um aðkomu Geirs Haarde að flutning Icesave í dótturfélög.
 • R | 12.3 2012, 15:12 | Meðal áhorfenda í salnum er Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor og fv stjórnlagaráðsfulltrúi.
 • R | 12.3 2012, 15:13 | Vilhjálmur dómari spyr hvort stjórnvöld hafi leitað álits Landsbanka um hvort bankinn stæði af sér fjárhagslega ef (frh)
 • V | 12.3 2012, 15:14 | Halldór: Það kom símtal frá seðlabankastjóra til mín, þar sem spurt var hvort bankinn gæti staðið af sér ef ríkið tæki yfir 75% af Glitni.
 • R | 12.3 2012, 15:14 | (frh) hlutabréfavirði Glitnis félli um 75%. Niðurstaða sérfræðinga okkar var að Landsbankinn stæðist það, segir Halldór.
 • R | 12.3 2012, 15:15 | Þá var miðað við að Landsbankinn myndi sameinast Straumi, segir Halldór. Ekki reiknuð út áhrif á kerfið í heild.
 • M | 12.3 2012, 15:15 | Ónefndur dómari í Landsdómi er orðinn afar syfjulegur á svip yfir óskýrri símaskýrslu Halldórs
 • R | 12.3 2012, 15:16 | Skýrslutöku lokið. Í þessu tilfelli er vitninu ekki hleypt út heldur símtalinu einfaldlega slitið.
 • V | 12.3 2012, 15:16 | Halldór: Við létum sérfræðinga bankans reikna það út, átti að geta staðið þetta af sér. (Þetta var að kvöldi sunnudagsins 28. sept)
 • M | 12.3 2012, 15:16 | Skýrslutöku yfir Halldóri er nú lokið og símtalið rofið. 15 mínútna hlé þar til Sigurjón Þ. Árnason kemur fyrir dóminn
 • V | 12.3 2012, 15:17 | Halldór hefur nú lokið skýrslugjöf, Sigurjón Árnason er næstu. Þinghlé er nú í fimmtán mínútur.
 • R | 12.3 2012, 15:17 | Heyra má í dómsal að sumum er mjög létt að næsta vitni mæti í eigin persónu en tali ekki í gegnum síma.
 • R | 12.3 2012, 15:18 | Þorvaldur Gylfason og Eiríkur Stefánsson eru í hrókasamræðum í upphafi 15 mínútna hlés.
 • V | 12.3 2012, 15:25 | Moli: Í þinghlénu eru Þorvaldur Gylfason prófessor og Eiríkur Stefánsson í hrókasamræðum og fer augljóslega vel á með þeim.
 • R | 12.3 2012, 15:29 | Nú er þess beðið að það komi að Sigurjóni Þ. Árnasyni að gefa skýrslu. Það verður á allra næstu mínútum.
 • R | 12.3 2012, 15:30 | “Kemst maður framhjá ykkur strákar mínir” segir Sigurjón við ljósmyndara og tökumenn þegar hann gengur í salinn.
 • M | 12.3 2012, 15:30 | Sigurjón Þ. Árnason er genginn í salinn og varð samstundis fyrir áhlaupi ljósmyndara sem nánast króuðu hann af
 • V | 12.3 2012, 15:30 | Sigurjón Árnason er hér mættur í dómsal og er sestur í vitnasætið.
 • R | 12.3 2012, 15:30 | Sigurjón gekk beint að Geir og heilsaði honum og verjanda hans. Tók sér síðan stöðu við bókaskápa þar til dómarar gengu í sal.
 • R | 12.3 2012, 15:31 | Það heyrist öllu betur í Sigurjóni heldur en síðasta vitni.
 • V | 12.3 2012, 15:32 | Moli: Sigurjón og Geir Haarde eru nágrannar úr Granjaskjólinu í Vesturbæ Reykjavíkur.
 • M | 12.3 2012, 15:32 | “Kemst maður fram hjá ykkur strákar mínir” sagði Sigurjón þegar hann mætti múr ljósmyndara við innkomuna í sal Landsdóms

Sigurjón Árnason

 • M | 12.3 2012, 15:32 | Sigríður saksóknari spyr hvort Sigurjón hafi upplifað það þannig frá febrúar 2008 að hætta hafi steðjað að íslensku efnahagslífi
 • R | 12.3 2012, 15:33 | Saksóknari biður Sigurjón að leggja mat sitt á hættuna í bankakerfinu 2008.
 • V | 12.3 2012, 15:33 | Sigurjón: Það var alþjóðleg fjármálakreppa um allan heim, en hvað Geir gat gert í því, er allt annað mál.
 • R | 12.3 2012, 15:33 | Það var augljóst að það var alþjóðleg fjármálakreppa en spurning hvað Geir gat gert í því, svarar Sigurjón.
 • M | 12.3 2012, 15:33 | Sigurjón: Það var náttúrulega ljóst að það var alþjóðleg fjármálakreppa, en hvað væri hægt að gera í því, það var annað mál
 • M | 12.3 2012, 15:34 | Repo viðskipti koma aftur til tals, eins og síðast áminnir Markús Sigurbjörnsson vitni um að tala íslensku.
 • R | 12.3 2012, 15:34 | “Bara ef vitnið myndi nota íslensku” segir Markús dómsforseti og gerir athugasemd við orðalagið “að gera REPO-hæfar”.
 • R | 12.3 2012, 15:35 | Sigurjón segist nokkrum sinnum hafa rætt við Geir 2008, meðal annars tvisvar farið heim til hans, enda búi þeir í sömu götu.
 • V | 12.3 2012, 15:35 | Sigurjón: Það höfðu allir áhyggjur af stöðu mála á mörkuðum, og allir höfðu áhyggjur af þeirri stöðu.
 • R | 12.3 2012, 15:35 | Rætt hafi verið um það meðal annars að afla lána og styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka. Þurfti ekki endileag að nota hann.
 • V | 12.3 2012, 15:36 | Sigurjón: Ég ræddi nokkrum sinnum við Geir, m.a. tvisvar á persónulegum nótum, við búum í sömu götu, kíkti til hans og spjallaði.
 • M | 12.3 2012, 15:37 | Sigurjón: Seðlabankinn var orðinn mjög hlutfallslega lítill miðað við bankakerfið. Það vakti neikvætt umtal erlendis
 • V | 12.3 2012, 15:37 | Sigurjón: Það var mikið rætt um að seðlabankinn væri orðinn alltof lítill miðað við bankanna, sem trúverðugur þrautavaralánveitandi.
 • R | 12.3 2012, 15:37 | Hvers vegna stækkaði bankakerfið svona mikið á svona skömmum tíma, spyr saksóknari.
 • M | 12.3 2012, 15:38 | Þegar Sigurjón gekk í salinn heilsaði hann Geir Haarde með handabandi. Þeir eru nágrannar og búa í sömu götu
 • R | 12.3 2012, 15:39 | SÁ: Skýringin einkum sú að bankinn byggði upp starfsemi erlendis. Stefnan sett á að tekjur væru til helminga innanlands og utan.
 • V | 12.3 2012, 15:39 | Sigurjón: Vöxtur Landsbankans skýrðist öðru fremur af starfsemi á erlendum vettvangi, og síðan því að fylgja íslenskum fyrirtækjum eftir.
 • R | 12.3 2012, 15:39 | Við mátum það þannig að það væri erfitt að selja eignir við ríkjandi aðstæður, segir Sigurjón um 2008. Eignir veðsettar.
 • V | 12.3 2012, 15:40 | Sigurjón: Á árinu 2008 mátum við það þannig að erfitt væri að selja eignir á bókfærðu verði, til þess að fá laust fé.
 • M | 12.3 2012, 15:40 | Sigurjón: Það sem skipti mestu máli á árinu 2008 var að auka lausafé bankans. Við mátum það þannig að það væri erfitt að selja eignir.
 • R | 12.3 2012, 15:40 | Sigurjón segir menn hafa metið það svo að það væri óraunhæft að flytja höfuðstöðvar úr landi, bankinn of íslenskur til þess.
 • V | 12.3 2012, 15:40 | Sigurjón: Þess í stað einbeittum við okkur af því að reyna að fá laust fé að láni gegn veðum í eignum okkar, og það gerðum við.
 • M | 12.3 2012, 15:40 | Sigurjón: Óraunhæft að færa höfuðstöðvar Landsbankans úr landi. Hann var ?of íslenskur? ef svo má að orði komast.
 • R | 12.3 2012, 15:40 | Kannski búið að taka eitt skref af tíu til tólf sem hefði þurft til að flytja bankann úr landi, segir Sigurjón.
 • R | 12.3 2012, 15:41 | Engar formlegar aðgerðir til að fá bankana til að minnka sig, segir Sigurjón.
 • R | 12.3 2012, 15:41 | Sigurjón telur að Geir hafi verið of skynsamur til að halda að hægt væri að setja kvaðir á bankana að minnka sig.
 • V | 12.3 2012, 15:42 | Sigurjón: Ég held að Geir hafi verið það skynsamur, að átta sig á því að að aðstæður til eignasölu voru erfiðar.
 • R | 12.3 2012, 15:42 | Ef opinber krafa hefði komið fram um að selja eignir hefði orðið enn erfiðara að fá gott verð fyrir eignir, segir Sigurjón.
 • M | 12.3 2012, 15:42 | Sigurjón segir að engar formlegar aðgerðir hafi verið af hálfu stjórnvalda til að þrýsta á bankana að selja eignir.
 • V | 12.3 2012, 15:43 | Sigurjón: Það hefði engu breytt þó það hefði komið einhver bréf frá stjórnvöldum um að selja eignir.
 • M | 12.3 2012, 15:43 | Sigurjón: Ég held einfaldlega að Geir hafi verið svo skynsamur að gera sér grein fyrir því að þetta væri ekki raunhæfur kostur
 • R | 12.3 2012, 15:43 | Aðstæður í heiminum voru þannig að aðilar voru ekki í röðum að bíða eftir að kaupa eignir, segir Sigurjón Þ. Árnason.
 • V | 12.3 2012, 15:43 | Sigurjón: Ef stjórnvöld hefðu þrýst á eignasölu, þá hefði það frekar geta leitt til þess að eignir yrðu seldar á of lágu verði.
 • M | 12.3 2012, 15:43 | Sigurjón frh: Ég held hann hafi aðallega gerst sekur um það.Það verður að vera hægt að framkvæmda það sem um er beðið.
 • R | 12.3 2012, 15:44 | Kom til aðgerða af hálfu Seðlabanka eða FME í þessa veru spyr saksóknari. Ekkert þrýst á okkur, einu sinni rætt á fundi með Seðl
 • M | 12.3 2012, 15:44 | Sigurjón: Það þurfti ekki að benda bönkunum á neitt á árinu 2008. Þeir vissu nákvæmlega hverjar aðstæður voru í heiminum
 • R | 12.3 2012, 15:45 | Menn gerðu allt sem þeir gátu til að auka lausafé, segir Sigurjón. Selja eignir eða búa til lausafé úr eignum.
 • V | 12.3 2012, 15:45 | Sigurjón: Það þurfti ekki að benda bönkunum á að það væru erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum á árinu 2008.
 • R | 12.3 2012, 15:45 | Saksóknari spyr hvort menn hafi rætt hættuna á að ef einn banki færi þá færu þeir allir.
 • M | 12.3 2012, 15:45 | Sigurjón: Að setja kvaðir á okkur (um að selja) hefði jafnvel orðið til óþurftar. Ekki víst að það hefði orðið til gagns.
 • R | 12.3 2012, 15:46 | Margir erlendir aðilar líta á íslensku bankana sem heild, segir Sigurjón. Fall Gnúps hafði líka neikvæð áhrif á íslenska banka.
 • R | 12.3 2012, 15:46 | Árið 2008 snýst þetta ekki um að Seðlabanki þvingi banka til að minnka sig. Bankar voru allir af vilja gerðir, segir Sigurjón.
 • V | 12.3 2012, 15:47 | Sigurjón: Á árinu 2008 snérist staðan ekki um að seðlabankinn ætti að þrýsta á bankanna um aðgerðir. Þeir voru að reyna að bjarga sér.
 • R | 12.3 2012, 15:47 | Hafi menn viljað að bankakerfið minnkaði átti að gera það seinni hluta árs 2006 og fyrri hluta árs 2007, segir Sigurjón.
 • M | 12.3 2012, 15:47 | Sigurjón: Hafi menn átt að setja þrýsting á bankakerfið að stækka ekki hefði þurft að gera það 2006-2007 eftir minikrísuna
 • R | 12.3 2012, 15:48 | Hefðu menn viljað breyta leikreglum til að hafa áhrif á stærð bankakerfisins átti að gera það á þeim tíma, segir Sigurjón.
 • V | 12.3 2012, 15:48 | Sigurjón: Á árinu 2006 hefði átt að grípa til aðgerða við að sporna gegn stækkun bankakerfisins ef það var vilji til þess.
 • M | 12.3 2012, 15:48 | Sigurjón: 2008 snýst málið ekki um það að Seðlabankinn eigi að þvinga banka til að minnka sig. Það voru allir af vilja gerðir
 • R | 12.3 2012, 15:48 | Mikill munur á gömlum samstarfsmönnum. Halldóri lá lágt rómur og heyrðist illa í honum. Sigurjón talar hærra og mun ákveðnar.
 • M | 12.3 2012, 15:49 | Sigurjón: Glitnis leið var að selja eignir, Kaupþing íhugaði að flytja úr landi, okkar leið var að nýta eignir til að búa til lausafé.
 • V | 12.3 2012, 15:49 | Sigurjón: Eftir árið 2006, og hugsanlega fyrri hluta árs 2007, var of seint að berjast gegn stækkun bankakerfisins.
 • R | 12.3 2012, 15:49 | Sigurjón segir að fundur bankanna með ríkisstjórn í feb 2008 hafi valdið vonbrigðum, reynt að leysa 2008 vanda með 2006 ráðum.
 • M | 12.3 2012, 15:49 | Sigurjón: Ímyndarvandi bankanna var raunverulega árið 2006. En árið 2007 þá var alvöru kreppa um allan heim.
 • V | 12.3 2012, 15:50 | Sigurjón: Okkar vandi árið 2007 var alþjóðleg kreppa og síðan of stórt bankakerfi miðað við seðlabanka og landsframleiðslu.
 • R | 12.3 2012, 15:50 | Sigurjón skýtur á Arnór Sighvatsson sem talaði um eiginfjárvanda frá 2006 og lýsti krabbameini. Sigurjón segir ekkert til í því.
 • V | 12.3 2012, 15:51 | Sigurjón: Við horfðum til þess að skatttekjur Landsbankans lentu á Íslandi í okkar rekstri, menn vildu Íslandi allt gott, tel ég.
 • R | 12.3 2012, 15:51 | Sigurjón segir stjórnendur Landsbanka hafa viljað hafa bankann hér og að hann skilaði tekjum og skatttekjum hérlendis.
 • M | 12.3 2012, 15:51 | Sigurjón kemur talsvert öruggari og afslappaðari fyrir en Lárus Welding gerði fyrir dómnum fyrr í dag
 • R | 12.3 2012, 15:54 | Saksóknari spyr nú út í hvaða þýðingu það hefði haft ef Landsbanki og Glitnir hefðu sameinast.
 • V | 12.3 2012, 15:54 | Sigurjón: Það var helsti akkilesarhæll bankakerfisins árið 2008 að það vantaði stoð undir fjármögnun Glitnis.
 • M | 12.3 2012, 15:54 | Sigurjón: Akkilesarhæll fjármálakerfisins var kannski helst að Glitnir hafði ekki góðan aðgang að innlánum, vantaði þá stoð.
 • V | 12.3 2012, 15:54 | Sigurjón: Sameinaður banki Landsbankans og Glitnis, hefði kallað á mikla innspýtingu á nýju lausafé.
 • R | 12.3 2012, 15:55 | Það veit enginn eftirá svarar Sigurjón. Á sínum tíma töldu menn þetta færa leið gegn fjárframlagi ríkissjóðs.
 • M | 12.3 2012, 15:56 | Þess vegna hefði lausafjárstuðningur ríkisins þurft að vera til staðar til að vitrænt væri að sameina Landsbankann og Glitni
 • V | 12.3 2012, 15:57 | Sigurjón: Skuldabréf íslensku bankanna voru oft í skuldabréfavafningum erlendis, og þeir vafningar voru vandamál á markaði.
 • R | 12.3 2012, 15:57 | Sigurjón segir að það hverjir eignuðust íslensk skuldabréf hafi valdið vandræðum þegar þeir veltu þeim út á markað.
 • M | 12.3 2012, 15:57 | Saksóknari spyr Sigurjón nú um þann hluta ákærunnar sem snýr að Icesave reikningunum í Hollandi
 • V | 12.3 2012, 15:57 | Sigurjón: Sem sagt, þá var það orðið mikið vandamál hvað skuldabréf íslensku bankanna voru og hverjir voru eigendur þeirra.
 • M | 12.3 2012, 15:57 | Sigurjón var heilinn á bak við og aðalumsjónarmaður Icesave reikninganna sem honum fannst sjálfum ?tær snilld? eins og alræmt er
 • V | 12.3 2012, 15:58 | Sigurjón: Þetta þyngdi vandamál íslensku bankanna og hækkaði vaxtaálag á fjármálamarkaði á alla íslensku bankanna.
 • R | 12.3 2012, 15:58 | Saksóknari spyr nú út í innlánasöfnun Icesave í Hollandi og hví hún hafi ekki þegar í upphafi verið sett í dótturfélag.
 • M | 12.3 2012, 15:58 | “Hvað var pointið með þessu” spyr saksóknari en leiðréttir sig: Hver var tilgangurinn. Enda vill dómforseti að töluð sé íslenska
 • R | 12.3 2012, 15:59 | Sigurjón Holland varð fyrir valinu vegna þess að við höfðum verið með útlánastarfsemi þar og að þar var rými fyrir netreikninga.
 • M | 12.3 2012, 16:00 | Sigurjón segir að auðveldara hafi verið að afla innlána í gegnum netið. Á hollenska markaðnum var rými umfram önnur lönd, því byrjað þar
 • R | 12.3 2012, 16:00 | Vorið 2008 litum við og fleiri svo á að kreppunni væri hugsanlega að ljúka, segir Sigurjón. Bear Stearns yfirtekinn og bjargað.
 • M | 12.3 2012, 16:01 | Sigurjón endurtekur það sem Halldór sagði fyrr í dag, að vorið 2008 hafi margir talið að kreppan væri að líða hjá
 • R | 12.3 2012, 16:01 | Við töldum eftir björgun Bear Stearns að passað yrði upp á kerfið og helstu vandamálin væru að leysast.
 • R | 12.3 2012, 16:02 | Sigurjón: Ég var búinn að vinna baki brotnu alla daga og öll kvöld. Í júní fór ég í fríi, taldi svo mikið hafa breyst á markaði.
 • V | 12.3 2012, 16:02 | Sigurjón: Í júní 2008 það voru horfur á markaði taldar betri, en nokkrum mánuðum fyrr. Skuldatryggingaálagið hafði lækkað mikið.
 • M | 12.3 2012, 16:02 | Sigurjón tekur sjálfan sig sem dæmi: Fór í frí í júní eftir að hafa unnið baki brotnu um vorið, því hann taldi bankann kominn í var
 • M | 12.3 2012, 16:02 | Sigurjón segir það “skilgreiningaratriði” hvort icesave reikningarnir hafi verið kvikið eins og saksóknari hldur fram #landsdomari
 • R | 12.3 2012, 16:03 | Sigurjón segir útstreymi á hollenskum reikningum hafa verið næstum ekki neitt, sama eigi við eftir yfirtöku Glitnis.
 • M | 12.3 2012, 16:03 | Saksóknari bendir Sigurjóni á að það fljótlegra að taka pening út af netreikning en að standa í röð.
 • M | 12.3 2012, 16:03 | Sigurjón: Já þú meinar út frá því sjónarmiði? Jájá það er fljótlegra að gera hlutina í gegnum netið.
 • V | 12.3 2012, 16:04 | Sigurjón: Það er fljótlegra að gera ýmislegt á netinu heldur en að gera það með því að standa í röð f. utan bankann. Það er rétt hjá þér!
 • R | 12.3 2012, 16:04 | Sigurjón segir Icesave ekki hafa verið kvikari reikninga en marga aðra, búið að binda stóran hluta innlána í Bretlandi.
 • M | 12.3 2012, 16:05 | Sigurjón virðist óneitanlega vera svolítið uppspenntari eftir að umræðan snérist að sköpunarverki hans, Icesave,
 • R | 12.3 2012, 16:05 | Sigurjón segir að til hafi staðið að stofna dótturfélag í Hollandi en það hafi ekki verið tibúið þegar innlánssöfnun hófst.
 • V | 12.3 2012, 16:05 | Sigríður: Var innlánasöfnun í Hollandi ekki að auka skuldbindingar Tryggingasjóðsins á Íslandi?
 • R | 12.3 2012, 16:06 | Sigurjón segir mjög mikla vinnu að stofna dótturfélag í erlendu ríki. Vorum með útibú og bættum þar innlánum við útlánin.
 • V | 12.3 2012, 16:06 | Sigurjón: Öll innlánaaukning íslenskra banka eykur skuldbindingar Tryggingasjóðsins íslenska.
 • R | 12.3 2012, 16:07 | Alls staðar þar sem íslensku bankarnir fóru inn byrjuðu keppinautarnir að kvarta, sáu að samkeppnin yrði erfið, segir Sigurjón.
 • M | 12.3 2012, 16:08 | Saksóknari spyr hvers vegna áhyggjur hafi verið úti af íslensku bönkunum.
 • R | 12.3 2012, 16:08 | Þess vegna hafi hollenska ING Direct boðið upp á netreikninga víðast annars staðar í Evrópu en í Hollandi.
 • M | 12.3 2012, 16:08 | Sigurjón: Það var vegna þess að það var erfitt að keppa við þessa vöru sem íslensku bankarnir voru að bjóða
 • V | 12.3 2012, 16:08 | Sigurjón: Það kostar um 0,1 prósent á móti hverri innlánskrónu að reka útibú á netinu en 0,7 til 0,8 að reka venjulegt útibú.
 • R | 12.3 2012, 16:09 | Saksóknari spyr hvers vegna tekið hafi verið viðtal við Jón Sigurðsson stjórnarformann FME í Moment, blaði Landsbankans.
 • V | 12.3 2012, 16:09 | Sigurjón: Þetta gerði það að verkum að það var hægt að bjóða betri kjör, vegna lægri tilkostnaðar. Það voru engin svik þarna að baki.
 • R | 12.3 2012, 16:10 | Sigurjón segir ástæðuna líklega hafa verið að hann var nýtekinn við formennsku. Hafi ekkert með markaðssetningu Icesave að gera.
 • V | 12.3 2012, 16:10 | Sigurjón: ING-Direct, sem fann þetta upp, passaði sig á því bjóða ekki upp á þessi netinnlán á heimamarkaði í Hollandi.
 • M | 12.3 2012, 16:10 | Sigurjón segir að fyrir stóru, erlendu bankana sem hafi fjárfest mikið í útibúum hafi lág yfirbygging íslensku bankana verið erfið samkeppni
 • V | 12.3 2012, 16:11 | Sigurjón: Vegna þess að það gat skapað samkeppnisvandamál á heimamarkaði bankans.
 • M | 12.3 2012, 16:11 | Þess vegna hafi alls staðar verið kvartað þar sem íslensku bankarnir fóru inn á markaði, segir Sigurjón.
 • R | 12.3 2012, 16:11 | Andri spyr út í minnispunkta Ingibjargar Sólrúnar af fundinum í Ráðherrabústaðnum 14. febrúar 2008.
 • R | 12.3 2012, 16:11 | Sigurjón segist hafa reynt að segja undir rós á fundinum að menn yrðu að vera tilbúnir að horfa á evruna.
 • M | 12.3 2012, 16:12 | Sigurjón. Ég var að reyna að segja undir rós að það þyrfti að horfa meira á evruna. Bankarnir voru orðnir svo stórir og Ísland svo lítið
 • V | 12.3 2012, 16:12 | Andri: Var hægt að grípa til þess að minnka bankakerfið 2008, “einn, tveir og þrír?”
 • R | 12.3 2012, 16:12 | Sigurjón segist ekki hafa verið að tala um hlutfallsvanda sem stærð bankakerfisins heldur um stöðu gjaldmiðla.
 • M | 12.3 2012, 16:13 | Sigurjón frh: Menn þurftu annað hvort að fara burt og verða hluti af stærra kerfi, eða þá að Ísland sem heild yrði hluti af stærra kerfi
 • R | 12.3 2012, 16:13 | Maður man aldrei þessi erlendu nöfn, sérstaklega tekið fram áðan að maður ætti að tala íslensku, segir Sigurjón og á (frh)
 • R | 12.3 2012, 16:14 | (frh) erfitt með að muna nafn Anne Siebert sem var fengin til að vinna skýrslu fyrir Landsbankann.
 • V | 12.3 2012, 16:14 | Sigurjón: Ég sagði undir rós að við þyrftum að horfa til evrunnar á þessum tíma, til það stækka starfssvæðið og baklandið.
 • R | 12.3 2012, 16:14 | Mín persónulega skoðun er að það sé ekki margt sem Geir hefði átt að geta gert með þrýstingi á bankana 2008, segir Sigurjón.
 • M | 12.3 2012, 16:15 | Sigurjón reynir að rifja upp nafnið á Willem Hendrik Buiter og eiginkonu hans: “Maður man aldrei þessi erlendu nöfn”
 • V | 12.3 2012, 16:15 | Sigurjón: Það var ekki hægt að minnka bankakerfið, og menn voru að reyna endalaust að styrkja kerfið, það þurfti ekki að þrýsta á um það.
 • V | 12.3 2012, 16:15 | Sigurjón: Varðandi evruna, þá breytist staðan nú hratt, og þar eru til að mynda allt aðrar aðstæður uppi varðandi hana í dag en 2008.
 • R | 12.3 2012, 16:16 | Sigurjón segir að menn hafi gert allt sem þeir gátu til að stöðva vöxt bankakerfisins og draga úr stærð þess.
 • M | 12.3 2012, 16:16 | Buiter og kona hans Anne Siebert skrifuðu skýrslu um stöðu bankanna fyrir Landsbankann í apríl 2008
 • R | 12.3 2012, 16:16 | Það var ekki skortur á lausafé í Landsbankanum heldur var ekki hægt að breyta krónum í erlenda mynt, segir Sigurjón.
 • V | 12.3 2012, 16:16 | Sigurjón: Það er skortur á erlendu lausafé sem gerir útaf við Landsbankann, ekkert annað í sjálfu sér.
 • M | 12.3 2012, 16:17 | Sigurjón: Þannig endar þetta í október 2008 að það er ekki lausafjárskortur í Landsb. það er bara ekki hægt að breyta ISK í erlenda mynt
 • R | 12.3 2012, 16:18 | Ef einhver heldur að það hafi verið auðvelt að minnka bankakerfið 2008 þá er það misskilningur, segir Sigurjón.
 • V | 12.3 2012, 16:18 | Sigurjón: Það var ekki einfalt að minnka íslenska bankakerfið árið 2008, og illmögulegt að selja eignir þannig að það kæmi til styrkingar.
 • M | 12.3 2012, 16:19 | Verjandi vísar í samtal Sigurjóns við DO sem sagt er frá í skýrslu RNA um hvaða eignir hefði verið hægt að selja
 • R | 12.3 2012, 16:19 | Sigurjón: Glitnir gat selt staðlaðar eignir í Noregi, Landsbanki gat veðsett eignir og aflað fjármagns þannig.
 • M | 12.3 2012, 16:19 | Sigurjón: Þetta er nákvæmlega það sem ég er búinn að vera að segja frá því ég settist við þetta borð Það var ekki hægt að minnka bankakerfið
 • V | 12.3 2012, 16:20 | Sigurjón: “Ég held að ég sé búinn að segja þetta líklega tíu sinnum í dag!” (Sagt um að það sé erfitt að minnka bankakerfið 2008)
 • R | 12.3 2012, 16:20 | Það var auðveldara um að tala en í að vera, ég held ég sé búinn að segja það 10 sinnum í dag, segir Sigurjón um sölu eigna 2008
 • M | 12.3 2012, 16:21 | Sigurjón: Ég held ég sé búinn að segja það núna 10 sinnum í dag. (Að ekki hafi verið hægt að selja eignir)
 • M | 12.3 2012, 16:21 | Aldrei of oft kveðið, svarar Andri verjandi Geirs
 • R | 12.3 2012, 16:23 | Hreiðar kom með algjörlega vonlausa hugmynd. Við fengjum dýru íslensku eignirnar sem þurfti að fjármagna (frh)
 • M | 12.3 2012, 16:23 | Sigurjón talar um fund með Hreiðari Má og Jóni Ásgeiri: “Þá kom Hreiðar með alveg vonlausa hugmynd. Alveg vonlausa” frh.
 • V | 12.3 2012, 16:23 | Sigurjón: Hreiðar Már fékk algjörlega vonlausa hugmynd, um að skipta Glitni í tvennt.
 • R | 12.3 2012, 16:23 | (frh) og Kaupþing fengi allar erlendu eignirnar sem var hægt að gera peninga úr, segir Sigurjón um sameiningarmöguleika.
 • V | 12.3 2012, 16:24 | Sigurjón: Landsbankinn átti að taka innlenda hlutann, og Kaupþing erlenda. Þetta hefði verið algjör draumur fyrir Kaupþing, en afleitt fyrir
 • M | 12.3 2012, 16:24 | Hugmynd Hreiðars Más gekk út á að skipta Glitni í tvennt “Þessum umræðum varð sjálfhætt” segir Sigurjón. #landsbanki
 • V | 12.3 2012, 16:24 | Sigurjón:.. Landsbankann. Þetta voru glórulausar og óraunhæfar hugmyndir.
 • R | 12.3 2012, 16:24 | Hvað hefði Landsbankinn getað selt 2008 spyr saksóknari.
 • M | 12.3 2012, 16:24 | Sigurjón: “Landsbankinn stóð alltaf best”
 • R | 12.3 2012, 16:25 | Það er ákveðið Leverage-safn byrjar Sigurjón og er þá beðinn af dómara að byrja aftur, og þá væntanlega tala íslensku.
 • M | 12.3 2012, 16:25 | Sigurjón lendir í stökustu vandræðum þegar dómforseti biður hann að byrja aftur og íslenska orðið leverage. “Jah það er nú það”
 • R | 12.3 2012, 16:26 | Það vafðist fyrir Sigurjóni að finna íslenskt heiti en sagði að e.t.v. hefði verið hægt að selja lánasafn en fá betri pening frh
 • R | 12.3 2012, 16:26 | (frh) með því að klára strúktúra sem sneru að Heritable bank.
 • R | 12.3 2012, 16:27 | Saksóknari fer nú í lið 1.5 um að Geir hafi ekki beitt sér nægilega fyrir flutningi Icesave í dótturfélag.
 • M | 12.3 2012, 16:28 | Saksóknari spyr nú um þann hluta ákærunnar snýr að flutningi Icesave í Bretlandi í dótturfélög
 • M | 12.3 2012, 16:29 | Sigurjón: Á árinu 2006 myndast ákveðnar efasemdir um það módel íslensku bankanna. Þannig bar að að við fórum að safna innlánum
 • R | 12.3 2012, 16:29 | Sigurjón segir að Bretar hafi sett reglur um að fé gæti síður runnið úr dótturfélögum til annarra eininga banka. (frh)
 • R | 12.3 2012, 16:30 | (frh) Þetta segir hann aðspurður hví Icesave fór í útibú en ekki dótturfélag.
 • V | 12.3 2012, 16:30 | Sigurjón: Það er þannig að regluverki í Bretlandi er að mörgu leyti öðruvísi en í nær öllum öðrum Evrópulöndum.
 • M | 12.3 2012, 16:31 | Sigurjón segir að hugmyndin um að flytja Icesave í dótturfélag hafi komið frá Landsbankanum en ekki breska fjármálaeftirlitinu
 • V | 12.3 2012, 16:31 | Sigurjón: Frjálst flæði fjármagns er ekki fyrir hendi, á milli móðurfélags og dótturfélags, á breskum markaði.
 • R | 12.3 2012, 16:32 | Sigurjón: Hugmynd um að færa Icesave í dótturfélag vaknaði þegar Bretar vildu að Landsbanki færi eftir þeirra lausafjárreglum.
 • M | 12.3 2012, 16:33 | Sigurjón: Kom smám saman í ljós að Bretar höfðu lítinn áhuga á að fá þetta í dótturfélag.
 • V | 12.3 2012, 16:33 | Sigurjón: Við vorum með útibú í Bretlandi og hófum Icesave-innlánasöfnunina á þessum forsendum, þ.e. að þetta væri í útibú.
 • R | 12.3 2012, 16:33 | Þá hafi Landsbankamenn frekar viljað setja Icesave í dótturfélag og ná samkomulagi um slíkt við Breta.
 • R | 12.3 2012, 16:34 | Sigurj Þegar maður horfir á það eftir á sér maður að Bretar voru kannski aldrei tilbúnir að taka við þessu nema með ríkisábyrgð.
 • V | 12.3 2012, 16:34 | Sigujón: Hugmyndin að færslu Icesave í dótturfélag kom frá Landsbankanum ekki Bretum. En það varð að vera á raunhæfum forsendum.
 • M | 12.3 2012, 16:35 | Sigurjón: það þurfti tvo til að koma þessu í breska lögsögu. Við vorum allir af vilja gerðir en Bretarnir voru tregir til þess
 • V | 12.3 2012, 16:35 | Sigurjón: Eftir að hyggja, þá vildu Bretar líklega ekki taka við þessu nema að fá allsherjarríkisábyrgð á öllu saman.
 • M | 12.3 2012, 16:35 | Sigurjón: Eftir á sér maður að Bretarnir voru kannski aldrei tilbúnir að taka við þessu nema ríkisábyrgð fylgdi með, það er mín tilfinning
 • R | 12.3 2012, 16:35 | Sigurjón segir að eftir umræðu í breska þinginu hafi staðan þar í landi breyst og orðið pólitískari en áður.
 • V | 12.3 2012, 16:36 | Sigurjón: Alveg eins og starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins sagði við starfsmanna fjárstýringar hjá okkur…
 • M | 12.3 2012, 16:36 | Sigurjón segir að umræða um tryggingasjóðinn og hvað ætti að gera ef illa færi hafi fyrst orðið eftir hrun
 • V | 12.3 2012, 16:36 | Sigurjón: … þá fór þetta mála að snúast um pólitík en ekki skynsama lausafjárstýringu, á einhverjum tímapunkti.
 • M | 12.3 2012, 16:37 | Sigurjón: Við gengum alveg ofboðslega langt í því að koma til móts við kröfur [Breta] en þeir voru lítið tilbúnir að koma til móts við okkur
 • R | 12.3 2012, 16:38 | Sigurjón segir aðalatriðið frá bresku sjónarmiði hafa snúið að lausafjárkröfum en ekki innstæðutryggingum. #icesave
 • R | 12.3 2012, 16:38 | Það stóð aldrei til að tryggingasjóður gæti staðið undir falli stórra banka eða heils kerfis, segir Sigurjón.
 • M | 12.3 2012, 16:38 | Sigurjón: Enginn í heiminum gerði ráð fyrir því að tryggingasjóðir ættu að standa undir því að borga innlán stórra banka
 • M | 12.3 2012, 16:39 | Sigurjón:Allir tryggingasjóðir eru svo litlir að þeir geta ekki staðið undir slíku. Það er það sem allir bankamenn hafa talað um sín á milli
 • V | 12.3 2012, 16:39 | Sigurjón: Það var aldrei nokkurn tímann litið svo á að Tryggingasjóðurinn íslenski gæti “bakka upp” allsherjarhrun fjármálakerfis.
 • M | 12.3 2012, 16:40 | Sigurjón: Þetta breytist í einhverja pólitík þarna í Bretlandi. Það var ekki verið að vinna á bankalegum nótum.
 • M | 12.3 2012, 16:41 | Sigurjón: Björgvin G. fer til Bretlands því það var ljóst að þetta var ekki mál sem var hægt að leysa af bankamönnum, það þurfti meira til
 • V | 12.3 2012, 16:41 | Sigurjón: Það var ekkert að lausfjárstöðu Landsbankans, hvorki í Bretlandi né á Íslandi, en Icesave-málið fór á “pólitískt level”.
 • R | 12.3 2012, 16:41 | Þessar svokölluðu fundargerðir Seðlabanka eru ekki fundargerðir heldur minnispunktar þeirra sem þá fundi sitja (frh)
 • R | 12.3 2012, 16:42 | (frh) vildu að hefði komið fram á þeim fundi, segir Sigurjón aðspurður um fundargerð úr Seðlabanka.
 • V | 12.3 2012, 16:42 | Sigurjón: Þetta gerði allt mjög erfitt og þá fór hluti málsins inn á borð viðskiptaráðuneytisins.
 • M | 12.3 2012, 16:42 | Sigurjón: Þessar svokölluðu fundargerðir SÍ eru alls ekki fundargerðir heldur einhliða álit þeirra um það sem þeir hefðu viljað að kæmi fram
 • R | 12.3 2012, 16:43 | Sigurjóni hitnar í hamsi þegar rætt er um fundargerðir Seðlabanka, segir skrifin ekkert eiga skylt við slíkt.
 • V | 12.3 2012, 16:44 | Sigurjón: Þetta er ekki fundargerð hjá seðlabankanum, heldur minnispunktar um eitthvað sem hann hefði viljað að komi fram á fundinum.
 • M | 12.3 2012, 16:44 | Sigurjón ítrekar lítið álit sitt á einhliða “fundarpunktum” seðlabankastjórnar. Dómforseti stoppar hann af.
 • R | 12.3 2012, 16:44 | Sigurjón telur ónákvæmt eftir sér haft í fundargerð Seðlabanka að bankakerfið gæti ekki staðið af sér áhlaup eitt og sér.
 • V | 12.3 2012, 16:44 | Sigurjón: Ég hef rekið mig á þetta áður hjá seðlabankanum. Þetta eru einhliða minnispunktar, sem voru rangir þar að auki.
 • M | 12.3 2012, 16:45 | Sigurjón veður á súðum: Það sem gerðist í mars, sem er hliðarsaga, en úr því þú ert að spyrja þá get ég alveg sagt þér frá því
 • R | 12.3 2012, 16:45 | Sigurjón telur ónákvæmt eftir sér haft í fundargerð Seðlabanka að Landsbankinn gæti ekki staðið af sér áhlaup eitt og sér.
 • V | 12.3 2012, 16:45 | Sigurjón: Bankar lána til lengri tíma, og fjármagna sig til skamms tíma, þ.e. eðli banka og grundvallaratriði í bankastarfsemi.
 • R | 12.3 2012, 16:45 | Telur sig hafa bent á að menn þyrftu að undirbúa sig að þurfa að styðja við bakið á bankakerfinu.
 • V | 12.3 2012, 16:46 | Sigurjón: Þess vegna getur mikið útstreymi á peningum valdið miklu tjóni.
 • M | 12.3 2012, 16:46 | Sigurjón segir að það sem haft sé eftir sér í “fundargerð” seðlabanka sé “álíka áreiðanlegt” og annað sem þar komi fram
 • R | 12.3 2012, 16:47 | Gert var áhlaup á íslensku bankana í mars 2008 segir Sigurjón. Menn upplifðu þetta sem samantekin ráð erlendra vogunarsjóða.
 • R | 12.3 2012, 16:47 | Markús gerir athugasemd við orðalagið hedge funds og leggur til að vitnið noti orðið vogunarjsóði í staðinn.
 • M | 12.3 2012, 16:47 | Markús Sigurbjörnsson stoppar Sigurjón af og skikkar hann á ný til að íslenska sig. “Hedge fund” heitir með réttu vogunarsjóður.
 • R | 12.3 2012, 16:49 | Umræða snýr að því hvort ríkisábyrgð væri á innstæðutryggingasjóði. Sigurjón segir Landsbankamenn hafa leitað til Davíðs um svör
 • R | 12.3 2012, 16:50 | Sigurjón segir menn hafa leitað svara hjá Davíð því hann var forsætisráðherra þegar lögin voru sett. Davíð neitaði ríkisábyrgð.
 • M | 12.3 2012, 16:50 | Fundur í seðlabankanum 31. júlí 2008 snerist um að kanna álit Davíðs Oddssonar á því hvort ríkisábyrgð væri á Icesave
 • M | 12.3 2012, 16:51 | Sigurjón: Rætt fram og til baka hvort þaðværi ábyrgð eða ekki. Ákveðið að hitta manninn sem var forsætisráðherra þegar lögin voru sett
 • M | 12.3 2012, 16:51 | Sigurjón: Það vildi bara svo til að þetta var sami maðurinn, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra þegar lögin voru sett
 • R | 12.3 2012, 16:52 | Nokkrar leiðir til að flytja Icesave í dótturfélag hefðu tekið misjafnlega langan tíma, segir Sigurjón.
 • R | 12.3 2012, 16:52 | Landsbankamenn vildu byggja á ætluðu samþykki reikningshafa sem hefði tekið skamman tíma, segir Sigurjón.
 • V | 12.3 2012, 16:52 | Sigurjón: Bretar héldur áfram að setja fram fullkomlega óraunhæfar kröfur um hvernig átti að færa eignir á móti Icesave.
 • M | 12.3 2012, 16:52 | Túlkun Davíðs Oddssonar á lögunum var sú að það væri ekki ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði segir Sigurjón.
 • R | 12.3 2012, 16:53 | Sigurjón segir að Bretar hefðu hins vegar viljað byggja á lögfræðilega öruggri leið sem hefði tekið lengri tíma.
 • M | 12.3 2012, 16:53 | Sigurjón segir að Bretar hafi sett “fullkomlega óraunhæfar kröfur” gagnvart tilfærslu Icesave
 • R | 12.3 2012, 16:54 | Sigurjón segir að e-n tíma hafi verið smá umræða um að færa bundin innlán í dótturfélag. Væntanlega flókin, lítið skoðuð.
 • M | 12.3 2012, 16:55 | Verjandi spyr hvort Landsbanki hafi leitað eftir því við seðlabankann að bindiskylda yrði afnuminn af Icesave reikningunum.
 • R | 12.3 2012, 16:55 | Andri spyr hvort Landsbanki hafi leitað eftir því að bindiskylda yrði afnumin í Bretlandi. Sigurjón segist ekki viss um það.
 • V | 12.3 2012, 16:55 | Sigurjón: Það var hægt að færa eignir á löngum tíma, en kröfurnar voru stundum óraunhæfar, beinlínis ógerlegar.
 • R | 12.3 2012, 16:55 | Sigurjón telur að beiðni um þetta kunni að hafa komið fram á fundi bankakerfisins með stjórnvöldum og þá almennt.
 • V | 12.3 2012, 16:57 | Andri: Voru þetta virkar viðræður? Sigurjón: Nú skil ég ekki hvað þú átt við. Andri: Nei ekki ég heldur. Salurinn hlær.
 • M | 12.3 2012, 16:57 | Andri: Voru virkar umræður um flutning Icesave? Sigurjón: Nú skil ég ekki hvað þú átt við. Andri: Nei ekki ég heldur.
 • V | 12.3 2012, 16:57 | Andri vitnar til þess sem segir að ákæru að hann hafi ekki með “virkum” hætti komið að ákvörðunum um Icesave.
 • R | 12.3 2012, 16:58 | Andri spyr Sigurjón hvort unnið hafi verið með virkum hætti að því að flytja Icesave í dótturfélag.
 • M | 12.3 2012, 16:59 | Sigurjón: Eina sem mér hefur alltaf þótt skrýtið og skil ekki enn er hvers vegna var ákveðið að lána Kaupþingi síðasta daginn en ekki Landsb
 • R | 12.3 2012, 16:59 | Sigurjón hváir en Andri vísar til ákæruliðs 1.5 um að Geir hafi ekki gengið úr skugga um að unnið væri að færslu Icesave með virkum hætti
 • R | 12.3 2012, 17:00 | Andri spyr hvort Sigurjón hafi talið að þyrfti á aðkomu Geirs að halda í Icesave-málum. Sigurjón segir hafa verið leitað til frh
 • V | 12.3 2012, 17:00 | Sigurjón: Það var aldrei nein krafa um að forsætisráðherra færi með þetta Icesave-mál, enda alls ekkert á hans borði, heldur FME.
 • M | 12.3 2012, 17:00 | Þótti gott að sögn Sigurjóns að Björgvin G. talaði við Alistair Darling, þeir væru á sama stað í vinstri/hægri rófinu í pólitík
 • R | 12.3 2012, 17:01 | (frh) Björgvins G. Sigurðssonar sem hafi verið vinstrimaður líkt og Alastair Darling, það hafi þótt heppilegt.
 • M | 12.3 2012, 17:01 | Sigurjón segir það sama og Halldór áðan, að aldrei hafi verið farið fram á aðkomu forsætisráðherra að Icesave málinu
 • V | 12.3 2012, 17:01 | Eiríkur Tómasson dómari spyr: Af hverju vildi breska fjármálaeftirltið að útibúið í Bretlandi ætti að fara eftir breskum lausafjárreglum?
 • R | 12.3 2012, 17:02 | Eiríkur Tómasson spyr hví Bretar hafi viljað að Landsbanki ynni eftir breskum lausafjárreglum.
 • V | 12.3 2012, 17:03 | Sigurjón: Þær eru strangari, og við fengum þrjá mánuði til þess að uppfylla þær. Við gerðum það alltaf.
 • M | 12.3 2012, 17:03 | Eiríkur Tómasson spyr hvort FME hafi komið að því að Landsbankinn færi eftir breskum lausafjárreglum. Nei segir Sigurjón
 • R | 12.3 2012, 17:03 | Sigurjón segir breskar lausafjárreglur hafa verið strangari en þær íslensku.
 • M | 12.3 2012, 17:04 | Sigurjón: Við litum svo á að málið væri klárað í maí. Tvö smáatriði sem voru útafstandandi. Eftir sumarfrí snerist allt við
 • V | 12.3 2012, 17:05 | Sigurjón hefur þar með lokið skýrslugjöf sinni.
 • M | 12.3 2012, 17:05 | Eftir “sumarfrí” segir Sigurjón að samkomulagið við Breta hafi verið komið út af borðinu. Þá snerist þetta ekki lengur um bankastarfsemi.
 • R | 12.3 2012, 17:05 | Nú er skýrslutöku yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni lokið. Hann stígur upp, sækir frakka sinn og fartölvu og gengur síðan út.
 • M | 12.3 2012, 17:06 | Skýrslutökunni er lokið og Sigurjón Þ. Árnason genginn úr salnum.

Björgólfur Guðmundsson

 • M | 12.3 2012, 17:06 | Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans er sestur í vitnasætið
 • V | 12.3 2012, 17:06 | Næstur í vitnasætið er Björgólfur Guðmundsson, fv. stjórnarformaður Landsbankans.
 • M | 12.3 2012, 17:07 | Björgólfur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir bankahrunið. Hann sló Íslandsmetið í gjaldþroti í júlí 2009
 • R | 12.3 2012, 17:07 | Síðasta vitnið í dag er sest í vitnastól. Það er Björgólfur Guðmundsson, áður eigandi Landsbankans, og reyndar West Ham.
 • R | 12.3 2012, 17:08 | Björgólfur var lýstur gjaldþrota eftir hrun. Þá höfðu félög hans fallið hvert á fætur öðru.
 • M | 12.3 2012, 17:08 | Björgólfur virðist hafa lagt teinóttu jakkafötunum og gullbindinu. Hann er nú í gráum jakkafötum með purpuralitt bindi
 • R | 12.3 2012, 17:08 | Björgólfur er ekki í teinóttu, sem þótti því sem næst vörumerki hans á árum áður.
 • M | 12.3 2012, 17:09 | Björgólfur segir að það hafi verið yfirvofandi erfiðleikar 2008 en erfitt að átta sig á því hvað myndi gerast.
 • R | 12.3 2012, 17:10 | Björgólfur segir að þegar herti í búi hafi Landsbankinn reynt að draga úr útlánum, grípa til aðgerða til að styrkja stöðuna.
 • V | 12.3 2012, 17:10 | Björgólfur: Við fórum í að reyna að minnka útlán og styrkja lausafjárstöðuna, árið 2008 og frá 2007. Við sáum ekki fyrir hvað þetta dýpkaði
 • R | 12.3 2012, 17:10 | Saksóknari spyr nú út í ákærulið 1.4 um að Geir hafi ekki beitt sér fyrir minnkun banka eða flutningi höfuðstöðva.
 • M | 12.3 2012, 17:10 | Björgólfi Guðmundssyni liggur fremur lágt rómur í dag. Ekki sami sláttur á honum og Sigurjóni.
 • R | 12.3 2012, 17:11 | Við lokuðum nokkrum útibúum segir Björgólfur en það var óráðlegt að selja bókfærðar eignir á þessum tíma.
 • M | 12.3 2012, 17:12 | Björgólfur: Það var erfitt að selja eignir á þessum tíma og mjög óráðlegt. Var þó skoðað en reyndi ekki mikið á hvort það væri hægt.
 • V | 12.3 2012, 17:12 | Björgólfur: Það var ekki hægt, eða erfitt, að selja eignir og það hefði getað beinlínis skaðað að selja eignir á lágu verði á viðkvæmum tíma
 • R | 12.3 2012, 17:12 | Björgólfur segir menn hafa helst skoðað möguleika á að selja fyrirtæki á Írlandi og í Bretlandi. Hefði ekki fengist gott verð.
 • M | 12.3 2012, 17:13 | Björgólfur játar því að menn hafi almennt verið þeirrar skoðunar innan bankans að rétt væri að draga saman seglin.
 • V | 12.3 2012, 17:14 | Björgólfur: Við gerðum allt til þess að reyna að minnka áhættu bankans, og styrkja lausafjárstöðuna. Markmiðin miðuðu við það.
 • R | 12.3 2012, 17:14 | Björgólfur segist hafa látið vinna hugmyndir fyrir sig 2008 um hvernig væri tæknilega hægt að skipta bankanum.
 • M | 12.3 2012, 17:15 | Björgólfur segist árið 2008 hafa fengið menn sem hann treysti vel til að skoða hvernig hægt væri að skipta bankanum
 • R | 12.3 2012, 17:15 | Síðan hafi 2 erlendir aðilar verið fengnir til að fara yfir stöðuna og skoða möguleika á að sameina Straum, Landsbanka og Glitni
 • M | 12.3 2012, 17:16 | Síðan voru tveir erlendir bankar, Swiss og Deutsche bank, fengnir til að fara yfir stöðuna
 • R | 12.3 2012, 17:16 | Var ekki talið geta þróast áfram fyrr en eftir ágúst, segir Björgólfur. Ekki hægt nema með stuðningi ríkis eða bakhjarls.
 • M | 12.3 2012, 17:16 | Saksóknari spyr hvort komið hafi til inngripa stjórnvalda. Björgólfur: Ég held við höfum bara sinnt því sjálfir. Töldum það okkar skyldu
 • R | 12.3 2012, 17:17 | Ég held að við höfum sjálfir reynt að vinna að því, svarar Björgólfur því hvort ríkið hefði beitt sér fyrir minnkun bankakerfis
 • M | 12.3 2012, 17:17 | Björgólfur: Ég veit ekki hvað ríkisvaldið hefði átt að gera. Veit ekki hvernig [þrýstingur] það hefði átt að vera
 • R | 12.3 2012, 17:17 | Björgólfur segist ekki vita hvernig þrýstingur af hálfu stjórnvalda ætti að vera í þessum efnum. Þau hafi lýst áhyggjum.
 • V | 12.3 2012, 17:17 | Björgólfur lét kanna hvernig væri hægt að útfæra uppskiptingu á bankananum og eftir atvikum sameina hann öðrum, á árinu 2008.
 • R | 12.3 2012, 17:19 | Kjartan Gunnarsson og Þorvaldur Gylfason sitja saman hlið við hlið meðal áheyrenda. Kjartan sat áður í bankaráði Landsbankans.
 • V | 12.3 2012, 17:19 | Björgólfur: Erlendir aðilar könnuðu hvort væri mögulegt að sameina Straum, Landsbankann og Glitni.
 • R | 12.3 2012, 17:20 | Björgólfur lítur við þegar einn áheyrenda yfirgefur salinn með nokkru brambolti. Hægri hönd tiplar þó enn á borðinu.
 • M | 12.3 2012, 17:21 | Björgólfur: Við vorum í góðum samskiptum við Hollendinga. Samþykktum að fara eftir þeirra lausafjárreglum, voru ekki eins strangar og Breta
 • R | 12.3 2012, 17:21 | Saksóknari spyr um hugsanlega stöðvun innlánasöfnunar í Hollandi.
 • R | 12.3 2012, 17:21 | Björgólfur segir Landsbankann hafa boðið fram fjármuni til að mæta innstæðum.
 • V | 12.3 2012, 17:21 | Björgólfur: Við komum alltaf til móts við kröfur breska fjármálaeftirlitsins vegna Icesave.
 • R | 12.3 2012, 17:22 | Við töldum að það væru eignir bak við öll innlán, svarar Björgólfur spurningu um ábyrgð á innstæðum og stöðu innstæðutrygg.sjóðs
 • M | 12.3 2012, 17:23 | Björgólfur: Við vorum í samskiptum við fjármálaeftirlit í sjö löndum og ég veit ekki til þess að það hafi verið miklir erfiðleikar
 • R | 12.3 2012, 17:23 | Fyrstu peningarnir úr Icesave í Hollandi fóru í að reyna að greiða niður heildsölulánin, segir Björgólfur.
 • M | 12.3 2012, 17:24 | Björgólfur: Við töldum að það væru eignir á bak við öll innlán, enda kom það í ljós.
 • V | 12.3 2012, 17:25 | Björgólfur: Við áttum eignir, sem hægt var að færa á móti skuldum, en þessar kröfur breska eftirlitsins voru einkennilega harðar.
 • M | 12.3 2012, 17:27 | Andri spyr hvort Björgólfur hafi fylgst með viðræðum bankastjóra við stjórnvöld um minnkun bankakerfisins. Nei svarar Björgólfur
 • R | 12.3 2012, 17:28 | Spurningar Andra sneru að því hvað kom fram í bankaráði um aðgerðir til að draga úr stærð bankans og samskipti við stjórnvöld.
 • M | 12.3 2012, 17:28 | Saksóknari spyr nú Björgólf um þann ákærulið sem snýr að flutningi Icesave í Bretlandi í dótturfélag.
 • R | 12.3 2012, 17:28 | Björgólfur segir menn hafa leitast við að taka sem bestar ákvarðanir, draga úr starfsemi þegar á þurfti að halda.
 • V | 12.3 2012, 17:29 | Björgólfur: Að mati lánshæfismatsfyrirtækjanna vorum við ekki með nægilega mikið innlán í okkar fjármögnun og þannig fer sú tarfsemi af stað
 • M | 12.3 2012, 17:29 | Björgólfur: Það var almannarómur að þetta væri vel uppbyggt kerfi og þetta gerðist allt í samráði við fjármálaeftirlit á hverjum stað
 • R | 12.3 2012, 17:30 | Björgólfur segir að menn hafi ekki getað byrjað með innlánasöfnun nema með samþykki yfirvalda i Bretlandi og Hollandi.
 • V | 12.3 2012, 17:30 | Björgólfur: Þetta er allt saman gert í ítarlegu samstarfi við fjármálaeftirlit á hverjum stað, þetta er ekki hrisst fram úr erminni.
 • R | 12.3 2012, 17:30 | Menn gerðu þetta í góðu samkomulagi við yfirvöld, segir Björgólf. Byrjuðu síðar að reyna að binda reikninga.
 • R | 12.3 2012, 17:31 | Það er mikill misskilningur að við höfum náð svona langt vegna þess að við værum með hæstu vextina, segir Björgólfur. (frh)
 • R | 12.3 2012, 17:31 | (frh) Það fór gott orð af okkur og fólk vildi eiga viðskipti við okkur. Vorum ekki með hæstu vextina, segir Björgólfur.
 • M | 12.3 2012, 17:32 | Björgólfur segir að Landsbankinn hafi aldrei boðið hæstu vextina, það sé mikill misskilningur. Voru númer 5 eða 6 með Icesave vexti í Bretl.
 • R | 12.3 2012, 17:33 | “Það var bara til umræðu, jájá svona elskulegar þrætur hjá okkur hvort ætti að vera,” svarar Björgólfur því hvort Bretar (frh)
 • R | 12.3 2012, 17:33 | (frh) hafi gert kröfu um að innlegg á Icesave væru færð í seðlabanka Bretlands en ekki Íslands.
 • M | 12.3 2012, 17:33 | Björgólfur: Fólk vildi eiga viðskipti voð okkur vegna þess að það fór gott orð af okkur. (Ekki vegna hæstu vaxtanna)
 • V | 12.3 2012, 17:34 | Björgólfur: Allt þetta ferli umbreytist vegna fyrirspurnar í breska þinginu, og málið verður að pólitísku deiluefni í kjölfarið.
 • M | 12.3 2012, 17:34 | Björgólfur: Menn nota sér blöðin og fjölmiðla til að koma ákveðnum hlutum að. Það er ekkert öðru vísi þar en hér.” Varð að pólitískri deilu.
 • R | 12.3 2012, 17:35 | Saksóknari spyr hvort rætt hafi verið um hvort ríkisábyrgð stofnaðist á innstæðum í Icesave.
 • M | 12.3 2012, 17:36 | Saksóknari spyr hvort einhvern tíma hafi verið rætt um að þarna gæti verið ríkisábyrgð: Björgólfur: Það datt engum í hug.
 • R | 12.3 2012, 17:36 | Björgólfur segir að engum hafi dottið í hug að það væri ríkisábyrgð á innstæðum í Icesave vegna innstæðutryggingasjóðs.
 • V | 12.3 2012, 17:36 | Björgólfur: Það voru allir sammála um að það hefði aldrei verið nein ríkisábyrgð á Icesave-skuldum bankans.
 • M | 12.3 2012, 17:37 | Björgólfur: Það var orðið svo skrýtið andrúmsloft þarna í Bretlandi. Var meira kappsmál hjá okkur en þeim, þeirra svar var hertar aðgerðir.
 • R | 12.3 2012, 17:37 | Björgólfur fer nú í gegnum samskipti Landsbanka og Breta. Lýsir eins og bankastjórarnir sífellt meiri kröfum Breta.
 • M | 12.3 2012, 17:37 | Björgólfur endurtekur það sem hann sagði áðan, að hann viti ekki hvað stjórnvöld hefðu getað gert.
 • R | 12.3 2012, 17:38 | Ég veit ekki hvað stjórnvöld hefðu átt að geta gert nema flækjast fyrir, segir Björgólfur um aðkomu stjórnvalda. Lokaorðin í dag
 • V | 12.3 2012, 17:38 | Björgólfur hefur þá lokið skýrslugjöf sinni, og þinghaldi er lokið. Málið heldur áfram á morgun klukkan 09:00.
 • M | 12.3 2012, 17:39 | Vitnaleiðslum dagsins er nú lokið en þær halda áfram klukkan 9 í fyrramálið
 • R | 12.3 2012, 17:39 | Dómþingi er frestað í dag. Fjögur vitni koma fyrir dóminn á morgun og Geir verður aftur kallaður fyrir.
 • R | 12.3 2012, 17:41 | Björgólfur gekk rétt í þessu aftur í salinn, tók í hendi Geirs Haarde og hvarf siðan á braut.
 • M | 12.3 2012, 17:41 | Björgólfur gengur nú aftur inn í salinn til að heilsa stuttlega upp á Geir Haarde áður en hann fer.
 • R | 12.3 2012, 17:41 | Tryggvi Pálsson frkvstj fjármálasviðs Seðlabanka er fyrsta vitnið á morgun. Svo kemur Jón Þorsteinn Oddleifsson (frh)
 • M | 12.3 2012, 17:43 | Fyrsta vitni morgundagsins verður Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka.