Landsdómur 13. mars

 • R | 13.3 2012, 8:47 | Sjöundi og síðasti dagur vitnaleiðslu er að renna upp í landsdómi. Fjögur vitni og Geir Haarde gefur aftur skýrslu.
 • R | 13.3 2012, 8:47 | Svona er vitnalistinn í dag. http://t.co/afDsf1Z8
 • R | 13.3 2012, 8:49 | Fyrsta vitnið er Tryggvi Pálsson, sem var í stóru hlutverki Seðlabanknum og hefur nokkuð borið við sögu í vitnaleiðslum.
 • V | 13.3 2012, 8:54 | Nú fer þinghald að hefjast á nýjan leik, en fyrsta vitni dagsins er Tryggvi Pálsson, fv. framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans.
 • R | 13.3 2012, 8:54 | Það er ekki alveg víst hvort Geir Haarde verði kallaður til að gefa skýrslu aftur þó hann hafi verið settur á vitnalista.
 • R | 13.3 2012, 8:56 | Eftir daginn í dag verður gert eins dags hlé. Svo kemur að málflutningi saksóknara á fimmtudag og verjanda á föstudag.
 • R | 13.3 2012, 8:57 | Það er fámennt í dómsal í dag, ekki margir umfram fréttamenn og fastagesti.
 • M | 13.3 2012, 8:58 | Síðasti dagur vitnaleiðslna í réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde er að hefjast. Geir er mættur en það er fámennt á pöllunum.
 • R | 13.3 2012, 8:59 | Tryggvi Pálsson gekk rétt í þessu í salinn, með litla skjalatösku í hendi. Hann bíður á hefðbundnum stað við inngang í salinn.
 • M | 13.3 2012, 8:59 | Tryggvi Pálsson fv. framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands ber fyrstur vitni í dag
 • V | 13.3 2012, 9:00 | Moli: Tryggvi ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika og skrifaði ítarlegar fundargerðir hópsins þegar hann starfaði.
 • M | 13.3 2012, 9:01 | Eftir hádegi bera vitni þeir Árni M. Mathiesen og Steingrímur J. Sigfússon.
 • R | 13.3 2012, 9:01 | Markús opnar hurðina í vesturenda bókasals og leiðir dómarana inn í salinn.

Tryggvi Pálsson

 • M | 13.3 2012, 9:02 | Tryggvi er sestur. Hann ruglaðist aðeins þegar hann þuldi eigin kennitölu fyrir dómnum, en er fyrirgefið það í þessum aðstæðum.
 • R | 13.3 2012, 9:02 | Helgi varasaksóknari sér um spurningarnar af hálfu saksóknarateymisins.
 • V | 13.3 2012, 9:02 | Moli: Tryggvi var eitt lykilvitna í máli gegn Baldri Guðlaugssyni vegna innherjasvika. Baldur var að lokum dæmdur í 2 ára fangelsi.
 • M | 13.3 2012, 9:02 | Tryggvi sat í samráðshóp stjórnvalda um fjármálastöðugleika sem fulltrúi seðlabankans
 • M | 13.3 2012, 9:04 | Helgi varasaksóknari spyr: Frá þínum sjónarhól, hvernig leit þessi mynd út á árinu 2008 varðandi yfirvofandi hættu?
 • R | 13.3 2012, 9:04 | Tryggvi var frkvstj fjármálasviðs Seðlabanka í aðdraganda hruns og var í samráðshóp um efnahagsstöðugleika.
 • R | 13.3 2012, 9:04 | Haust 2007 var að koma í ljós að bankarnir fóru aftur að eiga erfitt með að fjármagna sig, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 9:04 | Tryggvi:Haustið 2007 varð ljóst að það var að byrja aftur ástand sem hafði verið 2006 að bankarnir áttu erfitt með að fjármagna sig erlendis
 • M | 13.3 2012, 9:05 | Tryggvi gerði samantekt sem lögð var fyrir samráðshópinn þar sem niðurstaðan var sú að bönkunum væri meiri hætta búin en þeim var 2006
 • R | 13.3 2012, 9:05 | Tryggvi tók saman skýrslu haustið 2007 og bar saman stöðuna þá og 2005. Taldi meiri hættu á ferðum fyrir bankana haustið 2007.
 • R | 13.3 2012, 9:06 | Eftir þá skýrslu var kallaður saman hópur um lausafjárstöðu bankanna og starfaði fram að hruni.
 • M | 13.3 2012, 9:06 | Tryggvi skrifaði bréfið þar sem hann lýsti umræddri “hryllingsmynd” sem blasti við og nokkrum sinnum hefur verið vísað í hér
 • R | 13.3 2012, 9:06 | Tryggvi lagði líka mat á hvað gæti gerst í lausafjármálum bankanna. Sviðsmyndin fræga “Hryllingsmynd” var hluti af þeirri vinnu.
 • V | 13.3 2012, 9:07 | Tryggvi: Ég hafði frumkvæði að því að fá áhættusérfræðinginn Andrew Gracie hingað í febrúar 2008.
 • M | 13.3 2012, 9:08 | Tryggvi: Við vorum ekki að segja að það yrði áfall heldur að reikna út hvað gæti gerst og hvað væri hægt að gera í því.
 • R | 13.3 2012, 9:08 | Teiknaðar voru upp sviðsmyndir. Útgangspunktur einnar var að Glitnir gæti ekki greitt afborganir í október 2008. (frh)
 • V | 13.3 2012, 9:08 | Tryggvi: Margt hefur verið ranglega sagt um fjármálastöðugleikaskýrsluna frá því í maí 2008, sem gott væri að geta leiðrétt.
 • R | 13.3 2012, 9:08 | (frh) Tryggvi segir þetta ekki hafa verið spá heldur mat um hvað gæti gerst. Sendi bankastjórn plagg um hví menn höfðu (frh)
 • M | 13.3 2012, 9:08 | Í maí 2008 var gerð skýrsla um fjármálastöðugleika, Tryggvi segir margt rangt hafa verið sagt um þá skýrslu sem gott væri að geta leiðrétt
 • R | 13.3 2012, 9:08 | (frh) áhyggjur af lausafjárstöðu Glitnis.
 • V | 13.3 2012, 9:09 | Helgi Magnús: Hélstu að bankarnir gætu komist í vandræði 2007?
 • M | 13.3 2012, 9:09 | Fjármálaáföll er þess eðlis að annað hvort sleppur það eða sleppur ekki, segir Tryggvi
 • R | 13.3 2012, 9:09 | Það var okkar skylda að undirbúa það sem við gátum fyrir það sem var ekki víst að yrði, segir Tryggvi um störf sín.
 • V | 13.3 2012, 9:09 | Tryggvi: Já, það var full ástæða til þess að vandi bankanna yrði erfiðari en árið 2006, þegar þeir lentu líka í miklum vanda.
 • R | 13.3 2012, 9:10 | Hann taldi þó að vandinn yrði erfiðari fyrir bankana en míníkrísan og einnig gæti þetta orðið vandi fyrir stjórnvöld.
 • M | 13.3 2012, 9:10 | Mat Tryggva árið 2007 var að bönkunum væri alvarlegur vandi á höndum og að það gæti líka orðið vandi fyrir stjórnvöld
 • V | 13.3 2012, 9:10 | Tryggvi: Við vorum ekki hluti af viðbúnaðarstarfi ESB, sem hefur raunar ekki reynst vera fullnægjandi.
 • V | 13.3 2012, 9:11 | Tryggvi: Íslensku bankarnir höfðu stært sig af því að vera fljótir að taka ákvarðanir og stækka mjög hratt.
 • M | 13.3 2012, 9:11 | Tryggvi: Íslensku bankarnir höfðu beinlínis stært sig af því að þeir væru fljótari að taka ákvarðanir en aðrir bankar
 • V | 13.3 2012, 9:11 | Tryggvi: Það er strax á árunum 2003 og 2004 sem þessi öri vöxtur skapar vanda hjá bönkunum.
 • M | 13.3 2012, 9:12 | Tryggvi: Bankarnir höfðu stækkað mjög ört og það er alltaf hætumerki þegar það gerist
 • R | 13.3 2012, 9:12 | Bankarnir uxu það hratt að það leiddi til veikleika hjá þeim, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:12 | Tryggvi: Það er þumalputtaregla að ef banki er að auka útlán um meira en 15 prósent á ári, þá er það merki um of mikla áhættu.
 • M | 13.3 2012, 9:12 | Tryggvi: En það var alltaf línan hjá öllum sem að þessu komu að þetta vandamál væri fyrst og fremst bankanna
 • R | 13.3 2012, 9:13 | Tryggvi segir að samskipti Davíðs Oddssonar og Geirs hafi verið mikil. Davíð oft vitnað í slík samtöl.
 • V | 13.3 2012, 9:13 | Tryggvi: Íslensku bankarnir uxu miklu meira en þetta, á helsta vaxtatíma sínum. Þá voru þeir í reynd að leggja grunninn að vanda sínum.
 • M | 13.3 2012, 9:13 | Tryggvi hafði þá mynd að Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir Haarde hefðu átt mikil samskipti, mörg símtöl
 • V | 13.3 2012, 9:14 | Markús dómari spyr: Áttir þú sæti í hópnum eða varst þú starfsmaður hópsins?
 • R | 13.3 2012, 9:14 | “Ég átti hlut að því kannski að þessi samráðshópur varð til,” segir Tryggvi þegar Markús spyr hvort hann hafi átti sæti (frh)
 • M | 13.3 2012, 9:14 | Markús Sigurbjörndsson dómforseti vill fá á hreint hvort Tryggvi hafi setið í samráðshópnum eða verið starsfmaður hans
 • V | 13.3 2012, 9:15 | Tryggvi: Það var aldrei fullkomlega skýrt, en ég var ritari hópsins en Ingimundur Friðriksson var formlegur fulltrúi seðlabankans.
 • R | 13.3 2012, 9:15 | (frh) í hópnum eða verið starfsmaður hans. Var aldrei skýrt hvort væri, segir Tryggvi. Leit á Ingimund sem fulltrúa Seðlabanka.
 • M | 13.3 2012, 9:15 | Tryggvi: Það var aldrei 100% skýrt en ég leit fyrst og fremst svo á að ég væri ritari hópsins og gæti tekið þátt í störfum hans
 • R | 13.3 2012, 9:15 | Að sjálfsögðu má alltaf gera betur en mér finnst afar mikilvægt að samráðshópurinn var starfandi, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 9:16 | Aðspurður hvort starf samráðshópsins hafi verið markvisst segir Tryggvi að sjálfsagt megi alltaf gera betur.
 • M | 13.3 2012, 9:16 | Tryggvi: En sem skoðanaskipta og upplýsingaskiptahópur þá virkaði hann allvel.
 • R | 13.3 2012, 9:17 | Sem skoðana- og upplýsingaskiptahópur virkaði samráðshópurinn all vel, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:17 | Tryggvi: Það mátti eflaust gera betur í starfi samráðshópsins, en þarna safnaðist þekking og var mikilvægur vettvangur í viðlagastarfinu.
 • M | 13.3 2012, 9:17 | Tryggvi: [Samráðs]hópurinn var ekki stofnaður með lögum, en þetta var mikilvægur vettvangur til skoðana- og upplýsingaskipta
 • R | 13.3 2012, 9:18 | Sviðsmynd varpar upp þeim möguleikum sem eru í stöðunni, segir Tryggvi. Ekki endilega því sem gerist.
 • R | 13.3 2012, 9:18 | Það var alltaf mikið áhuga Seðlabanka og FME að eiga til í skúffunni lagafrumvarp sem grípa mætti til, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 9:19 | Tryggvi: Alla tíð mikið áhugamál Seðlabanka og FME að við ættum til í skúffunni frumvarp [að neyðarlögum] sem mætti grípa til
 • R | 13.3 2012, 9:19 | Var hægt að búa til viðlagaáætlun, spyr Helgi. Betra að undirbúa fyrir áföll af ýmsum toga, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:19 | Tryggvi: Það er mín skoðun að vel hafi tekist til við neyðarlagasetninguna og að undirbúningurinn fyrir hana hafi skipt miklu máli þar um.
 • R | 13.3 2012, 9:20 | Viðlagaáætlun fólst ekki í að búa til eitt plagg heldur finna hvaða spurningum ætti að svara.
 • M | 13.3 2012, 9:20 | Tryggvi segir það sama og kollegi hans úr SÍ, Sylvía Kristín Ólafsdóttir, að ekki hafi verið lykilatriði að hafa eina, tilbúna áætlun
 • R | 13.3 2012, 9:21 | Slíkar spurningar væru m.a. um innstæðutryggingar, vægi banka og þol ríkisins ef til áfalls kæmi, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 9:21 | Meira máli skipti að vita hvaða spurningum þyrfti að svara og gera sér grein fyrir því hvaða ólíku aðstæður gætu komið upp.
 • V | 13.3 2012, 9:21 | Tryggvi: Þó að einkabankar falli, þá ætti það ekki að þýða mikil vandamál fyrir ríkið, ef stefna um það að verja ríkissjóð liggur fyrir.
 • M | 13.3 2012, 9:21 | Tryggvi segir að það hafi verið meiningarmunur í starfshópnum en það sé líka hollt að hafa skoðanaskipti. Meira skipti hvernig takist til.
 • R | 13.3 2012, 9:21 | Meiningarmunur var í samráðshópi um undirbúning neyðarlaga. Baldur vildi t.d. ekki fá fullbúið frumvarp heldur frumvarpsbúta.
 • R | 13.3 2012, 9:22 | Hugmyndin bak við frumvarpsbútana sneri að því að gera ekkert sem yrði til að aðgerðir stjórnvalda veiktu banka, telur Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:22 | Tryggvi: Mér finnst aðalatriðið í þessu máli vera þetta; hvernig tókst að takast á við þessar erfiðu aðstæður?
 • V | 13.3 2012, 9:23 | Tryggvi: Mín skoðun er sú að vel hafi tekist til, og að aðgerðirnar skömmu eftir neyðarlögin hafa einnig skipt máli.
 • M | 13.3 2012, 9:23 | Tryggvi segir að þrír þættir hafi gert gæfumuninn í hruninu: Neyðarlögin, starf SÍ við að halda uppi greiðslumiðlun og samningurinn við AGS
 • R | 13.3 2012, 9:23 | Tryggvi telur að vel hafi tekist til í starfi samráðshóps og samningu neyðarlaga, en hefði viljað svara fleiri spurningum fyrr.
 • V | 13.3 2012, 9:24 | Tryggvi: Samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var mikilvægur og skipti miklu máli um að stuðla að auknum stöðugleika eftir hrunið.
 • M | 13.3 2012, 9:25 | Bankakerfið byggir á trausti og ef verður áfall þarf að endurvinna traust sem fyrst. Mikilvægt að hafa mismunandi yfirlýsingar tilbúnar.
 • R | 13.3 2012, 9:25 | Helgi spyr hvort gefa átti út opinberar yfirlýsingar um innstæðutryggingar eða hvort menn hefðu óttast leka úr hópnum.
 • R | 13.3 2012, 9:26 | Því fleiri sem vita af máli, því meiri hætta er að e-ð spyrjist út, segir Tryggvi. Minnist ekki áforma um opinberar yfirlýsingar
 • M | 13.3 2012, 9:26 | Þetta var allt hugsað sem varúðarráðstafanir, ekki ætlunin að birta neinum þessar yfirlýsingar fyrirfram, bara hafa þær tilbúnar ef þyrfti.
 • R | 13.3 2012, 9:26 | Við gerðum ráð fyrir að átakspunkturinn yrði um miðjan október. Því fór ég í frí í lok sept. segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:26 | Tryggvi: Við reiknuðum með því að átakapunkturinn yrði um miðjan október, og þess vegna ætlaði í að fara í frí í nokkra daga.
 • M | 13.3 2012, 9:27 | Tryggvi: Það var reynt að halda þeim upplýstum sem þurftu að vera upplýstir
 • R | 13.3 2012, 9:27 | Tryggvi var í fríi um Glitnishelgina en gerir ekki ágreining við þær aðgerðir sem var farið í.
 • V | 13.3 2012, 9:27 | Tryggvi: Þess vegna var ég í burtu um Glitnis-helgina, en geri ekki ágreining um þær ákvarðanir sem þá voru teknar.
 • M | 13.3 2012, 9:28 | Tryggvi var í fríi um Glitnishelgina því gert var ráð fyrir að þunginn kæmi um miðjan október og hann ætlaði að safna kröftum.
 • R | 13.3 2012, 9:28 | Tryggvi P man ekki að Tryggvi Þór Herbertsson hafi nokkuð komið nálægt vinnu við greiðslukerfið, það hafi verið verk Seðlabanka
 • R | 13.3 2012, 9:28 | Helgi reynir að spyrja frekar út í þátt Tryggva Þórs en Markús stoppar hann af. Segir afstöðu vitnisins hafa komið skýrt fram.
 • V | 13.3 2012, 9:28 | Markús dómari: Það er óþarfi hjá saksóknaranum að vera að leiða vitni saman í rökræður hér fyrir dómi.
 • R | 13.3 2012, 9:29 | Tryggvi Þór sagði í skýrslugjöf sinni að enginn hefði verið farinn að huga að erlendu greiðslukerfi og hann því farið í málið.
 • V | 13.3 2012, 9:29 | Helgi Magnús var búinn að spyrja Tryggva um það sem nafni hans Tryggvi Þór Herbertsson sagði fyrir dómi.
 • M | 13.3 2012, 9:29 | Helgi hnýtir í Tryggva Þór Herberts í fjarveru hans og er áminntur af dómforseta um að efna ekki til rökræðna milli vitna
 • R | 13.3 2012, 9:30 | Tryggvi Páls segir að starfsfólk Seðlabanka hafi unnið mikið og gott starf við að tryggja greiðslukerfi þegar bankarnir hrundu.
 • M | 13.3 2012, 9:30 | Helgi Magnús: Þannig að það er ekki þín skoðun að Tryggvi Þór hafi með snarræði sínu bjargað greiðslukerfinu?
 • R | 13.3 2012, 9:31 | Það var spurning hvort við þyrftum að eiga við vanda einstakra banka eða hvort það hefði áhrif á aðra banka, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 9:31 | Áfallið hér er að stærðargráðu á við 140 Northern Rock bankagjaldþrot í Bretlandi, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 9:31 | Tryggvi Páls segir að þunginn hafi legið á starfsfólki Seðlabanka, greiðslukortafyrirtækjanna og bankanna við að halda greiðslukerfunum uppi
 • R | 13.3 2012, 9:32 | Bankarnir reyndu að aðgreina sig eftir míníkrísu 2006, segir Tryggvi, en erlendir fjárfestar litu á islensku bankana sem heild.
 • R | 13.3 2012, 9:32 | Tryggvi: Við gengum út frá því að ef einn banki félli hefði það smitáhrif á aðra. Þó von um að geta reynt að bjarga einum banka.
 • V | 13.3 2012, 9:32 | Tryggvi: Erlendir fjárfestar og bankar litu á íslensku bankanna sem tengda áhættu á alþjóðamörkuðum.
 • M | 13.3 2012, 9:32 | Trygvi: Þegar á reyndi og traustið brast almennt þá litu erlendu fjárfestarnir og bankarnir á íslensku bankana sem heild
 • R | 13.3 2012, 9:33 | Við lánuðum Kaupþing 500m evra og sænski seðlabankinn lánaði þeim 520m evra, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 9:33 | Tryggvi: Þannig að við gengum út frá því að ef það yrði áfall myndi það smita yfir á aðra
 • R | 13.3 2012, 9:33 | Fv bankastjórar sem telja að þeir hefðu getað lifað áfallið af og fjögur ár síðan eru í mög djúpri afneitun, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:33 | Tryggvi: Fyrrverandi bankastjórar sem halda því fram að þeir hefðu jafnvel getað lifað af haustið 2008 eru í mjög djúpri afneitun.
 • M | 13.3 2012, 9:34 | Tryggvi: En að sjálfsögðu reyndum við að lifa í voninni um að ef einn banki hefði möguleika á að lifa af. Hugsuðum um efnahagslífið í heild.
 • R | 13.3 2012, 9:34 | Bæði forstjóri og stjórnarform. Kaupþings hafa talað digurbarkalega í skýrslugjöf og talið að bankinn hefði getað lifað.
 • V | 13.3 2012, 9:34 | Tryggvi: Sænski seðlabankinn lánaði Kaupþingi 520 milljónir evra gegn veði í starfsemi bankans í Svíþjóð.
 • M | 13.3 2012, 9:35 | Tryggvi segir að þeir bankastjórar sem telji enn að þeir hefðu getað lifað áfallið af séu í mjög djúpri afneitun.
 • V | 13.3 2012, 9:35 | Tryggvi: Það var því verið að lána neyðarlán til bankans á tveimur vígstöðum, 500 milljónir evra hér heima í FIH bankanum.
 • M | 13.3 2012, 9:36 | Tryggvi taldi að vinna samstarfshópsins væri viðbragðsáætlun í sjálfu sér. Var búið að skoða margar sviðsmyndir og gera marga útreikninga.
 • R | 13.3 2012, 9:36 | Ég taldi vinnu samráðshópsins vera viðbragðsáætlun í sjálfu sér, segir Tryggvi. Viðbúnaðaráætlun þarf ekki að vera eitt plagg.
 • M | 13.3 2012, 9:36 | Tryggvi: Viðbúnaðaráætlun þarf ekki að vera eitt, stakt plagg heldur er hún þessi vinna í heild.
 • V | 13.3 2012, 9:36 | Tryggvi: Bankarnir hefðu aldrei getað lifað af, ekki síst vegna veikra innviða þeirra sjálfra.
 • M | 13.3 2012, 9:37 | Tryggvi: Við vorum að vinna í því að gera Seðlabankanna sjókláran fyrir það sem mögulega gæti gerst en enginn vissi hvort yrði.
 • R | 13.3 2012, 9:37 | Skipuleg vinna vegna hugsanlegs áfalls var hafin í Seðlabankanum 15. nóvember 2007, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 9:37 | Við vildum ekki verða valdur að fjármálaáfalli, segir Tryggi um jákvæða umsögn um banka í skýrslu Seðlabankans,
 • V | 13.3 2012, 9:37 | Tryggvi: Við vildum ekki að eigin frumkvæði skapa hrunið, með yfirlýsingum í opinberum skýrslum.
 • M | 13.3 2012, 9:38 | Við vildum ekki valda áfalli með eigin frumkvæði. Gengum eins langt og við töldum okkur geta í stöðunni.
 • R | 13.3 2012, 9:38 | Við gengum eins langt og við gátum, segir Tryggvi um viðvaranir í skýrslu sinni. (frh)
 • V | 13.3 2012, 9:38 | Tryggvi: Það voru um 50 seðlabankar sem gerðu skýrslu sem þessa og okkar þótti vönduð á alla mælikvarða.
 • M | 13.3 2012, 9:39 | Tryggvi: Það voru um 50 seðlabankar sem létu gera svona skýrslu, alls ekki allir, þannig að við vorum framarlega í að upplýsa almenning.
 • V | 13.3 2012, 9:39 | Tryggvi: Lykilsetningin í fjármálastöðugleikaskýrslunni er sú að það muni “reyna á viðnámsþrótt bankanna”.
 • R | 13.3 2012, 9:39 | Lykilsetningin í þessu riti að mati Tryggva er: “Ríkjandi aðstæður reyna á viðnámsþrótt bankanna.” Þetta var viðvörun.
 • M | 13.3 2012, 9:40 | Tryggvi segir að lykilsetning í skýrslunni sé sett fram sem álit seðlabankans og sé þessi: “Ríkjandi aðstæður reyna á viðnámsþol bankanna. “
 • V | 13.3 2012, 9:40 | Hér er rætt um fjármálastöðugleikaskýrslu seðlabankans frá maí 2008.
 • R | 13.3 2012, 9:40 | Í skýrslunni var líka tafla sem sýndi hvort staða fór batnandi eða versnandi, segir Tryggvi. Aldrei batnað frá nóv 2003. (frh)
 • M | 13.3 2012, 9:40 | Tryggvi Pálsson: Þetta er eins skýrt og seðlabanki getur sagt í þessari stöðu
 • V | 13.3 2012, 9:41 | Tryggvi: Alveg frá nóvember 2003 þá sögðu við aldrei að staða bankanna væri að batna, heldur aðeins standa í stað eða versna.
 • R | 13.3 2012, 9:41 | Í síðustu skýrslu fyrir bankahrun var rauð píla niðurávið til að skýra þróunina í töflunni, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:41 | Tryggvi: Á þessum sama tíma var nú margur “hallelúja kórinn syngjandi”, en þetta kom fram í opinberum skýrslum okkar.
 • V | 13.3 2012, 9:42 | Tryggvi: Það skiptir máli að orða skýrslur sem þessar með varfærnum og yfirveguðum hætti.
 • M | 13.3 2012, 9:42 | Tryggvi leggur áherslu á með þunga að frá 2003 hafi SÍ aldrei sagt að staða bankanna hefði batnað, ýmist stæði í stað eða hefði versnað.
 • M | 13.3 2012, 9:44 | Tryggvi segir að Seðlabankinn hafi gengið eins langt og hann gat því það skipti máli að seðlabanki viðhafi varfærið orðalag.
 • M | 13.3 2012, 9:45 | Þegar kemur að einkabanka eiga hluthafar fyrstir að bera skaðann, svo skuldabréfaeigendur, en vernda verður innstæðueigendur, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:46 | Tryggvi: Ég geri ekki ráð fyrir að fólk sem gagnrýnir það sem kemur fram í þessum skýrslum hafi lesið þær vandlega, eða skilji þær.
 • R | 13.3 2012, 9:46 | Seðlabanki fékk ráðgjöf erlends sérfræðings um að ef banki væri að falla ætti að færa niður hlutafé og yfirtaka hann. frh
 • R | 13.3 2012, 9:46 | (fhr) Það var síðan gert þegar Glitnir féll, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 9:47 | Tryggvi segir að í samtölum og á fundum hafi veri þrýst á bankana að selja eignir og hætta við síðustu útrásartilburðina.
 • R | 13.3 2012, 9:47 | Tryggvi Við fall einkabanka á tap fyrst að falla á hluthafa, síðan á eigendur skuldabréfa og reyna á að verja innstæðueigendur.
 • R | 13.3 2012, 9:48 | Við kortlögðum aðhaldsaðgerðir bankanna í Seðlabankanum, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:48 | Tryggvi: Var alveg tryggt að bankarnir hefðu notað það fé sem fengist hefði með eignasölu til þess að bjarga bankanum? Ég er ekki viss.
 • M | 13.3 2012, 9:49 | En Tryggvi segist þó spyrja sig hvort þeir peningar sem þar hefðu sparast hefðu farið út um bakdyrnar til hluthafa.
 • V | 13.3 2012, 9:49 | Tryggvi: Stærstu hluthafar og tengdir aðilar voru líka í erfiðleikum og “heimtuðu sitt”.
 • R | 13.3 2012, 9:49 | Var tryggt að féð sem fékkst færi ekki bakdyramegin til eigenda/tengdra aðila sem voru í vanda, spyr Tryggvi um aðhaldsgerðir.
 • M | 13.3 2012, 9:50 | Alls ekki víst segir Tryggvi að það fé fengist hefði með einkasölu hefði verið notað til þess að bjarga bönkunum.
 • R | 13.3 2012, 9:50 | Við fylgdumst afar grannt með bönkunum, ekki síst Glitni sem okkar dæmi sýndi að myndi fyrst lenda í vanda, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:50 | Tryggvi: Eins og komið hefur í ljós voru bankarnir í því að aðstoða stærstu hluthafa og lántaka við ýmislegt á síðustu metrunum.
 • R | 13.3 2012, 9:51 | Helgi spyr hvort hægt hafi verið að hækka eiginfjárhlutfall bankanna. Tryggvi segir FME hafa haft valdið til þess.
 • R | 13.3 2012, 9:52 | Ef eiginfjárkrafan hefði verið hækkuð hefði það girt fyrir sölu eigna á lágu verði og þannig unnið gegn sölu, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 9:52 | Tryggvi: Við höfðum sem lokahótun að við gætum upplýst matsfyrirtækin um veika stöðu bankanna. Hefðum þá valdið áfallinu sjálf.
 • M | 13.3 2012, 9:53 | Tryggvi segir að bankarnir hafi verið mjög háðir lánsmatsfyrirtækjunum, yfirvöld hafi haft það sem lokaúrræði að hóta bönkunum frh.
 • R | 13.3 2012, 9:54 | Spurningar Helga snúa nú að möguleikum stjórnvalda til að grípa til aðgerða vegna vanda bankanna.
 • M | 13.3 2012, 9:54 | Tryggvi: Hefðum getað hótað bönkunum að segja matsfyrirtækjum hvaða staða þeirra ævir veik. Og þar með hefðum við valdið áfallinu sjálf.
 • V | 13.3 2012, 9:54 | Tryggvi: Bankarnir hefðu alltaf getað fallið undan “eigin fallþunga”.
 • V | 13.3 2012, 9:55 | Tryggvi: Við hefðum hugsanlega getað hótað því að segja lánshæfismatsfyrirtækjunum frá vondri stöðu bankanna.
 • V | 13.3 2012, 9:56 | Tryggvi: En það hefði þá kallað fram áfallsaðstæður eitt og sér.
 • M | 13.3 2012, 9:56 | Sturla Jónsson vörubílstjóri er mættur aftur á áhorfendabekkinn. Hann hefur ekki látið sjá sig í nokkra daga.
 • M | 13.3 2012, 9:57 | Tryggvi: Á síðustu metrunum var farið af krafti í að undirbúa frumvarp að neyðarlögunum, sem skipti höfuðmáli
 • R | 13.3 2012, 9:57 | Helgi spyr út í hvort aðgerðaáætlanir sem var talað um í skjölum hafi verið kláraðar. Nei, segir Tryggvi en vinna langt komin.
 • R | 13.3 2012, 9:58 | Það miðaði hægt vinnunni við aðgerðaáætlun sem eitt plagg, segir Tryggvi. Hver og einn vann áfram að þessu fyrir sig.
 • M | 13.3 2012, 9:58 | Tryggvi Pálsson er með 6. bindi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis með sér, auk gagna úr Seðlabankanum sem hann vísar í.
 • R | 13.3 2012, 9:59 | Sviðsmyndin sem við unnum eftir var að það yrði aðgerðaáætlun ef Glitnir færi um miðjan október, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 9:59 | Tryggvi: Það var unnið á mörgum vígstöðum að því að undirbúa áfall, og margar sviðsmyndir voru teiknaðar upp.
 • M | 13.3 2012, 10:00 | Tryggvi: Algjört lykilatriði að hætta ekki stöðu ríkissjóðs. Áhersla lögð á það í samráðshópnum.
 • V | 13.3 2012, 10:00 | Tryggvi: Það var klár áætlun innan seðlabankans sem gerði ráð fyrir því að Glitnir myndi falla um miðjan október.
 • R | 13.3 2012, 10:00 | Tryggvi telur að vinnan við að undirbúa sig fyrir áfall hafi skilað því sem til var ætlast.
 • R | 13.3 2012, 10:01 | “Þú last þetta nú ágætlega hratt” segir Tryggi við einni spurningu. “Maður er alltaf að hugsa um klukkuna” gellur í Helga.
 • M | 13.3 2012, 10:01 | Helgi varasaksókn. les upp úr skýrslu, Tryggvi segir að hann lesi fullhratt. Helgi: “Já maður er alltaf að passa upp á klukkuna”
 • R | 13.3 2012, 10:02 | Fyrirætlanir um að leggja 600ma í Glitni mörkuðu tímamót, segir Tryggvi. Menn ákváðu hvað þeir gætu í hverju tilviki fyrir sig.
 • V | 13.3 2012, 10:02 | Tryggvi: Eftirlitið og seðlabankinn voru oft að þrýsta á um að aðgerðaáætlun stjórnvalda yrði formgerð og sviðsmyndir greindar betur.
 • R | 13.3 2012, 10:03 | Tryggvi: Þannig hafi menn metið þegar að kom hvað þeir gætu gert vegna Landsbanka og hvað væri hægt að gera í málum Kaupþings.
 • M | 13.3 2012, 10:03 | Tryggvi: Ég tel hafa verið mjög farsælt að við soguðumst ekki inn í að heita of miklu, því mjög margar tillögur voru uppi
 • M | 13.3 2012, 10:04 | Tryggvi: Ein tillaga var að splitta upp í fjárfestingabanka og viðskiptabanka, sem ekki hefði getað tekist á þessum tíma
 • R | 13.3 2012, 10:04 | Markús lýsir nú áhyggjum sínum af tímanum, enda tími sem er ætlaður Tryggva hálfnaður en spurningar snúa enn að ákærulið 1.3.
 • V | 13.3 2012, 10:04 | Tryggvi: Sú leið sem að lokum var valin, var rétt að mínu mati, og aðgerðaáætlun um hana hefði verið góð. En hún hefði ekki breytt neinu.
 • R | 13.3 2012, 10:05 | Helgi spyr nú út í fundargerðir og minnismiða frá í apríl 2008 vegna fyrsta ákæruliðsins.
 • M | 13.3 2012, 10:05 | Dómforseti beinir því til saksóknara að borin von sé að dagskrá haldist að óbreyttu. Annað hvort verði að hraða spurningum eða breyta plani
 • M | 13.3 2012, 10:07 | Tryggvi segir að “ólystugi matseðillinn” hafi verið settur fram til að kalla fram viðbrögð. Þau hafi þó ekki komið fram á þeim tíma.
 • R | 13.3 2012, 10:07 | Viðbrögðin við “ólystuga matseðlinum” komu ekki fram á sínum tíma, segir Tryggvi. Unnið að sumu eins og að auka lausafé banka
 • V | 13.3 2012, 10:07 | Tryggvi: Seðlabankinn gekk eins langt og hann taldi sig geta gengið í því að auka laust fé hjá bönkunum.
 • M | 13.3 2012, 10:09 | Tryggvi: Var verið að vinna að mörgum þáttum þótt ekki hafi orðið úr því en heild sem gæti farið í eitthvað eitt skjal.
 • M | 13.3 2012, 10:10 | Sturla Jónsson vörubílstjóri er farinn aftur úr salnum. Hann staldraði ekki lengi við yfir vitnisburði Tryggva Pálssonar.
 • R | 13.3 2012, 10:12 | Tryggvi taldi í júlí 2008 að setja þyrfti upp upp aðgerðahóp sem hugsaði um aðgerðaáætlun, undir nokkurs konar herforingja.
 • M | 13.3 2012, 10:12 | Tryggvi taldi að setja þyrfti saman annan hóp, aðgerðarhóp og það þyrfti einhvern “herforingja” í þann hóp til að stýra aðgerðum
 • R | 13.3 2012, 10:12 | Þessi aðgerðahópur hefði verið næsta skref eftir störf samráðshópsins, segir Tryggvi. Lítið var gert með þetta.
 • M | 13.3 2012, 10:13 | Tryggvi hafnar því sem sagt er á forsíðu Fréttablaðsins í dag að seðlabankinn hafi haldið gögnum.
 • V | 13.3 2012, 10:13 | Tryggvi: Hversu marga ráðuneytisstjóra þarf til, svo að gögn komist áleiðis úr samráðshópnum?
 • R | 13.3 2012, 10:13 | Tryggvi telur Seðlabanka ekki hafa haldið gögnum frá rikisstjórn. Hversu marga ráðuneytisstjóra þarf til að koma uppl. áfram?
 • R | 13.3 2012, 10:14 | Tryggvi vísar þarna til orða Ingibjargar Sólrúnar um plögg sem hún fékk ekki, og uppbyggingar samráðshópsins.
 • M | 13.3 2012, 10:14 | Tryggvi: Maður spyr sig hversu marga ráðuneytisstjóra þarf til svo að gögn komist áleiðis (úr samráðshópnum)
 • V | 13.3 2012, 10:14 | Helgi Magnús: Fannst þér vanta upp á ákvarðanatöku innan samráðshópsins?
 • R | 13.3 2012, 10:14 | Það var skoðanamunur í samráðshópnum um hversu mikla vinnu ætti að vinna áður en menn sæju hvernig áfallið yrði, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 10:15 | Tryggvi: Ég var á því að það væri best að vinna sem mest fyrirfram, þ.e. varðandi viðbúnað, en það var meiningarmunur um þetta.
 • M | 13.3 2012, 10:15 | Tryggvi: Ég var klárlega þeim megin að það væri best að vinna sem mest í þessu fyrirfram, en það var meiningarmunu
 • R | 13.3 2012, 10:16 | Tryggvi var í hópi þeirra sem vildu vinna sem mest fyrir áfall. Komið hefur fram að Baldur Guðl var á öndverðri skoðun
 • V | 13.3 2012, 10:17 | Tryggvi: Ég var að kalla eftir því hvaða leið ríkisvaldið ætti að fara í þessum efnum. Marg kom til greina, m.a. hjá Tryggingasjóðnum.
 • M | 13.3 2012, 10:17 | Tryggvi: Ég var að reyna að ýta á eftir því að það kæmi fram í hvaða átt ætti að fara, því það voru alls konar möguleikar
 • V | 13.3 2012, 10:18 | Tryggvi: Þessu var öllu svarað þegar á reyndi, með neyðarlagasetningunni og frekari aðgerðum. Það skipti mestu máli.
 • R | 13.3 2012, 10:18 | 16. september var ekki ekki enn búið að bregðast við “ólystuga matseðlinum” frá Jónasi Fr, forstjóra FME.
 • M | 13.3 2012, 10:18 | Hjá Trygingasjóðnum voru t.d. margir kostir í stöðunni segir Sturla, s.s. hvort greitt yrði út í ISK og hvort innistæður vru allar tryggðar
 • M | 13.3 2012, 10:19 | Tryggvi: Maður var að reyna að knýja á um að fá skýrari svör um hvað yrði gert, en þessu var öllu svarað á endanum
 • R | 13.3 2012, 10:20 | Ég taldi að við gætum tekið fleiri fagaðila inn í vinnuna, endurskoðendur og sérfræðinga, segir Tryggvi um starf samráðshóps.
 • V | 13.3 2012, 10:21 | Andri Árnason spyr nú Tryggva út í ákærulið 1,3. http://t.co/kl62ewNq
 • M | 13.3 2012, 10:21 | Verjandi Geirs spyr um samráðshópinn og hvort Tryggvi eða seðlabankinn hafi e-n tíma lagt til að starfi hópsins yrði breytt.
 • R | 13.3 2012, 10:21 | Svara hafi þurft ýmsum spurningum, segir Tryggvi. Búið hafi verið að ræða við bankana um fyrirvara í lánasamningum “covenants”.
 • R | 13.3 2012, 10:22 | Þegar ég orðaði aðgerðahóp var það spurning um breytingu á starfinu, segir Tryggvi um samráðshóps.
 • M | 13.3 2012, 10:22 | Kristrún Heimisdóttir er gengin í salinn. Hún hefur verið tíður gestur á áhorfendabekkjum Landsdóms.
 • R | 13.3 2012, 10:22 | Tryggvi svarar nú spurningum Andra um hvort tillaga hafi komið fram um að breyta samráðshópnum eða uppbyggingu hans.
 • M | 13.3 2012, 10:23 | Var þeim tillögum komið til Geirs að gera þyrfti breytingar á verkstjórn samráðshóps, spyr verjandi. Nei svarar Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 10:23 | Engin tillaga um breytingar á verkstjórn samráðshópsins, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 10:24 | Andri: Var einhvern tímann talað um að samráðshópurinn gerði eitthvað annað en að var upplýsinga- og skoðanaskiptavettvangur?
 • V | 13.3 2012, 10:24 | Tryggvi: Nei, en hann gat einnig verið ráðgefandi og komið að viðlagaáætlunum, eins og hann gerði raunar.
 • R | 13.3 2012, 10:24 | Eitt vitnanna frá í síðustu viku er nú komið bak við lás og slá. http://t.co/oGEGxfTH
 • M | 13.3 2012, 10:25 | Hefði ein skýrsla í viðbót breytt einhverju, þegar þú lítur til baka? Spyr Andri. Það fer eftir því hvaðan hún hefði komið, svara Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 10:26 | Tryggvi: Ég er í grundvallaratriðum sammála því að menn voru þó með þau gögn sem sögðu stöðuna eins og hún var.
 • R | 13.3 2012, 10:26 | Andri spyr hvort spurningar um pólitíska stefnumótun snúi fyrst og fremst að því hvort ákveðið væri hvort og hvernig væri (frh)
 • R | 13.3 2012, 10:27 | (frh) tekin ákvörðun um fjárútlát úr ríkissjóði vegna hugsanlegs áfalls. Það var stærsta málið, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 10:27 | Tryggvi telur að umræðan um sviðsmyndir hafi hjálpað til þó ekki hafi verið teknar ákvarðanir á undirbúningstímanum.
 • M | 13.3 2012, 10:27 | Baldur Guðlaugsson hóf afplánun tveggja ára fangelsisdóms í dag. Tryggvi Pálsson var eitt lykilvitna í málinu gegn honum.
 • R | 13.3 2012, 10:28 | Það var meiningarmunur milli míns og Baldurs, segir Tryggvi um ágreining í samráðshópnum.
 • M | 13.3 2012, 10:28 | Tryggvi lýsir því nú að meiningarmunur hafi verið milli hans og Baldurs Guðlaugssonar um samráðshópinn
 • R | 13.3 2012, 10:30 | Spurningar Andra snúa þessa stundina að verkaskiptingu stofnana og hlutverkum samráðshópsins og ráðuneyta.
 • R | 13.3 2012, 10:30 | Samráðshópur rýrði á engan hátt samstarf Seðlabanka og FME, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 10:30 | Tryggvi: Samráðshópurinn rýrði á engan hátt það samstarf sem var fyrir hendi, m.a. á milli FME og seðlabankans.
 • M | 13.3 2012, 10:31 | Tryggvi: Heppilegra hefði verið að ekki ættu 3 ráðuneyti fulltrúa í samráðshópnum, eða að skýrara væri hvaða ráðuneyti bæri ábyrgð í hópnum
 • R | 13.3 2012, 10:31 | Gátu menn nokkuð séð fyrir smitáhrif banka í milli? Var nokkuð hægt að sjá þetta fyrir? spyr Andri.
 • V | 13.3 2012, 10:31 | Tryggvi: Árið 2006 litu erlendir fjárfestar á íslensku bankanna alla sem eigna íslenska áhættu.
 • R | 13.3 2012, 10:32 | Við höfðum raunæfingu 2006, segir Tryggvi og vísar til míníkrísu. Þá sást að erlendir fjárfestar gerðu ekki upp á milli banka
 • M | 13.3 2012, 10:32 | Tryggvi: Það voru meiri líkur á því að íslensku bankarnir yrðu teknir sem heild heldur en sem stakir frh.
 • R | 13.3 2012, 10:32 | Það var talinn smámöguleiki á að Kaupþing myndi lifa af, en svo gerðist það ekki, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 10:33 | Tryggvi: Það breytir því ekki að það var reynt að sjá hvort e-r þeirra gæti lifað af því það hefði þýtt að áfallið yrði minna
 • M | 13.3 2012, 10:33 | Tryggvi: Þótt þú gangir út frá því að áfallið verði mikið losar það þig ekki undan þeirri skyldu að taka á einstökum málum
 • V | 13.3 2012, 10:33 | Tryggvi: Það var því ljóst að sama staða gæti komið upp aftur ef að að þrengdi. Nákvæmlega það gerðist síðan.
 • M | 13.3 2012, 10:34 | “Að sjálfsögðu ekki, ekkert frekar en eldgos” segir Tryggvi spurður hvort hægt hafi verið að kortleggja áfallið fyrirfram.
 • R | 13.3 2012, 10:34 | Andri spyr hvort það hafi nokkuð verið að kortleggja nákvæmlega fyrirfram hvað myndi gerast. Alls ekki, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 10:34 | Andri: Það var því ekki hægt að kortleggja áfallið fyrir fram? Tryggvi: Að sjálfsögðu ekki, ekki frekar en eldgos.
 • R | 13.3 2012, 10:35 | Það að fá sérfræðiaðstoð fyrr inn hefði þýtt minna stress og minni villuhættu, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 10:35 | Andri spyr nú út í orð Tryggva um að það þyrfti hershöfðingja. Ég talaði ekki um utanaðkomandi aðila, heldur aðra manngerð.
 • R | 13.3 2012, 10:36 | Tryggvi taldi á þessum tíma að vinna samráðshóps hefði gengið hægar en hann hefði viljað.
 • M | 13.3 2012, 10:36 | Andri verjandi spyr Tryggva um orð hans fyrr í dag að það þyrfti nýjan aðgerðahóp undir stjórn einhvers “hershöfðingja”
 • R | 13.3 2012, 10:37 | Tryggvi segist ekki hafa haft neinn sérstakan í huga í hlutverk seðlabankastjóra, hvorki Davíð Oddsson né aðra.
 • M | 13.3 2012, 10:37 | Tryggvi: Það var á engan hátt þannig að ég hefði einhvern ákveðinn aðila í huga varðandi hershöfðingja. Átti ekki við Davíð Oddsson.
 • V | 13.3 2012, 10:37 | Andri: Þurfti seðlabankinn og FME ekki að bara að girða sig í brók og nýta sínar heimildir, fremur en stjórnvöld, þ.e. ráðherrar?
 • R | 13.3 2012, 10:37 | Tryggvi svarar neitandi spurningu hvort þetta hafi ekki bara snúið að því að Seðlabankinn væri ekki að sinna sínu.
 • M | 13.3 2012, 10:37 | Tryggvi segist stoltur af þeirri vinnu sem unnin var í Seðlabankanum.
 • R | 13.3 2012, 10:38 | Ef menn hefðu þurft að fara í e-r aðgerðir hefði það verið á kostnað ríkisins. Það var á vegum fjármálaráðuneytis, segir Tryggvi
 • V | 13.3 2012, 10:38 | Tryggvi: Seðlabankinn var algjörlega sjóklár fyrir sína vinnu, greiðslumiðlun og þess háttar og ég er stoltur að því hvernig sú vinna gekk.
 • M | 13.3 2012, 10:39 | Tryggvi vísar í gullnu regluna: Sá sem er með gullið, setur regluna. Það var FME.
 • M | 13.3 2012, 10:40 | Dómforseti spyr hvenær sú hugmynd í neyðarlögum hafi orðið til að búnir yrðu til nýir bankar.
 • V | 13.3 2012, 10:40 | Tryggvi: Hins vegar þurfa ráðuneyti að koma að einstaka ákvörðunum, fjármálaráðuneyti að því ef ríkissjóður þarf að kosta til fjármunum.
 • R | 13.3 2012, 10:40 | Markús spyr nú út í muninn á ákvæðum frumvarpsdraga úr FME og neyðarlaga sem síðar voru sett. Sérstaklega um stofnun nýrra banka
 • M | 13.3 2012, 10:40 | Tryggvi: Seðlabankinn kom ekki að því, get ekki svara þér hvenær sú breyting kom til
 • V | 13.3 2012, 10:41 | Markús spyr: Hvenær varð sú hugmynd til að stofna nýja banka og beita valdheimildum til þess að færa þangað eignir (inntak neyðarlaga)?
 • R | 13.3 2012, 10:41 | Tryggvi segist ekki vita hvenær þessar breytingar í neyðarlögum komu fram.
 • M | 13.3 2012, 10:41 | Tryggvi: Ég get ekki svarað beint hvenær þessi breyting, sem varð til heilla, var gerð.
 • V | 13.3 2012, 10:42 | Tryggvi: Ég get ekki svarað því beint, hvenær hugmyndin verður til, en aðgerðin sem slík heppnaðist vel.
 • R | 13.3 2012, 10:42 | Markús spyr út í forgangsvernd innstæðueigenda. Það var margoft rætt í samráðshópi hvernig taka ætti á innstæðum, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 10:43 | Eiríkur Tómasson spyr út í samskipti Seðlabanka til FME á tímum samráðshóps.
 • M | 13.3 2012, 10:44 | Markús spyr einnig um ákvæðið um forgangsrétt innistæðueigenda hafa komið inn í neyðarlögin. Tryggvi segist ekki geta svarað því heldur.
 • R | 13.3 2012, 10:44 | Tryggvi segir upplýs. hafa streymt á milli samráðsfundir haldnir. Ingimundur sat í stjórn FME og Davíð hringdi oft í Jónas Fr
 • R | 13.3 2012, 10:45 | Eiríkur spyr út í Lundúnaferð Davíðs annars vegar og krosseignatengsl hins vegar.
 • V | 13.3 2012, 10:45 | Eiríkur dómari: Var leitað eftir því að hálfu seðlabankans að FME upplýsti um krosseignatengls og krossskuldsetningu milli banka?
 • R | 13.3 2012, 10:45 | FME leit á upplýsingar um einstaka lántakendur sem trúnaðarupplýsingar sem mætti ekki upplýsa okkur um, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 10:45 | Eiríkur Tómasson spyr vitnið hvort seðlabanki hafi gagngert leitað eftir því að FME gæfi upplýsingar um krosseignatengsl bankanna.
 • R | 13.3 2012, 10:46 | Sænskir sérfr. sem komu í Seðlabanka leituðu eftir upplýsi. um stærstu skuldara. FME vildi ekki veita persónugreinanlegar uppl.
 • R | 13.3 2012, 10:46 | Það var ekki leitað til viðskiptaráðuneytis um að beita sér, segir Tryggvi. Stofnanir hafa ákveðið sjálfstæði.
 • M | 13.3 2012, 10:46 | Tryggvi: FME taldi að sér væri ekki heimilt að láta okkur í té þessar upplýsingar. Seðlabankinn reiknaði með að FME væri að sinna þessu.
 • M | 13.3 2012, 10:47 | Tryggvi: Þess vegna, þegar við fengum svo upplýsingarnar, þá fengum við sjokk
 • R | 13.3 2012, 10:48 | Brynhildur Flóvents spyr hvort öll gögn sem Tryggvi hefur vitnað í í skýrslugjöf hafi verið lögð fram í samráðshópi.
 • R | 13.3 2012, 10:49 | Tryggvi segir öll gögn hafa verið lögð fram, nema eitt tölvuskeyti til Baldurs.
 • V | 13.3 2012, 10:49 | Tryggvi: Það var leitað eftir því að fá þessar upplýsingar en FME vildi ekki láta seðlabanka hafa þessar upplýsingar bar fyrir sig trúnaði.
 • M | 13.3 2012, 10:49 | Tryggvi segir að öll gögn sem hann vísar í hafi verið lögð fram í samráðshópnum, að undanskildu einu tölvuskeyti til Baldurs Guðlaugssonar
 • M | 13.3 2012, 10:49 | Tryggvi: Ég gerði ráð fyrir því að þau myndu rata til viðeigandi ráðherra en les í skýrslunni að það hafi ekki alltaf verið svo
 • V | 13.3 2012, 10:50 | Tryggvi: Þessar upplýsingar komu síðan fram sem “sjokk” þegar þær lágu fyrir.
 • M | 13.3 2012, 10:50 | Spurt er út í fundarpunkta seðlabankans, sem Sigurjón Þ. Árnason lýsti litlu áliti á í gær
 • M | 13.3 2012, 10:51 | Tryggvi var ritari samráðshópsins. Hann segir punktana hafa verið merkta sem drög og ekki afgreidda formlega á hverjum fundi.
 • V | 13.3 2012, 10:52 | Tryggvi: Fundargerðir samráðshópsins voru yfirleitt skrifaðar skömmu eftir fundi hópsins, og síðan sendar rafrænt til hópmanna.
 • M | 13.3 2012, 10:52 | Tryggvi; Ég leit alltaf svo á að þetta væru formlegar fundargerðir og reyndi að vanda til þeirra. Fundarmenn gátu gert athugasemdir við þær.
 • M | 13.3 2012, 10:53 | Var eitthvað rætt hvað myndi gerast ef Glitnir félli? Við drógum upp þá sviðsmynd segir Tryggvi. Hvort SÍ væri sjóklár ef slík beiðni kæmi.
 • V | 13.3 2012, 10:53 | Tryggvi: Ég fékk oft athugasemdir frá þeim sem voru í hópnum, ef ástæða var til.
 • M | 13.3 2012, 10:54 | Tryggvi; Ég geri ekki athugasemd við þær ákvarðanir voru teknar. Það var annað hvort að segja já eða nei. (Um Glitnishelgina)
 • R | 13.3 2012, 10:54 | Tryggvi gerir ekki athugasemd við ákvarðanir Glitnishelgina. Ef Seðlabanki hefði neitað fyrirgreiðslu hefði Glitnir getað (frh)
 • V | 13.3 2012, 10:54 | Tryggvi: Ég vil meina að annaðhvort hefði seðlabankinn átt að segja já eða nei, og framkvæma fljótt, þegar Glitnir vildi lán.
 • R | 13.3 2012, 10:55 | (frh) verið í vanda þegar á mánudeginum.
 • M | 13.3 2012, 10:55 | Ef Seðlabankinn segði já við láni var spurningin hvernig ríkið myndi tryggja sig. Frekar valin sú leið að taka yfir 75% af bankanum.
 • R | 13.3 2012, 10:56 | Nú eru fimm mínútur í næsta vitni, segir Markús þegar spurningum um fyrsta ákærulið er lokið.
 • V | 13.3 2012, 10:56 | Tryggvi: Þó ég hafi ekki komið að ákvörðun seðlabankans, þá geri ég ekki ágreining vegna hennar.
 • R | 13.3 2012, 10:57 | Fylgst var vel með bönkunum en stjórnvöld höfðu ekki tækin til að taka völdin af stjórnendum bankanna, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 10:57 | Tryggvi segir að stöðugur þrýstingur hafi verið á bankana að selja eignir úr landi. En SÍ hafi ekki haft nein tól til þess.
 • R | 13.3 2012, 10:57 | Spurningar Helga snúa þessa stundina að tilraunum til að draga úr stærð bankanna.
 • M | 13.3 2012, 10:58 | Tryggvi: Þetta var almennur þrýstingur og ekki aðgerðir sem höfðu heimildir að baki (til að þvinga bankana að selja eignir)
 • R | 13.3 2012, 10:59 | Bankarnir voru beittir almennum þrýstingi en ekki beinum aðgerðum, segir Tryggvi. Bankarnir lýstu því hvernig þeir sáu hlutina.
 • M | 13.3 2012, 11:00 | Helgi spyr hvort Tryggva hafi fundist þessar aðgerðir fullnægjandi af hálfu stjórnvalda. Tryggvi: Hefði mátt skipuleggja þetta betur.
 • R | 13.3 2012, 11:00 | Ég taldi að menn mættu skipuleggja þetta betur, svarar Tryggvi spurningu um hvort stjórnvöld hefðu getað gert betur.
 • M | 13.3 2012, 11:00 | Tryggvi: En það er alveg óljóst hvort það hefði breytt einhverju. Hefði hugsanlega minnkað tap kröfuhafa, en ég vil ekki segja til um það.
 • R | 13.3 2012, 11:00 | Tryggvi telur hins vegar óljóst hvort niðurstaðan hefði orðið nokkuð betri hefðu menn brugðist örðu vísi við.
 • M | 13.3 2012, 11:01 | Tryggvi: Ef menn hefðu virkilega ætlað að stoppa það sem hér gerðist hefðu þeir þrft að bregðast við 2003-2004
 • V | 13.3 2012, 11:01 | Tryggvi: Ef að menn hefðu viljað stöðva það sem hér gerðist hefði þurft að stöðva vöxt bankanna 2003 og 2004.
 • R | 13.3 2012, 11:01 | Menn hefðu þurft að bregðast við 2003-2004 ef þeir hefðu viljað grípa til aðgerða, koma í veg fyrir útrás banka, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 11:02 | Saksóknari lauk spurningum um lið 1.4 á rúmum fimm mínútum.
 • V | 13.3 2012, 11:03 | Moli: Lögmenn halda áfram að líta hér við, og fylgjast með gangi mála. Einar Þór Sverrisson hrl. er nú kominn í salinn að fylgjast með.
 • R | 13.3 2012, 11:03 | Áform Kaupþings um að kaupa NIBC voru ekki aðeins að sliga Kaupþing heldur lánshæfi hinna bankanna líka, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 11:03 | Tryggvi segir ljóst að Kaupþing hefði ekki ráðið við kaup á NIBC bankanum eins og til stóð. Skynsamlegt hjá FME að draga ákvörðun um það
 • M | 13.3 2012, 11:04 | Tryggvi: [Þessi áform um að kaupa NIBC] var að sliga ekki bara lánshæfi Kaupþings heldur hinna bankanna líka
 • R | 13.3 2012, 11:05 | Alþjóðasvið Seðlabanka vissi hvað var að gerast á alþjóðlegum mörkuðum, reiddi sig ekki á upplýs frá bönkunum, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 11:05 | Strax haustið 2007 fengum við viðvaranir frá markaðnum um hversu alvarlegt ástandið var, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 11:06 | Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður VG var að fá sér sæti á áhorfendabekkjunum.
 • V | 13.3 2012, 11:07 | Moli: Það er kominn þingmaður í salinn, sem verða teljast tíðindi. Þeir hafa lítið sést hér. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var að ganga inn.
 • R | 13.3 2012, 11:07 | Við höldum hér áfram textalýsingu. Það sem hefur gerst fyrr í morgun er á @R
 • R | 13.3 2012, 11:07 | Andri spyr hvort hann skilji ekki rétt að Seðlabanki hafi fylgst nákvæmlega með tilraunum bankanna til að draga úr stærð sinni.
 • V | 13.3 2012, 11:08 | Andri: Varðandi ráðstöfun eigna hjá bönkunum á árinu 2008, hvert var þitt mat á möguleikum á því?
 • R | 13.3 2012, 11:08 | Tryggvi segir að Seðlabanki hafi fengið upplýsingar frá bönkunum og erlendis frá.
 • M | 13.3 2012, 11:08 | Þingmenn hafa lítið sést hér í sal Landsdóms það sem af er réttarhöldunum, að undanskildum þeim sem eru á vitnalistanum.
 • R | 13.3 2012, 11:09 | Tryggvi fer nú yfir möguleika bankanna til að selja eignir 2008. Hefði getað verið erfið.
 • V | 13.3 2012, 11:10 | Tryggvi: Það var mjög erfitt um vik, en það var samt einhver möguleiki á því að selja ákveðin eignasöfn eða einhverja starfsemi í heild.
 • R | 13.3 2012, 11:10 | Það að eignasala hafi verið erfið þýðir ekki að hún hafi verið ómöguleg, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 11:11 | Bankarnir voru komnir í neikvæðan vaxtamun, segir Tryggvi. Tóku lán á hærri vöxtum en þeir fengu fyrir útlán sín.
 • R | 13.3 2012, 11:12 | Ég vil ekki spá því hvaða verð hefðu fengist fyrir hvaða eignir á þessum tíma, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 11:12 | Tryggvi telur mjög óljóst hvort sala á eignum hefði tekist fyrri hluta árs 2008 og hvaða verð hefði þá fengist fyrir þær.
 • R | 13.3 2012, 11:12 | Andri spyr út í skýrslugjöf Tryggva hjá rannsóknarnefnd um að ef bankarnir gerðu ekki sitt yrði að þvinga þá til eignasölu.
 • V | 13.3 2012, 11:13 | Andri: Nú varstu að halda því fram að bankarnir hefðu verið að gera sitt en síðan á sama tíma að kalla eftir frekari aðgerðum. Stenst þetta?
 • R | 13.3 2012, 11:13 | Andri vill vita hvort þetta sé í samræmi við skýrslugjöf Seðlabanka til norrænna seðlabanka um að bankarnir ynnu í sínum ma´lum
 • M | 13.3 2012, 11:13 | Tryggvi segir að kannski hefði vantað að ákvarða hversu mikið af eignum ætti að selja og hvaða hótunum ætti að beita til þess.
 • R | 13.3 2012, 11:14 | Tryggvi segir Seðlabankann hafa fylgst með því sem bankarnir hafi verið að gera. Þeir hafi verið að vinna í sínum málum.
 • R | 13.3 2012, 11:14 | Ég tel að það hafi verið skynsamleg afstaða að gera tilraun til að stilla bönkunum upp við vegg, segir Tryggvi.
 • M | 13.3 2012, 11:14 | Dómforseti telur að nú sé spurningar farnar að endurtaka sig. Skýrslutöku Tryggva átti að ljúka fyrir 15 mínútum.
 • R | 13.3 2012, 11:15 | Tryggvi telur að slíkt hefði kannski unnið gegn tregðu bankanna til að selja eignir. “Tíminn vann ekki með okkur.”
 • R | 13.3 2012, 11:15 | Tryggvi vill þó ekkert fullyrða um að það hefði breytt neinu um framvinduna að stilla bönkunum upp við vegg.
 • M | 13.3 2012, 11:15 | Tryggvi taldi eins og Andrew Gracie að það væri tilraunarinnar virði að þrýsta á um frekari eignasölu en ekki víst að það hefði breytt miklu
 • V | 13.3 2012, 11:16 | Tryggvi: Ég taldi að það hefði átt að still bönkunum frekar upp við vegg, og vera með skýrari aðgerðaáætlun um hvað ætti að gera.
 • R | 13.3 2012, 11:17 | Þá er komið að ákærulið 1.5 um tilraunir til að flytja Icesave í dótturfélag í Bretlandi.
 • V | 13.3 2012, 11:18 | Helgi Magnús er nú farinn spyrja Tryggva um ákærulið 1,5, er tengist Icesave.
 • R | 13.3 2012, 11:19 | Tryggvi segir að á fundi í júlí 2008 hafi Sigurjón Árnason sagt beint að Bretarnir væru að gera kröfur um mikið lausafé, (frh)
 • R | 13.3 2012, 11:19 | (frh) Sigurjón hafi sagt að Landsbanki gæti ekki orðið við þeim kröfum og óvíst að Bretar samþykktu eignir sem ætti að flytja.
 • M | 13.3 2012, 11:20 | Tryggvi segir að SÍ hafi fylgst með tilburðum til að flytja Icesave í dótturfélög en samskipti hafi öll veirð milli FME og FSA
 • R | 13.3 2012, 11:20 | Aðspurður hvort flutningur í dótturfélag hefði gengið betur með þrýstingi stjórnvalda segist Tryggvi ekki dæma um það.
 • M | 13.3 2012, 11:21 | Aðspurður hvort skort hafi getu hjá Landsbanka til að fylgja þessu eftir alla leið segir Tryggvi: “Jah, getu eða vilja?”
 • R | 13.3 2012, 11:21 | Tryggvi byrjaði að svara að menn þyrftu að horfa til þess þegar söfnun Icesave hófst en var bent á að það væri utan tímamarka ákæru
 • V | 13.3 2012, 11:22 | Moli: Eiríkur Tómasson dómari var rétt í þessu að rétta Markúsi dómsforseta einhver skilaboð á bréfi. Hvað skyldi nú standa á þessu?
 • M | 13.3 2012, 11:22 | Tryggvi: Málið var í eðlilegum farvegi með því að FME var að sinna þessum málum.
 • R | 13.3 2012, 11:23 | Ég tel að það hefði mátt vinna að flutningi Icesave í dótturfélag með öðrum hætti en fullyrði ekki um árangurinn, segir Tryggvi.
 • R | 13.3 2012, 11:23 | Andri spyr hvort Seðlabankinn hafi litið svo á að Icesave hefði áhrif á fjármálastöðugleika á Íslandi.
 • V | 13.3 2012, 11:23 | Andri: Leit seðlabankinn þannig á að Icesave-starfsemin gæti varðar fjármálastöðugleika á Íslandi?
 • M | 13.3 2012, 11:24 | Leit SÍ svo á að flutningur Icesave í dótturfélög gæti varðar fjármálastöðugleika á Íslandi, spyr Andri verjandi Geirs.
 • R | 13.3 2012, 11:24 | Andri segir menn fyrst hafa horft til stöðu Landsbanka, síðan á tryggingasjóð sem væri vanbúinn að takast á við áföll. (frh)
 • M | 13.3 2012, 11:24 | Tryggvi segir ljóst að tryggingasjóðurinn hafi verið algjörlega vanbúinn til að taka við Landsbankanum ef hann félli.
 • R | 13.3 2012, 11:25 | (frh) Tryggvi segir að menn hafi síðan horft til þess hverju ríkið myndi svara ef illa færi. Styðja innstæðutryggingasjóð?
 • M | 13.3 2012, 11:26 | Tryggvi: Kannski ef Sparisjóður Mýrasýslu yrði tekinn yfir hefði tryggingasjóðurinn getað staðið undir því. Ekki Landsbankanum.
 • R | 13.3 2012, 11:26 | Meðan við heyrðum ekki annað frá Landsbanka eða FME töldum við flutning Icesave í dótturfélag í farvegi, segir Tryggvi.
 • V | 13.3 2012, 11:26 | Tryggvi: Seðlabankinn var inn í þessum viðræðum og þekkti til málsins, og hvernig það þróaðist.
 • M | 13.3 2012, 11:27 | Andri spyr hvort þetta hafi þá ekki verið á könnu SÍ. Þeir áttu að tryggja fjármálastöðugleika. Hefði Geir ekki mátt treysta á það?
 • R | 13.3 2012, 11:27 | Við töldum ekki ástæðu til að kalla Geir til út af þessum málum á þessum tíma, segir Tryggvi um flutning Icesave.
 • V | 13.3 2012, 11:27 | Andri: En var tilefni til þess að kalla til forsætisráðherra, ákærða, vegna þessa?
 • M | 13.3 2012, 11:27 | Tryggvi segir að ekki hafi verið talið tilefni til þess að kalla forsætirsáðherra til.
 • R | 13.3 2012, 11:28 | Það var afstaða hópsins að það væri ekki tilefni til að kalla Geir til. Hins vegar voru aldrei greidd atkvæði á fundum hóps.
 • V | 13.3 2012, 11:28 | Tryggvi: Ég taldi ekki tilefni til þess.
 • M | 13.3 2012, 11:28 | Andri: Breyttist þessi afstaða einhvern tíma fram í september? Var á einhverju stigi talið nauðsynlegt að ákærði kæmi að þessu? (Icesave)
 • R | 13.3 2012, 11:28 | Tryggvi minnist þess ekki að afstaða hópsins til aðkomu Geirs hafi breyst. Björgvin G. hafi farið til Bretlands.
 • M | 13.3 2012, 11:29 | Ekki minnist ég þess svarar Tryggvi. Ekki talið að kalla ætti til Geir Haarde, að hann gæti haft einhverjar lausnir. Hann kom ekki til tals.
 • V | 13.3 2012, 11:30 | Andri: Var rætt um að ákærði gæti verið með einhverjar lausnir á þessu máli?
 • V | 13.3 2012, 11:30 | Tryggva: Það var aldrei rætt um það.
 • R | 13.3 2012, 11:30 | Magnús Reynir Guðmundsson dómari spyr hvort Seðlabanki hafi hugleitt að ríkið legði innstæðutryggingasjóði til fé.
 • V | 13.3 2012, 11:30 | Magnús dómari spyr: Var seðlabankinn að hugleiða það að leggja Tryggingasjóðnum til fé?
 • R | 13.3 2012, 11:32 | Tryggvi segir Seðlabanka ekki hafa hugleitt þetta. Ýmsir möguleikar hafi verið ræddir í samráðshópi en ekki lögð fram tillaga.
 • R | 13.3 2012, 11:32 | Skýrslutöku er lokið en Tryggvi biður um að fá að bæta við þeim 4 tölum í kennitölu sem hann mundi ekki í upphafi skýrslugjafar.
 • V | 13.3 2012, 11:32 | Tryggvi: Það var rætt um ýmsa möguleika, en að lokum var tekin ákvörðun um hvað ætti að gera.
 • V | 13.3 2012, 11:34 | Moli: Tryggvi Pálsson lauk máli sínu á því að bæta við síðustu fjórum tölunum í kennitölu sinni, hann mundi þær ekki áðan!
 • R | 13.3 2012, 11:34 | Jón Þorsteinn Oddleifsson sest í vitnasæti. Hann var áður forstöðumaður fjárstýringar á verðbréfasviði Landsbankans.
 • M | 13.3 2012, 11:35 | Tryggvi lýkur skýrslutökunni á því að biðja um leyfi til að bæta við tölunum fjórum í kennitölu sinni sem hann gleymdi í byrjun.
 • R | 13.3 2012, 11:35 | Vitnaleiðslur hafa staðið í 7 daga og er svo komið að dómforseti ruglast á því hvort næsta vitni er vitni sækjanda eða verjanda.

Jón Þorsteinn Oddleifsson

 • M | 13.3 2012, 11:35 | Jón Þorsteinn Oddleifsson fv. forstöðumaður fjárstýringar á verðbréfasviði Landsbankans ber næstur vitni
 • V | 13.3 2012, 11:36 | Jón Oddleifsson er sestur í vitnasætið, hann var forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans fyrir hrun hans.
 • R | 13.3 2012, 11:36 | Helgi hefur spurningar. Jón segir eitt af meginverkefnum verðbréfasviðs hafa verið að ávaxta lausafé, Icesvae nátengt.
 • M | 13.3 2012, 11:36 | Jón var náinn samstarfsmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar og sá sem einkum sinnti samskiptum við Alþjóða- og markaðssvið SÍ fyrir hönd Landsb.
 • M | 13.3 2012, 11:36 | Dómforseti er ekki óskeikull, hann taldi vitnið vera verjandans en þurfti að leiðrétta sig. Það er sækjandinn sem boðaði þetta vitni.
 • R | 13.3 2012, 11:37 | Helgi spyr hvort komið hafi til greina að flytja bundnar innstæður Icesave í dótturfélag.
 • R | 13.3 2012, 11:37 | Jón segir að þetta hafi verið rætt en man ekki hvers vegna ekki var ákveðið að fara þá leið.
 • M | 13.3 2012, 11:38 | Varasaksóknari spyr um flutning Icesave í Bretlandi í dótturfélög. Jón Þorsteinn var í samskiptum við breska fjármálaeftirlitið vegna þess.
 • R | 13.3 2012, 11:40 | Jón segir kröfur FSA í Bretlandi hafa þyngst eftir því sem leið á sumarið. Segir tillögu að dótturfélagavæðingu vera frá FSA.
 • M | 13.3 2012, 11:40 | Jón Þorsteinn segir að kröfur FSA hafi þyngst eftir því sem á leið. Saksóknari spyr hvers vegna samskipti Landsbanka við FSA hafi lagst af.
 • V | 13.3 2012, 11:40 | Jón: Kröfur breska fjármálaeftirlitsins þyngdust eftir því sem á leið á árið 2008.
 • R | 13.3 2012, 11:40 | Sigurjón Þ. Árnason sagði í gær að hugmyndin að dótturfélagavæðingu Icesave væri frá bankanum komin.
 • R | 13.3 2012, 11:41 | Helgi spyr hvort menn hafi viljað hafa Icesave í útibúi til að geta fengið fé úr sjóðum þess.
 • M | 13.3 2012, 11:41 | Stefna Landsbankans var alla tíð sú að fjármagna sig í gegnum móðurfélagið. Vantaði innlán í móðurfélagið, þess vegna farið í Icesave.
 • V | 13.3 2012, 11:42 | Jón: Ákvæði í lánasamningum voru þannig að það var erfitt, eða ómögulegt, að verða við þessum kröfum.
 • R | 13.3 2012, 11:42 | Stefna Landsbanka var alltaf að fjármagna starfsemi í gegnum móðurfélagið og láta það fjármagna dótturfélög, segir Jón.
 • R | 13.3 2012, 11:43 | Helgi spyr hvort það hefði haft neikvæð áhrif á samstæðuna ef bundin lán hefðu verið sett í dótturfélag.
 • M | 13.3 2012, 11:43 | Helgi spyr hvort það hefði haft neikvæð áhrif á samstæðuna að flytja eignir úr móðurfélagi í dótturfélag og þess vegna verið hætt við.
 • V | 13.3 2012, 11:44 | Jón: Fjármögnunin og eignirnar þurfa helst að vera á sama stað, í grunninn. Breytingin hefði þurft að taka mið af þessari stöðu.
 • R | 13.3 2012, 11:44 | Jón: Þá hefðu þurft að myndast eignir í dótturfélagi. Hefði fé farið úr útibúi í dótturfélag hefði þurft að fjármagna útibúið.
 • V | 13.3 2012, 11:45 | Helgi Magnús: Var vilji til þess að færa þetta yfir í dótturfélag, var unnið af þessu að heilindum, þ.e. færslu Icesave í dótturfélag?
 • M | 13.3 2012, 11:45 | Var í raun og veru vilji í Landsbankanum að flytja þetta í dótturfélög? Spyr Helgi. Vísbendingar um að bankastjórarnir hafi verið ósammála.
 • V | 13.3 2012, 11:45 | Jón: Í byrjun 2008 var byrjað að ræða um að færa þetta yfir í dótturfélag, og við uppfyllum allar lausafjárreglur í Bretlandi og hér.
 • V | 13.3 2012, 11:46 | Jón: Síðan breytist málið, þegar kröfur eftirlitsins fara að taka mið af einhverju öðru en lausafjárstýringu.
 • M | 13.3 2012, 11:46 | Helgi þarf að ítreka spurninguna því Jón svarar óskýrt. Jón: Ég held það hafi verið vilji hjá bankanum að gera þetta.
 • R | 13.3 2012, 11:46 | Varstu búinn að svara spurningunni? spyr Helgi vitnið.
 • V | 13.3 2012, 11:47 | Jón: Sá munur var á bankastjórunum var að Sigurjón talaði “mjög umbúðalaust” um áhyggjur sínar af færslu á eignunum.
 • R | 13.3 2012, 11:47 | Jón telur að það hafi verið vilji hjá bankanum að flytja Icesave í dótturfélag.
 • M | 13.3 2012, 11:47 | Jóna um ágrening bankastjóranna: Sigurjón talaði mjög umbúðalaust um áhyggjur sínar, en í grunninn held ég að þeir hafi verið sammála.
 • R | 13.3 2012, 11:47 | Jón telur bankastjórana hafa verið sammála um að flytja Icesave í dótturfélag. Telur Sigurjón hafa verið opinskárri um áhyggjur.
 • V | 13.3 2012, 11:47 | Jón: En í grunninn held ég að þeir hafi haft á þetta sömu eða svipaða sýn, þ.e. að kröfur breska eftirlitsins hafi verið óraunhæfar.
 • R | 13.3 2012, 11:49 | Andri spyr hvort FME hafi fylgst vel með tilraunum til að dótturfélagavæða Icesave. Já segir Jón.
 • V | 13.3 2012, 11:49 | Jón: Það var pressa á okkur sem sáu um að ávaxta lausafé bankans að reyna að styrkja fjármögnun og lausafjárstöðu bankans.
 • M | 13.3 2012, 11:49 | Jón: Það var pressa frá okkur sem sáu um að ávaxta lausafé bankans að útvega meira lausafé. Held að allir hafi verið meðvitair um þá þörf.
 • R | 13.3 2012, 11:49 | Það var pressa á okkur 2008 að búa til lausafé með öllum ráðum, segir Jón. Lausafé var orðið aðalmálið 2008.
 • V | 13.3 2012, 11:50 | Jón: Á árinu 2008 var lausafjárstaða bankans “aðalmálið” og allir yfirmenn voru meðvitaðir um mikilvægi þess að útvega laust fé út á eignir.
 • R | 13.3 2012, 11:50 | Jón segir að yfirmenn bankans hafi verið mjög á því að selja eignir. Svo hafi hópur farið í að ná í lán út á eignir.
 • M | 13.3 2012, 11:51 | Jón: Skilaboðin voru mjög skýr að það væri ekki hægt að selja eignir.
 • R | 13.3 2012, 11:51 | Jón segir sitt markmið hafa verið að ná í lausafé, annarra að meta hvort það væri best að gera með eignasölu eða öðrum hætti.
 • V | 13.3 2012, 11:52 | Andri spyr út í tölvupóst frá 17. ágúst 2008 sem Jón sendi FME, um kröfur breska fjármálaeftirlitsins.
 • R | 13.3 2012, 11:52 | Verjandi og saksóknari hafa báðir litið til dómara þegar þeir hafa vitnað í texta á ensku, minnugir málfarsábendinga gærdagsins.
 • V | 13.3 2012, 11:53 | Andri: Telur þú að þessar kröfur hafi verið óraunhæfar fyrir Landsbankann?
 • R | 13.3 2012, 11:53 | Jón telur að kröfur FSA hafi verið “alla vega ósanngjarnar” en erfitt að segja að það hafi verið ómögulegt að uppfylla þær.
 • V | 13.3 2012, 11:53 | Jón: Það var mjög erfitt að uppfylla þær, en það er erfitt fyrir mig að meta hvort það var ómögulegt.
 • M | 13.3 2012, 11:54 | Skýrslugjöf Jóns Þorsteins er lokið. Hádegishlé til kl. 13
 • R | 13.3 2012, 11:54 | Skýrslugjöf Jóns er lokið. Dómþingi er frestað til klukkan eitt. Þá kemur Árni Mathiesen og síðan Steingrímur J. Sigfússon.
 • V | 13.3 2012, 11:55 | Jón hefur lokið skýrslugjöf sinni, og hlé hefur nú verið gert á þinghaldi til klukkan 13:00.
 • R | 13.3 2012, 11:57 | Guðfríður Lilja Grétarsd. þingm VG og Kristrún Heimisd. fv aðstoðarm Ingibjargar Sólrúnar mættar. Geir heilsar þeim vinalega.
 • R | 13.3 2012, 12:00 | Jón Þorsteinn Oddleifsson var einn þeirra sem sérstakur saksóknari handtók og færði til yfirheyrslu vegna rannsóknar á hruninu.
 • V | 13.3 2012, 12:50 | Moli: Lögmenn halda áfram að kíkja hingað á áhorfendabekkina. Héraðsdómararnir Arngrímur Ísberg og Pétur Guðgeirsson voru að koma sér fyrir.
 • M | 13.3 2012, 12:54 | Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra ber næstur vitni fyrir Landsdómi. Hann er mættur í Þjóðmenningarhúsið.
 • V | 13.3 2012, 12:54 | Næstur í vitnasætið er Árni M. Mathiessen, fv. fjármálaráðherra. Hann starfar nú hjá FAO sem er með höfuðstöðvar í Róm.
 • M | 13.3 2012, 12:55 | Rannsóknarnefnd Alþingis taldi að Árni hefði, líkt og Geir, sýnt af sér vanrækslu í starfi með athafnaleysi
 • M | 13.3 2012, 12:57 | Samkvæmt skoðanakönnun sem MMR gerði í september 2010 vildu fleiri sjá Árna (66,3%) fara fyrir Landsdóm heldur en Geir (64,2%)
 • V | 13.3 2012, 12:57 | Moli: Það heldur áfram að fjölga í salnum. Sigurvin Ólafsson, lögmaður og fyrrum knattspyrnukappi, er að koma sér fyrir.
 • M | 13.3 2012, 12:58 | Alþingi komst þó að þeirri niðurstöðu að ákæra hann ekki, með 1 atkvæðis mun: 31 þingmaður vildi ekki ákæra Árna en 32 vildu það
 • R | 13.3 2012, 12:58 | Það verður fjármálaráðherraþema í landsdómi eftir hádegi. Þrír af síðustu fjórum til að gegna því starfi vera á staðnum.
 • M | 13.3 2012, 12:58 | Árni starfar nú hjá Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm þar sem hann stýrir sviði sjávarútvegs og fiskeldis
 • V | 13.3 2012, 13:00 | Moli: Kári Jónasson, fv. fréttastjóri RÚV og ritstjóri Fréttablaðsins, var að ganga inn til þess að fylgjast með gangi mála.
 • R | 13.3 2012, 13:00 | Geir Haarde var fjármálaráðherra 1998-2005, Árni Mathiesen 2005-2009 og Steingrímur J. Sigfússon 2009-2011.

Árni Mathiesen

 • R | 13.3 2012, 13:01 | Árni Mathiesen er nú sestur í vitnastól og er skýrslutaka yfir honum að hefjast.
 • R | 13.3 2012, 13:02 | Árni var fjármálaráðherra í hruninu. Um það kom út bókin Árni Matt: Frá bankahruni til byltingar.
 • V | 13.3 2012, 13:02 | Árni er kominn í vitnasætið að svara spurningum.
 • M | 13.3 2012, 13:03 | Saksóknari spyr Árna Mathiesen hvort hann hafi frá febrúar fram í október 2008 talið að hætta vofði yfir bönkum og ríkissjóði
 • R | 13.3 2012, 13:03 | Árni segir ekki auðvelt að svara því hvort sú tiltekna hætta sem lýst er í ákæru hafi vofað yfir eða hvenær hún hafi vofað yfir.
 • M | 13.3 2012, 13:03 | Árni:Út af fyrir sig ekki auðvelt að svara því hvort þessi tiltekna hætta sem er lýst hafi vofað yfir eða hvenær það hafi hafist
 • V | 13.3 2012, 13:03 | Árni: Það er ekki auðvelt að svara því hvenær hætta var á ferðum fyrir bankanna og ríkið.
 • R | 13.3 2012, 13:04 | Árni segir að sér hafi verið ljóst frá í janúar að bankarnir ættu við mikla erfiðleika að stríða með fjármögnun sína.
 • V | 13.3 2012, 13:04 | Árni: Í janúar var þó ljóst að það var erfitt fyrir bankanna að afla sér lánsfjár á mörkuðum og það var ljóst það gæti haft alvarleg áhrif.
 • M | 13.3 2012, 13:04 | Árni:Ég taldi hinsvegar frá janúar 2008 að erfiðleikar væru hjá bönkunum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Erfiðara að afla lánsfjár
 • V | 13.3 2012, 13:05 | Árni: Allar upplýsingar sem við fengum var að eignasöfn bankanna væru góð og trygg og vandamálin væru ekki vegna þeirra sjálfra.
 • M | 13.3 2012, 13:05 | Árni: En það er ekki fyrr en síðar á árinu sem fer að glitta í að bankarnir séu í hættu út af þeirra eigin stöðu
 • R | 13.3 2012, 13:05 | Allar skýrslur sem við fengum voru um að bankarnir stæðu vel, væru með góð eignasöfn og dreifða áhættu, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:06 | Saksóknari biður hann að tilgreina nánar hvenær á árinu hann hafi áttað sig á þessu. Árni nefnir þegar Icesave vandræðin byrjuðu
 • V | 13.3 2012, 13:06 | Árni: Maður fer að sjá það að Landsbankinn á í erfiðleikum með að flytja eignir vegna Icesave, þá fer maður að spyrja sig um gæði eigna.
 • R | 13.3 2012, 13:06 | Árni segir að maður verði að spyrja sjálfan sig hvers vegna hafi verið vandamál að flytja eignir til Bretlands vegna Icesave.
 • V | 13.3 2012, 13:07 | Árni: Síðan magnast upp þessar áhyggjur eftir því sem líður á árið.
 • M | 13.3 2012, 13:07 | Árni: Sú mynd sem okkur var gefin var að áhættan væri dreifð og eignasaföfn bankanna væru góð.
 • R | 13.3 2012, 13:07 | Sú spurning segir hann að vakni vegna skýrslugjafar um góða stöðu Landsbankans og hinna bankana.
 • M | 13.3 2012, 13:08 | Saksóknari spyr um þann lið ákærunnar sem snýr að samráðshópnum um fjármálastöðugleika. Var fjallað um vinnu þessa hóps í hópi ráðherra?
 • R | 13.3 2012, 13:08 | Árni fer yfir skipulag samráðshópsins, minnist þess ekki að hann hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundum.
 • V | 13.3 2012, 13:09 | Árni: Samráðshópurinn safnaði saman upplýsingum og fylgdist með gangi mála á hverjum tíma, og lagði mat á stöðu mála.
 • R | 13.3 2012, 13:09 | Árni segir samráðshóp ekki hafa átt að leggja fram aðgerðaáætlun heldur samræma viðbrögð við áföllum.
 • M | 13.3 2012, 13:09 | Árni minnist þess ekki að ráðherrar hafi rætt vinnu samráðshópsins. Ekki hlutverk hópsins að gera beina viðbragðsáætlun segir hann.
 • R | 13.3 2012, 13:10 | Það var talið myndu skaða sjálfstæða áhættu ef breytingar yrðu gerðar á lagabálkum í umhverfi bankanna segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:10 | Lá fyrir einhver grundvöllur að viðlagaáætlun þegar hrunið varð um haustið? spyr saksóknari.
 • R | 13.3 2012, 13:11 | Sigríður Friðjónsdóttir spyr Árna nú út í upplýsingagjöf til hans um störf samráðshópsins.
 • V | 13.3 2012, 13:11 | Árni: Samráðshópurinn hjálpaði til við að undirbyggja frekari aðgerðir þegar á hólminn var komið, þó hann hafi ekki búið til áætlanir.
 • M | 13.3 2012, 13:11 | Fólk var betur búið undir að takast á við vandann eftir að hafa farið í gegnum þessi atriði þótt ekki lægi fyrir tilbúin áætlun.
 • R | 13.3 2012, 13:11 | Árni segist ekki hafa verið upplýstur í smáatriðum og ekki hafa fengið gögn í hendurnar.
 • M | 13.3 2012, 13:12 | Árni heyrði ekki um aðkomu ráðgjafans Andrew Gracie fyrr en um haustið, í september. Heyrði þá fyrst þetta nafn.
 • V | 13.3 2012, 13:12 | Árni: Ég heyrði ekki af þessari greiningu Andrew Gracie, frá febrúar 2008, fyrr en seinni partinn í september sama ár.
 • R | 13.3 2012, 13:12 | Árni segist fyrst hafa heyrt um Andrew Gracy og tillögur hans í sept. 2008. Hafi spurt ráðuneytisstjóra út í skýrslur. frh
 • R | 13.3 2012, 13:13 | (frh) Baldri ráðuneytisstjóra datt þá í hug að Árni væri að spyrja út í skýrslu frá Gracy en svo var reyndar ekki.
 • M | 13.3 2012, 13:14 | Árni: Hlutverk fjármálaráðuneytis var að vita hvað væri að gerast ef til þess kæmi á siðari og erfiðari stigum málsins
 • R | 13.3 2012, 13:14 | Fjármálaráðun. átti að vita hvað gerðist á síðari stigum ef ákveða þyrfti fjárútlát, ekki komið að því um vorið, segir Árni.
 • R | 13.3 2012, 13:15 | Saksóknari hefur lokið sínum spurningum um ákærulið 1.3 og verjandi velur að spyrja ekki út í hann. Komið að ákærulið 1.4.
 • M | 13.3 2012, 13:16 | Saksóknari spyr Árna um aðgerðir til þess að draga úr stærð bankakerfisins á árinu 2008
 • R | 13.3 2012, 13:16 | Minnkun bankakerfisins var meðal umræðuefna á fundum sem við Geir áttum með bankamönnum, segir Árni.
 • V | 13.3 2012, 13:17 | Árni: Ég átti fundi með Geir, ásamt fulltrúum bankanna, þar sem rætt var um nauðsyn þess að minnka bankakerfið.
 • R | 13.3 2012, 13:17 | Það var yfirlýst stefna stjórnvalda að draga úr stærð bankakerfisins, segir Árni. Það var ekki ágreiningur um það.
 • M | 13.3 2012, 13:17 | Árni: Var ljóst á þessum tíma að það var yfirlýst stefna stjórnvalda að það þyrfti að draga úr stærð bankakerfisins.
 • R | 13.3 2012, 13:17 | Árni segir að það hafi verið tilmæli frá stjórnvöldum að draga úr stærð bankanna og bankanir tekið vel í það.
 • M | 13.3 2012, 13:18 | Árni: Held það hafi verið tilmæli frá stjórnvöldum til bankanna að minnka við sig og þeim hafi verið tekið vel. Þeir reyndu
 • R | 13.3 2012, 13:18 | Hluti af erfiðleikum Glitnis var að tilraunir hans til að minnka efnahagsreikning með sölu eigna gengu til baka, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:18 | Saksóknari spyr hvort fram hafi farið mat eða greining á hvaða áhætta stærð bankakerfisins hefði fyrir ríkissjóð
 • V | 13.3 2012, 13:19 | Árni: Það var alveg ljóst, að það var “opinber stefna” stjórnvalda að reyna að draga úr áhættu vegna þess hve bankakerfið var stórt.
 • R | 13.3 2012, 13:19 | Árni segir að ekki hafi verið gert heildstætt mat á hættu fyrir ríkið vegna útrásar banka, óvíst að það hefði nokkru skilað
 • M | 13.3 2012, 13:19 | Árni: Veit ekki til þess að slík greining hafi verið gerð og telur ekki að það hefði skilað miklu. Hefði þá þurft að gerast fyrr
 • M | 13.3 2012, 13:20 | Árni: Hefði þá frekar átt að gerast árið 2003, þegar bindiskyldan var minnkuð.
 • R | 13.3 2012, 13:20 | Saksóknari spyr hvort menn hafi rætt snemma árs 2008 hættuna á að aðrir bankar fylgdu ef einn félli.
 • M | 13.3 2012, 13:21 | Bankarnir lögðu allir áherslu á það að þó þeir væru allir íslenskir væru þeir ekki allir eins. Ríkjandi sjónarmið fram á síðustu stundu.
 • V | 13.3 2012, 13:21 | Árni: “Stærstu stökkin” í vexti bankanna er á fyrri hluta tímabilsins sem oft er um rætt, það er frá einkavæðingu og fram að hruni.
 • R | 13.3 2012, 13:21 | Við ræddum þetta, segir Árni, en bankarnir lögðu áherslu á ólíka uppbyggingu sína. Eins hefðu þeir sagst vera með ólíka áhættu.
 • R | 13.3 2012, 13:22 | Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig staða bankanna var og hvernig eignasafni þeirra var háttað, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:22 | Árni: Svo er voðalega erfitt að átta sig á því hver var raunveruleg staða þeirra, hvernig voru eignasöfnin samsett, hvert var eigið fé
 • V | 13.3 2012, 13:22 | Árni: Það var hins vegar mjög erfitt að átta sig á stöðu bankanna á síðustu metrunum, “klukkan kortér í tólf” áður en hrunið varð.
 • R | 13.3 2012, 13:22 | Árni segir erfitt að vita hvernig staða bankanna var “korter í tólf” rétt áður en þeir féllu.
 • V | 13.3 2012, 13:23 | Árni: Ég held að staða bankanna muni ekki skýrast endanlega fyrr en það er búið að fara rækilega í gegnum eignasafnið í þrotabúunum.
 • R | 13.3 2012, 13:23 | Árni rifjar upp fund með Geir og forstjóra FME í mars 2008. Þá hafi staða bankanna verið talin sterkt.
 • M | 13.3 2012, 13:23 | Árni og Geir funduðu í mars 2008 um bankana og töldu þá sterka og eignasöfnin í lagi. Vandamálið væri aðgengi að lánsfé
 • V | 13.3 2012, 13:23 | Árni: Ég átti samtal við forstjóra FME, þar sem hann sagði að áhyggjuefnið væri fyrst og fremst lausafjárvandi en ekki eigin fé.
 • M | 13.3 2012, 13:24 | Saksóknari vísar í stefnu ríkisstjórnar frá 2007 um að útrásarfyrirtæki gætu áfram vaxið og haft höfuðstöðvar á Íslandi
 • V | 13.3 2012, 13:24 | Árni: Það sama má segja um skýrslur seðlabankans á árinu 2008, sem aldrei gáfu til kynna að eigið fé bankanna væri vandamál.
 • R | 13.3 2012, 13:24 | Saksóknari spyr út í stefnumótun ríkisstjórnar um að útrásarfyrirtæki sjái sér hag að hafa höfuðstöðvar hérlendis.
 • R | 13.3 2012, 13:25 | Þetta sneri að því að skattalegt umhverfi og aðstæður væru þannig að við værum samkeppnishæf við önnur lönd, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:25 | Árni: Það var ekki beinlínis verið að hugsa um hina hefðbundnu bankastarfsemi í þessu tilviki
 • R | 13.3 2012, 13:25 | Það var ekki beinlínis verið að fjalla um hefðbundna bankastarfsemi í þessu tillliti, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:26 | Árni: Ekki hægt að skilja þetta þannig að það hafi verið stefna ríkisstjórnarinnar að bankakerfið stækkaði.
 • R | 13.3 2012, 13:26 | Það var ekki stefna ríkisstjórnar að hefðbundna bankakerfið stækkaði heldur ný tegund af bankastarfsemi sem væri annars eðlis.
 • R | 13.3 2012, 13:27 | Saksóknari spyr nú út í fund með Davíð Oddssyni eftir Lundúnaferð hans.
 • M | 13.3 2012, 13:27 | Talið berst að fundinum í ráðherrabústaðnum þar sem Ingibjörg Sólrún sagði að Davíð Oddsson hefði tekið hamskiptum
 • R | 13.3 2012, 13:28 | Boðskapur Davíðs var sá að lánadrottnar hefðu misjafna skoðun á því að Ísland færi í skuldabréfaútboð erlendis, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:28 | Sá fundur var eftir ferð seðlabankastjóra til London þar sem hann fékk skilaboð um lágt álit Breta á íslenskum bankamönnum
 • R | 13.3 2012, 13:29 | “Síðan voru komment líka um afstöðu þeirra til bankanna og þeirra aðgerða og möguleika,” segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:29 | Saksóknari spyr hvort eitthvað sérstakt hafi verið aðhafst í tilefni þeirra uplýsinga sem DO kom með. Árni svarar því játandi.
 • V | 13.3 2012, 13:29 | Árni: Ég spurði sérstaklega á fundinum með Davíð í febrúar 2008, hvað við gætum gert til þess að bregðast við.
 • R | 13.3 2012, 13:29 | Árni telur að aðhafst hafi verið vegna boðskaps Davíðs. Hafi spurst fyrir um aðgerðir og sagt að þær væru þegar í gangi.
 • M | 13.3 2012, 13:30 | IngibjörgSólrún sagði í gær að ráðherrarnir hefðu haft mikinn fyrirvara á yfirlýsingum Davíðs á þessum fundi og ekki treyst þeim
 • R | 13.3 2012, 13:30 | Aðgerðir sneru að því að minnka bankana og stækka gjaldeyrisvarasjóðinn. Síðar kom inn í hvað yrði gert við Icesave, segir Árni
 • R | 13.3 2012, 13:31 | Hlutir sem voru til umræðu á fundinum voru annars vegar á verksviði FME og hins vegar Seðlabanka, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:31 | Árni: Þessir hlutir sem þarna voru til umræðu voru allir á verksviði annars vega seðlabanka og hinsvegar FME
 • V | 13.3 2012, 13:32 | Árni: Það var rætt um að halda áfram að reyna að gera það sem þegar var verið að gera, þ.e. að draga úr stærð bankanna og afla lánsfjár.
 • M | 13.3 2012, 13:33 | Árni segist ekki muna nákvæmlega hvað kom fram á hverjum fundi fyrir sig. Fleiri vitni hafa átt erfitt með að greina milli funda
 • R | 13.3 2012, 13:33 | Saksóknari spyr Árna út í fundi og hvort ákveðin gögn hafi verið sýnd þar. Árni man ekki hvaða gögn voru sýnd hvenær.
 • R | 13.3 2012, 13:34 | Ein spurningin snýr að endurfjármögnunarþörf banka. Árni man tölurnar ekki glöggt en telur þær vanmetnar.
 • M | 13.3 2012, 13:36 | Árni segist heldur ekki muna alveg þær tölur sem um var rætt á árinu 2008 varðandi endurfjármögnunarþörf bankanna.
 • V | 13.3 2012, 13:36 | Árni: Aðaláherslan var að reyna að stækka gjaldeyrisvaraforðann og styrkja hann. Við töldum það skipta mestu máli.
 • M | 13.3 2012, 13:36 | Árni: Aðaláherslan í því sem við vorum að reyna að gera var að stækka gjaldeyrisvaraforðann. Töldum það skipta mestu máli
 • R | 13.3 2012, 13:36 | Aðaláherslan á því sem við vorum að gera var að reyna að stækka gjaldeyrisvaraforðann. Töldum það skipta mestu máli, segir Árni.
 • R | 13.3 2012, 13:37 | Sigríður hefur spurt út í einstök atriði á stökum fundum en Árni man óljóst eftir umræðuefnum.
 • M | 13.3 2012, 13:37 | Árni: Það sýndi styrk ríkissjóðs sem bakhjarls ef illa færi. Ekki að það yrði lánað, en myndi auka traust svo aðrir væru tilbúnir að lána.
 • V | 13.3 2012, 13:38 | Árni er að rekja hvernig málin horfðu við honum á árinu 2008, út frá spurningum saksóknara er varða ákæruna. http://t.co/kl62ewNq
 • R | 13.3 2012, 13:38 | Saksóknari spyr út í minnisblað frá 12. feb. um það m.a. að draga þyrfti úr stærð bankakerfisins.
 • M | 13.3 2012, 13:39 | Árni Páll Árnason gengur inn og fær sæti innst í salnum. Hann hefur áður látið sjá sig á áhorfendapöllum Landsdóms
 • R | 13.3 2012, 13:39 | Árni segist ekki muna eftir slíkri umræðu í þessu tilviki en kveðst hafa rætt þetta oft við Geir.
 • R | 13.3 2012, 13:40 | Ég held það hafi ekki verið auðvelt verkefni að minnka efnahagsreikning bankanna á þessum tíma, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:40 | Árni segist halda að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að minnka efnahagsreikning bankanna á þessum tíma. Markaðir ekki góðir
 • V | 13.3 2012, 13:40 | Moli: Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, er mættur í salinn og fylgist grannt með gangi mála.
 • M | 13.3 2012, 13:41 | Árni: Mjög tvíeggja hvað var hægt að ganga langt á þessum tíma (til að draga úr stærð bankakerfisins).
 • V | 13.3 2012, 13:41 | Árni: Ég held að það hafi ekki vantað upp á það að bankarnir hafi verið að reyna að selja eignir, það hins vegar gekk illa.
 • M | 13.3 2012, 13:42 | Árni: Ef það hefði verið byrjað á árinu 2006 hefði það getað skipt máli. Efast um að það hafi verið viku eða mánaðaspursmál 2008
 • R | 13.3 2012, 13:42 | Árni telur að það hafi ekki verið viku eða mánaðaspursmál hvort eignasala gengi, hefði verið annað mál 2006.
 • M | 13.3 2012, 13:42 | Árni segist ekki efast um að bankarnir hafi reynt það sem þeir gátu til að minnka við sig því það hefði haft svo augljósa hagsmuni fyrir þá
 • R | 13.3 2012, 13:42 | Árni efast ekki um vilja Glitnis til að selja eignir, það hefði haft svo augljós áhrif á fjárhag bankans.
 • M | 13.3 2012, 13:43 | Umræða um flutning höfuðstöðva úr landi kom ekki til fyrr en seinna á árinu. Ef tími hefði gefist til hefði eflaust verið látið reyna á það.
 • V | 13.3 2012, 13:43 | Árni: Hver var raunveruleg staða bankanna? Hvernig var eiginfjárstaða bankanna í reynd? Þetta eru stóru spurningarnar.
 • M | 13.3 2012, 13:43 | Árni: Skv. öllum þeim upplýsingum sem við höfðum og öllum skýrslum þá áttu hlutirnir að vera í lagi
 • V | 13.3 2012, 13:44 | Árni: Opinberar skýrslur gáfu til kynna að staðan væri góð, en síðar hefur komið í ljós að innviðir bankakerfisins voru veikir.
 • R | 13.3 2012, 13:44 | Árni telur að það hefði ekki átt að vera stórt vandamál fyrir Landsbanka að uppfylla skilyrði FSA ef allt hefði verið í lagi.
 • M | 13.3 2012, 13:44 | Þegar til stóð að flytja Icesave, og FSA setti afar hörð skilyrði segist Árni hinsvegar hafa spurt sig hvers vegna, hver væri raunin
 • V | 13.3 2012, 13:45 | Árni: Það hefði haft gríðarleg áhrif ef Kaupþing hefði fært sýna starfsemi meira og minna alla úr landi. Þetta var helmingurinn af kerfinu.
 • M | 13.3 2012, 13:45 | Saksóknari spyr um bréf Mervyn King til Davíðs Oddssonar. Árni heyrði ekki af því fyrr en síðar segir hann.
 • R | 13.3 2012, 13:46 | Saksóknari spyr út í bréf seðlabankastjóra Bretlands til Davíðs. Árni segist fyrst hafa heyrt af því síðar.
 • R | 13.3 2012, 13:47 | Saksóknari spyr hví Björgvin G undirritaði ekki samkomulag um gjaldeyrisskiptasamning við norræn ríki.
 • R | 13.3 2012, 13:47 | Árni segist ekki geta sagt til um hvers vegna svo var, í samsteypustjórn sé það mál flokkanna hverjir koma að málum.
 • M | 13.3 2012, 13:47 | Árni segir að í samsteypustjórnum séu það flokkarnir sjálfir sem skipi sínu fólki til verka. Hann geti ekki svarað fyrir Björgvin G.
 • R | 13.3 2012, 13:48 | Ég vissi ekki annað en að plaggið væri í sátt við þá ráðherra sem skilyrðin snertu, segir Árni.
 • V | 13.3 2012, 13:48 | Árni: Ég hefði kosið að félagsmálaráðherrann hefði skrifað undir þetta samkomulag við norrænu seðlabankanna.
 • M | 13.3 2012, 13:48 | Spurt er hvers vegna Björgvin G. undirritaði ekki samkomulagið um gjaldeyrisskiptasamning við norrænu seðlabankana.
 • R | 13.3 2012, 13:49 | Árni segir að hann hefði viljað að Jóhanna Sig, þá félagsmálaráðherra hefði undirritað plaggið vegna skilyrða um Íbúðalánasjóð.
 • M | 13.3 2012, 13:49 | Árni segist sjálfur hafa kosið að félagsmálaráðherra hefði skrifað undi frekar en Björgvin, því samkomulagið setti skyldur á Íbúðalánasjóð
 • R | 13.3 2012, 13:49 | Árni segir að skilyrði um Íbúðalánasjóð sé það eina sem hafi ekki verið unnið að í samræmi við plaggið.
 • V | 13.3 2012, 13:49 | Árni: Það voru þarna skuldbindingar um Íbúðalánasjóð, sem heyrði undir félagsmálaráðherrann.
 • V | 13.3 2012, 13:51 | Árni: Ég kom þeim skilaboðum á framfæri að það þyrfti að færa Icesave yfir í dótturfélag, með öllum ráðum.
 • M | 13.3 2012, 13:51 | Árni segist telja að stjórnvöld hafi ekki haft forsendur til að meina Landsbankanum að stofna Icesave reikningana.
 • R | 13.3 2012, 13:52 | Það var ekki ríkisstjórnar að ríkið bæri ábyrgð á Icesave. Hefði verið einfaldara að hafa Icesave í dótturfélögum, segir Árni.
 • V | 13.3 2012, 13:52 | Árni: Fjármálaeftirlitin í Bretlandi og Hollandi gerðu sér grein fyrir að Landsbankinn þurfti sárlega á þessu fjármagni að halda.
 • M | 13.3 2012, 13:52 | Árni: Það hefði verið einfaldara fyrir alla aðila ef Icesave reikningarnir hefðu verið í dótturfélögum.
 • V | 13.3 2012, 13:53 | Árni: Við erum í dag, að horfa upp á að það að þrotabú Landsbankans skili nægilega miklu til þess að greiða alla Icesave-skuldina.
 • R | 13.3 2012, 13:53 | Það var ekki álit ríkisstjórnar að ríkið bæri ábyrgð á Icesave, hefði verið einfaldara að hafa það í dótturfélögum, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 13:53 | Saksóknari reynir að fá Árna til að segja hvort það hafi verið rætt um að Icesave reikningunum fylgdi hætta vegna ríkisábyrgðar.
 • V | 13.3 2012, 13:53 | Árni: Okkar afstaða var alltaf sú að það væri ekki ríkisábyrgð á Tryggingasjóðnum íslenska.
 • V | 13.3 2012, 13:54 | Árni: Þetta var viðkvæm staða, þar sem það var horft til ríkisins og seðlabankans, þegar kom að trúverðugleika bankanna út á við.
 • M | 13.3 2012, 13:54 | Árni: Þegar þetta er að gerast þá vitum við ekki um þá hluti sem áttu eftir að gerast í október.
 • M | 13.3 2012, 13:54 | Árni segir að mönnum hætti til að skoða hlutina núna út frá þeim endi sem orðin sé ljós, en menn hafi ekki vitað það þá.
 • R | 13.3 2012, 13:55 | Hægri hönd Árna er á hraðferð yfir borðið meðan hann ber vitni. Á úlnlið hans má sjá vinaband.
 • M | 13.3 2012, 13:55 | Árni segir að þeir Geir hafi auðvitað rætt það “hvernig við gætum þurft að koma að málum”.
 • R | 13.3 2012, 13:56 | Það er óskilgreind skylda á ríki og seðlabönkum að koma bönkum og bankakerfi til aðstoðar. Enginn veit hvar hún byrjar (frh)
 • M | 13.3 2012, 13:56 | Árni segir að skylda hins opinbera til að koma bönkum til bjargar sé óskilgreind. Verið sé að ganga lengra í því en áður.
 • R | 13.3 2012, 13:56 | (frh) og hvar hún endar, segir Árni. Gengið miklu lengra úti í heimi nú en nokkru sinni fyrr að ríkið hjálpi bankakerfinu.
 • V | 13.3 2012, 13:56 | Árni: Það er erfitt að ákveða fullkomlega fyrirfram hvernig eigi að bregðast við aðstæðum sem breytast í sífellu.
 • V | 13.3 2012, 13:57 | Árni: Það var talað um Landsbankamenn auglýstu Icesave-reikninganna með ríkisábyrgð Tryggingasjóðs, en ég veit ekki með það.
 • R | 13.3 2012, 13:57 | Árni telur að með því að ríkið komi svo mikið til hjálpar einkafyrirtækjum skapist hætta á að fólk geri ráð frir slíkri aðstoð.
 • M | 13.3 2012, 13:57 | Um hægri úlnlið Árna Mathiesen sést í eitthvað sem virðist vera röndótt vinaband
 • V | 13.3 2012, 13:58 | Sigríður: Var það þannig? Árni: Ég bara veit ekki hvernig það var, en það var talað um þetta þannig, m.a. af hollenskum yfirvöldum.
 • R | 13.3 2012, 13:59 | Andri spyr nú út í hvatningu stjórnvalda til banka um að bregðast við aðstæðum. Árni segir slíka hvatningu hafa verið til staðar
 • V | 13.3 2012, 14:00 | Árni: Á fyrstu mánuðum ársins 2008 þá snérist málið um að fá Kaupþingsmenn til þess að falla frá kaupum á NIBC.
 • R | 13.3 2012, 14:00 | Fyrstu mánuði ársins sneru málin gagnvart Kaupþingi aðallega að því að bjarga þeim frá kaupum á hollenskum banka, segir Árni.
 • R | 13.3 2012, 14:01 | Árni telur að það hafi komið til greina að FME myndi banna kaupin á NIBC, það hafi þó ekki komið til
 • R | 13.3 2012, 14:02 | Gestum í dómsal hefur fjölgað eftir því sem liðið hefur á daginn. Voru ekki margir í morgun en nær fullsetinn salur nú.
 • M | 13.3 2012, 14:03 | Árni telur að seðlabankinn hafi haft mjög góð sambönd. Við treystum á að hann stæði vel að því að tryggja gjaldeyrisvaraforðann
 • R | 13.3 2012, 14:03 | Andri spyr hvort seðlabankastjóri hafi rætt við Árna um samskiptavanda við seðlabankastjóra Svíþjóðar.
 • R | 13.3 2012, 14:03 | Árni segist ekki hafa heyrt af því þá, heldur hafi hann heyrt af því síðar frá báðum seðlabankastjórunum.
 • M | 13.3 2012, 14:04 | Árni segist oft hafa hitt seðlabankastjóra Svíþjóðar og vel hafi farið á með þeim. Kannast ekki við að hann hafi lagt stein í götu SÍ
 • R | 13.3 2012, 14:04 | Fór ágætlega á með mér og seðlabankastjóra Svíþjóðar, segir Árni. Vorum í kjördæmagrúppu á fundum AGS
 • R | 13.3 2012, 14:05 | Davíð hafði lýst andstöðu Svíans við Ísland, Árni varð þess ekki var.
 • M | 13.3 2012, 14:05 | Markús Sigurbjörnsson biður saksóknara að líta til klukkunnar. Sigríður: Nú er ég bara klukkulaus. Hún stoppaði
 • V | 13.3 2012, 14:06 | “Nú er ég bara klukkulaus!” sagði Sigríður sakóknari, þegar Markús áréttaði að tíminn liði. Salurinn hló við.
 • R | 13.3 2012, 14:06 | Skýrslutakan snýst nú að næsta ákærulið, um tilraunir til að koma Icesave í dótturfélag.
 • R | 13.3 2012, 14:07 | Árni segir að Björgvin G hafi hringt í sig vegna fundar við Darling og Árni beðið um að Baldur Guðlaugs færi með.
 • M | 13.3 2012, 14:07 | Árni segir Björgvin G. hafa hringt í sig og spurt hvort Baldur Guðlaugs ætti ekki að fara með á fundinn með Alistair Darling
 • R | 13.3 2012, 14:07 | Saksóknari rifjar upp að Björgvin G hafi sagt Geir hafa haft samband við sig og beðið um að Baldur færi með.
 • V | 13.3 2012, 14:08 | Árni: Landsbankinn var að vinna í Icesave-málinu, ásamt eftirlitunum í Bretlandi, Hollandi og á Íslandi.
 • M | 13.3 2012, 14:08 | Saksóknari bendir á að Björgvin G. hafi sagt að Geir hefði hringt í sig til að stinga upp á að Baldur færi með.
 • R | 13.3 2012, 14:08 | “Það útilokar ekki hvort annað” segir Árni. Segir að Geir hafi líklega fylgst meira með Icesave málum en hann sjálfur.
 • M | 13.3 2012, 14:08 | Árni: Jah, það útilokar ekki hvort annað. Þekkir ekki samskipti Geirs við Björgvin G. fyrir þennan fund
 • R | 13.3 2012, 14:09 | Vandamálið við Icesave-flutning var hvernig Landsbanki gæti framkvæmt hann án þess að skaðast, segir Árni.
 • V | 13.3 2012, 14:09 | Árni: Það var fundað með Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands, vegna þess hvernig staðan var þarna í september 2008.
 • M | 13.3 2012, 14:10 | Saksóknari spyr hvort Landsbankinn hafi dregið lappirnar við að færa Icesave í dótturfélag. Var raunverulegur áhugi hjá þeim?
 • V | 13.3 2012, 14:10 | Árni: Vandamálið var að það var ekki augljóst hvernig það hefði átt að framkvæma eignaflutninginn á móti Icesave-innlánunum.
 • R | 13.3 2012, 14:10 | Auðvitað hafði maður áhyggjur af því að þetta væri eitthvað sem þeir hefðu ekki alltof mikinn áhuga á eða gætu ekki gert, (frh)
 • V | 13.3 2012, 14:10 | Árni: Þetta samskipti við bresk stjórnvöld á þessum tíma voru “alveg óskaplega skrýtin”.
 • M | 13.3 2012, 14:11 | Árni segir að það sé erfitt að rifja upp hvernig það var þá út frá því sem hann veit núna. En höfðu áhyggjur af viðhorfi Landsbankamanna.
 • R | 13.3 2012, 14:11 | (frh) segir Árni um Landsbankann og flutning Icesave. Telur samskipti ísl stjórnvalda við FSA mjög skrýtin.
 • V | 13.3 2012, 14:12 | Árni: Breska þingnefndin sem fóru yfir samskiptin við Ísland fullyrti að Darling hefði sagt ósatt um það sem ég átti að hafa sagt honum.
 • M | 13.3 2012, 14:12 | Samskipti íslenskra stjórnvalda við breska eftirlitið voru mjög skrýtin á þessum tíma segir Árni.
 • R | 13.3 2012, 14:13 | Árni segir fjármálaeftirlit Manar og Ermarsundseyja hafa lýst erfiðleikum í samskiptum við FSA þegar kom að íslenskum bönkum.
 • M | 13.3 2012, 14:13 | Árni: Ég hef miklar efasemdir um heilindi breskra stjórnvalda í samskiptum við okkur á þessum tíma
 • V | 13.3 2012, 14:13 | Árni: Eftir á að hyggja, þá voru samskiptin, þegar maður fær sýn yfir þess atburði í september, þá efast ég um heilindi Bretanna.
 • R | 13.3 2012, 14:14 | Saksóknari spyr út í svarbréf Íslands til breskra stjórnvalda um Icesave.
 • M | 13.3 2012, 14:14 | Árni. Það var verið að reyna að forðasst að lýsa yfir ábyrgð, sem við töldum ekki vera fyrir hendi
 • R | 13.3 2012, 14:14 | Árni segir stjórnvöld hafa forðast að taka á sig ábyrgð án þess að segja beint að þau tækju hana ekki á sig.
 • V | 13.3 2012, 14:14 | Árni: Bretarnir voru einkennilegir í allri sinni framgöngu, jafnt við Landsbankann sem okkur, það sér maður þegar allt liggur fyrir.
 • M | 13.3 2012, 14:15 | Árni frh: en líka verið að reyna að forðast að gefa til kynna að við myndum ekkert aðhafast. (í bréfi til breskra stjórnvalda)
 • M | 13.3 2012, 14:16 | Saksóknari spyr Árna hvort hann hafi vitað að Icesave reikningarnir væru kvikir, mikið væri að fara út af þeim í einu
 • R | 13.3 2012, 14:16 | Það styttist í lokin á skýrslutökum og virðist smá galsi hlaupinn í saksóknara. Skaut t.a.m. á tímastjórn dómsforseta áðan.
 • M | 13.3 2012, 14:16 | Árni segir að viðkvæðið hafi verið að þetta væri misjafnt, stundum færi mikið út af reikningunum og stundum kæmi mikið inn.
 • R | 13.3 2012, 14:17 | Einn dómari hefur lygnt aftur augum sínum, annan daginn í röð. Eflaust til að heyra betur.
 • M | 13.3 2012, 14:18 | Árni minnist þess ekki að kallað hafi verið eftir því að hann eða Geir kæmu að Icesave flutningunum í Bretlandi með beinum hætti
 • R | 13.3 2012, 14:18 | Andri spyr Árna hvort tilmæli hafi komið um að Geir myndi beita sér vegna Icesave. Nei, svarar Árni.
 • R | 13.3 2012, 14:18 | Árni telur alveg hugsanlegt að bresk yfirvöld hafi ekki viljað að Icesave yrði flutt í dótturfélag. Kom afturkippur í málið.
 • M | 13.3 2012, 14:18 | Hann segir að málið hafi verið í eðlilegum farvegi hjá FME og viðskiptaráðuneytinu
 • V | 13.3 2012, 14:19 | Andri: Er hugsanlegt að sú stund hafi verið komið upp að bresk yfirvöld hafi ekki viljað að Icesave í dótturfélag?
 • M | 13.3 2012, 14:19 | Árni telur ekki útilokað að bresk stjórnvöld hafi hreinlega ekki viljað að Icesave yrði flutt í dótturfélög.
 • V | 13.3 2012, 14:19 | Árni: Ég tel það alveg eins líklegt enda breytist afstaða þeirra mikið eftir því sem á líðu. Kannski vildu þau að þetta yrði íslenskur vandi
 • R | 13.3 2012, 14:20 | Árni Einnig kunni að vera að Bretar hafi reynt að byggja sér upp stöðu til að gera kröfu um að íslensk stjórnvöld legðu fram fé.
 • M | 13.3 2012, 14:20 | Þá snýr saksóknari sér að síðasta ákærulið, um skyldu Geirs til að halda ráðherrafundi um ástandið
 • R | 13.3 2012, 14:21 | Andri lýkur spurningum og Sigríður spyr út í ákærulið um að Geir hafi ekki haldið ráðherrafundi um vanda bankanna.
 • M | 13.3 2012, 14:21 | Árni segir að þessi málefni hafi verið til umræðu á ríkisstjórnarfundum, en ekki á dagskránni samt
 • R | 13.3 2012, 14:21 | “Þessi málefni voru til umræðu á ríkisstjórnarfundum,” segir Árni. Var ekki á formlegri dagskrá.
 • V | 13.3 2012, 14:21 | Árni: Oft er það þannig að minnst af því sem er rætt, er á formlegri dagskrá ríkisstjórnarinnar.
 • M | 13.3 2012, 14:21 | Árni: Það er nú oft þannig [á ríkisstjórnarfundum] að minnst af því sem er rætt er á dagskránni
 • M | 13.3 2012, 14:23 | Árni: Þannig að þó að þessir hlutir hafi ekki verið á dagskránni voru þeir mikið ræddir.
 • R | 13.3 2012, 14:23 | Geir var opnastur hvað það varðar að miðla upplýsingum af þeim þremur forsætisráðherrum sem ég hafði, segir Árni.
 • V | 13.3 2012, 14:24 | Árni: Ég held að ég geti alveg sagt að af þeim þremur forsætisráðherrum sem ég vann með, fannst mér Geir vera opnastur að miðla upplýsingum.
 • M | 13.3 2012, 14:24 | Árni sat í ríkisstjórn í 10 ár undir þremur forsætisráðherrum hver hafi haft sitt lag til að stýra ríkisstjórnarfundum, Geir opnastur þeirra
 • R | 13.3 2012, 14:24 | Árni segir þetta ekki til að draga úr Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni. Hann hafi bara verið opnari en þeir.
 • M | 13.3 2012, 14:24 | Árni: Ég held að það sé í eðli Geirs að miðla upplýsingum til sinna félaga
 • R | 13.3 2012, 14:25 | Halldór hafi þó haft þann sið að funda í ráðherrabústað á föstudögum og þá voru mörg mál rædd yfir morgunkaffi fyrir fund.
 • V | 13.3 2012, 14:25 | Árni: Með því er ég ekki að segja Davíð og Halldór hafi ekki verið opnir með sitt, heldur frekar að Geir hafi lagt mikla áherslu á þetta.
 • R | 13.3 2012, 14:25 | Ég held það sé engin leið að halda því fram að Geir hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið upplýsingum frá ráðherrum, segir Árni.
 • M | 13.3 2012, 14:26 | Árni: Held að það sé engin leið að halda því fram að Geir hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið upplýsingum frá ráðherrum
 • V | 13.3 2012, 14:26 | Árni: Ég held að það sé ekki hægt að halda því fram að Geir hafi ekki gert grein fyrir fyrir upplýsingum á fundum eða þess háttar.
 • R | 13.3 2012, 14:26 | Saksóknari spyr út í óskir Össurar Skarphéðinssonar og Kristjáns Möller um að ræða efnahagsmál á ríkisstjórnarfundum.
 • R | 13.3 2012, 14:27 | Árni segist ekki muna þetta í smáatriðum en telur að þetta hafi ekki snúið að bankamálum, KLM hafi talað um áhrif á sveitarfélög
 • M | 13.3 2012, 14:27 | Árni hefur ekki tölu á þeim fundum sem hann átti með Geir og getur í minningunni ekki greint á milli hvað var sagt á hverjum fundi fyrir sig
 • R | 13.3 2012, 14:28 | Árni segir að uppstilling Björgvins á hópi sem hann lagði til hafi verið keimlík samráðshópnum. Hefði líklega komið í staðinn.
 • M | 13.3 2012, 14:28 | Fyrir hádegi var heldur fámennt í salnum en smám saman hefur bæst í og nú virðast áhorfendapallarnir fullir.
 • V | 13.3 2012, 14:29 | Sigríður: Manstu eftir því að það hafi rætt um málefni einstakra banka á fundum ríkisstjórnarinnar?
 • V | 13.3 2012, 14:29 | Árni: EInhvern tímann bar Icesave á góma, finnst mér líklegt.
 • R | 13.3 2012, 14:30 | Saksóknari spyr út í komu Davíðs Oddssonar á ríkisstjórnarfund eftir að Glitnir var yfirtekinn.
 • M | 13.3 2012, 14:30 | Saksóknari spyr um óvænta komu Davíðs Oddssonar á ríkisstjórnarfund. Árni telur að Geir hafi boðið honum inn
 • R | 13.3 2012, 14:30 | Árni skynjaði komu Davíðs þannig að hann hefði komið til að hitta Geir en Geir ákveðið að bjóða honum inn á fundinn.
 • M | 13.3 2012, 14:30 | Davíð hafi ætlað að hitta Geir en Geir talið að það sem hann hefði að segja gæti hann sagt við alla ráðherrana
 • R | 13.3 2012, 14:31 | Árni telur að Geir hafi viljað að Davíð gerði öllum ráðherrum grein fyrir stöðunni, enda glímdu þeir allir við málið.
 • V | 13.3 2012, 14:31 | Árni: Geir ákvað að fá Davíð inn á fundinn, 30. september, til þess að hann gæti talað til okkar allra en ekki bara við hann.
 • M | 13.3 2012, 14:32 | Í október er formlega bókað á fundi í fyrsta sinn að verið sé að ræða stöðu bankana. “Enda þá allt að gerast” segir Sigríður.
 • R | 13.3 2012, 14:33 | Árni efast um að innstæðutryggingar hafi fyrst verið ræddar á ríkisstjórnarfundi 5. október 2008.
 • M | 13.3 2012, 14:34 | 5. október var rætt um innstæðutryggingar skv. fundargerð. Í fyrsta skipti sem þær voru ræddar? spyr saksóknari. Efast um það, svarar Árni.
 • V | 13.3 2012, 14:34 | Árni: Hlutirnir gerast mjög hratt í byrjun október, “Ráðherrabústaðshelgina”.
 • V | 13.3 2012, 14:34 | Árni: Eftir fund með JP Morgan mönnum þá blasir það við að allt getur gerst.
 • R | 13.3 2012, 14:35 | Árni segist ekki hafa komið mikið að samningu neyðarlaga. Var að skrifa fjárlagaræðu sem svo skipti ekki miklu máli.
 • V | 13.3 2012, 14:36 | Árni: Grunnurinn að þessari vinnu við neyðarlögin var að miklu leyti lagður með vinnu samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika.
 • M | 13.3 2012, 14:36 | Árni kom sjálfur ekki að lokaspretti neyðarlaganna, því hann var að vinna að fjárlagagerðarræðunni fyrir þingið.
 • M | 13.3 2012, 14:36 | Árni: Sú ræða skipti svo kannski ekki miklu máli þegar á reyndi. Enda þurfti að breyta allri fjárlagagerð eftir hrunið.
 • R | 13.3 2012, 14:36 | Neyðarlög voru unnin á grunni þess sem Baldur Guðlaugs og starfsmenn FME höfðu undirbúið, segir Árni. Veit ekki hver samdi hvað
 • M | 13.3 2012, 14:37 | Skýrslutöku Árna Mathiesen er nú lokið. Árni víkur úr salnum og stígur fram í sindrandi flöss ljósmyndaranna.
 • R | 13.3 2012, 14:37 | Skýrslugjöf Árna er lokið. Hann stígur upp og gengur út úr salnum þar sem tökumenn og ljósmyndarar umkringja hann.
 • V | 13.3 2012, 14:38 | Skýrslugjöf Árna er þá lokið, Steingrímur J. Sigfússon er þá næstur í vitnissætið.
 • M | 13.3 2012, 14:38 | Það er stórstreymt út úr salnum af áhorfendapöllunum í kjölfar Árna. Það fólk var ekki hingað komið til að hlusta á Steingrím J.
 • R | 13.3 2012, 14:39 | Tveir þingmenn eru í salnum Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Árnason auk Steingríms J. Sigfússonar sem ber nú vitni.
 • M | 13.3 2012, 14:39 | En það kemur maður í manns stað. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er t.d. komin aftur til að fylgjast með vitnisburði flokksbróður síns.

Steingrímur J. Sigfússon

 • V | 13.3 2012, 14:39 | Steingrímur J. Sigfússon, er mættur í vitnasætið. Hann er með lögheimili að Gunnarsstöðum í Þistilfirði.
 • M | 13.3 2012, 14:40 | Steingrímur J. Sigfússon er mættur og þylur fullt nafn, kennitölu og heimilisfang að beiðni Markúsar Sigurbjörnssonar
 • M | 13.3 2012, 14:40 | Á Alþingi kaus Steingrímur J. með ákæru á hendur öllum ráðherrunum sem RNA taldi seka um vanrækslu
 • R | 13.3 2012, 14:40 | Steingrímur varð fjármálaráðherra þegar minnihlutastjórn VG og Samfylkingar tók við völdum snemma árs 2009.
 • V | 13.3 2012, 14:41 | Moli: Benedikt Jóhannesson rétt náði að komast inn í salinn, áður en Steingrímur J. byrjaði að bera vitni.
 • R | 13.3 2012, 14:41 | Steingrímur segist hafa talið stefna í óefni í efnahagsmálum Íslands frá 2005 og flutt ræður og þingmál síðan þá.
 • V | 13.3 2012, 14:42 | Steingrímur: Já ég hafði miklar áhyggjur af framvindu efnahagsmála og legg fram ýmis þingmál þar um, hið fyrsta formlega árið 2005.
 • R | 13.3 2012, 14:42 | Steingrímur segist hafa óttast að stefndi í svipað á Íslandi og í bankakreppunni á Norðurlöndum.
 • R | 13.3 2012, 14:42 | Snemma árs 2008 hafi hann svo talað inn á myndband og lýst áhyggjum af að það gæti stefnt í þjóðarþrot. Vísbendingar voru víða
 • M | 13.3 2012, 14:43 | Saksóknari spyr hvort Steingrímur hafi talið hættu vofa yfir 2008.
 • R | 13.3 2012, 14:43 | Hættan fólst í jafnvægisleysi, hraðri skuldasöfnun út á við, skuldaaukningu heimilanna og vexti bankanna segir Steingrímur.
 • V | 13.3 2012, 14:43 | Steingrímur: Ég var þeirrar skoðunar að Ísland væri á leiðinni í þrot, og talaði margsinnis um það og heimildir staðfesta það.
 • M | 13.3 2012, 14:44 | Steingrímur: Já ég gerði það svo sannarlega og hafði gert í nokkur ár. Það er skjalfest
 • R | 13.3 2012, 14:44 | Mér þótti dapurlegt að þeir fáu sem reyndu að vara við töluðu fyrir mjög daufum eyrum, segir Steingrímur.
 • R | 13.3 2012, 14:44 | Steingrímur segir að stjórnvöld, stofnanir, fjölmiðlar og fleiri hafi ekki hlustað á viðvörunarorð.
 • V | 13.3 2012, 14:45 | Steingrímur: Hljómgrunnur fyrir varnaðarorð var lítill á tímanum fyrir hrunið, því miður.
 • M | 13.3 2012, 14:45 | Steingrímur: Mér var og er óskiljanlegt að meðvitund manna um hætturnar hafi ekki verið meiri. Stemning á Íslandi að við værum best í heimi
 • V | 13.3 2012, 14:46 | Steingrímur: Ég vissi að samráðshópur væri til staðar, en fyrst og fremst vissi maður af seðlabankanum og ritum hans.
 • M | 13.3 2012, 14:46 | Steingrímur: Ég vissi að það ætti a.m.k. að heita svo að það væri eitthvað slíkt samráðsbatterí til staðar. (um samráðshópinn)
 • R | 13.3 2012, 14:46 | Steingrímur segir varnaðarorð í skýrslum Seðlabanka frá 2005, en mótsagnakennt því aðrar skýrslur Seðlabanka sögðu kerfið sterkt
 • V | 13.3 2012, 14:47 | Steingrímur: Ég hafði lesið ýmis varnaðarorð í ritum seðlabankans, allt frá 2005, en síðan komu einnig jákvæðari orð.
 • R | 13.3 2012, 14:47 | Steingrímur segir erfitt að trúa því að menn hafa verið jafn grandalausir og nú sé látið liggja að,
 • R | 13.3 2012, 14:48 | Steingrímur telur að samráðshópurinn hafi ekki miklu skilað.
 • R | 13.3 2012, 14:48 | Steingrímur segir að lítið hafi farið fyrir samráðshópnum og starf hans ekki miklu skilað.
 • M | 13.3 2012, 14:48 | Markús stoppar Steingrím af þegar hann er kominn talsvert út fyrir efni spurningar í lýsingum á eigin skynjun á ástandinu
 • M | 13.3 2012, 14:49 | Steingrímur telur að samráðshópurinn hafi ekki miklu skilað. Lítið heyrðist frá þeim hóp, en átti kannski heldur ekki að gera það.
 • R | 13.3 2012, 14:49 | Steingrímur segist hafa haft mjög takmarkaða vitneskju um tilraunir til að draga úr stærð bankakerfisins 2008.
 • R | 13.3 2012, 14:50 | Það sem er ekki reynt ber ekki árangur, segir Steingrímur og telur að ríkið hefði átt að leita eftir samráði um minnkun bankakerfis.
 • M | 13.3 2012, 14:50 | Steingrímur: Man hvað mér brá þegar ég áttaði mig á því að innlánssöfnun Icesave erlendis væri í útibúum en ekki dótturfélögum bankans
 • V | 13.3 2012, 14:50 | Steingrímur: Mín tilfinning er sú að ef íslensk stjórnvöld hefðu tekið varnaðarorð alvarlegar þá hefð það getað skipt máli.
 • R | 13.3 2012, 14:51 | Steingrímur segist hafa verið orðinn sannfærður um það sumarið 2008 að óveður myndi skella á Íslandi.
 • M | 13.3 2012, 14:51 | Steingrímur: Þessar upplýsingar (um Icesave) komu seint og það var lítil meðvitund um grundvallarmuninn á þessu
 • R | 13.3 2012, 14:52 | Því hafi þingflokkur VG óskað eftir því að Alþingi yrði kallað saman í ágúst 2008.
 • V | 13.3 2012, 14:52 | Steingrímur: Ég var sjálfur orðinn mjög svartsýnn á ástandið á sumarmánuðum 2008, vildi láta kalla þing saman vegna þessa.
 • M | 13.3 2012, 14:52 | Steingrímur: Ég var persónulega orðinn mjög sannfærður um það um sumarið 2008 að það væri að skella óveður á Íslandi
 • V | 13.3 2012, 14:52 | Steingrímur: Ég hafði lengi talað um það að gjaldeyrisvaraforðinn yrði efldur, og hafði talað fyrir því.
 • M | 13.3 2012, 14:52 | Steingrímur fór því fram á að þing yrði kallað saman í ágúst til að ræða aðgerðir. Ekki var fallist á það.
 • M | 13.3 2012, 14:53 | Steingrímur: Mér fannst klukkan ganga á okkur og maður varð órólegri og órólegri með hverjum mánuði sem leið
 • R | 13.3 2012, 14:54 | Steingrímur segist engar upplýsingar hafa fengið um samkomulag við norræna seðlabanka vegna gjaldeyraskiptasamninga.
 • M | 13.3 2012, 14:54 | Steingrímur uppgötvaði ekki fyrr en síðar þegar hann var orðinn fjármálaráðherra að gjaldeyrisskiptasamningur hafði verið gerður
 • R | 13.3 2012, 14:54 | Steingrímur segist hafa orðið áskynja um skilmálana á fundi með erlendum ráðherrum og seðlabankastjórum vel eftir stjórnarskipti
 • M | 13.3 2012, 14:55 | Steingrímur segir það hafa verið frekar vandræðalegt fyrir sig sem fjármálaráðherra að hafa ekki vitað af samningnum
 • R | 13.3 2012, 14:55 | Steingrímur telur að það að ekki hafi verið unnið eftir samkomulaginu hafi minnkað tiltrú manna á íslenskum stjórnvöldum.
 • V | 13.3 2012, 14:55 | Steingrímur: Það ríkti mikil vantrú á íslenska stjórnkerfinu erlendis og fyrir því fann ég eftir að ég tók við ráðherraembætti.
 • M | 13.3 2012, 14:56 | Steingrímur: Er ekki að halda því fram að það hafi verið auðveldar aðstæður til að framkvæma það sem kveðið var á um í samningnum
 • R | 13.3 2012, 14:56 | Ég held því ekki fram að þetta hafi ekki verið reynt, eða hafi ekki verið erfitt að vinna eftir þessu, segir Steingrímur.
 • M | 13.3 2012, 14:57 | En Steingrímur segist hafa orðið var við það að vantrú hafi verið á íslenska stjórnkerfinu, m.a. af því að ekki var unnið eftir samningnum
 • R | 13.3 2012, 14:57 | Steingrímur segist ekki hafa trúað því fyrr en í október 2008 að allt bankakerfið gæti hrunið.
 • V | 13.3 2012, 14:57 | Steingrímur: Ég var í hópi þeirra sem trúði því ekki að allt íslenska bankakerfið myndi hrynja í heild sinni 2008.
 • M | 13.3 2012, 14:57 | Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari læddist nú hljóðalaust út úr salnum
 • R | 13.3 2012, 14:58 | Ragnheiður Elín Árnadóttir er í salnum og ræðir hljóðlega við Kjartan Gunnarsson.
 • M | 13.3 2012, 14:58 | Steingrímur segist ekki hafa trúað því frekar en aðrir að allt bankakerfið myndi hrynja árið 2008
 • V | 13.3 2012, 14:58 | Steingrímur: Tjón ríkisins vegna þessa atburðar var margvíslegt, bæði beint og óbeint fjárhagslega.
 • R | 13.3 2012, 14:58 | Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er í salnum og fylgist með skýrslutöku.
 • R | 13.3 2012, 14:59 | Steingrímur fer í gegnum tjónið sem bankahrunið hafði í för með sér. Segir erfitt að meta óbeint tjón.
 • M | 13.3 2012, 14:59 | Helgi Magnús Gunnarsson missti ekki af miklu í máli Steingríms. Hann er sestur aftur við saksóknaraborðið
 • R | 13.3 2012, 15:00 | Andri spyr hvort Steingrímur hafi fengið upplýsingar um skilmála gjaldeyraskiptasamnings frá sænska seðlabankastjóranum.
 • V | 13.3 2012, 15:00 | Steingrímur: Að sumu leyti höfum við sloppið vel miðað hve stórt bankakerfið var en þetta er samt tjón upp á 25 til 30 % af landsframleiðslu
 • R | 13.3 2012, 15:01 | Já, segir Steingrímur. Ræddi mikið við hann og sænska fjármálaráðherrann í tengslum við lánaumleitanir 2009.
 • M | 13.3 2012, 15:01 | Þrír menn í salnum bera nú mottu á efri vör: Ólafur Arnarson meðal áhorfenda, Steingrímur J í vitnastúku og Markús Sigurbjörns. í dómarasæti
 • R | 13.3 2012, 15:01 | Andri spyr hví Steingrímur tali um yfirlýsingu stjórnvalda sem samning. Hvort þetta hafi verið tvíhliða samningur?
 • R | 13.3 2012, 15:02 | Andri spyr einnig hvers vegna Steingrímur segi að samningnum hafi verið stungið ofan í skúffu og ekkert gert með það.
 • V | 13.3 2012, 15:02 | Steingrímur: Það var kvartað yfir því á vormánuðum 2009, í alþjóðlegum samskiptum, að íslensk stjórnvöld hefðu ekki staðið við sitt.
 • M | 13.3 2012, 15:03 | Steingrímur heyrði oft kvartað yfir því frá norrænum stjórnvöldum að Íslendingar hefðu ekki sinnt gjaldeyrisskiptasamningnum
 • V | 13.3 2012, 15:03 | Steingrímur: Einkum heyrðust þessi sjónarmið á Norðurlöndunum.
 • R | 13.3 2012, 15:04 | Við höldum áfram textalýsingu. Það sem hefur komið fram áður er á @R
 • R | 13.3 2012, 15:04 | Steingr. segir orð um að stinga niður í skúffu sín orð. Erlendir ráðamenn hafi lýst vonbrigðum með að ekkert hafi verið gert
 • V | 13.3 2012, 15:05 | Andri: Hvað var það helst sem menn töldu að hefði ekki verið efnt í samkomulaginu við norrænu seðlabankanna?
 • R | 13.3 2012, 15:05 | Andri afhendir Steingrími yfirlýsingu og spyr hvað menn hafi talið að hafi ekki verið staðið við.
 • M | 13.3 2012, 15:05 | Andri leggur samninginn fyrir Steingrím og spyr hvað hafi verið talað um að hafi ekki verið efnt. Steingrímur les skjalið vandlega.
 • M | 13.3 2012, 15:05 | Steingrímur segir að umræðan hafi meira verið á almennum nótum. Ekki verið nefnd einstök atriði sem íslensk stjórnvödl efndu ekki.
 • R | 13.3 2012, 15:06 | Steingrímur blaðar gegnum skjalið og segir að umræðan hafi verið á almennum nótum og hann ekki krafinn svara um einstök atriði
 • V | 13.3 2012, 15:06 | Steingrímur: Ég heyrði af því, á almennum nótum, að það hefði ekki verið komið fram af heilindum af íslenskum stjórnvöldum.
 • R | 13.3 2012, 15:07 | Andri segir að það liggi fyrir að engar athugasemdir hafi borist frá norrænum seðlabönkum við svarskýrslum Seðlabanka.
 • R | 13.3 2012, 15:07 | Steingrímur segir það engu breyta um upplifun sína af fundinum. Menn hafi lýst því að ísl. stjórnvöld nytu lítils trausts.
 • V | 13.3 2012, 15:08 | Magnús dómari spyr: Hvers vegna brá þér að heyra af því að Icesave væri inn í útibúi en ekki dótturfélagi 2008?
 • R | 13.3 2012, 15:08 | Magnús Reynir Guðmundsson spyr hví Steingrími hafi brugðið mjög þegar hann frétti að Icesave væri í útibúi en ekki dótturfélagi.
 • M | 13.3 2012, 15:08 | Engar formlegar athugasemdir bárust frá norrænum seðlabönkum um vanefndir gjaldeyrisskiptasamninganna.
 • R | 13.3 2012, 15:08 | Steingrímur segist hafa þekkt muninn á útibúi og dótturfélögum og því hvernig eftirliti væri háttað með hvoru um sig.
 • R | 13.3 2012, 15:09 | Hlé er gert á skýrslutöku í 15 mínútur.
 • V | 13.3 2012, 15:10 | Steingrímur: Ég vissi að innstæðutryggingakerfið væri tengt við móðurlandið og hafði áhyggjur af því þetta yrði ama þess vegna.
 • M | 13.3 2012, 15:10 | Steingrímur segir þetta hafa komið fram á ferðum sínum til Norðurlanda og allt se satt sem hann hafi sagt.
 • M | 13.3 2012, 15:11 | Skýrslutöku yfir Steingrími J. Sigfússyni er nú lokið.
 • V | 13.3 2012, 15:11 | Steingrímur hefur lokið skýrslugjöf og yfirgefið salinn. Hlé hefur verið gert á þinghaldi í fimmtán mínútur.
 • R | 13.3 2012, 15:11 | Myndirðu kalla þetta aðilaskýrslu í lögfræði. Þetta er ákærandinn sem talaði, kallað Geir til Árna Þórs eftir skýrslu Steingríms
 • M | 13.3 2012, 15:12 | Geir Haarde kallar til Árna Páls Árnasonar 15 mín. hléi: Myndir þú ekki kalla þetta aðilaskýrslu? Það var ákærandi sem talaði!!
 • R | 13.3 2012, 15:12 | Benedikt Jóhannesson tímaritaútgefandi með meiru er í Þjóðmenningarhúsi.

Geir Haarde

 • R | 13.3 2012, 15:25 | Þinghaldi í landsdómi er framhaldið og Geir Haarde tekur aftur sæti í vitnastúku.
 • M | 13.3 2012, 15:25 | Nú að loknum vitnaleiðslum er skýrsla að nýju tekin af ákærða, Geir Haarde, um það sem fram hefur farið.
 • V | 13.3 2012, 15:25 | Geir tekur sér nú sæti aftur í vitnasætinu á nýjan leik.
 • R | 13.3 2012, 15:26 | Geir var við skýrslugjöf í hátt í níu klukkutíma á mánudag í síðustu viku en getur nú brugðist við vitnisburði annarra.
 • M | 13.3 2012, 15:26 | Geir óskar eftir því að fá að skýra betur nokkur atriði.
 • R | 13.3 2012, 15:26 | Geir telur sér hafa orðið á mismæli í svari um samskipti við Björgvin G. Geir telur að hann hafi ekki rætt við hann (frh)
 • R | 13.3 2012, 15:27 | (frh) um bankamál fyrr en undir lokin. Það hafi verið mismæli, þeir hafi oft rætt málin.
 • V | 13.3 2012, 15:27 | Geir: Ég myndi vilja byrja á því að leiðrétta smá mismæli er varðaði samskipti mín og viðskiptaráðherra.
 • M | 13.3 2012, 15:28 | Geir telur að hann hafi mismælt sig þegar hann talaði um samskipti sín við Björgvin G. Hann hafi ekki rætt við hann.
 • R | 13.3 2012, 15:28 | Geir segir hluti stundum renna saman þegar farið sé yfir einstaka fundi, enda hafi hann setið þúsund ríkisstjórnarfundi.
 • R | 13.3 2012, 15:28 | Geir segir að fyrirheit Íslands vegna gjaldeyrisskiptasamnings hafi verið einhliða viljayfirlýsing. Ekki samningur.
 • M | 13.3 2012, 15:28 | Þá ítrekar Geir að efnahags- og bankamál hafi margoft verið rætt á ríkisstjórnarfundum þótt það hafi ekki verið með formlegum hætti
 • M | 13.3 2012, 15:29 | Geir: Ég hef setið á yfir 1000 ríkisstjórnarfundum á mínum ferli og maður man ekki sérstaklega hvað rætt var á hverjum fundi
 • V | 13.3 2012, 15:29 | Geir: Við ræddum að sjálfsögðu um bankamál og fleira allt árið 2008, en ekki aðeins á haustmánuðum, ef það skildist þannig í fyrra máli mínu
 • R | 13.3 2012, 15:29 | Geir bendir á að Ingimundur Friðriks sem undirritaði skjalið hafi verið bæði seðlabankastjóri og í stjórn FME.
 • M | 13.3 2012, 15:29 | Geir segir svo að gjaldeyrisskiptin við norræna seðlabanka hafi verið enihliða viljayfirlýsing, ekki samningur.
 • R | 13.3 2012, 15:30 | Geir svarar hugmyndum um að kalla hefði átt saman ríkisstjórn um Glitnishelgi. Segir að rætt hafi verið við ráðherra í síma.
 • R | 13.3 2012, 15:30 | Geir segist hafa náð í alla nema heilbrigðisráðherra sem var í Afríku og umhverfisráðherra (eins og kom fram hjá Össuri).
 • R | 13.3 2012, 15:31 | Menn höfðu pólitískt umboð til að taka þær ákvarðanir sem þarna voru teknar, segir Geir um Glitnishelgi.
 • R | 13.3 2012, 15:31 | Saksóknari spyr út í orð Davíðs um að lítið hafi verið gert með varnaðarorð hans.
 • M | 13.3 2012, 15:31 | Loks talar Geir um aðdraganda yfirtöku Glitnis og að hann hafi þá séð til þess að hringt væri í alla ráðherra, en nokkrir voru í útlöndum.
 • R | 13.3 2012, 15:32 | “Ég talaði við alla þá sem ég taldi að gætu gefið mér gagnlegar upplýsingar um þessi mál,” segir Geir.
 • V | 13.3 2012, 15:32 | Geir: Ég minni á það sem Stefán Svavarsson sagði hér um ársreikninga bankanna, og að maður átti að taka mikið mark á þeim.
 • M | 13.3 2012, 15:32 | Geir: Svo ekki fari á milli mála að menn öfluðu sér þess pólitíska umboðs sem var talið að þyrfti til að taka þær ákvarðanir sem voru teknar
 • R | 13.3 2012, 15:32 | Davíð hafði talað um að Geir hefði frekar hlustað á bankastjóra viðskiptabankanna en sig.
 • R | 13.3 2012, 15:33 | Geir telur of lítið gert úr fundinum í ráðherrabústaðnum í febrúar 2008. Hann hafi skilað meiru en menn hafi rætt.
 • V | 13.3 2012, 15:33 | Geir: Ég tel að fundurinn í Ráðherrabústaðnum hafi verið mikilvægur til þess að undirbúa það sem síðar var gert, og skiptast á upplýsingum.
 • M | 13.3 2012, 15:34 | Saksóknari spurði Geir hvað hann segði um orð Davíðs Oddssonar að lítið hafi verið hlustað á hans varnaðarorð
 • V | 13.3 2012, 15:34 | Geir: Ég tel að það hafi ekkert skort á það að menn hafi verið með samtöl í gangi og undirbyggt það sem hægt var að gera á hverjum tíma.
 • R | 13.3 2012, 15:34 | Geir segir ekkert hafa skort upp á samtöl og undirbúning þess sem hægt væri að gera. Ekki hægt að gera allt sem var nauðsynlegt.
 • M | 13.3 2012, 15:35 | Geir segir að of lítið hafi verið gert úr fundinum með bankastjórum í ráðherrabústaðnum í febrúar 2008. Sá fundur hafi verið mikilvægur
 • M | 13.3 2012, 15:35 | Geir segir að það hafi verið gert sem hægt var að gera á hverjum tíma. Ekki hafi skort á samtöl manna á milli.
 • R | 13.3 2012, 15:36 | Mátti ekki tala um að hættan væri yfirvofandi eða var hún ekki yfirvofandi, spyr saksóknari.
 • R | 13.3 2012, 15:36 | Saksóknari hafi þá lesið upp úr drögum að yfirlýsingu um aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagsvanda.
 • R | 13.3 2012, 15:37 | Geir segist hafa talið að ekki ætti að gefa mönnum átyllu til að fara í áhlaup á bankana.
 • M | 13.3 2012, 15:37 | Geir segir að reynt hafi verið að forðast að gefa menn átyllu fyrir áhlaupi á bankana.
 • M | 13.3 2012, 15:38 | Geir: Ég myndi ekki vilja sitja hér fyrir Landsdómi ákærður fyrir það að setja bankana á hausinn
 • V | 13.3 2012, 15:38 | Geir: Ég vildi ekki verða til þess að kalla það fram, að bankarnir færu á hausinn. Ég myndi ekki vilja sitja hér fyrir Landsdómi vegna þess.
 • R | 13.3 2012, 15:38 | Geir segir að ekki hafi verið yfirvofandi hætta á þeim tíma sem drögin voru skrifuð.
 • M | 13.3 2012, 15:40 | Saksóknari spyr Geir um skjal frá viðskiptaráði þar sem sagði að Ísland væri á barmi fjármálaáfalls
 • R | 13.3 2012, 15:40 | Saksóknari spyr út í skilaboð frá viðskiptaráði um að Ísland rambaði á barmi kreppu. Vill vita viðbrögð Geirs við því.
 • M | 13.3 2012, 15:41 | Geir: Við reyndum eins og fram hefur komið að leggja okkar að mörkum að því marki sem vandinn væri illt umtal í útlöndum eða þess háttar
 • R | 13.3 2012, 15:42 | Geir segist hafa reynt að leggja sitt af mörkum ásamt Ingibjörgu Sólrúnu eftir því sem hægt væri og kynnt bankana erlendis.
 • M | 13.3 2012, 15:42 | Geir ítrekar að hafa fengið þær upplýsingar frá forstjóra FME 10. mars 2008 að staðan liti bara nokkuð vel út.
 • R | 13.3 2012, 15:43 | Finnur Sveinbjörnsson var ráðgjafi Geirs og lagði til að skilið yrði milli innlendrar og erlendrar starfsemi bankanna.
 • R | 13.3 2012, 15:43 | Saksóknari spyr hvort rætt hafi verið um flutning höfuðstöðva bankanna úr landi.
 • M | 13.3 2012, 15:44 | Á þeim grundvelli taldi Geir sig geta haldið ræðu um bankana á ráðstefnu íslensk-ameríska viðskiptaráðsins í New York þann 13. mars
 • R | 13.3 2012, 15:44 | Geir segir lýsingu Finns vera nokkuð rétta, en hún sé frá 2. október. Viku síðar voru bankarnir fallnir. (frh)
 • V | 13.3 2012, 15:45 | Geir: Friðriki Má Baldurssyni datt það ekki í hug að Kaupþing yrði farinn á hausinn 9. október, og ekki mér heldur.
 • M | 13.3 2012, 15:45 | Geir datt ekki í hug 2. október að Kaupþing yrði farið á hausinn innan viku. Hélt það yrði kannski hægt að bjarga honum.
 • R | 13.3 2012, 15:45 | (frh) Finni hefur ekki dottið í hug að bankinn yrði fallinn eftir viku og mér ekki heldur segir Geir. Finnur talaði um Kaupþing.
 • M | 13.3 2012, 15:45 | Geir: Það hefur komið fram hér hjá vitnum sem hafa miklu meiri þekkingu en ég að það hefði tekið 2-3 ár að koma Kaupþingi úr landi
 • R | 13.3 2012, 15:45 | Málið var í höndum eigenda bankanna, segir Geir, aðspurður hvort talað hefði verið um að flytja bankana úr landi.
 • V | 13.3 2012, 15:45 | Hér var meðal annars verið að ræða tölvupóst frá Friðriki Má Baldurssyni hagfræðiprófessor, frá 2. október 2008.
 • V | 13.3 2012, 15:46 | Í póstinum kom meðal annars fram að skynsamlegt gæti verið að flytja höfuðstöðvar bankans úr landi.
 • R | 13.3 2012, 15:46 | Við gerðum það sem við gátum til að ýta á flutning bankanna og þeir gerðu örugglega sitt besta, segir Geir.
 • M | 13.3 2012, 15:47 | Geir: Það datt engum manni í hug annað en að þessir bankamenn myndu gera allt sem þeir gætu til að koma í veg fyrir fall bankanna
 • R | 13.3 2012, 15:47 | Með þessu lýkur skýrslutökum í máli saksóknara Alþingis gegn Geir H. Haarde.
 • M | 13.3 2012, 15:47 | “Við gerðum það sem við gátum,” segir Geir
 • V | 13.3 2012, 15:48 | Geir: Ég efast ekki um að stjórnendur og stærstu eigendur bankanna væru að reyna að styrkja bankanna eftir fremsta megni.
 • M | 13.3 2012, 15:48 | Fleiri spurningar voru ekki lagðar fyrir Geir. Þinghaldi er nú lokið þar til munnlegur málflutningur hefst á fimmtudag.
 • R | 13.3 2012, 15:49 | Málflutningur saksóknar fer fram á fimmtudag og hefst klukkan eitt. RÚV verður með beina textalýsingu af því.
 • V | 13.3 2012, 15:49 | Skýrslutöku yfir Geir er lokið, og hefur málinu þá verið frestað til fimmtudags. Þá hefst munnlegur málflutningur og honum lýkur á föstudag.
 • M | 13.3 2012, 15:49 | Geir fór í faðm fjölskyldu sinnar í salnum eftir að hann reis úr vitnasætinu. Fjölmiðlar flykkjast að honum.
 • R | 13.3 2012, 15:51 | Andri gengur út úr salnum og dregur á eftir sér ferðatösku á hjólum, að því er virðist fulla af málsskjölum.
 • M | 13.3 2012, 15:51 | Á fimmtudag kl. 13 hefst þinghald að nýju þegar saksóknari flytur mál sitt gegn Geir. Verjandi flytur svo mál sitt á föstudag.