Landsdómur 15. mars

 • R | 15.3 2012, 12:48 | Þá er komið að fyrri málflutningsdegi í landsdómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríður á vaðið og flytur mál saksóknarinnar.
 • R | 15.3 2012, 12:49 | Dómsalur er nokkuð breyttur. Í stað borðs og stóls fyrir vitni er komið mikið púlt fyrir saksóknara. Og borð undir málsgögn.
 • R | 15.3 2012, 12:49 | Nokkur fjöldi er í dómsal, þar ber mikið á myndlistarnemum en þó er einn laganemi í hópnum.
 • R | 15.3 2012, 12:52 | Frétt um dagskrá dagsins og atburði síðustu daga. http://t.co/21U8rEjc
 • V | 15.3 2012, 12:53 | Landsdómsmálið er nú að hefjast á nýjan leik. Nærri lagi væri að kalla þetta upphafið af endinum en málflutningur fer fram í dag og á morgun
 • R | 15.3 2012, 12:53 | Kjartan Gunnarsson, fv framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, er að venju í dómsal að fylgjast með málinu.
 • M | 15.3 2012, 12:53 | Fyrri málflutningsdagur í réttarhöldunum yfir Geir Haarde er nú að hefjast
 • V | 15.3 2012, 12:54 | Moli: Á áhorfendabekkjunum í dag eru nemendur úr Myndlistaskólanum í Reykjavík að teikna upp aðstæður. Sögulegar myndir, svo mikið er víst.
 • R | 15.3 2012, 12:54 | Saksóknari býr sig nú undir málflutning. Lenti í smá vandræðum við að opna tösku sína en tókst það og raðar gögnum á borðið.
 • M | 15.3 2012, 12:55 | Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari flytur mál sitt í dag en Andri Árnason verjandi Geirs á morgun
 • M | 15.3 2012, 12:55 | Saksóknara gekk erfiðlega að opna töskuna sína með málsgögnunum en það hafðist á endanum og ætti þinghald því að geta hafist
 • R | 15.3 2012, 12:56 | Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingm. og fv aðstoðarm Geirs, gekk rétt í þessu í salinn og settist hjá fjölskyldu Geirs.
 • R | 15.3 2012, 12:56 | Ragnheiður Elín hefur verið eini fastafulltrúi ákæruvaldsins í dómsal, ef svo má að orði komast. En greiddi atkvæði á móti ákæru
 • M | 15.3 2012, 12:57 | Í stað vitnasætisins hefur nú verið komið fyrir pontu í miðjum salnum þar sem saksóknari kemur sér nú fyrir.
 • M | 15.3 2012, 12:59 | Salur Þjóðmenningarhússins er þétt setinn í dag og virðist í fljótu bragði skipað í öll sæti
 • M | 15.3 2012, 13:01 | Markús Sigurbjörnsson staðfestir að gagnaöflun í málinu gegn Geir Haarde sé lokið. Saksóknari tekur til máls
 • R | 15.3 2012, 13:01 | Dómarar eru gengnir í sal. Saksóknari Alþingis, Sigríður Friðjónsdóttir gengur að púlti og hefur mál sitt.

Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari

 • V | 15.3 2012, 13:01 | Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari flytur mál sitt í dag þar sem hún freistar þess að rökstyðja fyrir dóminum, ákæruatriðin sem hér um ræðir
 • R | 15.3 2012, 13:03 | Sigríður byrjar yfir að fara yfir aðdraganda ákærunnar og dómkröfur. Krafa um að Geir verði dæmdur til refsingar.
 • M | 15.3 2012, 13:03 | Saksóknari gerir kröfu um að Geir verði sakfelldur og dæmdur til refsingar
 • R | 15.3 2012, 13:04 | Saksóknari segir að á Geir hafi hvílt athafnaskylda en hann hafi látið hjá líða að aðhafast vegna hættu í bankakerfinu.
 • R | 15.3 2012, 13:04 | Saksóknari segir að Geir sé ekki ákærður fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir hrun heldur fyrir að hafa ekki aðhafst (frh)
 • M | 15.3 2012, 13:05 | Sigríður segir að ekki sé reynt að halda því fram að ákærði hefði getað afstýrt hruninu.
 • V | 15.3 2012, 13:05 | Sigríður: Það er fráleitt að álykta sem svo að ákærði hafi getað afstýrt hruninu, eins og sumir halda að sé hér með ákæuratriða. Svo er ekki
 • R | 15.3 2012, 13:05 | (frh) til að draga úr tjóni af sem kynni að hljótast vegna yfirvofandi hættu sem Geir væri kunnugt um.
 • M | 15.3 2012, 13:05 | Hinsvegar hafi Geir haft vitund af hættunni sem vofði yfir og ekki brugðist við eins og honum bar.
 • R | 15.3 2012, 13:06 | Menntun Geirs og starfsferill eru þess eðlis að hægt sé að gera meiri kröfur til hans en ella, segir Sigríður saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 13:06 | Sigríður segir að í ljósi menntunar Geirs og reynslu sé hægt að gera ríkari kröfu til þess að hann hefði átt að bregðast við.
 • R | 15.3 2012, 13:07 | Bankar hafa þýðingu fyrir mjög marga segir Sigríður, eigendur, skuldarar, innstæðueigendur, bankastarfsmenn og fleiri.
 • R | 15.3 2012, 13:07 | Stóru bankarnir 3 voru kerfislega mikilvægir. Heill ríkisins var í hættu ef bankarnir færu á hausinn segir Sigríður.
 • V | 15.3 2012, 13:08 | Sigríður: Bankastarfsemi er kerfislega mikilvæg starfsemi og hættan var því sú að heill ríkisins væri í hættu með hruni bankanna.
 • R | 15.3 2012, 13:08 | Sigríður vitnar í lög um ráðherraábyrgð þar sem kveðið er á um athafnaskyldu og góða ráðsmennsku.
 • R | 15.3 2012, 13:09 | Það voru mjög mörg viðvörunarljós og bjöllur sem hefðu átt að valda því að ákærði gripi til aðgerða, segir Sigríður.
 • V | 15.3 2012, 13:10 | Sigríður: Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, getur aðgerðaleysi er heill ríkisins er undir, talist brot á lögum.
 • R | 15.3 2012, 13:11 | Saksóknari fer nú yfir aðstæður og vísar í orð vitna um að bankarnir hafi staðið mjög tæpt í míníkrísunni 2006.
 • R | 15.3 2012, 13:11 | Menn hefðu haft enn frekari ástæðu til að bregðast við eftir míníkrísu en gerðu ekki, segir saksóknari.
 • V | 15.3 2012, 13:11 | Sigríður: Eins og Davíð Oddsson sagði þá stóð “bankakerfið” mjög tæpt árið 2006, og bankarnir voru nálægt falli.
 • R | 15.3 2012, 13:12 | Saksóknari fer yfir áhættumat manna í Seðlabanka og FME. Mat Seðlabanka um meiri hættu 2007/2008 en 2005/2006.
 • V | 15.3 2012, 13:14 | Sigríður: Eins og fram kom í samráðshópi, fyrri hluta árs 2008, þá leit Ingimundur Friðriksson svo að áfall væri ekki fjarlægur möguleiki
 • R | 15.3 2012, 13:14 | Sigríður lýsir áhyggjum Ingimundar Friðrikssonar og Tryggva Pálssonar af bönkunum í janúar 2008.
 • R | 15.3 2012, 13:16 | Saksóknari segir að Geir hafi fengið Finn Sveinbjörns til að fara yfir stöðuna en ekki gripið til aðgerða á þeim grunni.
 • M | 15.3 2012, 13:16 | Saksónari segir að Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn hafi verið kerfislega mikilvægir bankar og ríkissjóði stafað ógn af falli þeirra.
 • M | 15.3 2012, 13:17 | Saksóknari segir að fjölmörg viðvörunarljós hafi blikkað og ljóst hafi verið að bankarnir væru í meiri hættu 2007 en fyrir minikrisuna 2006
 • R | 15.3 2012, 13:17 | 7. feb hafi Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Math. fundað með Davíð Odssyni um Lundúnaferð hans og áhyggjur erlendis af bönkunum.
 • V | 15.3 2012, 13:17 | Sigríður: Hinn 7. febrúar 2008 hlýddi Geir á formann stjórnar seðlabankans fjalla um alvarlegan vanda íslensku bankanna.
 • R | 15.3 2012, 13:18 | Saksóknari talar um viðræður Geirs við fulltrúa banka um sameiningu í febrúar 2008 en að ekkert hafi orðið úr því þá.
 • M | 15.3 2012, 13:19 | Saksóknari vitnar til vonbrigða Davíðs Oddssonar með viðbrögð Geirs Haarde eftir fund þeirra 7. febrúar 2008
 • R | 15.3 2012, 13:19 | Saksóknari vísar í orð Davíðs um vonbrigði hans með viðbrögð Geirs við varnaðarorðum sínum. Geir ræddi þá við fulltrúa bankanna.
 • R | 15.3 2012, 13:20 | (frh) Fulltrúar bankanna hafi sagt að staðan væri ekki eins slæm og Davíð hafi lýst eftir Lundúnaferð.
 • R | 15.3 2012, 13:21 | Saksóknari segir fund stjórnvalda með bönkum 14. feb ekki hafa verið stefnumótandi en nefndar svimandi tölur um gjalddaga banka.
 • V | 15.3 2012, 13:21 | Sigríður er nú að telja upp atvik þar sem rætt um slæma stöðu bankanna, ekki síst Glitnis, á fyrri hluta árs 2008.
 • M | 15.3 2012, 13:21 | Á fundi 14. febrúar hafi komið fram upplýsingar um “svimandi upphæðir” sem yrðu brátt á gjalddaga hjá bönkunm.
 • R | 15.3 2012, 13:22 | Saksóknari vísar nú í mat Andrew Gracy á bönkunum og mat Seðlabanka á breyttum aðstæðum en ítrekar aðgerðaleysi Geirs.
 • M | 15.3 2012, 13:23 | Saksóknari vísar skjalið Úrræði stjórnvalda vegna óróleika á fjármálamörkuðum, sem byggði á tillögum sérfræðingsins Andrew Gracie
 • M | 15.3 2012, 13:24 | Engar ákvarðanir hafi verið teknar af stjórnvöldum byggt á því skjali og Geir vísað í að hann treysti sjálfstæðum stofnunum til þess
 • R | 15.3 2012, 13:24 | Málflutningur saksóknara beinist nokkuð að mati lánmatsfyrirtækja á bönkum og skýrslum sem voru ræddar í samráðshópi.
 • M | 15.3 2012, 13:25 | Hinsvegar segir saksóknari að ekki verði ráðið að hann hafi framkvæmt neina sjálfstæða athugun á málinu um hvort eitthvað væri aðhafst
 • V | 15.3 2012, 13:25 | Sigríður: Fram kom hjá ákærða, á aðalfundi seðlabankans í mars 2008, að ríkið gæti “hlaupið undir bagga” ef bankarnir lentu í vanda.
 • R | 15.3 2012, 13:25 | Sigríður: 30. mars hafnaði Geir því á Alþingi að Seðlabanki eða stjórnvöld aðhefðust ekkert. Talaði um aðför að krónunni.
 • R | 15.3 2012, 13:26 | Samt væri ekki að sjá að gripið hefði verið til aðgerða þrátt fyrir þessi orð um alvarlegt athæfi.
 • M | 15.3 2012, 13:26 | Saksóknari vísar í að aðför hafi verið gerð að krónunni í mars 2008. Slík aðför hljóti að teljast alvarleg en ekkert hafi verið aðhafst
 • R | 15.3 2012, 13:28 | Saksóknari fer yfir sviðsmyndir fjármálaáfalls sem var tekið saman í apríl og rætt í samráðshópi um fjármálastöðugleika.
 • M | 15.3 2012, 13:29 | Saksóknari vísar í bréf Davíðs Oddssonar til evrópskra seðlabanka 15. apríl 2008 þar sem óskað var eftir gjaldeyrisskiptasamningum
 • R | 15.3 2012, 13:29 | Í þessu skjali er að finna ítarlega greiningu og tillögu Gracy um að þvinga bankana til eignasölu, segir saksóknari.
 • V | 15.3 2012, 13:29 | Sigríður rekur nú atburði sem hún segir sýna að Geir hafi hagað sé með þeim hætti sem hann er ákærður fyrir. Sjá http://t.co/kl62ewNq
 • M | 15.3 2012, 13:29 | Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafi fundað með seðlabankastjóra í kjölfarið um gjaldeyrisforðann og lánalínur en ekkert frekar aðhafst
 • R | 15.3 2012, 13:30 | Hægt hefði verið að beita þvingunum, segir saksóknari og vísar m.a. í orð Tryggva Pálssonar. Lítið hafi verið gert í því.
 • R | 15.3 2012, 13:30 | Saksóknari vitnar í bréf M. King um að neita gjaldeyrisskiptasamningi en bjóða aðstoð við að draga úr stærð ísl. bankakerfisins.
 • R | 15.3 2012, 13:31 | Saksóknari segir Davíð Oddsson og svarbréf hans um að þrýsta á um endurskoðun neitunar án svars við tilboði um aðstoð.
 • R | 15.3 2012, 13:31 | Síðar hafi Geir fundað með Gordon Brown um efnahagsmál.
 • M | 15.3 2012, 13:31 | Saksóknari bendir á að Geir hafi samdægurs fengið afrit af bréfi Mervyn King þegar hann bauð fram aðstoð viðað draga úr stærð bankakerfisins
 • R | 15.3 2012, 13:32 | Saksóknari vísar í “ólystuga matseðilinn” um viðbrögð við fjármálaáfalli. Augljós tilraun til að fá fram svör stjórnvalda við mikilvægum sp.
 • M | 15.3 2012, 13:33 | Þessu tilboði hafi ekki verið svarað og ekkert frekar aðhafðst annað en að þrýsta á King að endurskoða höfnun gjaldeyrisskiptasamning
 • R | 15.3 2012, 13:33 | Saksóknari segir að ætla verði af orðum Geirs að hann hafi fengið upplýsingar beint í æð um afstöðu Seðlabankans.
 • V | 15.3 2012, 13:34 | Sigríður: Ríkjandi aðstæður í fjármálastöðugleikaskýrslu seðlabankans voru sagðar reyna á “viðnámsþrótt bankanna”.
 • R | 15.3 2012, 13:35 | Saksóknari segir fráleitt að nota skjal Seðlabanka um fjármálastöðugleika sem afsökun fyrir aðgerðaleysi. (frh)
 • V | 15.3 2012, 13:35 | Sigríður: Tryggvi Pálsson benti á í sínum vitnisburði að staða bankanna hefði í opinberum skýrslum ekki sögð hafa batna frá árinu 2003.
 • R | 15.3 2012, 13:35 | Saksóknari segir að í skjali um fjármálastöðugleika hafi Seðlabanki komið með eins berorðar viðvaranir og seðlabanki gæti gert.
 • M | 15.3 2012, 13:36 | Saksóknari segir að Geir geti ekki skýlt sér á bak við það að í riti SÍ um Fjármálastöðugleika í maí 2008 hafi allt verið sagt í góðu lagi
 • V | 15.3 2012, 13:36 | Sigríður: Ákærði, sem hafði verið starfsmaður seðlabankans í sex ár, “vissi alveg hvernig átti að lesa út úr þessu riti”.
 • R | 15.3 2012, 13:36 | Þar sem Geir sé hagfræðimenntaður, hafi starfað í seðlabanka og verið ráðherra ætti hann að geta lesið slík skjöl.
 • M | 15.3 2012, 13:36 | Í ritinu hafi verið varað við stöðunni eins mikið og seðlabanki gæti gert án þess að valda sjálfur tjóni. Tryggvi Pálsson hafi bent á þetta
 • M | 15.3 2012, 13:37 | Tryggvi Pálsson benti líka á að allt frá 2003 kom ýnist fram frá SÍ að staða bankanna stæði í stað eða hefði versnað, aldrei batnað
 • R | 15.3 2012, 13:37 | Sigríður segist ekki hafa haft tækifæri til að meta hvort viljayfirlýsing með gjaldeyrisskiptasamningi sé þjóðréttarlegt skjal.
 • M | 15.3 2012, 13:38 | Tryggvi notaði það orðalag að það hefði verið “rauð píla niður á við” sem ætti að segja allt sem segja þarf og saksóknari vitnar í þetta
 • R | 15.3 2012, 13:38 | Það skjal hafi ekki verið kynnt í ríkisstjórn, segir Sigríður.
 • V | 15.3 2012, 13:39 | Sigríður: Landsbankinn hóf innlánasöfnun í Hollandi 2008, sem jók á skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueigenda.
 • R | 15.3 2012, 13:40 | Sigríður fer yfir umræður í samráðshópi, sem var stýrt af ráðuneytisstjóra Geirs, og viðvaranir og athugasemdir erlendra aðila.
 • V | 15.3 2012, 13:41 | Sigríður: Hinn 7. júlí 2008 ræddi samráðshópurinn um mögulega hættu á því falli bankanna. Það skorti á pólitíska stefnumörkun að mati sumra.
 • R | 15.3 2012, 13:41 | 7. júlí var rætt í samráðshópi um mögulegar ákvarðanir stjórnvalda ef bankar lentu í vanda, sumir töldu ekki nóg að gert, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 13:42 | Geir eigi að hafa bæði menntun og reynslu til að lesa slík skjöl og skilja.
 • R | 15.3 2012, 13:42 | Saks: 17. júlí kynnti Seðlabanki bönkunum auknar kröfur fyrir lántöku þeirra í Seðlabankanum. “Kannski ekki seinna að vænta.”
 • R | 15.3 2012, 13:44 | Saksóknari vísar í fund Geirs, Ingibjargar Sólrúnar, Björgvins G og sérfræðinga um stöðuna 7. ágúst. Ekkert gert í framhaldinu.
 • M | 15.3 2012, 13:44 | Saksóknari ræðir um starf samráðshópsins sumarið 2008 þar sem fjallað hafi verið um mögulegt fall bankanna en vantað markvissari stefnu
 • R | 15.3 2012, 13:46 | Saksóknari vísar í tregðu Landsbankan vegna Icesave, viðræður seðlabanka Íslands og seðlabanka Bretlands um aðstæður bankanna.
 • R | 15.3 2012, 13:46 | Þemað í málflutningi Sigríðar er að margoft hafi verið bent á hættuna sem blasti við en lítið hafi orðið um aðgerðir.
 • M | 15.3 2012, 13:48 | Saksóknari segir að í ágúst hafi bresk stjórnvöld reynt, eðlilega, að fá skýrar línur um afstöðu stjórnvalda til ábyrgðar á tryggingasjóðs
 • R | 15.3 2012, 13:48 | Sigríður segir að í ágúst hafi komið fram viðvaranir um að vandi bankanna gæti orðið vandi ríkis.
 • V | 15.3 2012, 13:49 | Sigríður: Hinn 12. ágúst 2008 er lagt fram minnisblað af viðskiptaráðherra í ríkisstjórn um vanda bankanna og það að þörf sé á nýju eigin fé
 • R | 15.3 2012, 13:49 | 8. ágúst hafi Árni Mathiesen ritað Geir eftir fund með Deutsche Bank. Þeir teldu banka þurfa að flytja höfuðstöðvar, fá nýtt fé.
 • M | 15.3 2012, 13:49 | Ísl. yfirvöld hafi gefið mjög óljós og loðin svör. Þá hafi verið búið að bóka að Landsbankinn virtist draga flutning Icesave í dótturfélög
 • R | 15.3 2012, 13:50 | Markús dómforseti hallar höfði alvarlegur á svip og skrifar eitthvað á blað. Virðist þungt hugsi.
 • V | 15.3 2012, 13:51 | Sigríður: Hollensk yfirvöld kynntu þá afstöðu sín í ágúst 2008, að íslensk yfirvöld bæru ábyrgð á lágmarkstryggingu innstæðutrygginga.
 • R | 15.3 2012, 13:51 | Saksóknari rifjar upp umræður í samráðshópi um að hækka greiðslu iðgjalds í innstæðutryggingasjóð.
 • M | 15.3 2012, 13:51 | 19. ágúst hafi hollensk stjórnvöld spurt hvort kannað hafi verið hvers tryggingasjóðurinn væri megnugur ef t.d. einn íslensku banki félli
 • R | 15.3 2012, 13:52 | Sigríður bendir á ýmsar umræður, viðvaranir og vangaveltur. Fylgir svo eftir með því að segja að ekki hafi verið frekar aðhafst.
 • R | 15.3 2012, 13:52 | Saksóknari segir að allir hafi séð það frá upphafi hvílíkt glapræði innstæðusöfnun Icesave í Hollandi hafi verið.
 • M | 15.3 2012, 13:53 | Þá hafi komið fram að hollensk stjórnvöld teldu Ísland ábyrgt fyrir a.m.k. einhverju lágmarki innistæðna. Samt engar aðgerðir í kjölfarið.
 • M | 15.3 2012, 13:53 | Saksóknari segir að allir hafi í raun gert sér grein fyrir því frá upphafi hvílíkt glapræði söfnun Icesave innlánanna í Hollandi væri.
 • R | 15.3 2012, 13:54 | Saksóknari vitnar í skjal Seðlabanka í ágúst um að engin stefna liggi fyrir af hálfu stjórnvalda um viðbrögð við fjármálaáfalli
 • V | 15.3 2012, 13:54 | Sigríður: Svo virðist sem FME hafi ekki myndað sér formlega afstöðu til þessa álitaefnis, eða fengi pólitíska leiðbeiningu þar um.
 • R | 15.3 2012, 13:55 | Sigr. segir að fundur Björgvins G með Darling 2. sept. séu að best verði séð fyrstu formlegu afskipti stjórnvalda af Icesave.
 • M | 15.3 2012, 13:55 | Fundur Björgvins G. með Alistair Darling er að því er best fæst séð fyrstu formlegu aðgerðir í málinu á pólitískum vettvangi, 2. sep. 2008.
 • R | 15.3 2012, 13:56 | Saksóknari telur að “Drög að efnahagstillögum” frá Tryggva Þór Herbertssyni 14. sept 2008 hafi verið fyrstu (frh)
 • M | 15.3 2012, 13:56 | Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari hallar sér til hliðar og skoðar fornar bækur í útstillingarskápum Þjóðmenningarhússins
 • R | 15.3 2012, 13:56 | (frh) tillögurnar sem Geir hafi leitast eftir að fá.
 • M | 15.3 2012, 13:57 | Saksóknari vísar í Drög að efnahagstillögum frá Tryggva Þór Herbertssyni 14. sept 2008 Það hafi verið fyrstu tillögur sem Geir leitaði eftir
 • R | 15.3 2012, 13:57 | Saksóknari hefur nú í rétt tæpa klukkustund farið yfir “aðdraganda og hættumerki”. Víkur nú að umfjöllum um einstaka ákæruliði.
 • V | 15.3 2012, 13:58 | Sigríður: Samráðshópurinn var eini vettvangurinn þar sem var verið að vinna þvert á stofnanir og ráðuneyti að stilla saman strengi.
 • R | 15.3 2012, 13:58 | Samráðshópurinn er eini vettvangurinn þar sem var verið að vinna e-a vinnu vegna efnahagsvár, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 13:59 | Saksóknari hefur nú farið yfir sviðið og ætlar að víkja sér að einstökum ákæruliðum.
 • V | 15.3 2012, 13:59 | Sigríður: Þessi vinna hefði átt að draga fram hver hættan var fyrir ríkissjóð vegna þessarar hættu sem steðjaði að.
 • R | 15.3 2012, 13:59 | Upphaflega var þessum hópi ætlað að koma saman 2 á ári, segir Sigríður. Tók miklum breytingum, tíðir fundir 2008.
 • M | 15.3 2012, 13:59 | Saksóknari segir að samráðshópurinn hafi verið eini vattvangurinn þar sem skipulögð vinna var unnin vegna yfirvofandi hættu
 • R | 15.3 2012, 14:00 | Saksóknari telur þáttaskil hafa orðið í starfi hópsins haustið 2007 eftir mat Seðlabanka á mikilli hættu sem vofði yfir bönkum.
 • M | 15.3 2012, 14:00 | Þess vegna hefði þar átt að gera heilstæða greiningu á áhættu ríkisins vegna starfsemi bankanna, til að leggja grundvöll að viðbúnaðaráætlun
 • R | 15.3 2012, 14:01 | Forstjóri FME lagði til að lögheimildir yrðu efldar en séð eftir að hafa ekki tekið slaginn að fá það í gegn, segir saksóknari
 • M | 15.3 2012, 14:01 | Þáttaskil urðu í hópnum haustið 2007 þegar ljóst var að mikil hætta vofði yfir bönkunum. Funduðu mun meira eftir það en lagt var upp með.
 • R | 15.3 2012, 14:01 | Myndlistarnemar streyma úr salnum, eftir að hafa teiknað á fullu það sem fram fer.
 • R | 15.3 2012, 14:02 | Saksóknari bendir á að 15. janúar 2008 hafi komið til umræðu í samráðshóp að fall banka væri ekki fráleitur möguleiki.
 • M | 15.3 2012, 14:02 | Hópur af ungu fólki fór nú úr salnum með talsverðum skarkala og truflun. Dómforseti fylgdi þeim þungbrýndur eftir með augunum.
 • V | 15.3 2012, 14:03 | Sigríður: Það voru skiptar skoðanir í samráðshópnum um hvernig ætti að stýra þessu starfi.
 • R | 15.3 2012, 14:03 | “Það mátti ekki anda, þá gátu þeir hrunið” segir saksóknari um ótta manna við að taka til aðgerða vegna bankanna.
 • M | 15.3 2012, 14:05 | Saksóknari vísar í ítarleg skjöl sem unnin voru á vettvangi FME og SÍ eftir tillögum sérfræðingsins Andrew Gracie.
 • V | 15.3 2012, 14:05 | Sigríður: Hinn 20. mars 2008 fékk ákærði póst frá Jóni Steinssyni hagfræðingi þar sem fram kom að líklega þyrfti að vera með áætlun tilbúna.
 • R | 15.3 2012, 14:05 | Saksóknari segir að 20. mars hafi Jón Steinsson sent Geir bréf um að æskilegt væri að hafa e-ð tilbúið ef einhver bankinn félli.
 • M | 15.3 2012, 14:06 | Ekki fáist hinsvegar séð að Geir hafi kallað eftir hugmyndum í kjölfarið. Fékk tillögurnar en ýtti ekki eftir að farið yrði lengra með þær.
 • V | 15.3 2012, 14:06 | Sigríður: Jón Steinsson lagði það til að áætlunin taki til þess, ef einhver af bönkunum lenti í vanda vegna erfiðrar stöðu á mörkuðum.
 • R | 15.3 2012, 14:06 | Saksóknari segir að um svipað leyti hafi komið fram tillögur um að skipa tvo starfshópa vegna yfirvofandi hættu. (frh)
 • R | 15.3 2012, 14:06 | (frh) Geir hafi fengið þessar tillögur í hendur. Ekkert hafi orðið af því að þessir hópar hafi verið skipaðir.
 • M | 15.3 2012, 14:07 | Geir fékk bréf frá Jóni Steinssyni hagfræðingi í 20. mars 2008 þar sem vakið var máls á því að gera þyrfti einhverja áætlun.
 • R | 15.3 2012, 14:08 | Saksóknari fær sér vatnsglas. Miklu fleiri síður virðast ólesnar en lesnar í möppunni þar sem hún geymir handrit ræðu sinnar.
 • M | 15.3 2012, 14:08 | Rætt hafi verið um það á sama tíma í mars að skipa starfshópa um yfirvofandi hættu, en það var ekki gert.
 • R | 15.3 2012, 14:10 | Saksóknari fer yfir umræðu í samráðshópi um þörf á aðgerðum og vinnu við frumvarp vegna hugsanlegra ófara bankanna.
 • M | 15.3 2012, 14:10 | 14. Júlí kemur fram á hjá samráðshópi að ekki væri seinna vænna en að ganga frá stefnumörkun stjórnvalda.
 • V | 15.3 2012, 14:10 | Moli: Nemar í Myndlistaskólanum er nú flestir farnir úr húsi, með uppdrátt af blýantsteikningum sem fanga stemmninguna hér innanhúss.
 • M | 15.3 2012, 14:11 | Saksóknari telur upp hverja viðvörunarbjölluna af annarri sem klingdi og aðgerðir sem rætt var um, en ekki framkvæmdar
 • R | 15.3 2012, 14:11 | Saksóknari segir að í byrjun sept. hafi verið rætt í samráðshópi að gera þyrfti óæskilegt að safna innstæðum erlendis (frh)
 • R | 15.3 2012, 14:12 | (frh) sem gætu haft í för með sér hættu fyrir ríkissjóð. Segir að fróðlegt hefði verið að sjá meira gert.
 • V | 15.3 2012, 14:12 | Sigríður:Það blasir hér við að vinna samráðshópsins var ekki markviss og það skorti á nákvæmlega hvað átti að gera ef allt færi á versta veg
 • M | 15.3 2012, 14:13 | Saskóknari: Lóst á framburði vitna fyrir dóminum að vinna samráðshópsins var alls ekki markviss, skilaði ekki tilætluðum árangri
 • R | 15.3 2012, 14:13 | Það fengust aldrei svör við því hvað stjórnvöld vildu eða væru reiðubúin að gera. Því erfiðara að ljúka viðbragðavinnu, segir saksóknari
 • M | 15.3 2012, 14:13 | Sigríður: Það var einhvern veginn aldrei hægt að klára þetta, var aldrei fullgert því það skorti stefnu stjórnvalda. Fengust engin svör.
 • M | 15.3 2012, 14:14 | Sigríður vísar í vitnisburð Árna Mathiesen fyrir dómnum máli sínu til stuðnings um ómarkvissa vinnu samráðshópsins.
 • R | 15.3 2012, 14:15 | Saksóknari segir að tillögur og gögn samráðshóps hafi aldrei verið rædd meðal Geirs, Ingibjargar og Árna.
 • V | 15.3 2012, 14:15 | Sigríður: Það var ekki ljóst hvað ákærði, eða stjórnvöld, vildu gera til þess að bregðast við þeim vanda sem blasti við.
 • R | 15.3 2012, 14:15 | Ákærða bar að sjá til þess að vinna hópsins kæmi að því gagni sem var ætlast til, segir saksóknari um starf samráðshóps.
 • M | 15.3 2012, 14:15 | Saksóknari bendir á að ráðherrar hafi aldrei fundað með samráðshópnum, sem þó var eini hópurinn sem vann svona vinnu fyrir stjórnvöld
 • M | 15.3 2012, 14:16 | Saksóknari: Starf þessa hóps getur ekki orðið markviss ef þeir sem verið er að vinna fyrir gefa aldrei neitt frá sér um hvað þeir vilja
 • R | 15.3 2012, 14:16 | Allan tímann er verið að kalla eftir ákvarðanatöku stjórnvalda til að (samráðs)hópurinn gæti unnið sína vinnu, segir Sigríður.
 • M | 15.3 2012, 14:17 | Saksóknari bendir á að í samráðshópnum hafi verið að fjalla um mjög alvarlega stöðu bankakerfisins allt frá 15. nóvember 2007
 • M | 15.3 2012, 14:17 | Saksóknari: Og allan tíma verið að kalla eftir ákvarðanatöku stjórnvalda til að hópurinn gæti unnið sína vinnu. Kom aldrei.
 • R | 15.3 2012, 14:18 | Saksóknari segir að Geir hafi í krafti stöðu sinnar átt að sjá til þess að hópurinn ynni ströf sín og að það starf skilaði (frh)
 • R | 15.3 2012, 14:18 | (frh) sér bæði í aðgerðum og upplýsingum til þeirra sem þurftu að vinna með þetta.
 • M | 15.3 2012, 14:18 | Sigríður segir að neyðarlögin hafi verið samin helgina 4.-6. október undir mikilli pressu og í raun ekki byggt á vinnu samráðshópsins
 • V | 15.3 2012, 14:18 | Sigríður: Neyðarlögin voru algjörlega ófrágengin í grundvallaratriðum þegar þurfti að semja þau og samþykkja.
 • V | 15.3 2012, 14:19 | Sigríður: Það var verið að klára inntakið um breytingu á kröfuröð í neyðarlögunum í hruninu sjálfu.
 • R | 15.3 2012, 14:19 | Saksóknari segir að mikilvægustu ákvæði neyðarlaga hafi ekki komið inn í þau fyrr en síðustu daga fyrir setningu þeirra.
 • M | 15.3 2012, 14:19 | Þau ákvæði neyðarlaganna sem mestu máli skiptu þegar upp var staðið komu inn á síðustu metrunum, ekki frá samráðshópnum.
 • M | 15.3 2012, 14:20 | Sigríður: Þannig að það er nokkuð ljóst að það lá ekki fyrir nein viðlagaáætlun um Glitnishelgina.
 • R | 15.3 2012, 14:20 | “Það er alveg ljóst að það lá ekki fyrir nein viðlagaáætlun um Glitnishelgina” segir Sigríður. Mikilvægar upplýsingar skorti.
 • V | 15.3 2012, 14:20 | Sigríður: Menn höfðu ekki upplýsingar um krosseignatengsl, “nema Tryggvi Þór Herbertsson, sem virtist vita mesta af öllum um þetta”.
 • M | 15.3 2012, 14:20 | Sigríður: Það var ekki vitað neitt um krosseignatengsl. Enginn nema Tryggvi Þór Herbertsson sem virðist hafa vitað mest af öllum
 • R | 15.3 2012, 14:20 | Saksóknari segir rangt hjá Geir að vinna samráðshóps hafi skilað sér í neyðarlögum. Vinnan hafi verið ómarkviss.
 • V | 15.3 2012, 14:21 | Sigríður: Það er ekki þannig að vinna samráðshópsins hafi skilað neyðarlögunum, og vinnan var heldur ekki markviss.
 • R | 15.3 2012, 14:21 | Það ríkti hálfgert upplausnarástand um Glitnishelgi vegna þess að fólk skorti þau tæki sem þurfti, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 14:21 | Helgi Magnús varasaksóknari glottir yfir þessum orðum Sigríðar. Hann hnýtti talsvert í Tryggva Þór í vitnaleiðslunum.
 • V | 15.3 2012, 14:22 | Sigríður: Hlutirnir fóru “merkilega vel” og “betur en á horfðist”, en hvers vegna? Ekki vegna markvissrar vinnu samráðshópsins.
 • R | 15.3 2012, 14:22 | Ekki hægt að útiloka að aðrar leiðir hefðu verið færar um Glitnishelgi ef undirbúningur hefði verið betri, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 14:22 | Það er mat sækjanda að vinna hópsins var ekki markviss og skilaði ekki tilætluðum árangri.
 • V | 15.3 2012, 14:22 | Sigríður: Það er ekki hægt að útilokað að “það hafi verið hægt að fara aðrar leiðir um Glitnis-helgina” sem hefðu reynst heilladrýgri.
 • M | 15.3 2012, 14:23 | Saksóknari segir að upplausnarástand hafi ríkt um Glitnishelgina vegna þess að menn höfðu ekki þau tæki sem þurftu v/ skorts á undirbúningi
 • M | 15.3 2012, 14:24 | Saksóknari: En þetta bjargaðist. Sem betur fer.
 • M | 15.3 2012, 14:24 | Saksóknari segir að því sé ekki haldið fram að hægt hefði verið að bjarga bönkunum, en það hefði verið hægt að fara aðrar leiðir
 • R | 15.3 2012, 14:25 | Saksóknari kemur nú að ákærulið 1.4. Markús dómforseti segir of snemmt að taka hlé núna.
 • M | 15.3 2012, 14:26 | Saksóknari spyr hvort of snemmt sé að gera hlé á málflutningi. “Frekar snemmt” svarar dómforseti sem hefur haft bestu yfirsýn á tímann hér
 • R | 15.3 2012, 14:27 | Málflutningur snýr að því hvort Geir hafi ekki beitt sér fyrir minnkun eða flutningi bankanna. http://t.co/XWL35608
 • M | 15.3 2012, 14:27 | Saksóknari snýr sér að næsta ákærulið, 1.4. Hún segir íslensk stjórnvöld hafi sofið á verðinum.
 • M | 15.3 2012, 14:28 | Sigríður segir að stjórnvöld hafi viljað byggja upp alþjóðlega fjármálastarfsemi hér.Fjallað er um hættuna sem fólst í stærð bankakerfisins.
 • R | 15.3 2012, 14:28 | Saksóknari segir að stjórnvöld hafi 2007 fylgt þeirri stefnu sem áður var mótuð um að byggja hér upp alþjóðlega fjármálamiðstöð.
 • V | 15.3 2012, 14:28 | Sigríður: Hér voru taldar heppilegar aðstæður til alþjóðlegrar fjármálastarfsemi, og það voru ekki hamlað gegn gríðarlegum vexti.
 • M | 15.3 2012, 14:30 | Saksóknari segir Landsbankann hafa litið þetta öðrum augum, að smæð íslenska hagkerfisins hafi verið vandinn ekki stærð bankanna
 • M | 15.3 2012, 14:30 | Saksóknari: Þá hefði verið tilvalið fyrir þá að drífa sig úr landi í stærra hagkerfi, okkar hinna vegna
 • R | 15.3 2012, 14:31 | Á fundinum 14. febrúar 2008 er ekki að sjá að bönkunum hafi verið sagt að draga úr stærð sinni, segir saksóknari.
 • V | 15.3 2012, 14:31 | Sigríður:Það var litið til þess að íslenska hagkerfið væri of lítið fyrir íslensku bankanna en ekki að bankarnir væru of stórir fyrir Ísland
 • M | 15.3 2012, 14:31 | Helgi Magnús varasaksóknari lygnir aftur augunum. Hann er kannski að safna kröftum þar til kemur að honum að flytja mál sitt.
 • R | 15.3 2012, 14:32 | Saksóknari rifjar upp ræðu Geirs í mars 2008 að fjármálakerfið sé mikilvægt og mikilvægt að bankarnir geti vaxið.
 • M | 15.3 2012, 14:32 | Saksóknari segir ekki að sjá að bönkunum hafi verið sagt að draga úr stærð sinni í upphafi árs 2008.
 • V | 15.3 2012, 14:32 | Sigríður: Ingimundur Friðriksson sagði í apríl að það yrði að þrýsta á bankanna um að selja eignir, “betra að lifa minni, en deyja stórir”.
 • M | 15.3 2012, 14:33 | Saksóknari: Á fundi með Gordon Brown kom fram í máli ákærða að bankarnir væru orðnir ?nokkuð stórir?, ekki þannig að það væri vandamál
 • R | 15.3 2012, 14:33 | Á fundi með Gordon Brown hafi Geir sagt bankana orðna nokkuð stóra en ekki hafi verið rætt um það frekar, segir saksóknari.
 • V | 15.3 2012, 14:33 | Moli: Það verður ekki fullyrt hér hvort Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksoknari er sofandi undir ræðu Sigríðar en það lítur út fyrir það.
 • R | 15.3 2012, 14:35 | Það virðist vera einkenni að það sé kannski verið að beina e-u til bankanna en þeir þurfi að gera það sjálfir, segir Sigríður.
 • M | 15.3 2012, 14:36 | Sigríður fer yfir það að ákærða hafi verið stærð bankakerfisins ljós framan af ári 2008, það var rætt á fundum m.a. með ISG og SÍ
 • R | 15.3 2012, 14:37 | Í júlí kemur fram sú skoðun Seðlabanka að efnahagur banka minnki og Kaupþingi flytji heimilisfesti, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 14:37 | Hinsvegar virðist það einkenni á máli Geirs á þessu mtíma að því sé beint til bankanna að líta í eigin barm og gera þetta sjálfir
 • V | 15.3 2012, 14:37 | Sigríður: Það var rætt um það á símafundi með Englandsbanka 2008 að íslenska ríkið gæti ekki bjargað bönkunum og það yrði að minnka kerfið.
 • M | 15.3 2012, 14:37 | Saksóknari: Orðalagið er ekki harkalegra en það (þegar ákærði víkur að stærð bankanna fyrri hluta árs 2008)
 • R | 15.3 2012, 14:38 | Vitni hafa lýst vilja til að gera eitthvað til að draga úr stærð banka en enginn bent á formlegar aðgerðir, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 14:38 | Saksóknari: Við höfum heyrt fyrir dómnum framburð fjölda vitna og ákærða sjálfs um þessa vinnu að flytja bankana úr landi
 • R | 15.3 2012, 14:39 | Það verður ekki annað séð en bönkunum hafi verið sett í sjálfsvald hvað þeir myndu gera og hvenær, segir saksóknari.
 • V | 15.3 2012, 14:39 | Sigríður: Það var álitið sem svo, í ágúst 2008, að það hafi verið hægt að selja eignir.
 • M | 15.3 2012, 14:39 | Saksóknari: En það ber allt að sama brunni, að í besta falli hafi einhver samtöl átt sér stað, þar sem kom fram vilji til að gera eitthvað.
 • R | 15.3 2012, 14:40 | Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki séð sér fært að stöðva það feigðarflan, segir saksóknari um Icesave í Hollandi.
 • V | 15.3 2012, 14:40 | Sigríður: Algjörlega “með ólíkindum” að íslensk stjórnvöld að látið það gerast, að Landsbankinn hæfi innlánssöfnun í Hollandi í maí 2008.
 • M | 15.3 2012, 14:41 | Saksóknari: Það er alveg ljóst að enginn benti á neinar formlegar aðgerðir Í aðalatriðum virðist bönkunum hafa verið þetta í sjálfsvald sett
 • R | 15.3 2012, 14:41 | Saksóknari segir að allt hafi verið á forsendum bankanna en ekki ríkisins. Bæði með stærð þeirra og Icesave.
 • M | 15.3 2012, 14:42 | Saksóknari að þessar umræður hafi allar verið á forsendum bankanna, ekki vegna hagsmuna íslenska ríkisins
 • R | 15.3 2012, 14:42 | Saksóknari segir hafa komið fram að Landsbanki átti fyrirtæki sem hefði mátt selja á viðunandi verði. Ýmislegt hægt að gera.
 • V | 15.3 2012, 14:43 | Sigríður: Það er ekki að sjá að Landsbankinn hafi gert tilraun til þess að selja Heritable bankann, sem var þó líklega seljanleg eign.
 • M | 15.3 2012, 14:43 | Saksónari: Þannig að það verður ekki séð að þetta spjall um að draga úr stærð bankanna hafi skilað miklu, sérstaklega ekki v/ Landsbankans
 • R | 15.3 2012, 14:43 | Tilraunir Glitnis til eignasölu voru að frumkvæði bankans en ekki vegna þrýstings stjórnvalda, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 14:45 | Saksóknari segir að Landsbankamenn virðist lítið hafa reynt að selja Heritable bankann, sem þó var seljanleg eign.
 • V | 15.3 2012, 14:45 | Sigríður: Þegar þetta er allt skoðað þá sést að það hefði verið hægt að ná árangri í því að minnka bankakerfið og draga úr hættu fyrir ríkið
 • M | 15.3 2012, 14:46 | Glitnismenn hafi hinsvegar reynt. Með löngum fyirrvara voru áhyggjur af stóra gjalddaga Glitnis í október 2008 en lítið gert
 • R | 15.3 2012, 14:46 | Málflutningur saksóknara er sá að stjórnvöld hafi ekki beitt bankana þrýstingi til að draga úr stærð þeirra. Aðeins tilmæli
 • M | 15.3 2012, 14:46 | Saksóknari: Hefði nú verið gustukaverk af hálfu stjórnvalda að sjá til þess að þessi banki gæti staðið undir stóra gjalddaganum í október
 • M | 15.3 2012, 14:47 | Sérstaklega, segir saksóknari, ef ferlið hefði byrjað í ársbyrjun þegar áhyggjur voru þegar byrjaðar að vakna og tími var til stefnu.
 • R | 15.3 2012, 14:48 | Sigríður spyr hvort ummæli um að eitthvað þyrfti að gera væru nægileg til að teljast virkar aðgerðir. Nei, er svar hennar.
 • M | 15.3 2012, 14:48 | Ef það hefði verið gert, “Þá vitum við ekki hvert framhaldið hefði orðið á þessum hamförum öllum saman” segir saksóknari.
 • R | 15.3 2012, 14:49 | Viljayfirlýsing með gjaldeyrisskiptasamningi virðist hafa haft lítið gildi í augum þeirra sem gáfu hana, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 14:49 | Saksóknari: Þegar þetta allt er skoðað er ljóst að það hefði verið hægt að ná árangri með sölu eigna.
 • M | 15.3 2012, 14:49 | Ákærða Geir Haarde bað að fullvissa sig um að slíkt væri gert með því að eiga frumkvæði að aðgerðum ríksins.
 • R | 15.3 2012, 14:50 | Það voru meiri hagsmunir í húfi en hagsmunir einstaks banka, segir saksóknari. Því hefði átt að grípa til aðgerða.
 • V | 15.3 2012, 14:50 | Sigríður: Allt árið 2008 er að skapast neyðarástand á Íslandi og ákærði hefur fyrst og fremst skyldur við íslenskt samfélag en ekki banka.
 • M | 15.3 2012, 14:51 | Saksóknari: Ákærði hefur fyrst og fremst skyldur við íslenskt samfélag, umfram bankana
 • R | 15.3 2012, 14:51 | Saksóknari segir Geir hafa borið skyldur gagnvart þjóðinni og ríkinu umfram bankana.
 • M | 15.3 2012, 14:51 | Allt árið 2008 hafi verið að skapast neyðarástand á Íslandi þar sem meiri hagsmunir voru í húfi en hagsmunir einstaks banka.
 • V | 15.3 2012, 14:52 | Sigríður: Það var ekki við því að búast að stjórnir bankanna hefðu viljað grípa til aðgerða sem hefðu leitt til taps fyrir stærstu hluthafa.
 • R | 15.3 2012, 14:52 | Saksóknari segir að þegar bankarnir þrýstu á um eflingu gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankan hefði mátt gera kröfur á þá sjálfa.
 • M | 15.3 2012, 14:53 | Tryggvi Pálsson nefndi fyrir dómnum að það hefðu verið leiðir til að gera bönkunum lífið leitt ef þeir færu ekki eftir því sem var krafist
 • R | 15.3 2012, 14:53 | Saksóknari fer í gegnum skjalabunkana á borði við hlið púltsins en gengur illa að finna skjal. Finnur það að lokum í púltinu.
 • R | 15.3 2012, 14:55 | Hlé er gert í 15 mínútur áður en næsti ákæruliður er tekinn fyrir.
 • V | 15.3 2012, 14:56 | Nú hefur verið gert hlé í fimmtán mínútur á þinghaldi.
 • M | 15.3 2012, 14:56 | Saksóknari segir að “eftir-á speki” eigi ekki við í þessu máli. #landsdomari
 • M | 15.3 2012, 14:56 | Hlé er nú gert í 15 mínútur áður en næsti ákæruliður er tekinn fyrir.
 • R | 15.3 2012, 14:58 | Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, er meðal gesta í dómsal.
 • V | 15.3 2012, 15:07 | Moli: Áætlað er að málflutningi Sigríðar ljúki um klukkan 4 í dag og síðan flytur Andri Árnason hrl., verjandi Geirs, mál sitt á morgun.
 • V | 15.3 2012, 15:11 | Þinghaldi er þá framhaldið, segir Markús Sigurbjörnsson dómsforseti. Sigríður heldur því áfram að flytja ræðu sína.
 • M | 15.3 2012, 15:12 | Saksónari: Víkur nú sögunni að Icesave reikningunum í Bretlandi.
 • R | 15.3 2012, 15:13 | Dagskránni er haldið áfram og saksóknari flytur nú mál sitt vegna ákæruliðs 1.5 um flutning Icesave.
 • M | 15.3 2012, 15:13 | Saksóknari segir að tjónshættan af Icesave reikningunum hafi verið til staðar og hættan á áhlaupi á bankann sem hefði leitt til falls hans
 • V | 15.3 2012, 15:14 | Sigríður er nú að ræða um ákærulið 1,5 er snýr að Icesave innlánasöfnuninni. http://t.co/kl62ewNq
 • M | 15.3 2012, 15:14 | Snemma árs 2008 hafi áhyggjur breskra stjórnvalda farið að vaxa mjög og íslensk stjórnvöld haft ávinning af því þótt lítið væri aðhafðst
 • M | 15.3 2012, 15:15 | Fjöldi áhorfenda hefur u.þ.b. helmingast frá því málflutningur hófst kl. 13
 • M | 15.3 2012, 15:17 | Í mars kom fram að Bank of England teldi innlánasöfnunina í Bretlandi notaða til að fjármagna öran vöxt bankans á Íslandi. Ljóst að svo var
 • R | 15.3 2012, 15:17 | Saksóknari fer yfir umræður ráðherra, Seðlabanka, FME og Landsbanka um Icesave á mánuðunum fyrir hrun.
 • V | 15.3 2012, 15:17 | Sigríður: “Aldrei er nú viðskiptaráðherra viðstaddur á þessum fundum” segir Sigríður, og vitnar til funda á árinu 2008 er varða Icesave.
 • M | 15.3 2012, 15:19 | Saksóknari ætlar ekki að fara ítarlega yfir samskipti FME, FSA og Landsbanka. “Það væri að æra óstöðugan”
 • R | 15.3 2012, 15:20 | Saksóknari segir að komið hafi í ljós áhugaleysi Landsbanka á dótturfélagavæðingu Icesave þegar hún var sett á langtímaáætlun.
 • R | 15.3 2012, 15:20 | Þá hefði verið gott að einhver hefði verið að fylgjast með, sagði saksóknari um það þegar hægði á dótturfélagavæðingu Icesave.
 • M | 15.3 2012, 15:21 | Saksóknari segir að það hafi verið á miðlungs- eða langtímaáætlun að færa Icesave í dótturfélög. Hefði verið ágætt að einhver ýtti við þeim.
 • M | 15.3 2012, 15:21 | Saksóknari: Þarna var ljóst að ríkissjóður gæti orðið fyrir gríðarlegu tjóni og menn vissu það auðvitað allan tímann.
 • M | 15.3 2012, 15:24 | Ljóst í júlí 2008 að ferlið á flutningi í dótturfélög sé ekki hafið og Landsbankinn virðist ekki mjög tilleiðanlegur í þessu ferli
 • R | 15.3 2012, 15:24 | Saksóknari fer yfir gang mála í viðræðum um að flytja Icesave í dótturfélag. Einnig vangaveltur um ríkisábyrgð á Icesave.
 • V | 15.3 2012, 15:24 | Sigríður: Þið tveir getið ekki gert þjóðina gjaldþrota, sagði Davíð við bankastjóra Landsbankans. “Spurning hvort þeir gátu það samt?”
 • M | 15.3 2012, 15:25 | Saksóknari vísar í orð Davíðs Oddssonar á fundi með Landsbankastjórum 31. júlí 2008: “Þið tveir getið ekki gert þjóðina gjaldþrota”
 • M | 15.3 2012, 15:26 | Saksóknar bætir viði: Spurning hvort þeir gátu það samt?
 • V | 15.3 2012, 15:27 | Sigríður: Ég held að maður verði að efast um að það hafi verið áhugi hjá Landsabankanum fyrir færslu á Icesave í dótturfélag.
 • R | 15.3 2012, 15:28 | Saksóknari vitnar í bréf FSA 15. ág. 2008 um að stöðva innlánasöfnun Icesave ef ekki næst samkomulag um dótturfélagavæðingu.
 • V | 15.3 2012, 15:31 | Sigríður: Það hvíldi frumkvæðisskylda á ákærða um að reyna að beita sér fyrir eignaflutningi v. Icesave, “með lögum”, eða “þvingunum”.
 • M | 15.3 2012, 15:32 | Saksóknari fer yfir atburðarásina varðandi Icesave í Bretlandi haustið 2008 og að Geir hafi ekki beitt sér eins og honum bar í því máli
 • R | 15.3 2012, 15:32 | Saksóknari telur að það liggi fyrir í gögnum málsins að Landsbanki hafi ekki verið tilbúinn í að leggja út fé vegna Icesave.
 • M | 15.3 2012, 15:33 | Saksóknari: Það hvíldi skylda á herðum ákærða. Hann átti t.d. ekki að bíða eftir að formaðu FME hringdi í hann. Átti ekki að sitja og bíða.
 • R | 15.3 2012, 15:33 | Saksóknari telur rétt að meta ákæruliði 1.3, 1.4 og 1.5 heildstætt og með hliðsjón af rökstuðningi í lið 1.1 sem var felldur út.
 • M | 15.3 2012, 15:34 | Saksóknari: Það þarf kannski ekki alltaf að vera eitthvað stórkostlega flókið sem stjórnvöld gera þegar þau beita sér í málum sem þessum
 • R | 15.3 2012, 15:34 | Þannig hafi ákærði gerst sekur um brot á góðri ráðsmennsku. Umræðan snýst nú að ákærulið 2. http://t.co/XWL35608
 • M | 15.3 2012, 15:35 | Saksóknari segir að Geir hafi borið skylda til að ræða vanda bankanna á ráðherrafundum. Málin verði ekki mikið stærri en það.
 • R | 15.3 2012, 15:36 | Saksóknari segir að hugsanlegt fall bankanna hafi verið mikilvægt stjórnarmálefni sem hafi borið skylda til að fjalla um á frh
 • R | 15.3 2012, 15:36 | (frh) ráðherrafundi og taka ákvarðanir um.
 • M | 15.3 2012, 15:36 | Saksóknari: Það er ekki hægt að flokka bankanna öðru vísi en sem mikilvæg stjórnarmálefni sem þarf að taka fyrir og ræða.
 • V | 15.3 2012, 15:37 | Sigríður: Ef ekki er haldinn fundur um vanda, og það er ekki verið að ræða formlega um hlutina, þá er ljóst að möguleikinn á afstýringu…
 • R | 15.3 2012, 15:37 | Möguleikinn til að afstýra tjónshættu á yfirvofandi áfalli er minni ef menn ræða ekki saman og vinna að því að finna (frh)
 • V | 15.3 2012, 15:37 | Sigríður:… (frh) mun minni en ella. Það hefði kannski verið heppilegra að viðskiptaráðherrann hefði verið með í ráðum.
 • M | 15.3 2012, 15:38 | Ef ekki er haldinn fundur um vandann, hann ekki tekinn formlega á dagskrá og ekki verið að ræða þetta nema í spjalli í upphafi fundar (frh)
 • R | 15.3 2012, 15:38 | (frh) lausnir segir saksóknari. Telur blasa við að ekki komi fram tillögur um lausn á vanda sé hann ekki ræddur í ríkisstjórn.
 • V | 15.3 2012, 15:39 | Sigríður: Það blasir við að ef ekki er fjallað formlega um hluti á fundum, þá verða ekki teknar formlegar ákvarðanir.
 • M | 15.3 2012, 15:39 | frh. þá er ljóst að möguleikar á því að afstýra tjóninu á yfirvofandi fjármálaáfalli eru minni. Orð eru jú til alls fyrst, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 15:41 | það voru fleiri í þessari ríkisstjórn en ákærði og ISG. T.d. viðskiptaráðherra, segir saksóknari.
 • M | 15.3 2012, 15:41 | Saksóknari: Það hefði kannski verið heppilegt að hann hefði verið með í ráðum og fengið að vita a.m.k. jafnmikið og hinir
 • R | 15.3 2012, 15:42 | Saksóknari fer nú í gegnum Alþingistíðindi frá 1919, 1942 og 1944 til að greina mótun ákvæðis um að forsætisráðherra (frh)
 • M | 15.3 2012, 15:42 | Saksóknari: Það er bara ekki verið að fjalla um bankana eða vandamálin sem eru aðsteðjandi, á ríkisstjórnafundum,
 • R | 15.3 2012, 15:42 | (frh) taki upp mikilvæg stjórnarmálefni á ráðherrafundi.
 • M | 15.3 2012, 15:44 | Saksóknari fer yfir Alþingistíðindi þar sem fjallað er ákvæði um að fors.ráðherra beri að taka upp mikilvæg stjórnarmálefni á ráðherrafundum
 • R | 15.3 2012, 15:45 | Fyrir saksóknara vakir að sýna fram á að ákvæðið um ráðherrafundi eigi enn við í dag. Því hafi Geir átt að funda um efnahagsvá.
 • V | 15.3 2012, 15:45 | Moli: Sigríður er nú að ræða um stofnun lýðveldisins, þar sem rætur 17. greinar stjórnarskrárinnar, sem ákært er fyrir brot á, liggja.
 • M | 15.3 2012, 15:46 | Þ.e.a.s ákvæði í stjórnarskrá. Segir ekki tilviljun að ákvæðið um skyldur fors.ráðherra hafi haldist inni óbreytt frá lýðveldisstofnun
 • M | 15.3 2012, 15:48 | Ekkert sem bendir til þess að þetta ákvæði sé einhver forneskja sem hafi dagað uppi í stjórnarskrá. Ákveðið af ástæðu að halda því inni
 • V | 15.3 2012, 15:48 | Sigríður: Ég ítreka að þingmenn hafa ítrekað bent á það sjálfir að þeir vilja hafa þessa grein stjórnarskrárinnar inni.
 • R | 15.3 2012, 15:48 | Beinni textalýsingu er haldið hér áfram. Lesa má um það sem kom fram fyrr í dag á @R
 • R | 15.3 2012, 15:48 | Mál af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir hlýtur að falla undir þetta, annað væri óeðlilegt, segir saksóknari.
 • V | 15.3 2012, 15:48 | Sigríður: Það er ekki hægt að ganga út frá öðru en að greinin í stjórnarskránni hafi þýðingu og eftir henni verði að fara.
 • M | 15.3 2012, 15:49 | Því ljóst að Geir hafi sem forsætisráðherra borið skylda til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Frá því verði ekki komist.
 • R | 15.3 2012, 15:49 | Saksóknari segir verjanda reyna að halda því fram að ákvæði um ráðherrafundi sé úrelt, svo sé ekki.
 • R | 15.3 2012, 15:49 | Saksóknari fer nú í gegnum fundi ríkisstjórnar og telur lítið hafa verið fjallað um mál sem sneru að bönkunum.
 • R | 15.3 2012, 15:51 | Saksóknari nefnir Glitnishelgina sem dæmi um tímapunkt þegar gott hefði verið að halda fund í ríkisstjórn.
 • M | 15.3 2012, 15:51 | Um þetta er hinsvegar ekkert fjallað á ríkisstjórnarfundum fyrr en 30. september, segir saksóknari,
 • M | 15.3 2012, 15:51 | Ákærði var verkstjóri í ríkisstjórninni og bar skylda til að halda viðskiptaráðherra upplýstum, segir saksóknari
 • R | 15.3 2012, 15:52 | Gott hefði verið að halda Björgvini G. Sigurðssyni betur upplýstum en raunin hafi verið. Nokkur tilefni til áðherrafunda.
 • V | 15.3 2012, 15:52 | Sigríður: Hvernig sem á það er litil þá voru fyrir hendi mikilvæg málefni til umfjöllunar, sem skyldugt var að fjalla um af ríkisstjórninni.
 • R | 15.3 2012, 15:52 | Það er einsýnt að sakfella verði fyrir þetta, segir saksóknari um ákærulið 2.
 • M | 15.3 2012, 15:53 | Alveg burtséð frá því hvernig málum var háttað í Samfylkingunni. Viðskiptaráðherra gat ekki sinntnauðsynlegum verkefnum án upplýsinga
 • M | 15.3 2012, 15:53 | Saksóknari telur blasa við að sakfellla eigi ákærða “með vísan til þess sem hér hefur verið reifað um vanrækslu hans”
 • M | 15.3 2012, 15:55 | Saksóknari segir að firningarfrestur brotanna hafi verið rofinn
 • M | 15.3 2012, 15:56 | Saksóknari telur að við ákvörðun refsingar beri að líta til þess að vanræksla ákærða var stórfelld
 • M | 15.3 2012, 15:57 | Saksóknari segir ekki auðvelt að nefna ákveðna tölu, mánaðafjölda, um lengd refsingar enda sé ekkert dómafordæmi
 • R | 15.3 2012, 15:57 | Saksóknari gerir til vara kröfu um að Geir verði sakfelldur fyrir vanrækslu eða hirðuleysi í starfi skvt alm. hegningarlögum.
 • M | 15.3 2012, 15:58 | Hinsvegar megi hugsanlega vega til refsilækkunar hve langt er liðið sæiðan brotin voru framin og að ákærði hafi hreina sakaskrá
 • R | 15.3 2012, 15:59 | Saksóknari er búinn. Dómforseti bauð verjanda að hefja málflutning nú þegar en hann valdi að halda sig við dagskrá.
 • V | 15.3 2012, 15:59 | Sigríður hefur nú lokið málflutningi. Andri Árnason mun flytja mál sitt á morgun. Sigríður krafðist sektar, eins og venja er hjá sækjanda.
 • V | 15.3 2012, 15:59 | Málið heldur því áfram á morgun, þegar Andri flytur mál sitt. Það verður síðasti dagur Landsdómsmálsins.
 • R | 15.3 2012, 16:00 | Saksóknari sagði alvarleika brots geta leitt til refsiþyngingar en hreint sakavottorð og langan tíma frá broti til mildunar.
 • R | 15.3 2012, 16:02 | Refsiramminn fyrir brot samkvæmt ákæru er tvö ár. Refsing, ef til sakfellingar kæmi, gæti verið skilorðsbundin.
 • R | 15.3 2012, 16:03 | Andri Árnason tekur til varna klukkan níu í fyrramálið. Svo fær saksóknari að svara og loks svarar Andri andsvörum hennar.
 • R | 15.3 2012, 16:04 | Að því loknu verður málið sett í dóm og dómur kveðinn upp eftir fjórar til sex vikur.
 • M | 15.3 2012, 16:05 | Refsiramminn er 2 ár. Saksóknari nefndi sem nærtækasta fordæmið dóminn yfir danska ráðherranum Erik Ninn-Hansen árið 1995
 • M | 15.3 2012, 16:06 | Hansen hlaut 4 mánaða dóm skilorðsbundinn til eins árs.
 • M | 15.3 2012, 16:07 | Málflutningi í dag er lokið. Verjandi flytur sitt mál kl. 9 í fyrramálið.