Landsdómur 16. mars
 • R | 8:47 | Síðasti dagur réttarhaldanna yfir Geir Hilmari Haarde, fv forsætisráðherra, er að renna upp í landsdómi.
 • R | 8:48 | Andri Árnason, verjandi Geirs, hefur daginn á málflutningi sínum. Síðan kemur að andsvörum saksóknara og loks andsvörum Andra.
 • R | 8:49 | Réttarhöldunum lýkur í dag. http://t.co/6t165wo5
 • R | 8:52 | Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er mættur í dómsal til að fylgjast með.
 • V | 8:53 | Síðasti dagur Landsdómsmálsins er nú runninn upp. Andri Árnason hrl., lögmaður Geirs, flytur mál sitt.
 • R | 8:55 | Í dómsal er líka Ólafur Arnarson sem fylgst hefur með réttarhöldunum flesta eða alla daga sem þau hafa staðið yfir.
 • M | 8:55 | Síðasti dagur réttarhaldanna yfir Geir Haarde fyrir Landsdómi er að hefjast. Verjandi Geirs, Andri Árnason, flytur mál sitt kl.9
 • R | 8:58 | Það er nokkuð fjölmennt í landsdómi en heldur færri en voru í gær þegar myndlistarnemar fjölmenntu.
 • M | 8:58 | Verjandi Geirs hefur dreift úr málsgögnunum í púltið fyrir miðju salarins. Þar eru þrjár þykkar gormabækur og nokkur hefti
 • M | 8:59 | “Já,já það er ennþá nóg pláss” heyrist dómvörðu segja frammi á gangi þegar annar áhorfandi bætist í hópinn
 • V | 9:01 | Þinghaldi er þá framhaldið, segir Markús, og Andri kemur sér fyrir til þess að flytja varnarræðu sína.
 • R | 9:01 | Dómararnir ganga í salinn. Þeir síðustu í fremri röð verða að mjaka sér framhjá þeim sem á undan komu.

Andri Árnason, verjandi

 • M | 9:01 | Verjandi fer fram á að Geir verði sýknaður af öllum ákærum og málskostnaður greiddur úr ríkissjóði.
 • V | 9:02 | Andri: Ég geri þær kröfur að Geir verði sýknaður af öllum ákæruliðum og að ríkissjóður greiði málskostnað.
 • R | 9:02 | Andri er mættur í púltið og fer yfir þau gögn sem hann hyggst styðjast við í málflutningi sínum.
 • M | 9:03 | Andri útskýrir að hann hafi tekið saman til viðbótar önnur gögn sérstakt, þykkt hefti með gögnum úr málinu sem hann mun vísa til
 • M | 9:03 | Ákærði hafnar ákærum og telur reyndar ekki ástæðu til að höfða þetta mál yfir höfuð, segir Andri
 • R | 9:04 | Ákærði hafnar sakargiftum og telur ekki tilefni til að gefa út ákæru, segir Andri.
 • R | 9:05 | Andri fer yfir störf rannsóknarnefndar og aðdraganda þess að Geir var einn ákærður.
 • M | 9:06 | Andri rifjar upp að Rannsóknarnefnd Alþingis hafi gefið 12 aðilum færi á að svara skriflega fyrir hugsanlega vanrækslu áður en skýrslan kom
 • R | 9:06 | Andri tiltekur hvernig saksóknari ákvað að rannsaka ekki seðlabankastjóra og forstjóra FME. Ráðuneytisstjórar sluppu í nefndinni
 • V | 9:07 | Andri: Hinn 7. júní 2010 þá tilkynnti ríkissasksóknari um að ekki væri tilefni til þess að ákæra fv. forstjóra FME og fv. seðlabankastjóra.
 • R | 9:07 | Ákærumeðferð þarfnast skoðunar landsdóms, segir Andri.
 • M | 9:07 | Af hálfu ákærða er á því byggt að það sem lýst er í ákæruliðunum fjórum hafi alls ekki verið á verksviði forsætisráðherra
 • V | 9:08 | Andri: Í þessu máli er fyrst og fremst á því byggt að hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra.
 • R | 9:08 | Forsætisráðherra ber ekki ábyrgð á því sem féll undir verksvið viðskiptaráðherra, segir Andri. Ákæra átti að taka mið af því.
 • M | 9:09 | Verjandi segir að ákærði hafi aldrei verið yfirheyrður sem sakborningur á rannsóknarstigi og aldrei séð rannsóknargögnin
 • R | 9:09 | Ákærði hefur aldrei verið yfirheyrður við rannsókn málsins, naut ekki lögfræðiaðstoðar og fékk ekki málsgögn, segir Andri.
 • M | 9:09 | Þessi frávik hafi komið niður á réttarstöðu Geirs og sé meðal þess sem leiða eigi til sýknu, segir Andri.
 • R | 9:10 | Það að engin sakamálarannsókn fór fram hefur leitt til þess að málflutningur ákæruvalds er mjög óskýr, segir Andri.
 • V | 9:10 | Andri: Það fór aldrei fram eiginleg rannsókn á málinu og þverbrotnar voru grundvallarreglur í réttarfari.
 • M | 9:11 | Andri: Í þessu máli er verið að fjalla um atvik sem urðu á miklum örlagatímum um allan heim, dýpstu fjármálakreppu sögunnar
 • V | 9:11 | Andri: Óhætt er að segja að fjármálakerfi heimsins hafi riðað til falls eftir fall bankans Lehman Brothers.
 • R | 9:11 | Ákæran snýr að djúpri alþjóðlegri kreppu, mörg ríki glíma við afleiðingar kreppunnar, segir Andri.
 • M | 9:12 | Andri: Sú aðferðafræði sem beitt var hér hefur þó þegar öllu er á botnin kvöld reynst affarasæl.
 • R | 9:12 | Þær aðgerðir sem var gripið til hafa að mörgu verið affarasælar þó færa hafi þurft miklar fórnir, segir Andri.
 • V | 9:12 | Andri: Sú aðferðafræði sem hér var beitt, á víðsjárverðum, hefur reynst vel þó færa hafi þurft fórnir, eins og víða um heim.
 • M | 9:12 | Andri: Önnur ríki hafa sett sig í stórfelldar skuldir við að styrkja bankana á þessum tíma.
 • R | 9:13 | Það er ljóst að Ísland hefur ekki komið verst út, segir Andri. Mörg ríki hafa komið illa út úr því að reyna að vernda bankana.
 • M | 9:14 | Andri segir óljóst með öllu hvaða tjónshættu er verið að tala um og hvernig greint verði milli beins og óbeins tjóns
 • V | 9:14 | Andri: Menn greina oft ekki afleiðingarnar af alþjóðlegri banka- og efnahagskreppu, eins hefur ríkt, fyrr en mörgum árum síðar.
 • R | 9:14 | Það er með öllu óljóst um hvaða tjónhættu er að ræða í ákærunni, segir Andri. Óljóst hvað er beint og óbeint tjón.
 • M | 9:15 | Það var talið af sérfræðingum og öðrum að þessi kreppa yrði ekki eins djúp og hún varð, segir Andri.
 • M | 9:15 | Andri vísar til bréfs sem LSE skrifaði til Elísabetar Englandsdrottningar þegar hún spurði hversvegna menn sáu ekki hrunið fyrir
 • V | 9:15 | Andri: Elísabet Englandsdrottning heimsótti LSE og spurði í “fávisku sinni: Hvers vegna sá enginn hrunið fyrir?”
 • M | 9:16 | Andri bendir á að LSE hafi séð ástæðu til að halda sérstaka ráðstefnu til að ræða þess hvers vegna færustu sérfræðingar sáu þetta ekki fyrir
 • V | 9:16 | Andri: Þetta leiddi til þess að LSE hélt mikla ráðstefnu um þetta, og þar kemur fram að virtustu fræðimenn heims, sáu þetta alls ekki fyrir.
 • M | 9:16 | Ákærða verði því ekki álasað fyrir það að sjá ekki efnahagshrunið fyrir, hvorki hér né á heimsvísu, að sögn verjanda.
 • R | 9:16 | Eftir hrun hafa komið fram vísbendingar um að bankarnir hafi verið miklu mun áhættusæknari en áður var talið, segir Andri.
 • V | 9:17 | Andri: Þetta staðfestir að ákærði gat ekki séð fyrir þessa atburði, hvort sem það er hér á landi, eða erlendis.
 • R | 9:17 | Árið 2008 hafi hins vegar Seðlabanki, AGS og FME allir lýst því hversu vel bankarnir væru í stakk búnir að takast á við áföll.
 • V | 9:18 | Andri: Allar aðgerðir á árinu 2008, og yfirlýsingar einnig, hefðu einar og sér getað kallað fram hrun bankakerfisins.
 • R | 9:18 | Aðgerðir sem gripið hefðu verið til 2008 hefðu allt eins getað valdið því hruni sem átti að forðast. á því byggir málsvörn m.a.
 • M | 9:18 | Þegar á hólminn er komið virðist komið í ljós að áhyggjur sumra af glannalegum bankareskstri virðist því miður hafa átt við rök að styðjast
 • V | 9:19 | Andri: Það bendir nú margt til þess að skammtímasjónarmið hafi ráðið ferðinni í bönkunum en ekki langtímasjónarmið.
 • R | 9:19 | Eftirlitsaðilar greindu aldrei almennilega þær hættur sem voru til staðar, segir Andri. Vitnar í rannsókn á starfsemi bankanna.
 • V | 9:20 | Andri: Þegar halla tók undan fæti, á árinu 2008, var “dýrmætum gjaldeyri” eytt til þess að styðja við stærstu hluthafa og skuldara.
 • M | 9:20 | Geir getur nú hvílt höndina hann hefur skrifað af miklum móð alla daga málsins en hallar sér nú aftur og hlustar á verjanda sinn
 • R | 9:20 | Andri segir að Geir geti ekki borið refsiábyrgð á áhættusamri og jafnvel ólöglegri starfsemi bankanna.
 • M | 9:20 | Andri segir fráleitt að halda því fram að hægt hefði verið að gera einhverja handbók fyrir fram um hvernig átti að bregðast við #landsdmour
 • R | 9:20 | Það er fráleitt að það hefði verið hægt að útbúa handbók um hvernig ætti að bregðast við falli bankanna, segir Andri.
 • V | 9:21 | Andri: Þetta veikti enn frekar, veikar stoði bankakerfisins. Ákærði getur ekki setið uppi með ábyrgð á þessu.
 • M | 9:21 | Hann segir samráðshópinn hafa unnið gott starf. EIn skýrsla í viðbót hefði engu breytt.
 • V | 9:22 | Andri: Einhvers konar handbók um það sem gera þurfti hefði engu breytt um þær fordæmalausu aðstæður sem sköpuðust haustið 2008.
 • M | 9:22 | Andri segir að komið hafi í ljós að skammtímahagsmunir en ekki langtíma hafi ráðið í rekstri bankanna. En Geir beri ekki ábyrgð á því.
 • R | 9:23 | Andri: Það hefur almennt verið viðurkennt á alþjóðlegum vettvangi að ákvarðanir sem voru teknar við hrun hafi verið farsælar.
 • M | 9:23 | Andri: Almennt verið viðurkennt, jafnvel á erlendum vettvangi, að þær ákvarðanir sem voru teknar hafi reynst farsælar og takmarkað tjónið
 • R | 9:24 | Refsiheimildir sem ákæra byggir á eru svo óskýrar að þær brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, segir Andri.
 • V | 9:24 | Andri: Það að greiða kerfisbundið niður allar skuldir ríkissjóðs, gerði því auðveldara að takast á við fordæmalausar aðstæður.
 • R | 9:24 | Andri segir að með óskýrum refsiheimildum sé dómstólum falið óhóflegt svigrúm til að kveða upp dóma.
 • M | 9:25 | Andri segir að teflt sé fram refsiákvæðum sem hafi afar gildishlaðið og matskennt inntak. Dómstólum sé veitt óhóflegt svigrúm að því leyti.
 • M | 9:26 | Andri: Refsiheimildirnar svo óljósar og matskenndar að þær brjóti gegn stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu
 • R | 9:26 | Andri fer yfir 10. grein ráðherraábyrgðarlaga um ráðsmennsku. Í frumvarpi hafi sagt að greinin væri nokkuð matskennt.
 • V | 9:27 | Moli: Geir Haarde er ekki að punkta hjá sér að þessu sinni, líkt og fyrr, enda má telja fullvíst að hann þekki ræðu Andra í smáatriðum.
 • V | 9:28 | Andri: Refsiheimildir eru svo óskýrar að þær brjóta gegn stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.
 • R | 9:28 | Andri telur að bæði löggjafinn og Ólafur Jóhannesson lagaprófessor hafi talið ákvæðið mjög matskennt og landsdómi falið (frh)
 • R | 9:28 | (frh) að komast að niðurstöðu um hvað félli undir ákvæði laganna og hvað ekki.
 • M | 9:30 | Andri fjallar um 10. grein laga um ráðherraábyrgð, brot gegn góðri ráðsmennsku
 • R | 9:30 | Andri segir að skilgreina hefði þurft viðmið ákærunnar í sjálfri ákærunni, það hafi ekki verið gert.
 • M | 9:31 | Andri segir að það hafi ekki getað talist fyrirsjáanlegt fyrir ákærða að hann væri að brjóta gegn þessu ákvæði. Það sé matskennt og óljóst.
 • R | 9:31 | Málflutningur Andra til þessa snýr að tvennu. Að ekki hafi verið um vanrækslu að ræða. Að ákæran sé of óskýr og matskennd.
 • R | 9:32 | “Öll þessi ákærumeðferð er vanhugsuð, hún hefur ekki verið hugsuð til enda,” segir Andri.
 • V | 9:32 | Andri: Þessi ákærumeðferð er vanhugsuð, hún hefur ekki verið “hugsuð til enda”, og málið ber það með sér.
 • R | 9:33 | Andri segir að 17. grein stjórnarskrár um ráðherrafundi sé ekki tæk til að byggja ákæru á henni.
 • V | 9:34 | Andri: Það virðist vera sem þeir sem stóðu að þessari ákæru hafi ekki kynnt sér inntak 17. greinar stjórnarskrárinnar.
 • R | 9:35 | Ákæruvaldið taldi ekki að embættismenn ríkisins hefðu gerst sekir um vanrækslu. Sérkennilegt að saka Geir um slíkt, segir Andri.
 • M | 9:36 | Andri segir að ákærumeðferðin sé vanhugsuð og hafi ekki verið hugsuð til enda.
 • M | 9:37 | Andri: Verknaðarlýsingar í ákæru og inntak ætlaðra brota svo óljóst afmarkað af hálfu ákæruvaldsins að refsiheimildum verður ekki beitt
 • R | 9:37 | Vegna þess hve refsiheimildir eru óljósar hefðu ákæruliðir þurft að vera miklu afmarkaðri en þeir eru, segir Andri.
 • V | 9:37 | Andri: Verknaðarlýsingar í ákæru hefðu þurft að vera miklu nákvæmari í ákæru, til þess að afmörkun ákæruefnisins skýri fyrir hvað er ákært.
 • R | 9:38 | Andri segir að vegna annmarka á ákærunni verði sakfelling ekki byggð á henni.
 • M | 9:40 | Andri hefur nú farið yfir hvers vegna hann telji málið vanbúið og óljóst og ekki hægt að byggja sakfellingu á því.
 • M | 9:41 | Hann rekur nú að auki hvers vegna það sé rangt og ósannað að Geir hafi gerst sekur um þau atriði sem getið er í ákæru
 • M | 9:43 | Andri talar um meinta hættu sem steðja hafi að heill ríkisins. Segir það bygggja á því að grunnstoðum eða tilvist ríkisins sé ógnað
 • R | 9:43 | Andri segir að þrennt þurfi að koma til svo hægt sé að sakfella á grundvelli b-lið 10. greinar ráðherraábyrgðarlaga. (frh)
 • V | 9:43 | Andri: Á ákærunni eru það miklir annmarkar hún getur ekki leitt til sakfellingar í máli þessu.
 • M | 9:43 | Andri: Það verður ekki ráðið að tímabundið efnahagsástand failli hér undir
 • R | 9:44 | frh Mjög alvarleg ógn þyrfti að steðja að heill ríkisins, ógnað jafnvel tilvist þess, tímabundið fjármálaáfall sé ekki nóg. frh
 • R | 9:45 | frh 2 Hættan þurfti að vera fyrirsjáanleg viðkomandi og 3 hann þurfti að geta afstýrt hættu, koma í veg fyrir áfall
 • R | 9:46 | Andri segir að þetta þrennt sé ekki til staðar. Hættan var óljós, ekki hefur verið bent á aðgerðir sem dugðu.
 • V | 9:46 | Andri: Ákæruvaldið hefur ekki leitt það fram, með neinum hætti, hvernig hefði mátt forða hruni íslensku bankanna haustið 2008.
 • M | 9:47 | Ákæruvaldið verður að sýna fram á að þau atriði sem Geir hafi vanrækt hafi getað bægt hættunni frá eða takmarkað verulega tjónið
 • M | 9:48 | Í öðru lagi þurfi ákæruvaldið að sýna fram á að Geir hafi í raun og með fyrirsjáanlegum hætti afstýrt þeirri hættu á tímanum feb-okt 2008
 • M | 9:48 | Þetta hafi ákæruvaldið ekki gert. Andri: Það voru engin ráð fyrirsjáanleg til bjargar, hvorki hér né erlendis.
 • R | 9:49 | Málið gegn Geir var frá upphafi í röngum farvegi. Atriði sem gátu leitt til sýknu voru ekki athuguð, segir Andri.
 • M | 9:49 | Andri segir að “endalausar hugleiðingar RNA um samræmdar tillögur og skýrslugerð hafi enga þýðingu að þessu leyti”
 • V | 9:49 | Andri: Málið hefur að mati ákærða verið í röngum farvegi frá upphafi, og leitt til þess að vegamikil atriði hafa ekki verið könnuð.
 • R | 9:50 | Það getur enginn borið hallann af ófullnægjandi rannsókn nema ákæruvaldið, segir Andri.
 • M | 9:50 | Andri: Sakfelling verður ekki byggð á hreinum getgátum eða eftiráskýringum. Umrædd hætta sem steðjaði að ríkissjóði hvergi skilgreind
 • V | 9:50 | Andri: Það er rétt að ítreka, að í skýrslu RNA var ekkert mat lagt á refsiábyrgð þeirra sem um er fjallað.
 • R | 9:51 | Svo virðist sem veigamikil atriði í skýrslu rannsóknarnefnar hafi aldrei fengið viðeigandi rannsókn, segir Andri.
 • M | 9:52 | Andri fær sér vatnssopa og skellir glasinu niður í ræðupúltið aftur.
 • V | 9:52 | Andri: Það hefur ekki verið rannsakað með neinum hætti, hvernig hugsanlega hefði verið hægt að minnka bankakerfið 2008.
 • R | 9:53 | Andri les upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) að ekki hafi verið auðvelt að selja eignir banka eða flytja úr landi.
 • V | 9:53 | Andri: ..(frh) Þetta bar ákæruvaldinu að rannsaka áður en málið fór í ákærumeðferð. “Þetta er mjög alvarlegur annmarki á málinu.)
 • M | 9:53 | Andri: Það verður ekki ráðið að rannsakað hafi verið á nokkurn hátt af hálfu ákæruvaldsins að hvaða leyti þessar aðgerðir voru raunhæfar
 • R | 9:54 | Andri segir að sönnunarbyrð hafi verið snúið við vegna þess hversu óljós ákæran og refsiheimildirnar séu. (frh)
 • M | 9:54 | S.s. um hvaða áhrif stórfelld eignasala fyrir tilstilli stjórnvalda hefði getað haft á orðspor bankanna. Ákæruvaldinu bar að rannsaka þetta
 • R | 9:55 | (frh) Ákærði hafi þurft að draga fram sannanir í dómsal fyrir því eignasala og flutningur höfuðstöðva banka hafi ekki verið fær.
 • M | 9:55 | Þar sem það var ekki gert hefur það leitt til þess að sönnunarbyrðin hefur snúist við gagnvart ákærða, segir Andri.
 • R | 9:56 | Ákæruvaldið lítur framhjá því að RNA hafi ekki talið hægt að grípa til aðgerða eftir veturinn 2007-2008, segir Andri.
 • M | 9:56 | Andri segir að í upphafi málsins hafi einmitt verið varað við þessu, að gæta þyrfti þess að sönnunarbyrði yrði ekki snúið við.
 • V | 9:56 | Andri: Aftur og aftur, kemur það í hlut ákærða að afla gagna eða skýra málsatvik, til þess að fá umfjöllun um einstök málsatvik.
 • R | 9:57 | Það er hvergi lagt fram hvernig átti að gera það sem Geir er sakaður um að hafa ekki gert, segir Andri.
 • R | 9:57 | Lýsingar saksóknara á hvernig menn ýti á einn takka og selji banka eru fráleitar, segir Andri.
 • V | 9:57 | Moli: Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var að ganga í salinn.
 • M | 9:57 | Andri:Allar lýsingar um hvernig átti að færa banka milli landa eða selja stórar eignir með því að ýta á einn takka eru fráleitar
 • M | 9:58 | Andri vísar í lögmætisregluna. Stjórnvöld séu bundin af lögum og Geir hafi ekki haft neinar lagaheimildir til að grípa til þessara aðgerða
 • R | 9:59 | Andri: Ákæruvald hefur ekki vísað til laga sem Geir hefði getað notað til að gera það sem hann er ákærður fyrir að gera ekki.
 • V | 9:59 | Andri: Það er ótrúlegt að RNA skuli tefla því fram sem rökum, að það hefði mátt fara gegn bönkunum “af hörku” á viðkvæmum tímum 2008.
 • R | 10:00 | Andri: Það er fráleitt að halda því fram að Geir hefði getað þvingað bankana til brunasölu eigna þó hann skorti lagaheimildir.
 • V | 10:00 | Andri: Það er verið að leggja það til að ákærði hafi átt að þvinga fram brunasölu á eignum banka, án lagaheimilda. Þetta stenst ekki.
 • R | 10:01 | Geir hafði ekki opinber gögn til að leggja í leiftursókn gegn bönkunum, segir Andri. Opinber gögn um banka voru jákvæð.
 • M | 10:01 | Andri bendir á að uppgjör endurskoðenda hafi sagt að bankarnir stæðu vel, sömuleiðis upplýsingar frá FME og SÍ.
 • M | 10:02 | Það hlyti því að flokkast undir valdníðslu ef forsætisráðherra hefði farið fram með löggjöf gegn bönkunum til að þvinga þá til brunasölu
 • R | 10:02 | Andri segir að það hefði verið valdníðsla ef ríkið hefði farið fram með lagasetningu eins og RNA og saksóknari hafi kallað eftir
 • M | 10:02 | “Svona billegar lausnir geta ekki gengið í svona refsimáli. Menn verða að geta gert nánar grein fyrir því hvernig þetta hefði getað æxlast”
 • R | 10:04 | Eftir á að hyggja má segja að sannleiksrannsókn RNA hafi verið hálfsannleiksrannsókn, segir Andri.
 • M | 10:04 | Andri ítrekar að ákærði hafi ekki haft forsendur til að fara í leiftursókn gegn bönkunum eins og ákæruvaldið fari fram á. Stenst ekki skoðun
 • V | 10:04 | Andri: Ég tel að það hafi skýrst hér fyrir dómnum, að rannsókn RNA hafi frekar verið “hálfsannleiks-rannsókn” fremur en “sannleiksrannsókn”.
 • M | 10:04 | Andri segir að efitr á að hyggja megi segja að sannleiksrannsókn RNA hafi í reynd verið hálfsannleiksrannsókn
 • R | 10:05 | Andri fer nú yfir hlutverk Geirs í stjórnkerfinu og hvaða verkefni féllu undir hvaða ráðherra.
 • M | 10:06 | Andri telur að verkaskipting ráðherra skipti máli. Meginreglan sé að ráðherra beri aðeins refsiábyrgð á þeim málum sem undir hann heyra.
 • R | 10:06 | Meginreglan er að ráðherra beri aðeins refsiábyrgð á málum sem undir hann heyra, segir Andri.
 • M | 10:07 | Andri: Ríkisstjórn er ekki fjölskipað stjórnvald. Ráðherrar bera alfarið ábyrgð á sínum málaflokkum óháð öðrum ráðherrum.
 • V | 10:07 | Andri: Forsætisráðherra hefur engan rétt samkvæmt lögum, til þess að ganga inn á verksvið annarra ráðherra.
 • R | 10:07 | Lagaleg ábyrgð forsætisráðherra snýr ekki að ríkisstjórn heldur því sem undir hans verksvið fellur, segir Andri.
 • M | 10:07 | Andri segir að ráðherra hafi ekki heimild til að fara inn á verksvið annarra ráðherra og fyrir því sé engin hefð.
 • R | 10:09 | Andri: Í skýringum með frumvarpi til ráðherraábyrgðarlaga kom fram að fors.ráðh. bæri ekki ábyrgð vegna eftirlits með störfum annarra ráðh.
 • V | 10:09 | Andri: Þó Seðlabankinn heyri undir valdsvið forsætisráðherra, þá er hann sjálfstæður skv. lögum og ráðherrann getur aldrei borið…
 • M | 10:09 | Andri: Ljóst af lögum um Seðlabankann að hann hefur afar sjálfstæða stöðu. Forsætisráðherra ber ekki ráðherraábyrgð á verkefnum seðlabanka
 • V | 10:10 | Andri: (frh).. ráðherraábyrgð á ákvörðunum eða aðgerðum Seðlabankans.
 • R | 10:10 | Það var hlutverk viðskiptaráðuneytis að fara með fjármálamarkaði og undir það heyrði FME sem þó var sjálfstætt, segir Andri.
 • M | 10:10 | Andri bendir jafnframt á að FME heyrir undir viðskiptaráðuneytið. Bæði FME og SÍ eigi að sinna sínum málum sjálfsætt án beinn afskipta ráðh.
 • R | 10:11 | Andri Seðlabanki heyrir undir forsætisráðuneyti en er sjálfstæð stofnun. Geir ber því ekki lagalega ábyrgð á þessum stofnunum.
 • V | 10:11 | Andri: Það er ljóst á ákærði getur ekki borið lagalega ábyrgð á verkum sem heyrðu undir forsvarsmenn eftirlitsstofnanna og seðlabankans.
 • M | 10:11 | “Ljóst að ákærða verður aldrei gerð refsing fyrir verk sem heyrðu undir ábyrgð þessara stofnana.” Ber ekki lagalega ábyrgð á þeirra verkum.
 • R | 10:13 | Hvernig sem stöðu Björgvins G var háttað var Geir ekki kunnugt um stöðu hans eða erfiðleika innan Samfylkingar, segir Andri. frh
 • R | 10:13 | (frh) Ábyrgð á erfiðri stöðu verður því aðeins hægt að leggja á herðar Ingibjargar Sólrúnar, ekki Geirs, segir Andri.
 • M | 10:14 | Andri: Ákærða var ekki kunnugt um hugsanleg vandamál sem tengdust viðskiptaráðherra innan hans flokks.
 • R | 10:14 | Andri segir það fyrirkomulag að oddvitar stjórnarflokka ræði málefni sem taka yfir verkefni nokkurra ráðuneyta geti ekki (frh)
 • R | 10:15 | (frh) orðið til þess að Geir sæti refsiábyrgð. Þetta fyrirkomulag hafi lengi tíðkast. Varpi ekki ábyrgð af öðrum.
 • M | 10:15 | Geir geti ekki borið ábyrgð á því sem snýr að viðskiptaráðherra vegna sambandsleysis innan flokks hans. Það skrifist á ISG
 • R | 10:16 | Andri segir að tjónshætta sé ólíkt skilgreind í hinum ýmsu ákæruliðum og heilt yfir sé tjónshættan óljós.
 • R | 10:17 | Ákæruvaldið hefur enga tilraun gert til að skýra hættuna, segir Andri. Steingrímur J. hafi heldur ekki getað svarað til um tjón.
 • M | 10:18 | Andri segir aðeins eina tilraun gerða til að varpa ljósi á beint tjón ríkisins vegna athafnaleysis Geirs, í spurningum til Steingríms J.
 • R | 10:19 | Andri fjallar nú um gagnrýni RNA á Seðlabanka að hafa ekki tekið veð fyrir ótæpilegum ástarbréfaviðskiptum. (frh)
 • V | 10:19 | Andri: Það hefur ekki verið gerð nein tilraun til þess, að hálfu ákæruvaldsins, til þess að skýra hvernig tjónið hefur birst.
 • R | 10:20 | (frh) Tjón sem ríkið varð fyrir er allt eins vegna þess að Seðlabanki stóð ekki nógu vel að, en Geir vissi ekki af því.
 • M | 10:20 | Í svari Steingríms fólst að hann var að vísa til SÍ, því ríkissjóður þurfti að leggja honum til nýtt eigið fé eftir tap í ástarbréfaviðsk.
 • M | 10:21 | Andri: Þetta beina tjón er allt eins vegna þess að seðlabankinn stóð ekki rétt að málunum, en um þetta hafði ákærði enga vitneskju
 • R | 10:21 | Andri: Allt það tjón sem Steingrímur J nefndi umfram tap Seðlabanka er óbeint og menn gátu ekki séð að það leiddi af bankahruni.
 • V | 10:22 | Andri: Steingrímur J. Sigfússon sagði í sínum vitnisburði að beina tjón ríkisins hafi verið vegna ástarbréfaviðskipta seðlabankans.
 • M | 10:22 | Allt annað tjón sem nefnt var var óbeint, ekki beinlínis af falli bankanna, segir Andri. Nefnir byggingariðnað og bílasala sem dæmi
 • V | 10:23 | Andri: Það kemur fram í skýrslu RNA að seðlabankinn hafi álitið það svo mikið “vesen” að taka almennileg veð fyrir lánum til bankanna.
 • M | 10:23 | Andri: Hvað hélt t.d. byggingariðnaðurin að hann gæti framleitt mikið af íbúðum á ári án þess að nokkur gæti keypt?
 • M | 10:23 | Andri: Hvað héldu menn að þeir gætu selt lengi 40.000 bíla á ári? Hverjir áttu að kaupa þessa bíla?
 • V | 10:24 | Andri: Aðrir seðlabankar, eins og seðlabanki Evrópu, voru þó byrjaðir að krefjast frekari veða. Ákærði ber ekki ábyrgð á þessum mistökum.
 • R | 10:24 | Sú skylda hvílir á stjórnvöldum að tryggja velfarnað almennings og tryggja greiðslukerfið, ekki að bjarga bönkunum, segir Andri.
 • V | 10:24 | Andri: Varðandi annað tjón, hvað hélt byggingiðnaðurinn að hann gæti byggt margar íbúðir á ári og selt?
 • M | 10:24 | Andri: Alfeiðingar hrunsins ekki beint hægt að rekja til falls bankanna heldur almenns ástands í efnahagsmálum. Geir ekki ákærður fyrir það
 • V | 10:25 | Andri: Eða hvað héldu menn að það væri hægt lengi að selja 40 þúsund bíla á ári hér á landi?
 • M | 10:25 | Andri: Bankar eiga engan lögvarinn rétt á því að fjármunum skattborgara sé varið til björgunar þeirra
 • R | 10:25 | Tónlistarmaðurinn KK gekk í sal rétt í þá mund að Andri sagði að kröfuhafar en ekki ríkið ættu að bera tjón vegna falls banka.
 • V | 10:26 | Andri: Vandamál ákveðinna geira í atvinnulífinu, er ekki hægt að rekja beint til falls bankanna.
 • M | 10:26 | Á öðrum áhorfendabekk sitja nú hlið við hlið Hanna Birna Kristjánsdóttir og tónlistarmaðurinn KK og fylgjast með
 • R | 10:27 | Andri: Það lá alltaf fyrir að stjórnvöld ætluðu að fara markaðsleið, ekki fórna peningum skattgreiðenda til að bjarga bönkum.
 • M | 10:27 | “Það lá alltaf fyrir að stjórnvöld ætluðu að fara markaðsleiðina.Þau ætluðu ekki að fórna fjármunum skattborgara til að bjarga bankakerfinu”
 • R | 10:28 | Það varð að ákveða “að dagslokum” hvort væri raunhæft að bjarga banka en átti ekki að tilkynna fyrirfram, segir Andri.
 • M | 10:28 | Frá 2006 vann samráðshópuirinn á þeim grunni að eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja leysi sinn vanda sjálfir.
 • R | 10:29 | Orð Andra nú snúa að gagnrýni á að viðlagaáætlun hafi ekki legið fyrir og ákvarðanir hafi ekki verið teknar fyrir hrun.
 • M | 10:29 | “Að það eigi að refsa ákærða fyrir að hafa ekki bjargað þessum þremur bönkum með svo og svo miklu framlagi úr ríkissjóði stenst ekki skoðun”
 • R | 10:30 | Andri hefur aftur beint athygli sinni að ákærunni, sem sé óskýr og leggi sönnunarbyrði á sakborning.
 • V | 10:31 | Andri: Sú aðferðafræði að taka atriði beint upp úr RNA og fell inn í ákæru hefur leitt til mikils ruglings svo ekki sé fastar að orði kveðið
 • M | 10:31 | Andri segir að óljóst sé hvaða þýðingu sá ákæruliður hefur sem snýr að Icesave innánasöfnun Landsbankanas í Hollandi hefur
 • R | 10:32 | Andri andmælir því að innsöfnun Icesave í Hollandi sé meðal ákæruefna, ekkert í ákærunni hafi gefið slíkt til kynna.
 • R | 10:33 | Andri segir að minnkun bankakerfis takmarkist í ákæru við að selja eignir og flytja höfuðstöðvar úr landi. Báðar leiðir ófærar
 • M | 10:33 | Andri segir að ákærði megi ekki líða fyrir óskýran og vanhugsaðan málatilbúnað ákæruvaldsins.
 • V | 10:34 | Andri: Það er ótækt fyrir ákærða að þurfa að vera “elta uppi” hvað sé raunverulega ákært fyrir.
 • R | 10:34 | Andri telur einnig að ekki sé ákært fyrir það sem gerðist helgina sem Glitnir féll. Það falli ekki undir ákæruliði.
 • M | 10:35 | Verjandi lítur þannig á að það sé ekki ákært fyrir atburðina svo kallaða Glitnishelgi. Óljóst undir hvaða ákærulið það ætti að falla.
 • R | 10:35 | Talsverður hluti vitnaleiðsla laut að Icesave í Hollandi og Glitnishelgi, segir Andri. Mótmælir því að ákæra snúi að því.
 • R | 10:36 | Andri er hálfnaður með ræðu sína og er þá gert 15 mínútna hlé.
 • M | 10:36 | Andri: Óskýr málatilbúnaður ákæruvaldsins hefur sett ákærða í vanda og í raun ekki bjóðandi að verjandi þurfa að rýna í það
 • M | 10:37 | Verjandi spyr hvort ekki sé löngu kominn tími á hlé. Markús samþykkir og gert er hlé í 15 mínútur.
 • V | 10:39 | Hlé hefur nú verið gert á þinghaldi í fimmtán mínútur.
 • V | 10:50 | Þinghaldi er þá framhaldið, segir Markús, og Andri heldur áfram með varnarræðu sína.
 • R | 10:52 | Andri er byrjaður á ný. Segist óljóst hvað ákærandi eigi við með að starf samráðshóps sé markvisst.
 • M | 10:52 | Áfram er haldið. Verjandi segir algjörlega óljóst hvað ákæruvaldið telur markvissar aðgerðir og hvað hefði verið tilætlaður árangur af þeim.
 • R | 10:53 | Andri segir skýrt í samningi um samráðshóp um fjármálastöðugleika að það væri samráðs- og upplýsingavettvangur, annað ekki.
 • M | 10:53 | Andri talar um samráðshópinn. Honum hafi aðeins verið ætlað að vera ráðgefandi og árangur verði að meta í samhengi við það.
 • V | 10:54 | Andri: Í samkomulaginu um samráðshópinn, var það áréttað, að það breytti ekki lögbundnu hlutverki FME og seðlabankans.
 • R | 10:54 | Mat RNA að samráðshópur hafi átt að gera e-ð meira en kveðið var á um í samningnum stenst ekki að mati Andra.
 • M | 10:54 | Samráðshópnum hafi aldei verið ætlað að gera viðbragðsáætlun eða fara inn á verksvið FME og SÍ
 • R | 10:55 | Andri segir að það hafi ekki verið í verkahring samráðshóps að gera viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs áfalls.
 • M | 10:56 | Andri segir að RNA hafi ætlað hlutverk sem honum ekki bar og telji það svo til vanrækslu að hafa ekki sinnt því hlutverki.
 • R | 10:56 | RNA ætlaði samráðshópnum hlutverk sem hann hafði ekki og sakaði um vanrækslu fyrir að sinna því hlutverki ekki, segir Andri.
 • R | 10:57 | Hugarfóstur rannsóknarnefndar Alþingis getur ekki leitt til refsiábyrgðar ákærða, segir Andri.
 • V | 10:57 | Andri: Samráðshópurinn átti eingöngu að vera vettvangur samráðs, skv. lögum, en ekki aðgerða eða ákvarðana.
 • M | 10:57 | Andri segir að aðferðafræði RNA felist í því að búa fyrst til vandamálið og kalla það svo vanrækslu að því hafi ekki verið sinnt.
 • M | 10:58 | Það þurfti ekki pólitíska stefnumótun því þetta var samráðsvettvangur. Búið að búa til vandamál sem svo er gagnrýnt að hafi ekki verið leyst
 • R | 10:59 | Andri telur að skýrsla Baldurs Guðlaugssonar skýri hvers vegna ekki var lagt “krossapróf” fyrir stjornvöld. (frh)
 • M | 10:59 | Andri segir að það hafi enga þýðingu haft að leggja fyrir stjórnvöld á þessu stigi eitthvað sem Baldur Guðlaugsson kallaði krossapróf
 • V | 10:59 | Andri: Ég held að skýrsla Baldurs Guðlaugssonar hafi svarað því vel, að það hafði enga þýðingu að klára “krossapróf” um hvað ætti að gera.
 • R | 10:59 | (frh) Andri vísar þar til vilja sumra um að útbúin yrði viðlagaáætlun og ákvarðanir teknar fyrirfram um hugsanlegar aðgerðir.
 • M | 11:00 | Að fylla inn einhverjar fjárhæðir í excel skjal hafði enga þýðingu. Því ríkið hafði þá afstöðu að það ætlaði ekki að setja pening í þetta.
 • R | 11:01 | Andri verst nú ákærulið 1.3 um að Geir hafi ekki beitt sér vegna starfa samráðshóps. http://t.co/XWL35608
 • V | 11:03 | Andri: Það gat ekki haft neina þýðingu, að fylla út eitthvað excel-skjal um hvað ætti að gera, í óraunhæfum aðstæðum.
 • R | 11:03 | Ragnhildur Helgadóttir, fv menntamála- og heilbrigðisráðherra, situr í salnum og fylgist með málflutningi Andra.
 • V | 11:04 | Andri: Þessi vandamál, í fjármálakreppum, eru þannig að það er erfitt að sjá fyrir hvernig þau birtast og eru að eðli.
 • M | 11:05 | Andri segir óraunhæft aðstilla upp einhverjum aðgerðaráætlunum fyrirfram. Viðbrögð ríkisins geti ekki verið fyrirsjáanleg við fjármálaáfalli
 • R | 11:05 | Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda er í salnum. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi er líka í salnum.
 • V | 11:05 | Andri: Samráðshópurinn sinnti vinnu sinni eins vel og hann átti að gera skv. því uppleggi sem hann vann eftir.
 • M | 11:05 | Andri segir að þessi vandamál séu bara þess eðlis að það er erfitt að kortleggja þau og telur að flest vitnin hafi staðfest það fyrir dómnum
 • M | 11:06 | Andri: Meginrökstuðningur RNA sem athugungarlaust ratar inn í ákæruna að [samráðs]hópurinn hafi ekki unnið markvisst stenst bara ekki skoðun
 • V | 11:07 | Andri: Það var hlutverk FME og seðlabankans að vinna viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegs fjármálaáfalls.
 • R | 11:07 | Andri fer yfir skjöl sem voru rædd í samráðshópnum. Vitni sögðu þau fullnægjandi vegna áfalls, segir Andri.
 • R | 11:07 | Ákæruvaldið hefur ekki bent á hvað vantar í þessar skýrslur, eða hvað ein skýrsla í viðbót hefði átt að fjalla um, segir Andri.
 • M | 11:09 | Andri segir að ósamræmi sé í skýrslu RNA. Gögn málsins vísa ekki alltaf í sömu átt og niðursöðurnar. Undirstriki fáránleika málsins.
 • V | 11:09 | Moli: Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda er í salnum. Hann tekur mottumars alvarlega, enda málefnið gott og alvarlegt í senn.
 • R | 11:09 | Andri segir ekki samræmi milli gagna sem RNA lagði fram og þeirra niðurstaðna sem hún komst að.
 • R | 11:10 | Það er ósannað annað en að öll meginatriði sem voru til umfjöllunar í samráðshóp hafi komist til ráðherra, segir Andri.
 • M | 11:10 | Andri: Væri lítið gagn í því fyrir ráðherra að hafa allt þetta starfsfólk ef hann þyrfti síðan að lesa yfir öxlina á þeim öll undirgögn.
 • R | 11:12 | Andri furðast að form. samráðshóps hafi ekki verið talinn sýna af sér vanrækslu en Geir sé fyrir vanrækslu vegna starfs hópsins.
 • M | 11:12 | Ráðherrar hafi verið reglulega upplýstir um störf samráðshópsins á fundum með ráðuneytisstjórum, þó svo þeir hafi ekki fengið gögn í hendur.
 • V | 11:12 | Andri: Formaður samráðshópsins, Bolli Þór Bollason, var ekki álitinn hafa sýnt af sér vanrækslu, að mati RNA en Geir er ákærður. Gengur ekki
 • V | 11:13 | Andri: Það er ósannað annað en að meginatriði í vinnu samráðshópsins hafi komist til ráðherra, líkt og vitni hafa sagt.
 • M | 11:14 | Andr furðar sig á að Geir sé ákærður fyrir verkstjórn hópsins á sama tíma og því sé lýst yfir að formaður hópsins sé ekki sekur um vanrækslu
 • R | 11:14 | Andri segir að tíminn sem Geir hafi haft til að minnka bankakerfi eða flytja úr landi hafi verið frá miðjum maí til október samkvæmt ákæru.
 • R | 11:15 | Andri bendir á að ákæruvaldið hafi viðurkennt að ekki væri hægt að komast hjá tjóni, aðeins lágmarka skaða.
 • M | 11:15 | Formaður samráðshópsins um fjármálastöðugleika var Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.
 • V | 11:17 | Andri: Málatilbúnaðurinn allur segir manni að þessi atriði, sem ákæran byggir á, séu “vanhugsuð”.
 • V | 11:17 | Andri: Það er rétt að ítreka það, að þessi málefni er tengjast bönkunum snúa ekki að ákærða heldur að viðskiptaráðherra.
 • M | 11:17 | Andri segir að sérkennilegt sé að nota orðalagið “til að mynda” í ákæru, Ákæran hljóti að takmarkast við það sem upp er talið þar.
 • R | 11:18 | Það verður ekki séð af þessum ákærulið (1.3) hvers vegna honum er ekki beint að Björgvini G í stað Geirs, segir Andri.
 • M | 11:18 | Andri ítrekar að það sé ekki gert ráð fyrir því að forsætisráðherra beri ábyrgð á misgjörðum annarra ráðherra, þ.e. Björgvin G.
 • R | 11:18 | Það er ekki hægt að refsa Geir vegna verkefna sem heyra undir annan ráðherra, segir Andri.
 • M | 11:19 | Ákæruliður 1.3. sem snúi að málefnum bankanna snúi að viðskiptaráðherra en ekki forsætisráðherra
 • R | 11:20 | Andri segir að saksóknari hafi ekki sýnt fram á hvernig Geir gæti beitt sér fyrir flutningi banka úr landi eða minnkun þeirra.
 • M | 11:20 | Forsætisráðherra hafi ekki getað gripið til neinna bindandi aðgerða um “hreppaflutninga” bankanna milli landa. Ekki hægt að setja lög um það
 • R | 11:20 | Andri spyr hvort setja hefði átt lög með heitinu “Lög um að flytja bankana úr landi”.
 • V | 11:21 | Moli: Eini þingmaður Vinstri Grænna sem komið hefur hér sem áhorandi á meðan málinu stendur, var að ganga inn. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
 • R | 11:21 | Aðgerðir sem Geir er ákærður fyrir að hafa ekki gripið til voru ólöglegar, segir Andri. Hann hafði enga heimild til þeirra.
 • R | 11:21 | Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, gekk rétt í þessu í salinn.
 • M | 11:22 | Andri segir að aðgerðir af hálfu Geirs til aðýta bönkunum úr landi hefðu verið ólöglegar og getað valdið hruni þeirra.
 • M | 11:23 | Andri segir þau rök saksóknara að Fjármálastöðugleikaskýrsla SÍ hafi verið ?skrifuð á e-u dulmáli? sem hann átti að geta leyst séu fáránleg
 • R | 11:23 | Andri ítrekar góða umsögn banka í skýrslum. Ekki hægt að segja að þær hafi verið skrifaðar á dulmáli sem Geir hafi átt að skilja
 • V | 11:23 | Andri: Tal um það hefði mátt minnka íslenska bankakerfið á árinu 2008, er algjörlega óraunhæft og lítt rökstutt.
 • M | 11:24 | Andri: ?Þar að auki var ákærða ekki sendur lykillinn að þeirri dulmálskóðun?
 • R | 11:24 | Geir fékk þá alla vega ekki sendan dulmálslykilinn, segir Andri um meint dulmál í skýrslum Seðlabanka um stöðu bankanna.
 • V | 11:24 | Andri: Hverjir eru það sem kaupa eignir fjármálafyritækja? Jú, það eru önnur fjármálafyrirtæki, sem glímdu einnig við lausafjárvanda.
 • R | 11:25 | Það var engin lausn að ætla að bankarnir seldu fasteignafélög þegar allir sátu uppi með of miklar fasteignir, segir Andri.
 • M | 11:25 | “Að selja fasteignafélög á árinu 2008 þegar allir sátu uppi með of mikið af fasteignum var engin lausn. Átti við um banka út í allan heim.”
 • R | 11:26 | Meginsjónarmið þeirra sem komu fyrir dóm var að markaðir hefðu verið lokaðir, segir Andri. Ekki hægt að selja eignir.
 • V | 11:27 | Andri: (frh) Það er besta vísbendingin um hvers erfitt það var að selja eignir á öllu árinu 2008, djúpt inn í lausafjárkreppu.
 • M | 11:27 | Andri: ?Ég tel að þetta sé fullsannað með framburði tuga vitna hér fyrir Landsdómi.” (Að minnka bankakerfið á árinu 2008)
 • R | 11:28 | Andri segir það ekki boðlegt hjá saksóknara að varpa fram spurningum um hvers vegna þetta og hitt hafi ekki verið selt.
 • V | 11:28 | Andri: Svo er sala á eignum banka ekki einföld aðgerð. Stór hluti eigna banka eru útlán, og það er ekki hægt að fara með þau “út í búð”.
 • M | 11:28 | Andri: Sala banka ekki einföld. Óboðlegur málaflutningur að vera með gáskafullar upphrópanir um afhverju þetta og hitt félag var ekki selt.
 • M | 11:29 | Andri: Þetta hefði þurft að rannsaka áður en farið var af stað með ákæru. Hvaða eignir átti að selja?
 • V | 11:31 | Andri: Það að bankar hafi átt að vera að afla nýs hlutfjár 2008, var jafn erfitt og óraunhæft og stórfelld sala á eignum.
 • R | 11:31 | Eiginféð hefði horfið á skömmum tíma hefðu bankarnir farið að selja eignir á brunaútsölu, segir Andri. Sú leið var ekki í boði.
 • M | 11:32 | Andri segir að það sé alveg ljóst að það hafi ekki verið í boði að bjarga bönkunum með brunaútsölu árið 2008.
 • V | 11:32 | Andri: Það kom líka fram hér fyrir dómnum að bankarnir nýtt frekar eignir sem þeir höfðu til þess að verða sér út um laust fé.
 • R | 11:32 | “Það er ekki hægt að skipa manni í sjálfsmorð,” segir Andri um eignasölu. Verður að gefa honum færi á annarri leið.
 • M | 11:33 | ?Skipulögð sala eigna kom ekki til vegna þess að menn vissu að þessi kostur var ekkert í boði. Það vissu allir að þetta var ekki valkostur.”
 • V | 11:33 | Andri: Fyrirmæli um að bankarnir ættu að selja eignir voru ekki valkostur og bættu litlu við það sem bankarnir voru að gera sjálfir.
 • R | 11:35 | Bankarnir áttu ekki eignir sem þeir gátu breytt í peninga þannig að það gagnaðist þeim, segir Andri.
 • V | 11:36 | Andri: Það kemur alltaf að þessu lokaorði; að markaðsaðstæður hafi gert bönkunum erfitt um vik við að selja eignir.
 • M | 11:36 | Andri; Það kemur alltaf að þessu lokaorði, að markaðsaðstæður komu í veg fyrir að þetta væri tæk lausn á þessum tíma.
 • R | 11:37 | Það liggur ekkert fyrir að það hafi verið tæk lausn árið 2008 að flytja höfuðstöðvar bankanna úr landi, segir Andri.
 • R | 11:38 | Fram kom við vitnaleiðslur að enginn banki hefur flutt höfuðstöðvar sínar til Bretlands, segir Andri.
 • M | 11:38 | Andri bendir á að í Bretlandi, helstu fjármálamiðstöðu Evrópu, séu engin fordæmi þess að bankar séu fluttir “hreppaflutingum” milli landa.
 • M | 11:39 | Hefði verið glórulaust að flytja höfuðstöðvar Kaupþings milli landa á þessum tíma og aldrei gengið upp segir Andri.
 • R | 11:40 | Það voru Seðlabanki og FME sem áttu að beita sér fyrir flutningi/minnkun banka en ekki forsætisráðherra, segir Andri.
 • M | 11:40 | hvorki FME né SÍ töldu þetta raunhæfa aðgerð 2008, menn töldu þetta ekki aðgerð sem hægt væri að grípa til 1,2 og 3. Fýsilegt, en óraunhæft.
 • R | 11:42 | Skýrslur Seðlabanka til norrænna seðlabanka um aðgerðir til að draga úr stærð banka gengisfella orð Steingríms J, segir Andri.
 • M | 11:42 | Andri segir að það gengisfelli sögu Steingríms J. fyrir dómnum að honum yfirsást skýrslur um norræna gjaldeyrisskiptasamninginn.
 • V | 11:42 | Andri: Það hefði verið glórulaust að flytja höfuðstöðvar Kaupþings úr landi við þessar aðstæður, árið 2008, og aldrei geta gengið.
 • R | 11:43 | Steingrímur J sagði í landsdómi að hann hefði frétt af viljayfirlýsingu þegar norrænir ráðamenn sögðu Íslendinga bregðast.
 • M | 11:43 | SÍ sendi skýrslur til norrænu seðlabankanna um aðgerðir til að draga úr stærð banka í samræmi við áheit gjaldeyrisskipasamninganna
 • V | 11:43 | Andri: Það var mat seðlabankans að efnahagsreikningur bankanna hefði verið minnkaður eins og mögulegt var.
 • R | 11:44 | Það var unnið að því að minnka bankana en óljóst hversu mikil hún hefði orðið að vera, segir Andri.
 • M | 11:44 | Af hálfu ákæruvaldsins hafa engin rök verið færð fyrir því hversu mikið bankarnir hefðu þurft að minnka til að koma í veg fyrir fall þeirra
 • M | 11:45 | AndriI: Ljóst að minnkun bankanna hefði þurft að vera veruleg til þess að það hefði einhver áhrif út á markaðinn.
 • R | 11:45 | Það liggur ekkert fyrir af hálfu ákæruvalds um hversu mikið bankakerfið hefði þurft að minnka, segir Andri.
 • M | 11:46 | Andri: Traust heimsins á íslensku bönkunum eykst ekki við að þeir selji eina og eina eign. Hefðu þurft að minnka verulega.
 • M | 11:46 | Andri nefnir tíðan samanburð við sænsku bankana, sem voru hlutfallslega helmingi minni en íslensku m.v. landsframleiðslu.
 • V | 11:47 | Andri: Það er gjörsamlega fráleitt að ætla að það hafi verið hægt að minnka bankakerfið það mikið að það skipti máli á þessum tíma.
 • M | 11:47 | Voru menn þá að tala um að minnka íslensku bankana um helming á nokkrum vikum til? Spyr Andri. Ákæruvaldið með engin skilgreind takmörk.
 • V | 11:48 | Andri: Það eru ekki til neinar reglur um það hversu bankakerfið má vera stórt hjá þjóðum í samanburði við efnahaginn.
 • M | 11:48 | Andri bendir á að bullandi hlutfallsvandi sé í íslenskum áliðnaði og sjávarútvegi. Á þá að draga úr sjávarútvegi vegna þessa hlutfallsvanda?
 • R | 11:49 | Rök um hlutfallsvanda eru ekki boðleg nema menn gangi út frá því að ríkið hafi ætlað að axla byrðar bankanna, segir Andri.
 • V | 11:49 | Andri: Ísland er lítið ríkið “sem lítur kannski stórt á sig” sem er með mikinn hlutfallsvanda á mörgum vígstöðum.
 • M | 11:50 | Andri segir samt að hlutfallsvandinn hafi í raun ekki verið til staðar í bankakerfinu, því ríkið hafi aldrei ætlað sér að bjarga þeim.
 • V | 11:50 | Andri: T.d. er mikill hlutfallsvandi í áliðnaði hér og sjávarútvegi sömuleiðis.
 • M | 11:50 | Andri: Misskilingurinn þessi að menn gefa sér að íslenska ríkið ætli að bjarga bönkunum og búa þannig til hlutfallsvanda.
 • M | 11:51 | Andri: Held að þetta sé alvarlegasti annmarki á skýrslu RNA að ganga út frá þeirri forsendu að það hafi átt að bjarga öllum bönkunum.
 • R | 11:52 | Þegar Andri ætlar að hefja umræðu um ákærulið 1.5 ákveður dómforseti að gera hlé til klukkan eitt.
 • V | 11:52 | Andri: Ef það kæmi t.d. upp ormur í íslenskum sjávarafurðum, og að alþjóðamarkaðir myndu lokast fyrir íslenskum fiski, þá (frh)
 • V | 11:52 | Andri: .. gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag landsins.
 • V | 11:53 | Hlé hefur nú verið gert á þinghaldi til klukkan 13:00.
 • M | 11:55 | Hlé er nú gert á þinghaldinu til kl. 13. Verjandi mun þá ljúka máli sínu og svo fær sækjandi tækifæri til að svara fyrir sig.
 • V | 12:56 | Moli: Nú er Landsdómsmálið að klárast en þetta er síðasti dagur aðalmeðferðar og málflutnings. Dómur er svo kveðinn upp í apríl.
 • M | 12:58 | Dómvörður slær á létta strengi og biður gesti vinsamlegast um að spenna öryggisbeltin áður en þinghaldi er fram haldið
 • R | 12:59 | Dómvörður slær á létta strengi. Biður fólk að spenna beltin. Venjulega minnir hann gesti á að rísa úr sætum fyrir dómurum.
 • V | 12:59 | Moli: Í ljósi þess hve fjölmennur Landsdómur er, eru óvenjumargar vatnskönnur á borðum í salnum. Ég tel þrettán.
 • R | 13:00 | Dómarar ganga í salinn. Lokaspretturinn er að hefjast.
 • V | 13:01 | Andri tekur sér þá stöðu til áframhaldandi málflutnings varnarræðu. Nú er það ákæruliður 1,5 sem er undir. http://t.co/kl62ewNq
 • M | 13:02 | Hefst þá síðasti hluti Landsdómsmálsins. Verjandi er stiginn í ræðustólinn að nýju og ræðir síðasta ákæruliðinn.
 • V | 13:02 | Þessi ákæruliður lítur að því að Geir hafi ekki stuðlað að því að ákærði hafi beitt sér fyrir færslu á Icesave í dótturfélag.
 • R | 13:03 | Andri svarar ákærulið 1.5. http://t.co/XWL35608 Segir hann eingöngu snúa að flutningi innstæðna, ekki lækkun þeirra.
 • R | 13:03 | Andri reynir að afmarka tímasetningar í ákæruliðum þannig að frestur Geirs til aðgerða hafi verið sem skemmstur.
 • R | 13:04 | Með því reynir Andri að draga úr líkum á að Geir verði sakfelldur fyrir ákæruliði. Skemmri tími þýðir minna svigrúm til aðgerða
 • M | 13:05 | Andri telur ekki ástæðu til að rekja í smáatriðum samskipti Landsbankans við fjármálaeftirlit á Íslandi og Bretlandi um flutning Icesave
 • V | 13:05 | Andri: Í byrjun árs 2008 var litið til innlánssöfnunar bankanna sem “jákvæða” að hálfu Seðlabanka Íslands.
 • R | 13:06 | Andri talar nú um að Icesave Landsbankans hafi í fyrstu verið vel tekið og því hafi Geir lengi ekki haft ástæðu til aðgerða.
 • M | 13:06 | Andri segir að þegar komið hafi verið fram á 2008 hafi SÍ litið jákvæðum augum á innlánasöfnun bankanna. Geir hafi átt að geta stólað á það
 • V | 13:08 | Andri: Það er ekki hægt að álykta sem svo að ákærði hafi getað tekið fram fyrir hendurnar á eftirlitsstofnunum er varðar innlánssöfnunina.
 • R | 13:08 | Eftir að eftirlitsaðilum hætti að lítast á blikuna treystu þeir að Landsbanki ynni að dótturfélagavæðingu Icesave, segir Andri.
 • M | 13:08 | Andri: Ekki hægt að ráðgerða að forsætisráðh. hafi forsendur til að taka fram fyrir hendurnar á eftirlitsaðilum sem töldu stöðuna viðunandi
 • R | 13:09 | Andri segir að hvorki hafi verið eðlilegt né raunhæft að Geir væri í forystusveit Landsbanka í viðræðum við Breta í fyrstu umf.
 • V | 13:09 | Andri: Fyrst og fremst átti Landsbankinn að standa í viðræðum við eftirlitsstofnanir, eins og það var raunar.
 • M | 13:09 | Andri telur ljóst að eftirlitsaðilar hafi talið þessa innlánasöfnun af hinu góða og að aðgerðir Landsbanka væru viðundandi
 • R | 13:10 | Flutningur Icesave sneri framan af að eftirlitsaðilum en ekki ráðherrum ríkisstjórnar, segir Andri. FME fylgdist með málinu.
 • R | 13:11 | Frá feb. fram í maí sótti Landsbanki stíft að fá að fara í dótturfélag en Bretar höfnuðu. Viðhorfsbreyting í júní, segir Andri.
 • R | 13:13 | Í byrjun júní taldi samráðshópur ekki nauðsynlegt eða viðeigandi að Geir hefði afskipti af Icesave, segir Andri.
 • M | 13:13 | Ljóst að í samráðshópnum var afstaðan sú að FME og SÍ ættu að fylgja þessu máli eftir, aðkoma ráðherra ekki talin þörf, segir Andri.
 • V | 13:14 | Andri: Í samráðshópnum er afstaða manna sú að það sé FME og seðlabankinn séu með Icesave-málið á sínu borði.
 • R | 13:14 | Í byrjun júlí taldi samráðshópur ekki nauðsynlegt eða viðeigandi að Geir hefði afskipti af Icesave, segir Andri.
 • M | 13:15 | Fundað linnulaust í samráðshópnum í júlí 2008 um flutning í dótturfélög, ekki hægt að segja að menn hafi ekki fylgst með þessum málum.
 • M | 13:17 | Andri: Í lok júlí ennþá afstaða æðstu embættismanna að aðkoma ráðherra væri hvorki nauðsynleg né æskileg
 • V | 13:18 | Andri: Í lok júlí var það mat samráðshópsins að aðkoma ráðherra var hvorki nauðsynleg né æskilegt. Menn töldu málið í viðunandi farvegi.
 • R | 13:18 | Afstaða æðstu embættismanna var enn sú í lok júlí að aðkoma ráðherra að Icesave væri hvorki æskileg né nauðsynlegt, segir Andri.
 • R | 13:18 | Á þessum tíma mátti Geir álykta að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave í dótturfélag, segir Andri.
 • M | 13:19 | Andri segir að það hljóti að teljast að unnið hafi verið að þessum flutningum í dótturfélög “með virkum hætti” sumarið 2008
 • V | 13:21 | Andri: Það hefur komið fram að kröfur breska fjármálaeftirlitsins fóru beinlínis gegn ákvæðum lánasamninga Landsbankans.
 • R | 13:21 | Andri segir að það hafi ekki verið fyrr en 15. ág. 2008 að flutningur Icesave flæktist vegna krafna FSA um fjárútlát Landsbanka.
 • V | 13:22 | Andri: Færslan á eignum, á móti Icesave-innlánsskuldunum, var því ekki hrisst fram úr erminni, þvert á móti var þetta afar flókið.
 • R | 13:22 | Ekkert af því sem þurfti að gera var þannig að hægt væri að ýta á takka og leysa vandann. Enn ekki búið að óska aðkomu Geirs.
 • R | 13:22 | För Björgvins G til Bretlands hlýtur að teljast “virk aðgerð” í einhverjum skilningi, segir Andri.
 • M | 13:22 | Andri: Íslensk stjórnvöld völdu það sem lið í virkri leið í þessu máli að senda viðskiptaráðherra til fundar við Alistair Darling í London
 • V | 13:23 | Andri: Tækifærið til þess að láta ríkið gera eitthvað varðandi bankana, fór ekki úr greipum, 2008, 2007 eða 2006. Heldur líklega 2005.
 • M | 13:24 | Íslenska ríkið gat ekki tekið á sig að “borga brúsann” eftir árið 2005, þ.e. fjármagna skuldbindingar Landsbankans, segir Andri.
 • V | 13:25 | Andri: Þá var bankakerfið orðið of stórt til þess að það gæti ábyrgst kerfið svo trúverðugt geti talist.
 • R | 13:25 | Andri segir að hvergi hafi verið lagt mat á tjónsáhættu ríkisins og að auki hafi ríkið aldrei ætla að bera kostnað Landsbanka
 • M | 13:25 | Flestir sem báru vitni fyrir Landsdómi staðfestu þetta, að tækifærið hefði runnið úr greipum ekki 2008 eða 2007, heldur 2005 segir Andri.
 • R | 13:26 | Kristrún Heimisdóttir, fv aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar, er í salnum. Hún hefur talað gegn ákærunni opinberlega.
 • M | 13:27 | Andri bendir á að íslenska ríkið tefli því fram fyrir EFTA dómstólnum að ábyrgðin sé ekki til staðar. Málflutningur hér stangist á við það.
 • V | 13:27 | Andri: Íslenska ríkið hefur mótmælt því að bera ábyrgð á innstæðutryggingakerfi Tryggingasjóðs innstæðueigenda.
 • R | 13:29 | 2008 gátu menn ekki annað en ætlað að ekki væri ríkisábyrgð á innstæðum, segir Andri.
 • V | 13:30 | Andri: Árið 2008 gátu menn ekki ályktað annað en ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda.
 • M | 13:30 | Andri: 2008 gátu menn ekki ráðgert annað en að ekki væri fjárhagsleg ríkisábyrgð á innstæðutryggingu. Kom skýrt fram af hálfu ákærða þá.
 • R | 13:30 | Andri tiltekur nú rök fyrir því að ekki væri ríkisábyrgð á Icesave. Því hefðu aðgerðir/aðgerðaleysi Geir ekki valdið tjónshættu.
 • V | 13:31 | Andri: Ákærði, og hans ráðgjafar, töldu ekki vera ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda.
 • R | 13:31 | Innstæðutryggingatilskipun ESB er meingölluð, hún tryggir ekki það sem hún á að tryggja, segir Andri.
 • M | 13:31 | Andri: Svona tryggingakerfi getur ekki tryggt bankahrun. Kannski ef einn og einn banki fellur, ekki til að taka ?total tjón?
 • V | 13:32 | Andri: Ég held að það sé alveg ljóst, að tilskipun Evrópusambandsins er þetta varðar, “er ekki besta tilskipun sambandsins”.
 • M | 13:32 | Andri ber þetta saman við brunatryggingakerfi. Vís og Sjóvá geti tryggt eitt og eitt hús, en ekki ef öll Reykjavík brennur. #landsdmur
 • R | 13:32 | Andri: Innstæðutryggingakerfinu var aldrei ætlað að taka á sig meiriháttar tjón. Ríki urðu að vega og meta hvað þau gætu gert.
 • V | 13:33 | Andri: Þessi tilskipun er meingölluð, eins og komið hefur í ljós. Hún tryggði alls ekki innstæðuvernd, einkum í kerfisáföllum.
 • V | 13:34 | Andri: Ríkið bar ábyrgð á því að koma Tryggingasjóði innstæðueigeneda á fót, annað ekki. Þetta gerði ríkið.
 • R | 13:34 | Geir gat ekki ráðgert að ríki borgaði tjón bankanna og að ríkið borgaði innstæður. Því lá engin tjónshætta fyrir, segir Andri.
 • V | 13:34 | Andri: Ákærði leit alltaf svo á, að ríkið gæti ekki ábyrgst skuldir bankanna. Hvert er þá beina tjónið fyrir ríkið vegna Icesave?
 • M | 13:34 | Andri: Í hverju lá tjón ríkisins fyrirsjáanlega 2008 ef það bar ekki ábyrgð á tryggingasjóðnum og ekki á því að borga brúsann fyrir bankana?
 • V | 13:36 | Andri: Ríkissaksóknari taldi ekki neina ástæðu til þess að skoða þáta forstjóra FME og bankastjóra seðlabankans.
 • M | 13:36 | Það liggur alls ekki fyrir hvert fyrirsjáanlegt tjón íslenska ríkisins átti að hafa verið á þessum tíma, segir Andri
 • R | 13:36 | Andri furðar sig á því að Geir sé ákærður þrátt fyrir að yfirmenn eftirlitsstofnana teljist ekki hafa brugðist.
 • V | 13:36 | Andri: (frh) Þetta hlýtur að setja þetta tiltekna mál gegn ákærða, í mjög sérstakt ljós.
 • M | 13:37 | Aðalleikendurnir, forstjóri FME og bankastjóri SÍ, sögðust ítrekað í fundargerðum ætla að sinna þessu sjálfir og ekki þurfa aðkomu ráðherra
 • R | 13:37 | Andri snýr nú athygli sinni að ákærulið 2 um að Geir hafi ekki séð til þess að hættan í bankakerfinu væri rædd í ríkisstjórn.
 • M | 13:37 | Samt, segir Andri, taldi ríkissaksóknari að þeir tvbeir hefðu ekki sýnt af sér vanrækslu í starfi og ekki væri tilefni til að rannsaka þá
 • M | 13:38 | Andri segir að ákæruliður 2 beri það með sér að hafa alls ekki verið hugsaður til enda. Gagnrýnir framsetningu hans.
 • R | 13:38 | Andri segir mótsögn í ákærunni, þannig sé Geir átalinn fyrir að hafa ekki gefið ríkisstjórn skýrslu en hvergi sé kveðið á að hann gerði það.
 • V | 13:38 | Andri Árnason er nú að ræða um síðasta lið ákærunnar gegn Geir, það er sem beinist gegn 17. grein stjórnarskrárinnar. http://t.co/kl62ewNq
 • M | 13:39 | Sá ákæruliður snýr að því að Geir hafi ekki séð til þess að hættan sem vofði yfir bankakerfinu hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn
 • R | 13:40 | Ákæruliðurinn byggir á röngum forsendum, segir Andri. Ráðherrar hafi staðfest í landsdómi að rætt hafi verið um efnahagsmál í ríkisstjórn
 • M | 13:42 | Andri segir að sú ákæra snúist í raun um að málið hafi ekki verið rætt “nógu mikið”. Ákæruvaldið hljóti því að þurfa að gera e-a magnkröfu
 • R | 13:42 | Andri segir ekki hægt að sakfella samkvæmt þessum lið. Refsiheimildin og krafan um fundi sé of óljós til þess.
 • V | 13:43 | Andri: Það kemur ekki til álita “að refsa ákærða fyrir það eitt að halda ekki fund”.
 • R | 13:44 | Ríkisstjórn hefði enga ákvörðun um aðgerðir getað tekið á fundum sínum og því ekki brýnt að halda fundi, segir Andri.
 • M | 13:45 | Saksóknari vísaði í 17. gr. stjórnarskrár um að forsætisráðherra skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg málefni. Andri hrekur þetta frh
 • M | 13:46 | frh. Andri segir að 17. grein stjórnarskrár geri enga kröfu um hvort mikilvægt mál sé rætt sem dagskrárliður eða rætt með öðrum hætti
 • R | 13:46 | Andri segir ekki hægt að refsa Geir skvt 8. gr. ráðherraábyrgðarlaga. Þau eigi bara við um alvarlegustu brot. Það eigi ekki við.
 • M | 13:47 | Kemur ekki til álita að refsa ákærða fyrir að halda ekki fund sem hefði hvort eð er ekki haft stjórnskipunarlegt gildi eða leitt til aðgerða
 • V | 13:50 | Andri: Ég tel það “afar langsótt”, svo ekki sé meira sagt, að það sé hægt að refsa ákærða fyrir það að halda ekki fundi um tiltekin mál.
 • R | 13:50 | Andri lýkur umfjöllun um einstaka ákæruliði. Telur langsótt að Geir verði gerð refsing.
 • M | 13:50 | Verjandi ætlar ekki að fjalla ítarlega um sjónarmið um refsingu. Svo langsótt sé að ákærða verði gerð refsing
 • R | 13:52 | Andri tekur saman gögn sín úr ræðupúlti og af borði. Það tekur dálitla stund, enda ófá bindi af gögnum til hliðsjónar.
 • R | 13:52 | Sigríður er komin aftur í púltið. Hún fær nú tækifæri til að koma með andsvör við ræðu Andra. Síðan kemur aftur að honum.
 • M | 13:53 | Andri Árnason verjandi Geirs hefur nú lokið máli sínu. Sigríður saksóknari fær nú tækifæri til að koma með athugasemdir.

Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari

 • R | 13:54 | Saksóknari fer yfir ákvörðun setts ríkissaksóknara sem ákvað að rannsaka ekki mál forsvarsmanna eftirlitsstofnana.
 • V | 13:54 | Andri hefur nú lokið máli sínu. Sigríður tekur nú aftur til máls, fær tækifæri til þess að bregðast við ræðu Andra.
 • R | 13:55 | Sigríður telur sig ekki hafa heimild til að endurskoða þá ákvörðun setts ríkissaksóknara. Engin ný gögn hafi komið fram.
 • M | 13:55 | Það tók Andra tæpar fjórar klukkustundir með 15 mínútna hléi að flytja málsvörn Geirs.
 • R | 13:56 | Saksóknari segir hugsanlega vanrækslu embættismanna skvt hegningarlögum ekki sambærilega við ábyrgð forsætisráðherra.
 • R | 13:56 | Það gilda ólík lög og ólík sjónarmið um embættismenn annars vegar og ráðherra hins vegar, segir saksóknari.
 • R | 13:58 | Sigríður telur ekki þörf á frekari rannsókn eftir að RNA hafi lagst í ítarlega rannsókn sem þingmannanefndin byggði á.
 • M | 13:58 | Sigríður segir eðli þessa máls sérstætt. Verið sé að ræða brot ráðherra vegna pólitískrar embættisfærslu. Önnur sjónarmið gildi um ráðherra
 • R | 13:59 | Það gaf ekki tilefni til skýrslutöku af ákærða að leiða í ljós sakarefni þegar búið var að ákveða ákæru með þingsályktun.
 • V | 13:59 | Sigríður: Það er sett niður í lög um þingmannanefndina að hún hafi átt að miða sína vinnu við skýrslu RNA.
 • M | 13:59 | Sigríður: Það er að sjálfsögðu annað form á meðferð þessara mála heldur en í hefðbundnum sakamálum (Andri gagnrýndi málsmeðferðina talsvert)
 • R | 13:59 | Það hefði verið ankannalegt ef saksóknari hefði anað fyrir héraðsdóm til að taka skýrslu af Geir, segir Sigríður.
 • V | 14:00 | Sigríður: Málatilbúnaðurinn, rannsókn og flutningur, á að fara fram fyrir Landsdómi í málum sem þessum.
 • M | 14:00 | Sigríður segir ekki hafa verið ástæðu til skýrslutöku eða sjálfsagðrar rannsóknar þegar búið var að ákveða ákæru með þingsályktun
 • R | 14:01 | Verjandi setti sig upp á móti því að saksóknari skilaði inn greinargerð, segir Sigríður. Röksemdir og málefni hefðu legið þar ljóst fyrir.
 • R | 14:02 | Það er niðurstaða landsdóms að komast að því hvort niðurstaða um vanrækslu sýni fram á refsiverða háttsemi, segir saksóknari.
 • M | 14:03 | Sigríður segir að sem saksóknari hafi hún verið bundin við ályktun þingsins um það hvað mátti ákæra fyrir
 • M | 14:03 | Það sé svo hlutverk Landsdóms að komast að niðurstöðu um hvort vanrækslan sé þess eðlis að það fallist undir refsiverða háttsemi
 • R | 14:04 | Ráðherralögin fjalla um brot sem er hætta á að ráðherrar fremji í sinni embættisfærslu, segir saksóknari. (frh)
 • R | 14:05 | Saksóknar: Ólafur Jóhannesson sagði að ráðherraábyrgðarlög ættu fyrst og fremst við um pólitísk ábyrgðarbrot ráðherra.
 • V | 14:05 | Sigríður: Lögin um ráðherraábyrgð eiga fyrst og fremst við um “pólitísk embættisbrot ráðherra”.
 • M | 14:06 | Ljóst að skýrsla RNA er ekki sönnunargagn í þessu máli, heldur séu það þau gögn sem liggja til niðurstöðu RNA sem verið er að fjalla um.
 • V | 14:07 | Sigríður: Skýrsla RNA er ekki sönnunargagn í þessu máli, framgangur málsins liggur alveg fyrir.
 • R | 14:08 | Það er ekki talað um gagn sem er gefið út í tímaritaformi. Þetta væru leynilegar upplýs., segir saksóknari um viðbragðsáætlun
 • M | 14:08 | “Ákæriliður 1.3. fjallar minnst um það hvort Bolli Þór Bollason hafi stýrt fundum samráðshópsins af röggsemi eða ekki,” segir Sigríður
 • R | 14:08 | Saksóknari talar nú um skort á pólitískri stefnumörkum þegar menn bjuggu sig undir mögulegt fjármálaáfall.
 • R | 14:09 | Saksóknari gefur lítið fyrir tilraunir Andra til að þrengja tímann sem ákæran nær til. Allt tímabilið undir sem er tiltekið.
 • R | 14:10 | Saksóknari telur að Geir hafi fengið dulmálslykilinn úr Seðlabankanum enda í góðum tengslum við Davíð. Vísar í orð Andra í dag.
 • M | 14:10 | Sigríður er með gula skrifblokk í A4 formi sem hún hefur skrifað í athugasemdir sínar undir málflutningi Andra Árnasonar
 • V | 14:10 | Sigríður: Ákærði hafði ákveðna frumkvæðisskyldu vegna þeirrar hættu sem blasti við vegna vanda bankanna.
 • R | 14:10 | Geir hefði því mátt vera kunnugt um þá hættu sem vofði yfir.
 • M | 14:11 | Sigríður nefnir ?dulmálslykilinn? sem Andri sagði Geir ekki hafa fengið frá SÍ, og telur að hann hafi einmitt fengið hann frá Davíð Oddssyni
 • V | 14:11 | Sigríður: Það kom fram hjá bankamönnum, m.a. Tryggva Pálssyni, að menn hafi litið til sölu eigna hjá bönkunum sem raunhæfs valskosts.
 • R | 14:12 | Krafan sem stendur upp á Geir er að hann gripi til aðgerða til að draga úr stærð bankanna. Ekki var reynt að kanna möguleikana.
 • R | 14:13 | Þetta segir saksóknari að sé undir vegna stærðar bankanna og innlánasöfnunar í Hollandi.
 • M | 14:13 | Krafan á Geir er að hann hefði átt að grípa til einhverra aðgerða til að draga úr tjónshættu, draga úr stærð bankanna, segir Sigríður.
 • V | 14:13 | Sigríður: Það er rangt að ákærði hafi átt að kom í veg fyrir fall bankanna, heldur átti hann að beita sér fyrir því að draga úr tjóni.
 • M | 14:14 | Möguleikarnir voru hinsvegar ekki einu sinni kannaðir, segir Sigríður.
 • V | 14:14 | Sigríður: Það er ekki sambærilegt að bera saman hlutfallsvanda bankakerfis og síðan framleiðslufyrirtækja.
 • M | 14:14 | Sigríður: Rangt að því sé haldið fram af hálfu ákæruvaldsins að sú skylda hafi hvílt á ábyrgða að koma í veg fyrir fall bankanna
 • M | 14:15 | Sigríður frh: Skyldan fólst í því að draga úr þeirri hættu sem vofði yfir, það er það sem sakarefnið snýst um.
 • R | 14:16 | Saksóknari vísar í drög að bréfi Geirs í feb 2008 um baktryggingar innstæðna. Segir hann hafa haft tilefni og skyldu til (frh)
 • M | 14:16 | Sigríður: Ákærði hafði að sjálfsögðu fullt tilefni og skyldu til að fylgjast með og beita sér fyrir því að Icesave væri flutt í dótturfélag.
 • R | 14:16 | (frh) að beita sér fyrir flutningi Icesave í dótturfélag.
 • V | 14:16 | Sigríður: Tjónið af bankahruninu og Icesave-málinu er þegar orðið mjög mikið, og það gæti orðið mun meira.
 • M | 14:17 | Sigríður: Auðvitað vonar maður það besta varðandi EFTA dómstólinn en hinsvegar hangir ennþá yfir okkur þessi tjónshætta.
 • R | 14:18 | Saksóknari er kominn að síðasta lið ákærunnar. Um að ekki hafi verið haldnir ríkisstjórnarfundir.
 • V | 14:18 | Sigríður: Maður veit svo sem ekkert hvernig á þessu máli verður tekið í EFTA-dómstólnum, og það er ómögulegt að segja nákvæmlega til um tjón
 • R | 14:18 | Sigríður vitnar í orð Ólafs Jóhannssonar um að 8. og 9. grein ráðherraábyrgðarlaga þar sem hann segir um formreglur að ræða.
 • M | 14:18 | Sigríður segist ekki geta lagt mat á endanlegt tjón af bankahruninu frekar en aðrir, en það sé mikið og gæti orðið meira.
 • R | 14:19 | Með því að Geir tók málið ekki upp formlega á ríkisstjórnarfundum varð erfiðara fyrir aðra að koma með lausnir, segir saksóknari
 • M | 14:20 | Ef það er ekki fjallað um vandann á fundum þá gefur það mönnum ekki heldur tilefni til að bregaðst við t.d. viðskiptaráðherra segir Sigríður
 • R | 14:20 | Sigríður segir að umfjöllun ríkisstjórnar um þessi mál hefði getað myndað þrýsting á Geir um að beita sér og/eða afla upplýsinga
 • M | 14:21 | ?Ég tel að ég sé búin að hlaupa á þeim ómarkvissu punktum sem ég hef hripað hér niður,? segir Sgiríður.
 • R | 14:22 | Ingibjörg Benediktsdóttir dómari spyr hvort saksóknari þekki dæmi um flutning banka milli landa.
 • M | 14:22 | Andri Árnason gerir nú “örfáar athugasemdir” í tilefni andsvara saksóknara.
 • V | 14:23 | Ingibjörg dómari spyr: Þekkir sækjandi til þess að höfuðstöðvar banka hafi verið fluttar úr landi, einhvers staðar?
 • V | 14:23 | Sigríður: Þetta er eitt af því sem kom upp sem hugmynd um að minnka bankakerfið.
 • R | 14:23 | Sigríður vísar í að hugmyndir hafi verið uppi um flutninga höfuðstöðva, og unnið að undirbúningi slíks. Hún lýkur máli sínu
 • V | 14:24 | Spurning dómarans byggði á því sem fram kom í máli Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar hrl. um að Bretar þekki ekki til þess að höfuðstöðvar(frh)
 • V | 14:25 | .. banka hafi verið fluttar á milli landa.

Andri Árnason, verjandi

 • M | 14:25 | Andri bendir á að RNA hafi talið ?að svo stöddu? ekki ástæðu til að rannsaka seðlabankastjórana þrjá. Saksóknari hafi ekki hreyft við því
 • R | 14:25 | Andri gerir ákvörðun um að ákæra ekki 3 seðlabankastjóra og forstjóra FME aftur að umræðuefni. Gjörólík afstaða til Geirs.
 • V | 14:25 | Andri tekur nú til máls, öðru sinni og gefst kostur á að gera frekari athugasemdir við orð saksóknara.
 • M | 14:26 | Andri: Saksóknari telur frekar að hinn ákærði eigi að ganga um með ökklaband, en ekki þeir sem voru stórir þátttakendur í þessu ferli öllu
 • R | 14:26 | Andri segir ekkert hafa verið því til fyrirstöðu að saksóknari rannsakaði gögn áður en málið var dómtekið.
 • R | 14:26 | Andri segist hafa gefið ákæruvaldinu færi á að rökstyðja mál sitt með nýrri og rökstuddri ákæru. Því hafi verið hafnað.
 • M | 14:27 | Í þessu felst segir Andri að gjörólík afstaða sé hjá saksóknara til Geirs en til seðlabankastjóranna og forstjóra FME
 • R | 14:27 | Það kom ekki til greina að ákærandi fengi að skila inn greinargerð eftir að ákærði var búinn að skila inn sinni, segir Andri.
 • V | 14:27 | Andri: Saksóknari lítur svo á að ákærði eigi frekar að ganga um með “ökklaband” frekar en forstjóri FME og bankastjórar seðlabankans.
 • V | 14:29 | Andri: Þetta stenst ekki, og í þessu felst gjörólík afstaða til þessara embættismanna og síðan ákærða.
 • R | 14:29 | Það er ljóst að Alþingi fór af stað með þetta mál á grundvelli ályktana RNA en framkvæmdi enga rannsókn sjálft, segir Andri.
 • M | 14:30 | Mótmælir að byggt sé á riti Ólafs Jóhanness. um Landsdóm til að nota úrelta löggjöf, í trássi við ákv. stjórnarskrár um réttláta málsmeðferð
 • R | 14:30 | Ég tel að undirbúningur þessa máls sem sakamáls eigi sér enga hliðstæðu, segir Andri.
 • M | 14:31 | Andri: Hér virðist frekar vera efnt til einhvers konar rannsóknarréttarhalda. Ég tel að undirbúningur þessa sakamáls eigi sér enga hliðstæðu
 • R | 14:31 | Það er afar langsótt að frekari aðkoma ráðherra í Icesave hafi breytt e-u skvt 10. grein ráðherraábyrgðarlaga, segir Andri.
 • M | 14:32 | Af því sem fært hefur verið fram hér fyrir dómi er fjarri lagi að unnt sé að líta á að um stórfellt gáleysi hafi verið að ræða, segir Andri.
 • R | 14:32 | Engum sanngjörnum manni getur dottið í hug að tengja saman þessi atvik og refsiábyrgð, segir Andri um ákæruefni. Lýkur máli sínu
 • R | 14:32 | Geir segist ekki nýta sér rétt til að eiga síðasta orðið í dómþinginu.
 • V | 14:33 | Andri: Aðstæðurnar sem uppi voru á árinu 2008 voru erfiðar og óútreiknanlegar, og allar skyndiákvarðanir hefðu getað leitt til verri stöðu.
 • M | 14:33 | Geir Haarde hafnar boði dómforseta um að nýta rétt sinn til að eiga síðasta orðið.
 • R | 14:34 | Dómþingi er slitið. Nú hefst bið eftir því að dómur verði kveðinn upp.
 • V | 14:34 | Málið hefur nú verið dómtekið, fyrsta Landsdómsmáli Íslandssögunnar er því formlega lokið, og bíður það nú dóms.
 • R | 14:37 | Ég er mjög feginn að þessum þætti er lokið, segir Geir á tröppunum í Þjóðmenningarhúsi og þakkar verjendum sínum.
 • R | 14:37 | Geir segist bera traust til landsdóms en biður fólk og fjölmiðla að gefa dómnum frið til að vinna sín störf.
 • R | 14:38 | Ég er saklaus af þessum ákæruliðum öllum saman, segir Geir og er viss um sýknun.
 • R | 14:39 | Geir sagði réttarhöldin hafa verið lærdómsrík, taldi að sumir þeir sem hefðu staðið fyrir ákærunni hefðu orðið fyrir vonbrigðum
 • M | 14:41 | Dómhaldinu gegn Geir H. Haarde er nú lokið. Dómur verður kveðinn upp í síðasta lagi um miðjan apríl. #landsdom
 • R | 14:41 | Geir, verjendur, saksóknarar og dómarar eru horfnir á braut. Dómverðir taka þegar til við að fjarlægja stóla úr salnum.
 • M | 14:47 | Geir sagði nokkur orð við fjölmiðla í lokin. Hann sagðist bera traust til dómsins og bað um að dómnum verði nú gefinn vinnufriður #landsdmur
 • M | 14:49 | Starfsfólk vinnur nú að því að ganga frá stólum og öðru í sal Þjóðmenningarhússins þar sem fyrsta Landsdómhald sögunnar fór fram