GUL FRÉTT.
Ung kona var hætt komin í dag þegar hún festist hálf inni í leigubíl sem var ekið af stað.
Eiginmaður hennar segir frá atvikinu á Facebook síðu sinni. Segir hann það hafa reynt ansi harkalega á hjartað þegar kona hennar „gerði sér lítið fyrir og fór „ein“ í Taxa.“
„Við vorum sumsé á leið upp í Taxa á Lækjartorgi, eiginkonan var kominn með annan fótinn upp í þegar hurðirnar allt í einu lokast, klemma konuna í dyrunum og bílstjórinn keyrir af stað,“ skrifar eigninmaðurinn. „Þeir nærstaddir sem sáu þetta voru sem betur fer fljótir að öskra á leigubílstjórann að stoppa og konan fór því ekki langt ein, en þó nógu langt til að fylla mig einni þeirri mestu skelfingu sem ég hef nokkurn tíma fundið fyrir.“
Leigubílstjórinn baðst ekki afsökunar
Ástæðuna fyrir því að eiginmaðurinn skrifar um reynslu sína segir hann vera til að koma þökkum á framfæri til „yndislegrar huldukonu sem sagðist heita Álfheiður, sem kom og settist hjá grenjandi, snöktandi horfjallinu mér, og gaf mér gott knús þar til ljóst var að eiginkonan myndi snúa aftur,“ skrifar eiginmaðurinn.
Hann segir umrædda Álfheiði greinilega með hjarta úr gulli og að sér hafi þótt verulega vænt um hjálpina. Eiginmaðurinn segir bílstjórann ekki hafa yrt á hann, hvað þá beðist afsökunar, þegar hann sýndi honum giftingarhringinn sinn skjálfandi.
„(…)hann má hinsvegar náðarsamlegast éta það sem úti frýs.“
Uppfært 22:40
Í samtali við Gult.is segir eiginmaðurinn í ljós hafa komið að hann þekki mikið af huldufólki og tókst honum að koma þökkum á framfæri í gegnum þau. Hyggst hann hafa samband við allar leigubílastöðvarnar vegna málsins á morgun, þegar hann hefur náð að róa taugarnar enda er honum enn brugðið vegna atviksins.
Frétt MBL.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/04/ok_af_stad_med_barnavagn_i_dyrunum/