Gul frétt

Leigubílstjóri keyrði af stað með eiginkonuna hálfa út.

Leigubílstjórar

Sumir leigubílstjórar eru líka strætóbílstjórar.

GUL FRÉTT.

Ung kona var hætt komin í dag þegar hún festist hálf inni í leigubíl sem var ekið af stað.

Eiginmaður hennar seg­ir frá at­vik­inu á Face­book síðu sinni. Seg­ir hann það hafa reynt ansi harka­lega á hjartað þegar kona henn­ar „gerði sér lítið fyr­ir og fór „ein“ í Taxa.“

„Við vor­um sum­sé á leið upp í Taxa á Lækj­ar­torgi, eiginkonan var kom­inn með annan fótinn upp í  þegar hurðirn­ar allt í einu lokast, klemma konuna í dyr­un­um og bíl­stjór­inn keyr­ir af stað,“ skrif­ar eigninmaðurinn. „Þeir nærstaddir sem sáu þetta voru sem bet­ur fer fljót­ir að öskra á leigubílstjór­ann að stoppa og konan fór því ekki langt ein, en þó nógu langt til að fylla mig einni þeirri mestu skelf­ingu sem ég hef nokk­urn tíma fundið fyr­ir.“

Leigubíl­stjór­inn baðst ekki af­sök­un­ar

Ástæðuna fyr­ir því að eiginmaðurinn skrif­ar um reynslu sína seg­ir hann vera til að koma þökk­um á fram­færi til „ynd­is­legr­ar huldukonu sem sagðist heita Álfheiður, sem kom og sett­ist hjá grenj­andi, snökt­andi hor­fjall­inu mér, og gaf mér gott knús þar til ljóst var að eiginkonan myndi snúa aftur,“ skrif­ar eiginmaðurinn.

Hann seg­ir um­rædda Álfheiði greini­lega með hjarta úr gulli og að sér hafi þótt veru­lega vænt um hjálp­ina. Eiginmaðurinn seg­ir bíl­stjór­ann ekki hafa yrt á hann, hvað þá beðist af­sök­un­ar, þegar hann sýndi hon­um giftingarhringinn sinn skjálf­andi.

„(…)hann má hins­veg­ar náðarsam­leg­ast éta það sem úti frýs.“

Upp­fært 22:40
Í sam­tali við Gult.is seg­ir eiginmaðurinn í ljós hafa komið að hann þekki mikið af huldufólki og tókst honum að koma þökk­um á fram­færi í gegn­um þau. Hyggst hann hafa sam­band við allar leigubílastöðvarnar vegna máls­ins á morg­un, þegar hann hef­ur náð að róa taug­arn­ar enda er honum enn brugðið vegna at­viks­ins.

Frétt MBL.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/04/ok_af_stad_med_barnavagn_i_dyrunum/