Gul frétt

Lög á yfirvinnubann Storka?

Storkar lentu með ferna tvíbura á fimmtudag við Landsspítalann.

„Þetta bjargaðist nú einhvern veginn eins og það gerir alltaf,“ segir Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, en þann 14. júlí lentu Storkar með nítján börn við spítalann en vegna yfirvinnubanns Storka lentu 4 Storkar með 2 börn hver.

„Við erum orðnar svo gamlar að við munum bara ekki alveg hvað metið var en þetta er allavega mjög nálægt því,“ segir Birna og hlær.

Á fimmtudaginn var sem sagt mikið annríki við lendingaraðstöðu Storkanna.

„Það gerist ekki á hverjum degi að það lenda fernir tvíburar,“ segir Birna Gerður og bætir við að meiri áhætta fylgi tvíburalendingum. „Það auðveldaði okkur ekki fyrir að það var svona mikið af tvíburum enda koma fleiri fagaðilar að þannig lendingum.“

Birna Gerður segir að allt hafi gengið vel en að það hafi þurft að kalla út mannskap.

„Þetta er kannski ekki beint besti tíminn til að ná í fólk en einn þriðji af starfsfólkinu okkar er í sumarfríi,“ segir hún og útskýrir að það sé auðveldara að fá fólk til vinnu á öðrum tímum en í miðjum júlí.

Meirihluti barnanna sem lentu er stúlkur eða tólf talsins. Þá lentu sjö drengir. „Það má segja að þetta hafi verið stelpudagur en stelpurnar voru í miklum meirihluta,“ segir hún.

Birna Gerður vill meina að ástæða þess að allt hafi gengið vel sé hversu gott starfsfólk deildarinnar er og einnig séu Storkarnir frábærir. „Það er svo frábært starfsfólk hérna og frábærar ljósmæður í þessu húsi og vonandi leysist yfirvinnubann Storkanna fljótlega. Það hjálpast allir að þegar það er mikið að gera og fólk er tilbúið að koma og hjálpa,“ segir Birna Gerður Jónsdóttir.