MÁLSHÆTTIR.

Málsháttur er stutt setning sprottin af langri reynslu, sagði spænska skáldið Miguel de Cervantes. Málshættir fela í sér ákveðinn boðskap, svo sem siðalærdóm eða varúðarreglur og bera þeir oft vott um mikla athyglisgáfu og næman skilning á mannlegu lífi.

 

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.Heimskt er heimaalið barn. 

Barn er móðurinnar besta yndi.Bregður barni til ættar.Spakt skyldi elsta barn og vel vanið.Brennt barn forðast eldinn.Barnið vex en brókin ekki.Bragð er að, þá barnið finnur.Á misjöfnu þrífast börnin best.Bundinn er sá er barnsins gætir.Lík börn leika best.Á gólfi skyldi gott barn sitja.Gott barn kveður góða vísu.Þægt barn fær gott atlæti.Blessun vex með barni hverju.Barnalán er betra en fé.Barna lund er blíð fædd.Barn gefur barns svör.Bljúg er barns lundin.Auðginnt er barn í bernsku sinni.Lítil er barns huggun.Tamur er barns vaninn.Að þykir barninu, þá það grætur.Allir hafa börn verið.Fáir kunna eitt barn að aga.Blautt er barns holdið.Margt er barna bölið.Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í.Lengi býr að fyrstu gerð.Allt ungviði leikur sér.Sjaldan er gott uppeldi oflaunað, nema illu sé.Móðir er barni best.

 

Milt er móður hjarta.Mjúk er móður höndin.Móðir dylur barnsins bresti.
 

Manstu málshátt? Sendu hann til okkar 🙂