Norðurljósaspá

Miklar líkur á miklum Norðurljósum…

NORÐURLJÓSIN

16. nóv 2014
sólgos001

Stórt sólgos með miklum sólmassaþeytingi – Mynd úr safni.

Sólmassi stefnir að segulhjúpi Jarðar á 600 km hraða á sek. Samkvæmt líkindunum gætu orðið mjög mikil Norðurljós yfir landinu næstu 10 daga hið minnsta.

Streymi frá Kórónuholu er væntanlegt að segulhjúpi Jarðar þann 17. nóvember og einn stærsti sólblettur sl. áratuga er að koma sér í skotstöðu.

Sólblettur af sömu stærðargráðu sendi frá sér stórt sólgos þann 13. mars 1989 og sáust þá norðurljós allt suður til Flórída og Kúbu. Fylgifiskur svo stórra sólgosa í beinni stefnu á Jörðina sem er raunar afar sjaldgæft gæti verið útsláttur háspennulína og þar af leiðandi tímabundið rafmagnsleysi. Þetta er hægt að sjá fyrir með ca. 2-3 daga fyrirvara. Við verðum með fréttir hér á Gult.is ef sólbletturinn sem hefur númerið AR 2209 lætur á sér kræla.

Meira er hægt að sjá á línuritunum frá Leirvogi og á Spaceweather.

UPPFÆRT 21. nóv. Á línuritunum frá Leirvogi má sjá þegar enn ein sólmassasendingin skellur á segulhjúpi Jarðar þann 20. og 21 nóv. Það var mjög lítið sólgos sem kom þessu af stað – í samanburði –  en því miður sést lítið til himinhvolfsins yfir landinu eins og stendur vegna skýjafars.

leirv1920nov

Leirvogur 20-21. nóv 2014. Miðlínan er sú sem gefur bestar upplýsingar um yfirvofandi norðurljósasýningar skv. Norðurljósarannsóknum Gult.is