GUL FRÉTT.
Neitaði að borga farið.
Lögreglu barst tilkynning um strætóbílstjóra í töluverðum vandræðum með farþega í Austurbænum á tólfta tímanum í dag. Þegar lögreglan kom á vettvang neitaði viðkomandi að gefa upp nafn sitt og kennitölu, en hann hafði jafnframt neitað að greiða fyrir farið með strætisvagninum.
Hann var færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu og verður hann yfirheyrður síðar.