Ýmislegt

Norðurljós á degi elskenda.

“Norðurljós á degi elskenda?”

  Sólblettur AR 1974 hefur verið að senda af stað gusur efniseinda sem stefna á Jörðina. Er búist við að tvær þeirra lendi á segulhjúpi Jarðar á sjálfan Valentínusardaginn með tilheyrandi norðurljósasýningum. Er það töluvert viðeigandi að fá dansandi norðurljós á þessum degi því í Þjóðtrú Austurlandabúa segir að börn getin undir dansandi norðurljósum verði afburðamanneskjur að öllu leiti. Í þessu ljósi má geta þess að sjáist til norðurljósa þá fara pör frá Asíu oft á tíðum inn á herbergi sitt öfugt við aðra sem fara frekar út undir bert loft til að dást að ljósasýningunni sem í sömu þjóðtrú er talinn vera andardráttur drekans mikla.  Þess má geta að skýjahuluspá Veðurstofunnar er nokkuð hagstæð fyrir Reykjanesið og SV horn landsins á Valentínusardaginn.