Norðurljósaspá

Norðurljós á nýju ári.

6 – 10. jan. 2014

“Norðurljós á nýju ári”

Eftir frekar mikil rólegheit í Norðurljósadeildinni undanfarnar vikur mættu fyrstu norðurljós ársins 2014 á tilsettum tíma að kvöldi þess 1. janúar og sáust mikil norðurljós í norðri. Sólblettur 1944 sendi frá sér væna gusu efniseinda snemma þann 4. janúar þannig að áframhald ætti að vera á sýningum næstu dagana og sérstaklega 7. til 8 jan ef marka má útreikning sérfræðinga Spaceweather.com. Nú er bara að krossa fingur og biðja um góða skýjahuluspá frá veðurstofunni svo hinir fjölmörgu erlendu ferðamenn sem staddir eru hér á landi gagngert til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri fái að njóta fallegra sýninga. Við verðum með nýjar fréttir um leið og sést til fleiri sólblossa eða sólgosa.