GUL FRÉTT.
Gult.is lokar á ólögmæta netumferð

Gult.is hefur lokað á ólögmæta netumferð á Gult.is. Í reglulegum prófunum á vefnum kom í ljós notkun sem ekki samrýmist notkunarskilmálum vefsíðunnar.
Ólögmæt notkun sem brýtur í bága við notkunarskilmála vefjarins hefur komið fram í prófunum hjá Gult.is. Því hefur Gult.is lokað á þá netumferð.
Ekki um innbrot að ræða og ekki var komist í nein gögn sem ekki átti að vera hægt að komast í en málið er að við gerum reglulega prófanir, hvort það sé verið að nota vefinn okkar á eðlilegan hátt. Í einu af þessum reglubundnu tékkum tóku við eftir ákveðinni notkun sem var ekki að stemma við reglur okkar.
Gult.is vill ekki að svo stöddu upplýsa um á hverja hafi verið lokað, hvort lokað hafi verið á fleiri en eina ip-tölu og hver hin ólöglega notkun var.
Hins vegar vilji Gult.is vekja athygli á þessu þar sem hugsast geti að óvart hafi verið lokað á einhverja notendur en þeir notendur eiga þá að hafa samband við Gult.is.
Gult.is er einn fjölsóttasti guli vefur landsins – en líka raunar sá eini. Gult.is leggur mikla áherslu á öryggi og uppitíma þeirra vefja sem félagið heldur úti. Gult.is notast við margþættar aðferðir til þess að greina og fylgjast með umferð á vefinn í þeim tilgangi að tryggja öryggi og uppitíma hans.
Ekki er búist við að lokunin hafi áhrif á almenna viðskiptavini Gult.is en viðskiptavinum er bent á að senda erindi sitt í netfangið flytileidir@gmail.com ef það koma upp einhver óþægindi vegna þessa.