Norðurljósaspá

Sólvindurinn

Hér má sjá hreyfimynd af spá fyrir sólvindinn á næstunni.

Til útskýringa á kortinu þá sýnir efsta röðin af gröfunum spá fyrir þéttleika sólvindsins. Neðri gröfin sýna hins vegar hraða sólvindsins.

Hringlaga gröfin til vinstri eru yfirlit séð frá yfir norðurskauti sólar og jarðar, eins og litið sé “niður”. Sólin er guli punkturinn í miðjunni og Jörð er græni punkturinn til hægri. Einnig eru sýndar staðsetningar á STEREO gervihnöttunum tveim. Þessi gröf sýna spírallaga mynstur vegna snúnings sólar.

Fleyglaga gröfin í miðjunni sýna svo frá hlið, með norðurskaut á toppnum og suðurskaut að neðan.

Myndritin á hægri hlið sýna spá fyrir þróun þéttleika og hraða vindsins við Jörðu og við STEREO gervihnettina tvo. Gula strikið er í samspili við grafíkina, svo að hægt er að sjá hvernig gildin fyrir þéttleika og hraða eru í samræmi við tiltekin munstur vindsins.

Háttur keyrslu líkansins fyrir WSA-Enlil er gefin til kynna neðst: “Ambient” (í. umlykjandi) þýðir að líkanið hafi verið keyrt í rólegu, eða “fair-weather” fari, meðan “CME” (í. kórónuskvetta) gefur til kynna að líkanið hafi verið keyrt með spá um eina eða fleirri skvettur sem geta hugsanlega beinst að jörðinni, eða “jarðvirk” (e. geo-effective).