Norðurljósaspá

Sólvirknin í september 2014

NORÐURLJÓSIN

sunspotokt

Fjöldi sólbletta

Sólvirknin rýkur upp. Samkvæmt grafinu hér til hliðar sáust 100 sólblettir í febrúar 2014 sem er hæsta gildi á þessu hámarkstímabili sólvirkninnar. Í júní höfðu sólblettirnir hrapað niður í 70 bletti, í ágúst urðu þeir 74 og í sept urðu þeir um 90. Virknin rýkur því upp á við aftur. Október fer frekar rólega af stað en þó hafa kórónuholur verið að sýna sig nánast alla daga til þessa en streymi frá þeim tendrar oft á tíðum upp sýningar í kring um miðnætti. Fróðlegt verður að sjá tölur októbermánaðar. Við munum birta þær hér í byrjum nóvember en hér fyrir neðan er slóðin á línurit sérfræðinganna. http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle/