Norðurljósaspá

“Stærsta sólgos þessa tímabils”

“Stærsta sólgos þessa tímabils”

  Uppfært 27.2. 2014 kl. 21.07 – Gríðarleg norðurljós eru nú yfir landinu. Í höfuðborginni eru þau mjög greinileg þrátt fyrir ljósmengunina. Enn hefur sólblettur AR 1967 verið að senda af stað stórar gusur efniseinda. Þann 25. varð stærsta sólgos þessa tímabils og kom það frá þessum sólbletti. Sólblettur 1967 er orðinn langlífur því hann hefur ferðast 3 hringi kring um sólina og hét upphaflega AR 1944. Þar sem þetta risasólgos stefnir ekki beint á Jörðina sleppum við með skrekkinn við t.d. útslátt raforkukerfanna en fáum í staðinn ágætis jaðaráhrif sem felast í flottum norðurljósasýningum :) Er búist við að röð efniseinda lendi á segulhjúpi Jarðar næstu daga með tilheyrandi norðurljósasýningum.  Skýjahuluspá Veðurstofunnar er nokkuð hagstæð næstu dagana og gæti grillt í stjörnubjartan himininn flesta daga fram að helgi.