
„Allir með strætó – allir með strætó – enginn með Steindóri“
Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að lokaður Facebook-hópur strætóbílstjóra, sem ber heitið „Allir með strætó – allir með strætó – enginn með Steindóri“, tengist fyrirtækinu ekki með nokkrum hætti. Hópurinn var kærður til Mannasiðaverndar í gær þar sem farið var fram á rannsókn á upplýsingasöfnun sem þar fer fram.
Hafa strætóbílstjórar m.a. deilt skó- og skálastærð farþega og leynilegri segulbandsupptöku úr kassettutæki samkvæmt skjáskotum sem Gult.is hefur undir höndum. Þá er þar að finna umræður um að tiltekinn farþega beri að varast þar sem viðkomandi borgi alltaf með barnamiðum og fari fleiri en einn hring með hverjum vagni og eins þá sem biðja of seint um skiptimiða.
Í umfjöllun um málið í fjölmiðlum kemur fram að um 8 meðlimir séu í hópnum og ber hann heitið „Allir með strætó – allir með strætó – enginn með Steindóri“.