NORÐURLJÓSIN.

tripod001

Norðurljósamyndataka.

Að taka “timelapse” af norðurljósunum er krefjandi verkefni ef vel á að takast til.

Það þarf að hafa nokkur atriði í huga og ef við förum í þetta alveg frá grunni þá er mikilvægasta atriðið það að ljósop myndavélinnar þarf að vera hægt að stilla á tíma.

Það er vegna þess að um næturmyndir er að ræða. Það er að segja það þarf að vera hægt að taka mynd með “shutterinn” opinn í nokkrar sek. til að ná nægilegu ljósmagni á myndflögu myndavélarinnar svo úr verði sýnileg mynd.

Þennan möguleika vantar því miður í flestar minni myndavélar og myndavélar í símum og spjaldtölvum. Þær eru því langflestar ónothæfar í norðurljósamyndatökur.

Einnig þarf að stilla linsu myndavélarinnar á “manual” og fjarlægðina á “óendanlegt”. Gera þarf tilraunir til að finna skýrasta fókusinn með hverja linsu því merkið við “óendanlegt” sem er eins og 8 á hliðinni er ekki alltaf á alveg réttum stað sé það á annaðborð á linsunni. Sé linsan stillt á “auto” mun linsan væntanlega ekki finna fókus í myrkrinu og myndavélin líklega neita að smella af.

Næsta atriði er sennilega þrífóturinn.

Þegar teknar eru myndir með “shutterinn” opinn í nokkrar sek. kemur minnsta hreyfing á myndavélinni fram á myndinni, Hægt er að bjarga sér með því að skorða myndavélina á bílþak, stein eða annað tiltækt en að halda á vélinni í algjöru hreyfingarleysi í 10 – 30 sek er því miður ekki framkvæmanlegt.

Næsta atriði er fjarstýring með tímastilli þannig að ekki komi hreyfing á myndavélina þegar smellt er af mynd. Undirritaður stillir tímastillinn þannig að hann smellir af á 1 sek fresti en þá tekur vélin nýja mynd 1 sek eftir að hún hefur lokið við þá fyrri. Síðan fer það eftir stillingum myndavélarinnar hversu lengi hún er að klára hverja mynd. Það hefur engin áhrif á myndirnar þó fjarstýringin smelli af á 1 sek fresti.   

Misjafnt er eftir myndavélum og linsum hvað shutterinn þarf að vera opinn lengi til að norðurljósin komi fram á myndinni með ásættanlegum hætti.

Algeng stilling á eldri gerð af Canon EOS með standard linsu er um 25 – 30 sek. en á 30 sek er farin að sjást hreyfing á stjörnuhimninum. Til að stytta þennan tíma þarf annað hvort að útvega linsu sem er ljósnæmari eða hækka upp í ISO en í mörgum myndavélum verða myndirnar grófkornóttar sé ISO hækkað of mikið. Gera þarf tilraunir með nokkrar stillingar ef vel á að vera.

Sá sem skrifar þetta er með Canon EOS 400 og 13mm linsu sem er með ljósopið 2.8 og er linsan því nokkuð ljósnæm og mjög víð án þess þó að vera komin með fiskiaugaáhrif. Þessi myndavél er ekki alveg nýjasta týpa og þolir ekki mikið hærra ISO en 800. Með myndavélina á 800 ISO og linsu sem er með ljósopið 2.8 dugar í flestum tilfellum að hafa shutterinn opinn í 8-10 sek. til að ná góðri og bjartri mynd. Sá er þetta skrifar mælir með linsu með vítt sjónsvið t.d. 12-14 mm og ljósop sem er 2.8 eða bjartara.

Gera þarf tilraunir með hverja myndavél fyrir sig og veit undirritaður að hægt er að ná góðum myndum af norðurljósunum á 1 sek en þá er linsan komin með ljósopið 1.8 og myndflaga myndavélarinnar þolir 3200 ISO án þess að myndin verði grófkornótt.

Ýmis forrit er svo hægt að nota til að gera vídeo úr myndunum. T.d. : VLC, ffmpeg og fleiri.

Svo þarf bara að fylgjast vel með Norðurljósaspánni á Gult.is og vera tilbúinn með vasaljós, nesti og hlýjan fatnað þegar sýningin byrjar.

Svo er um að gera að deila myndunum með öllum heiminum og er það möguleiki á einni stærstu Norðurljósasíðu heims – Spaceweather.com.

HÉR kemstu beint í upphleðslusíðu þeirra.

Gangi ykkur vel!

[wp-rss-aggregator source=”7412″ limit=”1″]

Leirvogur Segulmælingar

Segulmælingar í Leirvogi

NASA - NOAA

NOAA – Geimveðurrannsóknir NASA

Skýjahuluspá Veðurstofunnar

Skýjahuluspá Veðurstofunnar

Norðurljósaspá Veðurstofunnar

Norðurljósspá Veðurstofunnar

Spá Háskóla Alaska

Spá Háskóla Alaska

Norðurljósaspá Gult.is

Norðurljósaspá Gult.is

Norðurljósaspár

Norðurljósaspár

Sólblettir

Sólblettir

Geimveðurfréttir

Geimveðurfréttir

Norðurljósaspá á Facebook

Norðurljósaspá á Facebook

Aurora Over Iceland

Aurora Over Iceland

nordurljos

Norðurljósarannsóknir Gult.is

  

 

  [wp-rss-aggregator source=”7412″]