Ýmsar Lækkanir um áramótin
Verð á vegabréfum lækkaði um 2.000 krónur um áramótin.
Gjaldskrár lækkuðu víða um áramótin og þurfa landsmenn því að leggja minna til fyrir ákveðna þjónustu. Sem dæmi má nefna lækkun Rarik á dreifingu á rafmagni í dreifbýli um 4,5% og þá lækkar vörugjald á bensíni og díselolíu um 3%.
Innritunargjald í ríkisrekna háskóla lækkar um 25%, og þá lækkar útvarpsgjald og sóknargjald einnig. Verð á vegabréfum lækkar um 2.000 krónur.
Ljóst er að verðbólga mun lækka umtalsvert og verður verðbólgumarkmiðum Seðlabankans ekki náð með þessu áframhaldi. Mun Seðlabankastjóri grípa til sérstakra örþrifaráða sem kynnt verða á næstunni til að koma verðbólgunni upp yfir tilsett markmið.