Norðurljósaspá

156 ár frá tröllauknum sólstormi.

sólgos001

Efniseindasending frá Sólinni.

NORÐURLJÓSASPÁ.

Í dag eru 156 ár síðan gríðarlegur sólvindur skall á segulhjúpi Jarðar.
Þann 2. september 1859 vaknaði fólk upp við það sem þau töldu vera sólarupprás. Sú var ekki raunin. Um var að ræða gríðarleg norðurljós af völdum billjón tonna efniseindasendingu frá gríðarstórum sólbletti. Viktoríska telex- internetið brann yfir og telexpappírinn brann víða vegna gríðarhárrar spennu sem magnaðist upp í símalínunum. Það sama myndi gerast í háspennulínum nútímans þegar svona sending hittir Jörðina. Þann 23. júlí 2012 gerðist samskonar atburður á sólinni en í það skiptið hitti sendingin ekki en rétt straukst framhjá Jörðinni. Um 4 til 10 ár er talið að muni taka að lagfæra raforkukerfin okkar þegar svona atburður endurtekur sig.

Heimild: www.spaceweather.com

https://www.youtube.com/watch?v=FuMMSabVfig