Eldgos

Bárðarbunga skelfur.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.

Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup. Þar sem Bárðarbungan stendur nokkuð hátt er bæði hætta á norður- og suðurlandi. Til að mynda í Gjálpargosinu árið 1996 fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand. Það hlaup rauf brýrnar yfir Skeiðará og Gígjukvísl með eftirminnilegum hætti. Gjósi örlítið norðar geta fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er til að mynda Dettifoss og rétt er að geta þess að ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um tilurð Ásbyrgis. Líklegust er sú að Ásbyrgi hafi myndast þegar tvö hamfarahlaup  urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 -10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum.

Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. Við hjá GULT.IS áréttum því orð Þeirra á ELDGOS.IS og minnum á að Bárðarbunga er öflug og varasöm eldstöð sem á skilið athygli og virðingu.

 

Kort Veðurstofunnar þann 17. ágúst 2014

bardarbunga

Svona lítur kortið út núna:

[iframe scrolling=”yes” src=”http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/”]

Umfjöllun Eldgos.is á Bárðarbungu má sjá HÉR