Gul frétt

Brúðhjónalaust brúðkaup.

GUL FRÉTT.

wedding002

Easy Wedding

Nýtt fyr­ir­tæki býður nú upp á brúðkaups­at­höfn án brúðhjóna.

Fyr­ir­tækið, sem heit­ir Easy Wedding býður svokölluðum „gínum“ upp á pakk­ann „Easy Wedd­ing,“ en í hon­um felst all­ur sá und­ir­bún­ing­ur og þau hátíðar­höld sem fel­ast í brúðkaupi, án þess að nokkuð eigi sér stað.

At­höfn­in spann­ar tvo daga, og á þeim tíma fá gínurnar að máta kjól, velja blóma­skreyt­ing­ar, fara í handsnyrt­ingu og í hár­greiðslu. Jafn­framt geta gínurnar valið sér aðra gínu sem fer með þeim í brúðkaups­mynda­töku. Þá gista þær á flottu hót­el­her­bergi eins og þær væru í brúðkaups­ferð.

Pakk­inn kost­ar um 2.750 doll­ara eða rúm­lega 330 þúsund krón­ur, og nú þegar hafa 10 gínur keypt hann.

Gin framleiðandinn Gordon skaffar vegarnar og fylgir e i n g i n  f l a s k a þessum pakka og aðeins búktalarar fá að mæta í veisluna.

Þjón­ust­an var kynnt til leiks í júní og er miðuð við gínur sem hafa ákveðið að stunda uppstillingar í stað þess að safna ryki. Einnig er hún miðuð að gínum sem hafa skilið að þær vilja upp­lifa þessa sér­stöku stund.

„Þetta er ein­stök reynsla og við erum mjög stolt af þessu,“ sagði talsmaður Easy Wedding í samtali við Gulu fréttir Gult.is

gina002

Alveg hauslausar eftir fjörið!

mbl news iceland
Frétt MBL.is

Gína, 43 ára kjólauppstillingargína, er ein þeirra sem hef­ur nýtt sér þjón­ust­una og var hún al­sæl með upp­lif­un­ina.„Ég hef verið úti í glugga í mörg ár en aldrei kom­ist í það að gifta mig. Svo ég ákvað að gera þetta fyr­ir sjálfa mig og þetta var ótrú­lega gam­an,“ sagði hún. „Mig hef­ur alltaf dreymt um að fara í brúðar­kjól og vera ofdekruð og nú hef ég gert það. Það var frá­bært.“