Gul frétt

Eftirlitsmál

GUL FRÉTT!!!

samráð001Mikið hefur mætt á Samkeppniseftirlitinu, Neytendastofu, Umhverfisstofnun, Umboðsmanni Alþingis og öðrum þeim stofnunum sem hafa með almannaheill að gera. Skemmst er að minnast grænmetissamráðsins forðum daga, mjólkursukkmálsins hins nýja, eldgossins í Holuhrauni, bensínverðssamráðs og nú virðist vera komið upp nýtt mál samkvæmt lauslegum athugunum Gulu frétta Gult.is. Samkvæmt öllum þeim veðurstofum sem flytja fréttir af Íslenska veðrinu er nákvæmlega það sama á boðstólum. Norska veðurstofan YR.no, Belgingur.is, Veðurstofa Íslands – allar þessar virtu stofnanir virðast vera komnar í bullandi samráð. Rok – Rigning – Kuldi – Beljandi. Er ekki kominn tími á að viðeigandi eftirlitsstofnanir hisji upp um sig buxurnar, taki í taumana og stoppi svona fyrir fullt og allt?