Eldgos

Eldgos á besta stað.

Laust eftir miðnætti hófst hraungos nyrst í Holuhrauni um 5 KM norður af Dyngjujökli. Í bili er því ekki eins mikil hætta á því Þeytigosi sem hefði getað hlotist af árekstri kvikuinnskots Bárðarbungu við kvikuhólf tengd Öskju. Einnig minnkar hættan á öskugosi hefði sprungan opnast undir jökli. Um algera happastaðsetningu er því að ræða haldi gosið sig á þessum stað. Þó segja vísindamenn að meiri kvika sé að streyma hugsanlega beint frá möndli Jarðar heldur en streymir frá þessu hraunútstreymi. Ekki er því hægt að útiloka frekari atburði á svæðinu enda er skjálftavirkni óbreytt enn sem komið er frá upphafi umbrotanna þann 16. ágúst. Hægt er að sjá útsýni yfir svæðið frá ýmsum vefmyndavélum sem finna má HÉR    Nánar HÉR