Eldgos

Eldgosið á ársgrundvelli.

hraungos001

Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni þegar þetta er skrifað í lok september 2014. Haldi hraunflákinn áfram að stækka með sama hraða og undanfarnar 3 vikur myndi hraunið þekja lauslega áætlað um 500-600 ferkílómetra í september á næsta ári. Rúmmálið yrði á sama tíma um 8000 milljón rúmmetrra og gosið yrði eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Jörðinni.
Hraunið í Heklu árið 1947 fór upp í 800 milljón rúmmetra en það tók Heklu tæplega tvö ár að framleiða það hraun. Þetta eldgos er búið að vara í þrjár vikur og er þegar komið upp í 500 milljón rúmmetra. Stærsta hraun landsins úr einu gosi á nútíma er einmitt ættað úr Bárðarbungunni. það er Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir um 8500 árum. Til samanburðar er það talið vera um 950 ferkílómetrar eða rétt rúmlega ársverk fyrir Holuhraunsgosið. Þjórsárhraunið rann ofan af hálendinu meðfram Þjórsá og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Það hraun er reyndar einnig stærsta hraun á jörðinni úr einu gosi í svokölluðum nútíma. Með sama áframhaldi ætti holuhraunið nýja að vera komið til sjávar í Öxarfirði í byrjun sumars haldi gosið svo lengi út með sama krafti og nú.