Eldgos

Eldgosið í Holuhrauni

Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni.

Hraun­breiðan í heild er orðin að minnsta kosti 46 km2, seg­ir á face­booksíðu Jarðvís­inda­stofn­un­ar HÍ.

Örlítið hef­ur dregið úr hraða sigs­ins í öskju Bárðarbungu og er það nú um 40 cm á dag og alls rúmir 30 metrar frá upphafi umbrotanna.

12 jarðskjálftar yfir 3 stig hafa orðið sl. 48 klst. þar af 8 stærri en 4 og 1 stærri en 5 og var sá 5,5 stig skv. vef Veðurstofu Íslands.

Gosið er eitt það afkastamesta sem sögur fara af og stefnir hraðbyri í að verða mesta hraungos síðan í Skaftáreldum 1783.

vefmyndavelar bardarbunga2-005 Eldgos.is