Brandarar

Fallhlífarnar 4

BRANDARAHORNIÐ.

skólataska001

Skólataskan.

Flugvélin var við það að hrapa, það voru 5 farþegar um borð en aðeins 4 fallhlífar.

Fyrsti farþeginn sagði: “Ég er Sigmundur Davíð, hinn útvaldi forsætisráðherra. Heimurinn þarfnast mín, það er ekki minn tími til að deyja.” Hann tók fyrstu fallhlífina og stökk úr flugvélinni.

Annar farþeginn, Bjarni Ben, sagði: “Ég er fjármálaráðherra og formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi.” Hann greip fallhlífina við hliðina á honum og stökk.

Þriðji farþeginn, Vigdís Hauksdóttir, sagði: “Ég er formaður fjárlaganefndar og hlutverk mitt er að vinda ofan af bótavæðingu síðustu vinstristjórnar!!!” Hún tók þriðju fallhlífina og stökk út úr flugvélinni.

Fjórði farþeginn, Ómar Ragnarsson, sagði við fimmta farþegann, 10 ára gamla stelpu, “Ég hef lifað góðu lífi og þjónað landi mínu eins og best var á kosið. Ég mun fórna lífi mínu og láta þig hafa síðustu fallhlífina.“

Litla stúlkan sagði, “Það er allt í lagi, Ómar. Það er fallhlíf eftir handa þér, Vigdís tók skólatöskuna mína.”