Norðurljósaspá

Fjörug línurit frá Leirvoginum

Norðurljósin.

Síðastliðna daga hafa línuritin frá Segulmælingastöðinni í Leirvogi verið í fjörugari kantinum. Engar sérstakar vísbendingar hafa þó verið um einhver sérstök streymi frá sólgosum eða kórónuholum. Sýnir þetta hversu illútreiknanlegt fyrirbæri norðurljósin eru. Nú eru aftur á móti vísbendingar um aukið streymi frá kórónuholu sem ætti að tendra upp ljósin þann 26. og 27. sept. Áhugasamir ættu að leggja inn orð hjá Veðurstofunni með beiðni um góða skýjahuluspá 😉

coronalhole2409

A stream of solar wind flowing from the indicated coronal hole could reach Earth on Sept. 26-27. Credit: SDO/AIA.