Norðurljósaspá

Fyrstu norðurljós ársins 2014

“Fyrstu Norðurljósin á nýju ári”

Eftir frekar mikil rólegheit í Norðurljósadeildinni undanfarnar vikur mættu fyrstu norðurljós ársins 2014 á tilsettum tíma. Þegar þetta er skrifað að kvöldi þess 1. jan 1014 sjást mikil norðurljós í norðri. Kórónuholur hafa verið að sýna sig og ættum við að vera í streymi frá einni þeirra í kring um 2. – 3. jan. 2014. Streymi sem var væntanlegt kring um 26. – 27. des. s.l. fór að mestu leiti norður fyrir Jörðina þannig að segulpólar Jarðar hafa verið óvenju dimmir en nú hefur orðið breyting þar á eins og áður sagði. Sólblettur 1936 sendi frá sér væna gusu efniseinda snemma í dag þannig að áframhald ætti að vera á sýningum næstu dagana ef veður leyfir. Við verðum með nýjar fréttir um leið og sést til fleiri sólblossa eða sólgosa.

northern lights forecast