Brandarar

Heyrnarleysi Ólivíu

Pétur hafði áhyggjur af því að Olivía konan hans hefði ekki jafn góða heyrn og áður fyrr og hélt að hún gæti mögulega þurft á heyrnatæki að halda.
Þar sem hann var ekki viss hvernig ætti að taka á vandanum, hringdi hann í heimilslækninn til að tala um vandann.
Læknirinn sagði honum að það væri mjög einfalt óformlegt próf sem maðurinn gæti framkvæmt til að gefa lækninum betri hugmynd um heyrnaskerðingu konunnar.
“Hérna er það sem þú gerir,” sagði læknirinn, “stattu um svona 20 metra frá henni, og segðu eitthvað í venjulegum samtalstón og sjáðu hvort hún heyrir í þér. Ef ekki, færðu þig í 15 metra, svo 10 og svo framvegis þangað til hún svarar þér.”
Sama kvöld var konan í eldhúsinu að elda kvöldmatinn og Pétur að bardúsast niðri í kjallara. Hann hugsar, “Nú er ég um 20 metra í burtu, við skulum sjá hvað gerist.” Svo segir hann með venjulegri rödd, “Elskan mín, hvað er í matinn?”
Ekkert svar.
Svo maðurinn færir sig nær eldhúsinu, um það bil 15 metrum frá konunni sinni og endurtekur, “Olivía mín, hvað er í matinn?” Enn ekkert svar.
Hann færir sig þá inn í stofuna þar sem hann er rúma 5 metra frá konunni sinni og spyr, “Elskan, hvað er í matinn?”
Ennþá fær hann ekkert svar.
Svo hann fer upp að eldhúsdyrum, rétt 3 metrum frá. “Ástin, hvað er í matinn?”
Enn ekkert svar..
Svo hann fer alveg upp að henni. “Olivía, hvað er í matinn?”
“Andskotinn hafi það Pétur, í fimmta sinn, KJÚKLINGUR!”