Brandarar

Íkorninn og fíllinn

Íkorni situr uppi í grenitré þegar allt í einu byrjar það að hristast alveg svakalega. Hann lítur niður og sér að fíll er að klifra upp tréð.
“Hvað ertu að gera maður? Af hverju ertu að klifra upp tréð mitt?” kallar íkorninn niður til fílsins.
“Ég ætla að gæða mér á perum þarna uppi,” svarar fíllinn.
“Hálfviti! Þetta er grenitré! Það eru engar perur í grenitrjám!”
Fíllinn lítur dálítið tortrygginn á íkornann en svarar um síðir, “Tja, ég kom með eigin perur.”