GUL FRÉTT.
Landvættir íslands fara fram á opinbera rannsókn vegna meintra mistaka við framkvæmd jöfnunar úr Jöfnunarsjóði íslands.
Munaði einu atkvæði er Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Árni Páll hlaut 241 atkvæði en Sigríður Ingibjörg 240 atkvæði. Anna Pála Sverrisdóttir hlaut eitt atkvæði og er það atkvæði til rannsóknar hjá Landvættunum. Árni verður áfram formaður Samfylkingarinnar.