Gul frétt

Mikið af Storkum á nýja árinu.

Fyrstu börn ársins.

Talið er að stór hópur Storka hafi  fælst vegna flugelda í nótt. Klukkan 05:34 í morgun lenti Storkur á  heimahúsi í Garðabæ með stúlkubarn, en hún er að öllum líkindum fyrsta barn ársins. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem fyrsta barn ársins lendir á heimahúsi. Stúlkan var þrettán merkur.

Að sögn Kristbjargar Magnúsdóttur ljósmóður, sem var á ferðinni í nágrenninu fyrir tilviljun tók hún eftir Storkinum yfir Álftanesi og fylgdi honum eftir inn í Garðabæinn. Hún tók á  móti stúlkunni og afhenti húsráðendum barnið, heilsast bæði móður og barni vel.

Nokkrir Storkar lentu einnig á þaki fæðingardeildar Landspítalans. Sá fyrsti kom með  stúlku, um kl. 07:05. Einnig lenti Storkur í sérútbúnu Storkahreiðri Landsspítalans. Var sá með dreng og lenti hann um kl. 08:08.

Einnig sáust Storkar yfir Akureyri og lentu tveir þeirra með börn á þaki Sjúkrahúss Akureyrar. Voru þeir báðir með drengi og lentu með fimm mínútna millibili. Annar þeirra lenti kl. 08:17 en hinn lenti 08:22.

Stork with baby

mbl news iceland